Sitthvað hjá sænskum | Links to Sweden …

Monsterforfattare Stockholm 2015

Áslaug, Kalle, Rakel – Författarnas hus, Stockholm, 2015 – photo©Rakel

Endurlit og umfjöllun. Árið 2015 leið undrafljótt. Ég hef ekki annað því að skrá jafnóðum inn ýmsar greinar og umfjöllun sem tengjast starfinu, en það hefur verið eitt af markmiðunum með heimasíðunni, að halda saman upplýsingum af þeim toga. Þessi póstur er því safn af „gömlum fréttum“ og myndum frá því í september eftir þátttöku í ýmsum viðburðum í Svíþjóð í september 2015.

♦ Last September in Sweden. Warning: Old news! I am just catching up on some old reports in my attempt to collect information about my work on this site. In brief: September 22. – 25. 2015, I visited Stockholm and Göteborg in Sweden.

RumförBarn2015©RakelHelmsdal

Áslaug , Kalle Güettler, Helena Gomér – Rum för barn, Stockholm. photo © Rakel Helmsdal

Skrímslaþing: Þann 22. september 2015 hittumst við skrímslahöfundarnir: Kalle, Rakel og Áslaug í bókaspjalli í Stokkhólmi sem bar heitið: Nordiska monsterböcker för barn och vuxna. Dagskráin var í boði Föreningen Natur och Samhälle i Norden, Föreningen Nordens Stockholmsavdelning, Samfundet Sverige-Island og Samfundet Sverige-Färöarna og fór fram í húsi sænska rithöfundasambandsins, Författarnas hus, á Drottninggatan. Fyrir heimsókninni stóð Nanna Hermansson formaður í Samfundet Sverige-Island og við nutum sannarlega gestrisni hennar í Stokkhólmi. Hér má lesa grein eftir Nönnu á vef samtakanna: „Monsterböcker för barn och vuxna i nordisk samverkan“ um heimsókn okkar í Författarnas hus.

Monsters in Stockholm: On Sept. 22., along with my co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal, we had a book talk at Författarnas hus, the house of The Writers’ Union of Sweden in Drottninggatan. We were invited by the The Society Sweden-Iceland and The Society Sweden-Faroe Islands, arranged by our wonderful host Nanna Hermansson chief of the Society. Her article (in Swedish) about our visit is available here: „Monsterböcker för barn och vuxna i nordisk samverkan“.

Rum för barn: Í Stokkhólmi 23. september áttum við fund í Rum för barn, barnabókasafn og menningarmiðstöð barna í Kulturhuset við Sergels torg, en stefnt er að því upplifunarsýningin „Skrímslin bjóða heim“ fari í ferðalag og verði m.a. sett þar upp. Helena Gomér bústýra í Rum för barn tók á móti okkur.

Rum för barn: We visited the fabulous Children’s Library and Culture House, Rum för barn, in Stockholm and met with the chief librarian Helena Gomér. Hopefully will the exhibition „Visit to the Monsters“  find its way to this ideal home of books and creativity for children.

Hirðsiðir: Við vorum einnig þeirrar ánægju aðnjótandi að vera vitni að hátíðlegum hirðsiðum þegar konungur sendi hestvagn sinn með fereyki eftir nýjum sendiherra Íslands í Svíþjóð, Estrid Brekkan, svo hún mætti afhenda honum trúnaðarbréf sitt. Að því loknu var okkur boðið í sendiherrabústaðinn og þar gátum óskað góðum fulltrúa Íslands til hamingju með nýja embættið.

Royal etiquetts: In Stockholm we witnessed parts of the ceremonial occasion when a new Icelandic Ambassador presented her credentials to the King of Sweden. A parade coupé drawn by four horses brought our new ambassador to the Palace. After the ceremony we were invited to Ambassador Estrid Brekkan residency to celebrate.

Bokmassan©IceLitCenterTwitter

Rakel, Áslaug, Kalle, Sigurður Ólafsson moderator – photo ©IceLitCenter

Bókamessa: Á bókamessunni í Gautaborg 2015, 24. september, bar fundum okkar skrímslahöfundanna svo aftur saman á Ung Scen. Sigurður Ólafsson umsjónamaður skrifstofu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs stýrði spjallinu.

Og undir þessum metnaðarfulla titli: „Stor litteratur för de små“  sögðum við Þórarinn Leifsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir frá bókunum okkar og ræddum örlítið um fullyrðingar og spurningar á borð við þessar: „Barnlitteraturen blomstrar på Island! Vilken betydelse har böcker för barn och unga i ett litet språkområde som det isländska?“ Umræðum stýrði Katti Hoflin, höfundur og aðalborgarbókavörður í Stockholms stadsbibliotek. Tenglar: Frétt á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta um þátt íslenskra höfunda í Gautaborg. Á vef bókamessunnar í Gautaborg: Stor litteratur för de små.

Smil, du er på! Bergrún, Áslaug, Katti Hofliin, Stadsbibliotekarie

Smil, du er på! Bergrún, Áslaug, Katti Hoflin, moderator – photo © Rakel Helmsdal

Book Fair: September 24.th at Göteborg Book Fair was a busy day. I had a book talk with my co-authors Kalle and Rakel at Ung Scen – and a longer session along with Icelandic authors Bergrún Íris Sævarsdóttir and Þórarinn Leifsson.
Links – in English: IceLit: a Great Success at Göteborg Book Fair 2015. Book talk at Göteborg Book Fair: Stor litteratur för de små.

Biskops Arnö: Á vef Biskops Arnö er fjallað um skrímslabækurnar og tengingu þeirra við norrænu rithöfundanámskeiðin á Biskops Arnö. Á bókamessunni í Gautaborg var kynnt ritverk Ingvars Lemhagen: Eftertankens Följetong, sem segir sögu námskeiðanna og þar er fyrsta skrímslabókin og samstarf okkar Kalle og Rakel kynnt rækilega.

Biskops Arnö: The seminars at Biskops Arnö are well known in amongst authors in the Nordic countries. And this is the place where the monster series had their start. A piece about this fact is here on Biskops Arnö’s website, also linking to news about Ingvars Lemhagen’s book release at Göteborg Book Fair in September 2015 where is book, Eftertankens Följetong, was introduced. A chapter in the book is dedicated to the collaboration between me, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal resulting in a series of eight books and perhaps more to come …

 

Vetrarmyndir | Cold and blue

Jökullinn-©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Góðir dagar í sveitinni! Snæfellsjökull sýndi enga hógværð í byrjun ársins og hillti uppi yfir köldum sjónum. Þessa fyrstu daga ársins hefur hlánað og snjóað á víxl. Óneitanlega nýtist takmarkað sólarljósið betur ef það endurkastast af hvítri jörð. Og linsan mín er mun samvinnuþýðari þá daga.
♦ Photo FridayIt looked as if Snæfellsjökull / Snæfell Glacier on Snæfellsnes peninsula had changed size and shape as the weather changed one of the first days in January. Above the cold sea the temperature was slightly higher, making the mountains fly – a phenomenon called superior mirage. And fly does our young stallion in training and fly did the wool-blanket on the clothesline. We have enjoyed fine winter days at the farm.

MadurHesturFjall-©AslaugJ

JanuarSnjor-©AslaugJ

FljugandiTeppi-©AslaugJ

 Ljósmyndir teknar | Photo date: 02 – 05.01.2016

Gleðilegt ár! Happy New Year 2016!

Aramot-©AslaugJ

♦ Áramót 2015-2016! Kæru vinir nær og fjær; bestu þakkir fyrir skemmtileg samskipti og samvinnu á árinu sem er að líða. Kærar þakkir fyrir allar heimsóknir á vefinn! Með myndum frá Melaleiti óska ég ykkur gleðilegs árs, friðar og farsældar á nýju ári. Finnst ykkur kannski vanta púður í þessar myndir? Hér er himinninn laus við litaglaða skotelda. Manneskjan er lítil gagnvart náttúrunni og víst að við eigum þar við ofuröfl að etja. Jafnvel venjuleg vetrarveður á norðurslóðum minna okkur á það. Hvað þá þegar öfgar verða að venju og þekktar stærðir og staðreyndir gamlar minningar. Aðeins með því að stunda auðmýkt í umgengni okkar við náttúru og jörð getum við lifað af í breyttum heimi og sýnt raunverulega snilli og gáfur. Það væri óskandi að við gætum haft örlítið meira vit fyrir okkur á komandi ári. Megi jarðarbúum öllum búnast vel á nýja árinu.

♦ At New Year 2015-2016! Dear friends, near and far, thank you for all the joyful gatherings and meetings, inspiring collaborations and friendship, – and thank you for the many visits to this website in the year 2015. I am truly grateful for your interest. With these photos from the family farm at Melaleiti I wish you a very happy New Year 2016. These images do not picture the blissful excitements of the fireworks on New Year’s Eve, but are pretty descriptive for the mood at the countryside, where I plan to spend the evening. We are so small against Nature’s tremendous powers. Only by practicing humility and humbleness towards Nature’s forces we show true intelligence and mastery. I wish you all peace, wisdom and happiness!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.12.2015

Aramot2-©AslaugJ

Ég vil fisk! tilnefnd til verðlauna | Nominations for Gourmand World Cookbook Awards

EgVilFisk-IslCover-2015

♦ Tilnefning! Stundum berst upphefðin að úr óvæntum áttum. Ég vil fisk! var endurútgefin á árinu og er nú tilnefnd til Gourmand World Cookbook Awards í eftirtöldum þremur flokkum:
Best Scandinavian Cuisine Book
Best Children Food Books
Best Fish Book
Bókin er ennfremur vinningshafi í þessum þremur flokkum á Íslandi. Listi yfir vinningshafa í 209 löndum verður birtur á heimasíðu verðlaunanna í febrúar, en vinningshafar á heimsvísu kynntir með viðhöfn þann 28. maí 2016 í Yantzi í Kína.

Þó að Ég vil fisk! sé ekki matreiðslubók, þá kemur matur, áhugi á mat og matarmenning vissulega við sögu og þessi óvænta og skemmtilega viðurkenning sannar að það er hægt að lesa barnabækur á mörgum plönum. Ég vil fisk! fjallar um sterkan vilja og mislukkaðan velvilja, tungumál og skilning – og auðvitað matinn sem sameinar okkur og seður. Á þessari síðu má sjá myndir úr bókinni, lesa greinar og umfjöllun og brot úr bókadómum. Bókin hefur komið út á fimm tungumálum og er til í þýðingu á fleiri tungumálum.

Gourmandlogo2♦ Nomination! Have I got a surprise for you! My little picturebook I Want Fish! – Ég vil fisk! just got nominated for the Gourmand World Cookbook Awards, – although it’s not a cookbook! I Want Fish! – Ég vil fisk! has been selected the winner in Iceland, and nominated for the next “Gourmand Best in the World”, in three categories:
Best Scandinavian Cuisine Book 
Best Children Food Books 
Best Fish Book
The results for all 209 countries will be posted on the Gourmand World Cookbook Award’s website in February. World wide winners will be announced on Saturday May 28, 2016 at the annual awards event that takes place in Yantai, China.

These nominations must be a proof for the fact that good children’s books can be read in surprisingly many levels! I Want Fish! – Ég vil fisk! is a picturebook for the youngest readers. It’s a book about a strong will and a failing goodwill, language and understanding – taken in with several spoonfuls of some very nice and varied dishes! It has been published in five languages and translations are available in English, Spanish and French. See illustrations from the book, read reviews and articles (mostly in Scandinavian languages) on this page.

Skrímslaföndur | Monster crafts

kramarhus6web©AslaugJ

♦ Föndurdund: Föndur er alls ekki allra, einkum ef það er eftir ákveðinni forskrift. Allt um það finnst flestum gaman að gera eitthvað í höndum, klippa, líma, smíða, sauma, prjóna … Ég hvet alla til þess að dunda við handíðir af hjartans lyst – og list. Það er hollt fyrir huga og hönd. Skrímslakramarhúsin voru hönnuð í tengslum við sýninguna í Gerðubergi – menningarhúsi: Skrímslin bjóða heim. Arkir með kramarhúsunum eru fáanlegar í safnbúð Borgarbókasafnsins í Gerðubergi á meðan birgðir endast. En skrímslavinir sem kíkja hingað á vefsíðuna geta hlaðið niður örk með útlínuteikningum fyrir klippimyndirnar hér fyrir neðan. Stóra skrímslið, litla skrímslið og skrímslakisi óska gleðilegra jóla! Njótið vel!

Jolafondur-kramarhus♦ Monster craftsThese paper cones and paper cuts were designed in connection with the exhibition A Visit to the Monsters in Gerðuberg Culture House in Reykjavík. Templates for the cones are available for a short term in the library shop in Gerðuberg, but all monster friends who visit this site can download a template for the paper cuts with a click on the link below. Enjoy! Little Monster, Big Monster and Monster Kitty wish you all happy holidays!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Skrimslaklipp | Monster Paper Cut 2015 – Smellið á tengilinn til að hlaða niður skjalinu. | Click on the link to download the pdf.

 

Jól hjá skrímslum | Merry monsters

Jolafondur8©AslaugJ

♦ Skrímslin bjóða heimSýningin Skrímslin bjóða heim í Gerðubergi – menningarhúsi var vel sótt s.l. helgi en þá var skreytt hjá skrímslunum fyrir jólin. Þar var föndrað af kappi og í lokin var sungið og gengið í kringum ljósum prýdd skrímslajólatré. Skrímslin þakka öllum þátttakendum hjartanlega fyrir komuna. Skrímslakisi er alsæll svo nú mega jólin koma!

♦ A Visit to the MonstersLast Saturday was a festive day for Little Monster and Big Monster when they got their homes in Gerðuberg Culture House decorated. This was of course only possible because of great help from exhibition guests of all ages. Now the merry monsters enjoy the Yuletide just as the rest of us. Monster Kitty is as happy as a cat can be. Thank you all!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Sýningin Skrímslin bjóða heim er ætluð yngri börnum í fylgd með fullorðnum og stendur allt til 24. apríl 2016. Aðgangur er ókeypis.

The exhibition A Visit to the Monsters, based on the Monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is on display in Gerðuberg Culture House in Reykjavík. It will run through April 24th 2016. Free admission.

Skrímsli í myrkrinu! | Monster in the Dark!

Litla-skrimsli-Endurskin-1

♦ Hönnun: Litla skrímslið lætur skammdegið ekki buga sig og berst gegn þeim ógnum sem felast í myrkrinu. Það er reiðubúið að slást í för með öllum sem hætta sér út í náttmyrkrið. Það kann líka skínandi vel við sig á jólatrénu, finnst bara skemmtilegt að hanga svona …

Endurskinsmerkið er hannað í samvinnu við Safnbúðir Reykjavíkur og Funshine og á rætur að rekja í bókaröðina um litla skrímslið og stóra skrímslið.  Fæst í safnbúðunum í lista- og menningarsöfnum Reykjavíkurborgar.

♦ DesignAngry Little Monster says “No!” to murky shadows and is ready to fight the darkness with its sparky attitude. Little Monster would really like to hang out with anyone who dares seek adventures and go for a walk in the dark. It also likes to just hang around and practically shines if it’s allowed to decorate the Christmas tree.

This Monster-reflector was designed in collaboration with Reykjavík Museum Shops and Funshine, inspired by the Monster series. Available in Reykjavík library-shops, art and culture museums.

Litla-skrimsli-Endurskin-2

 

Skrímslaskraut | Christmas decorations

SkrimslaJolaseria

♦ ViðburðurÁ morgun, laugardaginn 12. desember, verður skreytt heima hjá skrímslunum í Gerðubergi menningarhúsi. Þar verður hægt að spreyta sig á alls konar jólaföndri að hætti litla skrímslisins. Stóra skrímslið gat ekki beðið og er búið að hengja upp jólaseríurnar (án þess að flækja þær saman!). En auðvitað þurfa skrímslin hjálp við að punta svona mörg hús og tré. Við skrímslavinir hlökkum því til að sjá sem flesta á morgun, kl 13:30-15:30. Nánari upplýsingar: Gerðuberg menningarhús og hér er viðburðurinn á FB. Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim stendur yfir í Gerðubergi.

♦ EventLittle Monster and Big Monster are preparing for the holidays and will be decorating their homes at Gerðuberg Culture House tomorrow, 12. Dec., from 1:30 pm to 3:30 pm. Big Monster could not wait and has already put up some fairy lights and Little Monster has been busy with the scissors. But they will sure need some help decorating all the trees and all the houses, windows and doors. We welcome all monster-friends to this event! Further information: Gerðuberg Culture House and a FB-event. The exhibition A Visit to the Monsters, based on the Monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is on display in Gerðuberg Culture House.

LSklippJolweb

Skapað með skrímslum | Monster merchandise

SkrimslaVorur1

♦ HönnunÍ tengslum við sýninguna Skrímslin bjóða heim og í samstarfi við Safnbúðir Reykjavíkur hannaði ég litla vörulínu með gjafakortum, skissubókum o.fl. með myndum sem tengjst bókaröðinni um litla skrímslið og stóra skrímslið. Þessar vörur fást nú í safnbúðum lista- og menningarsafna Reykjavíkurborgar. Á Fb-síðu safnbúðanna er að finna myndir og upplýsingar um verð. Fleiri vörur eru væntanlegar síðar!

♦ DesignIn collaboration with Reykjavík Museum Shops I have designed a small line of products inspired by The Monster Series. Cards, wrapping paper that can also serve as posters, box of colors, sketchbooks and more – all available in Reykjavík library-shops, art and culture museums. Prices and more photos and information here on Reykjavík Museum Shops’ FB-page. More monster-merchandise to be introduced later!

Trélitir, skissubækur og blokkir. Með þessum trélitum er hægt að lita ENDAlaust – frá báðum endum. Og nei, þetta eru ekki litabækur og þess vegna má lita útfyrir, skrifa texta, minnislista, sögur, ljóð, hugmyndir; og teikna myndir, krassa og krota. Allskonar! Skapaðu með skrímslunum!

SkrimslaTeiknibok

 

Skrímslin á arabísku | The Monster series in Arabic

TheMonsterSeriesARABIC5covers

♦ BókaútgáfaÞá er komið að því að skrímslin tvö tali arabísku! Fimm titlar eru að koma sjóðheitir úr prentsmiðju. Útgefandinn er Al Hudhud Publishing í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þýðandi er sýrlendingurinn Lama Ammar, þýðandi og fréttakona. Þrír titlar voru til sölu og sýnis á alþjóðlegu bókamessunni í Sharjah í nóvember og tvær bækur til viðbótar eru væntanlegar úr prentsmiðju þessa dagana. Sjá einnig: fleiri fréttir um skrímslin á arabísku.
Page-Monster-Kitty-Arabic

♦ Book releaseLittle Monster and Big Monster are speaking in Arabic now! Five titles are being released from Al Hudhud Publishing in Dubai in the United Arab Emirates. The Arabic translation is by Lama Ammar, translator and reporter. Three titles were already for sale and on display at Sharjah International Book Fair in November and two more titles will follow any time soon.

See also: In Abu Dhabi 2015.

 

Skrímsli á þínu tungumáli | Book reading in 13 languages

Modurmal-28nov2015-02

Laura – las á lettnesku | read in Latvian

♦ Tvítyngi og upplesturMóðurmál, félag um tvítyngi stóð fyrir upplestrum á Nei! sagði litla skrímslið, í Menningarhúsinu Gerðubergi 28. nóvember s.l. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir upplestrum á bókinni á ýmsum tungumálum. Í þetta sinn var lesið á íslensku, lettnesku, tékknesku, litháísku, portúgölsku, slóvakísku, basknesku, kastillísku, ítölsku, norsku, katalónsku, pólsku og filippseysku. Bókin hefur ekki verið útgefin á öllum þessum tungumálum en margir lögðu hönd á plóg við að þýða textann á sitt móðurmál. Upplesarar voru til fyrirmyndar og lásu með tilþrifum. Kærar þakkir félagar í Móðurmáli!

♦ Bilingualism and book readingI took these photos last Saturday at an event where No! Said Little Monster was read in numerous languages.This is the second time Móðurmál – Mother Tongue, Association on Bilingualism, arranges an event like this, now in Gerðuberg Culture House  where “No! Said Little Monster” was read in: Icelandic, Latvian, Czech, Lithuanian, Portuguese, Slovak, Basque, Castilian, Italian, Norwegian, Catalan, Polish and Filipino. The readers were all wonderful and the children read with great expression! Thank you all participants!

Modurmal-28nov2015-12

 

Fugl í garði | Winter day

Throstur©AslaugJ2015

♦ FöstudagsmyndinReykjavík skipti um ham í nótt og í morgun gafst á að líta: tunglið skein bjart yfir snæviþakta borgina sem er að komast í sparibúning á jólaföstu. Þennan búralega þröst hitti ég í Hólavallakirkjugarði. Hann var þar að gæða sér á síðustu reyniberjunum. Mjöllin hékk á hverri grein – nema þar sem þrösturinn og félagar hans flögruðu um og slitu ber af greinum með tilþrifum.

♦ Photo FridayIt was a lovely white Friday in Reykjavík today. It had snowed heavily last night and the city changed mood. This red wing was feasting on the last rowan berries in the old cemetery.

(Síðasta færsla hér á vefsíðunni var fyrir mánuði síðan! Ég verð að herða mig í tíðindaskrifunum … Meira síðar!)
(I wrote my last blog post a month ago! That’s no good … I’ll be back with news soon!)

Throstur2©AslaugJ2015

Holavallagardur©AslaugJ2015

Heima hjá skrímslum | The busy homes of monsters

Skrimslin-2015-03-©AslaugJ

♦ Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim opnaði laugardaginn 24. október 2015 í Gerðubergi menningarhúsi við afbragðsgóðar viðtökur og mikla aðsókn. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá opnunardeginum og enn fleiri myndir má sjá á Fb-síðu Gerðubergs. Sýningin byggir á sagnaheimi bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sýningarstjórar og hönnuðir eru Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson.

Vinnan við sýninguna var mikið ævintýri og á sér langan aðdraganda. Þar dró vagninn Guðrún Dís Jónatansdóttir viðburðastjóri og svo verkefnastjórarnir Ásta Þöll Gylfadóttir og Stella Soffía Jóhannesdóttir hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Starfsfólk Gerðubergs Menningarhúss lét heldur ekki sitt eftir liggja og ber nú hitann og þungan af móttöku gesta. Helsta samstarfsmanni mínum, listasmið og hönnuði, Högna Sigurþórssyni, vil ég þakka ómetanlegt framlag og skapandi og skemmtilegt samstarf. Sýningin stendur allt til 24. apríl 2016, en er hönnuð sem farandsýning og mun án efa halda í langferðir þegar fram líða stundir.

♦ Exhibition for childrenSo at last the exhibition “Skrímslin bjóða heim” , Visit to the Monsters, was opened in Gerðuberg Culture House on October the 24th 2015. What a day! The house was bursting with monster friends who all wanted to enjoy playing and reading in the world of monsters.

Designing and working on the exhibition has been a long and exciting adventure. I would like to thank the enthusiastic staff at Reykjavík City Library and Gerðuberg Culture House – and not least my co-exhibition designer for this project: designer and artist Högni Sigurþórsson, who made this journey even more monstrously creative and amusing.

This interactive exhibition for children, based on the eight books about Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal will run through April 24th 2016 in Reykjavík. It has been designed for travelling and will hopefully travel abroad when time comes. More on that later. Enjoy the photos from the opening day and see even more images here on Gerðuberg Culture House Fb-page.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.


Móttaka skrímslanna og lestrarrými; sjósundstaðurinnThe Monster reception and reading area; The Sea:

Skrímslaparísinn og fiskitjörninThe Monster Hopscotch and The Fishing Pond:

Lestrarrými, NEI-veggurinn og gæludýrabúðin. | Reading area; The Wall of No’s, The Pet Shop:

Skrímslaskógurinn | The Monster Woods:

Skrímslaþorpið og skúmaskotinThe Monster Village and all The Monsters in the Dark:

Heima hjá stóra skrímslinuAt Big Monster’s House:

Heima hjá litla skrímslinuAt Little Monster’s house:

Skrifaði í skýin, skrímsla-segulmyndir, teiknitrönur litla skrímslisins, og vinatréð | Creative areas: Monster Magnet Portraits, Little Monster’s easels, The Black-mood Clouds and The Tree of Friends:

Hönnuðir, sýningar- og verkefnastjórar | Happy designers and project managers:

 

Skrímslin bjóða heim í dag | Exhibition opening today!

0-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi í dag!
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens today, Oct. 24th 2015, in Gerðuberg Culture House.

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 1

1-dagur

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim opnar í Gerðubergi Menningarhúsi á morgun!
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House1 day to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 2

2-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“  opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 2 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House2 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 3

3-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 3 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House3 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 4

4-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“  opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 4 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House4 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 5

5-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“  opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 5 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House5 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 6

6-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 6 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House. 6 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 7

7-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 7 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House7 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 8

8-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 8 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House8 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 9

9-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 9 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House9 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 10

10-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 10 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House10 days to go!

Skrímslakisi á kínversku | Monster Kitty in Chinese

Skrimslakisi Kina 2015

♦ BókaútgáfaBókin Skrímslakisi怪物与猫咪, er komin úr prentun í Kína og bætist nú í hóp fyrri bókanna um skrímslin sem einnig hafa verið þýddar á kínversku og gefnar út hjá Tianjin Maitian Culture Communication í Kína. Þýðandi er Cindy Rún Xiao Li, 李姝霖. Myndin er tekin í Gerðubergi Menningarhúsi, en þar heldur kisi sig um þessar mundir, ásamt litla skrímslinu og stóra skrímslinu sem eru að undirbúa sýningu og allsherjar heimboð. Þar gerir skrímslakisi gerir þó ekki annað en að týnast!

♦ Book releaseSkrímslakisi, Monster Kitty in Chinese: 怪物与猫咪, is hot off the press and joins the previous books in the monster series published by Tianjin Maitian Culture Communication in China. Translator is Cindy Rún Xiao Li, 李姝霖. This photo was taken in Gerðuberg Culture House where Monster Kitty is running around while Little Monster and Big Monster prepare an exhibition. How ever, Monster Kitty just keeps getting lost …

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 11

11-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 11 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House11 days to go!

Skrímslakisi á Heiðurslista IBBY | Selected for IBBY Honour List 2016

Skrimslakisi-Og-Aslaug2015

Skrímslakisi fer um öll skúmaskot Gerðubergs þessa dagana, en þó náðist af okkur þessi mynd. | Monster Kitty likes IBBY…

♦ Viðurkenning: Við Skrímslakisi kætumst! Samtökin IBBY á Íslandi völdu á dögunum Skrímslakisa sem eina þriggja bóka á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna 2016. Hér má lesa frétt IBBY á Íslandi.

Hver landsdeild IBBY nefnir til einn rithöfund, einn myndhöfund og einn þýðanda á heiðurslistann sem birtur er annað hvert ár. Frá Íslandi er Ármann Jakobsson er tilnefndur fyrir Síðasta galdrameistarann; Áslaug Jónsdóttir er tilnefnd fyrir Skrímslakisa og Magnea J. Matthíasdóttir er tilnefnd fyrir þýðinguna á Afbrigði eftir Veronicu Roth.

Bækurnar á heiðurslista IBBY fá umtalsverða alþjóðlega kynningu. Þær eru kynntar á heimsþingi IBBY sem næst verður haldið í ágúst 2016 á Nýja-Sjálandi og þær fara um heiminn á farandsýningu á hin ýmsu bókaþing í tvö ár eftir það. Bækur sem tilnefndar hafa verið á heiðurslistann má svo finna á nokkrum völdum bókasöfnum víðsvegar um heiminn.

Þetta er í þriðja sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY: árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.

asl_krakkakv♦ HonourSkrímslakisi (Monster Kitty) by the Nordic trio: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal has been selected for the 2016 IBBY Honour List for illustration. Read the news in Icelandic here and all about IBBY Honour List here. Nominated from Iceland are: author Ármann Jakobsson for Síðasti galdrameistarinn; illustrator Áslaug Jónsdóttir for Skrímslakisi and translator Magnea J. Matthíasdóttir for Afbrigði by Veronicu Roth.

The criteria goes as follows: “The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”  The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the third time on the list; previously in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.

Blái hnötturinn USA ISL UKThe Honour List catalogue and the selected books will be presented at the IBBY Congresses in Auckland, New Zealand in 2016. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs. Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept at the International Youth Library in Munich, the Swiss Institute for Child and Youth Media in Zurich, Bibiana Research Collection in Bratislava, IBBY in Tokyo and Northwestern University Library at Evanston, Illinois.

Below: two spreads from Skrímslakisi (Monster Kitty).

M8-Skrímslakisi-4-5-©AslaugJweb

M8-Skrímslakisi-10-11-©AslaugJweb

 

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 12

12-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 12 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House12 days to go!

Skrímslin bjóða heim | Counting down – 13

13-dagar

♦ Sýningin: „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 13 daga.
♦ Exhibition“Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters opens Oct. 24th 2015 in Gerðuberg Culture House13 days to go!