Bókadómar á Spáni | New book reviews in Spain

ES_DICE NO   ES_Los_monstruos_grandes_no

♦ BókadómarÁ spænsku barnabókmenntasíðunni Pekeleke má lesa tvo nýlega dóma um útgáfur Sushi books á fyrstu skrímslabókunum tveimur: Monstruo pequeño dice ¡NO! (Nei! sagði litla skrímslið) og Los monstruos grandes no lloran (Stór skrímsli gráta ekki). Eftir því sem ég kemst næst er góður rómur gerður að bókunum. Umfjöllunina má finna með með því að smella á tenglana í bókatitlunum hér fyrir ofan.

“Son dos álbumes ilustrados sensibles, con los que los niños se sentirán fácilmente identificados, y que nos hablan de empatía y de la necesidad de expresar nuestros sentimientos.” – Pekeleke.

♦ Book reviewsThe children’s literature site Pekeleke in Spain reviews the two first books in the Monster series, published by Sushi booksMonstruo pequeño dice ¡NO! (No! Said Little Monster) og Los monstruos grandes no lloran (Big Monsters Don’t Cry). Click on links in the book titles to read the very nice reviews by Pekeleke.

Sushi book published the books in four languages: Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.
English translation of all eight books in the series are available. For further information, contact Forlagid Rights Agency.

Skrímslafréttir | Monster news!

123-Monster-SvCover-2015-lwrFRONTweb♦ Bókaútgáfur og upplifunarsýningAf litla skrímslinu og stóra skrímslinu er allt gott að frétta og þau eru sannarlega í fullu fjöri. Hér eru helstu tíðindi af skrímslunum, heima og heiman.
♦ Books releases and upcoming exhibition: Little Monster and Big Monster are doing just fine. Here are the latest news!

Endurútgáfur í Svíþjóð. Það er alltaf gaman að senda bækur af stað í prentun – og það á hreint ekki síður við um endurútgáfur, enda sérdeilis gleðilegt þegar útgefendur treysta bókunum til að lifa lengur en sína fyrstu útgáfu. Útgefendur okkar skrímslanna í Svíþjóð, Kabusa Böcker, ákváðu að endurútgefa fyrstu bækurnar: Nej! sa lilla monster, Stora monster gråter inte og Monster i mörkret. Þessar bækur komu út hjá Bonnier Carlsen árin 2004, 2006 og 2007 og hafa verið ófáanlegar um langa hríð, en koma nú aftur í bóksölur í lok sumars.
♦ Reprints in Sweden: The Swedish version of the first three books about Little Monster and Big monster were originally published by Bonnier Carlsen in 2004, 2006 and 2007. Five more titles have been published by Kabusa Böcker, who are now republishing the first three books who have been out of print for many years now. Book release for these three books in Sweden will be later this summer.

EftertankenOpslag

Opna úr „Eftertankens Följetong“ eftir Ingmar Lemhagen | Spread from “Eftertankens Följetong” by Ingmar Lemhagen.

Í bók um Biskops Arnö. Tilurð bókanna um skrímslin tvö fær sérstaka umfjöllun í nýútkomnu riti Ingmar Lemhagen um norrænu rithöfundanámskeiðin á Biskops Arnö, sem þar hafa verið haldin allt frá árinu 1960. Bókin nefnist Eftertankens Följetong. Kalle Güettler segir frá þessum tíðindum hér. Við skrímslahöfundar lögðum til myndir og efni tengt samvinnu okkar höfundanna þriggja, sem hefur staðið yfir frá því að við hittumst á námskeiði á Biskops Arnö árið 2001.
♦ All about the beginning! Little Monster and Big monster are thoroughly represented in a new book about the Nordic seminars for writers and illustrators, held at Biskops Arnö in Sweden. The book is in Swedish: Eftertankens Följetong by Ingmar Lemhagen. My co-author of the Monsterseries, Kalle Güettler, tells us more about all this here in his blog – in Swedish.

8-MCovers-lowres

Skrímslin á ensku. Það voru fleiri skrímslabækur en sænskar endurútgáfur í umbroti hjá mér. Nýjar þýðingar á ensku eru nú tilbúnar hjá Forlaginu fyrir áhugsama útgefendur! Snilldarhöfundurinn Salka Guðmundsdóttir sá um þýðinguna.
♦ English translations: This is an important announcement to publishers! The books about Little Monster and Big Monster are now available in a provisional English translation, all set up for enjoyable reading with the illustrations and text as in the original design. Translator is the excellent author and translator Salka Guðmundsdóttir. For more information contact: Forlagid Rights Agency.

Upplifunarsýning í Gerðubergi. Sannast sagna hafa skrímslin átt hug minn allan undanfarið. Í undirbúningi er farandsýning þar sem gengið verður inn í heim bókanna um skrímslin tvö. Áformað er að opna sýninguna í Gerðubergi Menningarhúsi í október, en síðar heldur sýningin til Svíþjóðar og Færeyja. Ég er ábyrg fyrir hönnun sýningarinnar ásamt Högna Sigurþórssyni. Hér fyrir neðan má gægjast inn í módelið sem ég hef notað í hugmyndavinnunni.
♦ Books releases and exhibition: I could say that my mind has been occupied with monsters for quite some time. An interactive exhibition for children, based on the eight books about the two monsters will open in October in Gerðuberg Culture House. It will later to travel abroad: hopefully to the other monster-homelands: Sweden and the Faroe Islands. My co-exhibition designer on this project is the experienced and skilled designer and sculpturer Högni Sigurþórsson. Below is a little sneak-peak in to the model where I have tested various ideas for the exhibition.

Bækurnar um skrímslin á arabísku! | The Monster series soon in Arabic!

Frettatiminn-15mai2015 ♦ BókasamningurÞá hafa þau tíðindi verið kunngjörð að bækurnar um skrímslin tvö komi út á arabísku hjá forlaginu HUDHUD í Dubai, samanber þessa frétt í Fréttatímanum í dag. Það ber að taka fram að bókaflokkurinn er hánorrænn því höfundarnir eru þrír: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler frá Svíþjóð og Rakel Helmsdal í Færeyjum. Útgefandinn hyggst byrja með fimm bækur, en alls hafa verið gefnar út átta bækur á frummálunum þremur. ♦ New book contractThe news are just out today: The Monster series have been sold to a publisher in The United Arab Emirates: HUDHUD publishing in Dubai, as reported in Fréttatíminn newspaper today. We the three Nordic authors of the monsterteam: Áslaug Jónsdóttir in Iceland, Kalle Güettler in Sweden and Rakel Helmsdal in the Faroe Islands, are celebrating the good news, and looking forward to see our monsters in Arabic. The publisher intends to start with five books but there are already eight books in the series.

Uppfært | Updated: Tengill á frétt | Link to article in Fréttatíminn web-edition.

Click on image to enlarge | Smellið á myndina til að stækka.

Á bókamessu í Abu Dhabi | At Abu Dhabi International Book Fair 2015

AbuDhabiIBF©Aslaug1

♦ BókamessaÉg er nýkomin frá Abu Dhabi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem ég tók þátt í alþjóðlegri bókamessu: Abu Dhabi International Book Fair. Bókamessan var haldin dagana 7. -13. maí 2015, en Ísland var heiðursgestur hátíðarinnar í ár. Útgefendur og höfundar frá Íslandi nutu mikillar gestrisni á meðan hátíðinni stóð og áhugasamir viðmælendur og áheyrendur tóku íslenskum bókmenntum vel. Flestir þátttakendur á kaupstefnunni voru frá hinum arabískumælandi heimi og áhugavert að sjá bækur frá þessum menningarheimi.

Fjórtán íslenskir höfundar, fræðimenn og fagfólk héldu erindi og tóku þátt í umræðum og bókaspalli. Á hátíðinni las ég fyrir hóp skólabarna úr enskum þýðingum á m.a. bókunum um litla skrímslið og stóra skrímslið og hélt erindi og spjall um bækur, innblástur og vinnuaðferðir. Í franska básnum skipulagði Alliance Français kynningu og áritanir á frönskum útgáfum skrímslabókanna. Skipuleggjendur messunnar kynntu gesti sína afar vel, bæði í bæklingum og í dagblaði: The ShowDaily, en þar birtist viðtal við mig á þriðja degi kaupstefnunnar.

♦ Book Fair: I am just back from a book fair in a far away country: The Abu Dhabi International Book Fair, held from 7.-13. May 2015 in the capital of The United Arab Emirates. Iceland was the guest of honor at the fair and our delegation of authors and scholars enjoyed great hospitality from our hosts. Truly a marvelous experience.

I did a reading, a talk, book signing and interviews. At the French stand Alliance Français had prepared an introduction and book signing of the French editions of the Monster series. A big merci beaucoup to Alliance Français and Renata Sader and her staff. I would also especially like to mention one of the organizers, the efficient Marianne Catalan Kennedy and her colleagues, with my warmest thanks for a wonderful time.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

AbuDhabiIBF 1 VBen

Reading for schoolchildren at Abu Dhabi International Book Fair 2015. Photo: Valgerður Benediktsdóttir

ADIBF-PrintedMatter

Myndir frá upplestri | Reading at the Culture Festival

Modurmal1

♦ Nei! Það voru stórkostleg og fjölhæf ungmenni sem lásu „Nei! sagði litla skrímslið“ á ýmsum tungumálum fyrir fjölda áheyrenda á Barnamenningarhátíð s.l. laugardag í Borgarbókasafninu, Grófarhúsi. Bókin um litla skrímslið á líka vel við í dag, fyrsta maí, því hún minnir okkur á að við þurfum við stundum að veita mótstöðu, segja NEI, hingað og ekki lengra, til þess einmitt að geta lifað saman í sátt.

♦ No! Last Saturday, at the Reykjavík Children’s Culture Festival 2015, Móðurmál / Mother Tongue, Association on Bilingualism arranged an event in the City Library – Culture House, where “No! Said Little Monster” was read in: Icelandic, English, Czech, Twi, Lithuanian, Latvian, Portuguese, Slovakian, Spanish, Turkish, Italian and Chinese! Talented young people, from age 6 and up read in their mother tongue and they were all amazing. Thank you for the wonderful day!

Þakkir fyrir myndir: Trys spalvos Félag Litháa á Íslandi, and MóðurmálMother Tongue, Samtök um tvítyngi. ♦ Thanks to Trys spalvos / Lithuanian Association in Iceland, and MóðurmálMother Tongue, Association on Bilingualism in Iceland for the photos.

NEI-2015-Languages-web

Nei! sagði litla skrímslið | No! Said Little Monster

NEI-2015-Languages-web

♦ BarnamenningarhátíðVið skrímslin ætlum að taka þátt í Barnamenningarhátíð á laugardag, 25. apríl 2015, kl 15-16 í Borgarbókasafninu, Grófarhúsi. Þar verður upplestur á bókinni Nei, sagði litla skrímslið á mörgum tungumálum. Ég les á íslensku, en börn og unglingar frá móðurmálshópum samtakanna Móðurmál lesa á sínum móðurmálum. Íslenskur texti og myndir úr bókinni eru á skjánum svo viðstaddir geta fylgst með. Fjölmargir móðurmálshópar taka þátt. Litla skrímslið ætlar að hrópa NEI! á íslensku, tékknesku, twi, ítölsku, litháísku, lettnesku, portúgölsku, slóvakísku, tyrknesku – og kannski á fleiri tungumálum! Hér má kynna sér dagskrá Barnamenningarhátíðar.

Hér fyrir ofan má sjá bókina á þeim tungumálum sem til eru á prenti: færeysku, íslensku, sænsku, katalónsku, kastilísku, galisísku, basknesku, litháísku, kínversku, frönsku, spænsku, dönsku, finnsku og norsku (bokmål og nynorsk).

♦ Reykjavík Childrens’s Culture FestivalI will be participating in Reykjavík Children’s Culture Festival 2015, on Saturday, when doing a reading of the book No! Said Little Monster. I will read from the book in Icelandic and children from Móðurmál, mother-tongue teaching program, read in their own language. Icelandic text and pictures are on a screen for guest to watch. So Little Monster will shout out in: Icelandic, Czech, Twi, Italian, Lithuanian, Latvian, Portuguese, Slovakian, Turkish and perhaps more! The event is arranged by Móðurmál / Mother Tongue, Association on Bilingualism and will take place in Borgarbókasafnið, City Library – Culture House Grófin, Tryggvagata 15, on Saturday April 25th at 3 pm – 4 pm. See also Reykjavík Children’s Culture Festival program for more events!

The first book in the Monster series, No! Said Little Monster is available in Faroese, Icelandic, Swedish, Catalan, Castilian, Galician, Basque, Lithuanian, Chinese, French, Spanish, Danish, Finnish and Norwegian (Bokmål and Neo-Norwegian).

Skrímslakisi til Kína | Monster Kitty goes to China

Áslaug Jónsdóttir - Cindy Rún Li

Áslaug Jónsdóttir – Cindy Rún Li

♦ ÞýðingarÍ gær hitti ég þýðanda skrímslabókanna á kínversku, Cindy Rún Xiao Li, á hverfiskaffihúsinu, Kaffi Vest. Fyrstu sjö bækurnar um skrímslin hafa allar komið út í Kína og nú er Skrímslakisi í þýðingu hjá Cindy sem vinnur það verk af vandvirkni og fagmennsku. Það er ævinlega gott að hittast og spjalla um orð og áherslur, jafnvel þó textinn sé ekki langur. Útgefandi skrímslabókanna í Kína er Maitian Culture Communication.

♦ TranslationsThe Monster series have been translated into Chinese and our publishers in China, Maitian Culture Communication, have already bought the rights to our latest book in series, Monster Kitty. Yesterday I met the skillful and thorough translator, Cindy Rún Xiao Li 李姝霖, at the local café: Kaffi Vest, to discuss the book and the translation. We had a very good meeting and I look forward to see the book in print in Chinese!

Er ekki kominn tími til að læra smá kínversku? How about learning to write a few words in Chinese?

Stóra skrímslið / Big Monster:

大怪物 

Litla skrímslið / Little Monster:

小怪物

Í skóla á sunnudegi | In school on a Sunday

Með krökkunum í Trys spalvos. Ljósm.|Photo: Litháíski móðurmálsskólinn

Með krökkunum í Trys spalvos. Ljósm.|Photo: Litháíski móðurmálsskólinn

NE!-Lit♦ Föstudagsmyndin: Þegar ég hafði samband við Litháíska móðurmálsskólann og vildi senda skólanum nokkur eintök af bókunum um skrímslin á litháísku, var mér boðið í heimsókn af skólastjóranum Jurgitu Millerienė. Skólinn „Trys spalvos“ (Þrír litir), sem hefur nú aðsetur í Landakotsskóla, hefur verið starfræktur í rúmlega 10 ár og telur um fimmtíu nemendur. Á hverjum sunnudegi koma litháísk börn í skólann til að læra móðurmálið, sum langt að. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu á vegum Félags Litháa á Íslandi.
Það voru fjörugir krakkar sem hlustuðu á upplestur á íslensku og litháísku og þau létu hendur standa fram úr ermum þegar þeim bauðst að teikna kostuleg skrímsli af öllu tagi. Kærar þakkir fyrir móttökurnar Þrír litir!

Tvær bækur um skrímslin hafa komið út á litháísku: Mažasis Pabaisiukas sako NE! (Nei! sagði litla skrímslið) og Dideli pabaisiukai neverkia (Stór skrímsli gráta ekki). Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á Fb-síðu Burokėlis, heimasíðu og á bókmenntasíðunni Naujosknygos.

Dideli-pab-Lit♦ Photo Friday: I wanted to send the Lithuanian school in Iceland copies of the two books in the Monster series that have been translated to Lithuanian, but instead I was promptly invited by headmaster Jurgita Millerienė to visit the school “Trys spalvos” (Three Colours), based in Landskotsskóli. There a large number of Lithuanian children meet up every Sunday to learn and practice their mother tongue. Trys spalvos had 10 years anniversary last year and is run by the Lithuanian Association in Iceland, and based on the voluntary work of the generous teachers.
It was a lively group of pupils that listened to readings in Icelandic and Lithuanian last Sunday. And there was no hesitation when they got to draw their own black monsters! Thank you for your warm welcome Trys spalvos!

The titles available in Lithuanian are: Mažasis Pabaisiukas sako NE! (No! said Little Monster) and Dideli pabaisiukai neverkia (Big Monsters Don’t Cry). For more information see Burokėlis Facebook pagehomepage and at the Lithuanian book site Naujosknygos.

TrysSpalvos-©Aslaug14

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.01.2015

Skrímslakisi: Bókadómar í Svíþjóð | Book reviews in Sweden

monsterkatten3dhu♦ Bókadómar. Skrímslakisi, sem í sænskri útgáfu heitir Monsterkatten og gefinn er út hjá Kabusa Böcker, fékk nokkrar ljómandi fínar umsagnir á árinu sem leið. Helene Ehriander, lektor í bókmenntum við Linnéháskólann í Svíþjóð, skrifaði ritdóm um Skrímslakisa í BTJ-häftet, tímarit þjónustumiðstöðvar bókasafna í Svíþjóð. Þar segir meðal annars um Monsterkatten: „… sem er, eins og fyrri bækurnar, spennandi afrakstur samstilltra hugmynda, ósvikins húmors og sköpunargáfu í ríkum mæli. … Það sem gerir skrímslabækurnar svo áhugaverðar er að þær segja frá andstyggilegum og erfiðum tilfinningum með hlýju og húmor. Ekkert er einfaldað og enginn vísifingur er á lofti. … Umbrotið er fjölskrúðugt og verður hluti af myndlýsingunum þar sem letrið miðlar einnig á grafískan hátt því sem liggur að baki orðunum. Myndirnar eru listrænar og aðgengilegar og tjá ríkar tilfinningar. Sögurnar um þessa tvo skrímslavini eru í uppáhaldi hjá mörgum börnum og það er ánægjulegt að sjá að Skrímslakisi er af jafn miklum gæðum og fyrri bækurnar.“

BTJ-dómurinn í heild sinni:
„Detta är den åttonde svensk-isländsk-färöiska bilderboken om Lilla monster och Stora monster, som liksom de tidigare är ett spännande resultat av gemensamma idéer, genuin humor och ett stort mått kreativitet. Konflikten är lätt igenkännbar. Lilla Monster har fått en kattunge och Stora Monster känner sig svartstjuk för att den får så mycket tid och kärlek samtidigt som han är avundsjuk för att han inte har nagon egen kattunge. Stora monster gömmer kattungen och spelar ovetande när Lilla monster letar efter den, men på sista sidan har problemet lösts på att fint sätt. Det som er så interessant med monster-böckerna är att de skildrar fula och elake känslor med värme och humor. Inget förenklas och inga pekpinnar viftar. Läsaren kan prove de olika rollerna och känna de olika känslorna utan att de finns något fördömande i bakgrunden. Texten flyter med rytm och känsla. Layouten är varierad och blir till en del av illustrationerna då texten också grafiskt förmedlar känslorna bakom det som sägs. Bilderna är konstnärliga och lättilgängliga med många starka känslouttryck. Berättelserna om dessa två monsterkompisar har blivit många barns favoritläsning och det er glädjande att Monsterkatten är av lika hög kvalitet som de tidigare.“
– Helene Ehriander, BTJ-häftet, október 2014

Eva Emmelin skrifar um þrjár barnabækur í Skånska Dagbladet, þar á meðal um Monsterkatten og bendir á sögurnar tvær í bókinni: „Í myndrænu frásögninni er hægt að fylgjast með samviskubitinu sem greinilega hleðst smám saman upp hjá stóra skrímlinu. Börnin fá tvær sögur í bókinni, eina spennandi (hvar er skrímslakisi?), og aðra sem læðist óþægilega að lesandanum (kemst einhver að því hvað stóra skrímslið hefur gert?).“

„Den som inte är uppmärksam kanske missar håven som dyker upp i bild och tror att Stora monster är genuint orolig när Monsterkatten inte dyker upp en kväll. Att bildvägen följa det dåliga samvete som så tydligt kryper över Stora monsters är en upplevelse. För barnen får boken två historier, den första nervkittlande (var kan monsterkatten vara?), den andra krypande obehaglig (när ska någon komma på vad Stora monster gjort?).“  – Eva Emmelin, Skånskan 18. október 2014

Í bókabloggum má líka finna ummæli um Skrímslakisa. Marika er umsvifamikill bloggari og skrifar færslu í Marikas bokdagbok um Monsterkatten. Hún gefur þessa einkunn: „Fin berättelse om starka känslor.“ Í bloggfærslu í janúar 2015 taldi Marika svo upp bestu barnabækur ársins 2014 að hennar mati: „Den allra bästa barnboken var nog “Monsterkatten” av Kalle Güettler, Rakel Helmsdal och Áslaug Jónsdóttir.“

Í Hemmets Vedotidning voru taldar upp sjö bækur sem ver kynnu bestu kostirnir í jólapakkana. Þar var mælt með Skrímslakisa: „Dásamleg bókaröð … skemmtilegar myndir og mátulega hræðileg skrímsli.“

„Monster till minstingen. Monsterkatten är det senaste tillskottet i den populära och prisbelönta Monsterserien. En underbar serie för 3-6-åringar om Stora monster och lilla monster som hamnar i olika situationer som barnen känner igen. Roliga bilder och lagom läskiga monster.“  – Hemmets Vekotidning, 19. desember 2014.

♦ Book reviews. Book reviews on Skrímslakisi – Monsterkatten (The Monster Cat) were few but splendid in Sweden in 2014. An important review was in the Swedish Library Magazine: BTJ-häftet, by Helene Ehriander, where it read: “What is so fascinating about the monster-books is that they portray ugly and difficult feelings with warmth and humor. Nothing is simplified and there are no fingers pointed. The reader may try out different roles and emotions, without any condemnation hovering overhead. The text flows with rhythm and flair. The layout is varied and becomes part of the illustrations where type and text also graphically express the emotions behind what is being said. The pictures are artistic and accessible with many strong emotional expressions. The stories of the two monsters friends have become many children’s favorite reading, and it is gratifying to learn that The Monster Cat is of the same quality as the previous books.”

The Monster Cat was highly recommended in Hemmets Vedotidning and in Marikas bokdagbok here and here; as well as review by Eva Emmelin in Skånska Dagbladet; where she points out the two stories in the book, one in the text and then the second in the illustrations: “To experience through the illustrations the bad conscience that so clearly creeps over the Big Monster is an adventure. For children, the book has two stories, the first a thrilling one (where can the monster cat be?), and then the other unpleasantly creeping in (will someone find out what Big Monster has done?).”

Góðar umsagnir á Spáni | Good reviews in Spain

monstro-Sushi-Books

Skrímslabækurnar í góðum félagsskap í Galisíu. | Monsters in good company in Galicia.

♦ BókadómarKatalónska vefritið Direct!Cat valdi og birti í desember s.l. lista yfir 10 bestu bækur ársins 2014 sem gefnar voru út á katalónsku og ritrýndar höfðu verið hjá blaðinu. Þar voru taldar upp ýmsar bækur, svo sem Mother Night eftir Kurt Vonnegut, Der große Fall eftir Peter Handke og Stór skrímsli gráta ekki eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Hér má lesa dóma í blaðinu um Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki.

♦ Book reviewDirect!Cat, an online Catalonian newspaper, presented in last December a list of 10 books that had been reviewed in 2014 and could be highly recommended. Among them is Big Monsters Don’t Cry / Els monstres grans no ploren. See list here. Below are the reviews in Direct!Cat of our two books published in Catalan.

CAT_DIU NOLa sèrie del Monstre Petit i Gran, escrits i dibuixats a sis mans per aquest trio d’escriptors i il·lustradors nòrdics, es publica ara en català de la mà de l’editorial gallega Sushi Books, després de la gran popularitat que han aconseguit aquests llibres al món infantil dels països nòrdics (amb edicions a les Illes Feroe, Noruega, Islàndia, Suècia i Finlàndia) i també a França i Espanya.
Les difícils relaciones personals entre el Monstre Gran i el Petit es manifesten a cada aventura. En aquest llibre, el Monstre Petit se sent avassallat per l’actitud manaire del Monstre Gran, que tot ho controla i tot ho vol fer a la seva manera. Fins que el Monstre Petit es decideix a plantar-li cara i manifestar-li que, tot i que és un bon amic, ha de canviar per a mantenir la seva amistat.
Aquest és un llibre divertit, que parla de l’amistat, de com relacionar-se, de la bona educació i de la petita paraula No!, que de vegades s’ha de saber utilitzar amb fermesa. Els dibuixos són alhora tendres i divertits, que ens apropen uns monstres simpàtics, i amb un format de llibre allargat que permet gaudir plenament de les il·lustracions.” – Direct!Cat, 30. apríl 2014  Tengill | Link: El monstre petit diu No! 

CAT_Els_monstres_grans“Segueixen les aventures del Monstre Gran i el Monstre Petit. Aquest cop són eventures marítimes. La taranquil·la jornada de pesca a la riba del llac del Monstre Gran es veu conculcada per la presència sempre destralera del Monstre Petit. To el que fa el Petit li surt bé, mentre que al Gran tot li surt malament i té un fort sentiment de culpa: el Petit pinta bé, no fa faltes d’ortigrafia, sap mirar la programació de la tele… Però sí que hi ha una cosa que sap fer molt bé. Sap nedar!!! I ensenya el Petit a capbussar-se a l’aigua.
Aquestes aventures de la parella de monstres de creació nòrdica són d’aquelles que agraden a grans i petits. Tenen un repunt de senzillesa i tendresa que les fan aptes per a tots els públics. El seu format allargat contribueix a gaudir dels dibuixos.” – Direct!Cat, 25. júlí 2014  Tengill | Link: Els monstres grans no ploren.

GoiIrakuragaienMunstro2015♦ BókadómarStór skrímsli gráta ekki  marsera með á árlegum úrvalslista bókasafna í Navarra á Spáni „DESFILE DE ALTA LECTURA“ 2015. Þar fær bókin ljómandi umsögn á spænsku (kastilísku) og basknesku sem ef til vill mætti þýða svo: „Vinalegu skrímslin, sem eru sköpun þessara norrænu höfunda, leyfa sér að fjalla um tilfinningar og líðan án nokkurs ótta. Áhrifaríkar myndlýsingar í framúrskarandi bók.“  Ritið má finna hér.

♦ Book reviewEach year, a team of librarians from the public libraries of Navarra in Spain present a selection of outstanding titles with recommendations of books in different genres for readers of all ages. Parading along with other books in the catalog „DESFILE DE ALTA LECTURA“ 2015 is Big Monsters Don’t Cry, – in Basque: Munstro handiek ez dute negarrik egiten. The catalog is available here. The review says: “The friendly monsters, created by these Nordic authors, deal with emotions and feelings without any fear. Expressive illustrations in a great book.”

Faro da Cultura

♦ BókadómarÍ einu elsta dagblaði Spánar, Faro de Vigo, birtust ritdómar eftir Maríu Navarro um galisísku útgáfurnar á Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki: sem á galisísku heita Monstro Pequeno di non! og Os monstros grandes non choran – Greinarnar má lesa í úrklippunum hér fyrir ofan og neðan. Um bækurnar segir m.a. eitthvað á þessa lund: „Myndskreytingar Áslaugar Jónsdóttur endurspegla fullkomlega hugarástand sögupersónanna og hæfilegur skammtur af húmor fær lesendann til að skynja í sögunni ósviknar heimspekilegar vangaveltur um lífið.“

♦ Book reviewBoth No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry  were reviewed in one of the oldest newspapers in Spain, the Galician Faro de Vigo. In the article on Os monstros grandes non choran, titled: “The self-esteem – Simple and soulful story”, it says: “The illustrations by Áslaug Jónsdóttir reflect perfectly the mood of the characters, with a touch of hilarity that makes us perceive the story as a genuine philosophical reflection of life.” – María Navarro

Aperender a dicir non – Familiares monstros. “Dende o punto de vista plástico, as ilustracións que realiza Áslaug Jónsdóttir fan dos monstros, Pequeno e Grande, as imaxes fundamentais da historia e converte o resto dos debuxos en elementos pouco relevantes o que confire máis forza, se cabe, aos protagonistas.” – María Navarro, Faro da Cultura 2014

Pola autoestima. Sinxelo e substancioso relato. “Pola súa banda, as ilustracións que realiza Áslaug Jónsdóttir refliten perfectamente o estado de ánimo dos personaxes e cunha pinga de hilaridade fai que percibamos a historia coma unha auténtica reflexión filosófica de vida.” – María Navarro, Faro de Vigo 2014

Faro de Vigo

Fleiri tenglar: Hér fyrir neðan eru tenglar á fleiri pósta um útgáfur Sushi Books á bókunum um skrímslin.
♦ More links: Previous posts on the Monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages, published by Sushi Books:
Bókaumfjöllun á Spáni | Reviews in Spain
Skrímslin á útopnu | Book release in Spain

 

Skrímslaerjur: Norskur bókadómur | Book review in Norway

8_Pirion_2014-Forsida♦ BókadómurSkrímslaerjur eða Monsterbråk kom út á norsku síðastliðið haust hjá forlaginu Skald. Bókin var ritrýnd í tímaritinu Pirion eins og má lesa hér. Þar segir meðal annars:

„Höfundunum hefur tekist að skapa sérstakan heim þar sem góðhjörtuð skrímsli eiga í erjum og erfiðleikum. Og bestu vinir eru þau ævinlega, sama á hverju gengur og sama hvað þau segja við hvert annað. Bækurnar geta kennt okkur margt um vináttuna og hvernig leysa má deilur á farsælan hátt, án þess að beita yfirgangi eða ofbeldi.
Myndlýsingar Áslaugar er hæfilega myrkar og spennandi, en allsstaðar má þó finna litrík atriði … Teikningarnar leggja líka mikið til söguþráðarins: þegar erjurnar eru yfirstaðnar og skrímslin orðin vinir aftur, þá skín sólin og litríkur regnboginn brýst fram á myndinni.“ – Judith Sørhus Litlehamar / Pirion 8/2014

Meira á norsku um Monsterbråk: hjá Skald ; á Bokstaver.no. ; á Barnebokkritikk.no (2013); á NRK (2013) ; og hér má lesa brot úr norsku útgáfunni.

8-Pirion-2014-Monsterbråk♦ Book reviewSkrímslaerjur (Monster Squabbles) were published in Norway last fall by Skald. It was reviewed in the magazine Pirion, by Judith Sørhus Litlehamar:

“The authors have created a unique world where kindhearted monsters have their squabbles and troubles. And they are best friends, no matter how they quarrel and what ever they may throw at each other. The books can teach us a lot about friendship and how to solve conflicts without feud or force.
Jónsdóttir’s illustrations are suitably dark and dangerous, yet colorful elements pop up everywhere … The images also contribute a great deal to the story: when the brawl is over and the two monsters are friends again, the sun shines and a colorful rainbow burst out in the illustration. 
– Judith Sørhus Litlehamar / Pirion 8/2014

Read more on the web, in Norwegian, about Monster SquabblesMonsterbråk: at Skald Publishing; at Bokstaver.no ; at Barnebokkritikk.no (2013); at NRK (2013) ; or read few pages from the book.

 

 

 

Sænsku skrímslin á Readly | The Monster series on Readly

Readly MonsterBocker

♦ RafbækurFjóra titla úr bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið má nú lesa á sænsku á rafbókavefnum Readly. Readly er stafrænt bókasafn þar sem lesa má bækur að vild fyrir mánaðarlegar greiðslur, eða um hundrað krónur sænskar á mánuði. Útgefandi skrímslabókanna í Svíþjóð er Kabusa Böcker.

♦ E-booksFour Swedish titles from The Monster series, published by Kabusa Böcker, are now available on Readly. Readly is a digital subscription service for tablets, providing unlimited access to books at a low monthly fee: 99,- Swedish kroner.

Bókadómur og bóksalaverðlaun | Book review and Booksellers’ Prize

Skrímslakisi-Mbl-18des2014

♦ Bókadómur og bestu bækurnarÍ gær var tilkynnt um val bóksala landsins á bestu bókum ársins. Skrímslakisi er í góðum félagsskap og deilir 3.-4. sæti í flokki íslenskra barnabóka með Síðasta galdrameistaranum eftir Ármann Jakobsson. Í fyrsta sæti er Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson og í öðru sæti Fuglaþrugl og naflakrafl eftir Þórarinn Eldjárn og Sigrúnu Eldjárn.

Morgunblaðið birti í dag bókadóm Silju Bjarkar Huldudóttur um Skrímslakisa: „Líkt og í fyrri skrímslabókum er sagan dregin upp með sterkum myndum og stuttum texta. … Það er ekki hægt annað en að þykja vænt um skrímslin og gleðjast yfir enn einni gæðabókinni úr frjóu samstarfi Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakelar Helmsdal.“ Silja Björk gefur bókinni fjórar og hálf stjörnu.

♦ Book review and book prizeA list of books receiving the Icelandic Booksellers’ Prize was announced last night. Skrímslakisi (The Monster Cat) shared the 3rd-4th place with Síðasti galdrameistarinn by Ármann Jakobsson, in the catagory of children’s books and as „the best books of the year“. The prize was first awarded in 2000. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) was on the list of the best children’s books in 2012, in third place. Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster) was the best children’s book in 2004 and Gott kvöld (Good Evening) in 2005.

The Monster Cat also received an excellent review in Morgunblaðið newspaper today: four and a half star for “yet another high quality book sprung out of the creative collaboration of Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal.“

BoksalaverdlAuglForlagidweb

Þrír bókadómar | Three book reviews

DV 7-10nov2014♦ Bókadómar: Skrímslakisi hefur fengið ljómandi viðtökur hjá gagnrýnendum undanfarið. María Bjarkadóttir skrifar um þrjár myndabækur á vefsíðunni Bókmenntir.is og segir m.a. þetta um Skrímslakisa: „Myndirnar eru líkt og í fyrri skrímslabókunum skemmtilegar og litríkar og má lesa töluvert meira úr þeim en kemur fram í textanum, bæði um persónuleika skrímslanna tveggja og um samskiptin þeirra á milli. Svipbrigði skrímslanna eru einstaklega lýsandi og auðvelt að fá samúð með þeim báðum í sögunni.“ Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér.

Auður Haralds fjallaði um Skrímslakisa í þættinum Virkir morgnar á RÚV. „Skrímslakisinn er eins og barnabækur eiga að vera,“ sagði Auður. „Boðskapurinn svona laumast inn með kætinni og ánægjunni. Hún fær alveg fjörutíu og ellefu stjörnur.“  Upptöku af þættinum (01.12.2014) má finna hér á vef RÚV. (Aðgengilegt til 27.02.2015).

Í bókablaði DV (7-11. nóvember) birtist umsögn eftir Kríu Kolbeinsdóttur, 6 ára, sem kemst að einfaldri niðurstöðu þrátt fyrir að sagan sé á köflum sorgleg: „Þetta er því skemmtileg bók.“ Dóminn má lesa hér til hliðar.

Skrímslakisi fékk ennfremur glimrandi dóm í Fréttablaðinu, eins og lesa mátti hér.

M8-Skrímslakisi-Isl-CoverWeb♦ Book reviews: Skrímslakisi (The Monster Cat) is getting excellent reviews. Here are short quotes from three reviews:
„The Monster Cat is like children’s books ought to be. … It gets forty-and-eleven stars!  – Auður Haralds – Virkir morgnar, RUV – The Icelandic National Broadcasting Service.
„Just as in the previous monster-books, the illustrations are amusing and colorful, and you can read considerably much more out of them than what says in the text, both about the two personalities and the relations between the two. Their facial expressions are particularly demonstrative and it is easy to feel empathy for both of them in the story.“ – María Bjarkadóttir, Bókmenntir.is
„This is funny book.“ – Kría Kolbeinsdóttir, 6 yrs, DV Newspaper.

Read also about five-star review in Fréttablaðið here.

Norræna bókasafnsvikan | Busy co-authors

Kura gryning 3 2014

Ljósmynd | Photo: © Hallsta bibliotek

♦ SkrímslabækurnarÍ Norrænu bókasafnsvikunni, 10.-16. nóvember, voru meðhöfundar mínir að skrímslabókunum, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal í önnum að lesa upp úr skrímslabókunum. Á myndinni fyrir ofan er Kalle í bókasafninu í Hallsta en myndina fyrir neðan tók Rakel í Frískúlanum í Havn. Fleira má sjá og lesa á heimasíðum þeirra hér: Rakel Helmsdal og Kalle Güettler.

♦ The Monster seriesMy co-authors of The Monster series, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler were busy giving readings  in the Nordic Library Week 2014, November 10.-16. Above is Kalle Güettler reading in Hallsta Library in Sweden and below are students in the Faroe Islands who came to listen to Rakel Helmsdal. For more see links to their websites.

Ljósmynd | Photo: © Rakel Helmsdal

Rakel Helmsdal 2014-11-10-1113421

Skrímsli og tröll | Monsters and trolls

Takid þatt Bibliotek♦ Upplestrarhátíð! Mánudagurinn 10. nóvember markar upphaf Norrænu bóksafnsvikunnar 2014 en þá er norrænni sagnahefð fagnað á fjölmörgum bókasöfnum á Norðurlöndum og í Baltnesku löndunum. Þema ársins er „Tröll á Norðurlöndum“ og að vanda voru valdar þrjár bækur til lestrar á sameiginlegri upplestrarhátíð. Bækurnar þrjár eru:
Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal,
Eyjan hans múmínpabba
eftir Tove Jansson, og
Stallo eftir Stefan Spjut.

Yfir 2000 bókasöfn og skólar taka þátt í upplestrarhátíðinni þar sem lesið er úr þessum bókum fyrir fjölda áheyrenda, á að minnsta kosti 11 tungumálum. Á síðunni Bibliotek.org er að finna upplýsingar á íslensku um bókasafnsvikuna og margvíslegt ítarefni. Hér er síða um Skrímslaerjur. Þá er gefinn út bæklingur með efni og hugmyndum sem tengjast þessum bókum og tema vikunnar. Brian Pilkington á heiðurinn að veggspjaldi og ýmsu myndefni síðunnar.

Skrímslaerjur♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row was selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014, a celebration of Nordic storytelling and literature. This years theme is trolls and monsters. The selected books are:

  • Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Moominpappa at Sea by Tove Jansson
  • Troll by Stefan Spjut

This celebration of Nordic books, libraries and reading starts today, Monday 10. November 2014, when illustrations and texts from these books will be available to the libraries taking part, for then to be read in at least 11 languages. More than 2000 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland take part. The website Bibliotek.org has a lot of information about the books and The Library Week in all the Nordic and Scandinavian languages.

Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE

 

Fimm stjörnu Skrímslakisi | Five star review!

Frettabladid-8okt2014-46

♦ BókadómurSkrímslakisi fékk þennan fína dóm í Fréttablaðinu í morgun. „Afar vönduð og lifandi barnabók á mörgum plönum sem býður upp á að vera lesin margsinnis og alltaf hægt að finna eitthvað nýtt að tala um.“ segir Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Tengill á dóminn á visir.is.

♦ Book reviewThe new book in the monster series: Skrímslakisi (The Monster Cat) received a very nice review in Fréttablaðið newspaper this morning:
“The text is humorous, the characters are colorful and the images are very dynamic … A high quality and vivacious children’s book, in multiple layers, that can be read many times over and where there will always be something new to discuss.” – Halla Þórlaug Óskarsdóttir.

Skrímslin eiga afmæli! | Celebrating 10 years anniversary!

Skrimslin10araVeislaweb

♦ Útgáfuafmæli! Skrímslin halda upp á afmælið sitt um þessar mundir því að í haust eru tíu ár liðin frá því að fyrsta bókin um skrímslin kom út: Nei! sagði litla skrímslið, árið 2004. Síðan þá höfum við norræna tríóið: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal skapað fleiri ævintýri um skrímslin, alls átta bækur. Skrímslin tvö eiga vini um víða veröld því bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Skrímslin hafa líka stigið á svið, bæði stór og smá. Hér má lesa meira um það allt og samstarf okkar skrímslanna, sem reyndar nær allt til ársins 2001! Húrra, hvað það hefur verið gaman!

Afmælið gefur sannarlega tilefni til þess að þakka góðu samstarfsfólki frjótt og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Þar má nefna: Sigþrúði, Úu og Völu og alla hina á Forlaginu; fyrstu útgefendur okkar í Svíþjóð hjá Bonnier Carlsen; núverandi útgefendur okkar í Svíþjóð: Kerstin Aronsson og fólkið hennar á Kabusa; Niels Jákup og Marna hjá BFL; og ég má raunar til með að minnast á skrímslin í leikhúsinuÞórhall Kúlu-leikhússtjóra, Friðrik og Baldur Trausta og allt listafólkið hjá Þjóðleikhúsinu. En umfram allt þakka ég meðhöfundum mínum þeim Kalle og Rakel og síðast en ekki síst: litla og stóra skrímslinu, sem eiga í okkur hvert bein – eins og við í þeim.

Í tilefni af afmælinu endurútgefur Forlagið þriðju bókina, Skrímsli í myrkrinu, en fyrstu tvær bækurnar: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki voru endurútgefnar árið 2011. Nýja bókin Skrímslakisi er einnig nýkomin út.

M3-Skrimsliimyrkrinu-CoverWeb♦ Book Birthday! Little Monster and Big Monster celebrate 10 years anniversary this fall. In 2004 the first book, No! Said Little Monster, was published in Icelandic by Forlagið, in Swedish by Bonnier Carlsen and in Faroese by Bókadeildin. We, the author-team of three: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal, have since then created many more stories about the two monsters, we have even done monster-plays and puppet-theater! In all eight books about Little Monster and Big Monster, that are now being translated and published in still more languages. You can read more about our books and our collaboration here and see samples from the other books here.

I am grateful for the wonderful and inspiring time I have had working on the monsterbooks – and all the good people helping us along the way. Thank you Sigþrúður, Úa and Vala and all the others at Forlagið; thank you Bonnier Carlsen, our first Swedish publisher; thank you Kerstin Aronsson and all the staff at Kabusa; thank you Niels Jákup and Marna at BFL! Foremost I have enjoyed the collaboration with friends and authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal and last but not least: I am happy to have met Little Monster and Big Monster. These two are still teaching me a lot about myself!

To celebrate the anniversary our publisher in Iceland, Forlagið, is reprinting the title Monsters in the Dark. (Skrímsli í myrkrinu). And the new book The Monster Cat (Skrímslakisi) has also just been released. It’s a monster-feast!

Skrímslakisi er sloppinn út! | The Monster Cat is out!

M8-Skrímslakisi-Isl-CoverWeb

♦ BókaútgáfaSkrímslakisi er kominn út! Hann leikur lausum hala í öllum betri bókaverslunum.

Kynningartexti Folagsins:
„Litla skrímslið hefur eignast kettling. Hann kisi er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann. Dag einn hverfur skrímslakisi og finnst hvergi. Litla skrímslið er miður sín. En af hverju er stóra skrímslið svona þögult?

Skrímslakisi er áttunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar. Sjöunda bókin, Skrímslaerjur, var tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir.“

♦ Book releaseSkrímslaerjurThe Monster Cat – is out now! It was already released in Sweden a week ago. The Swedish title Monsterkatten is published by Kabusa Böcker and the Faroese version will soon be available.

This is the eighth book about Little Monster and Big Monster. Read more about the authors and our collaboration here and see samples from the other seven books here.

 Forlagið – vefverslun – online shop.

 

 

Hefur þú séð skrímslakisa? | Have you seen The Monster Cat?

SkrimslakisiPoster

♦ Bókafréttir: Litla skrímslið auglýsir eftir kettlingnum sínum. Það er ekki langt síðan það eignaðist kisa og nú keppast þau við að leita, litla skrímslið og stóra skrímslið. Þeir sem hafa séð Skrímslakisa mega auðvitað gjarnan láta vita hér.

♦ Book releaseLittle Monster’s kitten has gone missing. (I’m just passing the message …) Little Monster and Big Monster are searching everywhere and making lost-pet posters. If you have seen Skrímslakisi (The Monster Cat) you can send us a line here.

MonsterKittyPoster      M8-Skrimslakisi-PosterPic

Ný bók um skrímslin! | The Monster Cat in Sweden

monsterkatten3dhu♦ BókaútgáfaNýjasta bókin um skrímslin tvö kom út hjá Kabusa Böcker í Svíþjóð í gær. Skrímslakisi er rétt ókominn út á Íslandi, en til hans hefur sést í frægu kattabóli á Bræðraborgarstígnum. Meðhöfundur minn í Svíþjóð, Kalle Güettler, verður á bókamessunni í Gautaborg 25.-28. september og áritar Monsterkatten í básnum hjá Kabusa, sjá tíma og staðsetningu hér.
Skrímslakiskan er titillinn á útgáfunni sem kemur út í Færeyjum, heimalandi meðhöfundarins Rakel Helmsdal.

♦ Book releaseA new book in the Monster series, Monsterkatten (The Monster Cat) is out in Sweden! The title is soon to be released in Iceland: Skrímslakisi, and the Faore Islands: Skrímslakiskan. My co-author in Sweden, Kalle Güettler, will be at Göteborg Book Fair next week, signing books at Kabusa Böcker‘s stand, see Kalle Güettler’s blogpost here.

Lestu meira um skrímslabækurnar á síðunum HÉR og HÉR. | Read more about the Monster series and the collaboration of three authors on the pages HERE and HERE.

 

Skrímslaerjur á norsku | Monster Squabbles in Norwegian

NorskMonsterbrakweb♦ Þýðingar: Norska bókaforlagið Skald heldur áfram útgáfu á bókaflokknum um skrímslin, en von er á norskum Skrímslaerjum (Monsterbråk) úr prentsmiðju þá og þegar. Áður hafa verið gefnar út á norsku bækurnar: Nej! sa Veslemonster, Store monster græt ikkje, Monster i mørket og Monsterpest. Hér má lesa kynningu á Monsterbråk á vef forlagsins. Í vetur verður bókin svo lesin samtímis um Norðurlöndin öll á Norrænu bóksafnsvikunni sem hefst 10. nóvember.

♦ Translations: The Norwegian version of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) is just about to hit the stores. Our publisher in Norway, Skald, has already an online introduction of the book. See the publisher’s website for Monsterbråk or read few pages from the book in the window below. Monster Squabbles was also selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014, starting on 10. November with participation of libraries from all over the Nordic countries and Balticum.

Skrímsli í Litháen | Monsters in Lithuania

NE!-Lit  Dideli-pab-Lit

♦ BókaútgáfaLitla skrímslið og stóra skrímslið hafa nú lært enn eitt tungumálið og tjá sig fullum fetum á litháísku. Það er forlagið Burokėlis (Rauðrófan) sem gefur út fyrstu tvær bækurnar í bókaflokknum í Litháen. Þessa helgi er mikið um dýrðir í Vilníus og Burokėlis kynnir nýju bækurnar sínar á menningarhátíðinni Sostinės dienos. Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á Fb-síðu Burokėlis, heimasíðu og á bókmenntasíðunni Naujosknygos.

Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út á móðurmálum höfundanna: íslensku, færeysku og sænsku, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku – og nú litháísku.

♦ Book release: Little Monster and Big Monster are now speaking in Lithuanian! Our publisher in Lithuania, Burokėlis, is releasing the first two books in the series this weekend and participating in The Buzzing Avenue at Vilnius City Fiesta. For more information see Burokėlis Facebook pagehomepage and at the Lithuanian book site Naujosknygos.

All the books in the series about the two monsters are published in the authors respective languages: Icelandic, Swedish and Faroese, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese – and now Lithuanian.

burokelis

Lukkulegur útgefandi í Vilníus, Jurga Liaubaite. | Happy publisher in Lithuania: Director Jurga Liaubaite at Vilnius City Festival. Ljósmynd | Photo: @ Burokėlis: https://www.facebook.com/editions.burokelis

Bókaumfjöllun á Spáni | Reviews in Spain

SushibooksMonstruo

♦ BókaumfjöllunFyrstu tvær skrímslabækurnar komu út á fjórum tungumálum hjá Sushi Books á Spáni á dögunum. Bækurnar hljóta prýðilegar viðtökur ef marka má dóma á vefsíðum og aðra umfjöllun. Sjá tengla hér fyrir neðan. (UPPFÆRT 22. maí)

♦ Book reviews: Only few weeks ago, Sushi Books in Spain launched the first two books in the monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Click the links to read reviews and more:  (UPDATED – May 22.)

Kastilíska | Castilian:
 La buena letra: Los monstruos grandes no lloran, de Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal y Kalle Güettler. 
♦ Ladrándolle á Lúa: LIBROS DENDE O FRÍO
♦ La estantería de Núria: Monstruo Pequeño dice ¡NO! y Los monstruos grandes no lloran, de Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal y Kalle Güettler
♦ Boolino: Los monstruos grandes no lloran
♦ Boolino: Monstruo Pequeño dice ¡NO!

Katalónska | Catalan:
 Directe!: [Ressenya] EL MONSTRE PETIT DIU NO!

Galisíska | Galisian:
♦ Brabádegos: Xa sabemos dicir NON!
♦ Caderno da crítica: Monstros (grandes e pequenos), en Sushi Books
♦ 
Bouvard e Pécuchet: Queridos monstros! Por Manuel Rodríguez Alonso

Baskneska | Basque:
♦ Hirinet: ‘Munstro handiek ez dute negarrik egiten’ eta ‘EZ! Dio Munstro Txikik’
♦ Berria.info – Haur eta gazte literaturaIstorio bat, bi liburu (I)
♦ Berria.info – Haur eta gazte literatura: Istorio bat, bi liburu (eta II)
 Zintzilik irratia – Oreretako irrati librea: Ez dio munstro txikik Literatura txokoan (audio)
♦ 
Deia: Sentimenduak erakutsi eta ulertzeaz ⇓
♦ Berria – Mantangorri: “Gureak munstro maitagarriak dira, baina argi ibili! Haserretuz gero…”  ⇓

Mantangorri-BERRIA-Basque

Deia-Literatura-Basque

Dagur bókarinnar | World Book Day

10BestuBokjuryn2013♦ BókafréttirDagur Jarðar var í gær og þá gat ég sagt fréttir af Bláa hnettinum. Alþjóðlegur dagur bókarinnar er svo í dag. Þann dag er einmitt tilkynnt um Bókmenntaverðlaun barnanna í Svíþjóð: Bokjuryn. Þar hafa bækurnar um skrímslin jafnan komist á lista. Í dag kom líka í ljós að Skrímslaerjur (Monsterbråk) var að mati barna í Svíþjóð valin ein af 10 bestu myndabókum ársins 2013, kom þar í fjórða sæti. Sjá frétt um alla vinningshafa hér á heimasíðu Bokjuryn.

♦Book NewsHappy World Book Day! Here is my advice for the day: If you don’t have the time to read a big novel today, try a good picturebook. It’s like reading a solid poem, you get the whole universe of a book, a whole story, in a short text. Combined with the visual art it stimulates so many parts of your brain. And if you dare, you might even connect with that inner child of yours.

Also: Good news from Sweden this morning! Monster Squabbles or Monster Row (Skrímslaerjur) is one of 10 best picturebooks in 2013, according to Swedish children or “The Children’s Book Jury. Se more about the winners of Bokjuryn here.

Skrímslin á útopnu | Book release in Spain

SushibooksMonstruo

♦ Bókaútgáfa: Forlagið Sushi Books á Spáni hefur nú gefið út fyrstu tvo titlana af bókunum um litla og stóra skrímslið. Litla skrímslið dregur ekki af sér á forsíðu vefsins hjá Sushi Books, sem er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte og gefur bækurnar út á spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Með því að smella á bókakápurnar  hér fyrir neðan má lesa nokkrar síður úr bókunum.

♦ Book release: Shout it out! Sushi Books in Spain are launching the first two books in the monsterseries in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.

Click on the book covers below to read a few pages from the books.

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

 

Skrímslaerjur í bókasafnsviku | The Nordic Library Week 2014

Skrímslaerjur

♦ Bókatíðindi: Myndabókin Skrímslaerjur hefur verið valin til upplestrar í Norrænu bókasafnsvikunni 2014, en tilkynnt var um bókavalið á heimasíðu verkefnisins fyrir skemmstu. Þema ársins er hið norræna tröllakyn og bækurnar sem urðu fyrir valinu eru:

  • Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Jansson
  • Tröll eftir Stefan Spjut

Norræna bókasafnsvikan hefst með upplestri úr þessum bókum þann 10. nóvember 2014. Þá viku geta öll bókasöfn á Norðurlöndum og Baltnesku löndunum nálgast efni úr bókunum til lestrar á allt að 14 tungumálum. Árið 2013 tóku yfir 1500 bókasöfn og skólar þátt í verkefninu. Þess má geta að árið 2010 var Sagan af bláa hnettinum ein af bókum ársins, undir þemanu: „Töfraheimar Norðursins“.

♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row has been selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014. A selection of three books has just been announced on the project’s homepage. The theme is trolls and similar creatures. The selected books are:

  • Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Moominpappa at Sea by Tove Jansson
  • Troll by Stefan Spjut

This celebration of Nordic books, libraries and reading starts on November 10. 2014, when illustrations and texts from these books will be available in up to 14 languages. Last year this event took place with the participation of more than 1500 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland.

Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE.

bibliotek.org

Skrímslin á Spáni | Little Monster and Big Monster in Spain

sushibooksFbshot

♦ Þýðingar. Fyrstu bækurnar um skrímslin komu út á spænsku fyrir nokkrum árum hjá spænska Random House undir merkinu Beascoa. Útgefandi okkar þar yfirgaf forlagið skömmu síðar og í framhaldinu voru bækurnar í hálfgerðu munaðarleysi á Spáni og S-Ameríku, sem samningurinn tók einnig yfir. Nú hefur nýtt forlag, Sushi Books keypt útgáfuréttinn. Sushi Books er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte og gefur út bækur á fjórum helstu tungumálum spánverja. Fyrstu tvær sögurnar um skrímslin verða því brátt fáanlegar á spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Skemmtilegt! Samkvæmt Fb-síðu Sushi Books mega lesendur eiga von á að kynnast litla skrímslinu strax í vor.

♦ Translations. Great monster-news! The first two books about the Little Monster and the Big Monster will soon be published in Spain in four languages: the Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. The publisher, Sushi Books, is an imprint of the publisher Rinoceronte. Book release will be this spring.
Left: from Sushi Books’ Fb page: Coming soon …

Read more about the monsterseries here: the collaborative authorship of Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler; and the seven books already published.

Skrímslavinnustofa| Monster workshop

photo♦ Skrímslaþing. Við höfundar bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið nýttum samfundi og góða daga Ósló til að vinna að nýjum bókum. Samband norsku barnabókahöfundanna léði okkur húsnæði fyrir vinnufundina og tók höfðinglega á móti okkur í Garmanngården sem hýsir Rithöfundasamband Norðmanna: Forfatterforeningen, Kritikerlaget, Oversetterforeningen, Barne- og ungdomsbokforfatterne og Dramatikerforbundet. Við skrímslin þökkum ekki síst Ellen Liland, framkvæmdastjóra hjá BU fyrir gestrisni og vinsemd.

♦ Monster meeting. We, the three Nordic authors of the Monster series: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal, met in Oslo last week, as we were nominated to The Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013. We used the opportunity to set up a workshop, working on new ideas and manuscripts. We were so fortunate to get a workroom in the fabulous historical building Garmanngården, dating from around 1650 or even as early as 1622. It is now the offices of the Norwegian Writers’ Union and other writers’ associations. We would especially like to thank Ellen Liland, administrator af the Union of Norwegian Children’s book’s Authors for great hospitality and kindness.

More about: our collaboration and our books, The Monster series.

MonsterSkiss©AslaugJ

Við vorum þarna að skrifa og skissa, pára og pússa. Allt var það í áttina …
Hopefully we improved our texts and book ideas …

Umfjöllun í Information | Book review in Denmark

M7SkrimslaErjur2web

Opna úr Skrímslaerjum
Spread from Monster Row

♦ Bókaumfjöllun. Í síðustu viku birtist umfjöllun í dagblaðinu Information um bækurnar sem tilnefndar voru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013. Í grein sinni: „Nordisk børnelitteratur befrier sig af krop og form“ skrifar Anita Brask Rasmussen m.a. um vináttuna sem bæti einstaklinginn og um það fjalli líka Skrímslaerjur. Ennfremur segir hún:

„… Monsterskænderi er i sandhed en billedbog. Illustrationerne råber ofte højere end teksten, som er minimal. Monstrene har små skyer over hovederne, og vejret bliver dårligere og dårligere, efterhånden som de bliver uvenner. Vejret bliver sjælens spejl, og monstre kan som bekendt have meget mørke sjæle.“

♦ Book review. Last week the Danish newspaper Information reviewed all the books nominated toThe Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013. In the article: “Nordisk børnelitteratur befrier sig af krop og form“, Anita Brask Rasmussen writes about Skrímslaerjur’s (Monster Row)  theme of friendship, the symbolic clouds and stormy weather. She also says: “Monster Row is truly a picturebook. The illustrations often shout louder than the text, which is minimal.“