Sumarsólstöður | Sterna paradisaea – Bird of the sun

Föstudagsmyndin: Enn kemur hún hingað, krían, þessi magnaði fugl sem flýgur póla á milli og freistar gæfunnar í svölu norðrinu á hverju sumri. Sannur sólarfugl sem ár hvert nýtur birtu tveggja sumra. Myndirnar eru teknar um miðnætti 21. – 22. júní við Melaleiti, en þar leggja kríurnar flugleið sína með ströndum á kvöldin, milli varpsvæða og fæðusvæða. Krían er einstakur flugfugl, hvernig sem á það er litið. Raunar er tilvera kríunnar hreint undur, ekki síst þegar litið er til sífellt brothættari vistkerfa jarðar. Líf hennar er vissulega „eilíft kraftaverk“.

Photo FridayThe arctic tern, Sterna paradisaea, was busy as always at summer solstice. I caught the terns flying pass our farm at midnight, while the sun was setting behind Snæfellsnes mountain range. There are some small colonies of arctic terns in our area and the nearby Grunnafjörður mudflat/estuary is an important feeding ground for many birds. The amazing kría, a magnificent flyer and a follower of light, is worth celebrating, no less than summer solstice. Her return to the cold north, migrating from the Antarctica, as earth’s vulnerable ecosystems tremble, is a true miracle.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21.06.2019 – 11:54 pm … 00:12 am 22.06.2019

Vorlitirnir | Colors of spring 2015

Páskalitir-1

♦ Föstudagsmyndir – Litirnir í aprílGamlir skaflar hörfa nú sem óðast undan hækkandi sól. Í skamma stund skilja þeir eftir sig mynstur og liti sem úr má lesa átök veðra og vinda. Eins og fyrir töfra lifnar svörðurinn við og allt verður grænt fyrr en varir … Eða hvað? Enn snjóar. Svo mikið er víst að „hlýnandi loftslag“ á heimsvísu er langt í frá „spennandi“, svo vitnað sé í sturlaðran stjórnmálaflokk. Þetta þekkingarleysi og vanmat á náttúruöflunum hrollvekjandi og hættulegt.

♦ Friday Photo – Colors of AprilIn Iceland, the colors of spring are neighter green nor any light and bright colors of early spring flowers. This is the season where white turns brown and grey and yellow – only during the short summer we enjoy the many colors of green. Melting snow leaves all kind of odd patterns of dirt on the ground. But only for a short while, soon rain and wind has washed it all away.

Páskalitir-2 Páskalitir-3 Páskalitir-4 Páskalitir-5

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04/05.04.2015