
Föstudagsmyndir! Það vorar hægt en örugglega – og hvergi vorar fyrr en við ströndina. Þangað sækja farfuglarnir æti eftir langt flug, flugan kviknar í gömlu þangi, marflær lifna undir steinum. Fjaran er mér óendanlegur innblástur og það sem fjallagarpar myndu kalla stefnulaust ráp og heldur aumt rölt er mér andleg næring og uppspretta yndis. Við ströndina endurnýjast allt með flóði og fjöru tvisvar á sólarhring, þar finnst best að enginn dagur er eins. Þar má finna undursamlega örheima, en um leið tengingu við veröldina víða: við heimshöf og himingeim.
Þegar lundin þín er hrelld,
þessum hlýddu orðum:
gakktu við sjó og sittu við eld,
svo kvað völvan forðum.¹
Photo Friday! Slowly but surely spring is here – and nowhere earlier than at the seashore. The migratory birds rest there and feed after a long flight, the flies wake up from the drift seaweed, and amphipods start crawling from under rocks. The sea and the beach are an endless inspiration to me, and what heroic wanderers of the mountains would call aimless saunter and a trivial stroll, is for me a mental nourishment and source of joy. At the beach everything is renewed with the tides twice a day – no day is like the another. It’s easy to get immersed in the many curious micro-worlds, but at the same time get overwhelmed by the big ocean and the sky connecting everything in the world.
Grátt er ekki bara grátt: litir og mynstur í fjörunni. | Grey, but not just grey: colors and patterns at the beach:


Vorverk. Ágangur sjávar og landbrot við Melabakka hefur aukist ár frá ári og er nú 50-100 cm á ári. Í Melaleiti er því þörf á að endurnýja girðingar við ströndina reglubundið.
Spring chores: mending fences at the farm. The coastal erosion at Melabakkar Cliffs has been speeding up and is approx 50-100 cm / 20-40 inches pr year. At the family farm Melaleiti fences by the shore need renewal every few years.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.04.2020 ¹ Höfundur vísunnar er óþekktur.