Skrímslastund | Online storytime

Sögustund! Það er orðið langt síðan að skrímslin hafa fengið að fara út að hitta börn og bókaunnendur. Og þó covid-19 smit séu fá á Íslandi um þessar mundir verður auðvitað að hafa varann á og jafnvel skrímsli þurfa að huga að réttum sóttvörnum. Af sömu ástæðu er heldur ekki hóað í stórar upplestrarsamkundur en sögum og bókum miðlað stafrænt. Skrímslasögustund frá Bókasafni Reykjanesbæjar var streymt á Fésbók í dag, laugardaginn 27. febrúar, og upptökuna má spila næstu daga. Hér er hlekkur á viðburðinn sem er í boði Bókasafns Reykjanesbæjar: Notaleg sögustund

Reading time! It has been such a long time since the two monsters have gone out to meet their audience! And although the current situation of the covid-19 pandemic in Iceland is fairly good, all appropriate precautions must be taken. So no gathering of listener when reading in the Library of Reykjanesbær, but instead the event was streamed on Facebook today, Sat. Feb. 27th. See link here. It will still be available for few days on. 

p.s. Reykjanesbær is the biggest community on the Reykjanes peninsula, best known for the Keflavik International Airport. The Reykjanes peninsula has gained all our attention in the last few days since a earthquake swarm started in the area on February 24th. More information on the earthquakes here.

 

🔗 Read more about the Nordic monster series here; and about the authors and the collaboration of the authors here.

 

 

Skrímslafundur | Monster meeting

Gleði! Við vinirnir og vinnufélagarnir í skrímslaþríeykinu hittumst á netfundi í síðustu viku og fórum yfir handrit sem við höfum átt í handraðanum. Við erum orðin því vön að endurskoðun – jafnvel þegar við teljum að allt sé klappað og kárt – sé mikilvægur þáttur af vinnunni við skrímslabækurnar, enda eru sögurnar iðulega afrakstur hugmynda sem kviknuðu mörgum árum áður en þær hafa komið út í bókarformi.

Við söknum þess auðvitað að geta ekki ferðast á milli landa til að hittast og vinna að nýjum bókarhugmyndum. Í gegnum tíðina höfum við átt skemmtilega og skapandi vinnustofufundi í Tórshavn og Mobacken og Melaleiti og reyndar víðar. Vonandi náum við endurfundum þegar pestarfárinu líkur. Þangað til verða samskipti á netinu að duga.

Þessa dagana legg ég drög að vinnu við myndlýsingar og umbrot á nýju bókinni okkar sem vonandi kemur út á næsta ári, 2021, á þremur tungumálum: íslensku, færeysku og sænsku.

Joy! Last week I met with my friends and colleagues in the monster-team at an online meeting. We reviewed a manuscript we have had under way and we had a good discussion, as always. We have become accustomed to the fact that these revisions – although we at some point have considered the manuscript all done – are an important part of the work with our book series, as the stories often are the result of ideas that sparked many years before they are published in a book form.

Of course we miss not being able to travel between countries to meet and work on new book ideas. We have had great fun and creative days at our workshops in Tórshavn and Mobacken and Melaleiti. Hopefully we will be able to meet again and work together face to face in near and safer future. Until then, the online correspondence will have to do.

I will soon start to work on illustrations and layout of our new book, which is planned to be published next year, 2021, in three languages: Icelandic, Faroese and Swedish.

🔗 Read more about the Nordic monster series here; and about the authors and the collaboration of the authors here.

Gamla myndin: Ég rakst á þessa fínu mynd af okkur frá vinnustofudögum í Melaleiti í lok október árið 2007. Tíminn flýgur!
The old photo: I just came across a nice photo from our workshop at Melaleiti in late October 2007. Time flies!

Ljósmynd | Photo: © Jón Atli Árnason

Hvað nú litla skrímsli? | What’s up Little Monster?

skrimslaskissjan-2017♦ MánudagsrissSkrímslin tvö eru alltaf eitthvað að bralla. Þau halda áfram að banka á dyr og setjast að mér við teikniborðið. Hvað þau taka sér næst fyrir krumlur og klær er leyndarmál eða öllu heldur óleyst mál! Við höfundarnir þrír: Áslaug, Kalle og Rakel, eigum handrit í skúffunum sem við höldum áfram að pússa og senda á milli. En vonandi verður ekki langt í næst bók.

Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim heldur brátt af stað í ferðalag og verður væntanlega opnuð í Norðurlandahúsinu í Færeyjum 1. apríl næstkomandi.

Samið hefur verið um útgáfu á fleiri erlendum þýðingum á skrímslabókunum og verður sagt frá þeim útgáfum síðar.

♦ Monday sketchingLittle Monster and Big Monster tend to turn up at my desk time and again, bringing their odd stories to be told in pictures and words. We the three authors, Áslaug, Kalle and Rakel, have a few manuscripts we are working on. What the monsters are up to is still a secret, or still unsolved! But hopefully new books will come out of it before all too long.

The interactive exhibition Visit to the Monsters will go traveling and open in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands in April.

Rights have been sold for more books in the Monster series to be published abroad, more languages and titles. Further monster news about that when time comes!

Skissa dags. | Sketch date: Jan. 2017

Tsantsa | Shrunken head – Happy Halloween!

wunder-head-aslaugj

♦ MánudagsrissMyndin úr skissubókinni er valin í tilefni dagsins og tilheyrandi hrollvekjustemningar. Vinsældir Hrekkjavöku virðast sífellt aukast, ótengt upprunalegum siðum og trúarbrögðum, enda er góður bisness í hrollinum. Í Wunderkammer Olbricht í Me Collectors Room í Berlín staldraði ég við tsantsa, þurrkað mannshöfð frá 19. öld, eða að minnsta kosti meintu mannshöfði, ættuðu frá Jivaro indíánum í Ekvador. Samansaumaður munnurinn var verulega hrollvekjandi en þykkt, dökkt hárið var furðu fallegt.

♦ Monday sketchIn Wunderkammer Olbricht in Me Collectors Room in Berlin I picked up the sketchbook when I faced a small shrunken head or tsantsa (Ecuador – Jivaro, 19th century). A very odd and hair-raising item indeed, whether real or not. The thick black hair was incredibly lively, but the face quite ghastly with the lips sewn together. So many rituals connected with death are crazy!

I wish those of you celebrating All Saints’ Eve a Happy Halloween!

Skissa dags. | Sketch date: 20.10.2016

Kúrbítur | Zucchini

zuccini2016aslaugj

♦ MánudagsrissKvöldmaturinn í skissubókinni! Í gær uppskar ég nokkra kúrbíta ef það færi nú að frysta í vikunni. Ég tíndi til fjórar tegundir og get sem fyrr vottað það augljósa, að ferskleiki hefur óumdeilanleg áhrif á bragðgæði. Hinsvegar er þolinmæðin með blýantinn ekkert sérstök þegar langt er liðið á daginn og viðfangsefnið á leið á pönnuna!
♦ Monday sketchingSummer’s last harvest in the sketch book. My patience was not particularly high in the afternoon – looking at supper’s main ingredient: tasty home-grown zucchinis!

Skissa dags. | Sketch date: 26.09.2016

Mánudagsriss – á ferð | Sketching at 60 mph?

ferd-4

♦ MánudagsrissÞað kemur alveg fyrir að mér leiðist í bíl. Sérstaklega ef ég er farþegi á leið sem ég hef farið oft. Þá er bara að finna sér eitthvað til dundurs, taka til dæmis upp skissubókina og draga línur sem gætu minnt á landslagið sem þýtur hjá. Rissa hæðir og hóla, hús á stangli, stundum skepnur á beit, þó óðum fækki grasbítum á túnum og engjum.
♦ Monday sketchDrawing in a moving car… some might suggest it was driving pretty fast. I am not a particularly patient passenger and if I know the road too well I get bored. Making some super fast sketches can be fun, it makes you study the landscape passing by in a different way. Few lines, new view, flip to next page and draw more. Sometimes the roads are bumpy but that doesn’t matter, – as long as you don’t get car sick!

ferd-2

ferd-3

ferd-1

Skissur dags. | Sketch date: 21.08.2016

Mánudagsriss | Sketching on a rainy Monday

Skissa250716Jardarber-©AslaugJ

♦ MánudagsrissÉg ætla að gera tilraun til þess að birta aðeins meira af teikningum á blogginu, svo ljósmyndirnar taki ekki alveg yfir myndefnið. Skissurnar verða ekki valdar af því að þær séu svo góðar, heldur af því að þær eru annað hvort æfingar eða frumriss í vinnslu, sem allt hefur sinn tilgang í sköpunarstarfinu. (Já, ég át þessi jarðarber og marga ættingja þeirra, beint upp úr garðinum.)

♦ Monday sketchYay! It’s strawberry season in Iceland now! I am going to try to do a little bit more of posting drawings and sketches on my site. I tend to pick photos rather than drawings when I want people to see what I see… So Mondays will be sketch days, when there is time. I’ll just post some exercises, doodles and scribbles or what ever I am working on in sketches. Have a creative week y’all!

Skissa dags. | Sketch date: 25.07.2016