Góðar umsagnir á Spáni | Good reviews in Spain

monstro-Sushi-Books

Skrímslabækurnar í góðum félagsskap í Galisíu. | Monsters in good company in Galicia.

♦ BókadómarKatalónska vefritið Direct!Cat valdi og birti í desember s.l. lista yfir 10 bestu bækur ársins 2014 sem gefnar voru út á katalónsku og ritrýndar höfðu verið hjá blaðinu. Þar voru taldar upp ýmsar bækur, svo sem Mother Night eftir Kurt Vonnegut, Der große Fall eftir Peter Handke og Stór skrímsli gráta ekki eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Hér má lesa dóma í blaðinu um Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki.

♦ Book reviewDirect!Cat, an online Catalonian newspaper, presented in last December a list of 10 books that had been reviewed in 2014 and could be highly recommended. Among them is Big Monsters Don’t Cry / Els monstres grans no ploren. See list here. Below are the reviews in Direct!Cat of our two books published in Catalan.

CAT_DIU NOLa sèrie del Monstre Petit i Gran, escrits i dibuixats a sis mans per aquest trio d’escriptors i il·lustradors nòrdics, es publica ara en català de la mà de l’editorial gallega Sushi Books, després de la gran popularitat que han aconseguit aquests llibres al món infantil dels països nòrdics (amb edicions a les Illes Feroe, Noruega, Islàndia, Suècia i Finlàndia) i també a França i Espanya.
Les difícils relaciones personals entre el Monstre Gran i el Petit es manifesten a cada aventura. En aquest llibre, el Monstre Petit se sent avassallat per l’actitud manaire del Monstre Gran, que tot ho controla i tot ho vol fer a la seva manera. Fins que el Monstre Petit es decideix a plantar-li cara i manifestar-li que, tot i que és un bon amic, ha de canviar per a mantenir la seva amistat.
Aquest és un llibre divertit, que parla de l’amistat, de com relacionar-se, de la bona educació i de la petita paraula No!, que de vegades s’ha de saber utilitzar amb fermesa. Els dibuixos són alhora tendres i divertits, que ens apropen uns monstres simpàtics, i amb un format de llibre allargat que permet gaudir plenament de les il·lustracions.” – Direct!Cat, 30. apríl 2014  Tengill | Link: El monstre petit diu No! 

CAT_Els_monstres_grans“Segueixen les aventures del Monstre Gran i el Monstre Petit. Aquest cop són eventures marítimes. La taranquil·la jornada de pesca a la riba del llac del Monstre Gran es veu conculcada per la presència sempre destralera del Monstre Petit. To el que fa el Petit li surt bé, mentre que al Gran tot li surt malament i té un fort sentiment de culpa: el Petit pinta bé, no fa faltes d’ortigrafia, sap mirar la programació de la tele… Però sí que hi ha una cosa que sap fer molt bé. Sap nedar!!! I ensenya el Petit a capbussar-se a l’aigua.
Aquestes aventures de la parella de monstres de creació nòrdica són d’aquelles que agraden a grans i petits. Tenen un repunt de senzillesa i tendresa que les fan aptes per a tots els públics. El seu format allargat contribueix a gaudir dels dibuixos.” – Direct!Cat, 25. júlí 2014  Tengill | Link: Els monstres grans no ploren.

GoiIrakuragaienMunstro2015♦ BókadómarStór skrímsli gráta ekki  marsera með á árlegum úrvalslista bókasafna í Navarra á Spáni „DESFILE DE ALTA LECTURA“ 2015. Þar fær bókin ljómandi umsögn á spænsku (kastilísku) og basknesku sem ef til vill mætti þýða svo: „Vinalegu skrímslin, sem eru sköpun þessara norrænu höfunda, leyfa sér að fjalla um tilfinningar og líðan án nokkurs ótta. Áhrifaríkar myndlýsingar í framúrskarandi bók.“  Ritið má finna hér.

♦ Book reviewEach year, a team of librarians from the public libraries of Navarra in Spain present a selection of outstanding titles with recommendations of books in different genres for readers of all ages. Parading along with other books in the catalog „DESFILE DE ALTA LECTURA“ 2015 is Big Monsters Don’t Cry, – in Basque: Munstro handiek ez dute negarrik egiten. The catalog is available here. The review says: “The friendly monsters, created by these Nordic authors, deal with emotions and feelings without any fear. Expressive illustrations in a great book.”

Faro da Cultura

♦ BókadómarÍ einu elsta dagblaði Spánar, Faro de Vigo, birtust ritdómar eftir Maríu Navarro um galisísku útgáfurnar á Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki: sem á galisísku heita Monstro Pequeno di non! og Os monstros grandes non choran – Greinarnar má lesa í úrklippunum hér fyrir ofan og neðan. Um bækurnar segir m.a. eitthvað á þessa lund: „Myndskreytingar Áslaugar Jónsdóttur endurspegla fullkomlega hugarástand sögupersónanna og hæfilegur skammtur af húmor fær lesendann til að skynja í sögunni ósviknar heimspekilegar vangaveltur um lífið.“

♦ Book reviewBoth No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry  were reviewed in one of the oldest newspapers in Spain, the Galician Faro de Vigo. In the article on Os monstros grandes non choran, titled: “The self-esteem – Simple and soulful story”, it says: “The illustrations by Áslaug Jónsdóttir reflect perfectly the mood of the characters, with a touch of hilarity that makes us perceive the story as a genuine philosophical reflection of life.” – María Navarro

Aperender a dicir non – Familiares monstros. “Dende o punto de vista plástico, as ilustracións que realiza Áslaug Jónsdóttir fan dos monstros, Pequeno e Grande, as imaxes fundamentais da historia e converte o resto dos debuxos en elementos pouco relevantes o que confire máis forza, se cabe, aos protagonistas.” – María Navarro, Faro da Cultura 2014

Pola autoestima. Sinxelo e substancioso relato. “Pola súa banda, as ilustracións que realiza Áslaug Jónsdóttir refliten perfectamente o estado de ánimo dos personaxes e cunha pinga de hilaridade fai que percibamos a historia coma unha auténtica reflexión filosófica de vida.” – María Navarro, Faro de Vigo 2014

Faro de Vigo

Fleiri tenglar: Hér fyrir neðan eru tenglar á fleiri pósta um útgáfur Sushi Books á bókunum um skrímslin.
♦ More links: Previous posts on the Monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages, published by Sushi Books:
Bókaumfjöllun á Spáni | Reviews in Spain
Skrímslin á útopnu | Book release in Spain

 

Skrímslaerjur: Norskur bókadómur | Book review in Norway

8_Pirion_2014-Forsida♦ BókadómurSkrímslaerjur eða Monsterbråk kom út á norsku síðastliðið haust hjá forlaginu Skald. Bókin var ritrýnd í tímaritinu Pirion eins og má lesa hér. Þar segir meðal annars:

„Höfundunum hefur tekist að skapa sérstakan heim þar sem góðhjörtuð skrímsli eiga í erjum og erfiðleikum. Og bestu vinir eru þau ævinlega, sama á hverju gengur og sama hvað þau segja við hvert annað. Bækurnar geta kennt okkur margt um vináttuna og hvernig leysa má deilur á farsælan hátt, án þess að beita yfirgangi eða ofbeldi.
Myndlýsingar Áslaugar er hæfilega myrkar og spennandi, en allsstaðar má þó finna litrík atriði … Teikningarnar leggja líka mikið til söguþráðarins: þegar erjurnar eru yfirstaðnar og skrímslin orðin vinir aftur, þá skín sólin og litríkur regnboginn brýst fram á myndinni.“ – Judith Sørhus Litlehamar / Pirion 8/2014

Meira á norsku um Monsterbråk: hjá Skald ; á Bokstaver.no. ; á Barnebokkritikk.no (2013); á NRK (2013) ; og hér má lesa brot úr norsku útgáfunni.

8-Pirion-2014-Monsterbråk♦ Book reviewSkrímslaerjur (Monster Squabbles) were published in Norway last fall by Skald. It was reviewed in the magazine Pirion, by Judith Sørhus Litlehamar:

“The authors have created a unique world where kindhearted monsters have their squabbles and troubles. And they are best friends, no matter how they quarrel and what ever they may throw at each other. The books can teach us a lot about friendship and how to solve conflicts without feud or force.
Jónsdóttir’s illustrations are suitably dark and dangerous, yet colorful elements pop up everywhere … The images also contribute a great deal to the story: when the brawl is over and the two monsters are friends again, the sun shines and a colorful rainbow burst out in the illustration. 
– Judith Sørhus Litlehamar / Pirion 8/2014

Read more on the web, in Norwegian, about Monster SquabblesMonsterbråk: at Skald Publishing; at Bokstaver.no ; at Barnebokkritikk.no (2013); at NRK (2013) ; or read few pages from the book.

 

 

 

Sænsku skrímslin á Readly | The Monster series on Readly

Readly MonsterBocker

♦ RafbækurFjóra titla úr bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið má nú lesa á sænsku á rafbókavefnum Readly. Readly er stafrænt bókasafn þar sem lesa má bækur að vild fyrir mánaðarlegar greiðslur, eða um hundrað krónur sænskar á mánuði. Útgefandi skrímslabókanna í Svíþjóð er Kabusa Böcker.

♦ E-booksFour Swedish titles from The Monster series, published by Kabusa Böcker, are now available on Readly. Readly is a digital subscription service for tablets, providing unlimited access to books at a low monthly fee: 99,- Swedish kroner.

Bókadómur og bóksalaverðlaun | Book review and Booksellers’ Prize

Skrímslakisi-Mbl-18des2014

♦ Bókadómur og bestu bækurnarÍ gær var tilkynnt um val bóksala landsins á bestu bókum ársins. Skrímslakisi er í góðum félagsskap og deilir 3.-4. sæti í flokki íslenskra barnabóka með Síðasta galdrameistaranum eftir Ármann Jakobsson. Í fyrsta sæti er Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson og í öðru sæti Fuglaþrugl og naflakrafl eftir Þórarinn Eldjárn og Sigrúnu Eldjárn.

Morgunblaðið birti í dag bókadóm Silju Bjarkar Huldudóttur um Skrímslakisa: „Líkt og í fyrri skrímslabókum er sagan dregin upp með sterkum myndum og stuttum texta. … Það er ekki hægt annað en að þykja vænt um skrímslin og gleðjast yfir enn einni gæðabókinni úr frjóu samstarfi Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakelar Helmsdal.“ Silja Björk gefur bókinni fjórar og hálf stjörnu.

♦ Book review and book prizeA list of books receiving the Icelandic Booksellers’ Prize was announced last night. Skrímslakisi (The Monster Cat) shared the 3rd-4th place with Síðasti galdrameistarinn by Ármann Jakobsson, in the catagory of children’s books and as „the best books of the year“. The prize was first awarded in 2000. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) was on the list of the best children’s books in 2012, in third place. Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster) was the best children’s book in 2004 and Gott kvöld (Good Evening) in 2005.

The Monster Cat also received an excellent review in Morgunblaðið newspaper today: four and a half star for “yet another high quality book sprung out of the creative collaboration of Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal.“

BoksalaverdlAuglForlagidweb

Þrír bókadómar | Three book reviews

DV 7-10nov2014♦ Bókadómar: Skrímslakisi hefur fengið ljómandi viðtökur hjá gagnrýnendum undanfarið. María Bjarkadóttir skrifar um þrjár myndabækur á vefsíðunni Bókmenntir.is og segir m.a. þetta um Skrímslakisa: „Myndirnar eru líkt og í fyrri skrímslabókunum skemmtilegar og litríkar og má lesa töluvert meira úr þeim en kemur fram í textanum, bæði um persónuleika skrímslanna tveggja og um samskiptin þeirra á milli. Svipbrigði skrímslanna eru einstaklega lýsandi og auðvelt að fá samúð með þeim báðum í sögunni.“ Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér.

Auður Haralds fjallaði um Skrímslakisa í þættinum Virkir morgnar á RÚV. „Skrímslakisinn er eins og barnabækur eiga að vera,“ sagði Auður. „Boðskapurinn svona laumast inn með kætinni og ánægjunni. Hún fær alveg fjörutíu og ellefu stjörnur.“  Upptöku af þættinum (01.12.2014) má finna hér á vef RÚV. (Aðgengilegt til 27.02.2015).

Í bókablaði DV (7-11. nóvember) birtist umsögn eftir Kríu Kolbeinsdóttur, 6 ára, sem kemst að einfaldri niðurstöðu þrátt fyrir að sagan sé á köflum sorgleg: „Þetta er því skemmtileg bók.“ Dóminn má lesa hér til hliðar.

Skrímslakisi fékk ennfremur glimrandi dóm í Fréttablaðinu, eins og lesa mátti hér.

M8-Skrímslakisi-Isl-CoverWeb♦ Book reviews: Skrímslakisi (The Monster Cat) is getting excellent reviews. Here are short quotes from three reviews:
„The Monster Cat is like children’s books ought to be. … It gets forty-and-eleven stars!  – Auður Haralds – Virkir morgnar, RUV – The Icelandic National Broadcasting Service.
„Just as in the previous monster-books, the illustrations are amusing and colorful, and you can read considerably much more out of them than what says in the text, both about the two personalities and the relations between the two. Their facial expressions are particularly demonstrative and it is easy to feel empathy for both of them in the story.“ – María Bjarkadóttir, Bókmenntir.is
„This is funny book.“ – Kría Kolbeinsdóttir, 6 yrs, DV Newspaper.

Read also about five-star review in Fréttablaðið here.

Lestrarskrímsli | Reading monster books

ErÞettaStafurinnMinn♦ Lestur: Litla skrímslið og stóra skrímslið styðja bóklestur á allan máta. Hér eru tvö dæmi um það.

Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir er höfundur handbókar um læsi ungra barna: Er þetta stafurinn minn? Á forsíðu bókarinnar sitja krakkar og lesa skrímslabækur og fleira gott. Í bókinni er að finna hagnýt ráð og upplýsingar um læsi, málþroska og fyrstu kynni af lestri og ritun.

Hönnuðir smáforritsins BookRecorder fengu skrímslin líka í lið með sér til að kynna sitt verkfæri. Með BookRecorder er hægt að búa til hljóðbók með eigin upplestri. Einfalt smáforrit fyrir börn, foreldra og kennara. Heimssíða BookRecorder er hér og kynningarmyndband hér. Sækja má smáforritið hér.

Screen-shot-BookRecorderAd

♦ Reading: Sometimes authors and illustrators get requests about the use of their art for commercial purposes. Usually it is very easy to say a big NO! but on other occasions it is highly appropiate to grant the permission. In these two newly examples, the books about the two monsters are used to promote reading. A cover photo for handbook on reading (Er þetta stafurinn minn?) shows kids reading books from the monster series. And the books are also used in a video and on a homepage for an app called BookRecorder – an app that makes it easy for kids, teachers, parents and grandparents to record their own audiobooks. The application is available here.

Norræna bókasafnsvikan | Busy co-authors

Kura gryning 3 2014

Ljósmynd | Photo: © Hallsta bibliotek

♦ SkrímslabækurnarÍ Norrænu bókasafnsvikunni, 10.-16. nóvember, voru meðhöfundar mínir að skrímslabókunum, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal í önnum að lesa upp úr skrímslabókunum. Á myndinni fyrir ofan er Kalle í bókasafninu í Hallsta en myndina fyrir neðan tók Rakel í Frískúlanum í Havn. Fleira má sjá og lesa á heimasíðum þeirra hér: Rakel Helmsdal og Kalle Güettler.

♦ The Monster seriesMy co-authors of The Monster series, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler were busy giving readings  in the Nordic Library Week 2014, November 10.-16. Above is Kalle Güettler reading in Hallsta Library in Sweden and below are students in the Faroe Islands who came to listen to Rakel Helmsdal. For more see links to their websites.

Ljósmynd | Photo: © Rakel Helmsdal

Rakel Helmsdal 2014-11-10-1113421

Skrímsli og tröll | Monsters and trolls

Takid þatt Bibliotek♦ Upplestrarhátíð! Mánudagurinn 10. nóvember markar upphaf Norrænu bóksafnsvikunnar 2014 en þá er norrænni sagnahefð fagnað á fjölmörgum bókasöfnum á Norðurlöndum og í Baltnesku löndunum. Þema ársins er „Tröll á Norðurlöndum“ og að vanda voru valdar þrjár bækur til lestrar á sameiginlegri upplestrarhátíð. Bækurnar þrjár eru:
Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal,
Eyjan hans múmínpabba
eftir Tove Jansson, og
Stallo eftir Stefan Spjut.

Yfir 2000 bókasöfn og skólar taka þátt í upplestrarhátíðinni þar sem lesið er úr þessum bókum fyrir fjölda áheyrenda, á að minnsta kosti 11 tungumálum. Á síðunni Bibliotek.org er að finna upplýsingar á íslensku um bókasafnsvikuna og margvíslegt ítarefni. Hér er síða um Skrímslaerjur. Þá er gefinn út bæklingur með efni og hugmyndum sem tengjast þessum bókum og tema vikunnar. Brian Pilkington á heiðurinn að veggspjaldi og ýmsu myndefni síðunnar.

Skrímslaerjur♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row was selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014, a celebration of Nordic storytelling and literature. This years theme is trolls and monsters. The selected books are:

  • Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Moominpappa at Sea by Tove Jansson
  • Troll by Stefan Spjut

This celebration of Nordic books, libraries and reading starts today, Monday 10. November 2014, when illustrations and texts from these books will be available to the libraries taking part, for then to be read in at least 11 languages. More than 2000 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland take part. The website Bibliotek.org has a lot of information about the books and The Library Week in all the Nordic and Scandinavian languages.

Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE

 

Litla skrímslið á hrekkjavöku | Little Monster at Halloween

Kári and Little Monster Pumpkin by Tumi Traustason

FöstudagsmyndinFöstudagsmyndina tók ég ekki sjálf. Ég fékk leyfi ljósmyndarans og útskurðarmeistarans til að birta hana. Svona geta hrekkjavöku-grasker litið út! Litla skrímslið skellihlær hjá Kára Tumasyni, en pabbi hans, Tumi Traustason, skar út. Glæsilegasta glóðarker sem ég hef séð!

Photo FridayThis photo is not mine but I liked it so much I got permission to publish it on my site. Look at that pumpkin! It’s Little Monster! I love it! Thank you Kári Tumason (on photo) and Tumi Traustason photographer/pumpkin meister, I hope you had a happy Halloween with Little Monster!

Ljósmynd | photo: © Tumi Traustason

Skrímslakettir | All sorts of Monster Cats

SkrimslakisiTeikni
♦ Teiknisamkeppni! Fyrir skemmstu var send út eftirfarandi auglýsing á Fésbókinni:

TEIKNAÐU SKRÍMSLAKISA! Litla skrímslið leitar enn að skrímslakisa en er að verða dálítið dasað. Það þiggur því hjálp frá duglegum krökkum. Sendið okkur myndir af kisa – alls konar skrímslakisum – og merkið myndina með nafni og símanúmeri eða netfangi. Þrír heppnir krakkar fá nýju bókina, Skrímslakisa, í verðlaun. Litla skrímslið áritar bókina, en Nói Forlagsfress velur úr innsendum myndum þann 3. nóvember n.k.
Sendið myndina á Forlagið í umslagi merkt: 
          „SKRÍMSLAKISI“
          Forlagið
          Bræðraborgarstíg 7
          101 Reykjavík

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og líklega mun Nói eiga erfitt með að velja úr glæsilegum kattarmyndum. Allir vita að Nói er háttsettur hjá Forlaginu og tekur skyldur sínar og ábyrgð alvarlega. Hér fyrir neðan má sjá einmitt sjá Nóa Forlagsfress glugga í bókina um skrímslakisa.

Nói og skrímslakisi   Nói les skrímslakisa

♦ Cats and contests: There is a little drawing-contest going on for young fans of the monster book series. Kids have been invited to send in a picture of a monster cat of any kind. Three lucky artists will win a signed book. The judge is a high-rank staff member of Forlagið publishing, a specialist in the field: namely Nói the cat. Here he was caught reading Skrímslakisi (The Monster Cat), the new book in the series.

Ljósmyndir: | Photo: Valgerður Benediktsdóttir 2014

Fimm stjörnu Skrímslakisi | Five star review!

Frettabladid-8okt2014-46

♦ BókadómurSkrímslakisi fékk þennan fína dóm í Fréttablaðinu í morgun. „Afar vönduð og lifandi barnabók á mörgum plönum sem býður upp á að vera lesin margsinnis og alltaf hægt að finna eitthvað nýtt að tala um.“ segir Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Tengill á dóminn á visir.is.

♦ Book reviewThe new book in the monster series: Skrímslakisi (The Monster Cat) received a very nice review in Fréttablaðið newspaper this morning:
“The text is humorous, the characters are colorful and the images are very dynamic … A high quality and vivacious children’s book, in multiple layers, that can be read many times over and where there will always be something new to discuss.” – Halla Þórlaug Óskarsdóttir.

Skrímslin eiga afmæli! | Celebrating 10 years anniversary!

Skrimslin10araVeislaweb

♦ Útgáfuafmæli! Skrímslin halda upp á afmælið sitt um þessar mundir því að í haust eru tíu ár liðin frá því að fyrsta bókin um skrímslin kom út: Nei! sagði litla skrímslið, árið 2004. Síðan þá höfum við norræna tríóið: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal skapað fleiri ævintýri um skrímslin, alls átta bækur. Skrímslin tvö eiga vini um víða veröld því bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Skrímslin hafa líka stigið á svið, bæði stór og smá. Hér má lesa meira um það allt og samstarf okkar skrímslanna, sem reyndar nær allt til ársins 2001! Húrra, hvað það hefur verið gaman!

Afmælið gefur sannarlega tilefni til þess að þakka góðu samstarfsfólki frjótt og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Þar má nefna: Sigþrúði, Úu og Völu og alla hina á Forlaginu; fyrstu útgefendur okkar í Svíþjóð hjá Bonnier Carlsen; núverandi útgefendur okkar í Svíþjóð: Kerstin Aronsson og fólkið hennar á Kabusa; Niels Jákup og Marna hjá BFL; og ég má raunar til með að minnast á skrímslin í leikhúsinuÞórhall Kúlu-leikhússtjóra, Friðrik og Baldur Trausta og allt listafólkið hjá Þjóðleikhúsinu. En umfram allt þakka ég meðhöfundum mínum þeim Kalle og Rakel og síðast en ekki síst: litla og stóra skrímslinu, sem eiga í okkur hvert bein – eins og við í þeim.

Í tilefni af afmælinu endurútgefur Forlagið þriðju bókina, Skrímsli í myrkrinu, en fyrstu tvær bækurnar: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki voru endurútgefnar árið 2011. Nýja bókin Skrímslakisi er einnig nýkomin út.

M3-Skrimsliimyrkrinu-CoverWeb♦ Book Birthday! Little Monster and Big Monster celebrate 10 years anniversary this fall. In 2004 the first book, No! Said Little Monster, was published in Icelandic by Forlagið, in Swedish by Bonnier Carlsen and in Faroese by Bókadeildin. We, the author-team of three: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal, have since then created many more stories about the two monsters, we have even done monster-plays and puppet-theater! In all eight books about Little Monster and Big Monster, that are now being translated and published in still more languages. You can read more about our books and our collaboration here and see samples from the other books here.

I am grateful for the wonderful and inspiring time I have had working on the monsterbooks – and all the good people helping us along the way. Thank you Sigþrúður, Úa and Vala and all the others at Forlagið; thank you Bonnier Carlsen, our first Swedish publisher; thank you Kerstin Aronsson and all the staff at Kabusa; thank you Niels Jákup and Marna at BFL! Foremost I have enjoyed the collaboration with friends and authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal and last but not least: I am happy to have met Little Monster and Big Monster. These two are still teaching me a lot about myself!

To celebrate the anniversary our publisher in Iceland, Forlagið, is reprinting the title Monsters in the Dark. (Skrímsli í myrkrinu). And the new book The Monster Cat (Skrímslakisi) has also just been released. It’s a monster-feast!

Viðtal í vefriti | Interview in a Spanish webzine

Unperiodista♦ Myndlýsingar: Spænska vefritið Un Periodista en el Bolsillo er tileinkað myndlýsingum og þar birtist á dögunum viðtalsgrein um myndirnar í bókunum um litla og stóra skrímslið. Greinina má finna með því að smella á tengilinn hér – eða á myndina til hliðar. Í vefritinu er fjöldi greina um myndlýsingar, bókateiknara og verk þeirra – á spænsku.

Tvær fyrstu bækurnar um skrímslin: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki komu út í vor á fjórum tungumálum spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Útgefandinn er Sushi Books. Það má lesa nokkrar síður úr þessum útgáfum með því að smella á bókakápurnar hér fyrir neðan.

♦ Illustration: A Spanish online magazine dedicated to illustration:Un Periodista en el Bolsillo, did an interview about the Monster series and my illustration work. You can find the article by clicking this link – or the picture on the right. The webzine is a fine source of interviews and articles on illustrators of all sorts – all in Spanish.

Earlier this year Sushi Books in Spain launched the first two books in the Monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.

Click on the book covers below to read a few pages from the books!

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

 

Hefur þú séð skrímslakisa? | Have you seen The Monster Cat?

SkrimslakisiPoster

♦ Bókafréttir: Litla skrímslið auglýsir eftir kettlingnum sínum. Það er ekki langt síðan það eignaðist kisa og nú keppast þau við að leita, litla skrímslið og stóra skrímslið. Þeir sem hafa séð Skrímslakisa mega auðvitað gjarnan láta vita hér.

♦ Book releaseLittle Monster’s kitten has gone missing. (I’m just passing the message …) Little Monster and Big Monster are searching everywhere and making lost-pet posters. If you have seen Skrímslakisi (The Monster Cat) you can send us a line here.

MonsterKittyPoster      M8-Skrimslakisi-PosterPic

Ný bók um skrímslin! | The Monster Cat in Sweden

monsterkatten3dhu♦ BókaútgáfaNýjasta bókin um skrímslin tvö kom út hjá Kabusa Böcker í Svíþjóð í gær. Skrímslakisi er rétt ókominn út á Íslandi, en til hans hefur sést í frægu kattabóli á Bræðraborgarstígnum. Meðhöfundur minn í Svíþjóð, Kalle Güettler, verður á bókamessunni í Gautaborg 25.-28. september og áritar Monsterkatten í básnum hjá Kabusa, sjá tíma og staðsetningu hér.
Skrímslakiskan er titillinn á útgáfunni sem kemur út í Færeyjum, heimalandi meðhöfundarins Rakel Helmsdal.

♦ Book releaseA new book in the Monster series, Monsterkatten (The Monster Cat) is out in Sweden! The title is soon to be released in Iceland: Skrímslakisi, and the Faore Islands: Skrímslakiskan. My co-author in Sweden, Kalle Güettler, will be at Göteborg Book Fair next week, signing books at Kabusa Böcker‘s stand, see Kalle Güettler’s blogpost here.

Lestu meira um skrímslabækurnar á síðunum HÉR og HÉR. | Read more about the Monster series and the collaboration of three authors on the pages HERE and HERE.

 

Skrímsli í Litháen | Monsters in Lithuania

NE!-Lit  Dideli-pab-Lit

♦ BókaútgáfaLitla skrímslið og stóra skrímslið hafa nú lært enn eitt tungumálið og tjá sig fullum fetum á litháísku. Það er forlagið Burokėlis (Rauðrófan) sem gefur út fyrstu tvær bækurnar í bókaflokknum í Litháen. Þessa helgi er mikið um dýrðir í Vilníus og Burokėlis kynnir nýju bækurnar sínar á menningarhátíðinni Sostinės dienos. Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á Fb-síðu Burokėlis, heimasíðu og á bókmenntasíðunni Naujosknygos.

Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út á móðurmálum höfundanna: íslensku, færeysku og sænsku, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku – og nú litháísku.

♦ Book release: Little Monster and Big Monster are now speaking in Lithuanian! Our publisher in Lithuania, Burokėlis, is releasing the first two books in the series this weekend and participating in The Buzzing Avenue at Vilnius City Fiesta. For more information see Burokėlis Facebook pagehomepage and at the Lithuanian book site Naujosknygos.

All the books in the series about the two monsters are published in the authors respective languages: Icelandic, Swedish and Faroese, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese – and now Lithuanian.

burokelis

Lukkulegur útgefandi í Vilníus, Jurga Liaubaite. | Happy publisher in Lithuania: Director Jurga Liaubaite at Vilnius City Festival. Ljósmynd | Photo: @ Burokėlis: https://www.facebook.com/editions.burokelis

Að smala köttum? | Herding cats?

MKis©AslaugJ

♦ MyndlýsingarNú er ég búin að brjóta um nýju skrímslabókina og það er verið að lesa prófarkir í þremur löndum: á Íslandi, í Færeyjum og í Svíþjóð. Það gengur allt glimrandi vel, – nei, minnir fráleitt á kattasmölun!

♦ IllustrationI have finished doing the layout for the next book in the monster series, all sent for proofreading in three languages: Icelandic, Faroese and Swedish. It is a bit of juggling, but herding cats? No, not at all.

Listrænt lítið skrímsli | Little Monster likes to draw

LitlaSTeiknarAslaugJ

♦ MyndlýsingarLitla skrímslið er listrænt með afbrigðum. Eða hvað? Það kemur í ljós í bókinni Skrímslakisi sem kemur út haust.
♦ Illustration: Just a little sneak peek: Little Monster draws a cat. Illustration for the next book about Little Monster and Big Monster: “The Monster Cat”.

Föstudagur á teikniborðinu | Friday party on my desk

SkrPar23052014Aslaug

♦ Föstudagsklipp: Ekkert flipp, bara óreiðan á teikniborðinu. Litla skrímslið hefur eðlilega miklar áhyggjur af þessu óstandi.
♦ Friday collageYes, I am still working on a new book about Little Monster and Big Monster and it has been somewhat chaotic. This of course worries Little Monster.
More about The monster series here and here.

Kan2305214Aslaug

Skr23052014Aslaug

LM23052014Aslaug

 

Bókaumfjöllun á Spáni | Reviews in Spain

SushibooksMonstruo

♦ BókaumfjöllunFyrstu tvær skrímslabækurnar komu út á fjórum tungumálum hjá Sushi Books á Spáni á dögunum. Bækurnar hljóta prýðilegar viðtökur ef marka má dóma á vefsíðum og aðra umfjöllun. Sjá tengla hér fyrir neðan. (UPPFÆRT 22. maí)

♦ Book reviews: Only few weeks ago, Sushi Books in Spain launched the first two books in the monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Click the links to read reviews and more:  (UPDATED – May 22.)

Kastilíska | Castilian:
 La buena letra: Los monstruos grandes no lloran, de Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal y Kalle Güettler. 
♦ Ladrándolle á Lúa: LIBROS DENDE O FRÍO
♦ La estantería de Núria: Monstruo Pequeño dice ¡NO! y Los monstruos grandes no lloran, de Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal y Kalle Güettler
♦ Boolino: Los monstruos grandes no lloran
♦ Boolino: Monstruo Pequeño dice ¡NO!

Katalónska | Catalan:
 Directe!: [Ressenya] EL MONSTRE PETIT DIU NO!

Galisíska | Galisian:
♦ Brabádegos: Xa sabemos dicir NON!
♦ Caderno da crítica: Monstros (grandes e pequenos), en Sushi Books
♦ 
Bouvard e Pécuchet: Queridos monstros! Por Manuel Rodríguez Alonso

Baskneska | Basque:
♦ Hirinet: ‘Munstro handiek ez dute negarrik egiten’ eta ‘EZ! Dio Munstro Txikik’
♦ Berria.info – Haur eta gazte literaturaIstorio bat, bi liburu (I)
♦ Berria.info – Haur eta gazte literatura: Istorio bat, bi liburu (eta II)
 Zintzilik irratia – Oreretako irrati librea: Ez dio munstro txikik Literatura txokoan (audio)
♦ 
Deia: Sentimenduak erakutsi eta ulertzeaz ⇓
♦ Berria – Mantangorri: “Gureak munstro maitagarriak dira, baina argi ibili! Haserretuz gero…”  ⇓

Mantangorri-BERRIA-Basque

Deia-Literatura-Basque

Skrímsli í póstinum | Monster by mail

Xelo-Vilata

♦ Skrímslapóstur: Þó það sé hægt að senda myndir og texta út um allan heim á örskotsstundu, (eða kannski einmitt þess vegna) þá er það ekkert á við eftirvæntinguna sem fylgir því að fá óvænt bréf í hendur. Hvað þá myndskreytt og handskrifað! Bréf sem þurfti að hafa fyrir: fara með á pósthús og frímerkja; bréf sem hefur verið flokkað og handleikið, sent með flugi eða sjóleiðina …
Þetta bréf kom frá Valencia á Spáni. Xelo Vilata talar katalónsku og er ánægð/ur með skrímslabækurnar sem eru komnar út á fjórum tungumálum hjá Sushi Books á Spáni.

♦ Monster mail: Look what the postman brought today! A real letter, an illustrated envelope with stamp and all, and a handmade postcard with kind words. All the way from Valencia in Spain! Xelo Vilata speaks Catalonian and is quite pleased with Big Monsters Don’t Cry, one of the titles in the new four-language editions of the monster series published by Sushi Books. Thank you Xelo!

Dagur bókarinnar | World Book Day

10BestuBokjuryn2013♦ BókafréttirDagur Jarðar var í gær og þá gat ég sagt fréttir af Bláa hnettinum. Alþjóðlegur dagur bókarinnar er svo í dag. Þann dag er einmitt tilkynnt um Bókmenntaverðlaun barnanna í Svíþjóð: Bokjuryn. Þar hafa bækurnar um skrímslin jafnan komist á lista. Í dag kom líka í ljós að Skrímslaerjur (Monsterbråk) var að mati barna í Svíþjóð valin ein af 10 bestu myndabókum ársins 2013, kom þar í fjórða sæti. Sjá frétt um alla vinningshafa hér á heimasíðu Bokjuryn.

♦Book NewsHappy World Book Day! Here is my advice for the day: If you don’t have the time to read a big novel today, try a good picturebook. It’s like reading a solid poem, you get the whole universe of a book, a whole story, in a short text. Combined with the visual art it stimulates so many parts of your brain. And if you dare, you might even connect with that inner child of yours.

Also: Good news from Sweden this morning! Monster Squabbles or Monster Row (Skrímslaerjur) is one of 10 best picturebooks in 2013, according to Swedish children or “The Children’s Book Jury. Se more about the winners of Bokjuryn here.

Allar klær úti | A monster and a cat

SkrimslaKisiweb

♦ Myndlýsingar: Ég er að vinna að næstu skrímslabók sem kemur út í haust. Forlagið sagði frá því í smá frétt hér. Kattavinir geta farið að hlakka til. Ég skemmti mér að minnsta kosti vel með skrímslakisa.

♦ Illustration: I am working on the next book about Little Monster and Big Monster. Our publisher in Iceland, Forlagid, has already posted this illustration with news on their website. I am very much enjoying my meetings with the monster cat.

Skrímslin á útopnu | Book release in Spain

SushibooksMonstruo

♦ Bókaútgáfa: Forlagið Sushi Books á Spáni hefur nú gefið út fyrstu tvo titlana af bókunum um litla og stóra skrímslið. Litla skrímslið dregur ekki af sér á forsíðu vefsins hjá Sushi Books, sem er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte og gefur bækurnar út á spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Með því að smella á bókakápurnar  hér fyrir neðan má lesa nokkrar síður úr bókunum.

♦ Book release: Shout it out! Sushi Books in Spain are launching the first two books in the monsterseries in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.

Click on the book covers below to read a few pages from the books.

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

 

Skrímslaerjur í bókasafnsviku | The Nordic Library Week 2014

Skrímslaerjur

♦ Bókatíðindi: Myndabókin Skrímslaerjur hefur verið valin til upplestrar í Norrænu bókasafnsvikunni 2014, en tilkynnt var um bókavalið á heimasíðu verkefnisins fyrir skemmstu. Þema ársins er hið norræna tröllakyn og bækurnar sem urðu fyrir valinu eru:

  • Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Jansson
  • Tröll eftir Stefan Spjut

Norræna bókasafnsvikan hefst með upplestri úr þessum bókum þann 10. nóvember 2014. Þá viku geta öll bókasöfn á Norðurlöndum og Baltnesku löndunum nálgast efni úr bókunum til lestrar á allt að 14 tungumálum. Árið 2013 tóku yfir 1500 bókasöfn og skólar þátt í verkefninu. Þess má geta að árið 2010 var Sagan af bláa hnettinum ein af bókum ársins, undir þemanu: „Töfraheimar Norðursins“.

♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row has been selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014. A selection of three books has just been announced on the project’s homepage. The theme is trolls and similar creatures. The selected books are:

  • Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Moominpappa at Sea by Tove Jansson
  • Troll by Stefan Spjut

This celebration of Nordic books, libraries and reading starts on November 10. 2014, when illustrations and texts from these books will be available in up to 14 languages. Last year this event took place with the participation of more than 1500 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland.

Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE.

bibliotek.org