Skrímsli hér og þar | Monsters out and about

Skrímsli á ferð! Bækurnar um skrímslin hafa komið út á ýmsum tungumálum og það er alltaf gaman þegar þeirra er getið af góðu. Í heimsfaraldrinum hefur miðlun sagna til barna verið mikilvæg og menningarstofnanir og bókavefir lagt sig fram um að benda á gott efni fyrir börn. Hér eru nokkrir af nýrri tenglum á vefnum þar sem skrímslin koma við sögu.

Monsters on the move! The book series about Little Monster and Big Monster has been published in various languages ​​and it is always a joy to follow their travels around the world. During the pandemic, storytelling and online presentation of literature for children has been important and cultural institutions and book bloggers have made an effort to point out good books for children. Below is a selection of recent links to sites where books from the Monster series play a role.


SVÍÞJÓÐ: Sænska ríkisútvarpið er hér með skemmtilegan lestur á Nej! sa lilla monster í barnaútvarpi Sveriges Radio. Leiklestur og hljóðmyndir koma í stað myndlýsinganna og það heppnast furðu vel.

SWEDEN: The National Public Radio in Sweden has made a nice reading of No! Said Little Monster – Nej! sa lilla monster í – on their children’s radio. Dramatic reading and sound effects make up for the lack of illustrations.

FINNLAND: Finnska fréttablaðið Maaseudun Tulevaisuus fjallar í grein um það að takast á við ótta og myrkur í öruggu skjóli barnabóka, þar sem mælt er með Ei! sanoi pieni hirviö, (Nei! sagði litla skrímslið) sem kom út hjá Pieni Karhu í þýðingu Sari Peltonen.

FINLAND: In an article in the Finnish newspaper Maaseudun Tulevaisuus, Aura Pilkama covers the issue of dealing with fear and danger in the safe environment of children’s books. And one of her recommendations is Ei! sanoi pieni hirviö, (No! Said Little Monster), published by Pieni Karhu and translated by Sari Peltonen.

DANMÖRK: Monsterklammeri (Skrímslaerjur) fékk góða dóma í Danmörku á síðasta ári bæði hjá Politiken og Dansk Bibliotekscenter og á Litteratursiden. Hjá Køge bibliotek var bókin svo talin upp í lista yfir bestu myndabækur ársins. Útgefandi er Torgard, þýðandi Hugin Eide.

DENMARK: Monsterklammeri (Monster Squabbles) received fine reviews last year in Politiken newspaper and the Danish Library Center as well as the literature site Litteratursiden. At Køge Library it was listed as one of the best picture books of the year. Published by Torgard, translated by Hugin Eide.

KÓLUMBÍA: Stofnunin AR Fundación í Kólumbíu útbjó þessa sögustund með spænskum upplestri á Los monstruos grandes no lloran (Stór skrímsli gráta ekki).

COLOMBIA: The AR Fundación in Colombia had a story time with a Spanish reading of Los monstruos grandes no lloran (Big Monsters Don’t Cry).

LITHÁEN: Litháíski bókmenntagagnrýnandinn Eglė Baliutavičiūtė skrifar á bókmenntavefinn sinn og mælir með skrímslabókunum tveimur: Dideli pabaisiukai neverkia og Mažasis Pabaisiukas sako Ne! sem komu út hjá Burokėlis í þýðingu Jurgita Marija Abraitytė.

LITHUANIA: On her website, the Lithuanian literary critic Eglė Baliutavičiūtė recommends the two monster books: Dideli pabaisiukai neverkia and Mažasis Pabaisiukas sako Ne! published by Burokėlis, translated by Jurgita Marija Abraitytė.

LETTLAND: Sýningin Barnabókaflóðið var eitt af dagskráratriðum á bókmenntahátíðinni Mýrinni í Norræna húsinu árið 2018. Sýningin var hönnuð af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur og nú hefur lettnesk útgáfa sýningarinnar: „Grāmatu plūdi – Ziemeļi satiek Baltiju bērnu grāmatās“, verið tilnefnd til Lettnesku hönnunarverðlaunanna. Á sýningunni, sem sett var upp síðasta haust í lettnesku þjóðarbókhlöðunni, Latvijas Nacionālo bibliotēku, flæddu saman norrænar og baltneskar barnabókmenntir og skrímslin áttu þar sinn sess. Í myndbandinu hér fyrir neðan má einmitt hlusta á upplestur á Briesmonītis teica Nē! (Nei! sagði litla skrímslið), sem kom út hjá Liels un mazs í þýðingu Dens Dimiņš.

LATVIA: The exhibition “Barnabókaflóðið” (The Children’s Book Flood) was a successful event at the International Children’s Literature Festival Mýrin in the Nordic house in Reykjavík in 2018. The exhibition was designed by Kristín Ragna Gunnarsdóttir, and now a Latvian version “Grāmatu plūdi – Ziemeļi satiek Baltiju bērnu grāmatās“ – has been nominatied for the Latvian Design Award. The exhibition, which was set up last autumn at the Latvian National Library, Latvijas Nacionālo bibliotēku, brought together Nordic and Baltic children’s literature, where the monsters had their place. In the video below you can listen to a reading of: Briesmonītis teica Nē! (No! Said the little monster), published by Liels un mazs, translated by Dens Dimiņš.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Heimsókn til Lettlands | Visiting Latvia

Hjá góðum gestgjöfum: Í Norrænu bókasafnsvikunni 2018, sem var 12.-18. nóvember, átti ég því láni að fagna að vera boðin til Lettlands. Leiðin lá til Rīga, Sigulda og Júrmala en heimsóknin var í boði skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi og bókaútgáfunnar “Liels un mazs”, sem síðsumars gaf út fyrstu bókina um skrímslin: Nei! sagði litla skrímslið eða Briesmonītis teica Nē!Hvarvetna var mér tekið með kostum og kynjum og ég naut leiðsagnar heimamanna um borgir og bæi. Lesendur hitti ég í skólum, leikskólum og bókasöfnum og var ævinlega leyst út með fallegum gjöfum, bókum og blómum. Hjartans þakkir fyrir móttökurnar! Paldies!

With marvelous hosts: In The Nordic Literary Week 2018, I had the honor of visiting Latvia for the first time. I did workshops and school visits that were planned by the Nordic Council of Ministers’ Office in Latvia and the excellent publishing house Liels un mazs, who released the first book in the Monster series earlier this year, titled Briesmonītis teica Nē!I went to Rīga, Sigulda and Jūrmala where I met young readers in schools, kindergartens and libraries. I was treated with such generosity by all my hosts, invited to guided tours of the townships, receiving lovely presents, books, flowers and good food. A truly warm welcome and wonderful reception everywhere! Paldies!

Paldies!


Skrímslavinnustofur: Hér fyrir neðan eru myndir frá vinnustofu barnanna í Domdaris-skólanum íRīga. Krakkarnir sköpuðu og fjölbreytt skrímsli og gátu unnið áfram með sköpunarverkin sem einfaldar leikbrúður.

Monster workshops: Photos from workshop and visit to Domdaris primary school in Rīga. The children created all sorts of monsters they could then use as simple puppets.


Frá vinstri | From left: Iveta Hamčanovska, Áslaug, Ligita Zīverte, Ieva Hermansone, Sanita Muizniece.

S! fyrir Sigöldu! Í bókasafninu í Sigulda hitti ég fleiri hópa barna úr nálægum leikskólum og skólum og þar skorti heldur ekkert á sköpunargleðina. Að þeirri vinnu lokinni fengum við góða leiðsögn um Sigulda kastala og innlit á vinnustofur handverksfólks. Við svifum með kláfferju yfir dalinn og þó að það rigndi daginn langan var fegurð svæðisins augljós, hvar skógur þekur ása og áin Gauja liðast um dalbotninn.

S! for Sigulda! I experienced a very nice visit to Sigulda where I held workshops for children from kindergartens and schools. Afterwards I had the chance to see a bit of the sights: the ruins of medieval Sigulda Castle, a peek into designer’s and craftmen’s studios and a fun ride in the cable car across the valley, running from Sigulda to Krimulda, offering a perfect bird’s-eye-view over the woods and the valley and the Gauja river. Although it rained that day the beauty of the scenery and the charm of the area was unmissable.

Hér fyrir neðan: Handagangur í öskjunni á bókasafninu í Sigulda. Skjáskot af myndasafni bókasafnsins í Sigulda. Hér á Apriņķis.lv má sjá ljósmyndir frá heimsókninni.

Below: At Sigulda County Library. For more photographs from the workshop and the visit see photos and text in Latvian here at Apriņķis.lv (or click on the screenshot below).

By the ruins of the medieval Sigulda Castle, where an opera festival is held in June every year. | Við rústir Sigulda kastala en þar er meðal annars haldin óperuhátíð í júní, ár hvert.


Monster friends in Jūrmala. | Skrímslavinir í Jūrmalas Alternatīvā skola.

Júrmala: Skrímslavini hittum við líka í Jūrmalas Alternatīvā skola og í nýju og glæsilegu bókasafni bæjarins (sjá fleiri myndir hér á Fb). Bærinn Júrmala liggur á þröngu eiði milli Rīgaflóa og árinnar Lielupe. Um ár og aldir hafa langar hvítar sandstrendur laðað þangað sumarleyfisgesti og bæinn allan prýða gömul og glæsileg timburhús. Þar blómstrar menningin líka, til dæmis í reisulegu tónlistarhúsinu, Dzintari tónleikahöllinni. Heimsókn í myndlistaskólann, Jūrmalas Mākslas skola, var sömuleiðis áhugaverð og fjölbreytni og fagmennska í listkennslunni aðdáunarverð. Skólabyggingin myndar ásamt bókasafninu og tónlistarskólanum miðstöð listmenntunar barnanna í Júrmala, sem er til mikillar fyrirmyndar.

JūrmalaWe also met energetic groups of monster friends at Jūrmalas Alternatīvā skola, as well as in the splendid new city library there. (See more photos here on FB). Jūrmala lies only about half an hours drive from Rīga, on a narrow strip of land between the Gulf of Rīga and the river Lielupe. It’s a popular seaside resort in the summertime but the long white and sandy beaches are also perfect for a relaxing stroll in wintertime. Just as in Sigulda and in Rīga, every spot breathes with a long history of culture. We were invited for a tour in the Dzintari Concert Hall, and visited the art school, Jūrmalas Mākslas skola, that along with the library and the music school forms a center of art, culture and education of exceptionally high quality.

Á ströndinni | at the beach by Jūrmala.


Kristīne Jonuša, Alīse Nigale, Áslaug, Sanita Muizniece – and Briesmonītis teica Nē! 

BókaútgáfanVitanlega var heimsókn til útgefenda á dagskránni. Fyrsta bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, Nei! sagði litla skrímslið, kom út í sumar á lettneska hjá forlaginu Liels un mazs í Rīga, undir titlinum Briesmonītis teica Nē! Þýðandi er Dens Dimiņš. Útgáfa Lies un mazs er sérlega fáguð og metnaðarfull, svo eftir hefur verið tekið, en forlagið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verið tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna fyrir starfið. Meðal annars hlaut Liels un mazs tilnefningu á úrvalslista Bologna bókamessunnar sem „besti útgefandi barnabóka í Evrópu“. Frumútgáfur þeirra eru augnakonfekt og augljóslega er skýr listræn stefna sem ræður vali útgefenda. Sannarlega upplífgandi viðhorf að gæði frekar en væntingar um metsölu ráði för. Alīse Nigale útgefandi og hennar fólk tóku sérlega vel á móti gestinum! 

Ég verð líka að þakka skipuleggjendum og leiðsögumönnum mínum sérstaklega: Ieva Hermansone frá skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi og Sanita Muizniece, ritstjóra hjá Liels un mazs sem túlkaði fyrir mig og aðstoðaði í öllum vinnustofunum. Sanita er einnig ritstjóri hjá einni áhugaverðustu teiknimyndabókaútgáfu Evrópu og þó víðar væri leitað: kuš! komikss. Hér má lesa um útgáfuna.

PublishersVisiting my brilliant Latvian publishers in RīgaLiels un mazs, – was a thrill. Their original Latvian titles and projects are totally amazing. A fine artistic quality production. No wonder Liels un Mazs has received several recognitions for their work. Last year the publishing house was shortlisted for an award at the Bologna book fair as the “best children’s publisher of the year in Europe”. So I am very happy that the first book in the series about Little Monster and Big Monster, No! Said Little Monster, was published in Latvian by Liels un mazs earlier this year. Briesmonītis teica Nē! is translated by Dens Dimiņš.

I must mention the excellent organizers of my visit to Latvia: Ieva Hermansone from the Nordic Council of Ministers’ Office and my patient interpreter and helper in all the workshops: Sanita Muizniece, who is an editor at Liels un mazs, and also a editor and publisher of the remarkable comic-book production: kuš! comics, – an awesome and inspiring publication. See link!


Dagur í RīgaBorgin er bæði forn og fögur og eins og í fleiri borgum skapar vatn óviðjafnanlega stemningu og andrými. Rīga stendur við ósa fljótsins Daugava sem streymir lygnt til sjávar og endar þar sinn yfir 1000 km langan farveg. Að auki marka síkisskurðirnir, Pilsētas kanāls, elsta hluta borgarinnar. Ég hafði ekki mikinn tíma til að skoða borgina en eftir það stendur tvennt upp úr: matur og bókmenning. Fjórar byggingar mynda matarmiðstöðina Rīgas Centrāltirgus sem er dásamleg með öllu sínu ferskmeti: kjöti, fisk, mjólkurvörum, grænmeti og ávöxtum. Eins og aðrir Norður-Evrópubúar kunna Lettar þá list að salta, reykja, sulta og súrsa. Trönuber, sveppir, hunang, hnetur, epli og fleiri ávextir voru líka áberandi í haustuppskerunni. Þá var þjóðarbókhlaðan, Latvijas Nacionālā bibliotēka, ekki neitt augnagróm. Einfaldlega með glæsilegustu bókasöfnum heims. Þarna eru strax komnar tvær ástæður fyrir því að ég gæti hugsað mér að heimsækja Lettland aftur: matur og bækur …

A day in RīgaI had a lovely day in Rīga although I didn’t manage to see but a tiny portion of the city’s attractions. But what I saw made me want to visit Rīga again – as well as other parts of Latvia! Just as in many other cities, water shapes the mood. The wide river Daugava creates a serene atmosphere in the midst of this bustling city. As do the city canals, Pilsētas kanāls, the old moat of historic Rīga.

I fell for two sites in particular: One was the enormous and absolutely delightful food market, Rīgas Centrāltirgus, situated in four large halls, loaded with fresh meat, fish, dairy products, vegetables and fruit. And like many other nations of Northern Europe, Latvians know the art of preserving food by salting, smoking, conserving, pickling and fermenting. And of course making use of their many sorts of fresh native produce: berries, mushrooms, honey, nuts and fruits.

Another favorite was The National Library of Latvia, Latvijas Nacionālā bibliotēka, – simply breathtaking. Not only a grand piece of architecture but also a well-functioning establishment, with interesting exhibitions (like the traveling exhibition “To Be Banned” Baltic Books 1918-1940) and of course book collections of all sorts.

And now, I have already two very good reasons to visit Latvia again: food and literature…

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.-15.11.2018

Meira um skrímslinÞví er við að bæta að meðhöfundar mínir að skrímslabókunum hafa líka verið á faraldsfæti. Um það má lesa á heimasíðum þeirra, hér hjá Rakel Helmsdal og Kalle Güettler. Smellið á tenglana til að …
… lesa meira um skrímslabækurna og samstarf höfundanna.
lesa bókadóma og umfjöllun.
… lesa allar nýjustu fréttir um skrímslin.

More about the monstersI can add that my co-writers of the Monster series have also been traveling, see their blogs: Rakel Helmsdal and Kalle Güettler. Click on the links to …
… read more about the Monster series and the authors.
read reviews and lists of translations.
… read all the latest news on the series.

Litla skrímslið í Lettlandi | No! Said Little Monster – in Latvian

Nē! segir litla skrímslið! Fyrsta bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, Nei! sagði litla skrímslið, er nú komin út á lettnesku hjá forlaginu Liels un mazs í Rīga, undir titlinum Briesmonītis teica Nē! Þýðandi er Dens Dimiņš. Fréttir um útgáfuna má lesa í lettneskum vefmiðlum, svo sem ríkisfréttamiðlinum Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) og vefritinu Satori.

Smellið á tenglana til að …
… lesa meira um skrímslabækurnar.
lesa allar nýjustu fréttir um skrímslin.

Book release! The first book in the series about Little Monster and Big Monster: No! Said Little Monster, is now out in the Latvian language, published by Liels un mazs in Riga. Briesmonītis teica Nē! is translated by Dens Dimiņš. News in Latvian about the release can be read on the news site of the Latvian public broadcasting: Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) and the culture journal Satori.

Click on the links to …
… read more about the Monster series and the authors.
read all the latest news on the series.