Bjargvættur | Vættir – Poster exhibition

Bjargvaettur©AslaugJons2016

♦ VeggspjaldÞrjátíu og fimm teiknarar sýna veggspjöld á HönnunarMars 2016 í Sjávarklasanum Grandagarði 16. Myndefnið er „Vættir“ sem hver teiknari túlkar á sinn hátt. Ég ákvað að skoða hug minn til bjargvætta, fremur en þjóðsagna eða yfirnáttúrulegra fyrirbrigða. Hér fyrir ofan: Bjargvættur 2016, gjörið svo vel.

Í húsi Sjávarklasans á Granda eru fleiri grafískar sýningar teiknara og hönnuða sem vert er að sjá. Borgin öll er svo kraumandi af áhugaverðum viðburðum og sýningum hönnuða fram á sunnudag.

♦ PosterThirty-five illustrators exhibit posters on the theme “Vættir” / Wights – or Supernatural Spirits on DesignMarch 2016. Place: Sjávarklasinn, Ocean Cluster House, Grandagarður 16. Rather than working on monsters and creatures from folklore and mythology I decided to take a closer look at the spirit of helpfulness: “bjargvættur” – meaning rescuer or savior, as I see it in the year 2016.

If in Reykjavík don’t to miss the many interesting events on DesignMarch 2016 – ends on Sunday!

Opnunartími í Sjávarklasanum á HönnunarMars | Opening hours in the Ocean Cluster House for the weekend:
11.03. Föstudagur | Friday 12-18
12.03. Laugardagur | Saturday 12-17
13.03 Sunnudagur | Sunday 13-17
Meira um sýninguna: Vættir á Fb. See also more from the exhibition Vættir on Fb.

Bókverk | Book art in Hannesarholt

Handbók-í-lýðræði©ÁslaugJónsdóttir

Handbók í lýðræði (meirihlutinn ræður)

♦ BókverkÉg minni á sýningu ARKA: Undir súðinni í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík. Á sýningunni eru ýmis eldri verk úr safni Arkanna og nokkur ný verk sem tileinkuð eru Hannesi Hafstein, ljóðum hans og sögu hússins. Starfsemi ARKA má kynna sér hér: ARKIR bókverkablogg. Sýningin stendur til 6. mars. Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar. Það er óhætt að mæla með margvíslegum menningarviðburðum í húsinu og ekki síður veitingastofunni, bæði í hádegi og kaffi, – það verður enginn svikinn af hnallþórum Hannesarholts!

♦ Book ArtThis is a reminder: Don’t miss ARKIR’s  book art exhibition in Hannesarholt Cultural house, Grundarstígur 10, Reykjavík! We exhibit older works along with new works dedicated to poet and politician Hannes Hafstein (1861-1922). The exhibition: “UNDIR SÚÐINNI”, (IN THE ATTIC), is open until March 6th. See more about ARKIR: Book Arts Group. Hannesarholt opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm. Hannesarholt restaurant is highly recommended!

Photos: my book art in Hannesarholt.

Bókverk í Hannesarholti | ARKIR book art exhibition

Hholt-ARKIR-2016-Poster-web

Artwork: Sigurborg Stefánsdóttir. Poster design: Áslaug Jónsdóttir

♦ BókverkListahópurinn ARKIR hefur undanfarna daga unnið að undirbúningi sýningar á bókverkum í Hannesarholti. Á sýningunni „UNDIR SÚÐINNI“ eru nokkur ný verk sem tileinkuð eru Hannesi Hafstein, ljóðum hans og sögu hússins. Eldri verk á sýningunni voru einnig valin með tilliti til sögunnar: sum eru þjóðleg og fróðleg, önnur vísa í stjórnmál og landsmál, enn önnur byggja á sígildri fagurfræði hannyrða og handverks, landslags, veðra og vinda. Við erum tíu í hópnum og höldum úti vefsíðu sem má kynna sér hér: ARKIR bókverkablogg. Ég verð með nokkur eldri verk á sýningunni og setti einnig upp í lítið handgert kver með ljóði Hannesar: Logndrífa, sjá myndir neðar.

Sýningin í Hannesarholti opnar á laugardag, 6. febrúar kl 15. Verið velkomin á opnun!
Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar.

♦ Book artAs a member of ARKIR Book Arts Group I have been arranging next ARKIR book art exhibition: “UNDIR SÚÐINNI”, – IN THE ATTIC, referring to the exhibition room: a cosy loft in Hannesarholt Cultural house. A small selection of new works is dedicated to Hannes Hafstein (1861-1922), a poet – and Iceland’s first Minister of State and his house at Grundarstígur. Older selected works may have reference to the spirit of the olden days: being political, ethnological and as so much of Hannes Hafstein’s poetry, referring to the land and nature of Iceland.

Welcome to the opening at 3 pm in Hannesarholt on Saturday, February 6th.
Opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm.

 

 

 

 

Jól hjá skrímslum | Merry monsters

Jolafondur8©AslaugJ

♦ Skrímslin bjóða heimSýningin Skrímslin bjóða heim í Gerðubergi – menningarhúsi var vel sótt s.l. helgi en þá var skreytt hjá skrímslunum fyrir jólin. Þar var föndrað af kappi og í lokin var sungið og gengið í kringum ljósum prýdd skrímslajólatré. Skrímslin þakka öllum þátttakendum hjartanlega fyrir komuna. Skrímslakisi er alsæll svo nú mega jólin koma!

♦ A Visit to the MonstersLast Saturday was a festive day for Little Monster and Big Monster when they got their homes in Gerðuberg Culture House decorated. This was of course only possible because of great help from exhibition guests of all ages. Now the merry monsters enjoy the Yuletide just as the rest of us. Monster Kitty is as happy as a cat can be. Thank you all!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Sýningin Skrímslin bjóða heim er ætluð yngri börnum í fylgd með fullorðnum og stendur allt til 24. apríl 2016. Aðgangur er ókeypis.

The exhibition A Visit to the Monsters, based on the Monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is on display in Gerðuberg Culture House in Reykjavík. It will run through April 24th 2016. Free admission.

Skrímslaskraut | Christmas decorations

SkrimslaJolaseria

♦ ViðburðurÁ morgun, laugardaginn 12. desember, verður skreytt heima hjá skrímslunum í Gerðubergi menningarhúsi. Þar verður hægt að spreyta sig á alls konar jólaföndri að hætti litla skrímslisins. Stóra skrímslið gat ekki beðið og er búið að hengja upp jólaseríurnar (án þess að flækja þær saman!). En auðvitað þurfa skrímslin hjálp við að punta svona mörg hús og tré. Við skrímslavinir hlökkum því til að sjá sem flesta á morgun, kl 13:30-15:30. Nánari upplýsingar: Gerðuberg menningarhús og hér er viðburðurinn á FB. Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim stendur yfir í Gerðubergi.

♦ EventLittle Monster and Big Monster are preparing for the holidays and will be decorating their homes at Gerðuberg Culture House tomorrow, 12. Dec., from 1:30 pm to 3:30 pm. Big Monster could not wait and has already put up some fairy lights and Little Monster has been busy with the scissors. But they will sure need some help decorating all the trees and all the houses, windows and doors. We welcome all monster-friends to this event! Further information: Gerðuberg Culture House and a FB-event. The exhibition A Visit to the Monsters, based on the Monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is on display in Gerðuberg Culture House.

LSklippJolweb

Heima hjá skrímslum | The busy homes of monsters

Skrimslin-2015-03-©AslaugJ

♦ Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim opnaði laugardaginn 24. október 2015 í Gerðubergi menningarhúsi við afbragðsgóðar viðtökur og mikla aðsókn. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá opnunardeginum og enn fleiri myndir má sjá á Fb-síðu Gerðubergs. Sýningin byggir á sagnaheimi bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sýningarstjórar og hönnuðir eru Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson.

Vinnan við sýninguna var mikið ævintýri og á sér langan aðdraganda. Þar dró vagninn Guðrún Dís Jónatansdóttir viðburðastjóri og svo verkefnastjórarnir Ásta Þöll Gylfadóttir og Stella Soffía Jóhannesdóttir hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Starfsfólk Gerðubergs Menningarhúss lét heldur ekki sitt eftir liggja og ber nú hitann og þungan af móttöku gesta. Helsta samstarfsmanni mínum, listasmið og hönnuði, Högna Sigurþórssyni, vil ég þakka ómetanlegt framlag og skapandi og skemmtilegt samstarf. Sýningin stendur allt til 24. apríl 2016, en er hönnuð sem farandsýning og mun án efa halda í langferðir þegar fram líða stundir.

♦ Exhibition for childrenSo at last the exhibition “Skrímslin bjóða heim” , Visit to the Monsters, was opened in Gerðuberg Culture House on October the 24th 2015. What a day! The house was bursting with monster friends who all wanted to enjoy playing and reading in the world of monsters.

Designing and working on the exhibition has been a long and exciting adventure. I would like to thank the enthusiastic staff at Reykjavík City Library and Gerðuberg Culture House – and not least my co-exhibition designer for this project: designer and artist Högni Sigurþórsson, who made this journey even more monstrously creative and amusing.

This interactive exhibition for children, based on the eight books about Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal will run through April 24th 2016 in Reykjavík. It has been designed for travelling and will hopefully travel abroad when time comes. More on that later. Enjoy the photos from the opening day and see even more images here on Gerðuberg Culture House Fb-page.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.


Móttaka skrímslanna og lestrarrými; sjósundstaðurinnThe Monster reception and reading area; The Sea:

Skrímslaparísinn og fiskitjörninThe Monster Hopscotch and The Fishing Pond:

Lestrarrými, NEI-veggurinn og gæludýrabúðin. | Reading area; The Wall of No’s, The Pet Shop:

Skrímslaskógurinn | The Monster Woods:

Skrímslaþorpið og skúmaskotinThe Monster Village and all The Monsters in the Dark:

Heima hjá stóra skrímslinuAt Big Monster’s House:

Heima hjá litla skrímslinuAt Little Monster’s house:

Skrifaði í skýin, skrímsla-segulmyndir, teiknitrönur litla skrímslisins, og vinatréð | Creative areas: Monster Magnet Portraits, Little Monster’s easels, The Black-mood Clouds and The Tree of Friends:

Hönnuðir, sýningar- og verkefnastjórar | Happy designers and project managers:

 

Skrímslin bjóða heim í dag | Exhibition opening today!

0-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi í dag!
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens today, Oct. 24th 2015, in Gerðuberg Culture House.

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 1

1-dagur

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim opnar í Gerðubergi Menningarhúsi á morgun!
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House1 day to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 2

2-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“  opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 2 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House2 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 3

3-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 3 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House3 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 4

4-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“  opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 4 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House4 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 5

5-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“  opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 5 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House5 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 6

6-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 6 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House. 6 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 7

7-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 7 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House7 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 8

8-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 8 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House8 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 9

9-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 9 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House9 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 10

10-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 10 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House10 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 11

11-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 11 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House11 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 12

12-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 12 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House12 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 13

13-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 13 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House13 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down

14-dagar

♦ SýningVið teljum niður! Sýningin „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 14 daga.
♦ ExhibitionThe exhibition “Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters will open on October 24th 2015 in Gerðuberg Culture House. Just 14 days to go!

Skrímsli að störfum | Monsters at work

Litlu-skrimslin-hjalpast-ad-©AslaugJ

♦ Sýningarvinna: Undirbúningur fyrir sýningu úr heimi bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið er í fullum gangi. Litla skrímslið veit alveg hvernig þetta á allt saman að vera, en við Högni, Reynir og Svanhvít höfum reynt að hlýða því í einu og öllu við hönnun og smíðar. Stóra skrímslið gerir sannarlega sitt besta en skrímslakisi hefur ekki verið til mikils gagns. Sýningin „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi 24. október 2015. Sýningarhönnuðir eru Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson. Hér má lesa frétt um skrímslastússið á vef Gerðubergs – Menningarhúss.

Skrimsli-hjalpa-til-©AslaugJ

♦ Exhibition in the makingPreparations for an interactive exhibition for children, based on the eight books about Little Monster and Big Monster are in full swing! As usual Little Monster has strong opinions on how to do things and we in the exhibition team: Áslaug, Högni, Reynir and Svanhvít, try to follow every instruction when designing and building. Big Monster is also doing it’s best, but Monster Kitty is really just in the way… The exhibition “Skrímslin bjóða heim” (At Home with Monsters) will open on October 24th 2015 in Gerðuberg Culture House. My co-exhibition designer on this project is designer and sculptor Högni Sigurþórsson. More about the exhibition (in Icelandic) here on City Library news blog.

Stora-skrimsli-smidar-©AslaugJ

 

Skrímslafréttir | Monster news!

123-Monster-SvCover-2015-lwrFRONTweb♦ Bókaútgáfur og upplifunarsýningAf litla skrímslinu og stóra skrímslinu er allt gott að frétta og þau eru sannarlega í fullu fjöri. Hér eru helstu tíðindi af skrímslunum, heima og heiman.
♦ Books releases and upcoming exhibition: Little Monster and Big Monster are doing just fine. Here are the latest news!

Endurútgáfur í Svíþjóð. Það er alltaf gaman að senda bækur af stað í prentun – og það á hreint ekki síður við um endurútgáfur, enda sérdeilis gleðilegt þegar útgefendur treysta bókunum til að lifa lengur en sína fyrstu útgáfu. Útgefendur okkar skrímslanna í Svíþjóð, Kabusa Böcker, ákváðu að endurútgefa fyrstu bækurnar: Nej! sa lilla monster, Stora monster gråter inte og Monster i mörkret. Þessar bækur komu út hjá Bonnier Carlsen árin 2004, 2006 og 2007 og hafa verið ófáanlegar um langa hríð, en koma nú aftur í bóksölur í lok sumars.
♦ Reprints in Sweden: The Swedish version of the first three books about Little Monster and Big monster were originally published by Bonnier Carlsen in 2004, 2006 and 2007. Five more titles have been published by Kabusa Böcker, who are now republishing the first three books who have been out of print for many years now. Book release for these three books in Sweden will be later this summer.

EftertankenOpslag

Opna úr „Eftertankens Följetong“ eftir Ingmar Lemhagen | Spread from “Eftertankens Följetong” by Ingmar Lemhagen.

Í bók um Biskops Arnö. Tilurð bókanna um skrímslin tvö fær sérstaka umfjöllun í nýútkomnu riti Ingmar Lemhagen um norrænu rithöfundanámskeiðin á Biskops Arnö, sem þar hafa verið haldin allt frá árinu 1960. Bókin nefnist Eftertankens Följetong. Kalle Güettler segir frá þessum tíðindum hér. Við skrímslahöfundar lögðum til myndir og efni tengt samvinnu okkar höfundanna þriggja, sem hefur staðið yfir frá því að við hittumst á námskeiði á Biskops Arnö árið 2001.
♦ All about the beginning! Little Monster and Big monster are thoroughly represented in a new book about the Nordic seminars for writers and illustrators, held at Biskops Arnö in Sweden. The book is in Swedish: Eftertankens Följetong by Ingmar Lemhagen. My co-author of the Monsterseries, Kalle Güettler, tells us more about all this here in his blog – in Swedish.

8-MCovers-lowres

Skrímslin á ensku. Það voru fleiri skrímslabækur en sænskar endurútgáfur í umbroti hjá mér. Nýjar þýðingar á ensku eru nú tilbúnar hjá Forlaginu fyrir áhugsama útgefendur! Snilldarhöfundurinn Salka Guðmundsdóttir sá um þýðinguna.
♦ English translations: This is an important announcement to publishers! The books about Little Monster and Big Monster are now available in a provisional English translation, all set up for enjoyable reading with the illustrations and text as in the original design. Translator is the excellent author and translator Salka Guðmundsdóttir. For more information contact: Forlagid Rights Agency.

Upplifunarsýning í Gerðubergi. Sannast sagna hafa skrímslin átt hug minn allan undanfarið. Í undirbúningi er farandsýning þar sem gengið verður inn í heim bókanna um skrímslin tvö. Áformað er að opna sýninguna í Gerðubergi Menningarhúsi í október, en síðar heldur sýningin til Svíþjóðar og Færeyja. Ég er ábyrg fyrir hönnun sýningarinnar ásamt Högna Sigurþórssyni. Hér fyrir neðan má gægjast inn í módelið sem ég hef notað í hugmyndavinnunni.
♦ Books releases and exhibition: I could say that my mind has been occupied with monsters for quite some time. An interactive exhibition for children, based on the eight books about the two monsters will open in October in Gerðuberg Culture House. It will later to travel abroad: hopefully to the other monster-homelands: Sweden and the Faroe Islands. My co-exhibition designer on this project is the experienced and skilled designer and sculpturer Högni Sigurþórsson. Below is a little sneak-peak in to the model where I have tested various ideas for the exhibition.

ARKIR – Endurbókun | Re-booked with ARKIR

Lokaorðin | The last words – The final lines (2014)

Lokaorðin | The last words – The final lines (2014)

♦ Bókverk: ARKIR opna sýningu í Bókasafni Reykjanesbæjar næstkomandi laugardag, 18. apríl 2015. Ég er ein af „Örkunum“ átta sem sýna þar. Flest verkin voru til sýnis á bókverkasýningunni ENDURBÓKUN í Gerðubergi á síðasta ári, en sem fyrr eru verkin unnin úr gömlum afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni.

Meira um ARKIR hér á bókverkablogginu – og hér eru fleiri bókverk.

♦ Book art: I am exhibiting book art along with ARKIR Book Arts Group in a new version of our exhibition ENDURBÓKUN (Re-book), in Reykjanes Public Library, from Saturday April 18th. All the works are created from old books, mostly discarded books from Gerðuberg Library / Reykjavík City Library. Go visit Reykjanes!

To see more of ARKIR’s book art go to ARKIR Book Arts Blog. To see more of my book art go to this page.

ARKIR-A5-Endurbokun-Vefur

Artwork by Ingiríður Óðinsdóttir (Skáldskapur III) – Photo: Binni – Poster design: Áslaug Jónsdóttir

Þetta vilja börnin sjá! 2015 | Exhibition of illustrations

M8-Skrimslakisi-4-5-AslaugJ

♦ SýningÁ morgun opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi hin árvissa sýning „Þetta vilja börnin sjá!“. Þar má sjá myndlýsingar úr fjölda barnabóka, sem komu út á Íslandi á árinu 2014, – þar á meðal Skrímslakisa. Tuttugu og átta teiknarar sýna fjölbreytt og skemmtileg verk úr bókum fyrir börn og listunnendur á öllum aldri. Sýningin opnar kl 14 á morgun, sunnudag 25. janúar, og stendur til 15. mars 2015.

ÞettaViljaBörninSjá2015♦ Exhibition: The annual exhibition of children’s books illustrations opens tomorrow, Sunday January 25th, at Gerðuberg Culture Center, at 2 pm. Twenty-eight illustrators exhibit their works from books published in Iceland in 2014. This is a feast for admirers of illustrated books. Be sure not to miss it!

Among the exhibited works are a couple of spreads from Skrímslakisi, The Monster Cat, published by Forlagið in 2014.

Endurbókun | Re-booked

AEvintyri©Aslaug

♦ Bókverk: Sýningin ENDURBÓKUN opnaði í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 1. nóvember s.l. en þar sýna sjö listakonur úr listamannahópnum ARKIR margvísleg verk unnin úr gömlum bókum. Þessar slitnu og afskrifuðu bækur, sem flestar voru áður til útláns í Gerðubergssafni, hafa nú verið „endurbókaðar“ á ýmsan hátt. Á vefsíðu ARKA má sjá fleiri myndir frá opnun og af verkum á sýningunni.

Hér fyrir ofan er mynd af verkinu „Ævintýri“ sem ég vann fyrir sýninguna.
Fyrir neðan er mynd frá opnuninni og verkið „Helgimyndir: Trú, von – og sönn ást.“
Ljósmyndir af ýmsum eldri og nýrri bókverkum er að finna á síðunni hér.

♦ Book art: The opening of the book art exhibition ENDURBÓKUN on Nov.1st at Gerðuberg Culture Center went well. Seven ARKIR-members of ARKIR Book Arts Group exibit their works from recycled and re-used books at “Endurbókun” or “Re-booked”. For more photos of works from the exhibition and from the opening see ARKIR Book Arts Blog. For more of my book art click here.

Photo above: One of my works at Re-booked: „Fairy-tale“.
Below: At Gerðuberg, „Three ikons: Faith, Hope – and True Love“.

EndurbokunAslaug2014

 

Bókverkasýning í Breiðholtinu: Endurbókun | Book art exhibition: Re-booked

Reyfararnir reifaðir - Áslaug Jónsdóttir

♦ Bókverk: Á morgun laugardaginn 1. nóvember opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sýning á bókverkum úr smiðju sjö meðlima í listamannahópnum ARKIR. Öll eru verkin unnin úr gömlum bókum sem flestar voru áður til útláns í Gerðubergssafni. Þessar slitnu og afskrifuðu bækur hafa nú verið „endurbókaðar“ á margvíslegan hátt. Sýnendur eru Áslaug Jónsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem jafnframt er sýningarstjóri. Nánar má lesa um bókverkin á bókverkabloggi ARKANNA og heimasíðu Gerðubergs.

♦ Book art: Along with six fellow artist in ARKIR book arts group I am opening an exhibition tomorrow, November 1st, at Gerðuberg Culture Center. Seven ARKIR-members show their works from recycled and re-used books at “Endurbókun” or “Re-booked”. Participants are: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator. For further information check ARKIR book Arts blog and Gerðuberg’s website.

Artwork on poster/invitation below: Svanborg Matthíasdóttir.

ArkirEndurbokun bodskort

Gægjugat | Through the peephole

myrin2014-©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Á morgun opnar í Norræna húsinu sýningin Páfugl úti í mýri – Orðaævintýri. Sýningin er hluti af Mýrinni, alþjóðlegu barnabókmenntahátíðinni sem haldin er á tveggja ára fresti í Norræna húsinu, – og Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2014. Sýningarstjórar eru þau Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Davíð Stefánsson. Ég kíkti í Norræna húsið um daginn, þegar undirbúningur stóð sem hæst, stóð hreinlega á gægjum! Fleiri myndir má sjá hér. Ég mæli eindregið með skemmtilegri sýningu fyrir alla fjölskylduna!

Mýrin Festival Program

Dagskrá – Mýrin Festival Program

♦ Photo Friday: Tomorrow there will be an opening of an exhibition in the Nordic house in Reykjavík, called: A Peacock in the Moor – A Fairy-tale of Words. The exhibition is inspired by a selection of new Nordic children’s books and is dedicated to the joy of reading and playing with words. It is a part of the International Children’s Literature Festival Mýrin, a biennial hold in the Nordic House in Reykjavík, – and Reykjavík Reads Festival 2014. The exhibition is designed by graphic artist Kristín Ragna Gunnarsdóttir and author Davíð Stefánsson. I went to the Nordic house last week and and took a peek through a magic hole in the wall! More photos here. Check out the links in this post if you want to know more!

Babelturninn í Norræna húsinu | The Tower of Babel

AslaugJonsBABELweb

 Bókverk.  Hér kemur smá upprifjun: Á morgun opnar í Norræna húsinu sýningin HEIMA eða hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik. Þrjátíu og þrír norrænir listamenn sýna bókverk tengd þemanu: heima, heimili eða heimkynni. Íslenski bókverkahópurinn ARKIR á fjölda nýrra verka á sýningunni, sem er skipulögð af forkólfum CON-TEXT listahópsins í Danmörku. Fylgjast má með framvindu sýningarinnar á heimasíðu CON-TEXT hópsins, sem og opinni FBsíðu hópsins.

Ég sýni m.a. verkið hér fyrir ofan, nokkurs konar bókrollu sem ber heitið Babel. Samkvæmt Biblíunni var Babelturninn samkomuhús alls mannkyns um hríð eða þar til Guði þótti nóg komið af þessu metnaðarfulla sambýli og sundraði mannskapnum. Sem hefur ekki talað saman af fullu viti síðan. Í dæmisögunni um Babelturninn kristallast harmur okkar yfir óskiljanlegu og eilífu ósætti og skilningsleysi manna á milli. Alveg kjörið að kenna refsiglöðum guði um allt vesenið á okkur.

Heimili er auðvitað ekki aðeins hús heldur samverustaður þeirrar einingar sem telur fjölskyldu. Heimkynni eru ekki aðeins landsvæði heldur líka menning og samfélag. Það sem tengir fólkið saman er tungan. Tungumálið býr í okkur og við í tungumálinu. Þar erum við heima. Í bókverkinu fossar biblíutextinn um Babelturninn á fjölda tungumála en hann er sundraður í óskiljanlega flækju. 

Allir jarðarbúar töluðu sömu tungu og notuðu sömu orð. Svo bar við er þeir fluttust að austan að þeir fundu lágsléttu í Sínearlandi og settust þar að. Þá sögðu þeir hver við annan: „Komum nú og búum til tígulsteina og brennum þá í eldi.“ Þeir notuðu tígulsteina í stað grjóts og bik í stað steinlíms. Og þeir sögðu: „Komum nú, byggjum okkur borg og turn sem nái til himins. Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina.“  Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn sem mennirnir höfðu byggt. Og Drottinn sagði: „Nú eru þeir ein þjóð og tala sömu tungu. Þetta er aðeins upphaf þess sem þeir munu taka sér fyrir hendur. Hér eftir mun ekkert verða þeim um megn sem þeir ætla sér. Stígum nú niður og ruglum tungumál þeirra svo að enginn skilji annars mál.“  Og Drottinn tvístraði þeim þaðan um alla jörðina og þeir hættu við að byggja borgina. Af þeim sökum heitir hún Babel að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina. – – –  Fyrsta Mósebók 11. 1-9.

 Book art. Opening tomorrow in the Nordic house: the exhibition HEIMA or: “hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik“. Thirty-three Nordic artists exhibit artist’s books with the theme: HOME. Nine members of ARKIR book arts group participate in the exhibition which is organized by the Danish members of the Nordic artist group CON-TEXT. News, events and remarks on the exhibition will be found at the CONTEXT homepage, as well as the group’s Facebook Page. See also more news and works at ARKIR Book Arts Blog.

I am exhibiting this book object in Silkeborg, a book scroll or a paper sculpture called Babel. According to the Bible, The Tower of Babel was what one could call a home and rendezvous of all mankind, until God Almighty decided that this ambitious commune was no good and wrecked the party: He scattered the people all over the earth and confused their language. This tale is full of grief of our failings: our endless conflicts and lack of understanding and respect for each other. Yes, lets blame a punishing god.

Home is such a wide concept. It’s not just a building, but a place of union, an assembly of those who call themselves family. Home is not just a tract of land, but also a community, home of culture. The language connects us together. We belong to the language and the language belongs to us. It markes and makes our home. In this piece I quote the biblical text in many languages, and it flows out of the tower. But it’s all messed up in a confusing babble. Alas.

Now the whole earth had one language and the same words. And as they migrated from the east, they came upon a plain in the land of Shinar and settled there. And they said to one another, “Come, let us make bricks, and burn them thoroughly.” And they had brick for stone, and bitumen for mortar. Then they said, “Come, let us build ourselves a city, and a tower with its top in the heavens, and let us make a name for ourselves; otherwise we shall be scattered abroad upon the face of the whole earth.”  The Lord came down to see the city and the tower, which mortals had built. And the Lordsaid, “Look, they are one people, and they have all one language; and this is only the beginning of what they will do; nothing that they propose to do will now be impossible for them. Come, let us go down, and confuse their language there, so that they will not understand one another’s speech.”  So the Lord scattered them abroad from there over the face of all the earth, and they left off building the city. Therefore it was called Babel, because there the Lord confused the language of all the earth; and from there the Lord scattered them abroad over the face of all the earth.  – – –  Genesis 11. 1-9.

 Babel á Arkarblogginu hér. Fyrir neðan: Stutt grein í Fréttablaðinu dags. 24.01.2014 um sýningaropnun í Norræna húsinu. ATH. sýningin opnar kl. 16. á morgun!
♦ Babel presented at ARKIR Book Arts Blog here. Below: Newspaper clip Fréttablaðið 24.01.2014 on the exhibition HOME.

Fréttabladid-240114-42web

Í draumum mínum … | In my dreams …

Draumur7-webAslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Hef ég nokkuð minnst á sýninguna sem opnar á morgun …? Jú, kannski? Jæja, föstudagsmyndin er því úr einu verkanna sem ég sýni þar, nefnilega hárómantísku bókverki sem heitir: Í draumum mínum er ég alltaf þar. Veskú.

♦ Photo Friday. Long time, no photo Friday… Because I’ve been busy with book art exhibition and stuff, I am posting two manipulated photos from my sentimental little book item from the exhibition, called: Í draumum mínum er ég alltaf þar – In my dreams I’m always there. See you at the Nordic house!

Draumur6a-webAslaugJ