
Nýtt ár: Nýársdagur 2025 er hvítur og kaldur. Enn eru dagarnir stuttir þó sól hækki ögn á lofti dag hvern. Allir skuggar eru svalbláir og ógnarlangir. Sólin sest jafnharðan og hún rís en bætir í kuldablámann örlitlum gulum lit, ferskjugulum, bleikum … lygilegum, fínlegum tónum sem þættu ósmekklegir á lérefti og nást varla á ljósmynd.
Gamla árið kvaddi með fallegum norðurljósum sem eru kvik eins og lukkan, horfin fyrr en varir, en birtast svo aftur – og þá skiptir máli að vera vakandi og viðbúin.
Megi lukkan leika við ykkur á nýju ári! Kærar þakkir fyrir heimsóknir á vefsíðuna, samskipti og samvinnu. Gleðilegt nýtt ár 2025!

Eitt ljóð úr bókinni minni „til minnis:“ í tilefni dags og árstíðar:
Útfiri
geng útfiri
kasta spurnum
í bleikar tjarnir
veiði
undursamlegar þagnir
djúpt í köldum firði
hvíla voröldur
bíður vonarklak
við ísklepra
á klöppum
er þagnað
allt fuglakvak
tel sjávarorpin
steinegg
í yfirgefnum
hreiðrum
legg við hlustir
nem nið af brimi
fyssandi fjarska
svo fellur að



New Year’s Day 2025 is white and cold. The days are still short, although the sun rises a little bit higher in the sky every day. All shadows are crisp blue and amazingly long. It feels as if the sun sets almost just after it rises, but it adds to the cold blue sky streaks of yellow color, peach, pink… incredibly subtle tones that would seem somehow wrong to use together in a painting and can hardly be captured in a photograph.

The old year said goodbye with beautiful northern lights, this phenomenon that is as hard to catch as luck, disappearing before you know, to then appear again – and then it is important to be alert and prepared.
May the new year bring you all luck and happiness! Thank you all for visiting my blog.
Happy New Year 2025!


Ljósmyndir teknar | Photo date: 29.12 – 31.12.2024 og 01.01.2025

