Náttúran í borginni | Nature in the city

Himinn og haf: Ég hugsa oft um það hvað við borgarbúar erum heppnir að hafa náttúruna svona nærri okkur. Og hvað það er mikilvægt að skerða ekki útivistarsvæðin (nei, ég er ekki að tala um fellingu grenitrjáa Öskjuhlíð) heldur bæta þau, fjölga þeim og auðvelda aðgengi. Aðgangur að öllum ströndum og fjörum á stórborgasvæðinu ætti að vera skilyrðislaus, en það vantar nokkuð upp á það þar sem strandlóðareigendur hafa tekið sér umráð yfir svæði í sjó fram. En Heiðmörk og Reykjanesfólkvangur, Esjan og fellin í kringum borgina eru öllum gönguhrólfum opin. Og þrátt fyrir mikla ljósmengun opnast himinninn stundum með norðurljósum og stjörnudýrð. Gott er það.

Ný borgarstjórn tekur við völdum í dag. Fimm konur láta reyna á samstarf fimm flokka frá miðju og til vinstri. Nú þegar fyrir liggur fyrir að brjóta þurfi nýtt land undir stækkandi borg vona ég að hugað verði að aðgengi að náttúru, fjöru og fjalllendi, opnum og grænum svæðum sem eru hreinlega lífsspursmál fyrir borgarbúa og gesti borgarinnar. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast „þéttingu byggðar“ og þessum rándýru blokkar-gettóum sem vantar birtu og lífvænlega garða. Megi nýrri borgarstjórn farnast vel í þessum málum sem öðrum.

Myndirnar: Ægisíðan á góðum degi og norðurljós í Vesturbæ.
Photos: Ægisíða-beach and northern lights above Vesturbær.

Enjoying sky and sea: I often think about how lucky we are to have nature so close to us in Reykjavík. And how important it is not to cut back on green or outdoor recreation areas, how vital it is to improve them, increase their number and make them easier to access. Access to all beaches and shores in the metropolitan area should be unconditional, which is not the case as some owners to coastal plots have simply occupied the beaches. But the nature reserves of Heiðmörk and Reykjanes, Mt. Esja and the other mountains close to the city are open to all hikers. And despite the high light pollution, the sky sometimes opens up with the northern lights and bright stars. All good.

A new city council takes office today. With five women in front, a coalition of five center and left-wing parties will be taken to test. Among many urgent matters, it is clear that new areas need to be planned for a growing city. I hope that attention will be paid to access to nature, the coast and the higher terrains, open and green areas that are crucial for a sustainable city, for the well-being and health of the city residents and it’s visitors. It has been truly horrid to watch how new apartment buildings have popped up around the city, where the lack light and livable gardens and parks is obvious. This needs not to be so. I wish the new city government all the best in city planning and all other matters!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 02.02 – 15.02.2025

Þorrinn | The fourth month of winter

Vetur: Þorrinn er gengin í garð. Gamla tímatalið, með 6 mánuðum vetrar og 6 mánuðum sumars, hugnast mér ágætlega. Þannig má skipta árinu í birtumánuði og skammdegismánuði. Aðrir kvarðar eins og hitastig eru afar óáreiðanlegir til að skera úr um hvað gæti kallast sumar, vor, haust …

Megi þorrinn fara um okkur mildum höndum og vaxandi birtan gleðja!

Myndirnar: Hvannarsprek í snjó og geislar sólar leika í fjöður og gulri þangdoppu.

Winter: Gone is the third month of winter and the forth, þorri, started yesterday with Bóndadagur, when we celebrate our men, a custum traced to ceremonies in the olden times when the master of the house played a big role in welcoming the month of þorri with worship of the pagen gods (blót) on the first day of þorri.

Photos: Twigs of Angelica in the snow; rays of the low sun at the beach bringing
light to a white feather and a small conch (Littorina obtusata, flat periwinkle).

May þorri treat us gently and the growing light bring joy!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.01 – 20.01.2025

Áramótakveðja! | Happy New Year 2025!

Nýtt ár: Nýársdagur 2025 er hvítur og kaldur. Enn eru dagarnir stuttir þó sól hækki ögn á lofti dag hvern. Allir skuggar eru svalbláir og ógnarlangir. Sólin sest jafnharðan og hún rís en bætir í kuldablámann örlitlum gulum lit, ferskjugulum, bleikum … lygilegum, fínlegum tónum sem þættu ósmekklegir á lérefti og nást varla á ljósmynd. 

Gamla árið kvaddi með fallegum norðurljósum sem eru kvik eins og lukkan, horfin fyrr en varir, en birtast svo aftur – og þá skiptir máli að vera vakandi og viðbúin.

Megi lukkan leika við ykkur á nýju ári! Kærar þakkir fyrir heimsóknir á vefsíðuna, samskipti og samvinnu. Gleðilegt nýtt ár 2025!

Eitt ljóð úr bókinni minni „til minnis:“ í tilefni dags og árstíðar:

Útfiri

geng útfiri
kasta spurnum
í bleikar tjarnir
veiði
undursamlegar þagnir

djúpt í köldum firði
hvíla voröldur
bíður vonarklak

við ísklepra
á klöppum
er þagnað
allt fuglakvak

tel sjávarorpin
steinegg
í yfirgefnum
hreiðrum

legg við hlustir
nem nið af brimi
fyssandi fjarska

svo fellur að

New Year’s Day 2025 is white and cold. The days are still short, although the sun rises a little bit higher in the sky every day. All shadows are crisp blue and amazingly long. It feels as if the sun sets almost just after it rises, but it adds to the cold blue sky streaks of yellow color, peach, pink… incredibly subtle tones that would seem somehow wrong to use together in a painting and can hardly be captured in a photograph.

The old year said goodbye with beautiful northern lights, this phenomenon that is as hard to catch as luck, disappearing before you know, to then appear again – and then it is important to be alert and prepared.

May the new year bring you all luck and happiness! Thank you all for visiting my blog.
Happy New Year 2025!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 29.12 – 31.12.2024 og 01.01.2025

Fjörufléttur | The vines of sand

Föstudagsmyndin: Það getur verið ákveðin fegurð í því þegar eitthvað rennur út í sandinn! Ég tala ekki um þegar hlutunum er snúið á hvolf. Njótið helgarinnar!
Friday photo: Watermarks in the sand sometimes make an optical illusion, especially when the light is low. And depending on where you stand… turning upside down. Enjoy your weekend!

Ljósmynd tekin | Photo date: 29.10.2023

Fyrstu dagar vetrar | First days of winter

Hrím og norðurljós. Eins og heimurinn veltist um þessar mundir þá eru veðurfréttir bestu fréttirnar: heiður himinn, glampandi sól og logn! Hemaðir pollar og hrím í skugga. Ekki annað hægt en að fagna himni og jörð. Gormánuður hófst með fyrsta vetrardegi laugardaginn 28. október, fullu tungli og norðurljósum. Svo var stórstreymt í gær, 30. október með ómótstæðilegri fjöru. Dásemdardagar!

Frost and northern lights. The way the world is turning at the moment, the weather report brings the best news: clear skies, bright sun and calm weather! Frozen puddles and rime in the shade. Impossible not to praise heaven and earth. The Month of Gor(Slaughter Month) – began with the First Day of Winter on Saturday, October 28, bringing a full moon and the northern lights. Yesterday, October 30, it was spring tide, making a beach walk irresistible at low tide. Truly days of wonder!

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 24.-30.10.2023

Brim | After the storm

Öldurót: Ef ekki væri fyrir manndráps vindkælingu á degi eins og þessum, mætti sitja lengi á fjörusteini og horfa á dáleiðandi krafta hafsins. Hvassviðri og stormur ganga nú yfir annan hvern dag. Él og slydda. Mörsugur er mánuðurinn. 

Rough sea: Powerful waves roll in after the storm. The wind chill turns the few minus degrees into unbearable frost and however mesmerizing the surf is, all you want to do is to get back inside the warm house. 

 

Ljósmynd dags. |  Photo date: 7.1.2022

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2022

 

Áramót – 2021 kvatt: Iðulega hef ég ætlað mér að skrifa einhverskonar annál í lok árs en það hefur ekki tekist hingað til, kannski sem betur fer. Það væri kvöl að velja hápunkta ársins, afrekin ekki önnur en að sinna vinnu á ýmsum vígstöðvum – og sem ég nýt í botn – en ég myndi gleyma að nefna mann og annan, konu og kvár, ég myndi gleyma og svo muna seinna… Til upprifjunar hefði ég ekki aðra dagbók en mislanga og mis-smásmugulega minnislista sem ég skrifa: fulla ef endurtekningum og hvunndagsgjörningum. Hvað ætli annars sitji eftir í minninu? Tæplega hvað var í matinn eða hverjum ég sendi vinnuskeyti… Eru það mikilsverðir áfangar, gleðin og góðu stundirnar eða kannski ógleymanleg leiðindi? (Árið 2021 hefur nú aldeilis átt sína spretti þar). Hvað er þess virði að halda á lofti? Yfirleitt sjáum við ekki það sem máli skiptir fyrr en löngu seinna, breytingarnar sem skipta sköpum, vendipunktana sem fleyta okkur áfram inn í framtíðina. 

Sennilega eru ljósmyndirnar mínar skástu dagbækur. Þær eru þó af ýmsum toga: iðulega eru myndefnin sérvalin og sjónarhornið sömuleiðis og þannig verða myndirnar á sína vísu óáreiðanlegar heimildir og valin minning. Ég læt því vera að draga árið saman í myndum – en birti sem áramótakveðju myndir frá heimsókn á Þingvelli í lok desember. Og sjá og sjá: gull okkar og gimsteina! Þetta var altént einn af góðu dögum ársins, hvernig sem á það var litið. Gott veður, góður félagsskapur, nesti og næði, logn og blíða. Sólin reis einhverjar þrjár gráður eða svo upp á himininn og skein yfir hrímaða vellina. Það var fegurðin ein. 

Gleðilegt ár kæru lesendur, gleðilegt ár allir vinir og samstarfsfólk. Ég þakka öllum þeim sem ég hef átt góð og gagnleg samskipti við á árinu, góðum vinum nær og fjær, sem hefur verið ómetanlegt að hitta rafrænt sem og í raunheimum. Ég óska ykkur gæfu á árinu 2022. Hittumst heil!

 

Farewell 2021!  Happy New Year 2022 to all! Happy New Year dear friends and co-workers: I thank you for inspiration and friendship through out the year. I wish you good luck in the year 2022 and I hope we all can make good changes come true. See you soon!

 

The photos: Þingvellir, Öxarárfoss, ice crystals in a field of grass at Þingvellir National Park. 

Ljósmynd dags. |  Photo date: 27.12.2021

Vetrarsólhvörf 2021 | Happy Winter Solstice!



Sólhvörf: Dagarnir hafa verið dimmir og snjólausir en furðu mildir að undanförnu. Nú tekur dag að lengja aftur og því ber að fagna með jólum!
Today, December 21st 2021 is the shortest day, longest night. A good reason to celebrate jól in the Northern hemisphere!

Ljósmynd dags. |  Photo date: 19.12.2021

Vor | Spring 2020

Föstudagsmyndir! Það vorar hægt en örugglega – og hvergi vorar fyrr en við ströndina. Þangað sækja farfuglarnir æti eftir langt flug, flugan kviknar í gömlu þangi, marflær lifna undir steinum. Fjaran er mér óendanlegur innblástur og það sem fjallagarpar myndu kalla stefnulaust ráp og heldur aumt rölt er mér andleg næring og uppspretta yndis. Við ströndina endurnýjast allt með flóði og fjöru tvisvar á sólarhring, þar finnst best að enginn dagur er eins. Þar má finna undursamlega örheima, en um leið tengingu við veröldina víða: við heimshöf og himingeim.

Þegar lundin þín er hrelld,
þessum hlýddu orðum:
gakktu við sjó og sittu við eld,
svo kvað völvan forðum.¹

Photo FridaySlowly but surely spring is here – and nowhere earlier than at the seashore. The migratory birds rest there and feed after a long flight, the flies wake up from the drift seaweed, and amphipods start crawling from under rocks. The sea and the beach are an endless inspiration to me, and what heroic wanderers of the mountains would call aimless saunter and a trivial stroll, is for me a mental nourishment and source of joy. At the beach everything is renewed with the tides twice a day – no day is like the another. It’s easy to get immersed in the many curious micro-worlds, but at the same time get overwhelmed by the big ocean and the sky connecting everything in the world.


Grátt er ekki bara grátt: litir og mynstur í fjörunni. | Grey, but not just grey: colors and patterns at the beach:

 


Vorverk. Ágangur sjávar og landbrot við Melabakka hefur aukist ár frá ári og er nú 50-100 cm á ári. Í Melaleiti er því þörf á að endurnýja girðingar við ströndina reglubundið.
Spring chores: mending fences at the farm. The coastal erosion at Melabakkar Cliffs has been speeding up and is approx 50-100 cm / 20-40 inches pr year. At the family farm Melaleiti fences by the shore need renewal every few years.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.04.2020  ¹ Höfundur vísunnar er óþekktur.