Tilnefning: Þann 31. mars var tilkynnt um 15 tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022 með athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók. Skrímslaleikur eftir Áslaug Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal var tilnefnd til verðlaunanna í flokki myndríkra bóka. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.:
„Myndir Áslaugar leggja grunn að verkinu og í þeim birtist ólík skapgerð skrímslanna og tilfinningar þeirra skýrt. Ákafi og leikgleði litla og stóra skrímslisins eru smitandi en samt sem áður skína óöryggi og einsemd loðna skrímslisins í gegn á hverri mynd.“
Eftirtaldir mynd- og rithöfundar og bækur eru tilnefnd til verðlaunanna:
Frumsamdar bækur á íslensku | Nominated authors:
- Þórunn Rakel Gylfadottir: Akam, ég og Annika. (Angústúra).
- Arndís Þórarinsdóttir: Bál tímans. (Mál og menning).
- Hilmar Örn Óskarsson: Holupotvoríur alls staðar. (Bókabeitan).
- Kristín Helga Gunnarsdóttir: Ótemjur. (Bjartur).
- Margrét Tryggvadóttir: Sterk. (Mál og menning).
Myndlýstar bækur | Nominated illustrators:
- Rán Flygenring: Koma jól? (Angústúra).
- Áslaug Jónsdóttir: Skrímslaleikur. (Mál og menning)
- Hallveig Kristín Eiríksdóttir: Fuglabjargið. (Bókabeitan).
- Linda Ólafsdóttir: Reykjavík barnanna. (Iðunn).
- Elísabet Rún: Sólkerfið. (JPV).
Þýddar bækur | Nominated translators:
- Guðni Kolbeinsson: Kynjadýr í Buckinghamhöll. (Bókafélagið).
- Jón St. Kristjánsson: Seiðmenn hins forna. (Angústúra).
- Sólveig Sif Hreiðarsdóttir: Á hjara veraldar. (Kver).
- Sverrir Norland: Eldhugar. (AM forlag).
- Sverrir Norland: Kva es þak? (AM forlag).

Tilnefndir teiknarar. | Nominated illustrators – 2022. Ljósmynd | Photo: © Reykjavíkurborg / Bókmenntaborgin.
Nomination: Skrímslaleikur (Monster Act) received a nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2022 along with 14 other books. The awards are given out in three categories: for original Icelandic children’s books; for an outstanding translation of a foreign children’s book; and for illustrated children’s books. The awards and related projects are hosted in cooperation between the Department of Education and Youth and the Department of Culture and Tourism and managed by in Reykjavík UNESCO City of Literature. Skrímslaleikur (Monster Act) was nominated in the category of illustrated books.