Skýin í júlí | Summer clouds

Föstudagsmyndir: Ég hef notið þess að vera lítið á vefmiðlum í sumar. Myndavélin var þó oft með í för og í júlí voru það skýjaborgirnar sem heilluðu. Veðurfræðingar sögðu júlí þurran og sólríkan suðvestanlands en skýjafarið var oft magnað. 

Friday Photos: I have enjoyed summer and being lazy on social media and blogs. Still, the camera was always close at hand and in July the sky often caught the eye. July was sunny and dry but there were also days with amazing clouds. 

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 01.07 – 04.07 – 15.07.2023

Himinn, maður, jörð | Earth, man and sky

Júní: Ég hef ekki gefið mér tíma til að fikta við myndir og fréttir um hríð. Það kemur. En er ekki júní indælastur allra mánuða? Jú, takk, meiri júní í allt.

June: I will NOT say it … I will not say that I have been to busy to post anything for a good while … OK, I said it! Any way. I love the spring. I love bright June: all the delicate colors of the sky and the bright green colors of the fields! Go enjoy summer!

Ljósmynd tekin | Photo date: 04.06.2017

Loksins sumar | Summer at last

sumarII23juliWeb©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Loksins kom sumarið! Sextán til tuttugu gráður og sól. Stúlkan á bænum fór í sumarkjól og við óðum grynningar á stórstraumsfjöru. Þetta er eina rétta umhverfið fyrir alvöru leir- og þang-fótabað. Kolaseiðin sáu svo um „Fish-Spa“-fílinginn!

♦ Photo Friday. Summer came with sunshine and a gentle breeze of 16-20 degrees °C. We couldn’t resist to at least wade in the sea and get a super mud and seaweed foot-spa! The small fry of flatfish had to count for the notion that you were also getting a luxurious fish-spa!

sumar23juliWeb©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 23.07.2013