Áramótakveðja! | Farewell 2025! Happy new year 2026!

Árið kvatt. Var árið 2025 gott ár? Fyrir jarðarbúa í heild telst árið varla gott. Stríðin geisa sem aldrei fyrr. Evrópa er að vígbúast. Valdasjúkir og siðblindir stjórnarherrar hafa allar klær úti til að halda í illa fengin völd. Ef lýðurinn er ekki að dauða kominn í flóttamanna- eða þrælabúðum af einhverju tagi, þá er andlegt ástand hinna ekki beisið: megnið af hinum frjálsa lýð er undir álögum neyslu og netfíknar. Fasismi, kynþáttafordómar, kynjaofsóknir og falsfréttir blómstra. Gróðabrall gervigreindarinnar toppar svo allt. Svartagallsraus? Já, kannski. 

Á meðan allir „preppa“ fyrir stríð, er mikilvægi náttúru og loftslagsmála nánast horfið úr umræðunni. Lítill klúbbur heldur vöku sinni en þrýstingurinn er takmarkaður og samtakamátt þjóða er ekki að finna. Kannski eru ákveðnar forvarnir og mótvægisaðgerðir komnar inn í kerfið á hina daglegu skrá og því ekki þörf að ræða þær frekar. En árangurinn er dreifður og bakreikningarnir drjúgir. Við erum enn í vondum og verri málum. 

Sök stríðsmangaranna er mikill. Hvað væri ekki hægt að gera heiminum til bóta fyrir það sem hernaðarbröltið kostar? Hvernig er hægt að réttlæta alla eyðilegginguna í heimi þar sem gæðin eru nú þegar af skornum skammti?

Ég er ekki ein þeirra sem tel að allt hafi verið betra áður fyrr. Alls ekki. En ég hélt að mannkynið myndi mjaka sér áfram í átt til friðar og jafnvægis, svona háþróaðar skepnur en þó hluti af náttúrunni. Ég vonaði að við gætum smám saman sammælst um mikilvæg gildi: virðingu fyrir náttúrunni, mannréttindi fyrir alla. 

Grímulaus mannréttindabrot og ofsóknir í Bandaríkjunum, „landi hinna frjálsu“, eru dæmi um ofsafengið bakslag. Gleymum heldur ekki konunum í Afganistan sem frá því að vera menntaðar og virkar hafa verið strikaðar út úr samfélaginu. Allt sem við höfum barist fyrir: mannréttindi, kvenréttindi, – getur frá okkur verið tekið. Aldrei að fara af vaktinni gegn óréttlætinu. Aldrei. 

Var árið mitt gott? Já og nei. Venjulega telja listamenn afrek sín í sýnilegum verkum. Af ýmsum heilsufarsástæðum var ég ekki til stórátaka á árinu, en ég vann í nokkrum handritum, skissaði og skapaði, skrifaði ljóð, sinnti myndlist, tók þátt í þremur sýningum, fékk góða viðurkenningu í byrjun árs og ætti ekki að kvarta eða klaga. Ég gef mér samt bara 6,5 – í mesta lagi sjöu. 

En þegar ég fór í gegnum myndasafn ársins hlýnaði mér um hjarta að sjá sólarmyndir með góðum vinkonum og fjölskyldu, náttúrunnar dýrð og árstíðir allar, fugla himins og gróður jarðar. Hér er lífið gott. Ég skrifa þetta á síðasta degi ársins og hef líka verið að undirbúa veislumáltíð og hlusta á góða tónlist. Lundin léttist. Ég er sannfærð um að listin, beint frá manni til manns, muni bjarga okkur. 

Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og friðar um leið og ég þakka lesendum heimsóknir á síðuna og öll góð samskipti og samvinnu í listinni og lífinu. Lifið heil! 


Þú ert hér: | You are here: 

Farewell to 2025. Was 2025 a good year? For the world’s population as a whole, it was hardly a good one. Wars are raging like never before. Even Europe prepares for war. Absolutely mad villains are ruling the world clinging to ill-gotten power and profits. If the people are not dying in refugee camps or slave camps of some kind, then the mental state of the rest is not good: most of the free people are under the spell of consumerism and internet addiction that is out of control. Fascism, racism, gender oppression and fake news are flourishing. The profiteering of artificial intelligence then tops everything. Pessimism? Yes, maybe.

While governments are “preparing” for war, the importance of nature and climate issues has almost disappeared from the discussion. A small club is still holding the flag but the pressure is limited and the necessary power cooperation and union is not to be found. Perhaps certain aids and countermeasures have entered the system on the daily agenda and therefore there is no need to discuss them further. But the results are scattered and the backlog is massive. We are still in a bad or worse situation.

The crimes of the warmongers are great. What could not be done for the world climate issues with all that is spent on militaries? It is heartbreaking. And how can all the destruction be justified in a world where goods are already scarce?

I am not one of those who believe that everything was better in the past. Not at all. But I thought that humanity would slowly move forward towards peace and balance, this intelligent species, but still part of nature. I hoped that we could gradually agree on important values: respect for nature, human rights for all.

The outrageous human rights violations and persecution in the United States, the “land of the free”, are an example of a raging backlash. One would not have believed it only a few years ago. And let us not forget the women of Afghanistan who, from being educated and active, have been written out of society. How can we let these things happen? Everything we have fought for: human rights, women’s rights, – can be taken away from us. We must never let our guard down against injustice. Never.

Was my year good? Yes and no. Artists usually count their achievements in visible works. For various health reasons, I backed out of some projects this year, but I still managed to work on several manuscripts, wrote poetry, did visual art, participated in three exhibitions, received a good award at the beginning of the year and should not complain. I still only give myself a 6.5, maybe a seven. 

When I went through the year’s photo gallery, my heart warmed to see sunny pictures with good friends and family, the glory of nature and all the seasons, the birds of the sky and the plants of the earth. Life is good. I am writing this on the last day of year, preparing a feastive meal and listening to good music and my mood gets immediately lighter. This I know: art, created by one man for another, can save us. 

I wish you all a happy and peaceful new year, and I thank my readers for visiting my site and for all the good contacts and collaboration in art and life. Stay healthy, stay brave! 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 14.12.2025, 06.05.2025

Áramótakveðja! | Happy New Year 2025!

Nýtt ár: Nýársdagur 2025 er hvítur og kaldur. Enn eru dagarnir stuttir þó sól hækki ögn á lofti dag hvern. Allir skuggar eru svalbláir og ógnarlangir. Sólin sest jafnharðan og hún rís en bætir í kuldablámann örlitlum gulum lit, ferskjugulum, bleikum … lygilegum, fínlegum tónum sem þættu ósmekklegir á lérefti og nást varla á ljósmynd. 

Gamla árið kvaddi með fallegum norðurljósum sem eru kvik eins og lukkan, horfin fyrr en varir, en birtast svo aftur – og þá skiptir máli að vera vakandi og viðbúin.

Megi lukkan leika við ykkur á nýju ári! Kærar þakkir fyrir heimsóknir á vefsíðuna, samskipti og samvinnu. Gleðilegt nýtt ár 2025!

Eitt ljóð úr bókinni minni „til minnis:“ í tilefni dags og árstíðar:

Útfiri

geng útfiri
kasta spurnum
í bleikar tjarnir
veiði
undursamlegar þagnir

djúpt í köldum firði
hvíla voröldur
bíður vonarklak

við ísklepra
á klöppum
er þagnað
allt fuglakvak

tel sjávarorpin
steinegg
í yfirgefnum
hreiðrum

legg við hlustir
nem nið af brimi
fyssandi fjarska

svo fellur að

New Year’s Day 2025 is white and cold. The days are still short, although the sun rises a little bit higher in the sky every day. All shadows are crisp blue and amazingly long. It feels as if the sun sets almost just after it rises, but it adds to the cold blue sky streaks of yellow color, peach, pink… incredibly subtle tones that would seem somehow wrong to use together in a painting and can hardly be captured in a photograph.

The old year said goodbye with beautiful northern lights, this phenomenon that is as hard to catch as luck, disappearing before you know, to then appear again – and then it is important to be alert and prepared.

May the new year bring you all luck and happiness! Thank you all for visiting my blog.
Happy New Year 2025!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 29.12 – 31.12.2024 og 01.01.2025

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2023

 

Áramót – 2022 kvatt: Dálítið dapureygur snjókarl varð að ófleygum snæunga þegar ég tók teiknipennann og hugsaði um nýtt ár og áramótin 2022-2023. Það fellst í því bæði von og beygur að hugsa um nýtt ár sem nýtt upphaf, eins og eitthvað sem getur vaxið og dafnað en líka eitthvað sem er svo órætt og óþroskað. Nýtt ár er útnefnt og krýnt til afreka: við ætlum okkar aldrei lítið, vonum það besta. 

Og desember hefur einkennst af fannfergi og frosthörkum – eftir óvenju mildan nóvember. Halda mætti að svona veðurlýsingar séu þurrar staðreyndir, en það má draga jöfnumerki milli veðurs og sálarlífs: við bölvum meira í ófærð og setjum í herðarnar í kuldanum. Kannski hjálpar að leita að fleiri nýklöktum snæungum þarna úti í sköflunum?

Gleðilegt ár kæru lesendur, gleðilegt ár allir vinir og samstarfsfólk. Ég þakka öllum þeim sem ég hef átt góð og gagnleg samskipti við á árinu, góðum vinum nær og fjær. Ég óska ykkur öllum gæfu á árinu 2023. Hittumst heil!


Farewell 2022! A small, slightly sad-eyed snowman turned into a flightless snow-chick when I scribbled this card and thought about the new year 2023. There is both hope and unease to think of a new year as a new beginning, as something that can grow and prosper but also something that is so uncertain and unformed. A new year is crowned and we hope it will meet our expectations: and our ambitions and wishes are never small.

December has been snowy and cold – after an unusually mild November. You might think that these kinds of weather descriptions are dry facts, but you can draw a parallel between the weather and our inner life: we curse more than usual when we toil with shovels on impassable roads and mutter through scarfs in the cold. No hope for sun with the heavy storm clouds looming over. Maybe one should look for more newly hatched snowbirds out there?

Happy New Year 2023 to all! Happy New Year dear friends and co-workers: I thank you for inspiration and friendship through out the year. I wish you good luck in the year 2023 and I hope we all can make good changes come true. See you soon!