Skrímsli á ferð | Monsters on the move

Tilnefning í Eistlandi: Góðar fréttir berast frá Eistlandi en þar hefur „Ei! ütles väike koll“ eða þýðingin á „Nei! sagði litla skrímslið“ verið tilnefnd til virtra þýðingarverðlauna sem eistneska deild IBBY samtakanna sendur fyrir. Verðlaunin nefnast Paabeli Torn (Babelsturninn) og heiðra bestu þýddu barnabækurnar á eistnesku. Verðlaunin verða nú veitt í 22. sinn. Tilnefningarnar skiptast í tvo flokka: myndabækur og textabækur eða kaflabækur, en alls eru tíu titlar tilnefndir. Ein af bókunum fimm sem koma til greina í myndabókaflokknum er „Nei! sagði litla skrímslið“, þýdd úr íslensku af Kadri Sikk. Útgefandi er bókaútgáfan Norður og ekki ólíklegt að fleiri bækur um skrímslin eigi eftir að koma út á eistnesku. Nánar má lesa um tilnefningarnar til Babelsturnsins hér á eistnesku og hér á ensku.

Við skrímslabókahöfundarnir hittumst í október á Íslandi til að vinna að nýjum handritum og hugmyndum sem við höfum verið að kasta á milli okkar. Vonandi eiga því eftir að birtast að minnsta kosti þrjár nýjar skrímslasögur á næstu árum. Útgefandi okkar hjá Norður, Andry Arro, hafði samband við okkur þar sem við okkur á meðan vinnubúðirnar stóðu yfir og tók við okkur stutt viðtal sem birtist í barnablaðinu Täheke, sem er velþekkt tímarit í Eistlandi. Og þar er föndurhornið greinilega líka tileinkað skrímslunum svörtu!

Nomination in Estonia: Good news is coming from Estonia, where Ei! ütles väike koll or the translation of “No! said the little monster” has been nominated for a celebrated translation award presented by the Estonian branch of IBBY. The award, Paabeli Torn Award (Tower of Babylon), honours the best translated children’s books in Estonian. It will now be awarded for the 22nd time. The nominations are divided into two categories: picture books and chapter books, with a total of ten titles nominated. One of the five books that are considered in the picture book category is “No! said the little monster”, translated from Icelandic by Kadri Sikk. The publisher is Nordur Publishing and more books about monsters may very well be published in Estonian. You can read more about the nominations to the Paabeli Torn Award in Estonian here and here in English.

We the three authors of the Monsterseries, Áslaug, Kalle and Rakel, met in Iceland in October to work on new manuscripts and ideas that we have been discussing. Hopefully, at least three new stories will be published in the coming years. Our publisher at Norður, Andry Arro, contacted us during the workshop and interviewed us for a short article which has just been published in the children’s magazine Täheke, a well-known children’s magazine in Estonia. And the craft corner in the magazine is apparently also dedicated to the black monsters! 


  Read about the Monster series in 2025 RLA’s catalogue.
For further information about the Monster series contact Forlagid Rights Agency / Reykjavik Literary Agency

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni. 🔗 Rakel Helmsdal 🔗 Kalle Güettler

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series. 🔗 Rakel Helmsdal 🔗 Kalle Güettler

Hlaðvarpsþáttur frá Berlín | Klein aber groß – Play Nordic

Myndabókaspjall: Norrænu sendiráðin í Berlín standa fyrir hlaðvarpinu PLAY NORDIC og í tengslum við sýninguna „Klein aber Groß“, sem opnaði 17. júlí s.l. í félagsheimili Norrænu sendiráðanna: Felleshus, voru tekin viðtöl við nokkra þátttakendur. Þátturinn er nú komin í útsendingu og má finna á heimasíðu sendiráðanna hér: Play Nordic – og á Spotify, Apple Podcasts og víðar. Viðmælendur eru sýningarstjórinn Johanna Stenback og höfundarnir Stina Wirsén frá Svíþjóð, Áslaug Jónsdóttir frá Íslandi, Linda Bondestam frá Finnlandi, Anna Jacobina Jacobsen frá Danmörku og Gry Moursund frá Noregi. Ég átti afar ánægjulegt samtal við rithöfundinn Florian Felix Weyh, en fleira þáttargerðarfólk kom einnig að gerð hlaðvarpsþáttarins.

Sýningin í Felleshus í Berlín stendur til 5. október 2025. Upplýsingar á þýsku um sýninguna má finna hér. Og fyrri póst með myndum og upplýsingum á þessum vettvangi má lesa hér


Picturebook talk: A podcast program was made in connection with the exhibition “Klein aber Groß”, that opened on 17 July in Felleshus, in Berlin (the cultural centre and event venue of the five Nordic embassies: Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden). The program is now available at PLAY NORDIC – the podcast run by the Nordic embassies. You can listen here: Play Nordic – and on Spotify, Apple Podcasts and more. The interviewees are the curator Johanna Stenback, and the authors/illustrators Stina Wirsén from Sweden, Áslaug Jónsdóttir from Iceland, Linda Bondestam from Finland, Anna Jacobina Jacobsen from Denmark and Gry Moursund from Norway. I had a very enjoyable conversation with writer Florian Felix Weyh, but other interviewers contributed to the podcast also.

For further information and program follow this link: Klein aber groß. The exhibition runs until October 5, 2025. See also my previous blogpost with photos and information on this page here

Stórt og smátt í Berlín | Klein aber groß – exhibition opening

Sýningaropnun: Það var gaman að taka þátt í gleðinni í Berlín við opnun sýningarinnar „Klein aber Groß“ sem opnaði fimmtudaginn 17. júlí í félagsheimili Norrænu sendiráðanna: Felleshus. Opnunin var vel sótt af ungum sem öldnum og áhugi á norrænum myndabókum mikill og einlægur. Uppsetning verka og kynning var vel heppnuð en sýningarstjórinn, Johanna Stenback, bar hitann og þungan af vinnunni ásamt arkitekt sýningarinnar Mia-Irene Sundqvist og grafíska hönnuðinum Andrei Palomäki. Starfsfólk norrænu sendiráðanna tók líka vel á móti gestum með norrænum nammibar og fjörugu diskóteki, bókum og söluvörum þeim tengdum. Fjórir listamenn tóku þátt í opnun: Stina Wirsén frá Svíþjóð, Linda Bondestam frá Finnlandi, Amanda Chanfreau frá Álandseyjum og Áslaug Jónsdóttir – þar hittust gamlir vinir og nýir! Takk fyrir þetta sinn Berlín!

Eftirtaldir myndhöfundar eiga verk á sýningunni:
Emma AdBåge (SE), Kjell Aukrust (NO), Linda Bondestam (FI), Amanda Chanfreau (AX), Rán Flygenring (IS), Anna Jacobina Jacobsen (DK), Tove Jansson (FI), Áslaug Jónsdóttir (IS), Maria Bach Kreutzmann (GL), Gry Moursund (NO), Bárður Oskarsson (FO), Jakob Martin Strid (DK) og Stina Wirsén (SE).
Kynningu og dagskrá á þýsku má lesa hér: Klein aber groß. Sýningin stendur til 5. október, 2025.

Smellið á myndirnar til að stækka! | Click on the images to enlarge!

Ljósmyndir hér fyrir ofan | Photos above: © Áslaug Jónsdóttir
Ljósmyndir hér neðar | Photos below: Klein Aber Groß © Bernhard Ludewig

Exhibition opening: It was a true pleasure to take part in the festivities in Berlin at the opening of the exhibition “Klein aber Groß” which opened on Thursday 17 July in Felleshus, or pan-nordic building – the cultural centre and event venue of the five Nordic embassies: Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden. The opening was well attended by young and old and the interest in the Nordic picture books was great. The installation of the works and the presentation were a success, carried out by the energetic curator, Johanna Stenback, together with the exhibition architect Mia-Irene Sundqvist and the graphic designer Andrei Palomäki. The staff of the Nordic embassies welcomed the guests with a Nordic candy bar and a lively disco, books and merchandise. Four artists participated in the opening: Stina Wirsén from Sweden, Linda Bondestam from Finland, Amanda Chanfreau from the Åland Islands and Áslaug Jónsdóttir. Old and new friends met there! Vielen Dank for this time Berlin!

The exhibition features works by the following authors:
Emma AdBåge (SE), Kjell Aukrust (NO), Linda Bondestam (FI), Amanda Chanfreau (AX), Rán Flygenring (IS), Anna Jacobina Jacobsen (DK), Tove Jansson (FI), Áslaug Jónsdóttir (IS), Maria Bach Kreutzmann (GL), Gry Moursund (NO), Bárður Oskarsson (FO), Jakob Martin Strid (DK) and Stina Wirsén (SE). For further information and program follow this link: Klein aber groß. The exhibition runs until October 5, 2025.

Skrímslin í Berlín | Klein aber groß – exhibition in Berlin

Sýning: Sendiráð Norðurlandanna í Berlín efna til sýningar á barnabókum og myndlýsingum í Felleshus, sýningarrými og samfélagshúsi Norðurlandanna þar í borg. Sýningin opnar 17. júlí og stendur til 5. október 2025. Skrímslin verða þarna í góðum félagsskap en á sýningunni eiga eftirtaldir höfundar verk: Emma AdBåge (SE), Kjell Aukrust (NO), Linda Bondestam (FI), Amanda Chanfreau (AX), Rán Flygenring (IS), Anna Jacobina Jacobsen (DK), Tove Jansson (FI), Áslaug Jónsdóttir (IS), Maria Bach Kreutzmann (GL), Gry Moursund (NO), Bárður Oskarsson (FO), Jakob Martin Strid (DK) og Stina Wirsén (SE).

Sýningarstjóri er Johanna Stenback. Kynningu og dagskrá á þýsku má lesa hér: Klein aber groß.

Exhibition: The Nordic Embassies in Berlin are organising an exhibition of children’s books and illustrations at Felleshus, the Nordic contries cultural centre and event venue in the city. The exhibition opens on July 17 and runs until October 5, 2025. The three monsters will be in good company, and the exhibition features works by the following authors: Emma AdBåge (SE), Kjell Aukrust (NO), Linda Bondestam (FI), Amanda Chanfreau (AX), Rán Flygenring (IS), Anna Jacobina Jacobsen (DK), Tove Jansson (FI), Áslaug Jónsdóttir (IS), Maria Bach Kreutzmann (GL), Gry Moursund (NO), Bárður Oskarsson (FO), Jakob Martin Strid (DK) and Stina Wirsén (SE). 

Curator is Johanna Stenback. For further information and program follow this link: Klein aber groß.


 

Vönduð prent úr skrímslabókunum má fá hjá Gallerí Fold. Skrímsli í ramma er góð gjöf fyrir skrímslavini á öllum aldri! Fylgið þessum hlekk yfir á síðu hjá Gallerí Fold til að sjá öll Skrímsli í boði!

Selected illustrations from the book series about Little Monster, Big Monster and Furry Monster, by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal, are available at Fold Gallery. The images are printed on high-quality paper and are for sale in limited editions, signed by the artist. A framed monster picture is a great gift for monster lovers of all ages! Follow this link to see all the collection at the gallery.

Skrímslaveisla á færeysku | Monster Feast in Faroese

Útgáfan 2025: Í lok apríl kom Skrímslaveisla út á færeysku hjá Bókadeildinni, nokkru síðar en útgáfurnar á íslensku og sænsku. Því var auðvitað fagnað með „hátíðar-gildis-stevnu-fagnaðarveitslu“ og almennri gleði. Fyrir færeyska textanum í Skrímslaveitslu stendur sem fyrr Rakel Helmsdal. Skrímslaveisla er nú komin út á fjórum tungumálum. Auk íslensku og færeysku gefur Argasso út Monsterfest á sænsku og Vild Maskine gefur bókina út á dönsku. Hjá Vild Maskine má nálgast aukaefni: fígúrur til að klippa út og búa til pappírsbrúðuleikhús.

Skrímslaveislu á íslensku frá Forlaginu má m.a. nálgast hér.

Publishing news: The Faroese version of Monster Feast, Skrímslaveitsla was published in April 2025, few months later than Icelandic Skrímslaveisla and Swedish MonsterfestMonster Feast is now available in four languages. In addition to Icelandic: in Faroese published by Bókadeildin, in Swedish published by Argasso and in Danish by Vild Maskine. The Danish publisher got permission to make som extra material for educational purposes: the three monsters ready to print and cut out to make paper-puppets. Enjoy!

You can find Skrímslaveisla in Icelandic here! Published by Forlagið.


  Read about the Monster series in 2024 RLA’s catalogue.
For further information about the Monster series contact Forlagid Rights Agency / Reykjavik Literary Agency

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni. 🔗 Rakel Helmsdal 🔗 Kalle Güettler

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series. 🔗 Rakel Helmsdal 🔗 Kalle Güettler

„Sannkölluð myndaveisla“  | “A true feast of illustration”

Myndlýsingar: Skrímslaveisla var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar við athöfn í Iðnó í gær, mánudaginn 14. apríl 2025. Fimmtán bækur eru tilnefndar til verðlauna: fimm fyrir frumasamdan texta, fimm fyrir myndlýsingar og fimm fyrir þýðingar. Hér má kynna sér allar tilnefndar bækur. Umsögn dómnefndar um Skrímslaveislu hljóðar svo:

„Eins og sagan og persónurnar sem við þekkjum nú svo vel kalla á, þá svara myndirnar með þessari frábærri orku sem fær virkilega að njóta sín. Litirnir skærir, formin fjölbreytt, kræsilegar veitingar og glæsileg veisluhöld. Jafnframt fylgjumst við með tilfinningum skrímslanna og ekki er annað hægt en að upplifa á sama tíma pirringinn, vináttuna og fögnuðinn. Sannkölluð myndaveisla.“

Verðlaunin verða  veitt við hátíðlega athöfn í Höfða, þann 23. apríl og mun Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenda verðlaunin.


Illustrations: Skrímslaveisla (Monster Feast) was nominated for the Reykjavík Children’s Book Award at a ceremony in Iðnó Culture House yesterday, Monday, April 14, 2025. Fifteen books are nominated for the award: five for original text, five for illustrations and five for translations. (For all nominated books, follow this link!). The jury’s review about Skrímslaveisla read thus:

“As the story and the well known characters require, the images respond with this wonderful energy that really come to their own. The colors are bright, the shapes are varied, the food looks delicious and the party gorgeous. At the same time, we follow the emotions of the monsters and it is impossible not to experience the irritation, friendship and joy, all at the same time. A true feast of illustration.”

Skrímsli í boði! | Monsters in the gallery

Skrímsli á Barnamenningarhátíð: Á morgun, laugardaginn 5. apríl, opnar í Gallerí Fold lítil sýning með völdum myndum úr bókaflokknum um skrímslin. Myndirnar eru prentaðar í góðum gæðum á vandaðan pappír og eru til sölu í takmörkuðu upplagi, áritaðar af myndhöfundi. Bækurnar verða einnig til sölu í galleríinu. Í kynningu frá Gallerí Fold segir svo: 

„Laugardaginn 5. apríl opnar sýningin „Skrímsli í boði“ í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Þar sýnir Áslaug Jónsdóttir myndir sínar úr Skrímslabókunum vinsælu. Sýningin er hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík sem stendur 8. – 13. apríl. Sýningin í Gallerí Fold stendur til 26. apríl.
Áslaug Jónsdóttir á langan og farsælan feril að baki sem einn af vinsælustu barnabókahöfundum þjóðarinnar. Bækur sem hún hefur skrifað eða myndlýst skipta tugum og hún hefur hlotið fyrir þær margskonar verðlaun eins og Íslensku bókmenntaverðlaunin, Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur, Bókasalaverðlaunin og Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin. Auk þess hefur hún hlotið fjölda tilnefninga, m.a. til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Norrænu barnabókaverðlaunanna, Bókmenntaverðlauna Reykjavíkurborgar og Fjöruverðlaunanna, svo eitthvað sé nefnt.
Í tilefni af Barnamenningarhátíð í Reykjavík hefur Áslaug, í samstarfi við Gallerí Fold, útbúið prent af vel völdum myndum úr Skrímslabókunum vinsælu um litla skrímslið, stóra skrímslið og loðna skrímslið. Í bókunum takast skrímslin þrjú á við lífið á einstaklega fallegan hátt, það skiptast á skin og skúrir eins og hjá okkur öllum en sigrarnir eru eftirminnilegir – oft stórkostlegir, og lærdómurinn sem lesandinn getur tekið með sér mikill. Fyrsta bókin Nei! sagði litla skrímslið kom út árið 2004 og sú nýjasta Skrímslaveisla tuttugu árum síðar árið 2024. Fyrir bókina Skrímsli í vanda hlaut Áslaug og meðhöfundar hennar, Rakel Helmstad og Kalle Güettler, Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2017 í flokki barna- og ungmennabóka.
Á meðan á Barnamenningarhátíð stendur verður sýningin sniðin að börnum. Myndirnar hanga í þeirra hæð, hægt verður að setjast í kósíhorn og sökkva sér í lestur Skrímslabókanna, eða spreyta sig á að teikna sitt eigið skrímsli, meðan skrímslin fylgjast með af veggjunum allt um kring.
Skímslin verða sannarlega í boði, þar sem hægt verður að kaupa bæði skrímslamyndir og skrímslabækur á sýningunni. Prentin eru gefin út í takmörkuðu upplagi og árituð af höfundinum.“

Sýningin opnar laugardaginn 5. apríl kl. 14 og stendur til 26. apríl 2025.
Opið er í Gallerí Fold virka daga og 12-18 laugardaga 12-16.

Sjá nánar um Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2025 hér.

Exhibition of illustrations: Tomorrow, Saturday, April 5th, an exhibition with selected illustrations from the book series about Little Monster, Big Monster and Furry Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal, will open at Fold Gallery in Rauðarárstígur 12, Reykjavík. The images are printed on high-quality paper and are for sale in limited editions, signed by the artist. The books will also be available in the gallery. The exhibition is a part of Reykjavík Children’s Culture Festival. A presentation from Fold Gallery states:

„Monsters on the wall – an exhibition of the art work from the popular children´s books about the monsters, by Áslaug Jónsdóttir.
Áslaug Jónsdóttir is showing selected pictures from the popular Monster Books at Gallerí Fold at Rauðarárstígur. Reprints have been made of selected pictures of the friendly, cute monsters, which have long ago captured the hearts of young and older readers. During the Children’s Culture Festival, the exhibition will be tailored for children. The pictures will be hung at their height, it will be possible to sit in a cozy corner and immerse yourself in reading the monster books, with the monsters playing on the walls all around. The monsters will indeed be available, as it will be possible to buy both monster pictures and monster books at the exhibition and you never know, the monster mother herself might even pop in to sign pictures and books.“

Fold Gallery is open mon-fri from 12 to 6 pm and Saturdays from 12 to 4 pm.

More information about Reykjavík Children’s Culture Festival 2025 here.


uppfært / updated 16.04.2025

Skrímslamynd í ramma er góð gjöf fyrir skrímslavini á öllum aldri!
Fylgið þessum hlekk yfir á síðu hjá Gallerí Fold til að sjá öll Skrímsli í boði!

A framed monster picture is a great gift for monster lovers of all ages!
Follow this link to see all the collection at the gallery.

Skrímslin í útlöndum | Monster news

Nei! í Eistlandi 

Bókaútgáfan NORÐUR er eistneskt forlag sem stofnað var árið 2023 og hefur það að markmiði að gefa út norrænar barna- og unglingabókmenntir. Fyrsta bókin um skrímslin, Nei! sagði litla skrímslið, kom út á dögunum hjá forlaginu NORÐUR undir titlinum Ei! ütles väike koll. Þýðandi er Kadri Sikk.

Við höfundarnir erum stoltir yfir því að skrímslin okkar bæti við sig nítjánda tungumálinu og vonum að fleiri bækur í bókaflokknum eigi erindi til eistneskra barna. 

Ei! in Estonia 

NORÐUR publishing is a small publishing house established in 2023 with the aim of publishing Nordic children’s and young adult literature. The first book in the Monster series, No! said the little monster, was recently published by NORÐUR by the title Ei! ütles väike koll, translated by Kadri Sikk.

We are proud that our monsters are now adding the nineteenth language to the collection and hope that with time more books in the series will reach Estonian children. 


Kvik skrímsli í Japan 

Bókaútgáfan Yugi Shobou í Tokyo hefur gefið út þrjár bækur í bókaflokknum um skrímslin. Útgefendur hafa verið einstaklega iðnir við að kynna bækurnar með sýningum, vinnustofum og uppákomum. Hreyfimynd var gerð eftir myndlýsingunum í Skrímsli í myrkrinu og hún notuð við fjölmenna upplestra. Hér má lesa kynningu á vef Tama-borgar en þar hafa m.a. farið fram sýningar á hreyfimyndinni.   

Titlarnir sem eru komir út á japönsku eru Skrímslapest, かいぶつかぜSkrímsli í myrkrinuまっくらやみのかいぶつ, og Stór skrímsli gráta ekki, おおきいかいぶつは なかないぞ.  Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou. Þýðandi er Shohei Akakura.

Animations in Japan 

The Tokyo-based publishing house Yugi Shobou has published three books in the Monsters series. The publishers have been doing a great work promoting the books with exhibitions, workshops and events. An animated film was made based on the illustrations in Monsters in the Dark and used for public readings. Read more about the publications, exhibitions and shows on this site in published by Tama City that has hosted some of the events. 

The titles published in Japanese are Monster Flu, かいぶつかぜMonsters in the Darkまっくらやみのかいぶつ, and Big Monsters Don’t Cry, おおきいかいぶつは なかないぞ. All translated by Shohei Akakura. See more at the publishers website and Instagram.


Brúðuleikur í Noregi 

Í Noregi heldur leikkonan Adele Duus áfram að flytja brúðuleikverkið sem hún samdi upp úr bókinni Skrímsli í heimsókn. Verkið er farandleikhúsverk og útileikhús sem Adele frumsýndi í febrúar 2022. Monsterbesøk nýtur enn mikilla vinsælda og er eitt af verkunum á leikárinu hjá Lys levende Adele

Puppets in Norway 

In Norway, actress Adele Duus continues to perform the puppet play she created from our book Skrímsli í heimsókn or Monsters Visit and premiered in February 2022. It is a traveling theater, mostly performed outdoors, by this energetic one-woman-theater, Lys levende Adele. The piece Monsterbesøk is still very popular and will continue to be available for Norwegian children in 2025.


Endurprentanir í Svíþjóð 

Í Svíþjóð hafa síðustu tveir titlarnir í skrímslabókaflokknum verið í góðum höndum hjá bókaforlaginu Argasso. Fyrirtæki Kalle Güettler tók hins vegar við eldri titlum og hafa þær bækur verið endurútgefnar undir merkjum „Kalle Skrivare“. Eftirspurnin hefur verið með ágætum og á síðasta ári voru endurútgefnir tveir titlar: Nej! sa lilla monster og Stora monster gråter inte. Um prentun sér Författares Bokmaskin og í ár fengu skrímslin heiðursess í dagatali prentmiðlunarinnar 2025.

More monsters in Sweden 

In Sweden, the last two titles in the Monster book series have been in good hands with Argasso publishing house. My co-author Kalle Güettler‘s company took over the older titles and those previous titles have been republished under the lable of “Kalle Skrivare”. Demand has been excellent and last year two titles were reissued: Nej! sa lilla monster and Stora monster gråter inte. The printing is arranged and done by Författares Bokmaskin (the Writer’s Press) and this year the monsters were honored by being selected for the press’s calendar 2025.


The book series about Big Monster, Little Monster and Furry monster is published by Forlagið, see further information about the new book here and in English here. The latest book, Monster Party, is available in four languages already: published in Swedish by Argasso and in Danish by Vild Maskine. The Faroese version is expected this spring at Bókadeildinni publishing. You can find Skrímslaveisla in Icelandic here!


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  See the Monster series in 2024 RLA catalogue. For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency / Reykjavik Literary Agency

 

Viðurkenning RÚV | Acknowledgement

RUV-8-jan-2025.jpg

Lof og prís! Það voru óvænt og ánægjuleg tíðindi sem mér bárust í fyrstu viku janúarmánuðar: Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, en sjóðurinn er einn af elstu menningarverðlaunum landsins, hefur verið starfræktur frá árinu 1956. Að viðstöddu fjölmenni þann 8. janúar voru veittar margvíslegar Menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2024, þar á meðal hlaut Mugison viðurkenningu Rásar 2, Krókinn, fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu og Birnir Jón Sigurðsson hlaut hvatningarverðlaun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins. Tilkynnt var um styrki úr Tónskáldsjóði Ríkisútvarpsins og STEFs og einnig var tilkynnt um orð ársins 2024. Afhending fór fram í beinni útsendingu í Útvarpshúsinu. 

Í rökstuðningi dómnefndar kom m.a. þetta fram: 

„Viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins hlýtur Áslaug Jónsdóttir fyrir fjölbreytt verk sín og framlag til íslenskra bókmennta, barnamenningar og myndlistar. Áslaug er fjölhæfur listamaður en auk þess að skrifa bækur sem eiga sér aðdáendur á öllum aldri, hérlendis og víða um veröld, er hún mikilvirkur myndskreytir og hönnuður.

Hugkvæmni, húmor og virðing fyrir fjölbreytileika alls lífs eru ákveðin leiðarstef í höfundaverki Áslaugar. Af skrifum hennar má margt gott og gagnlegt læra, en líka hrífast, verða hissa og hugsa hluti upp á nýtt.

Frá árinu 1990 hefur Áslaug ritað og myndlýst fjölda barnabóka, skrifað ljóð og leikrit, auk þess að taka þátt í myndlistar- og bókverkasýningum. Hennar nýjustu sköpunarverk eru ljóðabókin Til minnis og limrubókin Allt annar handleggur, sem komu út árið 2023 og bókin Skrímslaveisla sem kom út í fyrra (2024).“

Neðst á síðunni má finna þakkarræðuna. 

Happy and proud! Unexpectedly I received wonderful news in the first week of January: I was very honoured to receive an award from the Icelandic National Broadcasting Service’s Writers’ Fund, one of the oldest cultural awards in the country, established in 1956. The award ceremony for INBS’s Cultural Awards 2024 took place in a live program at the broadcasting house, also presenting music awards, the Word of the Year and more. 

The jury’s reasoning included, among other things:

“The Icelandic National Broadcasting Service’s Writers’ Fund award goes to Áslaug Jónsdóttir for her diverse artworks and contribution to Icelandic literature, children’s culture and visual arts. Áslaug is a versatile artist, but in addition to writing books that have fans of all ages, in Iceland and around the world, she is also a prolific illustrator and designer.

Ingenuity, humor and respect for the diversity of all life are guiding principles in Áslaug’s work. From her writings, one can learn many good and useful things, but also be fascinated, surprised and invited to think things over in new ways.

Since 1990, Áslaug has written and illustrated a large number of children’s books, written poems and plays, in addition to participating in art and book art exhibitions. Her most recent works are the poetry books ‘Til minnis’ and ‘Allt annar handleggur’, which were published in 2023, and the children’s book ‘Skrímslaveisla’, which was published last year (2024).”

My thank you speech (in Icelandic) is below. 

Tenglar | Links:
◼︎ Upptaka af beinni útsendingu frá afhendingu Menningarviðurkenninga RÚV 8. janúar 2025 | The prize award ceremony, live program recorded at The Icelandic National Broadcasting Service.
◼︎ Viðtal í Viðsjá, RÚV 9. janúar 2025 | Interview in Víðsjá radio program RÚV (INBS) Jan 9, 2025.
◼︎ RÚV frétt 8. janúar 2025 | The Icelandic National Broadcasting Service, news Jan 8, 2025
◼︎ Frétt á vef RSÍ | The Writers’ Union of Iceland news site.
◼︎ Frétt á vef Forlagsins | Forlagið publishing house news site.


RUV-8-jan-2025-2.jpg

 

ÞAKKIR
(eða: að hljóta viðurkenningu frá Ríkisútvarpinu
með 50 ára millibili)

Ráðherra, útvarpsstjóri, valnefndir og góðir áheyrendur!

Hjartans þakkir! Það er mikill heiður að hljóta viðurkenningu sem er kennd við Ríkisútvarpið, rótgróna menningarstofnun sem hefur verið mikilvægur hluti af daglegu lífi eins lengi og ég man eftir. Að fá verðlaun fyrir það sem ég hef starfað við megnið af ævinni, það gleður, hvetur og eflir. Það fær mig til að líta um öxl og það endurlit nær nú bara furðu langt aftur!

Það var til dæmis í þá tíð þegar tónlist og talað mál fengu að hljóma upphátt á heimilum. Nú heyrist varla tónn á milli hæða eða út um glugga. Við sveimum um í okkar eigin hljóðheimum með hlaðvörp og lagalista í heyrnartólum. Það hefur sína kosti en tímarnir eru sannarlega breyttir: sameiginleg hlustun eða áhorf heyra nánast sögunni til.

Ég held að í sveitinni hafi verið útvarp í svo til hverju herbergi. Dagskráin var spiluð eins og hún lagði sig frá morgni til kvölds einhvers staðar í húsinu: Í eldhúsinu, stofum og svefnherbergjum, í fjósinu og meira að segja í kartöflugarðinum. Við vildum alls ekki missa af miðdegissögunni svo rafhlöðu-drifnu útvarpi var dröslað með um garðinn. „Grænn varstu dalur“  í lestri Óskars Halldórssonar var alveg kjörinn til hlustunar þar sem við grófum okkur í gegnum moldina.

Auðvitað voru sögustundir barnatímans uppáhald og raddir lesaranna ógleymanlegar. Enginn var of gamall eða ungur fyrir Þorleif Hauksson og Bróðir minn ljónshjarta. Silju Aðalsteinsdóttur og Sautjánda sumar Patreks. Svo var það líka útvarpsleikhúsið magnaða og óskalögin öll: það skipti engu máli hvort þau voru ætluð sjómönnum eða sjúklingum, ungu fólki eða öldungum, hvort það var jazzinn hans Múla eða messurnar – við vorum alætur á útvarpsefni. Fréttatímar og lífsnauðsynlegar veðurfréttir voru helgistundir. Veðurstöðvarnar og sérstök staðarnöfnin mótuðu alveg einstakt landakort í huganum og í hlutföllum sem fundust ekki í kortabókum.

Nú er ég alveg að missa mig í nostalgíunni. Ég vil taka fram að ég er líka alsæl í núinu með hlaðvarpsþætti RÚV í eyrnasniglunum seint og snemma. Þó það nú væri!

En í þessu endurliti til bernskunnar rifjaðist upp fyrir mér að þetta er reyndar ekki fyrsta viðurkenningin mín frá Ríkisútvarpinu. Fyrir sléttum 50 árum – í janúar 1975 var efnt til samkeppni í barnatímanum og ég tók auðvitað þátt. Einhverjum vikum síðar fékk ég upphringingu um sveitasímann frá umsjónarmanni barnatímans, Gunnari Valdemarssyni, með tilkynningu um viðurkenningu fyrir myndir sem ég hafði teiknað við hinn ægilega ljóðabálk Stjörnufák eftir Jóhannes úr Kötlum.

En það var sem sagt í boði Ríkisútvarpsins að ljóðið var lesið upp í barnatímanum og ungir áheyrendur máttu senda inn myndræna túlkun sína. Þeir sem þekkja ljóðið vita að það er engin barnagæla. Ef það væri lesið í fréttatíma í dag myndi fylgja svona athugasemd: „við vörum við myndunum …“

„Einn hann stóð í auðnarríki
yfir hinu bleika líki …“

Barnaefnið 1975! Og ljóðinu lýkur svo:

„Jörðin tók að titra og stynja,
– tröllaborgin var að hrynja:
Loksins eftir langa mæðu
laukst nú saman þeirra gröf.“

En þetta var mjög ánægjulegt allt saman og ég naut mín með blað og blýant og sendi inn myndir sem seinna voru svo birtar í Stundinni okkar í sjónvarpinu.

Samtalið þarna um sveitasímann var nú ekki ýkja langt eða fjálglegt en ég man að Gunnar hrósaði mér fyrir líflegar og sannverðugar myndir: ég hlyti að hafa komið oft í stóðréttir! Nei, svaraði þessi 11 ára verðlaunahafi: aldrei.

Svona kom ímyndunaraflið sér strax vel!

En sköpunargleðin vex ekki úr engu. Hana þarf að næra svo hún vaxi og dafni. Hún þrífst á listinni sem fyrir er, til dæmis dramatískum ljóðum sem reyna á barnshugann, á því sem vel er gert og eftirminnilega. Sumt síast inn með tímanum og við skulum aldrei vanmeta börn og lítillækka þau með of auðmeltu efni.

Manneskjan þráir sögur, að fræðast og forvitnast til að skilja sjálfa sig. Til að fá botn í  þennan margslungna heim sem er jafn óskiljanlegur og mótsagnakenndur og hann hefur alltaf verið. Í dauðaleit skrunum við gegnum örsögur á samfélagsmiðlum í von um snert af hugljómun. Kjarni manneskjunnar er sá sami, þó umhverfið og sögurnar breytist. Og okkur skortir ekki sögurnar og raddirnar: þær flæða í stríðum straumi. Okkur skortir öllu heldur næði til að njóta og skynja og mögulega greina hismið frá kjarnanum – hreina tóninn í öllu skvaldrinu – og þá kannski, bara kannski, – náum við að skilja eitthvað ofurlítið. Stundum þurfum við líka það sem við óttumst mest í útvarpi: einfaldlega: – – – – – þögn.

Ég þakka fyrir mig.

Áslaug Jónsdóttir, 8. janúar 2025

Ljósmyndir | Photos: Kristrún Heiða Hauksdóttir 08.01.2025

Skrímslin í Danmörku – beint í mark! | The Monster series in Denmark

Bókadómur og útgáfa: Bókaútgáfan Vild Maskine tók við útgáfu skrímslaseríunnar af Torgaard-útgáfunni og hefur nú útgefið eða endurútgefið allar bækurnar í bókaflokknum. Í ár komu út þrjár bækur: endurútgáfur af Monsterbesøg og Monsterklammeri og svo nýjasta bókin: Monsterfest. Það er búið að gefa út dóm dönsku bókasafnsþjónustunnar, DBC, um Monsterfest, sem fær góða góma þar eins og víðar. Marion Tirsgaard segir bókina vera „algjört möst“ á bókasafninu og segir svo eitthvað á þessa lund: 

Enn eitt skotið sem hittir beint í mark í þessari heillandi bókaröð um litla skrímslið, stóra skrímslið og loðna skrímslið, sem í hér fara í gegnum allar tilfinningar frá eftirvæntingu til vonbrigða og gleði. Einfaldur söguþráðurinn er borinn uppi af skondnum og köntuðum myndlýsingum, sem þrátt fyrir grófar línur eru fullar af tjáningu og persónuleika. Maður verður aldrei fyrir vonbrigðum með litla skrímslið og stóra skrímslið, og þessi bók er engin undantekning.“  
Marion Tirsgaard, Lektørudtalelse DBC, 2024


Book review and release:
 The publishing house Vild Maskine took over the publishing of the monster series from Torgaard Publishing and it has now published or republished all the books in the book series. This year, three books were published: reprints of Monsterbesøg and Monsterklammeri and then the latest book: Monsterfest (Skrímslaveisla / Monster Party). Editors at the Danish Library Central (DBC) have published a review of Monsterfest, – yet another important book review for authors and publishers. Editor Marion Tirsgaard says the book is “a must” in the library and then says something along the lines of:

“Another hit in the charming series about Little Monster, Big Monster and Furry Monster, which in this book goes through all the emotions from anticipation to disappointment and joy. The simple plot is lifted by the crooked and angular illustrations, which, despite the rough lines, are full of expression and personality. You can never go wrong with Big Monster and Little Monster, and this book is absolutely no exception.”
Marion Tirsgaard, DBC, 2024


The book series is published by Forlagið, see further information about the new book here and in English here. Monster Party is available in four languages already: published in Swedish by Argasso and in Danish by Vild Maskine. The Faroese version is expected out in January at Bókadeildinni publishing. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslaveisla: umsögn í Svíþjóð | Review in Sweden


Bókadómur: Skrímslaveisla kom út í Svíþjóð í nóvember hjá Argasso. Dómar sænsku bókasafnsþjónustunnar, BTJ, eru mikilvægir fyrir höfunda og útgefendur en Skrímslaveisla fékk góða umsögn eins og fyrri bækur. Svo segir um Monsterfest, – í lauslegri þýðingu: 

„Textinn er hluti af myndunum á spennandi og tjáningarríkan hátt þar sem hann miðlar líka tilfinningum á myndrænan máta og form bókarinnar er notað til að undirstrika fjölbreytta uppsetninguna. Þrátt fyrir að þrír aðilar komi að gerð þessara myndabóka myndar sagan órjúfanlega samfellu þar sem hver hluti er vandlega ígrundaður og fellur inn í heildina á þaulhugsaðan hátt. Sögur þessara tveggja skrímslavina eru orðnar uppáhaldslestur margra barna og ánægjulegt að það komi út enn ein jafn vönduð bók og hinar fyrri.“  
Einkunn: 4 ◾️◾️◾️◾️◽️ Helene Ehriander BTJ-häftet nr 24, 2024


Book review:
 Skrímslaveisla (Monster Party) was released in Sweden in November, by the title Monsterfest. Book reviews published by the Swedish Library Center, BTJ, are important for authors and publishers, and Monsterfest got a fine review, like the previous books in the series: 

“The text becomes part of the images in an exciting and expressive way as it also graphically conveys emotional expressions and the book’s slim format is also used to reinforce the varied layout. Despite the fact that there are three people involved in the creation of these picture books, the story forms an integrated unity, where each part is well considered and fits into the whole in a carefully planned and skilful way. The stories of these two monster friends have become the favorite reading of many children and it is gratifying that here there is still another book of the same high quality as the previous ones.”
Rating: 4 ◾️◾️◾️◾️◽️ Helene Ehriander BTJ-häftet nr 24, 2024


The book series is published by Forlagið, see further information about the new book here and in English here. Monster Party is available in four languages already: published in Swedish by Argasso and in Danish by Vild Maskine. The Faroese version is expected out in January at Bókadeildinni publishing. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

„Sannkölluð veisla …“ | More stars for the monsters

Bókadómur: Skrímslaveisla fékk aldeilis fína umsögn hjá Kristínu Heiðu Kristinsdóttur á Morgunblaðinu á dögunum: 

„Snilldin við skrímslabækurnar er að þar er boðskapnum laumað inn með öllu sprellinu, en ekki stafað ofan í börnin. Þetta kostulega og skemmtilega þríeyki, skrímslin þrjú, þau eru öll ófullkomin og gera mistök, rétt eins og við mannfólkið. Einmitt það sem er svo áríðandi að kenna börnum, í samtíma þar sem allir keppast við að vera fullkomnir. Bókin er frábær viðbót við fyrri sögur af skrímslavinunum, texti og myndir spila fullkomlega saman, framvindan er hröð og skemmtanagildið mikið, bæði fyrir börn og fullorðna. Sannkölluð veisla fyrir þá sem lesa, fletta og skoða.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️✨

Book review: The newest book in the Monsterseries, Monster Party (Skrímslaveisla) is getting more good reviews, here by Kristín Heiða Kristinsdóttir at Morgunblaðið newspaper: 

“The genius about the monster series is that the messages are sneaked in with all the fun, and not forced upon the children. This funny and entertaining trio, the three monsters, are all imperfect and they make mistakes, just like us humans. Exactly what is so important to teach children, in a time when everyone is striving to be perfect.
The book is a great addition to the previous stories about the monster friends, the text and pictures play perfectly together, the story is well paced and the entertainment value is great, for both children and adults. A real feast for those who read, browse and study.”  ⭐️⭐️⭐️⭐️✨

The book series are published by Forlagið, see further information about the new book here and in English here. Monster Party is available in four languages already: published in Swedish by Argasso and in Danish by Vild Maskine. The Faroese version is expected out in January at Bókadeildinni publishing. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslakisi – fundinn á ný! | Monster Kitty – lost and found!

 

Endurútgáfa: Skrímslakisa hefur verið sárt saknað úr bókaröðinni um skrímslin. Nú er þessi áttunda bók í bókaflokknum loks fáanleg aftur. Í bókinni segir frá því þegar litla skrímslið eignast kettling sem hann dýrkar og dáir. Þegar kisi hverfur verða skrímslin auðvitað að hefja leit. Bækurnar um skrímslin eru orðnar 11 talsins, en tveir titlar eru uppseldir og ófáanlegir. 

Nei! sagði litla skrímslið
Stór skrímsli gráta ekki 
Skrímsli í myrkrinu
Skrímslapest
Skrímsli í heimsókn
Skrímsli á toppnum – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímslaerjur – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímslakisi
Skrímsli í vanda
Skrímslaleikur
Skrímslaveisla

Republished: This title from the Monsterseries, Monster Kitty (Skrímslakisi), has long been sold out. Skrímslakisi was first published in 2014 and received good reviews. It has now been republished, ten years later. The titles in the book series about the black and furry monsters are eleven but two titles are sold out. Hopefully they will also be republished soon!

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslaveislan er klassík! | Five star review!

Bókadómur: Skrímslaveisla fékk þennan fína fimm-stjörnu bókadóm í nýjasta bókablaði Heimildarinnar. Þar skrifar Páll Baldvin Baldvinsson um bækur en hann kunni sannarlega að meta veisluna: „Enginn er svikinn af þessari bókaröð.“ „Framúrskarandi framhald á vönduðu efni.“  Það hefur oft verið fagnað af minna tilefni en fimm stjörnum og skrímslin fá sér því í það minnsta væna kökusneið af tilefninu. 

Útgefandi bókaflokksins um skrímslin er ForlagiðSkrímslaveisla kemur einnig út á sænsku í næstu viku hjá Argasso forlaginu, á færeysku hjá Bókadeildinni í Torshavn í janúar og hún er einnig væntanleg hvað úr hverju á dönsku hjá Vild Maskine

Book review: The new book in the Monsterseries, Monster Party (Skrímslaveisla), received this fine five-star book review in the latest issue of Heimildin news media. The well versed reviewer Páll Baldvin Baldvinsson proclaims the Monster book series “a classic” and the new book “An excellent sequel of a quality material.” And he adds: “No one will be disappointed by this book series.”  The five stars are a good addition to the party decorations and make a good reason to celebrate and get it a nice slice of cake! 

The book series are published by Forlagið, see further information about the new book here and in English here. Monster Party will be released in Swedish soon, published by Argasso publishing. The Faroese version is expected in January at Bókadeildinni publishing. And will also soon be out in Danish, published by Vild Maskine.


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslaveisla! | Monster Party!

Upplestur og útgáfuhóf: Skrímslaveisla er komin út og því verður fagnað með glaum og gleði á morgun laugardag 12. október, kl 14 í Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð 39. Nýja bókin um skrímslin eru sú ellefta í röðinni og í þetta sinn stefnir í mikil veisluhöld hjá litla skrímslinu, sem býður til sín heimsfrægum og merkilegum skrímslum!

Útgefandi er Forlagið, sjá nánar hérSkrímslaveisla kemur einnig út á sænsku í nóvember, er væntanleg á dönsku nokkru síðar og á færeysku í janúar. 

Book release: A new book in the Monsterseries is out! The release will be celebrated tomorrow, Saturday, October 12, at 2 p.m. at Forlagið’s Bookstore, Fiskislóð 39. Skrímslaveisla – Monster Party – is the eleventh book in the series, and this time Little Monster is throwing a big party and inviting the most world-famous and distinguished monsters.

The publisher is Forlagið, see further information about the book here and in English here. Monster Party will be released in Swedish in November, is expected in Danish a little later and in Faroese in January.


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli klippt og skorin | Clear-cut monsters!

Skrímsli í bígerð: Fyrr í mánuðinum sendi ég nýjar myndlýsingar í skönnun, afrakstur vinnu undanfarinna mánuða. Ný bók um vinina þrjá: litla skrímslið, stóra skrímslið og loðna skrímslið kemur út í haust, ef allt gengur að óskum.

Aðferðin við myndlýsingarnar er hin sama og fyrr: ég skissa og teikna, klippi og raða, lita og lími. Ég hef oft reytt hár mitt (sem kann að útskýra hárafarið) yfir aðferðinni sem ég valdi fyrstu bókinni. Það gengur ekki að skipta algerlega um aðferð þó það megi auðvitað sjá einhverja þróun í myndsmíðinni frá því fyrir meira en 20 árum. En með límklístraða fingur hugsa ég mér stundum þegjandi þörfina og velti fyrir mér hversu margar þúsundir bita ég hafi klippt og klístrað í þágu skrímslanna. Kannski væri líka gaman að telja tennur, málaðar með pensli no. 1 eða 2 … Og af hverju ekki klippa þetta bara allt saman í tölvu? Það hef ég hugleitt líka og stundum notað þá aðferð í öðru samhengi. En þegar allt kemur til alls, er bara eitthvað ómótstæðilegt og fullnægjandi við það að vinna með höndunum: handleika verkfæri, liti, pappír. Raða, fella saman. Mistökin fylgja með, það handgerða skín einhvern veginn í gegn, þó myndvinnsla og prentun skapi síðan prentgripinn.

Gervigreindin á ugglaust eftir að gera betur. En hún verður aldrei annað en gervi. 

Monsters underway: A new book in the Monsterseries is in the making. Earlier this month I sent my illustrations for scanning, as a result of my work of the past months. A new book about the three friends: Little Monster, Big Monster and Furry Monster will hopefully be published this fall.

The technique I use is the same as before: I sketch and draw, cut and collage, color and glue. I’ve often torn my hair out (I know, doesn’t look good) because of this method I chose for the first book. It impossible to change the method now (at least after so many books in the series), although you can of course see some development in the image making since more than 20 years ago. But with sticky and glued fingers, I sometimes wonder how many thousands of pieces I have cut and pasted to make monsters. Maybe it would also be fun to count teeth, painted with brush no. 1 or 2… And why not just draw digitally and put it all together on the computer? I have thought about that too and sometimes use that method in other contexts. But after all, there’s just something irresistible and fulfilling about working with your hands: handling tools, colors, paper. Arranging, combining. Mistakes are included, the handmade is always present to some extent, although image processing and printing then create a printed and processed result.

The artificial intelligence will surely eventually do better. But it will never be anything but artificial.


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Vinir tveir | Two friends

Litla skrímslið og stóra skrímslið var frumsýnt í Hofi hjá Leikfélagi Akureyrar þann 13. janúar síðastliðinn. Það var gaman að taka þátt í gleðinni í Hofi og fagna með þessum listagóða sýningarhópi sem Jenný Lára Anórsdóttir stýrði af mikilli fagmennsku. Sýningar verða þéttar næstu helgar, til 11. febrúar. Miðasalan er á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.

Little Monster and Big Monster had premiere at Akureyri Theater, in the Black Box at Hof Culture Center, on January 13th. It was great fun to be in the audience and to celebrate a very good work of gifted group of artists, directed by Jenný Lára Arnórsdóttir. Shows will run all next weekends, ending on february 11th. Tickets at mak.is.


Skrímslasöngurinn: Góð tónlist er auðvitað ómissandi í öllum sviðsverkum. Að þessu sinni var það Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem samdi nýtt og grípandi lag við vísur skrímslanna: Vinir tveir. Sönginn má finna hér á Spotify og með hlekknum hér neðar, á Youtube.

The Monster song: Good music is, of course, essential in all stage works. This time it was Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson who composed a lovely new song to the verses of the monsters: Two Friends. The song can be found here on Spotify and by the link above on Youtube.

Myndir hér neðar og efst | photos, top and below: © Unnar Anna Árnadóttir / Leikfélag Akureyrar / MAK.

Hér má lesa efnisskrá sýningarinnar. Og meira um sýninguna á vef Menningarfélags Akureyrar. 
Hér má svo lesa meira um leikritið um skrímslin á þessari heimasíðu.   

More info (in Icelandic):
The playbill online. And more about the production at the site of Akureyri Culture Company.
And a bit more about the play on this site.  


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli að leik! | Monsters at play!

Skrímsli í leikhúsinu! Það hefur verið hreint dásamlegt að fylgjast með skrímslunum holdgerast í hæfileikaríkum leikurum hjá Leikfélagi Akureyrar síðustu daga, en LA hefur tekið til sýninga leikritið um svörtu skrímslin tvö. Hér má sjá Margréti Sverrisdóttur í hlutverki litla skrímslisins og Hjalta Rúnar Jónsson í hlutverki stóra skrímslisins. 

Búningana hannaði Björg Marta Gunnarsdóttir og gervi Harpa Birgisdóttir. Leikstjóri verksins er Jenný Lára Arnórsdóttir og grípandi tónlist samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Um hljóðmynd og ljós sjá Árni F. Sigurðsson og Benni Sveinsson. Sýningarstjóri er Unnur Anna Árnadóttir.

Frumsýning er næstkomandi laugardag, 13. janúar, í Svarta kassanum í Hofi og þá verður sko dúndurgaman! Miðasalan er á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.

Monster theater! It has been an absolut pleasure to watch rehearsals at Akureyri Theater this week and to see the two monsters come alive in the two talented actors: Margrét Sverrisdóttir as Little Monster and Hjalti Rúnar Jónsson as Big Monster. This is a new production of my play “Little Monster and Big Monster in the Theater” by Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar).

Costumes are designed by Björg Marta Gunnarsdóttir and make-up artist is Harpa Birgisdóttir. Director is Jenný Lára Arnórsdóttir and the catchy music is composed by Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Sound and lighting designers are Árni F. Sigurðsson and Benni Sveinsson. Stage manager is Unnur Anna Árnadóttir.

The premiere is next Saturday, January 13th, in the Black Box at Hof Culture Center in Akureyri and I am surely looking forward to it! Tickets at mak.is.

Click here to read a bit more about the play and the premiere in the National Theater of Iceland in the season 2011-2012. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslapest í Japan | Monster Flu in Japan

Skrímslafréttir! Myndabókin Skrímslapest kemur út í Japan í dag, 2. nóvember 2023, hjá forlaginu Yugi Shobou í Tokyo. Þýðandi er Shohei Akakura en þetta er þriðja bókin um skrímslin sem hann þýðir. Titillinn á japönsku er: かいぶつかぜ.

Á síðasta ári gaf forlagið Yugi Shobou út tvo titla úr bókaflokknum um skrímslin: Skrímsli í myrkrinuまっくらやみのかいぶつ, og Stór skrímsli gráta ekki, おおきいかいぶつは なかないぞ.  Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou.

Á dögunum birtist svo viðtal og umfjöllun um skrímslabækurnar og höfunda þeirra í japanska vefritinu 絵本ナビ (ehonnavi.net), sem er tileinkað barnabókum. Hér má líta greinina í vefritinu

———

Monsternews! New title in Japanese! Skrímslapest (Monster Flu) will be released today, November 2nd 2023, by the Tokyo based publishers, Yugi Shobou. The book is is translated by Shohei Akakura with the title: かいぶつかぜ. 

Yugi Shobou has previously published two titles from the Monster series in 2022: Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) , まっくらやみのかいぶつ, and Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) おおきいかいぶつは なかないぞ!

In October, an interview and an article on the Monster series and their authors was published at the Japanese Children’s book site 絵本ナビ (ehonnavi.net). Click here for the article

Grein í vefritinu 絵本ナビ (www.ehonnavi.net) | Article in 絵本ナビ:
🔗 https://www.ehonnavi.net/specialcontents/contents.asp?id=2099


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency / Reykjavík Literary Agency

Skrímslin á svið á ný | Monster Act in Akureyri

Skrímslafréttir! Leikfélag Akureyrar tekur til sýninga verkið Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu í byrjun næsta árs. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir og miðasala hefst á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is, áður en langt um líður. Fylgist með fréttum frá menningarbænum Akureyri! 
Hér má lesa örlítið um leikritið og frumsýninguna í Þjóðleikhúsinu leikárið 2011-2012. 

Monsternews! In the new year Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar) will do a new production of my play “Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu” (Little Monster and Big Monster in the Theater). Director is Jenný Lára Arnórsdóttir and tickets will be available soon at mak.is, the website of Akureyri Culture Company (ACC). So stay tuned for more news!
Click here to read a bit more about the play and the premiere in the National Theater of Iceland in the season 2011-2012. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Öll skrímslin í Danmörku! | New releases in Denmark

Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin komu út í byrjun júní. Útgefendur okkar í Danmörku, Vild Maskine, gáfu út nýja þýðingu af fyrstu bókinni, Nei! sagði litla skrímslið, endurútgáfu Skrímsli í myrkrinu, auk þess að gefa út í fyrsta sinn á dönsku bækurnar Skrímsli í vanda og Skrímslaleik. Hér hefur útgefandinn orðið: 

„Hep! Så er der fire nye bøger i den populære serie om Store Monster og lille monster. To helt nye, ‘Teatermonster’ og ‘Monstre i knibe’, samt to genudgivelser: ‘NEJ! siger lille monster’ og ‘Monstre i mørket’. Så nu findes alle ti bind i den prisvindende og velanmeldte serie for første gang på dansk!
“Tegningerne er venligt voldsomme i en bolsjestribet farvelægning. Historien rammer et punkt, som er fælles for børn i alle formater.” ❤️❤️❤️❤️
Anmeldelse af ‘Monsterbesøg’ i Politiken.“

Nú er sem sagt allur bókaflokkurinn kominn út á dönsku! Í fyrra voru það Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi sem komu út á dönsku í fyrsta sinn, en bækurnar Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki voru endurútgefnar. Skrímsli í heimsókn og Skrímslaerjur komu út hjá fyrri útgefenda, Torgard, og eru enn á markaði. 

New releases: In Denmark, four books from the book series about the black and furry monsters were published in June. Our new publishing house in Denmark, Vild Maskine (e: Wild Machine), released a new translation of the first book in the series, No! Said Little Monster, and a new print of Monsters in the Dark, as well as publishing for the first time in Danish the books Monsters in Trouble and Monster Act. (See titles in Danish in image at top).

Now the entire book series is out in Danish! Last year it was Monster at the Top and Monster Kitty that were published in Danish for the first time, but the books Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry were republished. Monster Visit and Monster Squabbles, published by our previous publishers, Torgard, and are still on the market.

The series has received good reviews in Denmark and we hope the new titles find their way to more happy readers! 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

 


 


 

 

Skrímslin í Japan | More monsters in Japan

Skrímslafréttir! Forlagið Yugi Shobou í Tokyo gaf út á síðast ári tvo titla úr bókflokknum um skrímslin: Skrímsli í myrkrinu, まっくらやみのかいぶつ, og Stór skrímsli gráta ekki, おおきいかいぶつは なかないぞ.  Nú er þess að vænta að þriðja bókin í japanskri þýðingu, Skrímslapest, komi út á árinu 2023. Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou.

Bækurnar eru um þessar mundir kynntar á sérstökum Íslandsdögum sem haldnir eru í einni af stóru úthverfaborgum Tokyo, Tama borg. Á dagskrá kennir ýmissa grasa, þar er bæði lamb og skyr, en sérstök bókamessa er haldin dagana 10. til 18. júní, í Maruzen, Cocoria Tama Center. Skrímslabækur, myndir og upplýsingar eru til sýnis í bókasafninu í Parthenon Tama Library Lounge, frá 7. júní til 26. júní.

Samkvæmt útgefendum okkar í Japan láta börn sem fullorðnir vel af bókunum og við fengum leyfi til að birta myndir og myndbönd sem fylgja fréttinni. Myndir © Yugi Shobou og upphafsmenn mynda. 


Monsternews! The Tokyo based publishers, Yugi Shobou in Japan published two titles from the monsterseries in 2022: Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) , まっくらやみのかいぶつ, and Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) おおきいかいぶつは なかないぞ!The third book Skrímslapest (Monster Flu) is to be released in 2023. 

The books are currently being presented at special ‘Iceland Days’ held in one of Tokyo’s large suburbs, Tama City. The program involves Icelandic culture, food and nature, but at one time there is a special book fair from June 10 to 18, at Maruzen, Cocoria Tama Center. Yugi Shobou will be presenting the Monster series with pictures and information in the library in the Parthenon Tama Library Lounge, from June 7th to June 26th.

Tama City was the host town of Iceland at the Tokyo 2020 Olympic and Paralympic Games. Tama City signed a memorandum of understanding on friendship and cooperation with the Embassy of Iceland in Japan, and in honor of Iceland’s Independence Day on June 17th, an event will be held where you can experience Iceland. 

According to our publishers in Japan, the books are well received by both children as adults, and we were granted permission to publish the photos and videos accompanying the story. Images © Yugi Shobou and photographers to the originals.



Bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa nú komið út á alls 19 tungumálum.
The books from the Nordic Monster series have now been released in 19 languages. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency / Reykjavík Literary Agency

 

 

Skrímsli í vanda í Helsinki | Monsters in Trouble – in Helsinki

Skrímslafréttir! Í dag, 11. apríl 2023, opnaði sýning með myndum úr Skrímsli í vanda í norræna bókasafninu í Helsinki, Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. Í tengslum við sýninguna verða upplestrar og skapandi vinnustofur fyrir börn á leikskólaaldri, unnar í samstarfi við nemendur í kennslufræðum við háskólann í Helsinki.

Áhugasamir geta haft samband við Mikaelu Wickström, sem hefur veg og vanda af verkefninu, en vinnustofurnar eru í boði daglega frá kl. 9.30-10.15. Sýningin stendur til 9. maí.

Hjá Norræna bókagleypirnum má einnig finna margvísleg verkefni og umfjöllun um Skrímsli í vanda á öllum norðurlandamálunum. 

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki

Monsternews! Today, 11 April 2023, an exhibition featuring illustrations from Monsters in Trouble opened at the Nordic Library in Helsinki: Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. In conjunction with the exhibition, readings and creative workshops for preschool children will be conducted in collaboration with students in pedagogy at the University of Helsinki.

All interested can contact Mikaela Wickström for further information. The workshops run daily from 9.30-10.15. The exhibition runs until May 9.

Also available at the children’s book site the “Nordic Book Devourer” are projects for children, study and support material on Monsters in Trouble, available in all the Nordic and Scandinavian languages.

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli í myrkrinu – í Japan | Monsters in the Dark – in Japanese

Skrímslafréttir! Myndabókin „Skrímsli í myrkrinu“ hefur verið seld til Japans. Forlagið Yugi Shobou gefur út og væntir þess að titillinn, まっくらやみのかいぶつ, komi út 1. desember. „Skrímsli í myrkrinu“ er önnur bókin úr bókaflokknum um skrímslin sem kemur út í Tokyo, en „Stór skrímsli gráta ekki“ kom út fyrr á árinu undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou. Bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa nú komið út á alls 19 tungumálum.

Monsternews! Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) has been sold to Japan. The title in Japanese, まっくらやみのかいぶつ, is expected out on December 1st. For more information see the Tokyo based publishers homepage: Yugi Shobou.

This is the second book from the book series about Little Monster and Big Monster that is published in Japan, as Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) came out earlier this year at Yugi Shobou by the title おおきいかいぶつは なかないぞ!Books from the Nordic Monster series have now been released in 19 languages. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli í bókagleði | Poster monsters!

Skrímslin í Danmörku: Litla skrímslið og stóra skrímslið hafa víða um veröld ratað og nú inn á veggspjald með ýmsum karakterum og fígúrum úr klassískum barnabókmenntum. Veggspjaldið á rætur að rekja til danska verkefnisins „BOGglad“ sem var sett á fót til að ýta undir endurnýjun á barnabókakosti í bókasöfnum, á leikskólum, frístundaheimilum og félagsheimilum, – og vera um leið hvatning til þess að nýta bókmenntir í daglegu lífi barna. Þetta danska verkefni stuðlar sem sagt að því að koma bókunum til barnanna, auðvelda aðgengi og auka úrval. Það er vel og við skrímslahöfundar erum stolt af þátttöku skrímslanna. Veggspjaldið má t.d. nálgast hér

Það fer enginn í grafgötur um mikilvægi lestrar og áhrif bókmennta á andlegan þroska barna. Eitt og annað er gert til þess að hvetja börn til bóklestrar og oft fær keppnisfólkið þar útrás, því það má mæla magn, fjölda bóka og blaðsíðna, lestrarhraða, o.s.frv. Skólabókasöfnin kvarta undan fjárskorti og bókaskorti og þegar nýju bækurnar loks berast eru lestrarhestarnir fljótir að afgreiða þær og naga tómar hillurnar. Lesa auðvitað allt.

Hvað er svo gert hér til þess að koma íslenskum bókum út til barnanna? Ekki hefur mátt nefna það að afnema virðisaukaskatt af bókum sem hefði þó gert innkaup bæði bókasafna og einstaklinga léttari fyrir pyngjuna. Ekki hef ég orðið vör við átak á borð við hina dönsku bókagleði, BOGglad, sem styrkir innkaup og eykur dreifingu. Ekki heldur neitt sem minnir á hið ágætu innkaupakerfi Menningarráðsins norska – sem tryggir norskum útgefendum sölu og, ekki síst, dreifingu á barnabókum í norsk bókasöfn. Þessi verkefni stuðla einmitt að því að koma bókunum til barnanna.

Á Íslandi eyða barnabókahöfundar, rit- og myndhöfundar, löngum stundum í að skrifa vandaðar umsóknir í sjóði fyrir listamenn. Oftar en ekki enda þær umsóknir í pappírstætaranum, – laun og styrkir engir eða brotabrot af því sem til þarf að lifa af þeirri list að skapa bókmenntir fyrir börn. Helst af öllu vildum við lifa af sölulaunum bóka okkar, en markaðurinn er lítill og flesta menningarstarfsemi okkar þarf á einhvern hátt að styrkja úr sameiginlegum sjóðum. En það mætti líka reyna að stækka ögn markaðinn, til dæmis með styrkjum til bókakaupa, auka þannig bókakost barna í skólum, á söfnum og á heimilum. 

Stofnaður var sjóðurinn AUÐUR sem styrkir útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku. Styrkirnir eru veittir útgefendum. Skaparar bókanna sjá ekkert af þessum styrkjum og ekkert tryggir dreifingu bókanna til lesendahópsins. Menningarráðherra hefur ennfremur ýjað að því að sjóðnum verði breytt á þann hátt að eingöngu verði veittir styrkir til að miðla fornbókmenntum og norrænni goðafræði til barna, þ.e. sértækir styrkir til útgefenda, – styrkir sem stýra útgáfum efnislega. Það er all sérstök hugmynd, svo ekki sé meira sagt. Nokkrir styrkir eru veittir til þýðinga, enn og aftur veittir útgefendum. 

Þeir sem kaupa inn barnabækur verða auðvitað og augljóslega að sýna hagsýni en það er hörmulegt ef innkaupin litast svo mjög af sparnaði að allt sé það í stíl við kakósúpu og kex. Rétt eins og þegar við ræðum um að matarræði í skólamötuneytum megi ekki snúast eingöngu um ódýra, næringarlitla fyllingu í maga, þá þarf að þora að ræða þá andlegu nagga sem börnum er boðið upp á, það er að segja: gæðin skipta máli. Vandaðar bækur eru til ótal margar, íslenskar og þýddar, en illa samið samið efni, hroðvirknislega þýtt og skaðlega illa myndlýst er svo greinilega á borðum líka. Fyrr eða síðar kemur í ljós að það er ekki nóg að telja titla og blaðsíður, næringin skiptir máli. 


Find the Monsters! Little Monster and Big Monster have found their way around the world and now onto a Danish poster with various characters and figures from classic children’s literature. The poster is made in connection with the project “BOGglad”, which was set up to promote book reading, renew the collections of children’s books in libraries, kindergartens, leisure centers and clubs, – and at the same time be an incentive to help activate literature in children’s daily lives. This Danish project helps bring the books to the children, make more children’s books accessible and increase the collections in libraries, schools and kindergartens. A wonderful initiative! We monster-authors are proud of Little Monster’s and Big Monster’s participation! The poster is available for download here.


Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin komu út á dögunum í Danmörku hjá forlaginu Vild Maskine. Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi koma nú út á dönsku í fyrsta sinn, en Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki hafa lengi verið uppseldar og koma nú út á nýjan leik. 

New releases in Denmark: Four books from The Monster series were released in June by our new publishing house, Vild Maskine.  Monster at the Top and Monster Kitty are now being published in Danish for the first time, but Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry have not been sold out for a long time but will now be available in the stores again. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

For further information contact Forlagid Rights Agency.

Skrímslin í Japan | Big Monsters Don’t Cry in Japanese

Skrímslafréttir! Fyrir um ári var undirritaður samningur við lítið útgáfufyrirtæki í Tokyo um útgáfu á bókinni „Stór skrímsli gráta ekki“. Nú hefur forlagið Yugi Shobou kunngjört um útgáfudag, en þann 15. júlí kemur bókin út í Japan undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Við skrímslahöfundar fögnum því að hinar ýmsu bækur úr bókaflokknum um skrímslin svörtu hafa nú brátt komið út á alls 19 tungumálum! Sjá upplýsingar á japönsku á síðu bókarinnar hjá Yugi Shobou.

Monsternews! We proudly announce a book release in Japan on July 15. Almost a year ago a contract was made with Yugi Shobou Publishing in Tokyo for the rights to publish Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) in Japanese. The Japanese title is おおきいかいぶつは なかないぞ!We the authors celebrate that books from the Nordic Monster series will now soon have been released in 19 languages! More information in Japanese for the book here


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

For further information contact Forlagid Rights Agency.

 


 

 


 

 

Skrímslin í Danmörku | New releases in Denmark

Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin koma út í Danmörku 13. júní næstkomandi. Í Danmörku höfum við nú nýjan útgefanda: Vild Maskine, sem er lítið en framsækið forlag staðsett í Vordingborg, en fyrri útgefandi var Torgard.  

Mads Heinesen útgefandi hjá Vild Maskine var kampakátur með nýju bækurnar, brakandi fínar og volgar úr prentvélunum. Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi koma nú út á dönsku í fyrsta sinn, en Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki hafa lengi verið uppseldar og koma nú út á nýjan leik. 

New releases: We are happy to announce that four books from the monster series will be released in Denmark on June13th. Our new publishing house, Vild Maskine, (e: Wild Machine) is a small but progressive publishing house located in Vordingborg.

Mads Heinesen, publisher at Vild Maskine, was happy with the new books, warm from the printing presses. Monster at the Top and Monster Kitty are now being published in Danish for the first time, but Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry have not been sold out for a long time but will now be available in the stores again. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

 


 

 


 

 

Ljóslifandi leikhús! | Monster Visit in Norway

Skrímsli í heimsókn! Stóra skrímslið, litla skrímslið og loðna skrímslið hittu norskar fjölskyldur um síðustu helgi þegar Adele Duus frumsýndi brúðuleikritið Skrímsli í heimsókn, Monsterbesøk á norsku, – leikrit byggt á samnefndri bók, sköpunarverki okkar norræna höfundateymisins. Segja má segja að viðburðurinn hafi falið í sér nokkra áhættu þar eð um er að ræða útleikhús með frumsýningu um miðjan vetur í Noregi – en Adele og skrímslin stóðu sig frábærlega, þrátt fyrir þungbúinn himinn sem ógnaði stormi og hagli.

Lys Levende Adele er einnar konu leikhús rekið af Adele Duus, sem hefur sérhæft sig í aðlögun barnabóka að leikhúsi. Verkefnið Monsterbesøk er unnið í samstarfi við bókasöfn og menningarstofnanir í Hordalandi, Sogn- og Fjordane í Vestur-Noregi. Verkefnið miðar að því að tengja saman útivist og menningu og er leikritið sett upp í almenningsskálum sem eru í göngufæri fyrir barnafjölskyldur. Til dæmis við skálann Sjöbua i Byngja, sem býður ekki bara upp á skjól til að njóta hressingar og hvíldar, en hýsir líka lítið bókasafn með úrvali bóka fyrir börn og fullorðna – þar á meðal bækur úr Skrímslabókaflokknum. Vetrarhörkur hindra ekki Norðmenn í að njóta útivistar og bókmennta! Skálar af þessu tagi eru auðvitað til fyrirmyndar.

Monsters at play! Big Monster, Little Monster and Furry Monster met Norwegian families last weekend when Adele Duus premiered the play Monster Visit – Monsterbesøk in Norwegian, a play based on the book by same name, one of the creations by the author team Jónsdóttir, Güettler and Helmsdal. As an outdoor theater, performed in the midst of winter in Norway, one might say that the event involved some risks – but Adele and the monsters did great, despite heavy skies threatening with storm and hail.

Lys Levende Adele is a one-woman-theater run by Adele Duus, who has specialized in storytelling and adapting children’s books to theater. The project Monsterbesøk is made in collaboration with libraries and cultural institutions in Hordaland, Sogn- and Fjordane in west-Norway. The project aims to connect outdoor activities and culture, and the play is staged at public cabins that are within a walking distance for families with children. For example, by the cabin Sjöbua i Byngja, which does not merely offer a shelter to enjoy your packed meal but also has a small library, a small selection of books – among them books from the Monster series. Harsh winter weather does not hinder Norwegians from enjoying outdoors recreation and literature! An exemplary idea!

Publisher in Norway is Skald forlag.

Monsterbesøk – Sjöbua i Byngja © ljósmyndir | photos: Adele Lærum Duus / Elise Duus / Strilabiblioteket Alver kommune Norge.

Sýningar á Monsterbesøk í janúar, febrúar og mars 2022:
Performances January – March 2022: 

29.01.22 Øygarden – Larslihytta
30.01.22  Alver – Sjöbua i Byngja
17.02.22 Samnanger
18.02.22 Stord
18.02.22 Fitjar
19.02.22  Kvinnherad
20.02.22 Tysnes
11.02.22  Sogndal
10.03.22  Lærdal
12.03.22  Luster
13.03.22  Årdal


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

The Monster Series have been published in many languages.
English translations available. Contact Forlagid Rights Agency.

Gleðileg jól 2021! | Season’s Greetings!



JÓL 2021! Kæru lesendur síðunnar og vinir nær og fjær: Gleðileg jól! Hjartans þakkir fyrir góðar viðtökur á nýju bókinni okkar, Skrímslaleik. Njótið hátíðanna í ást og friði!
❤️
HAPPY HOLIDAYS! Dear readers and friends near and far: I wish you all peace and joy! Thank you for giving my blog and my art some of your time. Love to you all!

© Áslaug Jónsdóttir 

Bókspjall og barnastund | What’s up Furry Monster?

Bókaspjall beint til þín: Í annað sinn var ákveðið að að blása af Bókamessu í Bókmenntaborg í nóvember, aftur vegna heimsfaraldurs og sóttvarna. Þess í stað var fjölbreyttri netdagskrá streymt á Facebook. Hér má kynna sér dagskrá og þætti á viðburðasíðu Bókmenntaborgarinnar á Fb. Barnabækur voru m.a. kynntar sunnudaginn 5. desember, þar með talin bókin Skrímslaleikur og fleiri bækur íslenskra höfunda. Þetta má sjá hér: Bókaspjall beint til þín – Bókaspjall – Jólasögustund fyrir börn og fjölskyldur. (Skrímslaleikur frá 22.10 mín).

Barnastund í bókabúð: Í nýendurvakinni bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 verður efnt til „barnastunda“ á laugardag og sunnudag. Við Sigrún Eldjárn ætlum að vera leggja saman krafta okkar með Rauðri viðvörun og Skrímslaleik. Hvað það verður veit nú enginn, en við verðum á staðnum kl 14 – 15 á laugardag, 11. desember. Hér er tengill á viðburðinn á Facebook. 


Online book readings: For the second year in a row, the City of Literature Book Fair, held in November each year, had to be canceled due to the Covid-19 pandemic. The fair is run by the Association of Icelandic Publishers and the Reykjavík UNESCO City of Literature. Instead a series of online readings and events was made: See (in Icelandic) the programme and the events Facebook. Skrímslaleikur (Monster Act) was on the programme on Dec 5, see: Bókaspjall beint til þín – Bókaspjall – Jólasögustund fyrir börn og fjölskyldur. (From 22.10 mín).

Authors visit on Laugavegur: “Mál og menning” old bookstore on Laugavegur 18 has been revived. The place now houses a bookstore, a bar / coffee house with live music, stand-ups and readings. On Saturday from 2pm to 3pm I will find myself in the children’s books section along with author/artist Sigrún Eldjárn where we will meet our audience and introduce our new books. Link to the event on Facebook.


🔗 Skrímslaleikur: fleiri fréttir, bókadómar og umfjöllun á þessum vef. | Monster Act: news and book reviews on this site.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here; and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.