Bóndadagur 2023 | Month of Þorri

Föstudagsmyndir: Gleðilegan bóndadag! Gott er nú að mörsugur er liðinn. Eftir fimbulkulda undanfarnar vikur heilsar þorri með rigningu og roki. Tjörustorknir ruðningar og snjóskaflar breytast í manndráps svell sem saltaurinn ræður ekki við. Svo frystir aftur. Þessa daga sem borgin sýnir sínar allra grálegustu hliðar (ég elska hana samt), er lífsnauðsyn að bregða sér út fyrir bæjarmörkin, horfa lengra en í næsta vegg, anda að sér sjávarlofti. Stundum þarf hreint ekki að fara langt – bara rétt út á Seltjarnarnes! Myndirnar eru annars flestar frá Melaleiti – þar léku norðurljós í lofti um síðustu helgi, við sungum fyrir seli og ernir heilsuðu upp á okkur ítrekað. Því miður var ég ekki með aðdráttarlinsu og gæði mynda því slök. En ég læt þær fljóta fyrir stemminguna. Já, og sólin, hún var þarna, þrátt fyrir gaddinn.

Friday photo: Happy Bóndadagur! Today is the first day of the month of Þorri, the fourth winter month, – a day called Bóndadagur: „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good traditional food. This day may wisely be spent indoors: after the freezing cold of the past weeks, Þorri greets us with rain and strong wind. The tar-mixed ruts and snowdrifts turn into murderously slippery ice. Then it freezes again. These days, when the city shows its foulest and darkest side (Reykjavík, I still love you), what a joy it is to get out of town, bathe in the northern-lights, breathe the sea air and watch nature’s creatures, as we did last weekend. We sang to seals and the eagles greeted us repeatedly. And the sun, the sun was there! (Sometimes you don’t have to go far – just go to Seltjarnarnes!) Most of the photos are taken by Melaleiti farm – no quality photos but good mementos.


Landselur (Phoca vitulina) við Melabakka. Neðar: Haförn (Haliaeetus albicilla).
Harbor seal (Phoca vitulina) by Melabakkar cliffs. Below: White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.-19. jan.2023

Þorraþræll | Last day of the month of Þorri

Matur og menning: Í dag er þorraþræll, síðasti dagur þorra. Margir tengja gamaldags íslenska hvunndagsrétti þorranum, – og sumir halda að „þorramatur“ og þorrablót hafi verið „fundinn upp“ af vertum í Reykjavík. Það er svona álíka nákæmt og að drauga- og álfasögur hafi verið fundnar upp af túristaleiðsögumönnum. Ýkjurnar tilheyra vissulega sölumennskunni, en grunnurinn á sér mun dýpri rætur, menningarlegar, sögulegar og landfræðilegar. Eins og öll matarmenning í heiminum.

Á hverju ári – sérlega í kringum þorra – dúkka upp þeir sem telja súrmat, reyktan mat og kæstan vera óæti og ómenningu sem við skulum nú hafa þroskast frá sem þjóð. Skrifa jafnvel um það árlegar greinar, einhverskonar manifesto gegn ímynduðum meginstraumi þorrablótsunnenda og ábendingu um að í raun þurfi að fletta ofan af þeim sem þykjast éta súrt og kæst sér til ánægju. Mér myndi aldrei detta í hug að halda því fram að öllum ætti að þykja þessi sami matur góður, því bragðlaukar fólks eru misjafnir og miklu skiptir hvaða mataræði fólk ólst upp við sem börn. Og svo það sé sagt, þá ólst ég upp við ýmsa þessa rétti á borðum vikulega eða daglega, allt eftir árstíma. Sumt þótti mér betra en annað, en ekkert af þeim mat get ég flokkað undir „ómenningu“. Satt best að segja er mér fyrirmunað að skilja æsinginn – til eða frá – yfir jafn sjálfsögðum réttum og nú eru kallaðir „þorramatur“ og sem bera útsjónasemi forferðranna fagurt vitni: hvernig mátti geyma mat og vinna úr árstíðabundinni uppskeru og afla. Það má auðvitað ekki gleymast að ekki síst fiskur fékkst ferskur stóran hluta úr árinu – úr sjó, ám og vötnum, og var dagleg fæða margra. En á norðurhjaranum gengu yfir litlar ísaldir og fiskur eða grasbítar voru því helsti kosturinn: próteinríkt fæði, hert, reykt, þurrkað, kæst, súrsað, saltað, – neytt á þeim árstíma þegar fátt fékkst ferskt. Fæðunnar var eðlilega aflað þegar best var og birgðir unnar fyrir veturinn. Matarsóun óþekkt. Engin af þessum vinnsluaðferðum er einstök, alls staðar í heiminum finnast hliðstæðar verkunaraðferðir sem gera matinn geymsluþolinn, hollari og heilsusamlegri – eða hreinlega ætan þar sem ákveðin ómeltanleg efni eiga í hlut.

Ég veit ekki hvaðan hún kemur þessi heimóttarlega minnimáttarkennd fyrir íslenskri matarsögu – sem er þá einkum borin saman við suður-evrópska matarmenningu, en sjaldnast er farið víðar í samanburðinum, enda ná ferðlög Íslendinga oft ekki lengra en þangað. Og reyndar er þá yfirleitt vísað til þess sem er á borðum þar nú – en ekki aftur í tíma. Mér finnst óskiljanlegt að tala um skort og ómenningu í sömu andrá og súrmat og kæsta skötu, en vera svo æði snokin fyrir niðursoðnu grænmeti í súrum ediklegi eða vel kæstum og grámygluðum ostum. Allt er þetta frábær matur og menningarlegur – en auðvitað aldrei að allra smekk.

Síðastliðið sumar var ég beðin um afnot af nokkrum teikningum sem ég gerði fyrir ritið Súrt og sætt eftir Sigríði Sigurðardóttur, þá safnstjóra í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, en sumar þeirra voru einnig nýttar í smáritið Eldamennska í íslensku torfbæjunum eftir Hallgerði Gísladóttur. Ég var líka beðin um að bæta við myndum – hvar við sögu kom saltfiskur, hákarl og skata. Teikningarnar eru nú hluti af sýningu um matarhefðir, á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði.

Þegar ég vann teikningarnar var mér var í mun að sýna matargleðina eins og ég þekkti hana. Það eru til góðir kokkar og síðri – sama gildir um verkun á matvælum. Þar getur vissulega skilið á milli menningar og ómenningar eða kunnáttu og þekkingarleysis. Matargleði og matarmenning kemur fram í undirbúningi og verkun, tilbúningi og eldamennsku, neyslu og veislu, –  því kynntist ég best hjá fólki sem fann ekki að það hefði skort tómata eða ólífur í lífinu. Það var menning að fylgjast með og taka þátt í þeim verkum og njóta svo matarins.

Verði öllum að góðu – og gleðilega góu!

Illustration: In a stack of papers on my desk I found some old drawings, and a couple of new ones I made last summer, illustrations commissioned for educational purposes in local history museums in Northern Iceland. And since today is Þorraþræll, the last day of the month of Þorri, a month when we like to feast on good traditional food, this was a proper time to post some of these illustrations. (My lengthy text above are my thoughts on different views of „Þorramatur“ – in Icelandic only this time).

According to the old calendar we still have two more winter months a head and tomorrow will be the first day of Góa.

myndlýsingar | illustrations © Áslaug Jónsdóttir

Bóndadagur 2021 | The first day of Þorri

Litlir kallar: Gleðilegan bóndadag! Það er auðvitað frost á Fróni og fimbulkuldi í vindkælingunni.
Í Kjósinni æfðu menn ísklifur þegar ég átti þar leið um fyrir skemmstu. Ég horfði á þetta og hugsaði eins og barnið forðum: „En þeir mega þetta ekki – þetta eru svo litlir kallar!“ Að minnsta kosti ósköp smáir þarna utan í klakabungunum. Farið varlega, njótið þorrans.

Photo Friday: So cometh the month of Þorri, the fourth winter month. The first day is of Þorri is Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good food.
I was zooming in on some waterfalls in Kjósarskarð the other day, when I noticed these guys climbing the ice. I had no feelings of admiration for their feat, but as so very often when out in nature in wintertime I could only think of how small we all are. Take care all!

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.01.2021

Bóndadagur | The first day of Þorri

Föstudagsmyndin: Gleðilegan bóndadag og þorra! Illviðrin í janúar hafa yfirskyggt allt á nýja árinu og þessar myndir ríma vel við vetrarhörkuna og hroðann. Vonandi má blíðka náttúruöflin með tilheyrandi blótum og bættri hegðun. Rótgróin þráin eftir beinu sambandi við höfuðskepnurnar er aldrei skiljanlegri en á veturna þegar smæð okkar er augljós.

Photo Friday: We celebrate the first day of the month of Þorri today, the fourth winter month according to the old Norse Calendar. The first day of Þorri is called Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“. The weather is harsh these months and it’s a good idea to show the forces of nature some respect while also enjoying good food. So feast if you can: three winter months ahead: Þorri, Góa, Einmánuður… There is no wonder our ancestors would like to have a word with the gods, especially in winter time.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 02.01.2018

Þorri – Bóndadagur | The fourth winter month

ÞingvellirJan2009-2-©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndinGleðilegan Bóndadag! Það er frost á Fróni og Þorri genginn í garð. Hó hó hó.
Myndirnar voru teknar á Þorra 2009.
♦ Photo FridayHappy Farmer’s Day! May the month of Þorri be kind to us all.

ÞingvellirJan2009-1-©AslaugJ

ÞingvellirJan2009-3-©AslaugJ

Þingvellir, Öxará. Ljósmynd tekin | Photo date: 30.01.2009