Norræna bókasafnsvikan | Busy co-authors

Kura gryning 3 2014

Ljósmynd | Photo: © Hallsta bibliotek

♦ SkrímslabækurnarÍ Norrænu bókasafnsvikunni, 10.-16. nóvember, voru meðhöfundar mínir að skrímslabókunum, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal í önnum að lesa upp úr skrímslabókunum. Á myndinni fyrir ofan er Kalle í bókasafninu í Hallsta en myndina fyrir neðan tók Rakel í Frískúlanum í Havn. Fleira má sjá og lesa á heimasíðum þeirra hér: Rakel Helmsdal og Kalle Güettler.

♦ The Monster seriesMy co-authors of The Monster series, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler were busy giving readings  in the Nordic Library Week 2014, November 10.-16. Above is Kalle Güettler reading in Hallsta Library in Sweden and below are students in the Faroe Islands who came to listen to Rakel Helmsdal. For more see links to their websites.

Ljósmynd | Photo: © Rakel Helmsdal

Rakel Helmsdal 2014-11-10-1113421

Skrímsli og tröll | Monsters and trolls

Takid þatt Bibliotek♦ Upplestrarhátíð! Mánudagurinn 10. nóvember markar upphaf Norrænu bóksafnsvikunnar 2014 en þá er norrænni sagnahefð fagnað á fjölmörgum bókasöfnum á Norðurlöndum og í Baltnesku löndunum. Þema ársins er „Tröll á Norðurlöndum“ og að vanda voru valdar þrjár bækur til lestrar á sameiginlegri upplestrarhátíð. Bækurnar þrjár eru:
Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal,
Eyjan hans múmínpabba
eftir Tove Jansson, og
Stallo eftir Stefan Spjut.

Yfir 2000 bókasöfn og skólar taka þátt í upplestrarhátíðinni þar sem lesið er úr þessum bókum fyrir fjölda áheyrenda, á að minnsta kosti 11 tungumálum. Á síðunni Bibliotek.org er að finna upplýsingar á íslensku um bókasafnsvikuna og margvíslegt ítarefni. Hér er síða um Skrímslaerjur. Þá er gefinn út bæklingur með efni og hugmyndum sem tengjast þessum bókum og tema vikunnar. Brian Pilkington á heiðurinn að veggspjaldi og ýmsu myndefni síðunnar.

Skrímslaerjur♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row was selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014, a celebration of Nordic storytelling and literature. This years theme is trolls and monsters. The selected books are:

  • Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Moominpappa at Sea by Tove Jansson
  • Troll by Stefan Spjut

This celebration of Nordic books, libraries and reading starts today, Monday 10. November 2014, when illustrations and texts from these books will be available to the libraries taking part, for then to be read in at least 11 languages. More than 2000 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland take part. The website Bibliotek.org has a lot of information about the books and The Library Week in all the Nordic and Scandinavian languages.

Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE

 

Skrímslaerjur í bókasafnsviku | The Nordic Library Week 2014

Skrímslaerjur

♦ Bókatíðindi: Myndabókin Skrímslaerjur hefur verið valin til upplestrar í Norrænu bókasafnsvikunni 2014, en tilkynnt var um bókavalið á heimasíðu verkefnisins fyrir skemmstu. Þema ársins er hið norræna tröllakyn og bækurnar sem urðu fyrir valinu eru:

  • Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Jansson
  • Tröll eftir Stefan Spjut

Norræna bókasafnsvikan hefst með upplestri úr þessum bókum þann 10. nóvember 2014. Þá viku geta öll bókasöfn á Norðurlöndum og Baltnesku löndunum nálgast efni úr bókunum til lestrar á allt að 14 tungumálum. Árið 2013 tóku yfir 1500 bókasöfn og skólar þátt í verkefninu. Þess má geta að árið 2010 var Sagan af bláa hnettinum ein af bókum ársins, undir þemanu: „Töfraheimar Norðursins“.

♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row has been selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014. A selection of three books has just been announced on the project’s homepage. The theme is trolls and similar creatures. The selected books are:

  • Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Moominpappa at Sea by Tove Jansson
  • Troll by Stefan Spjut

This celebration of Nordic books, libraries and reading starts on November 10. 2014, when illustrations and texts from these books will be available in up to 14 languages. Last year this event took place with the participation of more than 1500 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland.

Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE.

bibliotek.org

Umfjöllun í Information | Book review in Denmark

M7SkrimslaErjur2web

Opna úr Skrímslaerjum
Spread from Monster Row

♦ Bókaumfjöllun. Í síðustu viku birtist umfjöllun í dagblaðinu Information um bækurnar sem tilnefndar voru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013. Í grein sinni: „Nordisk børnelitteratur befrier sig af krop og form“ skrifar Anita Brask Rasmussen m.a. um vináttuna sem bæti einstaklinginn og um það fjalli líka Skrímslaerjur. Ennfremur segir hún:

„… Monsterskænderi er i sandhed en billedbog. Illustrationerne råber ofte højere end teksten, som er minimal. Monstrene har små skyer over hovederne, og vejret bliver dårligere og dårligere, efterhånden som de bliver uvenner. Vejret bliver sjælens spejl, og monstre kan som bekendt have meget mørke sjæle.“

♦ Book review. Last week the Danish newspaper Information reviewed all the books nominated toThe Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013. In the article: “Nordisk børnelitteratur befrier sig af krop og form“, Anita Brask Rasmussen writes about Skrímslaerjur’s (Monster Row)  theme of friendship, the symbolic clouds and stormy weather. She also says: “Monster Row is truly a picturebook. The illustrations often shout louder than the text, which is minimal.“

Skrímslaerjur í Norræna húsinu | Book presentation in The Nordic House

Skrímslaerjur♦ Bókakynning. Á vef Norræna hússins segir:
„Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í fyrsta sinn nú í október en tilnefningar til verðlaunanna voru gerðar opinberar í vor. Alls er um fjórtán verk að ræða frá níu norrænum löndum og málsvæðum.
Tilnefndu höfundarnir Áslaug Jónsdóttir frá Íslandi og Nuka K. Godtfredsen frá Grænlandi kynna tilnefnd verk sín og hægt er sjá sýningu Nuka sem stendur til 22. september. Sigurður Ólafsson kynnir verðlaunin við sama tækifæri en hann stýrir skrifstofu verðlaunanna. Kynningin fer fram á íslensku og dönsku.“
Norræna húsið, á morgun 11. september, kl. 14.00.

♦ Book presentation. In association with The Reykjavik International Literary Festival 2013 there will be an introduction of the newly established Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize. Held in the Nordic House, tomorrow 11. September at 2 pm. Participants: Sigurður Ólafsson and nominees: Áslaug Jónsdóttir and Nuka K. Godtfredsen.

Þrír höfundar | Three authors

TheMonsterTeamWeb

♦ Tilnefning. Í tilefni af fréttum gærdagsins um tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ætla ég að birta mynd sem við höfundar skrímslabókanna höfum stundum notað í skólaheimsóknum og þá með texta á viðeigandi tungumáli. Börn allt niður í leikskólaaldur skilja hvernig við vinnum: semjum sögurnar saman öll þrjú, ég til dæmis teikna myndir OG sem sögur jöfnum höndum. Þetta gera þau nefnilega oft sjálf, ein eða með öðrum. Það þarf ekki að velja að gera aðeins annað tveggja. Stundum má meira að segja gera tvennt í einu. Þetta vita þeir sem geta hjólað OG sungið um leið. Byggt sandkastala, brýr og vegi OG um leið sagt söguna af drekanum sem býr í kastalanum.

Ég skrifaði um sama efni fyrir stuttu, sjá: Skrifandi teiknari. Nánar um samvinnu og verkaskiptingu okkar höfundanna hér: Skrímslabækurnar. Enn frekari upplýsingar á heimasíðum höfundanna:
Áslaug Jónsdóttir – höfundur texta, mynda og bókahönnunar
Kalle Güettler – höfundur texta
Rakel Helmsdal – höfundur texta

♦ Nomination. The nomination of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize has brought up questions about us three authors of the Monster series. “How do you work together? Who makes what – since you are three?” There tends to be some confusion about the collaborative authorship. Two authors of a short picture book text seems to be already over the top, three therefore unthinkable. Well, think again: the illustrator also writes the stories! Or, if you like: one of the authors also illustrates!
We often bring this illustrative picture along with us when we visit schools or give talks about our books. Kids have no trouble understanding that you can both draw and tell or write a story. They do it all the time.

I wrote about the same issue only few weeks ago: The writing illustrator. For more information about the collaboration and the books about the Little Monster and the Big Monster click here: The Monster series. For more information about the authors visit our websites:
Áslaug Jónsdóttir – author of text, illustrations and book design
Kalle Güettler – author of text
Rakel Helmsdal – author of text

Tilnefning til nýju norrænu barnabókaverðlaunanna! | Nomination to the new Nordic Children’s Book Award

Skrímslaerjur

♦ Tilnefning. Þá er búið að opinbera hvaða bækur eru tilnefndar til nýju Norrænu barnabókaverðlaunanna og Skrímslaerjur eru þar á meðal! Við skrímslin erum glöð og stolt yfir heiðrinum, hneigjum okkur og beygjum.

Skrímslaerjur er sjöunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir okkur höfundana þrjá: Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal.

Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna,
og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.

♦ Nomination. Nominations to the new Nordic children’s book award have been announced and Skrímslaerjur (Monster Squabbles) are one of the honored books! We are a truly proud and happy monster-team! Thank you!

Monster Squabbles is the seventh book about the Little Monster and the Big Monster by Áslaug JónsdóttirKalle Güettler og Rakel Helmsdal.

Click here to read more about the authors and their collaboration,
and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

Hér er listi yfir tilnefndar bækur. | Here is a list of the nominated books.

Hér er umsögn dómnefndar: tengill
„Bækurnar um litla og stóra skrímslið hafa notið mikilla vinsælda hjá lesendum bæði á Íslandi og erlendis. Með þessum „mannlegu“ skrímslum hafa höfundarnir náð að búa til sérlega skemmtilegar og áhugaverðar persónur sem börn eiga auðvelt með að samsama sig við og fullorðnir hafa haft gaman af. Innbyrðis samband skrímslanna er bæði fallegt og flókið og í þessari bók, sem er sú sjöunda í röðinni, slær í brýnu á milli þeirra og lítur út fyrir að illa fari.
Í Skrímslaerjum má sjá mörg af bestu einkennum ritraðarinnar. Mynd og texti eru fléttuð saman í eina heild – listaverk – frá byrjun til enda. Á þann hátt er lesandinn hvattur til að lesa mynd og texta sem heild – og það er einmitt samspil þessa tveggja þátta sem er sérlega vel gert og hugmyndaríkt.
Texti bókarinnar er einfaldur og verður hluti af myndverkinu með einföldum myndum og formsterkum klippimyndum ásamt persónum með greinileg skapgerðareinkenni, ýkta andlitsdrætti og ofhlaðna líkamstjáningu. Bækurnar ná til barnanna með húmor og sálfræðilegri dýpt bæði tilfinningalega og vitsmunalega.“

The jury’s review:  link
“The books about the little and the big monster have found a large readership, both in Iceland and in other countries. With these “human” monsters the authors have created particularly funny and interesting characters which children can easily relate to and adults can have fun with. The monsters’ relationship with each other is both beautiful and complicated and in this book, which is the seventh in the series, there will be a split between the monsters and things are about to go wrong.
Skrímslaerjur (Monstergräl) brings out many of the series best features. Pictures and text are interwoven into a whole – a work of art – from start to finish. In this way, the reader is encouraged to read the pictures and the text as a whole – the interaction between these two factors is particularly well and creatively done.
The book’s text is simple and becomes part of the image artwork with simple pictures and strong collage design as well as with people clear characteristics, exaggerated facial expressions and sweeping body language. The books’ ingenuity and psychological depth reaches children both emotionally and intellectually.”

10MonsteriIsland2012

Klandursskrímsl | Monster Squabbles in Faroese

klandursskrímsl

Bókaútgáfa. Skrímslaerjur komu út á færeysku í vikunni en útgáfutími bókarinnar er misjafn eftir löndum. Von er á sænsku útgáfunni, Monsterbråk, í apríl. Klandursskrímsl stökkva nú af stað til færeysku barnanna og eins og segir í kynningu frá Bókadeild Föroya Lærarafelags: „Nýggj skrímslabók, sum stór og smá bæði í Føroyum og kring heimin dámar væl.“

Book release. Monster Squabbles in Faroese: Klandursskrímsl, has just been released. The Swedish edition, Monsterbråk, is due in april.