Bankað á dyr | Knock-knock!

BankDyrWebAslaugJ♦ Skrímslablogg. Í júlí skrifum við skrímslahöfundarnir til skiptis pistla á Kabloggen – höfundabloggi Kabusa-forlagsins. Færslurnar eru auðvitað allar á einn eða annan hátt tengdar skrímslabókunum.

Rakel Helmsdal skrifaði röð af færslum um það hvernig við sækjum hugmyndir til atburða í bernsku en líka til nýlegra atvika. Pistlarnir eru á dönsku og má lesa hér og hér og hér!

Kalle Güettler skrifaði um vinnuna sem tók við eftir stutt hugarflug á námskeiði, en þrjú ár liðu frá því að við hittumst fyrst og þar til fyrsta bókin kom út. Pistillinn er á sænsku og má lesa hér.

Í gær skrifaði ég út frá þessum pistlum þeirra Kalle og Rakel: eða um samruna hugmynda, vinnuferli og auk þess um aðalumfjöllunarefni skrímslabókanna: tilfinningar! Pistilinn: Når idéen banker på (och lite om känslor) má lesa hér. Þar birti ég m.a. mynd af smábók sem ég gerði í hádegishléi á margumræddu námskeiði á Biskops-Arnö árið 2001, en á námskeiðinu áttum við að skrifa út frá setningunni: „Það er bankað á dyrnar“. Smábókin er örsaga án orða, en þessi litla æfing nýttist sennilega bæði í fyrstu skrímslabókina: Nei! sagði litla skrímslið og í bókina Gott kvöld sem kom út nokkrum árum síðar. Meira um Gott kvöld hér. Bókaruppkastið, sem er ein A4-örk brotin og skorin, má sjá hér til hliðar.

♦ Monster blog. The three monster-authors: Kalle Güettler, Rakel Helmsdal and I are still writing at Kabloggen, an author’s blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker.

Rakel Helmsdal wrote a series of posts about how we get ideas from our childhood but also from meeting grown-up monsters as adults!
Read her posts (in Danish) here and here and here!

Kalle Güettler wrote about the work that came as a result of our first meeting at the workshop for Nordic authors and illustrators on the island Biskop-Arnö. It took us three years to finish the first book: No! said Little Monster.
Read his blog (in Swedish) here.

Yesterday I wrote a blog post, a bit as a response to their posts: on the importance of sharing ideas, how ideas merge together; and about the major subject in our books: mainly feelings! Monstrous feelings of all sorts! I also wrote about a little sketch I made in a lunch break at the workshop in 2001, where we three met. One of the assignments was to write something inspired from the sentence: “There was knocking on the door”. I did a mini-book without words, a draft, a sketch of my idea. (See the picture on the right). I think that some elements and features from the sketch appear in our first book: No! said Little Monster, but also in a another book of mine: Gott kvöld. For more about the picture book Gott kvöld, click here.
My full post (in Danish): Når idéen banker på (och lite om känslor).

Líffræði skrímsla | Monster marionettes

SkrimsliniRakel

Litla skrímslið slakar á milli æfinga í brúðuleikhúsinu í Tórshavn.
Little Monster relaxing in between rehearsals at Karavella Marionett-Teatur.
Puppets by Rakel. Silhouettes/illustrations by Áslaug. Photo © Karavella Marionett-Teatur

♦ Skrímslablogg. Rakel skrifar á Kabloggen um strengjabrúðurnar sem hún gerði fyrir brúðuleiksýninguna Skrímslini, en hún rekur einnar-konu strengjabrúðuleikhús: Karavella Marionett-Teatur. Sjá fleiri myndir og texta hér: Et monsters anatomi.

♦ Monster blog. My monster-co-author in the Faroe Islands, Rakel Helmsdal, runs a wonderful little puppet theater: Karavella Marionett-Teatur. On our Swedish publishers website, Kabloggen, she writes about the making of the monster puppets for the show Skrímslini. She writes in Danish but there are also a number of nice photos of her work for everyone to enjoy, like the one here above: where Little Monster is on stage and in the background silhouettes made from illustrations in the books. See more here: Et monsters anatomi

Fiðrildaflug í London | A Blue Planet and butterflies in London

TalesOnMoonlaneUKweb

♦ Myndskreytingar. Ég fékk þessa skemmtilegu mynd á Twitter í morgun! Bókabúðin Tales On Moon Lane fékk leyfi til að nota myndir úr Sögunni af bláa hnettinum til gluggaskreytinga. Bókabúðin er í Herne Hill í London og hlaut m.a. viðurkenningu árið 2011: The Walker Independent Children’s Bookshop of the Year 2011. Sagan af bláa hnettinum kemur út hjá Pushkin Press í London. Sjá einnig fyrri frétt um bókadóm.

♦ Illustrations. This image was on my screen via Twitter this morning: A lovely decoration in the bookstore Tales On Moon Lane in East London. Looks very inviting! This ambitious bookstore was chosen The Walker Independent Children’s Bookshop of the Year 2011.
The Story of the Blue Planet is published by Pushkin Press, London. Reviews and more here.

Skrifandi teiknari | The writing illustrator

Neiweb Myndlýsingar. Í Fréttatímanum í dag (bls 58) fjallar Gunnar Smári Egilsson um það framúrskarandi góða starf sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur unnið með vönduðum tónleikum og efni fyrir börn. Verður það starf seint oflofað. Í greininni er bent á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar á færeyska tónlistarævintýrinu „Veiða vind“ sem er tónverk eftir Kára Bæk, ævintýri skrifað af Rakel Helmsdal og myndlýst af Janusi á Húsagarði. Ævintýrið kom nýverið út hjá Forlaginu í þýðingu Þórarins Eldjárns og auðvitað fylgir tónlistardiskur með. Ég get heilshugar mælt með frábærri tónsmíð, sögu og myndum.

Rakel Helmsdal er ásamt okkur Kalle Güettler í þríeykinu sem semur bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið. Og loks kem ég mér að efninu: Eftir sjö bækur um skrímslin tvö, leikrit um þau í Þjóðleikhúsinu, umfjöllun í blöðum og tímaritum er ég enn afskrifuð sem höfundur textans. Ég get nefnilega teiknað. Og þá er stundum eins og það sé óhugsandi að ég geti jafnframt ritað texta. Eða öfugt. Gunnar Smári er ekki einn um þessa villu, ég var fyrir skemmstu að lesa sambærilegan misskilning í sænsku riti. Gott og vel, öllum getur yfirsést að lesa kreditsíðurnar, en hugsanavillan liggur þó fyrst og fremst og langoftast í þeirri meinloku að myndirnar séu fylgifiskar sem allt eins megi sleppa, en textinn aðalmálið. Jafnvel í hreinræktuðum myndabókum þar sem ég er ein höfundur texta og mynda hefur mér verið hrósað í lok umfjöllunar fyrir að teikna myndirnar sjálf! Sko til! Eins og ég hafi ákveðið á síðustu metrunum að smella nokkrum myndum með. Í myndabókum liggur sagan, frásögnin, höfundarverkið, jafnt eða meira í myndunum. Þær eru ekki skreyti við texta, þær eru sjálft lesmálið.

Ég veit að það dugar ekki að segja þetta einu sinni, ekki tvisvar, ekki þrisvar. Ég mun því tyggja þetta enn og aftur, jafnt oft og nauðsyn krefur:
1) Myndabækurnar um skrímslin eru höfundarverk þriggja höfunda. 
2) Við þrjú: Áslaug, Rakel og Kalle skrifum texta skrímslabókanna í sameiningu á þremur tungumálum. (Og já, það er hægt.) 
3) Ég, Áslaug, er myndhöfundurinn, ég sé líka um myndrænu frásögnina, myndlýsi eða myndskreyti – og hanna auk þess útlit bókanna, brýt um textann. 

Ég ætla fljótlega að segja nánar frá skrímslabókunum hér á þessum síðum, sem og kynna betur það sem meðhöfundar mínir eru að bralla. Þangað til má lesa sitthvað undir flipanum BÆKUR og með því að smella HÉR til að lesa síðustu fréttir af skrímslabókunum. Loks eru hér fyrir neðan tenglar á nokkrar viðtalsgreinar, vilji fólk glöggva sig enn frekar á starfsháttum okkar. Meira síðar.

Viðtal í Morgunblaðinu 19. nóv. 2007  |||  Viðtal í Fréttablaðinu 11. des. 2004   |||  Grein í Nordisk Blad 2005
Miðstöð íslenskra bókmennta – viðtal.

 Illustrations. An article in Fréttatíminn today made me wonder, once again, why illustrations in picture books are still considered a mere addition to a story, rather than the story itself. The whole concept of a picture book is the visual narrative – first and foremost, although it’s usually combined with text. Since the article in Fréttatíminn, as so many others, failed to count me in as a text-author of the Monsterseries (and as every illustrator can tell you: the text author is THE author, never mind the concept or the pictures) I will repeat this as long as necessary:
1) The picturebooks about the Little Monster and the Big Monster are created by three authors.
2) We are the three authors of the text: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal.
3) There is one illustrator (author of pictures) and graphic designer: Áslaug Jónsdóttir. 

I intend to add a page on the Monsterseries very soon, until then you can find information here on the BOOKS-page and also by scrolling through latest news on the monsterbooks here. For still further information I add two articles with interviews from Icelandic newspapers; one article in Danish with English summary and then one online interview on IsLit.is. I’ll be back soon …

Interview in Morgunblaðið19. Nov. 2007   |||   Interview in Fréttablaðið 11. Dec. 2004   |||  Article í Nordisk Blad 2005
The Icelandic Litterature Center – interview.

Gleðilegt sumar! First Day of Summer

 Dagatalið: Nokkrar gamlar myndlýsingar í tilefni dagsins! Gleðilegt sumar!
(Engin ábyrgð tekin á uppskriftinni enda ber að haga pönnukökubakstri eftir eigin höfði).

pönnsurVef

 Calender: Today is the First Day of Summer, a public holiday. Indisputable. No matter if it snows, summer is here. And we feast with pancakes or alike.

Þrír dagar | Three days

Viðburðir. Í dag, 24. apríl, er síðasti vetrardagur eins og berlega kom í ljós með snjókomu í Reykjavík í morgun. Í gær, 23. apríl, var Dagur bókarinnar og alla vikuna eru áhugaverðir bókmenntaviðburðir vítt og breitt um borgina, eins og lesa má á vef Bókmenntaborgarinnar. Í fyrradag, 22. apríl, var Dagur Jarðar, þó allir dagar séu í raun dagar Jarðar og dagar góðra bóka. Á vefnum The Children’s Book Review var bent á að Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason væri ákjósanleg lesning á Degi Jarðar og það sama gerði útgefandinn, Seven Stories Press.

Eftir tæpa þrjá daga er kosið til Alþingis. Ég mæli með því að þeir sem vanræktu Dag Jarðar og Dag bókarinnar rifji upp til dæmis Draumalandið eða Söguna af bláa hnettinum fyrir kosningar. Ryksugandi sölumenn hafa safnað fiðrildadufti, slá ryki í augu, slá um sig og bjóðast til þess að negla sólina fasta yfir Íslandi. Ekki kjósa Gleði-Glaum.

solglaumurwww

Events. Today, 24th of April, is the last day of winter in Iceland, so of course it snowed heavily this morning! Yesterday, 23rd of April, was World Book Day, which is celebrated the whole week in Reykjavik Unesco City of Literature, with many interesting book events. The day before, 22nd of April, was Earth Day. All in all a good reason to celebrate, although every day should be a day of the Earth and a day of a good book. In The Children’s Book Review, The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason was selected on a list of recommended reading on Earth Day. The publisher, Seven Stories Press, also pointed that out.

In less than three days we have parliamentary elections in Iceland. I recommend good reading before voting: two books by Andri Snær: Dreamland: A Self-Help Guide for a Frightened Nation, and The Story of the Blue Planet. I fear that too many will put their vote on Gleesome Goodday and his promises of flying in endless sunlight.

Lóa, lóa | Pluvialis apricaria

loan

 Föstudagsmyndin. Hún er komin, lóan. Tíðindin berast héðan og þaðan af suðurlandinu. Ég þóttist meira að segja heyra í henni í dag, þrátt fyrir slyddu og næðing. Ég fann ljósmynd af þessum fríða fugli, en mundi ekki hvort ég hafði nokkurn tíma myndlýst lóukvæði. Það rifjaðist þó upp: „Sá ég spóa, suð’r í flóa, syngur lóa úti’ móa …“  í Året i Norden frá árinu 1997.

 Photo Friday. When the first Golden Plover, Lóa, arrives to the island in the spring, it hits the news. And there have been several reports this week. I even thought I heard its mournful singing in Reykjavík today, despite the freezing rain. I knew I had a photo somewhere and even dug up an old illustration (1997) for a well-known rhyme about the coming of spring and singing of birds.

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.06.2008

loa

Þorvaldur Þorsteinsson 1960 – 2013

 Listamaður kvaddur. Sá góði drengur og fjölhæfi listamaður Þorvaldur Þorsteinsson var jarðsunginn í dag. Hann var afkastamikill á svo undramörgum sviðum listanna og ógleymanleg persóna.
Haustið 2001 héldu bókateiknarar sýningu á myndlýsingum í tengslum við fyrstu Mýrarhátíðina: Köttur úti í mýri. Við báðum Þorvald um að skrifa inngang í sýningarskrá sem hann taldi ekki eftir sér. Pistillinn var í senn upplífgandi hvatning og brýn gagnrýni, eins og vænta mátti frá Þorvaldi. Greinin er enn í dag holl lesning sem á erindi til teiknara, rithöfunda og bókaútgefenda:

„Í upphafi var … 

Hér á árum áður, þegar ég vildi láta taka mig alvarlega í fínni lummuboðum, viðraði ég gjarnan áhyggjur mínar af minnkandi bóklestri meðal þjóðarinnar. Nefndi til sögunnar aukið flæði myndefnis á kostnað texta og varaði við þeirri óheillaþróun sem birtist í forheimskandi, gagnrýnislausri myndmötun í stað hins þroskandi samneytis við Orðið. Þessi einstrengingslega afstaða átti sér upptök í pólitískum rétttrúnaði áttunda áratugarins, sem varaði við öllu sem litríkt gat talist og bannaði Strumpana. Allt sem hróflaði við hinni helgu bók, gerði hana aðgengilegri eða ummyndaði á einhvern hátt, var til þess fallið að gera okkur og börnin okkar að þrælum afþreyingariðnaðar og peningaplokks. Það sannaðist hins vegar nokkrum árum síðar á undirrituðum að „þetta, sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann …“ En það er önnur saga.

Við höfum fengið að lifa merkilegar breytingar hin síðari ár. Við vitum núna að eitt þarf ekki að útiloka annað. Við vitum að það er hægt að glæða áhuga á því stóra með því smáa. Að með einföldum lyklum getum við uppgötvað dýrmæta sjóði. Að læsi okkar á einu sviði lífsins getur hjálpað okkur á öðru, hvort sem það felst í þekkingu á teiknimyndasögum eða viðurkenndum bókmenntaverkum. Þannig er okkur smám saman að lærast að njóta þess ríka myndmáls sem heimur okkar býr yfir fremur en líta á það sem ógn við önnur form. Gott ef það hefur ekki jafnframt rifjast upp hvernig myndmálið var í árdaga forsenda frásagnarinnar og ritmálsins. Hvorki meira né minna.

Teikning í bók getur opnað leið inn í textann og út úr honum aftur. Hún getur vakið grun, strítt og truflað, kveikt hugmyndir og kenndir sem enginn texti þekkir og á góðum degi jafnvel orðið textinn sjálfur. Hún getur sagt minna en ekkert og meira en orð fá lýst. Allt þetta hafa íslenskir teiknarar á valdi sínu, sem betur fer, því hlutverk þeirra í íslenskum bókmenntum hefur aldrei verið öflugra en núna.

Hafi nefndur skilningur á mikilvægi myndmálsins skilað sér í raðir íslenskra útgefenda hljóta þeir að hvetja til nánari samvinnu teiknara og höfunda á komandi árum. Við hljótum öll að vilja sjá ný verk þar sem sköpunarkraftur teiknarans nýtist bókverki í frjóu samspili frá fyrsta degi. Ekki eingöngu eftir að handriti er skilað. þetta er nefnilega svo einfalt: Um leið og við hættum að hugsa um framlag teiknarans sem misgóða „skreytingu“ við fyrirfram gefinn texta „höfundarins“, eins og gert var til skamms tíma, þá rifjast upp jafn augljós sannindi og þau að teikningin getur ekki aðeins sótt forsendur sínar í textann, hún getur líka orðið til jafnhliða textanum í innra samspili tveggja höfunda og síðast en ekki síst getur hún verið sjálfur útgangspunkturinn. Uppspretta frásagnarinnar. Rétt eins og var í upphafi.“

Þorvaldur Þorsteinsson

Artist Þorvaldur Þorsteinsson was buried today. He will be greatly missed.

Sagan af bláa hnettinum hlýtur viðurkenningu | Green Earth Book Awards

NatGen-book-seal2 Bókaverðlaun. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason hlaut á dögunum viðurkenningu í Bandaríkjunum þegar tilkynnt var að bókin hefði hlotið The Green Earth Honor Awards 2013. Verðlaunað er í fimm flokkum en sjö bækur hljóta að auki heiðursverðlaun og var Sagan af bláa hnettinum, í þýðingu Julian Meldon D’Arcy, ein þeirra. Það er The Nature Generation sem veitir verðlaunin, en þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2005. Sagan af bláa hnettinum er gefin út hjá Seven Stories Press í New York og er með upprunalegum myndskreytingum en í broti ólíku frumútgáfunni.

UsSaganAfBlaa

 Book Prize. The Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason (illustrated by yours truly: Áslaug Jónsdóttir) has been announced a winner of the Green Earth Honor Awards 2013, awarded by The Nature Generation, first handed out in 2005. The Story of the Blue Planet  is translated by Julian Meldon D’Arcy and published by Seven Stories Press, New York. It has the original illustrations, though the format and layout differs from the original. Follow the links above to read more!

♦ Uppfært 6. apríl 2013: Stoltur handhafi The Green Earth Honor Awards 2013Andri Snær Magnason, sendi í dag skeyti með myndinni hér fyrir neðan, en verðlaunin voru afhent í gær, 5. apríl, í tengslum við Salisbury University Read Green Festival í Maryland. Til hamingju Andri Snær!

photoASMweb♦ Updated April 6. 2013: I just received a mail with this photo from a proud winner of the Green Earth Honor Awards 2013Andri Snær Magnason, who accepted the prize yesterday, April 5., at Salisbury University Read Green Festival in Maryland. Congratulations Andri Snær!

 

Þetta vilja börnin sjá! | Exhibition of children’s book illustration

skrimslaerjurWeb6-7

Sýning. Menningarmiðstöðin Gerðuberg stendur fyrir árlegri sýningu á myndskreytingum úr nýjum barnabókum undir heitinu: „Þetta vilja börnin sjá!“. Sunnudaginn 27. janúar opnaði sýning á myndum úr barnabókum ársins 2012. Þar má m.a. sjá myndir úr Skrímslaerjum. Sýningin í Gerðubergi stendur til 24. mars, en þá heldur hún í ferðalag og verður sett upp víða um land. Við opnunina voru DIMMALIMM – Íslensku myndskreytiverðlaunin veitt og það var Birgitta Sif sem hlaut verðlaunin í ár fyrir frábærar myndlýsingar í fyrstu bók sinni Ólíver, sem kom út hjá Forlaginu. Gerðuberg hefur sinnt kynningu á íslenskum myndabókum betur en nokkur annar með þessum árlega viðburði og verðlaunum. Menningarverðlaun barnanna til Gerðubergs!

 Exhibition. An annual event in Gerðuberg Cultural Center, “Þetta vilja börnin sjá!”, an exhibition of children’s books illustrations, was opened Sunday January 27, with illustrations from Icelandic children’s books published in 2012, among them illustrations from Monster Squabbles. The exhibition in Gerðuberg ends March 24., from where it travels around Iceland to several cultural centers. At the opening The Icelandic Illustration Award: Dimmalimm were handed out to this years winner: Birgitta Sif for her wonderful illustrations in Oliver, published by Walker Books in the UK and Forlagið in Iceland.

Fréttir af bláa hnettinum | News of the Blue Planet

 Myndlýsingar. Sagan af bláa hnettinum  eftir Andra Snæ Magnason heldur áfram að kvisast út um heiminn. Nú fá til dæmis börnin í Brasilíu að njóta ævintýrsins. Útgáfan er að hætti hússins: með upprunalegum myndum og í umbroti frumútgáfunnar. A história do planeta azul  kemur út hjá Hedra, São Paulo.

Í september gaf norska forlagið Commentum í Sandnes út Det var engang en blå planet  og heldur sig einnig við upprunalegt útlit, með einhverjum útúrdúrum í leturmeðferðinni, eins og sjá má á kápu.

Og á dögunum kom svo út ensk útgáfa hjá bandaríska fyrirtækinu Seven Stories Press. Upprunalegar myndir fylgja The Story of the Blue Planet, en brot, kápa og annað útlit er talsvert frábrugðið frumútgáfu. Það skal tekið fram að um umbrot og hönnun sá TK / Seven Stories Press.

Ég hef enn ekki handleikið þessar útgáfur en bíð spennt eftir eintökum. Áfram Blái!

 Book illustration. The Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason is now being published in Brazil. It has the original illustrations and follows the design I made in 1999. A história do planeta azul  is published by Hedra, São Paulo.

In Norway it’s Commentum í Sandnes that publishes Det var engang en blå planet, also sticking to the original design and illustrations, though the cover typo looks somewhat different.

And then there is the English version: The Story of the Blue Planet, published by Seven Stories Press, making it available also in Canada, UK, Ireland and Australia. This English version has the original illustrations, but differs quite a lot from the original edition. Cover and book design by TK / Seven Stories Press. Though I have not yet received a copy of the book, I still think the original design is worth copying.

As in the other twenty-something countries the book has been published in, I am sure that many will enjoy this amazing book.

Matarlist í íslenskum barnabókum | Food in the Moor: Exhibition of illustration

 Mýrin 2012. Á morgun, sunnudaginn 9. september kl. 14:00, opnar í Norræna húsinu sýningin „Matarlist í íslenskum barnabókum“ með myndum eftir sautján íslenskra teiknara. Myndirnar eru úr útgefnum íslenskum barnabókum og lýsa mat, matseld, borðhaldi og áti á ýmsa lund. Allir velkomnir! Sýningin er í anddyri Norræna hússins og stendur frá 9.-19. september. Hún er liður í alþjóðlegu barnabókmenntahátíðinni Mýrinni, sem í þetta sinn ber þemaheitið Matur úti í mýri. Kynnið ykkur dagskrá hátíðarinnar á vef Mýrarinnar.

Á sýningunni verða m.a. frummyndir úr Ég vil fisk! og Skrímslapest.

 Mýrin-festival 2012. Exhibition opening tomorrow, at 14:00 on Sunday Sept. 9. in the Nordic House„Matarlist í íslenskum barnabókum“. Seventeen Icelandic illustrators exhibit artwork from published children’s books; illustrating food, cooking and eating in all it’s diversity. Welcome to the opening! The exhibition is to be viewed in the Nordic House foyer from 9. to 19. of September. The exhibition is a part of the International Children’s Book Festival: In the Moorland, This year’s theme is food, eating, consuming …  Read more about the Moor-festival at Mýrin homepage.

I will show original artwork from Ég vil fisk! (I Want Fish!) and Skrímslapest (Monster Flu).