Morgunfrúr í ágúst | Marigolds in August

Föstudagsmyndir: Föðuramma mín, Salvör Jörundardóttir var fædd 26. ágúst, árið 1893, á milli okkar voru 70 ár. Hún var tengingin við aðra og gjörólíka tíma, hún lifði öld umbyltingar á Íslandi. Það þyrfti langt mál til að segja hennar sögu, en við sonardætur hennar nutum þess sannarlega að búa undir sama þaki og hún og afi. Amma var í eðli sínu fagurkeri og kunni þá list að búa til veislu og hátíðlegt andrúmsloft af minnsta tilefni. Morgunfrú í vasa á dúklögðu borði, eitthvað fallegt og lystugt á fati…

Nú er ágúst brátt á enda og sumarblómin leggjast undan kaldri norðanáttinni svo það er eins gott að skera gullfíflana ofan í vasa. Kvöldhiminninn er endalaust sjónarspil, næturnar dimmari.

Góða helgi!

Friday photos: My paternal grandmother was born on this day, August 26, in 1893, thus 70 years between us. She was the connection to a different age, and lived through a century of great transition in Iceland. Her story is surely a material for a long essay, but we her granddaughters enjoyed living under the same roof as her and our grandfather. My grandmother was an aesthete by nature and knew the art of creating a festive atmosphere for even the smallest occasions. Marigolds in a small vase on a cloth-covered table, something beautiful and tasty on a plate…

Now August is coming to an end and the flowers are giving in under the cold northern wind, so one might as well bring a few in and put them in a vase. The evening sky is an endless spectacle, the nights are getting darker.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21./22./25./26.08.2022

Undir regnboganum | Over the rainbow – and under

Föstudagsmyndir: Skýin, himinninn og hafið – allt er þetta endurtekið myndefni, en það er einfaldlega ekki hægt annað en dást að dýrðinni sem veðrabrigðin skapa. Skarðsheiði og Melaleiti undir regnboganum í ágúst.
Góða helgi!

Friday photos: I know this is a repeated theme in my photography: the mountains, the sky, the sea … But I just can’t help myself, I am always enchanted, in awe, by nature’s spectacles.
Happy weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 15.-17.08.2022

Sumarský | Variations of grey

Föstudagsmyndir: Ef varla sést til sólar er altént hægt að spá í skýin. Hlusta á öldurnar. Finna góðan stein …
Njótið daganna, góða helgi!

Friday photos: When the sun barely shows itself, at least you can still study the clouds. Listen to the waves at the beach. Find an interesting stone …
Enjoy your days, have a nice weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.-06.08.2022

Hvítt, hvítt, hvítt | Variations of white

Föstudagsblóm: Undrin eru alls staðar í grasinu, gleymd er óveðursbarinn sinan og éljagrá holtin. Veröldin er græn og þar eru faldar gersemar. Njótið sumarsins, góða helgi!

Blooming and bursting in July: Although we could use more hours of sun in Iceland these days, the flowers bloom and nature stays awake all the short nights and long days. Enjoy the blooming summer, come rain, come shine!

⬆︎ Mynd efst | photo at top: Mýrasóley (Parnassia palustris).
⬇︎ Mynd hér fyrir neðan | photo below: Hvítsmári (Trifolium repens).

 

⬇︎ Biðukolla, túnfífill (Taxacum officinale).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04.07.2022

Jónsmessa | Happy Midsummer!

Jónsmessa: Það er æði kalt á Jónsmessu 2022. Tindar Skarðsheiðar voru gráir í morgun, hitinn 6-7 gráður og með vindkælingunni var lofthitinn varla meira en 3-4 gráður. Myndirnar hér neðar voru teknar fyrr í mánuðinum, en þá viðraði betur á björtum kvöldum. Gleðilega Jónsmessu!

Midsummer: It was a cold Midsummer Night 2022 and the grey skies not very promising at all (pic at top). The peaks of Mt Skarðsheiði were snowy in the morning and the temperatures went as low as 4°C / 39°F. With the winds blowing it felt even lower… But June has also had wonderful moments of bright sky and calm weathers. Happy Midsummer!

 

Ljósmyndir teknar| Photo dates: 08.06 | 10.06. | 24.06.2022