Hefur þú séð skrímslakisa? | Have you seen The Monster Cat?

SkrimslakisiPoster

♦ Bókafréttir: Litla skrímslið auglýsir eftir kettlingnum sínum. Það er ekki langt síðan það eignaðist kisa og nú keppast þau við að leita, litla skrímslið og stóra skrímslið. Þeir sem hafa séð Skrímslakisa mega auðvitað gjarnan láta vita hér.

♦ Book releaseLittle Monster’s kitten has gone missing. (I’m just passing the message …) Little Monster and Big Monster are searching everywhere and making lost-pet posters. If you have seen Skrímslakisi (The Monster Cat) you can send us a line here.

MonsterKittyPoster      M8-Skrimslakisi-PosterPic

Ný bók um skrímslin! | The Monster Cat in Sweden

monsterkatten3dhu♦ BókaútgáfaNýjasta bókin um skrímslin tvö kom út hjá Kabusa Böcker í Svíþjóð í gær. Skrímslakisi er rétt ókominn út á Íslandi, en til hans hefur sést í frægu kattabóli á Bræðraborgarstígnum. Meðhöfundur minn í Svíþjóð, Kalle Güettler, verður á bókamessunni í Gautaborg 25.-28. september og áritar Monsterkatten í básnum hjá Kabusa, sjá tíma og staðsetningu hér.
Skrímslakiskan er titillinn á útgáfunni sem kemur út í Færeyjum, heimalandi meðhöfundarins Rakel Helmsdal.

♦ Book releaseA new book in the Monster series, Monsterkatten (The Monster Cat) is out in Sweden! The title is soon to be released in Iceland: Skrímslakisi, and the Faore Islands: Skrímslakiskan. My co-author in Sweden, Kalle Güettler, will be at Göteborg Book Fair next week, signing books at Kabusa Böcker‘s stand, see Kalle Güettler’s blogpost here.

Lestu meira um skrímslabækurnar á síðunum HÉR og HÉR. | Read more about the Monster series and the collaboration of three authors on the pages HERE and HERE.

 

Skrímslaerjur á norsku | Monster Squabbles in Norwegian

NorskMonsterbrakweb♦ Þýðingar: Norska bókaforlagið Skald heldur áfram útgáfu á bókaflokknum um skrímslin, en von er á norskum Skrímslaerjum (Monsterbråk) úr prentsmiðju þá og þegar. Áður hafa verið gefnar út á norsku bækurnar: Nej! sa Veslemonster, Store monster græt ikkje, Monster i mørket og Monsterpest. Hér má lesa kynningu á Monsterbråk á vef forlagsins. Í vetur verður bókin svo lesin samtímis um Norðurlöndin öll á Norrænu bóksafnsvikunni sem hefst 10. nóvember.

♦ Translations: The Norwegian version of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) is just about to hit the stores. Our publisher in Norway, Skald, has already an online introduction of the book. See the publisher’s website for Monsterbråk or read few pages from the book in the window below. Monster Squabbles was also selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014, starting on 10. November with participation of libraries from all over the Nordic countries and Balticum.

Skrímsli í Litháen | Monsters in Lithuania

NE!-Lit  Dideli-pab-Lit

♦ BókaútgáfaLitla skrímslið og stóra skrímslið hafa nú lært enn eitt tungumálið og tjá sig fullum fetum á litháísku. Það er forlagið Burokėlis (Rauðrófan) sem gefur út fyrstu tvær bækurnar í bókaflokknum í Litháen. Þessa helgi er mikið um dýrðir í Vilníus og Burokėlis kynnir nýju bækurnar sínar á menningarhátíðinni Sostinės dienos. Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á Fb-síðu Burokėlis, heimasíðu og á bókmenntasíðunni Naujosknygos.

Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út á móðurmálum höfundanna: íslensku, færeysku og sænsku, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku – og nú litháísku.

♦ Book release: Little Monster and Big Monster are now speaking in Lithuanian! Our publisher in Lithuania, Burokėlis, is releasing the first two books in the series this weekend and participating in The Buzzing Avenue at Vilnius City Fiesta. For more information see Burokėlis Facebook pagehomepage and at the Lithuanian book site Naujosknygos.

All the books in the series about the two monsters are published in the authors respective languages: Icelandic, Swedish and Faroese, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese – and now Lithuanian.

burokelis

Lukkulegur útgefandi í Vilníus, Jurga Liaubaite. | Happy publisher in Lithuania: Director Jurga Liaubaite at Vilnius City Festival. Ljósmynd | Photo: @ Burokėlis: https://www.facebook.com/editions.burokelis

Sjón að sjá | Take a look!

Eldgos-AslaugJons-web

♦ Myndlýsing: Skrímslum þykja eldgos falleg. Enda fellur skrímslum ýmislegt hrikalegt og ógurlegt vel í geð.

Ég var að ljúka við að myndlýsa Skrímsli á toppnum þegar Eyjafjallajökull lét sem verst árið 2010. Ég breytti lokamyndinni í bókinni í samræmi við það. Ég hafði fengið að finna fyrir tregum flugsamgöngum vegna öskunnar og var allt þetta magnaða brölt jarðskorpunnar í fersku minni.

Nú er Ísland eins og að rifna í tvennt út frá Bárðarbungu í Vatnajökli og ekki séð fyrir endann á því öllu saman … Magnað og ískyggilegt!

♦ Illustration: The Monsters think volcanos are pretty awesome! This illustration is from the book Skrímsli á toppnum: Monster at the Top. I was just finishing the illustrations in 2010 when Eyjafjallajökull erupted. So a peaceful mountain was turned into a live volcano.

Now there are big eruptions just north of Bárðarbunga in Vatnajökull, the largest glacier in Iceland. To read news about the eruptions at Holuhraun go to this site at RÚV. See also live webcams at Míla.

Að smala köttum? | Herding cats?

MKis©AslaugJ

♦ MyndlýsingarNú er ég búin að brjóta um nýju skrímslabókina og það er verið að lesa prófarkir í þremur löndum: á Íslandi, í Færeyjum og í Svíþjóð. Það gengur allt glimrandi vel, – nei, minnir fráleitt á kattasmölun!

♦ IllustrationI have finished doing the layout for the next book in the monster series, all sent for proofreading in three languages: Icelandic, Faroese and Swedish. It is a bit of juggling, but herding cats? No, not at all.

Listrænt lítið skrímsli | Little Monster likes to draw

LitlaSTeiknarAslaugJ

♦ MyndlýsingarLitla skrímslið er listrænt með afbrigðum. Eða hvað? Það kemur í ljós í bókinni Skrímslakisi sem kemur út haust.
♦ Illustration: Just a little sneak peek: Little Monster draws a cat. Illustration for the next book about Little Monster and Big Monster: “The Monster Cat”.

Föstudagur á teikniborðinu | Friday party on my desk

SkrPar23052014Aslaug

♦ Föstudagsklipp: Ekkert flipp, bara óreiðan á teikniborðinu. Litla skrímslið hefur eðlilega miklar áhyggjur af þessu óstandi.
♦ Friday collageYes, I am still working on a new book about Little Monster and Big Monster and it has been somewhat chaotic. This of course worries Little Monster.
More about The monster series here and here.

Kan2305214Aslaug

Skr23052014Aslaug

LM23052014Aslaug

 

Bókaumfjöllun á Spáni | Reviews in Spain

SushibooksMonstruo

♦ BókaumfjöllunFyrstu tvær skrímslabækurnar komu út á fjórum tungumálum hjá Sushi Books á Spáni á dögunum. Bækurnar hljóta prýðilegar viðtökur ef marka má dóma á vefsíðum og aðra umfjöllun. Sjá tengla hér fyrir neðan. (UPPFÆRT 22. maí)

♦ Book reviews: Only few weeks ago, Sushi Books in Spain launched the first two books in the monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Click the links to read reviews and more:  (UPDATED – May 22.)

Kastilíska | Castilian:
 La buena letra: Los monstruos grandes no lloran, de Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal y Kalle Güettler. 
♦ Ladrándolle á Lúa: LIBROS DENDE O FRÍO
♦ La estantería de Núria: Monstruo Pequeño dice ¡NO! y Los monstruos grandes no lloran, de Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal y Kalle Güettler
♦ Boolino: Los monstruos grandes no lloran
♦ Boolino: Monstruo Pequeño dice ¡NO!

Katalónska | Catalan:
 Directe!: [Ressenya] EL MONSTRE PETIT DIU NO!

Galisíska | Galisian:
♦ Brabádegos: Xa sabemos dicir NON!
♦ Caderno da crítica: Monstros (grandes e pequenos), en Sushi Books
♦ 
Bouvard e Pécuchet: Queridos monstros! Por Manuel Rodríguez Alonso

Baskneska | Basque:
♦ Hirinet: ‘Munstro handiek ez dute negarrik egiten’ eta ‘EZ! Dio Munstro Txikik’
♦ Berria.info – Haur eta gazte literaturaIstorio bat, bi liburu (I)
♦ Berria.info – Haur eta gazte literatura: Istorio bat, bi liburu (eta II)
 Zintzilik irratia – Oreretako irrati librea: Ez dio munstro txikik Literatura txokoan (audio)
♦ 
Deia: Sentimenduak erakutsi eta ulertzeaz ⇓
♦ Berria – Mantangorri: “Gureak munstro maitagarriak dira, baina argi ibili! Haserretuz gero…”  ⇓

Mantangorri-BERRIA-Basque

Deia-Literatura-Basque

Skrímsli í póstinum | Monster by mail

Xelo-Vilata

♦ Skrímslapóstur: Þó það sé hægt að senda myndir og texta út um allan heim á örskotsstundu, (eða kannski einmitt þess vegna) þá er það ekkert á við eftirvæntinguna sem fylgir því að fá óvænt bréf í hendur. Hvað þá myndskreytt og handskrifað! Bréf sem þurfti að hafa fyrir: fara með á pósthús og frímerkja; bréf sem hefur verið flokkað og handleikið, sent með flugi eða sjóleiðina …
Þetta bréf kom frá Valencia á Spáni. Xelo Vilata talar katalónsku og er ánægð/ur með skrímslabækurnar sem eru komnar út á fjórum tungumálum hjá Sushi Books á Spáni.

♦ Monster mail: Look what the postman brought today! A real letter, an illustrated envelope with stamp and all, and a handmade postcard with kind words. All the way from Valencia in Spain! Xelo Vilata speaks Catalonian and is quite pleased with Big Monsters Don’t Cry, one of the titles in the new four-language editions of the monster series published by Sushi Books. Thank you Xelo!

Dagur bókarinnar | World Book Day

10BestuBokjuryn2013♦ BókafréttirDagur Jarðar var í gær og þá gat ég sagt fréttir af Bláa hnettinum. Alþjóðlegur dagur bókarinnar er svo í dag. Þann dag er einmitt tilkynnt um Bókmenntaverðlaun barnanna í Svíþjóð: Bokjuryn. Þar hafa bækurnar um skrímslin jafnan komist á lista. Í dag kom líka í ljós að Skrímslaerjur (Monsterbråk) var að mati barna í Svíþjóð valin ein af 10 bestu myndabókum ársins 2013, kom þar í fjórða sæti. Sjá frétt um alla vinningshafa hér á heimasíðu Bokjuryn.

♦Book NewsHappy World Book Day! Here is my advice for the day: If you don’t have the time to read a big novel today, try a good picturebook. It’s like reading a solid poem, you get the whole universe of a book, a whole story, in a short text. Combined with the visual art it stimulates so many parts of your brain. And if you dare, you might even connect with that inner child of yours.

Also: Good news from Sweden this morning! Monster Squabbles or Monster Row (Skrímslaerjur) is one of 10 best picturebooks in 2013, according to Swedish children or “The Children’s Book Jury. Se more about the winners of Bokjuryn here.

Allar klær úti | A monster and a cat

SkrimslaKisiweb

♦ Myndlýsingar: Ég er að vinna að næstu skrímslabók sem kemur út í haust. Forlagið sagði frá því í smá frétt hér. Kattavinir geta farið að hlakka til. Ég skemmti mér að minnsta kosti vel með skrímslakisa.

♦ Illustration: I am working on the next book about Little Monster and Big Monster. Our publisher in Iceland, Forlagid, has already posted this illustration with news on their website. I am very much enjoying my meetings with the monster cat.

Skrímslin á útopnu | Book release in Spain

SushibooksMonstruo

♦ Bókaútgáfa: Forlagið Sushi Books á Spáni hefur nú gefið út fyrstu tvo titlana af bókunum um litla og stóra skrímslið. Litla skrímslið dregur ekki af sér á forsíðu vefsins hjá Sushi Books, sem er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte og gefur bækurnar út á spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Með því að smella á bókakápurnar  hér fyrir neðan má lesa nokkrar síður úr bókunum.

♦ Book release: Shout it out! Sushi Books in Spain are launching the first two books in the monsterseries in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.

Click on the book covers below to read a few pages from the books.

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

 

Á teikniborðinu | On my desktop

A-teiknibordinu-AslaugJ

♦ Myndlýsingar. Það er kominn föstudagur og pappírssneplarnir flögra um borð og bekki. (Á ég að taka til eða stinga af?) Njótið helgarinnar!

♦ Illustration. Just a little sneak peek at my desk. Amazingly tidy, all considered. So I am off. Have a nice weekend!

Skrímslaerjur í bókasafnsviku | The Nordic Library Week 2014

Skrímslaerjur

♦ Bókatíðindi: Myndabókin Skrímslaerjur hefur verið valin til upplestrar í Norrænu bókasafnsvikunni 2014, en tilkynnt var um bókavalið á heimasíðu verkefnisins fyrir skemmstu. Þema ársins er hið norræna tröllakyn og bækurnar sem urðu fyrir valinu eru:

  • Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Jansson
  • Tröll eftir Stefan Spjut

Norræna bókasafnsvikan hefst með upplestri úr þessum bókum þann 10. nóvember 2014. Þá viku geta öll bókasöfn á Norðurlöndum og Baltnesku löndunum nálgast efni úr bókunum til lestrar á allt að 14 tungumálum. Árið 2013 tóku yfir 1500 bókasöfn og skólar þátt í verkefninu. Þess má geta að árið 2010 var Sagan af bláa hnettinum ein af bókum ársins, undir þemanu: „Töfraheimar Norðursins“.

♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row has been selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014. A selection of three books has just been announced on the project’s homepage. The theme is trolls and similar creatures. The selected books are:

  • Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Moominpappa at Sea by Tove Jansson
  • Troll by Stefan Spjut

This celebration of Nordic books, libraries and reading starts on November 10. 2014, when illustrations and texts from these books will be available in up to 14 languages. Last year this event took place with the participation of more than 1500 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland.

Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE.

bibliotek.org

Skrímslin á Spáni | Little Monster and Big Monster in Spain

sushibooksFbshot

♦ Þýðingar. Fyrstu bækurnar um skrímslin komu út á spænsku fyrir nokkrum árum hjá spænska Random House undir merkinu Beascoa. Útgefandi okkar þar yfirgaf forlagið skömmu síðar og í framhaldinu voru bækurnar í hálfgerðu munaðarleysi á Spáni og S-Ameríku, sem samningurinn tók einnig yfir. Nú hefur nýtt forlag, Sushi Books keypt útgáfuréttinn. Sushi Books er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte og gefur út bækur á fjórum helstu tungumálum spánverja. Fyrstu tvær sögurnar um skrímslin verða því brátt fáanlegar á spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Skemmtilegt! Samkvæmt Fb-síðu Sushi Books mega lesendur eiga von á að kynnast litla skrímslinu strax í vor.

♦ Translations. Great monster-news! The first two books about the Little Monster and the Big Monster will soon be published in Spain in four languages: the Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. The publisher, Sushi Books, is an imprint of the publisher Rinoceronte. Book release will be this spring.
Left: from Sushi Books’ Fb page: Coming soon …

Read more about the monsterseries here: the collaborative authorship of Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler; and the seven books already published.

Vika til jóla! | Still looking for Christmas presents?

SkrimslaPakkiJol2013AslaugJ

♦ Jól 2013: Miðbær Reykjavíkur er hátíðlegur þessa dagana: hvítur snjór og ljósadýrð um strætin öll. Það er upplagt að gera sér ferð í bæinn, kíkja á jólamarkaðinn á Ingólfstorgi og koma svo við í Aðalstræti 10 og líta á sýninguna „Jólapakkinn minn …“ á Skörinni, sýningarrými Handverks og hönnunar. Ég skrifað um þátttökuna og hugmyndina á bak við jólapakkana mína hér.

♦ Christmas 2013: Reykjavík downtown is is just the right set for Christmas these days: with white snow falling and colorful lights in every street. Here’s my tip to get you in the right mood: Take a stroll down Laugavegur and Austurstræti, go visit the Christmas market at Ingólfstorg, and then, just by, in Aðalstræti 10 (Kraum) – see the exhibition „Jólapakkinn minn …“ (My Christmas Parcel) at Craft and Design. I’m participating with two parcels and you can read more about it all here.

♦ Jólagjafir: Hvað sem um jólabókaflóðið má segja, þá er vönduð bók ævinlega góð jólagjöf. Það er með ólíkindum hvað rúmast í einum litlum ferköntuðum pakka: Heill heimur opnast! Ég bendi öllum, sem annt er um andlega heilsu og vitsmunalegt ástand sinna nánustu, að gefa góða bók í jólagjöf. Þar er eitthvað fyrir alla: Bókatíðindin má lesa hér. Svo bendi ég á að skrímslabækurnar eru til á nokkrum tungumálum, þær má kaupa víðsvegar á netinu og senda til erlendra vina og ættingja. Sjá lista yfir nokkra bókavefi hér fyrir neðan. Njótið bóka um jólin!

♦ Christmas gifts: “The Book Flood before Christmas” in Iceland has its pros and cons, but I still can think of no better present than a book. In a good book you can find all the other things you want for Christmas: Peace, love, happiness, good health … In fact, reading is important for your mental health! So go book shopping!

And then my totally egocentric tip: What about picturebooks for your youngest friends and family members? You can shop the books in the Monster series online, in several different languages (and more coming soon!) See the list below!

Íslenska / Icelandic:  |  Forlagid.is  |  Eymundsson.is  |  Boksala.is  |
Danska / Danish:  |  ArnoldBusck.dk  | Willamdam.dk  |
Færeyska / Faroese:  |  Bokhandil.fo  |
Franska / French:  |  Amazon.fr  | Circonflexe.fr  |
Sænska / Swedish:  |  Cdon.se  |  Adlibris.com  |  Bokus.com  |  Bokia.se  |
Norska / Norvegian (nn, bm):  |  Tanum.no  |  Bokkilden.no  |  Haugenbok.no  |
Spænska / Spanish:  | Amazon.com  |
Kínverska / Chinese:  |  Amazon.cn  |
Finnska / Finnish:  |  Pienikarhu.fi  |

Note also, in Danish / Faroese / Swedish / Greenlandic – in same stores: Ég vil fisk!

Jólapakkar | Christmas gift wrapping

SkrímslaPakki2AslaugJ

♦ Sýning. Á sunnudag, 1. desember, opnar sýningin „Jólapakkinn minn …“ á Skörinni, sýningarrými Handverks og hönnunar í Aðalstræti 10. Tuttugu hönnuðir og listamenn sýna jólapakka af öllum stærðum og gerðum, frá 1. desember 2013 til 7. janúar 2014. Og ég tek þátt í sýningunni með dyggri aðstoð litla og stóra skrímslisins!

Ég hafði tvennt í huga þegar ég útbjó pakkana fyrir sýninguna: annars vegar bækur og hins vegar endurvinnslu. Ég gef oftast bækur í jólagjöf og stundum eru það reyndar mínar eigin bækur. (Þetta hafa ættingjar og vinir þurft að þola). Skrímslabækurnar eru auðþekkjanlegar í laginu og þegar innhald gjafarinnar er svo augljóst hef ég kannski bara brugðið slaufu utan um bókina. En nú reyndi ég að vanda mig aðeins meira …

Eins og mörgum óar mér gjafapappírsflóðið um jólin. Það er eitthvað alveg galið við að rífa fallegan pappír í tætlur og henda í ruslið. Ég átti dágott safn af gömlum, notuðum jólapappír og ákvað að endurvinna hann. Umbúðirnar eru því einskonar pappírsdúkur sem er ofinn úr notuðum jólapappír. Slaufur á pökkunum eru líka úr endurunnum gjafapappír. Sumstaðar er pappírinn svolítið snjáður eða krumpaður, en hvað gerir það til? Litla skrímslið og stóra skrímslið eru hæstánægð með gjafirnar og koma færandi hendi. Þau vita að bók er best!

SkrimslaPakki1AslaugJ♦ Exhibition. I am participating in the exhibition „Jólapakkinn minn …“ (My Christmas Parcel) at CRAFT AND DESIGN in Aðalstræti 10, Reykjavík. Twenty designers and artists show creative Christmas packaging and wrapping design. My theme is recycling and books, since there is no Christmas without books under the tree! The gifts are wrapped up in recycled, woven Christmas wrapping paper, with paper bows from recycled paper. The books are represented by the characters from the Monster series, who had a hand in whole process …

The exhibition opens Sunday, 1. Dec and is open until 7. January 2014. Go take a look!

Skrímslavinnustofa| Monster workshop

photo♦ Skrímslaþing. Við höfundar bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið nýttum samfundi og góða daga Ósló til að vinna að nýjum bókum. Samband norsku barnabókahöfundanna léði okkur húsnæði fyrir vinnufundina og tók höfðinglega á móti okkur í Garmanngården sem hýsir Rithöfundasamband Norðmanna: Forfatterforeningen, Kritikerlaget, Oversetterforeningen, Barne- og ungdomsbokforfatterne og Dramatikerforbundet. Við skrímslin þökkum ekki síst Ellen Liland, framkvæmdastjóra hjá BU fyrir gestrisni og vinsemd.

♦ Monster meeting. We, the three Nordic authors of the Monster series: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal, met in Oslo last week, as we were nominated to The Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013. We used the opportunity to set up a workshop, working on new ideas and manuscripts. We were so fortunate to get a workroom in the fabulous historical building Garmanngården, dating from around 1650 or even as early as 1622. It is now the offices of the Norwegian Writers’ Union and other writers’ associations. We would especially like to thank Ellen Liland, administrator af the Union of Norwegian Children’s book’s Authors for great hospitality and kindness.

More about: our collaboration and our books, The Monster series.

MonsterSkiss©AslaugJ

Við vorum þarna að skrifa og skissa, pára og pússa. Allt var það í áttina …
Hopefully we improved our texts and book ideas …

Umfjöllun í Information | Book review in Denmark

M7SkrimslaErjur2web

Opna úr Skrímslaerjum
Spread from Monster Row

♦ Bókaumfjöllun. Í síðustu viku birtist umfjöllun í dagblaðinu Information um bækurnar sem tilnefndar voru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013. Í grein sinni: „Nordisk børnelitteratur befrier sig af krop og form“ skrifar Anita Brask Rasmussen m.a. um vináttuna sem bæti einstaklinginn og um það fjalli líka Skrímslaerjur. Ennfremur segir hún:

„… Monsterskænderi er i sandhed en billedbog. Illustrationerne råber ofte højere end teksten, som er minimal. Monstrene har små skyer over hovederne, og vejret bliver dårligere og dårligere, efterhånden som de bliver uvenner. Vejret bliver sjælens spejl, og monstre kan som bekendt have meget mørke sjæle.“

♦ Book review. Last week the Danish newspaper Information reviewed all the books nominated toThe Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013. In the article: “Nordisk børnelitteratur befrier sig af krop og form“, Anita Brask Rasmussen writes about Skrímslaerjur’s (Monster Row)  theme of friendship, the symbolic clouds and stormy weather. She also says: “Monster Row is truly a picturebook. The illustrations often shout louder than the text, which is minimal.“

Verðlaunahátíð | Award ceremony in Oslo

vuorelaKarikko

♦ Hátíð! Verðlaunahátíð Norðurlandaráðs var haldin með lúðraþyt og söng í norska óperuhúsinu í Ósló í síðustu viku. Þar var sannarlega gert vel við okkur tilnefnda höfunda og annað gott fólk. Skrímslaerjur voru tilnefndar fyrir hönd Íslands ásamt bókinni Ólíver eftir Birgittu Sif. Barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs 2013 hlutu finnski rithöfundurinn Seite Vourela og samlandi hennar, myndhöfundurinn Jani Ikonen, fyrir verkið Karikko eða „Blindsker“. Bókin hefur enn einvörðungu verið gefin út á finnsku en verður vonandi þýdd á fleiri tungmál hið fyrsta því allt bendir til þess að verkið sé vandað og frumlegt. Myndlýsingarnar Jani Ikonen eru sannarlega heillandi: myrkar og dularfullar. Fyrir áhugasama um bókina og höfundana bendi ég á tenglana hér í færslunni og fyrir neðan.

|  Um Karikko á vef Norðurlandaráðs  |  Kynningarefni útgefenda í Finnlandi – á ensku  |  Myndlýsingarnar Jani Ikonen  |  Heimasíða Jani Ikonen  |  Um Seita Vuorela hjá WSOY  |  Historisk prisvinner – Umfjöllun á vefritinu Barnebokkritikk.no  |  Bókadómur á barnebokkritikk.no  |  Bókarkynning á FILI  |  Författaren hyllas i hemlandet – Grein á SvD  |

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hlaut Kim Leine fyrir Profeterne i Evighedsfjorden, en margar gríðarlega fínar bækur voru tilnefndar svo sem Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason og Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson. Þá voru afar áhugaverðar tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs sem og kvikmynda- og tónlistarverðlaunanna. Verðlaunahafar eru allir vel að heiðrinum komnir.

„Gala-verðlaunahátíð“ Norðurlandaráðs var nokkuð umdeild meðal bókmenntafólks, bæði fyrir og eftir hátíðina. Viðburðurinn var í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva í Skandinavíu og formið í stíl Óskarsverðlaunahátíðanna eða eins og tíðkast við afhendingu Grímu- og Eddu-verðlauna. Þar er auðvitað þaulvant fólk í sviðsetningum í sínu rétta umhverfi. Ekki gefið að það sama gildi um alla listamenn. Það má líka velta fyrir sér hvort formið henti kynningu á hinum ýmsu listgreinum, eða vísindagreinum, án þess að ítarlegri umfjöllun eigi sér stað.
Hér fyrir neðan eru tenglar á tvær danskar greinar með gagnrýni á sjálfa hátíðina:

Politiken: Anders Hjort – Kritik af Nordisk Råds prisfest: Der er gået for meget Oscar i den. 
Weekendavisen: Klaus Rothstein – “And the Nordisk Råds Litteraturpris 2013 goes to…”

Fyrir utan það að hitta stórskemmtilegt fólk úr röðum barnabókahöfunda, þá var það tónlistin sem átti stóran þátt í því að gera hátíðina eftirminnilega. Það voru einu „heilu“ verkin sem gestir hátíðarinnar fengu að njóta, en örkynningar á tilnefndum verkum og listamönnum gerðu lítið fyrir listina. Gaman væri ef hægt væri að koma á fót tveggja til þriggja daga listahátíð, sem færi á undan verðlaunaafhendingunni, með þátttöku listamanna og almennings. Það ku hafa verið reynt, en tæplega til fullnustu. Undirbúningur og form hátíðarinnar var langt í frá hnökralaus ef marka má það sem að snéri að barnabókahöfundunum, en fráleitt að það skyggi á gleðina yfir nýjum og glæsilegum verðlaunum. Það er óhætt að óska aðstandendum og öllum norrænum barnabókahöfundum til hamingju með verðlaunin! Vel mætti skrá 50 barnabókahöfunda á sérstakan heiðurslista, lista norræna barnabókahöfunda sem hefðu átt að hljóta þessa viðurkenningu fyrir bækur sínar, en rúmlega fimmtíu rithöfundar hafa hlotið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

♦ Award ceremony! Did I mention the nomination of Skrímslaerjur (Monster Row) to The Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013 …? I guess I did … All went well at the award ceremony in Oslo last week. The prize went to the Finnish author Seite Vourela and illustrator Jani Ikonen for Karikko (The Reef). The book is still only available in Finnish (rights sold to Hungary and Germany) but it will hopefully be translated to many languages before too long. Jani Ikonen’s illustrations are fascinating: dark and mysterious.
Se links to more information below.

|  About Karikko at The Nordic Council’s website  |  Publisher’s info about the book  |  Illustrations by Jani Ikonen  |  Jani Ikonen’s homepage  |  About Seita Vuorela – Publisher WSOY  |  Historisk prisvinner – in Norwegian: article at Barnebokkritikk.no  |  in Norwegian: Review at Barnebokkritikk.no  |  Info at FILI  |  Författaren hyllas i hemlandet – in Swedish: article in SvD  |

The Nordic Council Literature Prize went to Kim Leine and his book Profeterne i Evighedsfjorden. See more about the winners of all The Nordic Council’s prizes 2013 here.

It was great fun to meet all the artists in Oslo, but a Nordic Art Festival prior til the award ceremony would sure be in its right place, so everyone could enjoy and learn more about all the interesting nominated books, music, films and science projects. The new children’s book prize was awarded for the first time, giving every Nordic children’s books author a reason to rejoice. But my biggest congratulation goes to Seite Vourela and Jani Ikonen! Onneksi olkoon!

Skrímslin í Bookbird | Reviews in Bookbird

NoDijoElPequenoCover

♦ Bókadómar. Í síðustu tveimur tölublöðum af Bookbird: a Journal of International Children’s Literature er að finna dóma um spænsku þýðingarnar af bókunum Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Í tímaritinu hefur áður birst bókadómur um skrímslin tvö og var þá Skrímsli á toppnum til umfjöllunar. Dómarnir um skrímslabækurnar þrjár eru á ensku og má lesa hér neðar á síðunni.

Bookbird er gefið út af IBBY, International Board on Books for Young People og Johns Hopkins University PressHér má finna eldri árganga tímaritsins, allt frá árinu 1963.

♦ Book reviews. In the last two issues of Bookbird: a Journal of International Children’s Literature there are nice reviews of the Spanish editions of the first two books in the Monster series: ¡No!, dijo el pequeño monstruo and Los monstruos grandes no lloran. A review of Monster at the Top has been published earlier. Bookbird is an academic journal that publishes articles on children’s literature with an international perspective. It is published jointly by the Johns Hopkins University Press on behalf of the International Board on Books for Young People. Other links: Online archive. Online access.

– – –

“No!” said the Little Monster
Text: Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal, Kalle Güettler. Illustrations: Áslaug Jónsdóttir.

“With vivid and emotionally evocative illustrations, “No!”, said the Little Monster brings to life the struggle between staying silent when a friend does something wrong, or speaking up and risking the friendship. When the big monster comes over to play, the little monster runs through a list of all the times in the past when his friend has caused damage or hurt others’ feelings and the little monster hadn’t dared to say anything. The litany of past frustrations gives him the courage to say “No!” this time, prompting an unexpected reaction from his friend. The importance of speaking up is portrayed with just the right mix of humor and seriousness, in a way that both children and adults can enjoy. As a part of a larger series, including a companion book called Big Monsters Don’t Cry, it also shows the different perspectives inside a friendship and how one situation can be perceived very differently. This book can be a starting place for a conversation about why friends might do things that feel hurtful and how important it is to speak up for core values, reinforcing that conflict can even strengthen friendships.”
– Deena Hinshaw. Bookbird: A Journal of International Children’s Literature Volume 51, Number 4, October 2013

MonstruosGrandesNoLloranCover

Big Monsters Don’t Cry 
Text: Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal, Kalle Güettler. Illustrations: Áslaug Jónsdóttir.

Los monstruos grandes no lloran goes to the heart of childhood insecurities in competition with friends. The pressure felt by the character of the big monster, who feels inadequate whenever he plays with his friend the little monster, is the dual burden of being unable to measure up to his friend’s abilities coupled with the conviction that he must not reveal his feelings of inadequacy. When he is brought to the breaking point by the little monster’s laughter at the actions of his father, he finds out that his tears are an opening to discussing his real feelings with his friend. Not only does this prompt a deepening of the friendship, but also an opportunity for the little monster to share some of the things he admires about the big monster, and a chance for the big monster to teach skills he possesses. The bold illustrations convey the emotions behind the story and bring the words to life. As a part of larger series, including a companion book called “No! Said the Little Monster”, it also shows the different perspectives inside a friendship and the way that the same situation can be perceived very differently by the individuals involved. This book is an entertaining way to raise topics of conversation with children related to self-judgment and expressing emotions of vulnerability.”
– Deena Hinshaw. Bookbird: A Journal of International Children’s Literature Volume 51, Number 2, April 2013

MonsterAtTheTopENCover

Monster at the Top
Text: Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal, Kalle Güettler. Illustrations: Áslaug Jónsdóttir.

“When Big Monster climbs to the top of a tall tree, he imagines he is on an adventurous journey to Monster Peak. As his tales get taller and taller, Little Monster feels left behind. What must a little monster do to get to the top? Fans of the award-winning Monster series will be delighted with this latest installment. The series highlights the friendship between two monsters who don’t always get along. Big Monster learns that he is not always right; Little Monster learns that although he is small, he can still hurt Big Monster’s feelings. Both discover a genuine sympathy for the other inspite of their differences and learn how to work together to overcome obstacles. The books, written collaboratively in Faroese, Swedish, and Icelandic, have been published internationally in ten countries. Jónsdóttir’s striking colors and broad strokes create an intense atmosphere, while the expressive faces of the monsters will thoroughly captivate and charm readers of all ages.”
– Tanja Nathanael. Bookbird: A Journal of International Children’s Literature Volume 49, Number 3, July 2011

BkB2013-2 BkB2013-4 BkB2011-3

Bókadómur í norsku vefriti | Book review in Barnebokkritikk.no

SkrimslaerjurRifrildi-web

♦ Bókadómur. Skrímslaerjur fá ljómandi góða umsögn í norska vefritinu Barnebokkritikk.no, en þar hafa að undanförnu verið birtir bókadómar um bækur sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hér má lesa allan dóminn. Í dómi sínum fjallar Olga Holownia ítarlega um myndirnar og bókarhönnunina og segir til dæmis þetta:

„Med sine renskårne karakterer, dristige bruk av svart-hvitt, og dermed desto mer effektiv fargebruk, utgjør Skrímslaerjur en svært forfriskende tilnærming til billedboksjangeren – blottet for søtladen, rosa ynde.“

♦ Book review. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) received excellent review in the Norwegian webzine Barnebokkritikk.noTo read the review, (in Norwegian) click here. Skrímslaerjur is nominated to The Nordic Council’s Children’s and Young People’s Literature Prize 2013.

20 bóka listinn | Books from Iceland

Skrímslaerjur♦ Bókasýningin í Frankfurt 2013 hefst í dag og stendur til 12. október. Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið saman sérstakan lista sem telur 20 bækur frá árinu 2012. Bókalistinn verður kynntur á bókasýningunnni, en þar á blaði má m.a. finna Skrímslaerjur. Á heimasíðu Miðstöðvarinnar er listinn kynntur svo: „Ætlunin er að taka saman slíkan lista á hverju ári sem síðan verður kynntur á bókasýningum erlendis. Systurstofnanir miðstöðvarinnar, m.a. í Noregi, Finnlandi og Hollandi, hafa um árabil útbúið sambærilega lista með góðum árangri.“
Það er líka helst í fréttum að aldrei hafa fleiri íslenskar bækur verið þýddar á erlendar tungur. Um það má lesa hér. Vonandi dregur tuttugu-bóka-listinn athyglina að enn fleiri íslenskum bókum í Frankfurt.

The Frankfurt Book Fair 2013 starts today. The Icelandic Literature Center has made a special list of 20 books that were published in 2012. The list is to be presented at the Frankfurt Book Fair this week. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) is on the list, so hopefully our hairy heroes make some friends in Germany!

Tenglar | Links:
BOOKS FROM ICELAND – Icelandic Literature Center
Um skrímslabækurnar og höfundana | About The Monster series and the authors
Um skrímslabækurnar: myndir og umsagnir | About The Monster series: illustrations and reviews

Evrópski tungumáladagurinn | The European Day of Languages

EuroMonsters2013Web

♦ Tungumál. Til hamingju með daginn! Evrópski tungumáladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá 2001 og er meðal annars ætlað „að fagna fjölbreytileika tungumála í Evrópu og til að hvetja til tungumálanáms“. Opinber tungumál í Evrópu eru aðeins nokkrir tugir en áætlað er að í álfunni séu töluð um 225 „upprunaleg“ tungumál. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu og ekki síst hverfa þessar raddir algjörlega í netheimum.

Skrímslin tvö standa sig sæmilega í því að fanga fjölbreytileika tungumála í Evrópu því þau tala íslensku, sænsku, færeysku, finnsku, dönsku, norskt bókmál, nýnorsku, spænsku og frönsku. Að auki eru þau orðin reiprennandi á kínversku!

♦ Languages. Today is The European Day of Languages. In Europe alone, about 225 indigenous languages could be celebrated. Sadly many of them are heading towards extinction at a fast rate.

Little Monster and  Big Monster are trying their best in “linguistic diversity” as they now speak several European languages: Icelandic, Swedish, Faroese, Finnish, Danish, Norwegian Bokmål, Neo-Norwegian, Spanish and French. In addition they are doing pretty well in Chinese!

EuroLanguageDay

Kynning á verðlaunum | The Nordic Council’s prize for children’s literature

♦ Tilnefning. Skrímslaerjur eru, eins og kunnugt er, tilnefndar til nýju norrænu barnabókaverðlaunanna eða Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin voru m.a. kynnt í Norræna húsinu á Bókmenntahátíð í Reykjavík með þátttöku tveggja tilnefndra höfunda: Nuka K. Godtfredsen og mín. Meðhöfundur okkar í Svíþjóð, Kalle Güettler, stendur svo í ströngu á bókakaupstefnunni í Gautaborg 2013 og kynnir þar sænsku útgáfuna, Monsterbråk, áritar bækur og tekur þátt í umræðum um verðlaunin.

Hér má lesa pistil frá Kalle um kynningu Norðurlandaráðs (eða skort á sama) á nýju verðlaununum í tengslum við bókmessuna í Gautaborg.

Hér má hlusta á umfjöllun Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur um verðlaunin í bókmenntaþættinum Orð um bækur á RÚV. Þar má líka hlusta á brot af rabbinu sem ég flutti um Skrímslaerjur. Umfjöllun um barnabækur hefst á 28. mín.

SkrimslerjurMyndweb♦ Nomination for a brand new prize calls for introductions of various sorts. So is it with the newly established Nordic Council’s prize for children’s and young people’s literature – and our nominated book from the Monster series: Skrímslaerjur. In association with The Reykjavik International Literary Festival 2013 there was an event in the Nordic House two weeks ago, where I took part. And this weekend my co-author Kalle Güettler is busy at Göteborg Book Fair, where he is introducing the Swedish version: Monsterbråk.

If your read Swedish, here is a post at Kalle Güettler’s homepage on the subject: Sista-minuten-seminarium.

If you understand Icelandic, you can listen to the radio program “Orð um bækur” where Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir talks about the nominated books. A recording of a part of my chat about Skrímslaerjur is also there. The part about children’s books and the awards starts at 28. min.

Skrímslaerjur í Norræna húsinu | Book presentation in The Nordic House

Skrímslaerjur♦ Bókakynning. Á vef Norræna hússins segir:
„Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í fyrsta sinn nú í október en tilnefningar til verðlaunanna voru gerðar opinberar í vor. Alls er um fjórtán verk að ræða frá níu norrænum löndum og málsvæðum.
Tilnefndu höfundarnir Áslaug Jónsdóttir frá Íslandi og Nuka K. Godtfredsen frá Grænlandi kynna tilnefnd verk sín og hægt er sjá sýningu Nuka sem stendur til 22. september. Sigurður Ólafsson kynnir verðlaunin við sama tækifæri en hann stýrir skrifstofu verðlaunanna. Kynningin fer fram á íslensku og dönsku.“
Norræna húsið, á morgun 11. september, kl. 14.00.

♦ Book presentation. In association with The Reykjavik International Literary Festival 2013 there will be an introduction of the newly established Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize. Held in the Nordic House, tomorrow 11. September at 2 pm. Participants: Sigurður Ólafsson and nominees: Áslaug Jónsdóttir and Nuka K. Godtfredsen.