Skrímslin í útlöndum | Monster news

Nei! í Eistlandi 

Bókaútgáfan NORÐUR er eistneskt forlag sem stofnað var árið 2023 og hefur það að markmiði að gefa út norrænar barna- og unglingabókmenntir. Fyrsta bókin um skrímslin, Nei! sagði litla skrímslið, kom út á dögunum hjá forlaginu NORÐUR undir titlinum Ei! ütles väike koll. Þýðandi er Kadri Sikk.

Við höfundarnir erum stoltir yfir því að skrímslin okkar bæti við sig nítjánda tungumálinu og vonum að fleiri bækur í bókaflokknum eigi erindi til eistneskra barna. 

Ei! in Estonia 

NORÐUR publishing is a small publishing house established in 2023 with the aim of publishing Nordic children’s and young adult literature. The first book in the Monster series, No! said the little monster, was recently published by NORÐUR by the title Ei! ütles väike koll, translated by Kadri Sikk.

We are proud that our monsters are now adding the nineteenth language to the collection and hope that with time more books in the series will reach Estonian children. 


Kvik skrímsli í Japan 

Bókaútgáfan Yugi Shobou í Tokyo hefur gefið út þrjár bækur í bókaflokknum um skrímslin. Útgefendur hafa verið einstaklega iðnir við að kynna bækurnar með sýningum, vinnustofum og uppákomum. Hreyfimynd var gerð eftir myndlýsingunum í Skrímsli í myrkrinu og hún notuð við fjölmenna upplestra. Hér má lesa kynningu á vef Tama-borgar en þar hafa m.a. farið fram sýningar á hreyfimyndinni.   

Titlarnir sem eru komir út á japönsku eru Skrímslapest, かいぶつかぜSkrímsli í myrkrinuまっくらやみのかいぶつ, og Stór skrímsli gráta ekki, おおきいかいぶつは なかないぞ.  Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou. Þýðandi er Shohei Akakura.

Animations in Japan 

The Tokyo-based publishing house Yugi Shobou has published three books in the Monsters series. The publishers have been doing a great work promoting the books with exhibitions, workshops and events. An animated film was made based on the illustrations in Monsters in the Dark and used for public readings. Read more about the publications, exhibitions and shows on this site in published by Tama City that has hosted some of the events. 

The titles published in Japanese are Monster Flu, かいぶつかぜMonsters in the Darkまっくらやみのかいぶつ, and Big Monsters Don’t Cry, おおきいかいぶつは なかないぞ. All translated by Shohei Akakura. See more at the publishers website and Instagram.


Brúðuleikur í Noregi 

Í Noregi heldur leikkonan Adele Duus áfram að flytja brúðuleikverkið sem hún samdi upp úr bókinni Skrímsli í heimsókn. Verkið er farandleikhúsverk og útileikhús sem Adele frumsýndi í febrúar 2022. Monsterbesøk nýtur enn mikilla vinsælda og er eitt af verkunum á leikárinu hjá Lys levende Adele

Puppets in Norway 

In Norway, actress Adele Duus continues to perform the puppet play she created from our book Skrímsli í heimsókn or Monsters Visit and premiered in February 2022. It is a traveling theater, mostly performed outdoors, by this energetic one-woman-theater, Lys levende Adele. The piece Monsterbesøk is still very popular and will continue to be available for Norwegian children in 2025.


Endurprentanir í Svíþjóð 

Í Svíþjóð hafa síðustu tveir titlarnir í skrímslabókaflokknum verið í góðum höndum hjá bókaforlaginu Argasso. Fyrirtæki Kalle Güettler tók hins vegar við eldri titlum og hafa þær bækur verið endurútgefnar undir merkjum „Kalle Skrivare“. Eftirspurnin hefur verið með ágætum og á síðasta ári voru endurútgefnir tveir titlar: Nej! sa lilla monster og Stora monster gråter inte. Um prentun sér Författares Bokmaskin og í ár fengu skrímslin heiðursess í dagatali prentmiðlunarinnar 2025.

More monsters in Sweden 

In Sweden, the last two titles in the Monster book series have been in good hands with Argasso publishing house. My co-author Kalle Güettler‘s company took over the older titles and those previous titles have been republished under the lable of “Kalle Skrivare”. Demand has been excellent and last year two titles were reissued: Nej! sa lilla monster and Stora monster gråter inte. The printing is arranged and done by Författares Bokmaskin (the Writer’s Press) and this year the monsters were honored by being selected for the press’s calendar 2025.


The book series about Big Monster, Little Monster and Furry monster is published by Forlagið, see further information about the new book here and in English here. The latest book, Monster Party, is available in four languages already: published in Swedish by Argasso and in Danish by Vild Maskine. The Faroese version is expected this spring at Bókadeildinni publishing. You can find Skrímslaveisla in Icelandic here!


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  See the Monster series in 2024 RLA catalogue. For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency / Reykjavik Literary Agency

 

Ljóslifandi leikhús! | Monster Visit in Norway

Skrímsli í heimsókn! Stóra skrímslið, litla skrímslið og loðna skrímslið hittu norskar fjölskyldur um síðustu helgi þegar Adele Duus frumsýndi brúðuleikritið Skrímsli í heimsókn, Monsterbesøk á norsku, – leikrit byggt á samnefndri bók, sköpunarverki okkar norræna höfundateymisins. Segja má segja að viðburðurinn hafi falið í sér nokkra áhættu þar eð um er að ræða útleikhús með frumsýningu um miðjan vetur í Noregi – en Adele og skrímslin stóðu sig frábærlega, þrátt fyrir þungbúinn himinn sem ógnaði stormi og hagli.

Lys Levende Adele er einnar konu leikhús rekið af Adele Duus, sem hefur sérhæft sig í aðlögun barnabóka að leikhúsi. Verkefnið Monsterbesøk er unnið í samstarfi við bókasöfn og menningarstofnanir í Hordalandi, Sogn- og Fjordane í Vestur-Noregi. Verkefnið miðar að því að tengja saman útivist og menningu og er leikritið sett upp í almenningsskálum sem eru í göngufæri fyrir barnafjölskyldur. Til dæmis við skálann Sjöbua i Byngja, sem býður ekki bara upp á skjól til að njóta hressingar og hvíldar, en hýsir líka lítið bókasafn með úrvali bóka fyrir börn og fullorðna – þar á meðal bækur úr Skrímslabókaflokknum. Vetrarhörkur hindra ekki Norðmenn í að njóta útivistar og bókmennta! Skálar af þessu tagi eru auðvitað til fyrirmyndar.

Monsters at play! Big Monster, Little Monster and Furry Monster met Norwegian families last weekend when Adele Duus premiered the play Monster Visit – Monsterbesøk in Norwegian, a play based on the book by same name, one of the creations by the author team Jónsdóttir, Güettler and Helmsdal. As an outdoor theater, performed in the midst of winter in Norway, one might say that the event involved some risks – but Adele and the monsters did great, despite heavy skies threatening with storm and hail.

Lys Levende Adele is a one-woman-theater run by Adele Duus, who has specialized in storytelling and adapting children’s books to theater. The project Monsterbesøk is made in collaboration with libraries and cultural institutions in Hordaland, Sogn- and Fjordane in west-Norway. The project aims to connect outdoor activities and culture, and the play is staged at public cabins that are within a walking distance for families with children. For example, by the cabin Sjöbua i Byngja, which does not merely offer a shelter to enjoy your packed meal but also has a small library, a small selection of books – among them books from the Monster series. Harsh winter weather does not hinder Norwegians from enjoying outdoors recreation and literature! An exemplary idea!

Publisher in Norway is Skald forlag.

Monsterbesøk – Sjöbua i Byngja © ljósmyndir | photos: Adele Lærum Duus / Elise Duus / Strilabiblioteket Alver kommune Norge.

Sýningar á Monsterbesøk í janúar, febrúar og mars 2022:
Performances January – March 2022: 

29.01.22 Øygarden – Larslihytta
30.01.22  Alver – Sjöbua i Byngja
17.02.22 Samnanger
18.02.22 Stord
18.02.22 Fitjar
19.02.22  Kvinnherad
20.02.22 Tysnes
11.02.22  Sogndal
10.03.22  Lærdal
12.03.22  Luster
13.03.22  Årdal


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

The Monster Series have been published in many languages.
English translations available. Contact Forlagid Rights Agency.

Umfjöllun um skrímslin á nýnorsku | New reviews in Norway

Bókadómar: Tvær bækur um skrímslin: Skrímsli í heimsókn og Skrímsli í vanda komu út hjá forlaginu Skald í sumarbyrjun, í norskri þýðingu Tove Bakke. Á nýnorskum vefmiðlum hefur birst dálítil umfjöllun um Monsterbesøk og Monsterknipe.

Á bókmenntavef Nynorsksenteret, Nynorskbok.no, er fjallað um báðar bækurnar og þar segir m.a.:

„Dette er stramt komponerte bøker, med gjentaket som viktigaste verkemiddel, men teksten er likevel underhaldande og lettbeint. Illustrasjonane er leikne og uttrykksfulle, og dei støttar opp om og utfyller teksten. Slik er dette bøker som eignar seg fantastisk godt til lesetrening, samtidig som dei er gode samtalebøker.“ – Guro Kristin Gjøsdal, Nynorskbok.no / Nynorsksenteret.

Á bókmenntavefnum Svidal Skriveri er skrifað um Monsterknipe:

„Uttrykket er energisk og kraftfullt. Både i tekst og illustrasjonar er kontrastane ei drivkraft. Mellom det svarte og kvite, mellom det store og det vesle, ispedd klare fargar og organiske former. I teksten er replikkane ofte er sette opp med «monsteraktige» fontar med ulik skriftstorleik alt etter styrken i utropet.
Trass i, eller kanskje fordi at monster ikkje finst, er det lett å identifisere seg med kjenslene dei viser og lære noko av løysingane dei finn når to gode vener skal gje plass til ein tredje.“ – Janne Karin Støylen, Svidal Skriveri: Ny sprett.

Book reviews: Newly published translations of two books from the monster series, released earlier this summer by Skald in Norway, have received couple of nice reviews in online media. For reviews in Norwegian of Monsterbesøk (Monstervisit) and Monsterknipe (Monsters in Trouble) see following links: Nynorskbok.no / Nynorsksenteret and Svidal Skriveri: Ny sprett, 2019.


Fréttir og greinar vegna útgáfunnar: | Articles about the release:
• Sogn Avis: Monstersatsing på barnebøker: – Veldig stas å ta over stafettpinnen.
• Sunnmørsposten: Bles nytt liv i nynorsk barnelitteratur.
• Porten.no: Lokalt forlag satsar på dei yngste, har tilsett barnebokredaktør.

Skrímsli í vanda og Skrímsli í heimsókn á norsku | New titles in Norwegian

Útgáfutíðindi frá Noregi: Norska bókaforlagið Skald heldur áfram útgáfu á bókaflokknum um skrímslin og nú eru nýkomnar úr prentsmiðju Skrímsli í heimsókn og Skrímsli í vanda undir titlunum Monsterbesøk og Monsterknipe. Áður hafa verið gefnar út á norsku bækurnar: Nej! sa VeslemonsterStore monster græt ikkjeMonster i mørketMonsterpest og MonsterbråkHér má lesa kynningar og nokkrar síður úr Monsterbesøk og Monsterknipe á vef forlagsins Skald. Hér er líka skemmtileg frétt um útgáfuna.

Translations – Book release in NorwayTwo new books from the monster series have just been released in Norway: Skrímsli í heimsókn (Monstervisit) and Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) by the titles Monsterbesøk and Monsterknipe. Our publisher in Norway, Skald, has published introductions and few pages online from the books, see the publishers website: Monsterbesøk and Monsterknipe. Previous titles in Norwegian are Nej! sa VeslemonsterStore monster græt ikkjeMonster i mørketMonsterpest and Monsterbråk.

Mynd | Image: screenshot © http://www.skald.no

Bækurnar um skrímslin hafa verið þýddar á fjölda tungumála og þær hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar. Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.
The monster series have been translated into many languages and they have received several awards and honors. Click here to read more about the authors and their collaboration, and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

 

Sænsku skrímslin á Readly | The Monster series on Readly

Readly MonsterBocker

♦ RafbækurFjóra titla úr bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið má nú lesa á sænsku á rafbókavefnum Readly. Readly er stafrænt bókasafn þar sem lesa má bækur að vild fyrir mánaðarlegar greiðslur, eða um hundrað krónur sænskar á mánuði. Útgefandi skrímslabókanna í Svíþjóð er Kabusa Böcker.

♦ E-booksFour Swedish titles from The Monster series, published by Kabusa Böcker, are now available on Readly. Readly is a digital subscription service for tablets, providing unlimited access to books at a low monthly fee: 99,- Swedish kroner.