Tímamótabækur í afmælisriti | Book design and printing

Oddi70-Blai1999

♦ Grafísk hönnun. Mér áskotnaðist eintak af afmælisriti Odda sem gefið var út á síðasta ári í tilefni af 70 ára afmæli prentsmiðjunnar. Saga fyrirtæksins er rakin með því að velja og kynna eitt bókverk frá hverju ári, en auk þess eru í bókinni kaflar um grafíska hönnun, framfarir í prentun, starfrænu byltinguna o.fl. Árið 1999 er það Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem markar tímamótin. Þar segir m.a. frá því þegar drifið var í endurprentun í Odda í desember, en fyrst upplagið var prentað erlendis. Í textanum segir svo: „Áslaug Jónsdóttir teiknaði myndirnar í ævintýri Andra Snæs og á sinn þátt í velgengni verksins. Kápumynd hennar af hnettinum bláa og sólinni sem brosir við börnunum er einkar vel heppnuð.“ (Sótt fram í 70 ár Oddi 1943-2013, bls. 85).
Oddi70coverÞað er skemmtilegt að glugga í ritið, lesa 70 ára hönnunarsögu af bókakápum og rifja upp áhugaverða kafla í sögu grafískrar hönnunar á Íslandi í greinum eftir Guðmund Odd Magnússon og fleiri. Bókin er hönnuð af Halldóri Þorsteinssyni.

♦ Graphic design. Iceland’s largest printing company, Oddi, celebrated 70 years in business last year. An anniversary book was published, focusing on graphic design and book printing. For every year a successful book is represented as a milestone in the history of the company. The Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason was chosen for the year 1999. The very first edition was printed abroad but Oddi did the reprinting already in December because of good sales and the nomination to the Icelandic Literary Prize, which Andri Snær Magnason later received for the book.
A review of the illustrations and the cover goes as follows: “Áslaug Jónsdóttir illustrated Magnason’s fable and contributed to the success of the book. The cover with the blue planet and the sun smiling towards the children is excellently carried out.”

This anniversary book of Oddi Printing gives an interesting overview of graphic design and book design in Iceland for 70 years. Texts by Goddur, Guðmundur Oddur Magnússon et al. Book design by Halldór Þorsteinsson.

Oddi70-58-59Oddi70-62-63Oddi70endpapers

Prófarkalestur | Lost in translation

ProofMonsterAslaugJweb

♦ Þýðingar. Skrímslaerjur koma bráðum út á kínversku, eins og fyrri bækurnar um skrímslin. Og auðvitað þarf að lesa próförk. Maður fer nú létt með það … 怪物吵架了…

♦ Translations. Proofreading the chinese version of Skrímslaerjur (Monster Squabbles or Monster Row). The first six books are already available in Chinese, published by Maitian Culture Communication. Reading Chinese, easy peasy … 怪物吵架了…

Fréttir af bláa hnettinum | News of the Blue Planet

 Myndlýsingar. Sagan af bláa hnettinum  eftir Andra Snæ Magnason heldur áfram að kvisast út um heiminn. Nú fá til dæmis börnin í Brasilíu að njóta ævintýrsins. Útgáfan er að hætti hússins: með upprunalegum myndum og í umbroti frumútgáfunnar. A história do planeta azul  kemur út hjá Hedra, São Paulo.

Í september gaf norska forlagið Commentum í Sandnes út Det var engang en blå planet  og heldur sig einnig við upprunalegt útlit, með einhverjum útúrdúrum í leturmeðferðinni, eins og sjá má á kápu.

Og á dögunum kom svo út ensk útgáfa hjá bandaríska fyrirtækinu Seven Stories Press. Upprunalegar myndir fylgja The Story of the Blue Planet, en brot, kápa og annað útlit er talsvert frábrugðið frumútgáfu. Það skal tekið fram að um umbrot og hönnun sá TK / Seven Stories Press.

Ég hef enn ekki handleikið þessar útgáfur en bíð spennt eftir eintökum. Áfram Blái!

 Book illustration. The Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason is now being published in Brazil. It has the original illustrations and follows the design I made in 1999. A história do planeta azul  is published by Hedra, São Paulo.

In Norway it’s Commentum í Sandnes that publishes Det var engang en blå planet, also sticking to the original design and illustrations, though the cover typo looks somewhat different.

And then there is the English version: The Story of the Blue Planet, published by Seven Stories Press, making it available also in Canada, UK, Ireland and Australia. This English version has the original illustrations, but differs quite a lot from the original edition. Cover and book design by TK / Seven Stories Press. Though I have not yet received a copy of the book, I still think the original design is worth copying.

As in the other twenty-something countries the book has been published in, I am sure that many will enjoy this amazing book.