Fuglasögur | Bird stories

Föstudagsmyndir: Maí og júní – þetta eru mánuðirnir sem fuglalífið er hvað áhugaverðast á Íslandi. Farfuglar fljúga að víðsvegar úr heiminum, fuglasöngur og hreiðurgerð tekur við og ungar klekjast úr eggjum. Nema þegar illa fer. Maí var ekki beinlínis þokkalegur á suðvesturhorninu – það var svalt, vinda- og rigningasamt. Síðla í maí skall á vestanóveður sem stóð lengi og þá máttu lundar og ýmsir sjófuglar sín lítils á hafi úti. Lundum og fleiri svartfuglum skolaði dauðum á land í hundraða tali. Það var sorglegt að ganga fjörur vikurnar eftir illviðrið. Tíðari og öfgafyllri veður eru náttúrunni ekki til framdráttar. 

⬆︎ Lundi – Atlantic puffin (Fratercula arctica).
⬇︎ Súla – Northern gannet (Morus bassanus) .

Friday Photos: May and June – these are the months when the bird life in Iceland is most interesting. Migratory birds fly in from all over the world, birdsong and nest building take over and chicks hatch from eggs. Except when things go wrong. The month of May was not exactly pleasant in the south west of Iceland – it was cold, windy and rainy. At the end of May, there was a westerly storm that lasted for a long time, making survival for puffins and various seabirds very tough. Dead puffins and other blackbirds washed ashore by the hundreds. It was extremely sad to walk the beaches the weeks after the storm. More frequent and extreme weather patterns are making life bleak for many species. 

En gleðilegra var að rekast á brandendur í hlaðvarpanum einn morguninn og ekki var síður gaman að fá heimsókn af æðarkollu og blika undir húsvegg eitt kvöldið. Nokkrum dögum síðar rakst ég á hreiður kollunnar undir fjárhúsvegg. Þar taldi hún sig eiga skjól fyrir varginum, sem var búinn að ræna bæði æðar- og gæsahreiður nær sjónum. Við munum gera okkar besta til að styggja ekki þennan góða gest og vonum að ungarnir nái að klekjast út. 

A more happier encounter was finding the common shelducks resting close to our farmhouse. And an eider duck visited our house one evening, followed by her mate. Few days later I found her nest with four eggs by our old barn. There she hopes she is safe from the greedy seagulls, ravens and the eagle that have already pillaged nests of eiders and geese close by. We will do our best to not to disturb our good guest, only three more weeks to go!

⬇︎ Brandönd – Common shelduck (Tadorna tadorna).

⬇︎ Æðarkolla – Common eider, (Somateria mollissima).

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 02.06 – 10.06.2023

Dagur jarðar | Earth Day 2023

Dagur jarðarÍ dag er Dagur jarðar, dagur umhverfis og náttúruverndar. Sólríkur sumardagurinn fyrsti nýliðinn og full ástæða til að fagna vorinu, lífinu í sverðinum, farfuglunum og öllu þar á milli. Gleðilegt sumar!

Earth DayToday is Earth Day. Last Thursday was the First Day of Summer in Iceland, the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar – a national holiday and an absolute favorite day for every Icelander. All in all time to celebrate spring, the awakening vegetation, birdsong and brighter days. Happy sping days!

Below: Álfabikar – Pixi Cup Lichen – Cladonia chlorophaea

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 04.03 – 19.04.2023