Skrímsli hér og þar | Monsters out and about

Skrímsli á ferð! Bækurnar um skrímslin hafa komið út á ýmsum tungumálum og það er alltaf gaman þegar þeirra er getið af góðu. Í heimsfaraldrinum hefur miðlun sagna til barna verið mikilvæg og menningarstofnanir og bókavefir lagt sig fram um að benda á gott efni fyrir börn. Hér eru nokkrir af nýrri tenglum á vefnum þar sem skrímslin koma við sögu.

Monsters on the move! The book series about Little Monster and Big Monster has been published in various languages ​​and it is always a joy to follow their travels around the world. During the pandemic, storytelling and online presentation of literature for children has been important and cultural institutions and book bloggers have made an effort to point out good books for children. Below is a selection of recent links to sites where books from the Monster series play a role.


SVÍÞJÓÐ: Sænska ríkisútvarpið er hér með skemmtilegan lestur á Nej! sa lilla monster í barnaútvarpi Sveriges Radio. Leiklestur og hljóðmyndir koma í stað myndlýsinganna og það heppnast furðu vel.

SWEDEN: The National Public Radio in Sweden has made a nice reading of No! Said Little Monster – Nej! sa lilla monster í – on their children’s radio. Dramatic reading and sound effects make up for the lack of illustrations.

FINNLAND: Finnska fréttablaðið Maaseudun Tulevaisuus fjallar í grein um það að takast á við ótta og myrkur í öruggu skjóli barnabóka, þar sem mælt er með Ei! sanoi pieni hirviö, (Nei! sagði litla skrímslið) sem kom út hjá Pieni Karhu í þýðingu Sari Peltonen.

FINLAND: In an article in the Finnish newspaper Maaseudun Tulevaisuus, Aura Pilkama covers the issue of dealing with fear and danger in the safe environment of children’s books. And one of her recommendations is Ei! sanoi pieni hirviö, (No! Said Little Monster), published by Pieni Karhu and translated by Sari Peltonen.

DANMÖRK: Monsterklammeri (Skrímslaerjur) fékk góða dóma í Danmörku á síðasta ári bæði hjá Politiken og Dansk Bibliotekscenter og á Litteratursiden. Hjá Køge bibliotek var bókin svo talin upp í lista yfir bestu myndabækur ársins. Útgefandi er Torgard, þýðandi Hugin Eide.

DENMARK: Monsterklammeri (Monster Squabbles) received fine reviews last year in Politiken newspaper and the Danish Library Center as well as the literature site Litteratursiden. At Køge Library it was listed as one of the best picture books of the year. Published by Torgard, translated by Hugin Eide.

KÓLUMBÍA: Stofnunin AR Fundación í Kólumbíu útbjó þessa sögustund með spænskum upplestri á Los monstruos grandes no lloran (Stór skrímsli gráta ekki).

COLOMBIA: The AR Fundación in Colombia had a story time with a Spanish reading of Los monstruos grandes no lloran (Big Monsters Don’t Cry).

LITHÁEN: Litháíski bókmenntagagnrýnandinn Eglė Baliutavičiūtė skrifar á bókmenntavefinn sinn og mælir með skrímslabókunum tveimur: Dideli pabaisiukai neverkia og Mažasis Pabaisiukas sako Ne! sem komu út hjá Burokėlis í þýðingu Jurgita Marija Abraitytė.

LITHUANIA: On her website, the Lithuanian literary critic Eglė Baliutavičiūtė recommends the two monster books: Dideli pabaisiukai neverkia and Mažasis Pabaisiukas sako Ne! published by Burokėlis, translated by Jurgita Marija Abraitytė.

LETTLAND: Sýningin Barnabókaflóðið var eitt af dagskráratriðum á bókmenntahátíðinni Mýrinni í Norræna húsinu árið 2018. Sýningin var hönnuð af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur og nú hefur lettnesk útgáfa sýningarinnar: „Grāmatu plūdi – Ziemeļi satiek Baltiju bērnu grāmatās“, verið tilnefnd til Lettnesku hönnunarverðlaunanna. Á sýningunni, sem sett var upp síðasta haust í lettnesku þjóðarbókhlöðunni, Latvijas Nacionālo bibliotēku, flæddu saman norrænar og baltneskar barnabókmenntir og skrímslin áttu þar sinn sess. Í myndbandinu hér fyrir neðan má einmitt hlusta á upplestur á Briesmonītis teica Nē! (Nei! sagði litla skrímslið), sem kom út hjá Liels un mazs í þýðingu Dens Dimiņš.

LATVIA: The exhibition “Barnabókaflóðið” (The Children’s Book Flood) was a successful event at the International Children’s Literature Festival Mýrin in the Nordic house in Reykjavík in 2018. The exhibition was designed by Kristín Ragna Gunnarsdóttir, and now a Latvian version “Grāmatu plūdi – Ziemeļi satiek Baltiju bērnu grāmatās“ – has been nominatied for the Latvian Design Award. The exhibition, which was set up last autumn at the Latvian National Library, Latvijas Nacionālo bibliotēku, brought together Nordic and Baltic children’s literature, where the monsters had their place. In the video below you can listen to a reading of: Briesmonītis teica Nē! (No! Said the little monster), published by Liels un mazs, translated by Dens Dimiņš.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Tilfinningaskrímsli | Emotional monsters

NeiSagdiLitlaSkrimslid ISFrontCoverlwr♦ BókadómurTímaritið Förskolan í Svíþjóð birti á dögunum bókadóm um Nei! sagði litla skrímslið, undir yfirskriftinni „Tilfinningaskrímsli“. Þar segir Marie Eriksson m.a.: „Söguþráður bókarinnar er afar skýr, en innihald bókarinnar vex að mikilvægi og merkingu við hvern lestur og í samtali við börnin.“

„Bokens handling är ganska tydlig, men vad boken egentligen handlar om växer i betydelse för varje läsning och i mötet med barnen. Just nu tänker jag att den handlar om vänskapens vindlande vägar om hur viktigt det är med relationer och hur svårt det kan vara med känslor och att uttrycka dem.“ – Marie Eriksson, Förskolan 22.06.2016

♦ Book reviewA short but nice review about No! Said Little Monster by Marie Eriksson was published just recently in Förskolan, a magazine for preschool teachers in Sweden, in an article called “Emotional monsters” (Känslomonster): “The plot is clear and simple but the book’s real subject grows in importance with every reading and meeting with the children.”