Vegur | Road

Dimmir dagar. Jæja, kæra dagbók… Nú loks þegar öllu minni ógn stafar af covid-heimsfaraldrinum, þá datt vænisjúkum leiðtoga Rússlands í hug að setja allt í bál og brand í Evrópu með innrás í Úkraínu og öllum þeim hryllingi sem fylgir stríði. Baráttuandi Úkraínumanna er aðdáunarverður og árásarþjóðin hefur nú þegar tapað stríðinu, hvað sem landvinningum líður. Vonandi tekst bræðraþjóðunum í sameiningu að koma raunveruleikafirrtum heimsvaldasinna (og hans líkum) frá völdum í Rússlandi og bjarga því sem bjargað verður. Vonandi er ljós við enda ófærunnar.

Náttúran er söm við sig og lætur okkur kenna á veðri og vindum, enda er öfgum í veðri spáð um alla jörð. Einmitt þegar við ættum öll að einbeita okkur að því að bjarga mannkyninu frá tortímingu af völdum hamfarahlýnunar, mengunar og ofneyslu – og nota til þess dýr og góð ráð, – þá er nú dælt dýrmætum fjármunum í hergögn og stríðsvélar. Það er eins og okkur sé ekki viðbjargandi. Samt er ekki í boði að bíða þess sem verða vill og sem betur fer er múgur og margmenni að vinna að bættum heimi – manna og náttúru, – og allir geta lagt sitt litla lóð á vogarskálarnar. Ég hnýti hér í lokin við tengil á neyðaraðstoð Rauða krossins.

Dark days. Oh, dear diary… After the long and bleak years of the covid-19 pandemic ruling the world, one considered the threat to be diminishing, and brighter times ahead. Then Russia’s paranoid leader felt it was time to start a war in Europe. The horrible invasion of Ukraine has been condemned by all with a few odd exceptions. The resistance and the spirit of the Ukrainians is admirable and the attacking nation has already lost the war, no matter what they conquer. The people of Russia must be pitied and hopefully these nations will together succeed in getting the imperialistic madman from power in Russia and are able to save what can be saved. Hopefully there is a light at the end of this rough road.

Nature is the real ruler of the world and harries us with the weather and winds, as more extreme weather is forecast all over the earth. So just when we should all focus on saving humanity from destruction by catastrophic and global climate change, pollution and overconsumption – with all our means, the precious resources and capital is now being pumped into military equipment and war machines. Are we beyond saving?

Still, it is not an option just to wait to see what will happen and fortunately, a mob and many people are working towards a better world – people and nature. Please contact the Red Cross for donations for humanitarian aid – „humanitarian needs are enormous, but together we can address them. Your donation will make a huge difference to families in need right now.“

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 22.02 – 03.03.2022

Þúfur | Snowy tussocks

Föstudagsmyndir – Vetrardagar: Þrátt fyrir stutta daga og oft dimma eru litir og form, ljós og skuggar ekki síður áhugaverðir að vetri, en um bjarta sumardaga. Litaskalinn er blár en þar eru engu að síður ótal blæbrigði. Það hefur snjóað heil ósköp síðan þessar myndir voru teknar með tilheyrandi ófærð og önuglyndi í umferðinni. Þetta eru kjöraðstæður til að hægja á og gefa sér tíma í góða útivist þegar veður leyfa.

Friday Photos – Winterdays: Despite short days and gloomy weather these darkest months of winter, the colors of nature, light and shadows are no less interesting than the ones on the brightest days of summer. The palette is blue but what a range! It has snowed a lot in Iceland since these photos were taken, making roads and street impassable and many travellers annoyed. These are ideal conditions to slow down and enjoy a good time outdoors when the weather allows.

 

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 06.02 – 15.02.2022

Brim | After the storm

Öldurót: Ef ekki væri fyrir manndráps vindkælingu á degi eins og þessum, mætti sitja lengi á fjörusteini og horfa á dáleiðandi krafta hafsins. Hvassviðri og stormur ganga nú yfir annan hvern dag. Él og slydda. Mörsugur er mánuðurinn. 

Rough sea: Powerful waves roll in after the storm. The wind chill turns the few minus degrees into unbearable frost and however mesmerizing the surf is, all you want to do is to get back inside the warm house. 

 

Ljósmynd dags. |  Photo date: 7.1.2022

Hafið | Following the waves

Föstudagsmyndir – með röfli dagsins: Það er föstudagur og veðrið í borginni dásamlegt. Himinninn heiður og góðviðrisblár, svolítið mistur í suðri og inn um glugga berst fjörugt fuglatíst úr reynitrjánum þar sem naktar greinar svigna af rauðum berjum eftir gróðursælt sumar. Þar er veisla. Það er óvenju hlýtt, miðað við árstíma …

Sem oftar hefur mér dottið í hug að smella ljósmynd inn á bloggið í vikulok. Velja mynd, skrifa smá texta. En það stendur eitthvað í mér. Bæði að njóta veðursins og að verða eitthvað úr verki yfirhöfuð. Ritstífla, sköpunarfælni? Tja … Frammistöðukvíði? Já, já, það má alltaf finna einhverja kvöl og pínu tengda listsköpun. Ekkert nýtt þar.

Ég er bara… öhh… pirruð. Eins og flestir fylgist ég með umræðu um umhverfismál, með tilheyrandi kvíða og sektarkennd – en sú depurð er auðvitað engum og engu til gagns. Ég gæti teiknað upp tvo dálka, annan með heiðri og hinn með skömm: dregið í dilka vistspor mín í lífinu. Sumt hef ég ráðið við og tekið meðvitaða og upplýsta ákvörðun um og eitt og annað hefur komið af sjálfu sér. Margt hefur mér reynst erfitt að ráða við. Undir það fellur samábyrgð (samsekt) og hlutdeild mín í þjóðfélagi sem hefur löngum haft að sínum einkunnarorðum þetta fornkveðna og fáránlega: lengi tekur sjórinn við og þetta reddast.

Það er svo sem ekki séríslenskt að telja sig og samfélagið sem maður tilheyrir vera stikkfrí og utan við hin ýmsu jarðarstríð. En þarna kemur pirringurinn. Ég missi allt þol. Ítrekað koma fram einhverjir sjálfumglaðir hrokagikkir sem gera lítið úr umhverfisvanda jarðarinnar og hæðast að þeim sem berjast fyrir bættum heimi – eða öllu heldur: breyttum heimi. Mestu bjánarnir og böðlarnir eru illu heilli valdamenn eins og Trump og Putin, en álitsgjafar á Íslandi eru stundum síst skárri. Náttúru- og umhverfisvísindamenn hafa lengi mátt þola að vera þaggaðir niður, jafnvel keyptir og kúgaðir til að tala gegn betri vitund, enda vísindin oft í mótsögn við ráðandi samfélagsgerð, veraldarskipan sem byggir á ofneyslu, misskiptingu og græðgi. Baráttufólk í náttúruverndarmálum hefur verið haft að háði og spotti og baráttumálin smættuð og einangruð.

Já, það er væri nú meiri ógnin ef við þyrftum „að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“. Heimurinn er ekki að farast, nei, hann hefur alltaf verið á heljarþröm, segja aðrir. Það var nú til dæmis eitthvað annað þegar fjörusúpandi karlar í krapi máttu þola kjarnorkusprengjuógnina hangandi yfir sér. Þá var þannig hlaðið í vopnabúr Vesturlanda að gereyða mátti öllu lífi á jörðinni margsinnis. Einmitt. Rifjum það upp. Ég man gjörla eftir þessum kjarnorkukvíða á uppvaxtarárunum, skelfingu sem efldist reyndar bara þegar ég fylgdist með Tjernobyl-slysinu í beinni útsendingu á sínum tíma. Kjarnorkuógnin var raunveruleg. Fjöldi fólks mótmælti og barðist, árum og áratugum saman. Þar fór hugsjónafólk fram með margvísleg mótmæli, vísindamenn og almenningur, börn og ungmenni, og sjálfsagt í „óviðeigandi pólitískri baráttu á heimsvísu“ – ef veraldarvefurinn hefði speglað það allt. Þrýstingur og barátta friðarsinna og náttúruverndarfólks hefur skipt sköpum í sögunni. Stjórnmálamenn finna sjaldnast upp á breytingunum sjálfir. Atómbomban er ekki lengur sama ógnin. Heimurinn fórst ekki. En það er ekki þeim að þakka sem ypptu öxlum og sátu hjá, hvað þá þeim töluðu niður þá sem börðust gegn vitleysunni. 

Þetta reddast ekki neitt. Sjórinn tekur ekki lengur við. En mannkynið ferst líklega ekki, þökk sé þeim sem taka af skarið og spyrna við fótum, þeim sem breyta heiminum. 

Hafið: Það er þörf yfir ljós og leiðarvísa sem aldrei fyrr. Myndirnar af hafinu (sem tekur ekki lengur við) eru teknar við Melaleiti 15. september. Fyrir neðan er Þormóðsskersviti í fjarska, en franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas? fórst þar skammt frá, 16. september, árið 1936. Fjörutíu fórust, þar á meðal franski vísindamaðurinn Jean-Baptiste Charcot. Einn skipbrotsmaður lifði af. Vitinn var byggður á árunum 1941–42.

Photo Friday: This turned out to be my Friday rant – and sorry, no translation available. The photos are taken during a storm and hight tide on 15th September at Melaleiti farm. Above: view to Faxaflói-bay. Below: the lighthouse at Þórmóðs-skerry in the distance. The lighthouse was built in 1941-42, close to where the French exploration ship Pourquoi-Pas? was wrecked 83 years ago, almost to the date, on 16th September 1936. The three-masted barque ship was designed for polar exploration, equipped with a motor and containing three laboratories and a library. Forty men on board died, among them the explorer and oceanographer Jean-Baptiste Charcot. Only one man survived.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 15.09.2019

Tungl, sól og fjögurra blaða smári | Sun, moon and four leaf clovers

FöstudagsmyndirAf gömlum vana leita ég stundum að fjögurra blaða smára ef ég á leið fram hjá smárabeði. Og heppnin var með mér í gærkvöldi: ég fann nokkra marglaufa smára, bæði fjögurra og fimm blaða smára. Í góðviðrinu þessar vikurnar nýtur í senn sólar og mána á kvöldin, en gróður og jarðvegur er þurr og hita- og rykmistur breytir litum í fjarlægðinni. Nú er að óska sér varlega.

Photo Friday: I can’t pass a field of clovers without trying my luck to find a four leaf clover. Usually there are none – but once in a while there are several. And last night I also found five-leaf clovers! Now I better wish carefully.

The photos below are also from last night: clear skies and bright nights give a view to both sun and moon at the same time. In our parts it hasn’t rained for weeks so the soil is unusually dry, plants are making seed and blooming earlier and the haze of dust and heat changes the colors of the evening sky.

Ljósmynd teknar | Photo date: 13.06.2019

Sólarlag í ágúst | Stay with me summer …

solin1aslaugj

♦ FöstudagsmyndirÉg er að reyna að létta á mínum þarfasta þjóni sem ég hleð linnilaust ljósmyndum. Hendi ekki þessum. Sólarlag við Snæfellsjökul er ómótstæðilegt.

♦ Photo FridayAfter last days heavy rain and storm it’s nice to recall more serene days. I am also trying to free up some space on my mac and sorting photos. The sunset at Faxaflói Bay and Snæfellsjökull Glacier easily escaped the bin. I miss summer …

solin2aslaugj

Ljósmyndir teknar | Photo date: 23.08.2016  🕙 21:45