Vorið nálgast! | Winter withdraws

Föstudagsmyndin: Vetur hopar, dagurinn er orðinn lengri en nóttin. Á Ægisíðu skildu gárurnar eftir mynstur í fjörunni.
Friday photo: Spring equinox is here already, on March 20. The calm sea left icy patterns on Ægisíða beach.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.03.2023

Þúfur | Snowy tussocks

Föstudagsmyndir – Vetrardagar: Þrátt fyrir stutta daga og oft dimma eru litir og form, ljós og skuggar ekki síður áhugaverðir að vetri, en um bjarta sumardaga. Litaskalinn er blár en þar eru engu að síður ótal blæbrigði. Það hefur snjóað heil ósköp síðan þessar myndir voru teknar með tilheyrandi ófærð og önuglyndi í umferðinni. Þetta eru kjöraðstæður til að hægja á og gefa sér tíma í góða útivist þegar veður leyfa.

Friday Photos – Winterdays: Despite short days and gloomy weather these darkest months of winter, the colors of nature, light and shadows are no less interesting than the ones on the brightest days of summer. The palette is blue but what a range! It has snowed a lot in Iceland since these photos were taken, making roads and street impassable and many travellers annoyed. These are ideal conditions to slow down and enjoy a good time outdoors when the weather allows.

 

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 06.02 – 15.02.2022

Vetrarsólhvörf 2020 | Winter solstice

Sólhvörf: Dagsbirtu naut aðeins í um fjórar klukkustundir í dag í Reykjavík. En nú fer daginn að lengja aftur, sólarhjólið snýst og vonandi eru bjartari tímar framundan. Myndin var raunar tekin 10. desember á Ægisíðu.
December 21st 2020. Today is the shortest day, longest night. We all long and wish for brighter days!

Ljósmynd dags. |  Photo date: 10.12.2020

Við Ægisíðu | Social distancing at the seashore

Föstudagsmyndir: Þrátt fyrir sjálfskipuð sóttkví og takmarkanir á samkomum þá freista göngutúrar, hjólreiðar og hlaup við Ægisíðu. Fólk reynir að forðast nálægð við ókunnuga, en ferskt sjávarloft og birtan í suðri hefur sitt aðdráttarafl og lækningamátt. Við Ægisíðu stendur höggmyndin Björgun úr sjávarháska, eftir Ásmund Sveinsson. Sendum þakkir til þeirra sem vinna ómetanleg björgunarstörf þessa dagana. Farið varlega.

Photo Friday: A moment at Ægisíða, Reykjavík, where social distancing is taken to a test. Despite self-imposed quarantine and ban on gatherings, the daily hiking, cycling and running at Ægisíða-seashore are tempting. People try to avoid being close to strangers, but the fresh sea air and the sunlight in the south have their appeal and healing power.
The sculpture on the right is Rescue by Ásmundur Sveinsson. My deepest thanks to all of those rescuing lives in these times. Take care all.

Ljósmyndi tekin | Photo date: 07.04.2020

Vetrareldur | Fire sculpture

Fire1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Viðarskúlptúrar brunnu við Ægisíðu í kvöld og skuggalegar verur heilsuðu myrkrinu. Þetta voru gjörningar í tengslum við sýninguna og ráðstefnuna Tenging norður“ í Norræna húsinu.
♦ Photo Friday. Burning sculptures and a performance of shadow creatures lightened up the dark at Ægisíða shore in Reykjavík tonight. The event was a part of the exhibition and conference Relate North at the Nordic House in Reykjavik.

Fire3©AslaugJ

Fire2©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 08.11.2013

Hrím | Rime ice

01012007hrim

 Föstudagsmyndin. Stilla og vægt frost í dag, hrím yfir öllu á Ægisíðunni, stormur í vændum. Sölnuð hvönnin er frá öðrum stað fyrir sex árum.

 Photo Friday. Calm weather and frost this Friday, everything covered with rime frost. Hence this old photo from a bed of withered angelica. The small photo is from Ægisíða in Reykjavík today. We are expecting storm.

25012013Aegissida

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 01.01.2007 / 25.01.2013