Fyrstu dagar vetrar | First days of winter

Hrím og norðurljós. Eins og heimurinn veltist um þessar mundir þá eru veðurfréttir bestu fréttirnar: heiður himinn, glampandi sól og logn! Hemaðir pollar og hrím í skugga. Ekki annað hægt en að fagna himni og jörð. Gormánuður hófst með fyrsta vetrardegi laugardaginn 28. október, fullu tungli og norðurljósum. Svo var stórstreymt í gær, 30. október með ómótstæðilegri fjöru. Dásemdardagar!

Frost and northern lights. The way the world is turning at the moment, the weather report brings the best news: clear skies, bright sun and calm weather! Frozen puddles and rime in the shade. Impossible not to praise heaven and earth. The Month of Gor(Slaughter Month) – began with the First Day of Winter on Saturday, October 28, bringing a full moon and the northern lights. Yesterday, October 30, it was spring tide, making a beach walk irresistible at low tide. Truly days of wonder!

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 24.-30.10.2023

Vorið nálgast! | Winter withdraws

Föstudagsmyndin: Vetur hopar, dagurinn er orðinn lengri en nóttin. Á Ægisíðu skildu gárurnar eftir mynstur í fjörunni.
Friday photo: Spring equinox is here already, on March 20. The calm sea left icy patterns on Ægisíða beach.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.03.2023

Þúfur | Snowy tussocks

Föstudagsmyndir – Vetrardagar: Þrátt fyrir stutta daga og oft dimma eru litir og form, ljós og skuggar ekki síður áhugaverðir að vetri, en um bjarta sumardaga. Litaskalinn er blár en þar eru engu að síður ótal blæbrigði. Það hefur snjóað heil ósköp síðan þessar myndir voru teknar með tilheyrandi ófærð og önuglyndi í umferðinni. Þetta eru kjöraðstæður til að hægja á og gefa sér tíma í góða útivist þegar veður leyfa.

Friday Photos – Winterdays: Despite short days and gloomy weather these darkest months of winter, the colors of nature, light and shadows are no less interesting than the ones on the brightest days of summer. The palette is blue but what a range! It has snowed a lot in Iceland since these photos were taken, making roads and street impassable and many travellers annoyed. These are ideal conditions to slow down and enjoy a good time outdoors when the weather allows.

 

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 06.02 – 15.02.2022

Brim | After the storm

Öldurót: Ef ekki væri fyrir manndráps vindkælingu á degi eins og þessum, mætti sitja lengi á fjörusteini og horfa á dáleiðandi krafta hafsins. Hvassviðri og stormur ganga nú yfir annan hvern dag. Él og slydda. Mörsugur er mánuðurinn. 

Rough sea: Powerful waves roll in after the storm. The wind chill turns the few minus degrees into unbearable frost and however mesmerizing the surf is, all you want to do is to get back inside the warm house. 

 

Ljósmynd dags. |  Photo date: 7.1.2022

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2022

 

Áramót – 2021 kvatt: Iðulega hef ég ætlað mér að skrifa einhverskonar annál í lok árs en það hefur ekki tekist hingað til, kannski sem betur fer. Það væri kvöl að velja hápunkta ársins, afrekin ekki önnur en að sinna vinnu á ýmsum vígstöðvum – og sem ég nýt í botn – en ég myndi gleyma að nefna mann og annan, konu og kvár, ég myndi gleyma og svo muna seinna… Til upprifjunar hefði ég ekki aðra dagbók en mislanga og mis-smásmugulega minnislista sem ég skrifa: fulla ef endurtekningum og hvunndagsgjörningum. Hvað ætli annars sitji eftir í minninu? Tæplega hvað var í matinn eða hverjum ég sendi vinnuskeyti… Eru það mikilsverðir áfangar, gleðin og góðu stundirnar eða kannski ógleymanleg leiðindi? (Árið 2021 hefur nú aldeilis átt sína spretti þar). Hvað er þess virði að halda á lofti? Yfirleitt sjáum við ekki það sem máli skiptir fyrr en löngu seinna, breytingarnar sem skipta sköpum, vendipunktana sem fleyta okkur áfram inn í framtíðina. 

Sennilega eru ljósmyndirnar mínar skástu dagbækur. Þær eru þó af ýmsum toga: iðulega eru myndefnin sérvalin og sjónarhornið sömuleiðis og þannig verða myndirnar á sína vísu óáreiðanlegar heimildir og valin minning. Ég læt því vera að draga árið saman í myndum – en birti sem áramótakveðju myndir frá heimsókn á Þingvelli í lok desember. Og sjá og sjá: gull okkar og gimsteina! Þetta var altént einn af góðu dögum ársins, hvernig sem á það var litið. Gott veður, góður félagsskapur, nesti og næði, logn og blíða. Sólin reis einhverjar þrjár gráður eða svo upp á himininn og skein yfir hrímaða vellina. Það var fegurðin ein. 

Gleðilegt ár kæru lesendur, gleðilegt ár allir vinir og samstarfsfólk. Ég þakka öllum þeim sem ég hef átt góð og gagnleg samskipti við á árinu, góðum vinum nær og fjær, sem hefur verið ómetanlegt að hitta rafrænt sem og í raunheimum. Ég óska ykkur gæfu á árinu 2022. Hittumst heil!

 

Farewell 2021!  Happy New Year 2022 to all! Happy New Year dear friends and co-workers: I thank you for inspiration and friendship through out the year. I wish you good luck in the year 2022 and I hope we all can make good changes come true. See you soon!

 

The photos: Þingvellir, Öxarárfoss, ice crystals in a field of grass at Þingvellir National Park. 

Ljósmynd dags. |  Photo date: 27.12.2021

Ís á mýrarlæk | Ice and iron

Úti í mýri: Vatnið er rautt og gruggugt í mýrarlæknum í hlákunni. Hreyfing vatnsins mynstrar ísinn og myndar loftbólur sem titra undir ísskáninni. Í febrúar er allra veðra von. 

Colors of iron and ice: The melting ice on a creek in the bog is in contrast with the red and muddy water. The constantly running water leaves pattern in the ice and bubbles trapped underneath it. February is a bit like this: half-frozen and muddy. 

Ljósmynd tekin | Photo date: 07.02.2021

Ís við strönd | Ice in the fjord

Froststillur. Stundum er eitthvað sem er sjálfsagt og hversdagslegt svo merkilegt í einfaldleika sínum. Eins og frosið vatn. Birtan sem endurkastast af ísnum. Í frostkyrrðinni um daginn var innsti hluti Hvalfjarðar lagður ís. Í fjörunni heyrðust misdjúpir tónar eins og úr öðrum heimi: gnestir og brestir þegar straumar og sjávarföll ýttu örlítið við ísnum svo í honum söng. Kaldra vetrardaga virðist nú ekki gæta lengi á suðvesturhorninu, en þess í stað fáum við fleiri daga með þíðviðri. Sjórekinn plastskór minnti á „fótspor“ okkar í náttúrunni og kannski ástæður þess hve fljótt ísinn hverfur.

Frost: Some things are so remarkable in its simplicity. Like frozen water. The reflection of light from the ice. We had few days of frost earlier in January and the inner most part of the fjord Hvalfjörður had frozen over. On the shore, deep sounds of the singing ice could be heard, like odd squeaks from another world, with the ice snapping and softly cracking when currents and tides pushed it a little. These frosty winter days do not seem to last long now, instead we get more days with rain and thaw. A red plastic shoe far out on the ice reminded us of our “footprints” in nature and perhaps the reasons why the ice disappears so quickly.

Myndir dags.| Photo date: 10.01.2021

Vetur | Winter

Vetrarveður eru oft æði grimm á Íslandi en á góðum dögum má líka njóta þess að skrafa við hross í haga og hlusta á lítinn læk sem hjalar undir ís.
Life in winter: Nature is partly hibernating and the weather is often harsh in Iceland. But calmer days can offer a quiet talk with a horse and the gentle sound of a small stream.

Myndir dags.| Photo date: 07.01.2021

Allt á ís | On ice

Föstudagsmyndir: Vatn er undursamlegt efni í öllum sínum myndum. Enn er vetur og nú er svo margt sett á ís. Gott að minna sig á að vorið er í nánd, þíðan kemur og betri og bjartari dagar með hækkandi sól.

Photo Friday: Water is a wonderful substance, in all its forms. It’s winter still and so many things are put on ice these days. But spring is near and thaw will come. I wish you all better and brighter days!

Ljósmyndir teknar | Photos date: 09.10.2005

Stillur | In Heiðmörk park

Föstudagsmyndin: Frost og stillur við Helluvatn í Heiðmörk. Alltaf fallegt í friðlandinu, sama á hvaða árstíma er.
Photo Friday: I know the city lights are notoriously bright and colorful in December, but I still prefer the serenity of the easily accessible Heiðmörk park on the outskirts of Reykjavík. Where ever you are: enjoy the yuletide!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 24.11.2019

Ofurmáni og froststillur | Supermoon and icy days

Kaldir dagarFyrstu dagar ársins hafa verið kyrrir og kaldir og það veit vonandi bara á gott. Ég hef notið gönguferða í fjörunni við Melaleiti, lesið í frostrósir og klakamyndanir. Ofurtungl og bjartar stjörnur hafa vegið upp á móti vetrarmyrkinu. Árið getur varla byrjað betur!

Cold daysI have spent this first week of the year at the family farm Melaleiti and enjoyed walks on the beach and in the fields in an exceptionally calm winter weather – that is soon to change. Days are short (sunrise at around 11:15, sunset at 15:50) but in the fairly clear weather the stars and that fantastic supermoon has brightened up the night sky. What a wonderful start of the new year!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.12.2017 – 02.01.2018

Frost | Ice crystals

FöstudagsmyndinÞessar myndir eru ekki alveg nýjar en eiga ágætlega við hitastigið úti. Það er ískalt á Fróni! Stormur og stórhríð hefur geisað á stórum hluta landsins. Kuldaboli sýnir tennurnar…

Photo FridayThese images are not new but they suit the temperature outside. Winds are strong and big parts of Iceland have blizzards lasting for days. The cold bites…

Ljósmynd tekin | Photo date: 30.01.2009