Undir himni | Follow the leader!

Föstudagsmyndin: Mildur nóvember er liðinn. Það er ekki alltaf logn og blíða þó engin séu harðindin og heldur birtusnautt þegar snjóinn vantar. Maður og hross hafa hraðan á.

Friday photo: One black and white photo from last November. My husband was leading a flock of horses from one grazing paddock to another. November has been unusually mild so the horses are still grazing without any extra fodder. Daylight is scarce without the snow, but clouds and sunrays from afar play in the sky.

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.11.2022

Þúfur | Snowy tussocks

Föstudagsmyndir – Vetrardagar: Þrátt fyrir stutta daga og oft dimma eru litir og form, ljós og skuggar ekki síður áhugaverðir að vetri, en um bjarta sumardaga. Litaskalinn er blár en þar eru engu að síður ótal blæbrigði. Það hefur snjóað heil ósköp síðan þessar myndir voru teknar með tilheyrandi ófærð og önuglyndi í umferðinni. Þetta eru kjöraðstæður til að hægja á og gefa sér tíma í góða útivist þegar veður leyfa.

Friday Photos – Winterdays: Despite short days and gloomy weather these darkest months of winter, the colors of nature, light and shadows are no less interesting than the ones on the brightest days of summer. The palette is blue but what a range! It has snowed a lot in Iceland since these photos were taken, making roads and street impassable and many travellers annoyed. These are ideal conditions to slow down and enjoy a good time outdoors when the weather allows.

 

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 06.02 – 15.02.2022

Vetur | Winter

Vetrarveður eru oft æði grimm á Íslandi en á góðum dögum má líka njóta þess að skrafa við hross í haga og hlusta á lítinn læk sem hjalar undir ís.
Life in winter: Nature is partly hibernating and the weather is often harsh in Iceland. But calmer days can offer a quiet talk with a horse and the gentle sound of a small stream.

Myndir dags.| Photo date: 07.01.2021

Vetur | Winter

Eftir storminn, milli lægðaÞorrinn 2018 hefur verið sérlega grimmur og illviðrasamur. Ef velja ætti einkennismynd mánaðarins væri það ringulreið af krapa og kófi. En allt um það, gleðin yfir uppstyttunni bregst ekki og þegar veðrinu slotar verður veröldin aftur björt. Dag er tekið að lengja.

After the stormThe weather in February has been anything but pleasant. Days of strong gales with snow and sleet. But then you really appreciate these sweet moments when everything calms down … before the next comes blowing. Days are getting brighter and longer.

Melabakkar. Melaleiti. Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.02.2018

Vormyndir | Spring photos

Falki 23mai2015 AslaugJ 1

Falki 23mai2015 AslaugJ 2

♦ Föstudagsmyndir: Eins og lesendur síðunnar minnar ugglaust vita, þá er ég haldin þeirri áráttu að taka myndir af fuglum. Næst á listanum yfir vinsælt myndefni úr dýraríkinu eru hross, en það kemur reyndar til af mun praktískari ástæðum. Myndirnar af folöldunum hér fyrir neðan tók ég fyrir Viljahesta – sem er hrossarækt eiginmannsins.

Fálkinn hér fyrir ofan virtist heldur tætingslegur. Reyndar grunar mig að hann sé bæklaður á vinstra fæti, sem hann tyllti ekki í, þar sem hann sat um stund á staur og fylgdist með múkkanum í Melabökkunum.

♦ Photo FridayReaders of my blog know that I am an avid photographer of birds although my photos do not come anywhere close to the quality the professional bird photography you see all around. Still, I can’t help myself.

Above is a ruffled gyrfalcon (Falco rusticolus islandicus) that rested for a while on fence pole, looking over the sea and the cliffs where the arctic fulmars (Fulmarus glacialis) are nesting. I think the falcon might have hurt his left leg, as he kept it curled up when he sat down – and not quite in control when flying. This could explain the tattered, hungry look.

And then there are the horses, that I photograph a lot. Although my intentions there are far more practical. The photos below were taken for the site Viljahestar, portraying my husbands horse breeding, at the family farm Melaleiti.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Ætt-24mai2015

Nót-31mai2015-5

Fleiri folöld og hross á Viljahestar.com | For more foals and horses see: Viljahestar.com

Graðhestar | Horsing around

Gregoríus-5-270814

♦ FöstudagsmyndinÞessir graðhestar í Húnavatnssýslu tóku sig vel út í fallegu veðri í síðustu viku. Myndirnar voru teknar fyrir vefsíðuna Viljahestar sem spúsi minn heldur úti.

♦ Photo FridayStallions at play! I do some photographing for the website Viljahestar, a site for the horsebreeding at the family farm, run by my husband. Interested in the Icelandic horse? Go take a look!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27.08.2014 Gregoríus-7-270814