Dagur íslenskrar náttúru 2024 | Icelandic Nature Day 2024

Náttúran: Íslensk náttúra er margslungin og fjölbreytt. Við alla nánari skoðun er hún auðugri og aðdáunarverðari en flesta grunar við fyrstu sýn. Á hrjóstrugu og eyðilegu holti má finna fleiri blómtegundir, grös, mosa og skófir en á grænni grundum. Á opnum svæðum eins og heiðum og holtum verpa fjölmargar fuglategundir í merkilegu samlífi. Þarna þykir mörgum kjörið að sá lúpínu, grænþvo samvisku sína með skógrækt, reisa vindmyllugarða eða stunda viðlíka gróðabrall með vind, vatn og jarðefni. Allsstaðar er sótt að náttúrunni með byggingum, virkjunum, námugreftri og stóriðjubúskap á láði og legi og andvaraleysið með ólíkindum. Náttúruvernd er ekki gæluverkefni náttúruunnenda heldur forsenda lífs á jörðunni. Til hamingju með daginn.

Nature: Icelandic nature is complex and diverse. On closer inspection, it is richer and more admirable than most people suspect at first glance. On barren and desolate ground you can find more types of plants, flowers, grasses and mosses than on greener grounds. In open areas such as heaths and hollows, numerous bird species nest in a remarkable symbiosis. There, many people find it ideal to sow lupine, sell grounds for planting trees for greenwash, build wind turbine farms or engage in similar profiteering with water and mining. Everywhere, nature is under attack for buildings, power plants, mining and large-scale industrial agriculture and fish farming, and the lack of awareness is unbelievable. Nature conservation is not a hobby for nature lovers, but a prerequisite for life on earth. Happy Icelandic Nature Day – every day.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.08.2024

Dagur íslenskrar náttúru | Day of Icelandic Nature 2022

Föstudagsmyndir: Íslensk náttúra er heiðruð 16. september. En hún á auðvitað alla daga ársins og stjórnar lífi okkar leynt og ljóst, í stóru og smáu. Í lok ágúst heimsótti ég Hvalvatnsfjörð í Fjörðum. Þar er fátt sem minnir á fyrri byggð: „Grær yfir allt sem eitt sinn var,“ eins og Böðvar Guðmundsson orti svo fallega í Næturljóði úr Fjörðum. En náttúran var þar sannarlega í allri sinni dýrð og ljósmyndir gera því reyndar á engan veg næg skil.

Ljóð og lag Böðvars, Næturljóð úr Fjörðum, er endalaust hægt að hlusta á, hér í flutningi Kristjönu Arngrímsdóttur.

Til hamingju með dag íslenskrar náttúru, góða helgi!

Friday photos: September 16th is the day we celebrate Icelandic Nature, or since 2010. Icelandic nature is all sorts: delicate, brutal and all between. But always worth celebrating, in big and small.

Late in August I visited for the first time the remote and deserted valleys of Fjörður – beautiful valleys in the mountain range between Eyjafjörður and Skjálfandi. A memorable trip in fabulous weather.

Poet and songwriter Böðvar Guðmundsson wrote a wonderful song, „Nocturne from Fjörður“ (Næturljóð úr Fjörðum), here performed by Kristjana Arngrímsdóttir. I recommend listening, even if the lyrics may be incomprehensible to you.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 30.08.2022

Til hamingju Ísland | Day of Icelandic Nature 2015

Kaldalon©AslaugJ

♦ Ljósmynd: Sumarnótt við Kaldalón. Í dag er haldið upp á Dag íslenskrar náttúru í fimmta sinn. Njótum. Stöndum vörð. Til hamingju með daginn.
♦ PhotoKaldalón, Westfjords, Iceland, at midnight in July. Today we celebrate the Day of Icelandic Nature. Yes, let’s!

Ljósmynd tekin | Photo date: 25.07.2015 23:53 – at midnight

Dagur íslenskrar náttúru | Day of Icelandic Nature

KrossanesfjallHvalnes

♦ Ljósmyndir. Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru 16. september! Ærin ástæða til fagna, alltaf gott að staldra við og hugleiða, – súta sumt. Aldrei láta sér standa á sama.

Krossanesfjall, Hvalnesskriður, Þvottárskriður, krækiber og skyr 5. september.

♦ Photos. Today is the annual Day of Icelandic Nature. It’s hard to pick one place to illustrate the occasion. But this was the view and my lunch on Sept. 5th.

Berjaskyr@AslaugJweb

Ljósmyndir teknar | Photos date: 05.09.2013