Ís við strönd | Ice in the fjord

Froststillur. Stundum er eitthvað sem er sjálfsagt og hversdagslegt svo merkilegt í einfaldleika sínum. Eins og frosið vatn. Birtan sem endurkastast af ísnum. Í frostkyrrðinni um daginn var innsti hluti Hvalfjarðar lagður ís. Í fjörunni heyrðust misdjúpir tónar eins og úr öðrum heimi: gnestir og brestir þegar straumar og sjávarföll ýttu örlítið við ísnum svo í honum söng. Kaldra vetrardaga virðist nú ekki gæta lengi á suðvesturhorninu, en þess í stað fáum við fleiri daga með þíðviðri. Sjórekinn plastskór minnti á „fótspor“ okkar í náttúrunni og kannski ástæður þess hve fljótt ísinn hverfur.

Frost: Some things are so remarkable in its simplicity. Like frozen water. The reflection of light from the ice. We had few days of frost earlier in January and the inner most part of the fjord Hvalfjörður had frozen over. On the shore, deep sounds of the singing ice could be heard, like odd squeaks from another world, with the ice snapping and softly cracking when currents and tides pushed it a little. These frosty winter days do not seem to last long now, instead we get more days with rain and thaw. A red plastic shoe far out on the ice reminded us of our “footprints” in nature and perhaps the reasons why the ice disappears so quickly.

Myndir dags.| Photo date: 10.01.2021