Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022 | Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards

Tilnefning: Þann 31. mars var tilkynnt um 15 tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022 með athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók. Skrímslaleikur eftir Áslaug Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal var tilnefnd til verðlaunanna í flokki myndríkra bóka. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.:

„Mynd­ir Áslaug­ar leggja grunn að verk­inu og í þeim birt­ist ólík skap­gerð skrímsl­anna og til­finn­ing­ar þeirra skýrt. Ákafi og leik­gleði litla og stóra skrímsl­is­ins eru smit­andi en samt sem áður skína óör­yggi og ein­semd loðna skrímsl­is­ins í gegn á hverri mynd.“

Eftirtaldir mynd- og rithöfundar og bækur eru tilnefnd til verðlaunanna:

Frumsamdar bækur á íslensku | Nominated authors: 

  • Þórunn Rakel Gylfadottir: Akam, ég og Annika. (Ang­ú­stúra).
  • Arndís Þórarinsdóttir: Bál tím­ans. (Mál og menning).
  • Hilmar Örn Óskarsson: Holupot­v­orí­ur alls staðar. (Bókabeitan).
  • Krist­ín Helga Gunn­ars­dótt­ir: Ótemj­ur. (Bjartur).
  • Margrét Tryggvadóttir: Sterk. (Mál og menning).

Myndlýstar bækur | Nominated illustrators: 

  • Rán Flygenring: Koma jól? (Ang­ú­stúra).
  • Áslaug Jónsdóttir: Skrímslaleik­ur. (Mál og menning)
  • Hallveig Kristín Eiríksdóttir: Fugla­bjargið. (Bókabeitan).
  • Linda Ólafsdóttir: Reykja­vík barn­anna. (Iðunn).
  • Elísabet Rún: Sól­kerfið. (JPV).

Þýddar bækur | Nominated translators: 

  • Guðni Kol­beins­son: Kynja­dýr í Buck­ing­ham­höll. (Bóka­fé­lagið).
  • Jón St. Kristjáns­son: Seiðmenn hins forna. (Ang­ú­stúra).
  • Sólveig Sif Hreiðarsdóttir: Á hjara ver­ald­ar. (Kver).
  • Sverrir Norland: Eld­hug­ar. (AM for­lag).
  • Sverrir Norland: Kva es þak? (AM for­lag).

Tilnefndir teiknarar. | Nominated illustrators – 2022. Ljósmynd | Photo: © Reykjavíkurborg / Bókmenntaborgin.

Nomination: Skrímslaleikur (Monster Act) received a nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2022 along with 14 other books. The awards are given out in three categories: for original Icelandic children’s books; for an outstanding translation of a foreign children’s book; and for illustrated children’s books. The awards and related projects are hosted in cooperation between the Department of Education and Youth and the Department of Culture and Tourism and managed by in Reykjavík UNESCO City of Literature. Skrímslaleikur (Monster Act) was nominated in the category of illustrated books.

Gleðileg jól 2021! | Season’s Greetings!



JÓL 2021! Kæru lesendur síðunnar og vinir nær og fjær: Gleðileg jól! Hjartans þakkir fyrir góðar viðtökur á nýju bókinni okkar, Skrímslaleik. Njótið hátíðanna í ást og friði!
❤️
HAPPY HOLIDAYS! Dear readers and friends near and far: I wish you all peace and joy! Thank you for giving my blog and my art some of your time. Love to you all!

© Áslaug Jónsdóttir 

Bókspjall og barnastund | What’s up Furry Monster?

Bókaspjall beint til þín: Í annað sinn var ákveðið að að blása af Bókamessu í Bókmenntaborg í nóvember, aftur vegna heimsfaraldurs og sóttvarna. Þess í stað var fjölbreyttri netdagskrá streymt á Facebook. Hér má kynna sér dagskrá og þætti á viðburðasíðu Bókmenntaborgarinnar á Fb. Barnabækur voru m.a. kynntar sunnudaginn 5. desember, þar með talin bókin Skrímslaleikur og fleiri bækur íslenskra höfunda. Þetta má sjá hér: Bókaspjall beint til þín – Bókaspjall – Jólasögustund fyrir börn og fjölskyldur. (Skrímslaleikur frá 22.10 mín).

Barnastund í bókabúð: Í nýendurvakinni bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 verður efnt til „barnastunda“ á laugardag og sunnudag. Við Sigrún Eldjárn ætlum að vera leggja saman krafta okkar með Rauðri viðvörun og Skrímslaleik. Hvað það verður veit nú enginn, en við verðum á staðnum kl 14 – 15 á laugardag, 11. desember. Hér er tengill á viðburðinn á Facebook. 


Online book readings: For the second year in a row, the City of Literature Book Fair, held in November each year, had to be canceled due to the Covid-19 pandemic. The fair is run by the Association of Icelandic Publishers and the Reykjavík UNESCO City of Literature. Instead a series of online readings and events was made: See (in Icelandic) the programme and the events Facebook. Skrímslaleikur (Monster Act) was on the programme on Dec 5, see: Bókaspjall beint til þín – Bókaspjall – Jólasögustund fyrir börn og fjölskyldur. (From 22.10 mín).

Authors visit on Laugavegur: “Mál og menning” old bookstore on Laugavegur 18 has been revived. The place now houses a bookstore, a bar / coffee house with live music, stand-ups and readings. On Saturday from 2pm to 3pm I will find myself in the children’s books section along with author/artist Sigrún Eldjárn where we will meet our audience and introduce our new books. Link to the event on Facebook.


🔗 Skrímslaleikur: fleiri fréttir, bókadómar og umfjöllun á þessum vef. | Monster Act: news and book reviews on this site.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here; and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


 

Skrímslin á skjánum | Monster-zoom!

Skrímslaþing: Norræna skrímslabandalagið hittist á skjánum á dögunum en auðvitað nýtum við tæknina til fulls og virðum ströngustu sóttvarnir á tímum heimsfaraldurs. Þó það nú væri. Við fögnuðum góðum umsögnum um nýju bókina okkar, Skrímslaleik, og spáðum jafnvel aðeins í framtíðina … Litla skrímslið, stóra skrímslið og loðna skrímslið höfðu líka eitt og annað til málanna að leggja, en þau vilja umfram allt hafa nóg fyrir stafni og helst ekki gefa okkur höfundunum mikið frí. En allt hefur sinn tíma. Úr fjarlægari útlöndum er það svo helst að frétta að bókin Stór skrímsli gráta ekki er væntanleg á japönsku hjá litlu útgáfufélagi í Tokyo, Yugi Publishers. Þessi útgáfutíðindi komu m.a. fram í frétt hjá Miðstöð íslenskra bókmennta svo við erum ekki að ljóstra upp neinu leyndarmáli. Samningurinn var undirritaður í sumar, 2021. 

The monsters meet: The Nordic Monster Alliance had an online meeting this week. Of course we make use of all the available technology in the times of the pandemic when travels and gatherings are troublesome. We discussed and celebrated good reviews of our new book, Monster Act (Skrímslaleikur), and even tried to look a little bit ahead – into the future… could there be a chance for a meeting in the flesh? Little monster, Big monster and Furry monster also had some things to contribute, but above all they want action and activity and preferably not give us authors much time off. But everything has its time. From more distant lands, the news are out that our book Big Monsters Don’t Cry (Stór skrímsli gráta ekki) is to be translated and published in Japanese by a small publishing company in Tokyo, Yugi Publishers. This is stated in the news at the Icelandic Literature Center, so we are not revealing any secrets. We signed the agreement this summer, 2021.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


 

Viðtal við Kalle Güettler | Interview with co-author Kalle Güettler

Blaðagrein: Í héraðsblaðinu Norrtelje Tidning birtist á dögunum fínt viðtal við Kalle Güettler, sænska meðhöfundinn að skrímslabókaflokknum, um samstarf okkar höfundanna þriggja. Þar var líka fjallað um nýjustu bókina, Skrímslaleik, sem á sænsku heitir Teatermonster. Hér segir Kalle frá á heimasíðunni sinni. Skrímslin eru auðvitað kát yfir því að komast á dagblaðaprent, sem er ekki endilega gefið mál á stafrænum tímum. Teatermonster er kemur út hjá forlaginu Argasso.

Newspaper article: The local newspaper Norrtelje Tidning recently published a very nice interview with Kalle Güettler, our Swedish co-author of the monster book series, which also covered our latest book: Teatermonster / Skrímslaleik or Monster Act. Read more on Kalle’s website here. Of course, the monsters are happy to get a review in a real newspaper print!

🔗 Fleiri fréttir og dómar um Skrímslaleik / Teatermonster á heimsíðunni
🔗 More reviews and news on this site about Monster Act / Skrímslaleikur / Teatermonster. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗 Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


 

Skrímslaleikur á sænsku | Teatermonster – Monster Act

Bókaútgáfa: Þessi eintök voru að koma með hraðpóstinum! Skrímslaleikur eða Teatermonster er komin út hjá Argasso forlaginu, Von er á íslensku útgáfunni í lok mánaðar. Hér má lesa um fyrsta sænska bókadóminn:

„Teatermonster er tíunda sænsk-íslenska-færeyska myndabókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, sem er eins og hin fyrri spennandi árangur af norrænu samstarfi, sameiginlegum hugmyndum, ósviknum húmor og mikilli sköpunargleði.“ …  „Textinn flæðir með hrynjandi, tilfinningu og  smá innskotum af rími. Útlit og umbrot er úthugsað og fjölbreytt og verður hluti af myndskreytingunum þar sem textinn miðlar á grafískan hátt tilfinningunum á bak við það sem sagt er. Listrænar myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og klippimyndum og þær bera söguna áfram með því að miðla öllum þeim sterku tilfinningum sem persónurnar upplifa. Sögurnar um skrímslavinina eru orðnar eftirlætislestur margra barna síðan fyrsta bókin kom út árið 2004 og það er ánægjulegt að út komi enn ein bók af jafn háum gæðum og þær fyrri. … Heildarstigagjöf: 5“
– Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

“Teatermonster är den tionde svensk-isländsk-färöiska bilderboken om Lilla monster och Stora monster, som liksom de tidigare är ett spännande resultat av nordiskt samarbete, gemensamma idéer, genuin humor och ett stort mått kreativitet.”  …  “Texten flyter med rytm, känsla och inslag av rim. Layouten är genomarbetad och varierad och blir till en del av illustrationerna då texten också grafiskt förmedlar känslorna bakom det som sägs. De konstnärliga bilderna är i blandteknik med inslag av collage och de bär berättelsen framåt genom att förmedla alla de starka känslor som karaktärerna känner. Berättelserna om monsterkompisarna har blivit många barns favoritläsning sedan den första boken kom ut 2004, och det är glädjande att det kommer ännu enbok av lika hög kvalitet som de tidigare.” … “Helhetsbetyg: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

Book release: Happy author/illustrator/book designer! Our new book in the Monster series Skrímslaleikur / Teatermonster / Monster Act is out in Sweden, published Argasso. It has already received a fine review in Sweden. Swedish quotation above, translation below: 

“Monster Act is the tenth Swedish-Icelandic-Faroese picture book about Little Monster and Big Monster, which, like the previous ones, is an exciting result of Nordic collaboration, joint ideas, genuine humor and a great deal of creativity.” … “The text flows with rhythm, flair and elements of rhyme. The layout is well thought-through and varied and becomes part of the illustrations as the text also graphically conveys the emotions behind what is said. The artistic images are in mixed media and collage and they carry the story forward by conveying all the strong emotions that the characters feel. The stories about the monster friends have become many children’s favorite reading since the first book was published in 2004, and it is gratifying that there is now yet another book of the same high quality as the previous ones.”
“Overall rating: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.