Brim | After the storm

Öldurót: Ef ekki væri fyrir manndráps vindkælingu á degi eins og þessum, mætti sitja lengi á fjörusteini og horfa á dáleiðandi krafta hafsins. Hvassviðri og stormur ganga nú yfir annan hvern dag. Él og slydda. Mörsugur er mánuðurinn. 

Rough sea: Powerful waves roll in after the storm. The wind chill turns the few minus degrees into unbearable frost and however mesmerizing the surf is, all you want to do is to get back inside the warm house. 

 

Ljósmynd dags. |  Photo date: 7.1.2022

Brimströndin | Reykjanes peninsula

Föstudagsmyndir: Ýlir heitir mánuðurinn og eftir fremur milt og bjart haust hafa dagarnir verið heldur dimmir. Þegar sólin sýnir sig verðum við að þeysa út og safna ljósi, kannski á mynd til að njóta eftir myrkur, fremur en í húfur og pottlok eins og þeir bræður á Bakka. Þeir voru auðvitað bara á undan sinni samtíð og öllum sólarrafhlöðunum. Hugmyndir eru það sem skipti máli, svo leitum við lausnanna. Brátt er hörmungarárið 2020 á enda og það verður áhugavert að lifa þá nýju tíma sem verða að koma. Hvaða hugmyndir lifa og hvert stefnir?

Í stað þess að grufla frá sér allt vit er hressandi að koma sér út í storminn – leita í sólarátt út á suðurstrendur. Reykjanesið er vissulega vindbarið og gróðursnautt en landslagið er stórbrotið og byggðirnar og vitarnir eru merki óendanlegrar þrautseigju. Nokkuð sem okkur veitir ekki af núna.

Photo Friday: Ýlir – the second month of winter. After a rather mild autumn, the winter days have been dark and gloomy. When the sun appears, low at the horizon, we have to get out and “collect the light”, perhaps in a photo to enjoy after dark. The disastrous year 2020 will soon be over and it will be interesting to live the new times that must come. Ways need to change. What ideas will live and where do we go from here?

When your mind is churning, it’s refreshing to get out in the storm – towards the sunlight on the south coast. The Reykjanes peninsula is certainly windswept and barren, but the landscape is nevertheless spectacular and the small villages and lighthouses bear the marks of remarkable perseverance. Which is what we all need now.

↑ Horft yfir Húllið, til Eldeyjar.
↓ Stafnesviti, rústir við Stokkavör, Garðskagaviti.

↓ Karlinn, Kirkjuvogsbás.

↓ Til suðurskautsins… | Next stop south of Reykjanes peninsula: The South Pole…

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 24.11.2020

Vetur | Winter

Eftir storminn, milli lægðaÞorrinn 2018 hefur verið sérlega grimmur og illviðrasamur. Ef velja ætti einkennismynd mánaðarins væri það ringulreið af krapa og kófi. En allt um það, gleðin yfir uppstyttunni bregst ekki og þegar veðrinu slotar verður veröldin aftur björt. Dag er tekið að lengja.

After the stormThe weather in February has been anything but pleasant. Days of strong gales with snow and sleet. But then you really appreciate these sweet moments when everything calms down … before the next comes blowing. Days are getting brighter and longer.

Melabakkar. Melaleiti. Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.02.2018