Endurútgáfa: Skrímslakisa hefur verið sárt saknað úr bókaröðinni um skrímslin. Nú er þessi áttunda bók í bókaflokknum loks fáanleg aftur. Í bókinni segir frá því þegar litla skrímslið eignast kettling sem hann dýrkar og dáir. Þegar kisi hverfur verða skrímslin auðvitað að hefja leit. Bækurnar um skrímslin eru orðnar 11 talsins, en tveir titlar eru uppseldir og ófáanlegir.
Nei! sagði litla skrímslið Stór skrímsli gráta ekki Skrímsli í myrkrinu Skrímslapest Skrímsli í heimsókn Skrímsli á toppnum – UPPSELD / SOLD OUT Skrímslaerjur – UPPSELD / SOLD OUT Skrímslakisi Skrímsli í vanda Skrímslaleikur Skrímslaveisla
Republished: This title from the Monsterseries,Monster Kitty (Skrímslakisi), has long been sold out. Skrímslakisi was first published in 2014 and received good reviews. It has now been republished, ten years later. The titles in the book series about the black and furry monsters are eleven but two titles are sold out. Hopefully they will also be republished soon!
♦ Alþjóðadagur læsis – er í dag 8. september og á Íslandi er Bókasafnsdeginum einnig fagnað. Fimmtíu ár eru liðin síðan Sameinuðu þjóðirnar UNESCO gerðu daginn að alþjóðlegum degi læsis og það er full ástæða til að taka þátt í gleðinni með lestri góðra bóka og heimsókn á næsta bókasafn.
Að loknu heimsþingi IBBY samtakanna í ágúst s.l. var birt myndband til kynningar á heiðurslista IBBY árið 2016 og sem sjá má hér fyrir ofan. Í október á síðasta ári tilkynnti IBBY á Íslandi að við Skrímslakisi værum útnefnd á heiðurslistann fyrir myndlýsingar. (Sjá frétt hér). Valið er á heiðurslistann annað hvert ár, en bækurnar fá umtalsverða alþjóðlega kynningu. Þær eru kynntar á heimsþingi IBBY og fara um heiminn á farandsýningu á hin ýmsu bókaþing í tvö ár eftir það. Bækur sem tilnefndar hafa verið á heiðurslistann má svo finna á nokkrum völdum bókasöfnum víðsvegar um heiminn. Þetta er í þriðja sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY: árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.
Á heiðurslista IBBY 2016 er einnig samstarfkona mín Rakel Helmsdal fyrir bókina „Hon, sum róði eftir ælaboganum“. Frá Danmörku er tilnefndur einn textahöfundur fyrir hvert höfuðtungumálanna í danska ríkissambandinu: dönsku, færeysku og grænlensku. Kápu þeirrar bókar gerði ég útgáfuárið 2014. Rakel Helmsdal er sem kunnugt ein þriggja höfunda bókanna um skrímslin, ásamt okkur Kalle Güettler. Þau gleðitíðindi bárust svo í lok ágúst að Rakel hefði hlotið Vestnorrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókina. Til hamingju Rakel!
♦ International Literacy Day: Today, September 8th, is the International Literacy Day and UNESCO celebrates its the 50th anniversary. In Iceland we also rejoice “Bókasafnsdagurinn” – The Library Day.
“The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”
The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the third time on the list; previously in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.
On the IBBY Honour List 2016! is also my Faroese co-author Rakel Helmsdal, honoured for her book: „Hon, sum róði eftir ælaboganum“ (The girl who rowed after the rainbow). I did the cover design for her book, the year of publishing, in 2014. Only couple of weeks ago Rakel received the West Nordic Council’s Children and Youth Literature Prize for the book. Congratulations Rakel! Visit Rakel Helmsdal’s blog for more information in Faroese.
The Honour List catalogue and the selected books will be presented at the IBBY Congresses in Auckland, New Zealand in 2016. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs. Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept at the International Youth Library in Munich, the Swiss Institute for Child and Youth Media in Zurich, Bibiana Research Collection in Bratislava, IBBY in Tokyo and Northwestern University Library at Evanston, Illinois.
Celebrate the day: Read good books! Visit your library!
Below: two spreads from Skrímslakisi (Monster Kitty).
♦ Viðurkenning: Í október á síðasta ári tilkynnti IBBY á Íslandi að við Skrímslakisi værum útnefnd á heiðurslista IBBY árið 2016 fyrir myndlýsingar, en þrjár bækur voru tilnefndar frá Íslandi: ein fyrir myndlýsingar, önnur fyrir texta og þriðja fyrir þýðingar – eins og lesa má um hér. Valið er á heiðurslistann annað hvert ár og nýlega var allur listinn birtur á heimasíðu alþjóðlegu IBBY samtakanna. Þá kom í ljós að samverkakona mín, Rakel Helmsdal er einnig á listanum fyrir bókina „Hon, sum róði eftir ælaboganum“, en frá Danmörku er tilnefndur einn textahöfundur fyrir hvert höfuðtungumálanna í danska ríkissambandinu: dönsku, færeysku og grænlensku. Kápu þeirrar bókar gerði ég útgáfuárið 2014. Rakel Helmsdal er svo ein þriggja höfunda bókanna um skrímslin, ásamt okkur Kalle Güettler. Við Rakel fögnum því margfalt að vera listakonur á Heiðurslista IBBY árið 2016! ♦ Honour: Already in October last year IBBY Iceland announced their selection of books to The IBBY Honour List 2016: one for text, one for illustration and one for translation. I was very happy to see Skrímslakisi (Monster Kitty) by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal on the list for illustration as reported here. The IBBY Honour List is a biennial selection of “outstanding, recently published books”, honouring writers, illustrators and translators – one for each of the three categories from all IBBY sections around the globe.
Rakel Helmsdal
The full list from all the IBBY sections was published in February, revealing the name of my Faroese co-author Rakel Helmsdal, honoured for her book: „Hon, sum róði eftir ælaboganum“ (The girl who rowed after the rainbow). I did the cover design for her book, the year of publishing, in 2014. So we two have more than one good reason to celebrate the IBBY Honour List 2016!
♦ Bókaútgáfa: BókinSkrímslakisi: 怪物与猫咪, er komin úr prentun í Kína og bætist nú í hóp fyrri bókanna um skrímslin sem einnig hafa verið þýddar á kínversku og gefnar út hjá Tianjin Maitian Culture Communication í Kína. Þýðandi er Cindy Rún Xiao Li, 李姝霖. Myndin er tekin í Gerðubergi Menningarhúsi, en þar heldur kisi sig um þessar mundir, ásamt litla skrímslinu og stóra skrímslinu sem eru að undirbúa sýningu og allsherjar heimboð. Þar gerir skrímslakisi gerir þó ekki annað en að týnast!