Föstudagsmyndir – farfuglar: Vefsíðunni hefur lítið verið sinnt undanfarnar vikur og mánuði. Ég þyrfti margar hendur til að vinna að öllu því sem ég vildi – svo ekki sé minnst á mörg höfuð. Hah! En þá er kannski kominn tími til að líta til fugla himinsins. Þessi Máríuerla (Motacilla alba) safnar vissulega ekki í hlöður – hún býr í hlöðu. Af og til flýgur hún af hreiðrinu og út og tilkynnir þá óðamála að allt sé samkvæmt áætlun. Og þó ég geti ekki alveg tekið undir það fyrir mitt leyti, þá erum við báðar ánægðar með sólina sem í svalri norðanáttinni vermir svo vel sunnanundir vegg.
Í vor hafa brandendur (Tadorna tadorna) annað slagið staldrað við á bökkunum við Melaleiti og það er ekki annað hægt að dást að þessum skrautlega fugli eins og karlinum hér neðst. Brandönd var sjaldséður gestur en er nú orðin varpfugl við árósa í Borgarfirði og víðar.
Photo Friday – Birds of passage: I have neglected my website last weeks and months, wishing I had extra hands or some spare thoughts to get more things done… So looking at the birds of the air might be a good and healthy thing, like the white wagtail (Motacilla alba), that indeed does not gather into barns, but nests in a barn. Regularly she comes out of the barn and tweets and twitters that all is going according to plan. Although I cannot agree for my part, we both like the warmth of the sun by the south facing wall, while cold dry winds blow from north.
Common shelducks (Tadorna tadorna) are not common at all in Iceland, although they are now settling in parts of Iceland and finding nesting grounds close to the rivers estuaries in Borgarfjörður, close to our family farm. In the spring they often have a stop at the cliff edges, looking over the bay, before they head further, – like this handsome male bird.
Ljósmyndir teknar | Photo dates: 21/22/23.05.2019