Vorið nálgast! | Winter withdraws

Föstudagsmyndin: Vetur hopar, dagurinn er orðinn lengri en nóttin. Á Ægisíðu skildu gárurnar eftir mynstur í fjörunni.
Friday photo: Spring equinox is here already, on March 20. The calm sea left icy patterns on Ægisíða beach.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.03.2023

Bóndadagur 2023 | Month of Þorri

Föstudagsmyndir: Gleðilegan bóndadag! Gott er nú að mörsugur er liðinn. Eftir fimbulkulda undanfarnar vikur heilsar þorri með rigningu og roki. Tjörustorknir ruðningar og snjóskaflar breytast í manndráps svell sem saltaurinn ræður ekki við. Svo frystir aftur. Þessa daga sem borgin sýnir sínar allra grálegustu hliðar (ég elska hana samt), er lífsnauðsyn að bregða sér út fyrir bæjarmörkin, horfa lengra en í næsta vegg, anda að sér sjávarlofti. Stundum þarf hreint ekki að fara langt – bara rétt út á Seltjarnarnes! Myndirnar eru annars flestar frá Melaleiti – þar léku norðurljós í lofti um síðustu helgi, við sungum fyrir seli og ernir heilsuðu upp á okkur ítrekað. Því miður var ég ekki með aðdráttarlinsu og gæði mynda því slök. En ég læt þær fljóta fyrir stemminguna. Já, og sólin, hún var þarna, þrátt fyrir gaddinn.

Friday photo: Happy Bóndadagur! Today is the first day of the month of Þorri, the fourth winter month, – a day called Bóndadagur: „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good traditional food. This day may wisely be spent indoors: after the freezing cold of the past weeks, Þorri greets us with rain and strong wind. The tar-mixed ruts and snowdrifts turn into murderously slippery ice. Then it freezes again. These days, when the city shows its foulest and darkest side (Reykjavík, I still love you), what a joy it is to get out of town, bathe in the northern-lights, breathe the sea air and watch nature’s creatures, as we did last weekend. We sang to seals and the eagles greeted us repeatedly. And the sun, the sun was there! (Sometimes you don’t have to go far – just go to Seltjarnarnes!) Most of the photos are taken by Melaleiti farm – no quality photos but good mementos.


Landselur (Phoca vitulina) við Melabakka. Neðar: Haförn (Haliaeetus albicilla).
Harbor seal (Phoca vitulina) by Melabakkar cliffs. Below: White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.-19. jan.2023

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2022

 

Áramót – 2021 kvatt: Iðulega hef ég ætlað mér að skrifa einhverskonar annál í lok árs en það hefur ekki tekist hingað til, kannski sem betur fer. Það væri kvöl að velja hápunkta ársins, afrekin ekki önnur en að sinna vinnu á ýmsum vígstöðvum – og sem ég nýt í botn – en ég myndi gleyma að nefna mann og annan, konu og kvár, ég myndi gleyma og svo muna seinna… Til upprifjunar hefði ég ekki aðra dagbók en mislanga og mis-smásmugulega minnislista sem ég skrifa: fulla ef endurtekningum og hvunndagsgjörningum. Hvað ætli annars sitji eftir í minninu? Tæplega hvað var í matinn eða hverjum ég sendi vinnuskeyti… Eru það mikilsverðir áfangar, gleðin og góðu stundirnar eða kannski ógleymanleg leiðindi? (Árið 2021 hefur nú aldeilis átt sína spretti þar). Hvað er þess virði að halda á lofti? Yfirleitt sjáum við ekki það sem máli skiptir fyrr en löngu seinna, breytingarnar sem skipta sköpum, vendipunktana sem fleyta okkur áfram inn í framtíðina. 

Sennilega eru ljósmyndirnar mínar skástu dagbækur. Þær eru þó af ýmsum toga: iðulega eru myndefnin sérvalin og sjónarhornið sömuleiðis og þannig verða myndirnar á sína vísu óáreiðanlegar heimildir og valin minning. Ég læt því vera að draga árið saman í myndum – en birti sem áramótakveðju myndir frá heimsókn á Þingvelli í lok desember. Og sjá og sjá: gull okkar og gimsteina! Þetta var altént einn af góðu dögum ársins, hvernig sem á það var litið. Gott veður, góður félagsskapur, nesti og næði, logn og blíða. Sólin reis einhverjar þrjár gráður eða svo upp á himininn og skein yfir hrímaða vellina. Það var fegurðin ein. 

Gleðilegt ár kæru lesendur, gleðilegt ár allir vinir og samstarfsfólk. Ég þakka öllum þeim sem ég hef átt góð og gagnleg samskipti við á árinu, góðum vinum nær og fjær, sem hefur verið ómetanlegt að hitta rafrænt sem og í raunheimum. Ég óska ykkur gæfu á árinu 2022. Hittumst heil!

 

Farewell 2021!  Happy New Year 2022 to all! Happy New Year dear friends and co-workers: I thank you for inspiration and friendship through out the year. I wish you good luck in the year 2022 and I hope we all can make good changes come true. See you soon!

 

The photos: Þingvellir, Öxarárfoss, ice crystals in a field of grass at Þingvellir National Park. 

Ljósmynd dags. |  Photo date: 27.12.2021

Ís á mýrarlæk | Ice and iron

Úti í mýri: Vatnið er rautt og gruggugt í mýrarlæknum í hlákunni. Hreyfing vatnsins mynstrar ísinn og myndar loftbólur sem titra undir ísskáninni. Í febrúar er allra veðra von. 

Colors of iron and ice: The melting ice on a creek in the bog is in contrast with the red and muddy water. The constantly running water leaves pattern in the ice and bubbles trapped underneath it. February is a bit like this: half-frozen and muddy. 

Ljósmynd tekin | Photo date: 07.02.2021

Bóndadagur 2021 | The first day of Þorri

Litlir kallar: Gleðilegan bóndadag! Það er auðvitað frost á Fróni og fimbulkuldi í vindkælingunni.
Í Kjósinni æfðu menn ísklifur þegar ég átti þar leið um fyrir skemmstu. Ég horfði á þetta og hugsaði eins og barnið forðum: „En þeir mega þetta ekki – þetta eru svo litlir kallar!“ Að minnsta kosti ósköp smáir þarna utan í klakabungunum. Farið varlega, njótið þorrans.

Photo Friday: So cometh the month of Þorri, the fourth winter month. The first day is of Þorri is Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good food.
I was zooming in on some waterfalls in Kjósarskarð the other day, when I noticed these guys climbing the ice. I had no feelings of admiration for their feat, but as so very often when out in nature in wintertime I could only think of how small we all are. Take care all!

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.01.2021

Allt á ís | On ice

Föstudagsmyndir: Vatn er undursamlegt efni í öllum sínum myndum. Enn er vetur og nú er svo margt sett á ís. Gott að minna sig á að vorið er í nánd, þíðan kemur og betri og bjartari dagar með hækkandi sól.

Photo Friday: Water is a wonderful substance, in all its forms. It’s winter still and so many things are put on ice these days. But spring is near and thaw will come. I wish you all better and brighter days!

Ljósmyndir teknar | Photos date: 09.10.2005

Bóndadagur | The first day of Þorri

Föstudagsmyndin: Gleðilegan bóndadag og þorra! Illviðrin í janúar hafa yfirskyggt allt á nýja árinu og þessar myndir ríma vel við vetrarhörkuna og hroðann. Vonandi má blíðka náttúruöflin með tilheyrandi blótum og bættri hegðun. Rótgróin þráin eftir beinu sambandi við höfuðskepnurnar er aldrei skiljanlegri en á veturna þegar smæð okkar er augljós.

Photo Friday: We celebrate the first day of the month of Þorri today, the fourth winter month according to the old Norse Calendar. The first day of Þorri is called Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“. The weather is harsh these months and it’s a good idea to show the forces of nature some respect while also enjoying good food. So feast if you can: three winter months ahead: Þorri, Góa, Einmánuður… There is no wonder our ancestors would like to have a word with the gods, especially in winter time.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 02.01.2018

Ofurmáni og froststillur | Supermoon and icy days

Kaldir dagarFyrstu dagar ársins hafa verið kyrrir og kaldir og það veit vonandi bara á gott. Ég hef notið gönguferða í fjörunni við Melaleiti, lesið í frostrósir og klakamyndanir. Ofurtungl og bjartar stjörnur hafa vegið upp á móti vetrarmyrkinu. Árið getur varla byrjað betur!

Cold daysI have spent this first week of the year at the family farm Melaleiti and enjoyed walks on the beach and in the fields in an exceptionally calm winter weather – that is soon to change. Days are short (sunrise at around 11:15, sunset at 15:50) but in the fairly clear weather the stars and that fantastic supermoon has brightened up the night sky. What a wonderful start of the new year!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.12.2017 – 02.01.2018