Ljósin í myrkrinu | Aurora Borealis

Norðurljós: Það hefur ekki veitt af því að tendra öll ljós í dumbungnum í nóvember. En áður en ég gef mig alfarið jólaljósum á vald ætla ég að birta nokkrar myndir af himnasendingu frá því 30. október, þegar segulljósin dönsuðu allt í kring og ég var svo lánsöm að vera stödd fjarri sterkum ljósum í borginni. Hér er tengill á norðurljósaspá fyrir Ísland.

The Northern Lights: November has been rainy and dark so we are looking forward to light all the Christmas decorations soon. I never thought I would say this: the more the better, and sooner the better… it is so dark. But before I go gearing up for the artificial lights I’m going to post images from a spectacular night at our farm, where the Northern Lights lit up the sky all around us. Of course we will not be able to enjoy the Northern lights in the madly decorated city…
I hope you enjoy these images – if in Iceland, see Aurora forecast here.

Smellið á myndirnar til að sjá þær ögn stærri. Click on the images for a bit larger view.

Ljósmyndir teknar | Photo date:30.10.2021

Haustdagur | Autumn day

Við Hafravatn: Ég hef stundum ekki aðra ljósmyndavél meðferðis en símaapparatið og myndirnar sem úr því koma eru meira til minnis og mátulega góð heimild ef eitthvað er. Ég hef smellt nokkrum af þessum myndum inn á Instagrammið en mér hugnast reyndar betur að nota heimasíðuna – hér er ró og hér er friður – skoði þeir sem skoða vilja.

En það er sem sagt komið haust.

By the lake: Sometimes I have no camera with me on my walks, except for my old iPhone. The photos that come out of it are more for a my own reference, serving as a visual note, if anything. Still, I have put some of these photos on Instagram, although I prefer to use my website for posting images – giving my visitors and viewers a more calm platform – and so if they like to visit, they come and go without having to make any decision about likes or notes.

But, yup, autumn is definitely here!

Nokkrar í svart-hvítu. |  Few black-and-whites.

Ljósmyndir teknar | Photo date:10.10.2021

Sjórinn og sólin | Summer swim

Sumarstund: Þegar ég blaðaði gegnum ljósmyndir frá sumrinu 2021, sem nú er að ljúka með rigningu og dumbungi, sá ég að sjóbað í ágúst var einn af hápunktunum: busl í sjó og sól í fjörunni í Melaleiti. Selir hafa verið sjaldséðir síðustu ár, en þeir sem lágu þarna á skerjunum kipptu sér ekki upp við ferðir okkar. Þetta var góð stund.

A summer moment: When I ran through my photos from the summer of 2021, which is now coming to an end with rain and heavy skies, a sea bath in August was one of the highlights: a splash in the sea and sun at the shore by Melaleiti. Seals have been a rare sight in recent years, but those who were sunbathing on the skerries were not bothered by our swimming. The sea is cold in summer in Iceland but what a happy memory!

Ljósmyndir teknar | Photo date:13.08.2021

Bak við skýin | Behind the clouds

Skýjaskil: Jæja þá! Það þarf að sinna vanræktu bloggi! Eftir langa vinnutörn var gott að taka sér smávegis frí frá tölvu og teikniborði, fara í sveitina og taka þar til hendi. Skipta um rás, ná jarðtengingu, vera og gera. En það hefur sannarlega ekki verið neitt stuttbuxnaveður. Á suðvesturhorni landsins hefur sólin falið sig bak við þungbúin ský og dagar með vætu hafa verið æði margir. Til tilbreytingar lagðist svo að gosmóða og þokumistur. Ég treysti á sólríkan ágústmánuð!

Curtains of clouds: Well then! Neglected blogs need to be addressed! After a long period of intensive work on my books, illustration and design, it was good to take a little break from the computer and drawing desk, go and stay at the farm and get some work done there. Change channels, connect to the ground. But it has certainly not been a weather for sunbathing or barefooted strolls in shorts. In the south-west of Iceland the weather has been rainy, cool and calm, and the sun most days hidden behind heavy clouds. And for a change, fog and mist with volcanic gasses from Fagradalsfjall would turn up. So I am really counting on a sunny August!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.-09.07.2021

Horft inn í kvikuna | The new volcano

Gosganga: Það fylgja því mótsagnakenndar tilfinningar að ganga til móts við jarðelda eins og á Reykjanesi. Eldspúandi gígurinn er tilkomumikill: óhugnanlegur og fagur í senn. Hægt hefur verið að fylgjast með beinu streymi frá gosstöðvunum og stórkostlegar myndir hafa birst á öllum miðlum. Ekkert ætti að koma á óvart. Engu að síður er einstakt að skynja hita og lykt, upplifa hljóð og stærðir. Það er ekkert lítið við eldgos þegar mælikvarðinn er maður sjálfur.

Ég gekk sem leið lá frá Suðurstrandarvegi með mínu besta fólki á afmælisdegi dóttur 5. maí. Við fögnuðum í frábæru veðri. Göngur á gosstöðvarnar eru vinsælar og hver hefur sitt erindi: Dóttir styður húfulausan og staflausan gamlan föður, hún er áhyggjufull enda er leiðin langt frá því að vera greið. Gamli maðurinn er tárvotur undan köldum gustinum, grátt hárið úfnar. Skokkarinn blæs ekki úr nös, hann er á stuttbuxum og einföldum bol og stoppar stutt. Hann hleypur og skondrar niður hlíðarnar eins og urðin undan fótum okkar. Foreldrar múta misáhugasömum börnunum með hvíld og nesti: áfram upp á næsta hjall! Þau virðast tímabundin en kannski hafa allir vinirnir í skólanum farið þetta, svo það er ekki seinna vænna. Ekkert er verra en að vera öðruvísi en hinir. Útlendingarnir eru ekki áberandi þennan dag og þeir sem verða á vegi okkar eru flestir klæddir til fjallaferða. Stöku par er í klassísku múnderingunni: þröngum gallabuxum og misvel skóuð en dúskhúfan og mittisúlpan með gerviloðkraganum hlýtur að bjarga öllu. Stórfjölskylda af asískum uppruna virðist ekki hafa heyrt um hættur af gasi og gjóskuregni og hefur hund með í för. Björgunarsveitarfólk þrammar stígana á sinni vakt með nauðsynleg mælitæki en á hverjum degi þarf að flytja til viðvörunarskilti og bannmerki eftir því sem vindur blæs. Fæstir virðast þó taka verulegt mark á viðvörunarmerkjum. Kona stendur þétt upp við hraunjaðarinn, sönglar og ber trommu, á meðan félagi hennar myndar tiltækið. Kannski er hún að reyna að blíðka móður jörð. Móðir jörð virðist láta sér fátt um finnast og þeytir úr sér glóandi hrauni og eiturgufum handan við fellið. 

Eldgosið hefur tekið sífelldum breytingum, gosop hafa opnast og lokast, það vellur hægt eða þeytist hratt, hraunrennslið hefur aukist og hraunmyndanir eru margvíslegar. Ekkert er vitað um framvindu eða endalok. Óvissan það eina sem við eigum fyrir víst. 

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on images to enlarge

The hottest spot: I took the hike to the new volcano in Reykjanes last week. I admit I felt contradictory feelings walking towards an erupting volcano. The dark lava gushing crater is impressive: scary and beautiful at the same time. It has been possible to follow a live stream from the site from the beginning and fantastic photos have appeared on every media. Nothing should come as a surprise. Nevertheless, it is a special experience to experience the heat and the smell, the sounds and the size of it all. This eruption is considered „small“ but there is nothing small about an erupting volcano when the scale is man himself.

I hiked from Suðurstrandarvegur as recommended Icelandic Association for Search and Rescue – along with my family on my daughter’s birthday on the 5th of May. We celebrated in the wonderful weather. Hikes to the eruption site are popular and all visitors seem to have their own mission: A daughter supports her old father, she is seemingly worried as the path is far from easy. The old man has no hat or a walking cane, his eyes are full of tears from the cold wind, his gray hair is getting frizzy. A jogger sprints with out a pause, he is wearing shorts and a T-shirt in the cold. He runs and scurries down the slopes where rolling stones and rocks make us uneasy. Families are taking the stroll. Some kids are eager and happy, others must be bribed with rest and snacks: at the next ridge! Some families seem not really to have the time needed, but maybe all the friends at school have already been there and there is nothing worse than being different from the others. I don’t see many foreign tourists and most of them are dressed for serious mountaineering. But an occasional couple meet up in the classic outfit: tight jeans and city shoes, – the knitted pom-pom hat and short jacket with the faux fur collar must save the day. An Asian family does not appear to have heard of the dangers of gas pollution and the rain of tephra, and are bringing their dog along. Bad idea. Rescue workers trample the paths on their shift with the necessary measuring equipment, and every day warning and prohibition signs have to be moved as the eruption changes and as the wind blows. However, few people seem to take significant notice of warning signs. A woman stands close to the edge of the lava, singing and beating a drum, while her partner is filming the whole scene. Maybe she’s trying to calming Mother Earth. Mother Earth seems not to care and blows out glowing lava and poisonous fumes nearby.

The eruption is constantly changing, new craters have erupted and ended, the lava flow has increased in recent days and the lava field is growing fast. No one know what happens next or when it will end. Uncertainty is all we have for sure.

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on images to enlarge
Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.05.2021