Þokan og ljósið | Fog and sun

Melaleiti-28082014

♦ FöstudagsmyndinDalalæðan fór víða í gærkvöldi og haustið er svo greinilega í nánd. Fyrr um daginn var ég á Hofsósi og naut blíðunnar í Skagafirði.

♦ Photo Friday: Above: foggy evening at the farm yesterday. Below: Earlier in the day I was in Hofsós, Skagafjörður, enjoying beautiful weather: calm, warm and sunny.
Hofsos-28082014

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.08.2014

Horft í vestur | Looking west

NVestur02ag2014-2

NVestur02ag2014-1

♦ Föstudagsmyndin: Mér hættir til að horfa frekar á skýin en skjáinn á sumrin. Allir hugsanlegir bláir og gráir tónar hafa fylgt rigningarskýjunum sem hvolfast yfir okkur dag eftir dag. Góðu dagana slæðast inn rauðir litir þegar kvöldar…
Fyrir ofan eru myndir frá sjávarbakkanum við Melaleiti 2. ágúst, en fyrir neðan er sitthvað í glugga – horft í sömu átt.

♦ Photo FridayI haven’t posted anything on my blog for a while since I tend to stare more at the sky than the screen in the summer. There have been very few days without rain, so the clouds, in all shades of blue and grey, have dominated the landscape – with just a little bit from the red palette here and there every now and then in the evenings. Above is the view west (or northwest) from Melaleiti Farm, below same direction out of the window: Rhubarb”flower” in a glas and crane-flies, tangled up on the window pane.

RabarbarakrusJuli2014

 

Hrossaflugur8ag2014

Uppstytta | A pause in the rain

MelaleitiFjaran140714AslaugJ

♦ Föstudagsmyndirnar: Fjaran við Melaleiti og Melabakkar í uppstyttu 14. júlí, rigningasumarið 2014. Það er eins gott að skjalfesta þessar fáu stundir sem ekki rignir á suðvesturhorninu!
♦ Photo FridayIt is pretty clear to us now that we have another rainy summer in Southwest-Iceland. So you make a good notice when ever it clears up even just a little. This is my bid for my good-weather-moment this week.

Melabakkar140714AslaugJ

 

MelaleitiFjaran140714AslaugJ2

 

 

 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 14.07.2014

Jónsmessunótt | Midsummer night

SnurustMelaleiti240614AslaugJ

♦ DagataliðJónsmessunóttin 2014, 24. júní kl 1:05. Ég missti reyndar af hinu rómaða daggar-baði, því döggin vék fyrir vindi og skýin hrönnuðust upp með tilheyrandi svala. Ég hefði betur drifið í því nóttina áður, því þá sat döggin á hverju strái. En í tilefni dagsins tíndi ég til myndir af sjö af mínum uppáhalds blómplöntum. Gleðilega Jónsmessu!

♦ The CalendarPhotos from June 24. at 1:05 am. It’s Midsummer – Jónsmessa – and last night was the magical Midsummer night. I didn’t get the chance to bathe in the early-morning dew, which is supposed to be a very healthy thing to do on that night. I should have picked the night before …  just see the photo below. But since herbs and flowers also have an extra magical healing power this night, I picked out seven of my favorite wild flowers and I hope they bring forth my wishes for a happy midsummer everywhere!

Borgarfjordur240614AslaugJ

♦ Fyrir neðan23. júní kl. 5:27. Sólin í norðaustri, hátt yfir Skarðsheiði.
♦Below: Early morning June 23. at 5:27 am. The morning sun above Skarðsheiði, Mt. Ölver.

Skardsheidi230614AslaugJ

 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 23.-24.06.2014 +undated flower photography

Folöld | Foals

FolJun1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Það er erfitt að standast svona augnaráð! Þegar saman fer bjartasti tími ársins og nýfætt ungviði, eru það tröll ein, sem ekki kætast.
♦ Photo FridayIt’s hard to resist the charm and beauty of the newborn foals at the family farm in Melaleiti. Bright nights and all is well … it has to bring out a smile!
(Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge).

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 10.-11.06.2014

Fjörulall | The beach in January

Fjaran4jan-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Myndir frá göngutúr í hagstæðri vindátt undir Melabökkum við Melaleiti síðustu helgi. Þarna var líka einn einmana selur á steini. Þormóðsskersviti í fjarska.
♦ Photo Friday: The beach by Melabakkar cliffs and Melaleiti last weekend. A storm had passed. Below: One lonely seal (landselur, Phoca vitulina) dozed on a rock. The lighthouse of Þormóðs-skerry in the distance.

Selur4jan-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 04.01.2014

Langir skuggar | Long shadows

Mleiti3des-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Skuggarnir eru langir og skarpir í skammdeginu. Myndir teknar í dag, 3. janúar, nokkru fyrir nón. Hrafninn á myndinni hér neðar hafði fundið eitthvað ætilegt og læsti um það klónum. Ég truflaði hann við það sem líklega voru tilraunir til að brjóta upp skel eða kuðung.

♦ Photo Friday: Long and sharp shadows at around 2:40 pm today. After a violent storm it was nice to see the sun shining. The raven (down below) had found a shell or something, and was trying to crush it on the frozen ground.

Ljósmyndir teknar | Photos date: 03.01.2014

skuggi-AslaugJ

krummi-AslaugJ

Ár á enda | Farewell to 2013

Aramot-AsJons

♦ Áramót: Árið 2013 er á enda. Vonandi verður árið 2014 heillaár fyrir heiminn. Ég óska ykkur gleðilegs árs, friðar og farsældar og þakka fyrir allar fjölmörgu heimsóknirnar á heimasíðuna. Ég reyni auðvitað að hafa líflegt á fréttablogginu á næsta ári. Enda síðasta póst ársins á myndum úr Melasveit, svölustu sveitinni! Gleðilegt ár!

♦ New Year: Goodby 2013! I wish all my readers and visitors of this site, an artful, happy and prosperous New Year 2014. Since I opened my homepage I have had so many visitors from all over the world, thank you for visiting!
My old home county has been just the right set for the holiday season: cold and snowy. After a short walk outside, you just want to go inside and curl up with a good book … ahhh. – – – Happy New Year!

Vetur5Melabakkar-©AslaugJ

Sjónarhorn | The other angle

Melabakkar©RuneJohansen

Melabakkar cliffs, Melaleiti farm, Belgsholtsvík cove, Mt. Hafnarfjall, Mt. Ölver. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk

♦ Föstudagsmyndin. Mér ber að nefna það strax: Þessar ljósmyndir eru ekki mínar – nema þessi af flugmönnunum. Þegar ég auglýsti í færslunni s.l. föstudag eftir upplýsingum um ljósmyndara á flugi yfir Melasveit 12. ágúst (sjá myndir hér), þá datt mér ekki í hug ég kæmist á sporið svo fljótt. En það var eiginkona flugmannsins í bláu vélinni, sem starfs síns vegna átti erindi inn á síðuna mína og rak þá strax augu í spúsa sinn – og hafði samband. Þarna var sumsé á ferð hópur ljósmyndara á námskeiði hjá Mary Ellen Mark á Íslandi. Flugmaðurinn gaf mér upp nafn ljósmyndarans sem hann flaug með: Rune Johansen.
RunePhoto©AslaugJRune er fjölhæfur danskur ljósmyndari og sendi mér af miklu örlæti fjölmargar myndir af Melaleiti úr lofti, m.a. þessar þrjár. Þarna er því komið sjónarhornið sem ég auglýsti eftir! Kíkið endilega á heimasíðuna hans: Photographer Rune Johansen:  www.runejohansen.dk. Þessa dagana birtir hann líka glæsilegar myndir frá Íslandsferðinni á FBsíðu sinni.

♦ Photo Friday. Remember my post last Friday? I wondered who were the flying photographers on the 12th of August, obviously pointing their lenses towards me! Well, the family farm, anyway. So I shot back! I found out about the photographers so soon due to pure coincidence: In connection with her work, the wife of one of the pilots visited my website and what she surprisingly saw was her husband! The flying bunch turned out to be a group of photographers attending a workshop with Mary Ellen Mark in Iceland. The pilot gave me his passenger’s name: Rune Johansen. (And yes, I was there on the ground. See?)

fotoWhen I contacted Rune he generously sent me a number of fantastic photos of our farm from that occasion. So I got to see what he had caught with his lens! Thank you Rune! For more of his photos, check out his versatile work on his website: Photographer Rune Johansen:  www.runejohansen.dk. If you look him up on FB, you can also view great shots from his trip to Iceland.

OK. Now I wonder if the other photographers saw exactly the same … – or is it a different point of view every time?

Melaleiti©RuneJohansen

Melaleiti farm 12. Aug. 2013. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk

Melaleiti, Skarðsheiði, Botnssúlur

Melaleiti farm, left: Skarðsheiði Mt.range, Mt. Botnssúlur in the far. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk

Selur á steini | Seal on a Sunday

 Föstudagsmyndin: Forvitinn selur í fjörunni við Melaleiti. Hann fylgdist með mér, vatt sér svo upp á stein, tók léttar teygjur og stillti sér upp. Einn á ferð.

 Photo Friday: A seal came swimming and watched me with curiosity (which was mutual) when I walked the beach at Melaleiti last Sunday. Then it got itself up onto the rock and posed. A loner in the cold sea.

Ljósmynd tekin | Photo date: 04.11.2012