Bókadómar á Spáni | New book reviews in Spain

ES_DICE NO   ES_Los_monstruos_grandes_no

♦ BókadómarÁ spænsku barnabókmenntasíðunni Pekeleke má lesa tvo nýlega dóma um útgáfur Sushi books á fyrstu skrímslabókunum tveimur: Monstruo pequeño dice ¡NO! (Nei! sagði litla skrímslið) og Los monstruos grandes no lloran (Stór skrímsli gráta ekki). Eftir því sem ég kemst næst er góður rómur gerður að bókunum. Umfjöllunina má finna með með því að smella á tenglana í bókatitlunum hér fyrir ofan.

“Son dos álbumes ilustrados sensibles, con los que los niños se sentirán fácilmente identificados, y que nos hablan de empatía y de la necesidad de expresar nuestros sentimientos.” – Pekeleke.

♦ Book reviewsThe children’s literature site Pekeleke in Spain reviews the two first books in the Monster series, published by Sushi booksMonstruo pequeño dice ¡NO! (No! Said Little Monster) og Los monstruos grandes no lloran (Big Monsters Don’t Cry). Click on links in the book titles to read the very nice reviews by Pekeleke.

Sushi book published the books in four languages: Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.
English translation of all eight books in the series are available. For further information, contact Forlagid Rights Agency.

Nesti og nýir skór | Collection of tales, poems and pictures

Nestiognyirskor♦ Bókaútgáfa: Á degi læsis, 8. september, kom út bókin Nesti og nýir skór – Úrval úr íslenskum barnabókum, sem IBBY á Íslandi gefur út í samvinnu við Forlagið. Bókin er safn sagna, kvæða og mynda frá ýmsum tímum. Útgáfan hefur þá metnaðarfullu sérstöðu að allir nemendur í 1. bekk grunnskóla á Íslandi fá Nesti og nýja skó að gjöf og boð um að sækja eintakið sitt á almenningsbókasafn í sínu næsta nágrenni.

Textarnir eru afar ólíkir og myndefnið fjölbreytt, en útkoman vegleg, forvitnileg og aðlaðandi bók. Forkólfar framtaksins hjá IBBY-samtökunum mega vera stoltir af verkinu. Ritstjórar voru Sólveig Ebba Ólafsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir fyrir hönd IBBY og Sigþrúður Gunnarsdóttir fyrir hönd Forlagsins.

Höfundar efnis í bókinni eru hátt á fjórða tug og gáfu allir leyfi fyrir notkun mynda og texta án endurgjalds. Ég er þess heiðurs aðnjótandi að eiga eina sögu í þessari fallegu bók, en það er sagan Eldrisinn úr bókinni Sex Ævintýri.

Ég hvet alla sem eiga eða þekkja börn í 1. bekk grunnskóla að minna á þessa góðu gjöf, aðstoða við að sækja bókina í næsta bókasafn og njóta þess, með eiganda bókarinnar, að lesa um gamla vini og kynnast öðrum nýjum. Á bókakápu segir: „Þetta eru uppáhaldssögur íslenskra krakka frá síðustu öldum.“ Ég óska IBBY til hamingju með heillavænlegt og bitastætt framlag í þágu læsis og bóklestrar á Íslandi.

Tenglar: Um bókina á vef IBBY á Íslandi. |  Bókin í vefverslun Forlagsins.

♦ Book release: On September 8th, International Literacy Day, this book was released: Nesti og nýir skór. The title referries to a phrase from the old folk tales when heading towards the an adventure and packing up with: “new shoes and supplies”. The book is a collection of Icelandic stories and illustrations, poems and rhymes from old folk tales to newer stories. The book is a gift to all Icelandic children starting their 1st year in school – a grand and ambitious gesture from IBBY Iceland, who run the project and published the book in collaboration with Forlagið publishing.

I am honored to be one of the about 40 authors / illustrators in the book – who all gave their work to the project. My story Eldrisinn (The Fire Giant – from the book Six Fairy Tales) along with illustrations was selected for the book. The children (age 5-6) will collect their copy of book at the public library nearest to them. To some of them, this may be the first visit to a library and perhaps their first own „grown-up“ story book. These weeks are truly exciting for the young students, they are starting school and will hopefully get read stories to from a book that contains, according to the cover text: “a treasure of stories, poem and pictures … Icelandic children’s favourite stories from past centuries.”

Link to more information in Icelandic on IBBY Iceland website: Nesti og nýir skór. | Forlagið web store.

Skrímslafréttir | Monster news!

123-Monster-SvCover-2015-lwrFRONTweb♦ Bókaútgáfur og upplifunarsýningAf litla skrímslinu og stóra skrímslinu er allt gott að frétta og þau eru sannarlega í fullu fjöri. Hér eru helstu tíðindi af skrímslunum, heima og heiman.
♦ Books releases and upcoming exhibition: Little Monster and Big Monster are doing just fine. Here are the latest news!

Endurútgáfur í Svíþjóð. Það er alltaf gaman að senda bækur af stað í prentun – og það á hreint ekki síður við um endurútgáfur, enda sérdeilis gleðilegt þegar útgefendur treysta bókunum til að lifa lengur en sína fyrstu útgáfu. Útgefendur okkar skrímslanna í Svíþjóð, Kabusa Böcker, ákváðu að endurútgefa fyrstu bækurnar: Nej! sa lilla monster, Stora monster gråter inte og Monster i mörkret. Þessar bækur komu út hjá Bonnier Carlsen árin 2004, 2006 og 2007 og hafa verið ófáanlegar um langa hríð, en koma nú aftur í bóksölur í lok sumars.
♦ Reprints in Sweden: The Swedish version of the first three books about Little Monster and Big monster were originally published by Bonnier Carlsen in 2004, 2006 and 2007. Five more titles have been published by Kabusa Böcker, who are now republishing the first three books who have been out of print for many years now. Book release for these three books in Sweden will be later this summer.

EftertankenOpslag

Opna úr „Eftertankens Följetong“ eftir Ingmar Lemhagen | Spread from “Eftertankens Följetong” by Ingmar Lemhagen.

Í bók um Biskops Arnö. Tilurð bókanna um skrímslin tvö fær sérstaka umfjöllun í nýútkomnu riti Ingmar Lemhagen um norrænu rithöfundanámskeiðin á Biskops Arnö, sem þar hafa verið haldin allt frá árinu 1960. Bókin nefnist Eftertankens Följetong. Kalle Güettler segir frá þessum tíðindum hér. Við skrímslahöfundar lögðum til myndir og efni tengt samvinnu okkar höfundanna þriggja, sem hefur staðið yfir frá því að við hittumst á námskeiði á Biskops Arnö árið 2001.
♦ All about the beginning! Little Monster and Big monster are thoroughly represented in a new book about the Nordic seminars for writers and illustrators, held at Biskops Arnö in Sweden. The book is in Swedish: Eftertankens Följetong by Ingmar Lemhagen. My co-author of the Monsterseries, Kalle Güettler, tells us more about all this here in his blog – in Swedish.

8-MCovers-lowres

Skrímslin á ensku. Það voru fleiri skrímslabækur en sænskar endurútgáfur í umbroti hjá mér. Nýjar þýðingar á ensku eru nú tilbúnar hjá Forlaginu fyrir áhugsama útgefendur! Snilldarhöfundurinn Salka Guðmundsdóttir sá um þýðinguna.
♦ English translations: This is an important announcement to publishers! The books about Little Monster and Big Monster are now available in a provisional English translation, all set up for enjoyable reading with the illustrations and text as in the original design. Translator is the excellent author and translator Salka Guðmundsdóttir. For more information contact: Forlagid Rights Agency.

Upplifunarsýning í Gerðubergi. Sannast sagna hafa skrímslin átt hug minn allan undanfarið. Í undirbúningi er farandsýning þar sem gengið verður inn í heim bókanna um skrímslin tvö. Áformað er að opna sýninguna í Gerðubergi Menningarhúsi í október, en síðar heldur sýningin til Svíþjóðar og Færeyja. Ég er ábyrg fyrir hönnun sýningarinnar ásamt Högna Sigurþórssyni. Hér fyrir neðan má gægjast inn í módelið sem ég hef notað í hugmyndavinnunni.
♦ Books releases and exhibition: I could say that my mind has been occupied with monsters for quite some time. An interactive exhibition for children, based on the eight books about the two monsters will open in October in Gerðuberg Culture House. It will later to travel abroad: hopefully to the other monster-homelands: Sweden and the Faroe Islands. My co-exhibition designer on this project is the experienced and skilled designer and sculpturer Högni Sigurþórsson. Below is a little sneak-peak in to the model where I have tested various ideas for the exhibition.

Skrímsli í Litháen | Monsters in Lithuania

NE!-Lit  Dideli-pab-Lit

♦ BókaútgáfaLitla skrímslið og stóra skrímslið hafa nú lært enn eitt tungumálið og tjá sig fullum fetum á litháísku. Það er forlagið Burokėlis (Rauðrófan) sem gefur út fyrstu tvær bækurnar í bókaflokknum í Litháen. Þessa helgi er mikið um dýrðir í Vilníus og Burokėlis kynnir nýju bækurnar sínar á menningarhátíðinni Sostinės dienos. Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á Fb-síðu Burokėlis, heimasíðu og á bókmenntasíðunni Naujosknygos.

Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út á móðurmálum höfundanna: íslensku, færeysku og sænsku, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku – og nú litháísku.

♦ Book release: Little Monster and Big Monster are now speaking in Lithuanian! Our publisher in Lithuania, Burokėlis, is releasing the first two books in the series this weekend and participating in The Buzzing Avenue at Vilnius City Fiesta. For more information see Burokėlis Facebook pagehomepage and at the Lithuanian book site Naujosknygos.

All the books in the series about the two monsters are published in the authors respective languages: Icelandic, Swedish and Faroese, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese – and now Lithuanian.

burokelis

Lukkulegur útgefandi í Vilníus, Jurga Liaubaite. | Happy publisher in Lithuania: Director Jurga Liaubaite at Vilnius City Festival. Ljósmynd | Photo: @ Burokėlis: https://www.facebook.com/editions.burokelis

Föstudagur á teikniborðinu | Friday party on my desk

SkrPar23052014Aslaug

♦ Föstudagsklipp: Ekkert flipp, bara óreiðan á teikniborðinu. Litla skrímslið hefur eðlilega miklar áhyggjur af þessu óstandi.
♦ Friday collageYes, I am still working on a new book about Little Monster and Big Monster and it has been somewhat chaotic. This of course worries Little Monster.
More about The monster series here and here.

Kan2305214Aslaug

Skr23052014Aslaug

LM23052014Aslaug

 

Bókaumfjöllun á Spáni | Reviews in Spain

SushibooksMonstruo

♦ BókaumfjöllunFyrstu tvær skrímslabækurnar komu út á fjórum tungumálum hjá Sushi Books á Spáni á dögunum. Bækurnar hljóta prýðilegar viðtökur ef marka má dóma á vefsíðum og aðra umfjöllun. Sjá tengla hér fyrir neðan. (UPPFÆRT 22. maí)

♦ Book reviews: Only few weeks ago, Sushi Books in Spain launched the first two books in the monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Click the links to read reviews and more:  (UPDATED – May 22.)

Kastilíska | Castilian:
 La buena letra: Los monstruos grandes no lloran, de Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal y Kalle Güettler. 
♦ Ladrándolle á Lúa: LIBROS DENDE O FRÍO
♦ La estantería de Núria: Monstruo Pequeño dice ¡NO! y Los monstruos grandes no lloran, de Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal y Kalle Güettler
♦ Boolino: Los monstruos grandes no lloran
♦ Boolino: Monstruo Pequeño dice ¡NO!

Katalónska | Catalan:
 Directe!: [Ressenya] EL MONSTRE PETIT DIU NO!

Galisíska | Galisian:
♦ Brabádegos: Xa sabemos dicir NON!
♦ Caderno da crítica: Monstros (grandes e pequenos), en Sushi Books
♦ 
Bouvard e Pécuchet: Queridos monstros! Por Manuel Rodríguez Alonso

Baskneska | Basque:
♦ Hirinet: ‘Munstro handiek ez dute negarrik egiten’ eta ‘EZ! Dio Munstro Txikik’
♦ Berria.info – Haur eta gazte literaturaIstorio bat, bi liburu (I)
♦ Berria.info – Haur eta gazte literatura: Istorio bat, bi liburu (eta II)
 Zintzilik irratia – Oreretako irrati librea: Ez dio munstro txikik Literatura txokoan (audio)
♦ 
Deia: Sentimenduak erakutsi eta ulertzeaz ⇓
♦ Berria – Mantangorri: “Gureak munstro maitagarriak dira, baina argi ibili! Haserretuz gero…”  ⇓

Mantangorri-BERRIA-Basque

Deia-Literatura-Basque

Sagan af bláa hnettinum | The Story of the Blue Planet in Taiwan

books

♦ Þýðingar. Útgáfufréttir! Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er nýkomin út á kínversku í Taiwan. Útgefandinn er Global Kids Books – Commonwealth Publishing Group. Bókin kom fyrst út á kínversku hjá Beijing Science and Technology Press árið 2009.

Á heimasíðu Global Kids Books er kynning á bókinni og umfjöllun um hana. Bókin er fallega brotin með letur í lóðréttum dálkum.

SaganOpnaTaiwanweb

♦ Translations. Book release in Taiwan! Global Kids Books in Taiwan has just published a new Chinese translation of The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason. The book was published by Beijing Science and Technology Press already in 2009.

Read introduction and reviews (in Chinese) here at Global Kids Books site. The new book has a nice layout with vertical text. Original illustrations by Áslaug Jóndóttir.

kinablaiweb

Sagan af bláa hnettinum á kínversku, útg. 2009 | In Chinese by Beijing Science and Technology Press 2009

 

 

Viðtal í Pirion | Interview in Norwegian magazine Pirion

AslaugJonsdottirWeb2013♦ Umfjöllun. „Skapar på tvers av grenser“  er fyrirsögnin á viðtali sem Toyni Tobekk tók við mig fyrir tímaritið Pirion. Það birtist m.a. í vefútgáfu blaðsins og má lesa hér: Pirion.no: Bokprat. Pirion er tímarit um norska tungu, bókmenntir og menningu fyrir börn.

„Når tre forfattarar frå tre ulike land skapar barnelitteratur saman, kan magiske ting skje. Vi har snakka med Áslaug Jónsdóttir, den eine frå trekløveret som lagar dei populære monster-bøkene.“

♦ Interview. I was interviewed by Toyni Tobekk for the magazine Pirion in Norway. If you read Neo Norwegian the article is available here online: Pirion.no: Skapar på tvers av grenser.