Bók á safni | Museum visit

Safngripur! Svona geta nú leiðir bókanna verið óvæntar og skemmtilegar: Ég vil fisk! hefur ratað á safn. Hún er þarna til sýnis á Sjóminjasafninu við Grandagarð í Reykjavík ásamt fleiri bókum og blöðum tengdum menningu, hafi og sjósókn. Ný grunnsýning Sjóminjasafnsins, Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár, opnaði í júní 2018, en það var fyrst nú á dögunum sem ég skoðaði nýju sýninguna sem er firnafróðleg og í mörgu hugvitsamlega hönnuð. Auðvitað komu ótal fræði- og fagmenn að verkinu en aðalhönnuðir eru Kossmanndejong í Hollandi. Á neðstu hæðinni er svo falleg sýning um hollenska kaupskipið Melckmeyt sem fórst við Flatey árið 1659, en hönnuður þar er Finnur Arnar Arnarson. Svo má nefna skemmtilega listsýningu barna í anddyri: Sögur af sjónum, verkefni sem var styrkt af Barnamenningarsjóði. Mæli með!

At the Maritime Museum: I Want Fish! has found its way to a museum! I would not have guessed that my book “Ég vil fisk!” would end up in a maritime museum – or any museum for that sake. But you never know! Here it is on display at the Reykjavík Maritime Museum. This exhibition, Fish & folk – 150 years of fisheries, opened in 2018, but this was my first time at the museum since the opening of this new permanent exhibition, but not the last! Loaded with information and clever exhibition design by Dutch designers at Kossmanndejong. On the ground floor there is also a beautiful exhibition about the Dutch merchant ship Melckmeyt which foundered off the island of Flatey in 1659. There is also a fine exhibition in the entrance hall with paintings, drawings, poems and book art by children: Stories from the Sea. All highly recommended!


World Book Day 2020 – April 23 – #behindeverybook

Um bókina: Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.

Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!

Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.

About the book: Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008


Bók í boði höfundar – Quarantine reading

Því miður virðist Covid-19-farsóttin síst vera á undanhaldi. Sóttvarnir, sóttkví, einangrun, smitgát og samkomubann munu áfram hafa áhrif á líf okkar næstu misseri. Skólar byrja bráðlega og það er ólíklegt að það sem við köllum „eðlilegt ástand“ verði í boði. Útgefendur og rithöfundar hafa gefið leyfi fyrir upptökum á lestri bóka og miðlun til barna. Hér fyrir neðan er upplestur á galisísku og arabísku.

Regretfully the pandemic is still raiding the world and quarantines and isolation will still be a part of our lives in the coming months. Many publishers and authors have made contributions and offered their books and art for free, supporting homeschooling and families in lockdowns. Below are free readings of my book Ég vil fisk! in Galician and Arabic.

Ég vil fisk! – á galisísku

Þýðandi Quero peixe er Lawrence Schimel, útgefandi er Verdemar / Alvarellos Editora, í Santiago de Compostela á Spáni. Upplestur í umsjón Biblos Clube de Lectores, A Coruña, Spain.

Quero peixe! (I Want Fish!)

Quero peixe is translated by Lawrence Schimel, and was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. Here read for children at Biblos Clube de Lectores, A Coruña, Spain.


Ég vil fisk! – á arabísku

Bók í boði höfundar: Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Vegna farsóttarinnar má nú um stundarsakir lesa Ég vil fisk! í ókeypis vefútgáfu.

أريد سمكة (I Want Fish!)

Quarantine reading:  My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book is temporarily available online at the publishers website.


Neðanmáls: Vinsamlegast virðið sæmdar- og höfundarrétt listamanna sem bjóða efni sitt á veraldarvefnum.
Footnote: Please, respect the copyright of the artists offering their art for free on the www!

Andri Snær les | The Story of the Blue Planet – online story time

Bók í boði listamannanna: Andri Snær Magnason gerði sér lítið fyrir og las upp á myndband alla enska þýðingu Sögunnar um bláa hnöttinn sem nú má hlýða á, án endurgjalds, á vef Iceland Naturally eða á myndböndunum hér fyrir neðan. Á vef Iceland Naturally er að finna nánari upplýsingar, m.a. um tengda viðburði, myndasamkeppni o.fl. Enska þýðingu sögunnar gerði Julian Meldon D’Arcy. Upplestrarnir skiptast í sjö lestra og inn í þá fléttast upprunalegu myndlýsingarnar og að hluta til bókarhönnun sem ég gerði árið 1999. Njótið vel!


Story time – by courtesy of the artists: Author Andri Snær Magnason reads his award winning book: The Story of the Blue Planet with illustrations/book design I made for the Icelandic original, Sagan af bláa hnettinum, in 1999. The Story of the Blue Planet was the first children’s book to win the Icelandic literary award. It has been published in more than 30 languages and received numerous prizes and awards. The readings are published on this site: Iceland Naturally with additional information, drawing competition (win a hard copy of the story), information on a live Q+A session with the author and more.

English translation by Julian Meldon D’Arcy.
Publishers in the UK: Pushkin Press, publishers in the US: Seven Stories Press. See links for purchase.

The Story of the Blue Planet | Text © Andri Snær Magnason | Illustrations © Áslaug Jónsdóttir.



Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.

Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Sögulestur | Story time

Bækur á þrautatímum: Á meðan fjöldi manns vinnur af kappi við að berjast við farsóttina sem herjar á heiminn, er það verkefni okkar hinna að hafa hægt um okkur, sinna okkar nánustu, gæta að andlegri og líkamlegri heilsu og næringu. Það gengur auðvitað mis vel því aðstæður fólks eru ólíkar. Það finna ekki allir ró og frið við brauðbakstur og jógaæfingar. Sumir kljást við veikindi, einangrun og ótta. Eirðarleysi og einbeitingarskort.

Listunnendur vita hvar finna má hjálp. Fyrir töfra listanna má upplifa og skynja ríkidæmi tilfinninganna, láta reyna á vitsmunina og víkka veröldina. Bóklestur styttir stundir, þar má finna annan heim, þangað má hverfa til að gleyma amstrinu, upplifa lífið með augum annarra, glíma við furðu og spurn, fræðast og ferðast. Það eru til bækur um allt, fyrir alla. Það þarf bara að bera sig eftir björginni.

Að undanförnu hefur verið skorað á rithöfunda að vekja athygli á bókum og lestri, en menntamálaráðherra hefur m.a. boðið íslendingum öllum til þátttöku í verkefni sem nefnist Tími til að lesa. Ég vil einnig benda á bókasöfn og bókaverslanir sem bjóða þjónustu sína með breyttum kjörum á farsóttartímum. Rafbækur og hljóðbækur er auðvelt að nálgast og það má versla prentaðar bækur í vefverslunum og fá sendar heim frítt eða fyrir lítið fé.

Barnabækur má lesa á margan hátt – það að láta lesa fyrir sig, lesa myndir og hlusta, er uppskrift að góðri stund. Tölvuskjárinn jafnast auðvitað ekki á við hlýjan faðm en ég ætla samt að bjóða hér sögustundir af skjánum með því að benda á þrjár bækur mínar sem RÚV fékk að gera hreyfimyndir eftir. Það eru myndabækurnar Ég vil fisk!, Gott kvöld og Eggið með hreyfigrafík Ólafar Erlu Einarsdóttur / RÚV. Með því að smella á tenglana („sögustund“) við bækurnar færist þú yfir á vef RÚV.


Ég vil fisk! – sögustund

Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!

© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir  © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV.
🔗 Hér má lesa meira um bókina.
🔗 Hér má kaupa bókina í netverslun Forlagsins. Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.


Gott kvöld – sögustund

Þegar pabbi skreppur frá til að sækja mömmu er strákur aleinn heima með bangsa sér til halds og trausts. En það hægara sagt en gert að hughreysta bangsa sem óttast óboðna gesti eins og hrekkjasvínið, hræðslupúkann, tímaþjófinn, frekjuhundinn og ótal fleiri furðuskepnur. 

© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir  © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. Ívar Elí Schweitz Jakobsson les.
🔗 Meira um bókina hér. Bókin er uppseld hjá útgefenda.


Eggið – sögustund

Þegar eggið fellur úr hreiðrinu eina vornóttina og vaknar í fangi villikattarins er hrundið af stað atburðarás sem á sér enga líka. Áslaug Jónsdóttir lýsir ferðasögu eggsins í leikandi máli og myndum. 

© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir  © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. Guðmundur Ólafsson les.
Bókin er uppseld hjá útgefenda.


Books in troubled times: While our heroes are fighting the pandemic that is ruling the world, the task for the rest of us is to stay out of trouble, slow down, care for our loved ones, take care of mental and physical health and nutrition. Of course, this is going up and down, not everyone is getting a kick out of bread baking and yoga exercises. Some suffer from illness, isolation and fear. Restlessness and lack of concentration. All insignificant problems compared to the big issues, the hazard of the epidemic, the dangers facing people in war zones, refugee camps and depressed areas. But the need for relief is everywhere.

Art lovers know that there is help to be found in art. Music, books, films…  Children’s books can be read in many ways, and reading pictures while listening to the story is one of them. The computer screen does not match a warm embrace and being together, but I would still like to share with you three online stories (sorry, all in Icelandic!). It is an adaption of three of my picture books: I Want Fish!, Good Evening and The Egg with my illustrations in simple graphics made by Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. By clicking on the links you will be taken to the website of the National Broadcasting Service in Iceland.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.

Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Bókadómur í Galisíu | ‘Quero peixe!’ in El Correo Gallego

Bókadómur: Ég vil fisk! kom út á galisísku á síðasta ári og fékk nú í byrjun mars umfjöllun í einu stærsta dagblaðinu þar í landi, El Correo Gallego. Ég hef það fyrir satt að dómurinn hafi verið all góður. Ég reyni að tíunda alla umfjöllun hér á vefnum en auðvitað verður hver að dæma fyrir sig.

Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Book review in Spain: Quero peixe! (Ég vil fisk!), has just received a fine (or so I’m told!) review in the newspaper El Correo Gallego:

O álbum Quero peixe (Alvarellos, 2019), da escritora e ilustradora islandesa Áslaug Jónsdóttir, traducido ao galego por Lawrence Schimel, ofrece unha historia sobre as dificultades comunicativas entre nenos e adultos que vai in crescendo. A trama sinxela usa, mais non abusa, da repetición como chave argumental, variándoa con imaxinación para o gusto do lector, quen pasa dunha escena á seguinte preguntándose como conseguirá a autora presentar outra vez o mesmo motivo baixo un novo enfoque que xustifique a súa prolongación ata o final feliz, de rigor neste xénero.
O protagonismo corresponde a unha nena, caracterizada polo modo en que afirma os seus desexos e remata por impoñelos fronte á superficial atención que lle prestan seus pais. A presenza dun malentendido, primeiro como desencadenante e logo leitmotiv, resulta moi suxestivo, xa que serve para iniciar o lector, cun exemplo cotiá e accesible, nas dificultades da linguaxe -neste caso a anfiboloxía- que apenas comezou a dominar. Nada impide, en efecto, que a literatura infantil chegue a cuestionar implicitamente a comunicabilidade do seu propio vehículo, mentres en cambio o concilia coas prestacións da imaxe que o ilustra.
Respecto ás ilustracións, o seu estilo mostra unha factura enérxica de marcado contorno, dominada polos trazos e que ao representar a protagonista gritando con lóxica exasperación roza o expresionismo. A falta de entendemento cos seus pais reflíctese en que aparecen mostrados só parcialmente, a miúdo só as súas mans e nunca as súas faces. Un modo hábil de indicar a súa incapacidade para comprender o que desexa a súa filla, quen en cambio domina cada páxina coa súa presenza.
E, por certo, a última ilustración, que a mostra sumida nun feliz soño, carece de texto, como poñendo un selo de mudez sobre a superación das súas dificultades. – El Correo Gallego 10/03/2020

Ég vil fisk! is translated by Lawrence Schimel, and was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar.

Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

„Vildt charmerende“ | More reviews in Denmark

Skrímslaerjur: Bókasafnsfræðingar hjá Dansk Bibliotekscenter gefa út umsagnir um nýjar bækur og Skrímslaerjur, Monsterklammeri, fær fínan dóm og skrímslin þykja hreinlega mikil sjarmatröll. Í úttekt DBC: segir:

„Bøgerne om Lille Monster og Store Monster er vildt charmerende, og denne bog er ingen undtagelse. Der er store følelser på spil mellem de to gode venner, der oplever en dag, hvor det hele ikke går, som det plejer. Noget, børn kan relatere til. Man kan snakke om uenighed, vrede, dårlig samvittighed og tilgivelse og få en følelse af, at selvom man skændes en enkelt dag, er man stadig gode venner. Både billedsiden og teksten spiller på følelserne med vilde tegninger og store, fede bogstaver, når noget tydeliggøres.“

Bækurnar um skrímslin koma út á dönsku hjá forlaginu Torgard í Kaupmannahöfn og eru þýddar af Hugin Eide. Hér má lesa fleiri dóma.


Book review in DenmarkThe Danish Library Central, DBC, publishes reviews of new books and recommendations for the Danish libraries. Monsterklammeri (Skrímslaerjur / Monster Squabbles) received a good review:

“The books on Little Monster and Big Monster are extremely charming, and this book is no exception. There are big feelings at stake between the two good friends who are experiencing a day when things are not going all too well. Something kids can relate to. It invites discussion about disagreement, anger, bad conscience and forgiveness and the feeling that even if you quarrel a single day, you are still good friends. Both the pictures and the text play on the emotions with wild drawings and big, bold letters when something is of special importance.”

The book series about Little Monster and Big Monster is published in Denmark by Torgard in Copenhagen, translated by Hugin Eide. Read more reviews here.

Tilvitnun úr bókadómi | Quoted book review: @DBC 2020

Ein af tíu bestu í Galisíu | Honor for ‘Quero peixe!’

Viðurkenning í Galisíu: Ég vil fisk! kom út á galisísku á síðasta ári og var nýverið valin ein af tíu bestu þýddu barnabókunum það ár, af bókmenntaritinu Fervenzas Literarias. Listann má skoða hér.

Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


‘I Want Fish!’ in Galicia, Spain: Quero peixe! (Ég vil fisk!), translated by Lawrence Schimel, was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. The book has now been selected by the Galician Literature Magazine Fervenzas Literarias as one of the 10 best children’s books 2019, translated to Galician. See full list here.

Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available. Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.