Þorrinn | The fourth month of winter

Vetur: Þorrinn er gengin í garð. Gamla tímatalið, með 6 mánuðum vetrar og 6 mánuðum sumars, hugnast mér ágætlega. Þannig má skipta árinu í birtumánuði og skammdegismánuði. Aðrir kvarðar eins og hitastig eru afar óáreiðanlegir til að skera úr um hvað gæti kallast sumar, vor, haust …

Megi þorrinn fara um okkur mildum höndum og vaxandi birtan gleðja!

Myndirnar: Hvannarsprek í snjó og geislar sólar leika í fjöður og gulri þangdoppu.

Winter: Gone is the third month of winter and the forth, þorri, started yesterday with Bóndadagur, when we celebrate our men, a custum traced to ceremonies in the olden times when the master of the house played a big role in welcoming the month of þorri with worship of the pagen gods (blót) on the first day of þorri.

Photos: Twigs of Angelica in the snow; rays of the low sun at the beach bringing
light to a white feather and a small conch (Littorina obtusata, flat periwinkle).

May þorri treat us gently and the growing light bring joy!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.01 – 20.01.2025

Bóndadagur 2021 | The first day of Þorri

Litlir kallar: Gleðilegan bóndadag! Það er auðvitað frost á Fróni og fimbulkuldi í vindkælingunni.
Í Kjósinni æfðu menn ísklifur þegar ég átti þar leið um fyrir skemmstu. Ég horfði á þetta og hugsaði eins og barnið forðum: „En þeir mega þetta ekki – þetta eru svo litlir kallar!“ Að minnsta kosti ósköp smáir þarna utan í klakabungunum. Farið varlega, njótið þorrans.

Photo Friday: So cometh the month of Þorri, the fourth winter month. The first day is of Þorri is Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good food.
I was zooming in on some waterfalls in Kjósarskarð the other day, when I noticed these guys climbing the ice. I had no feelings of admiration for their feat, but as so very often when out in nature in wintertime I could only think of how small we all are. Take care all!

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.01.2021

Bóndadagur | The first day of Þorri

Föstudagsmyndin: Gleðilegan bóndadag og þorra! Illviðrin í janúar hafa yfirskyggt allt á nýja árinu og þessar myndir ríma vel við vetrarhörkuna og hroðann. Vonandi má blíðka náttúruöflin með tilheyrandi blótum og bættri hegðun. Rótgróin þráin eftir beinu sambandi við höfuðskepnurnar er aldrei skiljanlegri en á veturna þegar smæð okkar er augljós.

Photo Friday: We celebrate the first day of the month of Þorri today, the fourth winter month according to the old Norse Calendar. The first day of Þorri is called Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“. The weather is harsh these months and it’s a good idea to show the forces of nature some respect while also enjoying good food. So feast if you can: three winter months ahead: Þorri, Góa, Einmánuður… There is no wonder our ancestors would like to have a word with the gods, especially in winter time.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 02.01.2018

Þorri – Bóndadagur | The fourth winter month

ÞingvellirJan2009-2-©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndinGleðilegan Bóndadag! Það er frost á Fróni og Þorri genginn í garð. Hó hó hó.
Myndirnar voru teknar á Þorra 2009.
♦ Photo FridayHappy Farmer’s Day! May the month of Þorri be kind to us all.

ÞingvellirJan2009-1-©AslaugJ

ÞingvellirJan2009-3-©AslaugJ

Þingvellir, Öxará. Ljósmynd tekin | Photo date: 30.01.2009