Skrímslin bjóða heim | Counting down

14-dagar

♦ SýningVið teljum niður! Sýningin „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi Menningarhúsi eftir 14 daga.
♦ ExhibitionThe exhibition “Skrímslin bjóða heim” – A Visit to the Monsters will open on October 24th 2015 in Gerðuberg Culture House. Just 14 days to go!

Til hamingju Ísland | Day of Icelandic Nature 2015

Kaldalon©AslaugJ

♦ Ljósmynd: Sumarnótt við Kaldalón. Í dag er haldið upp á Dag íslenskrar náttúru í fimmta sinn. Njótum. Stöndum vörð. Til hamingju með daginn.
♦ PhotoKaldalón, Westfjords, Iceland, at midnight in July. Today we celebrate the Day of Icelandic Nature. Yes, let’s!

Ljósmynd tekin | Photo date: 25.07.2015 23:53 – at midnight

Skrímsli að störfum | Monsters at work

Litlu-skrimslin-hjalpast-ad-©AslaugJ

♦ Sýningarvinna: Undirbúningur fyrir sýningu úr heimi bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið er í fullum gangi. Litla skrímslið veit alveg hvernig þetta á allt saman að vera, en við Högni, Reynir og Svanhvít höfum reynt að hlýða því í einu og öllu við hönnun og smíðar. Stóra skrímslið gerir sannarlega sitt besta en skrímslakisi hefur ekki verið til mikils gagns. Sýningin „Skrímslin bjóða heim“ opnar í Gerðubergi 24. október 2015. Sýningarhönnuðir eru Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson. Hér má lesa frétt um skrímslastússið á vef Gerðubergs – Menningarhúss.

Skrimsli-hjalpa-til-©AslaugJ

♦ Exhibition in the makingPreparations for an interactive exhibition for children, based on the eight books about Little Monster and Big Monster are in full swing! As usual Little Monster has strong opinions on how to do things and we in the exhibition team: Áslaug, Högni, Reynir and Svanhvít, try to follow every instruction when designing and building. Big Monster is also doing it’s best, but Monster Kitty is really just in the way… The exhibition “Skrímslin bjóða heim” (At Home with Monsters) will open on October 24th 2015 in Gerðuberg Culture House. My co-exhibition designer on this project is designer and sculptor Högni Sigurþórsson. More about the exhibition (in Icelandic) here on City Library news blog.

Stora-skrimsli-smidar-©AslaugJ

 

Bókadómar á Spáni | New book reviews in Spain

ES_DICE NO   ES_Los_monstruos_grandes_no

♦ BókadómarÁ spænsku barnabókmenntasíðunni Pekeleke má lesa tvo nýlega dóma um útgáfur Sushi books á fyrstu skrímslabókunum tveimur: Monstruo pequeño dice ¡NO! (Nei! sagði litla skrímslið) og Los monstruos grandes no lloran (Stór skrímsli gráta ekki). Eftir því sem ég kemst næst er góður rómur gerður að bókunum. Umfjöllunina má finna með með því að smella á tenglana í bókatitlunum hér fyrir ofan.

“Son dos álbumes ilustrados sensibles, con los que los niños se sentirán fácilmente identificados, y que nos hablan de empatía y de la necesidad de expresar nuestros sentimientos.” – Pekeleke.

♦ Book reviewsThe children’s literature site Pekeleke in Spain reviews the two first books in the Monster series, published by Sushi booksMonstruo pequeño dice ¡NO! (No! Said Little Monster) og Los monstruos grandes no lloran (Big Monsters Don’t Cry). Click on links in the book titles to read the very nice reviews by Pekeleke.

Sushi book published the books in four languages: Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.
English translation of all eight books in the series are available. For further information, contact Forlagid Rights Agency.

Nesti og nýir skór | Collection of tales, poems and pictures

Nestiognyirskor♦ Bókaútgáfa: Á degi læsis, 8. september, kom út bókin Nesti og nýir skór – Úrval úr íslenskum barnabókum, sem IBBY á Íslandi gefur út í samvinnu við Forlagið. Bókin er safn sagna, kvæða og mynda frá ýmsum tímum. Útgáfan hefur þá metnaðarfullu sérstöðu að allir nemendur í 1. bekk grunnskóla á Íslandi fá Nesti og nýja skó að gjöf og boð um að sækja eintakið sitt á almenningsbókasafn í sínu næsta nágrenni.

Textarnir eru afar ólíkir og myndefnið fjölbreytt, en útkoman vegleg, forvitnileg og aðlaðandi bók. Forkólfar framtaksins hjá IBBY-samtökunum mega vera stoltir af verkinu. Ritstjórar voru Sólveig Ebba Ólafsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir fyrir hönd IBBY og Sigþrúður Gunnarsdóttir fyrir hönd Forlagsins.

Höfundar efnis í bókinni eru hátt á fjórða tug og gáfu allir leyfi fyrir notkun mynda og texta án endurgjalds. Ég er þess heiðurs aðnjótandi að eiga eina sögu í þessari fallegu bók, en það er sagan Eldrisinn úr bókinni Sex Ævintýri.

Ég hvet alla sem eiga eða þekkja börn í 1. bekk grunnskóla að minna á þessa góðu gjöf, aðstoða við að sækja bókina í næsta bókasafn og njóta þess, með eiganda bókarinnar, að lesa um gamla vini og kynnast öðrum nýjum. Á bókakápu segir: „Þetta eru uppáhaldssögur íslenskra krakka frá síðustu öldum.“ Ég óska IBBY til hamingju með heillavænlegt og bitastætt framlag í þágu læsis og bóklestrar á Íslandi.

Tenglar: Um bókina á vef IBBY á Íslandi. |  Bókin í vefverslun Forlagsins.

♦ Book release: On September 8th, International Literacy Day, this book was released: Nesti og nýir skór. The title referries to a phrase from the old folk tales when heading towards the an adventure and packing up with: “new shoes and supplies”. The book is a collection of Icelandic stories and illustrations, poems and rhymes from old folk tales to newer stories. The book is a gift to all Icelandic children starting their 1st year in school – a grand and ambitious gesture from IBBY Iceland, who run the project and published the book in collaboration with Forlagið publishing.

I am honored to be one of the about 40 authors / illustrators in the book – who all gave their work to the project. My story Eldrisinn (The Fire Giant – from the book Six Fairy Tales) along with illustrations was selected for the book. The children (age 5-6) will collect their copy of book at the public library nearest to them. To some of them, this may be the first visit to a library and perhaps their first own „grown-up“ story book. These weeks are truly exciting for the young students, they are starting school and will hopefully get read stories to from a book that contains, according to the cover text: “a treasure of stories, poem and pictures … Icelandic children’s favourite stories from past centuries.”

Link to more information in Icelandic on IBBY Iceland website: Nesti og nýir skór. | Forlagið web store.

Síðsumar | Leontodon autumnale and other signs of late summer

Skarifífill©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Það eru komin sumarlok og haust í nánd. Síðustu vikur hafa verið annasamar og heimsfréttirnar óbærilegar. Ég er höll undir heimspeki litla skrímslisins: til hressingar getur verið gott að horfa á eitthvað fallegt. (En nauðsynlegt að öskra NEI! af krafti þess á milli). Hér fyrir ofan kúra skarifíflar undir gömlum húsvegg. Á latnesku bera þeir heitið: Leontodon autumnale eða haustfífill, eða „haust-ljóns-tönn“. Fyrir neðan eru haustlitir í laufi af blóðkolli eða blóðdrekk (Sanguisorba officinalis) og ein stök mýrasóley (Parnassia palustris) innan um smjörlauf (grasvíðir: Salix herbacea) o.fl. Neðst er svo mynd sem gleður mitt hagamúsarhjarta: uppskera úr matjurtagarði á leið í eldhúsið.

♦ Photo FridayThis has been a busy week, and the world news have been horrifying. I feel angry and powerless. When things get to overwhelming I tend to go and stare at something I can adore without any obligations (true or not) –that is: nature. Then after a while I feel ready to go at it again. So I bring you plants and fruits of earth! At the top: the Fall dandelion (Leontodon autumnale) under the walls of our old farmhouse; below: colors of autumn in a leaf of a Great burnet (Sanguisorba officinalis) and a sole Bog star (Parnassia palustris) amongst Dwarf willow (Salix herbacea) and more. At the bottom: veggies from our gardens, on the way into the kitchen. I feel very lucky and privileged.

Haust31aug2015AslaugJ

Uppskera©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.08. / 21.08. / 17.08.2015

Þar gala gaukar, þar spretta laukar | Visiting Bjarnarfjörður

Bjarnafjordur-M-erla-27juli2015

Máríuerla – Motacilla alba – White wagtail at Hótel Laugarhóll

♦ FöstudagsmyndirÞað er af svo firna mörgu að taka þegar lofa skal Strandirnar með ljósmyndum. Ég ætla að nefna Bjarnarfjörð í þetta sinn. Ég gisti á Hótel Laugarhóli, hvar sængurfötin ilma af sól og laugarvatnið er laust við eitur; þar gengur klukkan hægar og ferðamannastraumurinn er mátulegur, rétt eins og hitinn í Gvendarlaug hins góða; og maturinn (sem er ferskur og ljúffengur) og tónlistin í matsalnum (sem skiptir miklu máli!) gerir mann einfaldlega hamingjusamari. Takk fyrir mig.

Og svo fékk ég að sjá undrið: ávextina sem vaxa þar á Ströndum norður. Ef ég hef það rétt eftir, þá leiddist ungum bóndasyni í Bjarnarfirði að horfa á gamalt loðdýrabú grotna niður á býli í nágrenninu, en þess háttar skemmur hefur mátt finna víða um land eftir hörmulegar tilraunir til verksmiðjubúskapar. Bóndasonurinn fékk að rífa skemmuna. Hann sagaði niður steyptan grunninn og reif sundur grindina. Flutti allt til síns heima og raðaði upp á nýjan leik. Klæddi grindina gróðurhúsaplasti og hóf að gróðursetja og rækta matjurtir, ávaxtatré og -runna. Þar sem loðdýrin hefðu ella hringsnúist kveinandi, glóa nú aldin af ýmsum toga. Ja, hvað segið þið þá?

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Smyrill – Merlin – Falco columbarius

Smyrill – Merlin – Falco columbarius

♦ Photo FridayI spent a day in Bjarnarfjörður in July, staying at Laugarhóll Hotel, a place I highly recommend for lovers of bird life, hot baths, good food, relaxed atmosphere, beautiful nature, great hosts and service.

And then there was this extra surprise: I good friend gave us a tour to a neighbour farm where I found an oasis of fruit trees and berry bushes: a green house rebuilt from a former mink/fox house. What a pleasant sight! And how right this course of things seemed, from the saddest “farming” of all, to the most beguiling one!

Bjarnafjordur-Svh4-27juli2015

Plómurækt í Bjarnarfirði – Growing plums near The Arctic Circle

Bjarnafjordur-Svh527juli2015

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27.07.2015

Ég vil fisk! | I Want Fish!

EgVilFisk-IslCover-2015♦ Endurútgáfa: Ég vil fisk! er komin út á ný, kjörin bók fyrir litla sjálfstæða lestrarhesta. Forlagið – Mál og menning gefur út. Af þessu tilefni hefur bókin fengið sérstaka undirsíðu hér á vefnum, með vísun á umfjöllun og tilvitnunum í bókadóma í Svíþjóð, Danmörku og víðar. Sjá hér: Ég vil fisk! Bókin kom fyrst út árið 2007, þá samtímis á fimm tungumálum: íslensku, færeysku, sænsku, dönsku og grænlensku. Íslenskum bókadómum hefur ekki verið til að dreifa, en mig minnir að einn íslenskur fjölmiðill hafi beðið mig um uppskrift að fiskrétti, um það leyti sem bókin kom út … Barnabókaumfjöllun á Íslandi er yfirleitt í mismikilli lægð, en þeir fáu sem sinna barnabókmenntunum af einhverju viti eiga hrós skilið fyrir eljuna.

♦ RepublishedMy picturebook: Ég vil fisk! (I Want Fish) has just been republished and is out in the stores again. The first edition was published in five languages: Icelandic, Faroese (BFL), Swedish (Kabusa Böcker), Danish and Greenlandic (Milik) in 2007. English, French and Spanish translations are now available for publishers.

I have just put up a special page for the book, see: Ég vil fisk – I Want Fish! with couple of illustrations and a lot of quotes and notes from reviews, although mostly in the Scandinavian languages. I have one book review in English, published in BOOKBIRD:

„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul.“ – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008

EgVilFisk4web

Steinshús | Honoring poet Steinn Steinarr

Steinshús-1

♦ FöstudagsmyndirÉg var þeirrar ánægju aðnjótandi að gista í Steinshúsi við Nauteyri fyrir skemmstu. Í nýuppgerðu fyrrum samkomuhúsi sveitarinnar hefur verið sett á laggirnar menningar- og fræðasetur, til minningar um Aðalstein Kristmundsson frá Laugalandi í Skjaldfannardal, ljóðskáldinu sem kallaði sig Stein Steinarr. Steinshús verður formlega opnað 15. ágúst næstkomandi, en þar má kynna sér ævi og verk skáldsins í fróðlegri sýningu. Í húsinu er einnig notaleg íbúð fyrir skáld og fræðimenn. Samkvæmt heimsíðu Steinshúss fer setrið þó ekki í fullan rekstur fyrr en sumarið 2016.

♦ Photo FridayIn July I had the opportunity to visit the remote Snæfjallaströnd in the Westfjords region in Iceland. I also had the pleasure to stay at Steinshús – a small culture house at Nauteyri where poet Steinn Steinarr (1908-1958) is honored with an exhibition about his life and works. Steinshús Culture House is officially to be opened on August 15th, next week, but first fully to operate in the summer 2016. Steinshús and Snæfjallaströnd are definitely worth a visit!

Stundum hafa ljóð Steins Steinarr verið kölluð torskilin. Á sínum tíma hefur þá byltingarkennt form sumra ljóðanna ef til vill ýtt undir þær hugmyndir, en flest eru ljóð hans þó auðskilin og hefðbundin. Lífsskoðanir Steins voru sterkar og hann var gagnrýninn á auð og yfirvald. Dálítið svartur húmorinn hefur kannski ekki verið allra, en það er t.d. gaman að rifja upp þetta ljóð:

HLJÓÐ STREYMIR LINDIN Í HAGA
eftir Stein Steinarr

Hljóð streymir lindin í haga
og hjarta mitt sefur í ró.
Tveir gulbrúnir fuglar fljúga
í fagurgrænan skóg.

Og allt sem ég forðum unni,
og allt sem ég týndi á glæ,
er orðið að ungu blómi,
sem angar í kvöldsins blæ.

Hljóð streymir lindin í haga.
Ó, hjarta mitt, leiðist þér?
Guð gefi nú að við náum
í næsta bíl, sem fer!

við-Steinshús-1

 Ljósmyndir teknar | Photo date: 26.07.2015  © Áslaug Jónsdóttir & Kristjana Vilhjálmsdóttir

Bókadómur: Sagan af bláa hnettinum | Book review in The Guardian

TheGuardianBlPlanet♦ BókadómurThe Guardian birti á dögunum samantekt af bókadómum úr sunnudagsblaðinu The Observer, hvar Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason fær góðan dóm hjá Kitty Empire. Með fylgdi myndlýsing úr bókinni, sjá hér til hliðar.

Tengill á netútgáfuThe GuardianKitty Empire: Fiction for older children reviews – delight in wordplay, disrespect for authority and a touch of evil. Birt 26. júlí 2015.

♦ Book reviewThe Guardian published a children’s book reviews round-up from The Observer where The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason receives a nice review by Kitty Empire. See here on the left. Illustration by yours truly!

Link to the article in The Guardian online: Kitty Empire: Fiction for older children reviews – delight in wordplay, disrespect for authority and a touch of evil. Published 26 July 2015.

Skrímslafréttir | Monster news!

123-Monster-SvCover-2015-lwrFRONTweb♦ Bókaútgáfur og upplifunarsýningAf litla skrímslinu og stóra skrímslinu er allt gott að frétta og þau eru sannarlega í fullu fjöri. Hér eru helstu tíðindi af skrímslunum, heima og heiman.
♦ Books releases and upcoming exhibition: Little Monster and Big Monster are doing just fine. Here are the latest news!

Endurútgáfur í Svíþjóð. Það er alltaf gaman að senda bækur af stað í prentun – og það á hreint ekki síður við um endurútgáfur, enda sérdeilis gleðilegt þegar útgefendur treysta bókunum til að lifa lengur en sína fyrstu útgáfu. Útgefendur okkar skrímslanna í Svíþjóð, Kabusa Böcker, ákváðu að endurútgefa fyrstu bækurnar: Nej! sa lilla monster, Stora monster gråter inte og Monster i mörkret. Þessar bækur komu út hjá Bonnier Carlsen árin 2004, 2006 og 2007 og hafa verið ófáanlegar um langa hríð, en koma nú aftur í bóksölur í lok sumars.
♦ Reprints in Sweden: The Swedish version of the first three books about Little Monster and Big monster were originally published by Bonnier Carlsen in 2004, 2006 and 2007. Five more titles have been published by Kabusa Böcker, who are now republishing the first three books who have been out of print for many years now. Book release for these three books in Sweden will be later this summer.

EftertankenOpslag

Opna úr „Eftertankens Följetong“ eftir Ingmar Lemhagen | Spread from “Eftertankens Följetong” by Ingmar Lemhagen.

Í bók um Biskops Arnö. Tilurð bókanna um skrímslin tvö fær sérstaka umfjöllun í nýútkomnu riti Ingmar Lemhagen um norrænu rithöfundanámskeiðin á Biskops Arnö, sem þar hafa verið haldin allt frá árinu 1960. Bókin nefnist Eftertankens Följetong. Kalle Güettler segir frá þessum tíðindum hér. Við skrímslahöfundar lögðum til myndir og efni tengt samvinnu okkar höfundanna þriggja, sem hefur staðið yfir frá því að við hittumst á námskeiði á Biskops Arnö árið 2001.
♦ All about the beginning! Little Monster and Big monster are thoroughly represented in a new book about the Nordic seminars for writers and illustrators, held at Biskops Arnö in Sweden. The book is in Swedish: Eftertankens Följetong by Ingmar Lemhagen. My co-author of the Monsterseries, Kalle Güettler, tells us more about all this here in his blog – in Swedish.

8-MCovers-lowres

Skrímslin á ensku. Það voru fleiri skrímslabækur en sænskar endurútgáfur í umbroti hjá mér. Nýjar þýðingar á ensku eru nú tilbúnar hjá Forlaginu fyrir áhugsama útgefendur! Snilldarhöfundurinn Salka Guðmundsdóttir sá um þýðinguna.
♦ English translations: This is an important announcement to publishers! The books about Little Monster and Big Monster are now available in a provisional English translation, all set up for enjoyable reading with the illustrations and text as in the original design. Translator is the excellent author and translator Salka Guðmundsdóttir. For more information contact: Forlagid Rights Agency.

Upplifunarsýning í Gerðubergi. Sannast sagna hafa skrímslin átt hug minn allan undanfarið. Í undirbúningi er farandsýning þar sem gengið verður inn í heim bókanna um skrímslin tvö. Áformað er að opna sýninguna í Gerðubergi Menningarhúsi í október, en síðar heldur sýningin til Svíþjóðar og Færeyja. Ég er ábyrg fyrir hönnun sýningarinnar ásamt Högna Sigurþórssyni. Hér fyrir neðan má gægjast inn í módelið sem ég hef notað í hugmyndavinnunni.
♦ Books releases and exhibition: I could say that my mind has been occupied with monsters for quite some time. An interactive exhibition for children, based on the eight books about the two monsters will open in October in Gerðuberg Culture House. It will later to travel abroad: hopefully to the other monster-homelands: Sweden and the Faroe Islands. My co-exhibition designer on this project is the experienced and skilled designer and sculpturer Högni Sigurþórsson. Below is a little sneak-peak in to the model where I have tested various ideas for the exhibition.

Ég var að hugsa … | I’ve been thinking …

Hummogpu©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Ég hef verið að hugsa um hve hratt tíminn líður. Og að ég hafi ekki gefið mér nógu mikinn tíma til þess að liggja í grasinu og horfa á skýin. Eða bara góna út í bláinn … Hvað um að pæla í Kepler 452b, til dæmis?
♦ Photo FridayI’ve been thinking about time. It sure flies. And I think I have not spent enough time just layin’ in the grass and watching the clouds go by. Or just spacing out …yes, how about giving Kepler 452b a little thought? Is anybody out there?

Ljósmynd | Photo: Vilhjálmur Svansson. Tekin | Date: 22.07.2015

Sumar í sveitinni | Summer at the farm

Blalilja-Skardsheidi-Melaleiti

♦ Fjaran og fjöllinÞrátt fyrir annir má ekki gleyma því að slæpast úti í náttúrunni. Rápa, horfa, hlusta. Hér bar fyrir augu Blálilju (Mertensia maritima) í fjörunni í Melaleiti. Og Snæfellsjökull er ævinlega jafn heillandi, sama hvernig á hann er litið. Ég tel víst að skarfurinn sem sat úti í Kotatanga sé sama sinnis.
♦ The mountains and the seashore: A stroll along the beach is always good for refreshing the mind and nourishing the soul. Especially at busy times. I enjoy this immensely at our farm Melaleiti. Above is Blálilja (Mertensia maritima) – Oysterleaf or Sea bluebells with Skarðsheiði mountain range in the back. Below Snæfellsjökull glacier pictured over Kotatangi skerry with a sole cormorant (Phalacrocorax carbo).
Snaefellsjokull-fra-Melaleiti

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.07.2015

Kvöld | Evening

Horft-til-himins10juli2015

♦ Föstudagsmyndin: Dagur að kveldi kominn. Horft til himins og hugsað til frænda.
♦ Photo FridayI have been busy with all sorts of projects and I have neglected my blog. But I will try to make amends soon!
I took this photo this evening, when I had been staring out of the window too long. Today I had to say goodbye to a young man in my family. A sad day.

Vormyndir | Spring photos

Falki 23mai2015 AslaugJ 1

Falki 23mai2015 AslaugJ 2

♦ Föstudagsmyndir: Eins og lesendur síðunnar minnar ugglaust vita, þá er ég haldin þeirri áráttu að taka myndir af fuglum. Næst á listanum yfir vinsælt myndefni úr dýraríkinu eru hross, en það kemur reyndar til af mun praktískari ástæðum. Myndirnar af folöldunum hér fyrir neðan tók ég fyrir Viljahesta – sem er hrossarækt eiginmannsins.

Fálkinn hér fyrir ofan virtist heldur tætingslegur. Reyndar grunar mig að hann sé bæklaður á vinstra fæti, sem hann tyllti ekki í, þar sem hann sat um stund á staur og fylgdist með múkkanum í Melabökkunum.

♦ Photo FridayReaders of my blog know that I am an avid photographer of birds although my photos do not come anywhere close to the quality the professional bird photography you see all around. Still, I can’t help myself.

Above is a ruffled gyrfalcon (Falco rusticolus islandicus) that rested for a while on fence pole, looking over the sea and the cliffs where the arctic fulmars (Fulmarus glacialis) are nesting. I think the falcon might have hurt his left leg, as he kept it curled up when he sat down – and not quite in control when flying. This could explain the tattered, hungry look.

And then there are the horses, that I photograph a lot. Although my intentions there are far more practical. The photos below were taken for the site Viljahestar, portraying my husbands horse breeding, at the family farm Melaleiti.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Ætt-24mai2015

Nót-31mai2015-5

Fleiri folöld og hross á Viljahestar.com | For more foals and horses see: Viljahestar.com

Grein í arabísku vefriti | Article in Sharjah 24

At the French stand in Abu Dhabi. Photo © Lama Ammar.

At the French stand in Abu Dhabi. Photo © Lama Ammar.

♦ ViðtalsgreinÞann 11. maí birtist í hinum opinbera fréttamiðli í Sharjah furstadæminu, Sharjah 24, neðanrituð grein eftir Lama Ammar. Þar er fjallað um ýmsa listamenn sem sóttu alþjóðlegu bókakaupstefnuna í Abu Dhabi 7.-13. maí 2015. Viðtalsgreinina er að finna á vefsíðu Sharjah 24. Vonandi kunna einhverjir að ráða í arabískuna, en greinin er hér birt með góðfúslegu leyfi höfundar. Það var Lama Ammar sem benti útgefenda hjá forlaginu HUDHUD á bækurnar um skrímslin, sem varð til þess að samningur var gerður um útgáfu á 5 bókum. Hún á því margfaldar þakkir skildar.

Um höfundinn: Lama Ammar starfar sem þýðandi og fréttamaður við Sharjah 24. Hún á rætur að rekja til hins stríðshrjáða Sýrlands, en hún býr nú í Abu Dhabi ásamt eiginmanni og ungri dóttur. 

♦ Interview – articleAt the International Book Fair in Abu Dhabi 2015 I was interviewed by a reporter at Sharjah 24 news website as one of the participating artists at the fair. Below is the article or interview in Arabic. To view it on the site follow this link: article in Sharjah 24, published on 11. May, 2015. The author, Lama Ammar, kindly granted permission to publish the article here on my blog. My meeting with Lama Ammar at the fair was not only a delightful one: it led to a five-book contract with HUDHUD publishing – thanks to Ammar’s expertise, generous advice and obvious talent to connect people.

About the author: Lama Ammar is a translator and reporter at Sharjah 24 website. Her roots are in the war-torn Syria, but she now lives in Abu Dhabi with her husband and young daughter. 


موعد مع الفن في أبوظبي للكتاب… يونسدوتير تحكي عن تجربتها!

يخصص معرض أبوظبي الدولي للكتاب ركناً إبداعياً للرسامين، شارك فيه 25 من دول مختلفة، وقد سلطت “الشارقة 24” الضوء على هذا الركن، والتقت الفنانة الآيسلندية أُسلاخ يونسدوتير، التي تحدّثت عن شغفها بالرسم، وتجربتها بشكل عام.

 الشارقة 24 – لمى عمار:

يوفر “معرض أبوظبي الدولي للكتاب” لزواره موعداً مع الفن، والإبداع بكل وجوهه، حيث يمثل “ركن الرسامين” المصاحب لفعاليات المعرض فرصة لعشاق الفن على امتداد أيام المعرض السبعة، لانتقاء ما يناسبهم، من بين مجموعات شديدة الغنى والتنوع من النشاطات، والفعاليات، وعوامل الجذب التي تتوجه إلى مختلف فئات الزوار.

ويشارك في هذا الركن كوكبة من أشهر الرسامين، والخطاطين، وفناني الرسوم المتحركة، ومصممي الغرافيك، والرسوم الهزلية، التي تحرص على أسر مخيلة زوار المعرض بما تقدمه من أعمال، ونشاطات مختلفة.

ركن الرسامين

يعتبر “ركن الرسامين” في دورة المعرض هذا العام، منصة قيمة لعرض الأعمال الأصلية، لباقة من المبدعين على مستوى العالم، حيث يسلط الضوء على 25 فناناً وفنانة، ستة منهم مقيمون في دولة الإمارات، والـ 19 الباقون من إندونيسيا، وألمانيا، وهولندا، ولبنان، ومصر، وغيرها، مما يتيح لهم عرض أعمالهم، وإطلاقها.

وفي هذا الركن، يفتح المجال أمام الفنانين لتقديم عروض توضيحية، لكل من دور النشر المشاركة في المعرض، والزوار، كما يتيح لهم إقامة جلسات حوارية حول أعمالهم المشاركة، وكذلك فرصة مناقشة إبرام الشراكات والتعاون، بالإضافة إلى مشاركتهم اليومية، بمجموعة من ورش العمل التفاعلية طيلة أيام المعرض، ولقاء فنانين محليين، وعالميين.

ويتمكن الزوار أيضاّ من التعرّف على أحدث توجهات عالم الرسومات المتحركة-“الأنيميشن”، بالتوازي مع أساليب الرسم التقليدية، من خلال سلسلة العروض التوضيحية، وورش العمل التي يديرها فنانون عالميون.

ويستعرض أعضاء “نادي الفنون” من “المعهد البترولي” في أبوظبي مواهبهم ومهاراتهم في فنون الرسم، والحرف اليدوية المتنوعة، من خلال انضمامهم إلى الفنانين الـ 25 المشاركين في “ركن الرسامين”.

ورش عمل

كما يتضمن “ركن الرسامين” ورش عمل، تستعرض مجموعة قيمة من القضايا والمدارس الفنية، مصممة بطريقة تشجّع الأطفال على المشاركة في الأنشطة الفنية العملية، وتعزز لديهم فرص التعبير عن قدراتهم، وإبداعاتهم الفنية.

ويتم عرض مجموعة من رسومات الأطفال، التي أبدعتها أيادي نخبة من الفنانات الإماراتيات، وهن: مريم الحمادي، أروى العمودي، سمية العمودي، أحلام الجابري، وأسمى الرميثي، والفنانين المقيمين في دولة الإمارات وهم: روث بوروز، وضياء علّام، وأحمد التتان، وليز راموس-بادرو.

أُسلاخ يونسدوتير: في قصص الأطفال تدمج الكلمة بالصورة

وفي إطار هذه الفعاليات المختلفة لـ “ركن الرسامين” كان لـ “الشارقة 24” لقاء مع الرسامة الآيسلندية أُسلاخ يونسدوتير، وهي رسامة توضيحية، ومؤلفة لكتب الأطفال، حائزة على العديد من الجوائز تقديراً لأعمالها، تحدثت عن تجربتها قائلة: “منذ صغري تملّكني الشغف بالرسم، ونسج القصص، وعندما كبرت وجدت نفسي أتوجه إلى قصص الأطفال، لسببين: الأول أنه المجال الذي يتيح لي اللعب بالكلمات، والصور معاً، ففي قصص الأطفال تدمج الكلمة بالصورة، لتخلق شيئاً ما مميزاً وساحراً، علاوة على أنه السبيل لاستخدام مهاراتي، وتوظيف دراستي بشكل صحيح، أما السبب الثاني، هو أننا جميعنا نتشاطر ذات الأحاسيس، والمشاعر بداخلنا، التي أظنها واحدة عند جميع الأطفال في العالم، لذا أتعمد أن أرى العالم من عيون الأطفال ووفقاً لمخيلتهم”.

ربما الآخر صديق لنا… وإن كان وحشاً!

وتحدّثت يونسدوتير عن استخدامها صور الوحوش في لوحاتها معلّقة: “قد يستغرب البعض تواجد الوحوش في كتبي كأبطال أساسيين للقصص، إلا أنني أجد أن بداخل كل واحد منا مخاوف… عليه أن يواجهها، فما من طفل في العالم لم يتعرف إلى مشاعر الخوف، فهذه المشاعر تولد معنا، ونبدأ في سن مبكرة باختبارها، فالرضع يبكون خوفاً، في حال شعروا أنهم تائهون، أو بعيدون عن أهلهم، لذا اخترت الوحوش”.

وأشارت: “على الدوام قبل أن أقرأ قصصي أسأل الأطفال، هل سبق والتقيتم بوحش؟ يجيبون: لا، وأحياناً يخبرني الأطفال أنهم لم يروا الوحوش بأم أعينهم، ولكن صديقهم أو قريبهم فعل، ويجمعون على أن الوحوش مخيفة وشريرة. جميع الأطفال إن لم نقل يخافون الوحوش، فعلى الأقل لا يفضلونهم، ولكن ما أن تبدأ القصة، حتى يكتشف الصغار أن الوحوش تشعر بالخوف، والحزن، والوحدة، والغضب، فيبدؤون التعاطف معها، وفي النهاية ما من طفل يتمنى أن يصبح وحشاً، ولكنهم يتفهمون أن ما كانوا يخافون منه لا يستحق الخوف… في الحقيقة أنا أفضل رسم الوحوش، لأنها لا تثير في الطفل حسّ المقارنة، فهي ليست كأحد، ولا تشبه أحداً، حتى أنها ليست مذكرة، ولا مؤنثة، ليستنتج الأطفال أنه مهما كان الآخر مختلفاً عنا، فإننا نتقاسم المشاعر نفسها، ويمكننا أن نكون أصدقاء”.

الصورة توأم النصّ

وأوضحت أنها وضعت رسومها على قصص الأطفال، بعضها من كتابتها، والبعض الآخر لكتّاب آخرين، إلا أنها تشعر أنه من الأسهل أن ترسم قصصها، لأنها تولد أصلاً متكاملة بين النص والصورة، معلقة: “فأنا أفكر بهما معاً، ولا أراهما منفصلين، ولكن عندما أرسم لغيري من الكتّاب، أجد النصوص تقيّد قلمي، وأضطر إلى الالتزام بما تفرضه القصة، ولكن لا بد أن يتسلل شيء من مخيلتي إلى الرسم، وإن كان عن قصد منّي”.

مضيفة: “على خشبة المسرح القومي الآيسلندي، قمنا بالاشتراك مع كاتبين آخرين، بتمثيل ثلاث مسرحيات، في ثلاث لغات مختلفة، كما تكفلت بتنفيذ الديكور على الخشبة بنفسي، مع مساعدة إدارة المسرح، ناقلة صور قصصي إلى جدران المسرح، ونافخة الروح فيها لتحيا على الخشبة”.

عوالم جديدة

كما عبرت عن سعادتها في القدوم إلى الإمارات، والمشاركة في معرض أبو ظبي للكتاب قائلة: “لقد شعرنا جميعاً بالامتنان، والتشريف، لاستضافتنا في معرض أبو ظبي الدولي للكتاب، وخصوصاً أن بلدي ضيف شرف المعرض، الذي نشيد بقيمته الثقافية المهمة، وبتنظيمه رفيع المستوى. أما على الصعيد الشخصي أتاح لي المعرض نافذة شيقة وغريبة، مفتوحة على عوالم أجهلها، فمن خلاله تسنى لي أن أطلع على أعمال وفنون، ربما من شأنها أن توقظ شيئاً جديداً في داخلي”.

وعن الجديد الذي يمكن أن تكتبه قالت: “أفكر الآن في كتابة قصص عن الشعور بالذنب، هذا الشعور المؤلم الذي يجب ألا يجربه الأطفال، ومع ذلك يعيشونه في بعض الأوقات العصيبة، أتمنى أن أتمكن من رسم هذه المشاعر”.

في الختام أخبرتنا الرسامة الآيسلندية عن أمنيتها قائلة: “لو أن الساسة في هذا العالم يجلسون، ويقرؤون كتب الأطفال، لتمكّنا من الوصول إلى عالم أفضل، يميل إلى التسامح والخير، لأنه في داخل كل منا طفل مهما كبرنا”.


Article: Text © Lama Ammar – Sharjah 24

 

Viðtal í bókamessublaði | In the Show Daily

ADIBF-PrintedMatter♦ ViðtalsgreinÞetta viðtal birtist í bókamessublaðinu Show Daily á alþjóðlegu bókamessunni í Abu Dhabi fyrr í mánuðinum. Viðtalið tók Marcia Lynx Qualey og gaf leyfi fyrir birtingu þess hér á vefsíðunni. Kærar þakkir!

Um höfundinn: Marcia Lynx Qualey er öflugur blaðamaður og menningarrýnir og starfar fyrir m.a. Guardian, World Literature Today, Egypt Independent, Believer og fleiri rit. Hún heldur úti vinsælu vefriti: Arabic Literature in English. Marcia Lynx Qualey býr í Kaíró í Egyptalandi ásamt eiginmanni og þremur börnum.

♦ Interview – articleThis interview appeared in Abu Dhabi International Book Fair’s magazine: Show Daily in the first days of the fair. I was granted a permission by the author, Marcia Lynx Qualey, to publish the article here on my blog. Many thanks to Marcia for the permission and her professionalism.

About the author: Marcia Lynx Qualey is a freelance writer, book critic, editor and a cultural journalist for World Literature Today, the Guardian, the Believer, Al Masry Al Youm English edition, to mention a few. She also runs a popular blog: Arabic Literature in English. Marcia Lynx Qualey lives in Cairo, Egypt, with her husband and three children.


Abu Dhabi International Book Fair – Show Daily – 7.-13. May 2015

Taking the Story’s Temperature and Tasting its Words:
A talk with children’s book author and illustrator Áslaug Jónsdóttir

By Marcia Lynx Qualey

Jónsdóttir fell into the world of children’s books soon after graduating from visual arts college in 1989. Her first book was published a year later, and since that time she has written and illustrated a number of award-winning children’s books, written three children’s plays, drawn for newspapers and magazines, and has worked on stage design, all of which has earned her plaudits from around the world. She wrote her first book because she was asked to, she said in a pre-fair interview. She was looking for work after graduation and had a slim picture book in her portfolio about a yellow bird that finds a golden feather. The book had no words in it, and a publisher asked if she could write the story down.

“So I did,” Jónsdóttir said. “To publish a book without any words in it was probably unthinkable in Iceland at that time. And perhaps still is. Writing is highly valued in Iceland, and the visual arts still have a way to go to reach the same status. So a book without words was not a proper book.”

The success of her first, image-driven book encouraged her to do more projects for children. Over the last twenty-five years, she has come to believe strongly in the importance of graphic design to the whole book experience. Design, she said, “is very much underrated in children’s books. So the writer in me has great respect for the designer and visual artist in me, and vice versa.”

These two elements working together is critical, she said, and writing is definitely not primary. Jónsdóttir said she writes because she draws, not the other way around. “I don’t agree that the illustrations are there to support an idea that is created in words. The words might just as well be there to support the pictures.”

When she is both the illustrator and author, Jónsdóttir said that she can develop both aspects of the story simultaneously. But when she illustrates the texts of other authors, a different approach is required. “When I receive a manuscript, I have to find that certain atmosphere to suit the pictures for the story. One has to take the story’s temperature, taste the words, and somehow make it your own although you didn’t write it.”

“Every book deserves its own special visual world,” she said. “I never just pick a style because it’s easy for me to use.” Jónsdóttir has worked on a number of high-profile projects. She illustrated and designed Andri Snær Magnason’s well-loved The Story of the Blue Planet, which has been widely translated, including an English edition from Pushkin Press. The Story of the Blue Planet, she said, was “quite a task.” It took a while before they decided on a final form. “It started as a 60- to 70-page small-sized book with black and white illustrations, but ended with almost 100 pages and full-color images in a larger format.”

Designing the book wasn’t just about drawing pictures, Jónsdóttir said. However uninteresting the layout may be, “the text is always a picture on the page. Letters and words are visual pictures too. A book is a visual thing!” Jónsdóttir, who has also written three plays for children, said she feels that picture books are “very much in kinship with theater.” In both of them, she said you are “setting the stage, choosing the right backdrop, drawing the curtains.” Once a reader opens a book, he or she is “entering and accepting the world that’s behind the curtains.”

Her advice to emerging writers and illustrators was adamant: “Never, ever think that it’s just a children’s book. Don’t underestimate the readers because of their young age. Put everything you have in your work, and then a little extra more.”

Illustrating and writing for children is particularly enjoyable for her, Jónsdóttir said, because “it allows me to dwell in that wonderful and sometimes not-so-wonderful world of childhood and to study topics and feelings the way a child would. It keeps me sane in a mad world.” She said that, no matter how many children’s books there are, the world will always need more.

“It is a genre that has kept alive all the honest ways of telling a good story: tales that are humorous, clever, poetical, magical, adventurous, silly, incredible, sad, and more. Stories that can be read by everyone in the world. Isn’t that something?”

This is Jónsdóttir’s first time in Abu Dhabi, and she’s looking forward to it. “I hope I meet some eager publishers who would like to translate and publish my books. I hope I see some inspiring books I can take home with me. Unfortunately I don’t read Arabic, but I can always admire the illustrations and the beautiful lettering!”


On Saturday, May 9 at 2 p.m., you can meet renowned Icelandic children’s book author and illustrator Áslaug Jónsdóttir at the Literature Oasis.
Article: Text © Marcia Lynx Qualey – Abu Dhabi International Book Fair – Show Daily

 

Dansað á veggjum | Dancing on walls

BANDALOOP2015-1-AslaugJ

♦ FöstudagsmyndirDanshópurinn BANDALOOP framdi opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík 2015. Í kalsaveðri svifu dansarar fram og aftur og upp og niður veggi gömlu Morgunblaðshallarinnar í Aðalstræti.

♦ Photo FridayReykjavík Arts Festival 2015 started last week. The opening performance was a “perspective-bending“ dance act by BANDALOOP, who despite the cold swayed and swung most elegantly up and down the walls of Aðalstræti 6.

BANDALOOP2015-3-AslaugJ

BANDALOOP2015-5-AslaugJ

BANDALOOP2015-4-AslaugJ

BANDALOOP2015-2-AslaugJ

Bækurnar um skrímslin á arabísku! | The Monster series soon in Arabic!

Frettatiminn-15mai2015 ♦ BókasamningurÞá hafa þau tíðindi verið kunngjörð að bækurnar um skrímslin tvö komi út á arabísku hjá forlaginu HUDHUD í Dubai, samanber þessa frétt í Fréttatímanum í dag. Það ber að taka fram að bókaflokkurinn er hánorrænn því höfundarnir eru þrír: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler frá Svíþjóð og Rakel Helmsdal í Færeyjum. Útgefandinn hyggst byrja með fimm bækur, en alls hafa verið gefnar út átta bækur á frummálunum þremur. ♦ New book contractThe news are just out today: The Monster series have been sold to a publisher in The United Arab Emirates: HUDHUD publishing in Dubai, as reported in Fréttatíminn newspaper today. We the three Nordic authors of the monsterteam: Áslaug Jónsdóttir in Iceland, Kalle Güettler in Sweden and Rakel Helmsdal in the Faroe Islands, are celebrating the good news, and looking forward to see our monsters in Arabic. The publisher intends to start with five books but there are already eight books in the series.

Uppfært | Updated: Tengill á frétt | Link to article in Fréttatíminn web-edition.

Click on image to enlarge | Smellið á myndina til að stækka.

Á bókamessu í Abu Dhabi | At Abu Dhabi International Book Fair 2015

AbuDhabiIBF©Aslaug1

♦ BókamessaÉg er nýkomin frá Abu Dhabi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem ég tók þátt í alþjóðlegri bókamessu: Abu Dhabi International Book Fair. Bókamessan var haldin dagana 7. -13. maí 2015, en Ísland var heiðursgestur hátíðarinnar í ár. Útgefendur og höfundar frá Íslandi nutu mikillar gestrisni á meðan hátíðinni stóð og áhugasamir viðmælendur og áheyrendur tóku íslenskum bókmenntum vel. Flestir þátttakendur á kaupstefnunni voru frá hinum arabískumælandi heimi og áhugavert að sjá bækur frá þessum menningarheimi.

Fjórtán íslenskir höfundar, fræðimenn og fagfólk héldu erindi og tóku þátt í umræðum og bókaspalli. Á hátíðinni las ég fyrir hóp skólabarna úr enskum þýðingum á m.a. bókunum um litla skrímslið og stóra skrímslið og hélt erindi og spjall um bækur, innblástur og vinnuaðferðir. Í franska básnum skipulagði Alliance Français kynningu og áritanir á frönskum útgáfum skrímslabókanna. Skipuleggjendur messunnar kynntu gesti sína afar vel, bæði í bæklingum og í dagblaði: The ShowDaily, en þar birtist viðtal við mig á þriðja degi kaupstefnunnar.

♦ Book Fair: I am just back from a book fair in a far away country: The Abu Dhabi International Book Fair, held from 7.-13. May 2015 in the capital of The United Arab Emirates. Iceland was the guest of honor at the fair and our delegation of authors and scholars enjoyed great hospitality from our hosts. Truly a marvelous experience.

I did a reading, a talk, book signing and interviews. At the French stand Alliance Français had prepared an introduction and book signing of the French editions of the Monster series. A big merci beaucoup to Alliance Français and Renata Sader and her staff. I would also especially like to mention one of the organizers, the efficient Marianne Catalan Kennedy and her colleagues, with my warmest thanks for a wonderful time.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

AbuDhabiIBF 1 VBen

Reading for schoolchildren at Abu Dhabi International Book Fair 2015. Photo: Valgerður Benediktsdóttir

ADIBF-PrintedMatter

Tildra og margæs | Ruddy turnstone and Brent goose

1maiKVil

♦ Föstudagsmyndin: Fallegur fyrsti maí. Á Seltjarnarnesi hitti ég fyrir fallega fargesti: margæsahóp (Branta bernicla hrota) og eina staka tildru (Arenaria interpres).

♦ Photo FridayIt was a beautiful day, the first of May. I was busy at my desk all day but took a short stroll at Seltjarnarnes. I met this solo ruddy turnstone (Arenaria interpres) and a flock of brent geese (Branta bernicla hrota), stopping over on their way further north for the summer.

Tildra©AslaugJ

Margæsir©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 01.05.2015

Myndir frá upplestri | Reading at the Culture Festival

Modurmal1

♦ Nei! Það voru stórkostleg og fjölhæf ungmenni sem lásu „Nei! sagði litla skrímslið“ á ýmsum tungumálum fyrir fjölda áheyrenda á Barnamenningarhátíð s.l. laugardag í Borgarbókasafninu, Grófarhúsi. Bókin um litla skrímslið á líka vel við í dag, fyrsta maí, því hún minnir okkur á að við þurfum við stundum að veita mótstöðu, segja NEI, hingað og ekki lengra, til þess einmitt að geta lifað saman í sátt.

♦ No! Last Saturday, at the Reykjavík Children’s Culture Festival 2015, Móðurmál / Mother Tongue, Association on Bilingualism arranged an event in the City Library – Culture House, where “No! Said Little Monster” was read in: Icelandic, English, Czech, Twi, Lithuanian, Latvian, Portuguese, Slovakian, Spanish, Turkish, Italian and Chinese! Talented young people, from age 6 and up read in their mother tongue and they were all amazing. Thank you for the wonderful day!

Þakkir fyrir myndir: Trys spalvos Félag Litháa á Íslandi, and MóðurmálMother Tongue, Samtök um tvítyngi. ♦ Thanks to Trys spalvos / Lithuanian Association in Iceland, and MóðurmálMother Tongue, Association on Bilingualism in Iceland for the photos.

NEI-2015-Languages-web

Í felulitum | A golden plover in my garden

Lóa-26042015

♦ Fugl dagsins: Lóur kvökuðu í kuldanum á Melhaganum í dag. Það var frost og fjúk í lofti og værukærir Vesturbæjarkettir kúrðu inni, sem betur fer. En annars eru felulitir lóunnar aðdáunarverðir, hæfa ákaflega vel í óræktargörðum og úthögum.

♦ Bird of the dayThe bringer of spring, the European golden plover (Pluvialis apricaria) heiðlóa or lóa, is here. Three of them var calling in my garden today. There is hardly any other sign of spring, it is bitter cold and snow in the air. The grass has still not turned green so the plover’s camouflage colors are perfect. But stay alert lóa, beware of the cats!

Ljósmynd tekin | Photo date: 26.04.2015

Nei! sagði litla skrímslið | No! Said Little Monster

NEI-2015-Languages-web

♦ BarnamenningarhátíðVið skrímslin ætlum að taka þátt í Barnamenningarhátíð á laugardag, 25. apríl 2015, kl 15-16 í Borgarbókasafninu, Grófarhúsi. Þar verður upplestur á bókinni Nei, sagði litla skrímslið á mörgum tungumálum. Ég les á íslensku, en börn og unglingar frá móðurmálshópum samtakanna Móðurmál lesa á sínum móðurmálum. Íslenskur texti og myndir úr bókinni eru á skjánum svo viðstaddir geta fylgst með. Fjölmargir móðurmálshópar taka þátt. Litla skrímslið ætlar að hrópa NEI! á íslensku, tékknesku, twi, ítölsku, litháísku, lettnesku, portúgölsku, slóvakísku, tyrknesku – og kannski á fleiri tungumálum! Hér má kynna sér dagskrá Barnamenningarhátíðar.

Hér fyrir ofan má sjá bókina á þeim tungumálum sem til eru á prenti: færeysku, íslensku, sænsku, katalónsku, kastilísku, galisísku, basknesku, litháísku, kínversku, frönsku, spænsku, dönsku, finnsku og norsku (bokmål og nynorsk).

♦ Reykjavík Childrens’s Culture FestivalI will be participating in Reykjavík Children’s Culture Festival 2015, on Saturday, when doing a reading of the book No! Said Little Monster. I will read from the book in Icelandic and children from Móðurmál, mother-tongue teaching program, read in their own language. Icelandic text and pictures are on a screen for guest to watch. So Little Monster will shout out in: Icelandic, Czech, Twi, Italian, Lithuanian, Latvian, Portuguese, Slovakian, Turkish and perhaps more! The event is arranged by Móðurmál / Mother Tongue, Association on Bilingualism and will take place in Borgarbókasafnið, City Library – Culture House Grófin, Tryggvagata 15, on Saturday April 25th at 3 pm – 4 pm. See also Reykjavík Children’s Culture Festival program for more events!

The first book in the Monster series, No! Said Little Monster is available in Faroese, Icelandic, Swedish, Catalan, Castilian, Galician, Basque, Lithuanian, Chinese, French, Spanish, Danish, Finnish and Norwegian (Bokmål and Neo-Norwegian).

Skrímslakisi til Kína | Monster Kitty goes to China

Áslaug Jónsdóttir - Cindy Rún Li

Áslaug Jónsdóttir – Cindy Rún Li

♦ ÞýðingarÍ gær hitti ég þýðanda skrímslabókanna á kínversku, Cindy Rún Xiao Li, á hverfiskaffihúsinu, Kaffi Vest. Fyrstu sjö bækurnar um skrímslin hafa allar komið út í Kína og nú er Skrímslakisi í þýðingu hjá Cindy sem vinnur það verk af vandvirkni og fagmennsku. Það er ævinlega gott að hittast og spjalla um orð og áherslur, jafnvel þó textinn sé ekki langur. Útgefandi skrímslabókanna í Kína er Maitian Culture Communication.

♦ TranslationsThe Monster series have been translated into Chinese and our publishers in China, Maitian Culture Communication, have already bought the rights to our latest book in series, Monster Kitty. Yesterday I met the skillful and thorough translator, Cindy Rún Xiao Li 李姝霖, at the local café: Kaffi Vest, to discuss the book and the translation. We had a very good meeting and I look forward to see the book in print in Chinese!

Er ekki kominn tími til að læra smá kínversku? How about learning to write a few words in Chinese?

Stóra skrímslið / Big Monster:

大怪物 

Litla skrímslið / Little Monster:

小怪物

Á Reykjanesi | Solfatara field – Reykjanes peninsula

Seltún1-©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndirÍ færslunni hér á undan minntist ég á Reykjanesið sem er bæði fjölbreytt og fallegt. Myndirnar hér voru teknar við Seltún, nærri Krýsuvík, í ágúst 2006, löngu fyrir túristaprengjuna miklu og því var varla hræða á ferli.
♦ Photo Fridayln the previous post I mentioned Reykjanes peninsula, an area worth a visit. I took these photos in 2006 at Seltún geothermal fields near Krýsuvík. Magical colors.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Seltún12-©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04.08.2006

ARKIR – Endurbókun | Re-booked with ARKIR

Lokaorðin | The last words – The final lines (2014)

Lokaorðin | The last words – The final lines (2014)

♦ Bókverk: ARKIR opna sýningu í Bókasafni Reykjanesbæjar næstkomandi laugardag, 18. apríl 2015. Ég er ein af „Örkunum“ átta sem sýna þar. Flest verkin voru til sýnis á bókverkasýningunni ENDURBÓKUN í Gerðubergi á síðasta ári, en sem fyrr eru verkin unnin úr gömlum afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni.

Meira um ARKIR hér á bókverkablogginu – og hér eru fleiri bókverk.

♦ Book art: I am exhibiting book art along with ARKIR Book Arts Group in a new version of our exhibition ENDURBÓKUN (Re-book), in Reykjanes Public Library, from Saturday April 18th. All the works are created from old books, mostly discarded books from Gerðuberg Library / Reykjavík City Library. Go visit Reykjanes!

To see more of ARKIR’s book art go to ARKIR Book Arts Blog. To see more of my book art go to this page.

ARKIR-A5-Endurbokun-Vefur

Artwork by Ingiríður Óðinsdóttir (Skáldskapur III) – Photo: Binni – Poster design: Áslaug Jónsdóttir

Vorlitirnir | Colors of spring 2015

Páskalitir-1

♦ Föstudagsmyndir – Litirnir í aprílGamlir skaflar hörfa nú sem óðast undan hækkandi sól. Í skamma stund skilja þeir eftir sig mynstur og liti sem úr má lesa átök veðra og vinda. Eins og fyrir töfra lifnar svörðurinn við og allt verður grænt fyrr en varir … Eða hvað? Enn snjóar. Svo mikið er víst að „hlýnandi loftslag“ á heimsvísu er langt í frá „spennandi“, svo vitnað sé í sturlaðran stjórnmálaflokk. Þetta þekkingarleysi og vanmat á náttúruöflunum hrollvekjandi og hættulegt.

♦ Friday Photo – Colors of AprilIn Iceland, the colors of spring are neighter green nor any light and bright colors of early spring flowers. This is the season where white turns brown and grey and yellow – only during the short summer we enjoy the many colors of green. Melting snow leaves all kind of odd patterns of dirt on the ground. But only for a short while, soon rain and wind has washed it all away.

Páskalitir-2 Páskalitir-3 Páskalitir-4 Páskalitir-5

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04/05.04.2015