Bjargvættur | Vættir – Poster exhibition

Bjargvaettur©AslaugJons2016

♦ VeggspjaldÞrjátíu og fimm teiknarar sýna veggspjöld á HönnunarMars 2016 í Sjávarklasanum Grandagarði 16. Myndefnið er „Vættir“ sem hver teiknari túlkar á sinn hátt. Ég ákvað að skoða hug minn til bjargvætta, fremur en þjóðsagna eða yfirnáttúrulegra fyrirbrigða. Hér fyrir ofan: Bjargvættur 2016, gjörið svo vel.

Í húsi Sjávarklasans á Granda eru fleiri grafískar sýningar teiknara og hönnuða sem vert er að sjá. Borgin öll er svo kraumandi af áhugaverðum viðburðum og sýningum hönnuða fram á sunnudag.

♦ PosterThirty-five illustrators exhibit posters on the theme “Vættir” / Wights – or Supernatural Spirits on DesignMarch 2016. Place: Sjávarklasinn, Ocean Cluster House, Grandagarður 16. Rather than working on monsters and creatures from folklore and mythology I decided to take a closer look at the spirit of helpfulness: “bjargvættur” – meaning rescuer or savior, as I see it in the year 2016.

If in Reykjavík don’t to miss the many interesting events on DesignMarch 2016 – ends on Sunday!

Opnunartími í Sjávarklasanum á HönnunarMars | Opening hours in the Ocean Cluster House for the weekend:
11.03. Föstudagur | Friday 12-18
12.03. Laugardagur | Saturday 12-17
13.03 Sunnudagur | Sunday 13-17
Meira um sýninguna: Vættir á Fb. See also more from the exhibition Vættir on Fb.

Ég vil fisk! tilnefnd til verðlauna | Nominations for Gourmand World Cookbook Awards

EgVilFisk-IslCover-2015

♦ Tilnefning! Stundum berst upphefðin að úr óvæntum áttum. Ég vil fisk! var endurútgefin á árinu og er nú tilnefnd til Gourmand World Cookbook Awards í eftirtöldum þremur flokkum:
Best Scandinavian Cuisine Book
Best Children Food Books
Best Fish Book
Bókin er ennfremur vinningshafi í þessum þremur flokkum á Íslandi. Listi yfir vinningshafa í 209 löndum verður birtur á heimasíðu verðlaunanna í febrúar, en vinningshafar á heimsvísu kynntir með viðhöfn þann 28. maí 2016 í Yantzi í Kína.

Þó að Ég vil fisk! sé ekki matreiðslubók, þá kemur matur, áhugi á mat og matarmenning vissulega við sögu og þessi óvænta og skemmtilega viðurkenning sannar að það er hægt að lesa barnabækur á mörgum plönum. Ég vil fisk! fjallar um sterkan vilja og mislukkaðan velvilja, tungumál og skilning – og auðvitað matinn sem sameinar okkur og seður. Á þessari síðu má sjá myndir úr bókinni, lesa greinar og umfjöllun og brot úr bókadómum. Bókin hefur komið út á fimm tungumálum og er til í þýðingu á fleiri tungumálum.

Gourmandlogo2♦ Nomination! Have I got a surprise for you! My little picturebook I Want Fish! – Ég vil fisk! just got nominated for the Gourmand World Cookbook Awards, – although it’s not a cookbook! I Want Fish! – Ég vil fisk! has been selected the winner in Iceland, and nominated for the next “Gourmand Best in the World”, in three categories:
Best Scandinavian Cuisine Book 
Best Children Food Books 
Best Fish Book
The results for all 209 countries will be posted on the Gourmand World Cookbook Award’s website in February. World wide winners will be announced on Saturday May 28, 2016 at the annual awards event that takes place in Yantai, China.

These nominations must be a proof for the fact that good children’s books can be read in surprisingly many levels! I Want Fish! – Ég vil fisk! is a picturebook for the youngest readers. It’s a book about a strong will and a failing goodwill, language and understanding – taken in with several spoonfuls of some very nice and varied dishes! It has been published in five languages and translations are available in English, Spanish and French. See illustrations from the book, read reviews and articles (mostly in Scandinavian languages) on this page.

Skrímslaföndur | Monster crafts

kramarhus6web©AslaugJ

♦ Föndurdund: Föndur er alls ekki allra, einkum ef það er eftir ákveðinni forskrift. Allt um það finnst flestum gaman að gera eitthvað í höndum, klippa, líma, smíða, sauma, prjóna … Ég hvet alla til þess að dunda við handíðir af hjartans lyst – og list. Það er hollt fyrir huga og hönd. Skrímslakramarhúsin voru hönnuð í tengslum við sýninguna í Gerðubergi – menningarhúsi: Skrímslin bjóða heim. Arkir með kramarhúsunum eru fáanlegar í safnbúð Borgarbókasafnsins í Gerðubergi á meðan birgðir endast. En skrímslavinir sem kíkja hingað á vefsíðuna geta hlaðið niður örk með útlínuteikningum fyrir klippimyndirnar hér fyrir neðan. Stóra skrímslið, litla skrímslið og skrímslakisi óska gleðilegra jóla! Njótið vel!

Jolafondur-kramarhus♦ Monster craftsThese paper cones and paper cuts were designed in connection with the exhibition A Visit to the Monsters in Gerðuberg Culture House in Reykjavík. Templates for the cones are available for a short term in the library shop in Gerðuberg, but all monster friends who visit this site can download a template for the paper cuts with a click on the link below. Enjoy! Little Monster, Big Monster and Monster Kitty wish you all happy holidays!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Skrimslaklipp | Monster Paper Cut 2015 – Smellið á tengilinn til að hlaða niður skjalinu. | Click on the link to download the pdf.

 

Skrímslakisi á Heiðurslista IBBY | Selected for IBBY Honour List 2016

Skrimslakisi-Og-Aslaug2015

Skrímslakisi fer um öll skúmaskot Gerðubergs þessa dagana, en þó náðist af okkur þessi mynd. | Monster Kitty likes IBBY…

♦ Viðurkenning: Við Skrímslakisi kætumst! Samtökin IBBY á Íslandi völdu á dögunum Skrímslakisa sem eina þriggja bóka á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna 2016. Hér má lesa frétt IBBY á Íslandi.

Hver landsdeild IBBY nefnir til einn rithöfund, einn myndhöfund og einn þýðanda á heiðurslistann sem birtur er annað hvert ár. Frá Íslandi er Ármann Jakobsson er tilnefndur fyrir Síðasta galdrameistarann; Áslaug Jónsdóttir er tilnefnd fyrir Skrímslakisa og Magnea J. Matthíasdóttir er tilnefnd fyrir þýðinguna á Afbrigði eftir Veronicu Roth.

Bækurnar á heiðurslista IBBY fá umtalsverða alþjóðlega kynningu. Þær eru kynntar á heimsþingi IBBY sem næst verður haldið í ágúst 2016 á Nýja-Sjálandi og þær fara um heiminn á farandsýningu á hin ýmsu bókaþing í tvö ár eftir það. Bækur sem tilnefndar hafa verið á heiðurslistann má svo finna á nokkrum völdum bókasöfnum víðsvegar um heiminn.

Þetta er í þriðja sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY: árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.

asl_krakkakv♦ HonourSkrímslakisi (Monster Kitty) by the Nordic trio: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal has been selected for the 2016 IBBY Honour List for illustration. Read the news in Icelandic here and all about IBBY Honour List here. Nominated from Iceland are: author Ármann Jakobsson for Síðasti galdrameistarinn; illustrator Áslaug Jónsdóttir for Skrímslakisi and translator Magnea J. Matthíasdóttir for Afbrigði by Veronicu Roth.

The criteria goes as follows: “The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”  The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the third time on the list; previously in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.

Blái hnötturinn USA ISL UKThe Honour List catalogue and the selected books will be presented at the IBBY Congresses in Auckland, New Zealand in 2016. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs. Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept at the International Youth Library in Munich, the Swiss Institute for Child and Youth Media in Zurich, Bibiana Research Collection in Bratislava, IBBY in Tokyo and Northwestern University Library at Evanston, Illinois.

Below: two spreads from Skrímslakisi (Monster Kitty).

M8-Skrímslakisi-4-5-©AslaugJweb

M8-Skrímslakisi-10-11-©AslaugJweb

 

Þetta vilja börnin sjá! 2015 | Exhibition of illustrations

M8-Skrimslakisi-4-5-AslaugJ

♦ SýningÁ morgun opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi hin árvissa sýning „Þetta vilja börnin sjá!“. Þar má sjá myndlýsingar úr fjölda barnabóka, sem komu út á Íslandi á árinu 2014, – þar á meðal Skrímslakisa. Tuttugu og átta teiknarar sýna fjölbreytt og skemmtileg verk úr bókum fyrir börn og listunnendur á öllum aldri. Sýningin opnar kl 14 á morgun, sunnudag 25. janúar, og stendur til 15. mars 2015.

ÞettaViljaBörninSjá2015♦ Exhibition: The annual exhibition of children’s books illustrations opens tomorrow, Sunday January 25th, at Gerðuberg Culture Center, at 2 pm. Twenty-eight illustrators exhibit their works from books published in Iceland in 2014. This is a feast for admirers of illustrated books. Be sure not to miss it!

Among the exhibited works are a couple of spreads from Skrímslakisi, The Monster Cat, published by Forlagið in 2014.

Skrímslakettir | All sorts of Monster Cats

SkrimslakisiTeikni
♦ Teiknisamkeppni! Fyrir skemmstu var send út eftirfarandi auglýsing á Fésbókinni:

TEIKNAÐU SKRÍMSLAKISA! Litla skrímslið leitar enn að skrímslakisa en er að verða dálítið dasað. Það þiggur því hjálp frá duglegum krökkum. Sendið okkur myndir af kisa – alls konar skrímslakisum – og merkið myndina með nafni og símanúmeri eða netfangi. Þrír heppnir krakkar fá nýju bókina, Skrímslakisa, í verðlaun. Litla skrímslið áritar bókina, en Nói Forlagsfress velur úr innsendum myndum þann 3. nóvember n.k.
Sendið myndina á Forlagið í umslagi merkt: 
          „SKRÍMSLAKISI“
          Forlagið
          Bræðraborgarstíg 7
          101 Reykjavík

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og líklega mun Nói eiga erfitt með að velja úr glæsilegum kattarmyndum. Allir vita að Nói er háttsettur hjá Forlaginu og tekur skyldur sínar og ábyrgð alvarlega. Hér fyrir neðan má sjá einmitt sjá Nóa Forlagsfress glugga í bókina um skrímslakisa.

Nói og skrímslakisi   Nói les skrímslakisa

♦ Cats and contests: There is a little drawing-contest going on for young fans of the monster book series. Kids have been invited to send in a picture of a monster cat of any kind. Three lucky artists will win a signed book. The judge is a high-rank staff member of Forlagið publishing, a specialist in the field: namely Nói the cat. Here he was caught reading Skrímslakisi (The Monster Cat), the new book in the series.

Ljósmyndir: | Photo: Valgerður Benediktsdóttir 2014

Fimm stjörnu Skrímslakisi | Five star review!

Frettabladid-8okt2014-46

♦ BókadómurSkrímslakisi fékk þennan fína dóm í Fréttablaðinu í morgun. „Afar vönduð og lifandi barnabók á mörgum plönum sem býður upp á að vera lesin margsinnis og alltaf hægt að finna eitthvað nýtt að tala um.“ segir Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Tengill á dóminn á visir.is.

♦ Book reviewThe new book in the monster series: Skrímslakisi (The Monster Cat) received a very nice review in Fréttablaðið newspaper this morning:
“The text is humorous, the characters are colorful and the images are very dynamic … A high quality and vivacious children’s book, in multiple layers, that can be read many times over and where there will always be something new to discuss.” – Halla Þórlaug Óskarsdóttir.

Skrímslin eiga afmæli! | Celebrating 10 years anniversary!

Skrimslin10araVeislaweb

♦ Útgáfuafmæli! Skrímslin halda upp á afmælið sitt um þessar mundir því að í haust eru tíu ár liðin frá því að fyrsta bókin um skrímslin kom út: Nei! sagði litla skrímslið, árið 2004. Síðan þá höfum við norræna tríóið: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal skapað fleiri ævintýri um skrímslin, alls átta bækur. Skrímslin tvö eiga vini um víða veröld því bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Skrímslin hafa líka stigið á svið, bæði stór og smá. Hér má lesa meira um það allt og samstarf okkar skrímslanna, sem reyndar nær allt til ársins 2001! Húrra, hvað það hefur verið gaman!

Afmælið gefur sannarlega tilefni til þess að þakka góðu samstarfsfólki frjótt og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Þar má nefna: Sigþrúði, Úu og Völu og alla hina á Forlaginu; fyrstu útgefendur okkar í Svíþjóð hjá Bonnier Carlsen; núverandi útgefendur okkar í Svíþjóð: Kerstin Aronsson og fólkið hennar á Kabusa; Niels Jákup og Marna hjá BFL; og ég má raunar til með að minnast á skrímslin í leikhúsinuÞórhall Kúlu-leikhússtjóra, Friðrik og Baldur Trausta og allt listafólkið hjá Þjóðleikhúsinu. En umfram allt þakka ég meðhöfundum mínum þeim Kalle og Rakel og síðast en ekki síst: litla og stóra skrímslinu, sem eiga í okkur hvert bein – eins og við í þeim.

Í tilefni af afmælinu endurútgefur Forlagið þriðju bókina, Skrímsli í myrkrinu, en fyrstu tvær bækurnar: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki voru endurútgefnar árið 2011. Nýja bókin Skrímslakisi er einnig nýkomin út.

M3-Skrimsliimyrkrinu-CoverWeb♦ Book Birthday! Little Monster and Big Monster celebrate 10 years anniversary this fall. In 2004 the first book, No! Said Little Monster, was published in Icelandic by Forlagið, in Swedish by Bonnier Carlsen and in Faroese by Bókadeildin. We, the author-team of three: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal, have since then created many more stories about the two monsters, we have even done monster-plays and puppet-theater! In all eight books about Little Monster and Big Monster, that are now being translated and published in still more languages. You can read more about our books and our collaboration here and see samples from the other books here.

I am grateful for the wonderful and inspiring time I have had working on the monsterbooks – and all the good people helping us along the way. Thank you Sigþrúður, Úa and Vala and all the others at Forlagið; thank you Bonnier Carlsen, our first Swedish publisher; thank you Kerstin Aronsson and all the staff at Kabusa; thank you Niels Jákup and Marna at BFL! Foremost I have enjoyed the collaboration with friends and authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal and last but not least: I am happy to have met Little Monster and Big Monster. These two are still teaching me a lot about myself!

To celebrate the anniversary our publisher in Iceland, Forlagið, is reprinting the title Monsters in the Dark. (Skrímsli í myrkrinu). And the new book The Monster Cat (Skrímslakisi) has also just been released. It’s a monster-feast!

Skrímslakisi er sloppinn út! | The Monster Cat is out!

M8-Skrímslakisi-Isl-CoverWeb

♦ BókaútgáfaSkrímslakisi er kominn út! Hann leikur lausum hala í öllum betri bókaverslunum.

Kynningartexti Folagsins:
„Litla skrímslið hefur eignast kettling. Hann kisi er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann. Dag einn hverfur skrímslakisi og finnst hvergi. Litla skrímslið er miður sín. En af hverju er stóra skrímslið svona þögult?

Skrímslakisi er áttunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar. Sjöunda bókin, Skrímslaerjur, var tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir.“

♦ Book releaseSkrímslaerjurThe Monster Cat – is out now! It was already released in Sweden a week ago. The Swedish title Monsterkatten is published by Kabusa Böcker and the Faroese version will soon be available.

This is the eighth book about Little Monster and Big Monster. Read more about the authors and our collaboration here and see samples from the other seven books here.

 Forlagið – vefverslun – online shop.

 

 

Viðtal í vefriti | Interview in a Spanish webzine

Unperiodista♦ Myndlýsingar: Spænska vefritið Un Periodista en el Bolsillo er tileinkað myndlýsingum og þar birtist á dögunum viðtalsgrein um myndirnar í bókunum um litla og stóra skrímslið. Greinina má finna með því að smella á tengilinn hér – eða á myndina til hliðar. Í vefritinu er fjöldi greina um myndlýsingar, bókateiknara og verk þeirra – á spænsku.

Tvær fyrstu bækurnar um skrímslin: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki komu út í vor á fjórum tungumálum spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Útgefandinn er Sushi Books. Það má lesa nokkrar síður úr þessum útgáfum með því að smella á bókakápurnar hér fyrir neðan.

♦ Illustration: A Spanish online magazine dedicated to illustration:Un Periodista en el Bolsillo, did an interview about the Monster series and my illustration work. You can find the article by clicking this link – or the picture on the right. The webzine is a fine source of interviews and articles on illustrators of all sorts – all in Spanish.

Earlier this year Sushi Books in Spain launched the first two books in the Monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.

Click on the book covers below to read a few pages from the books!

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

 

Hefur þú séð skrímslakisa? | Have you seen The Monster Cat?

SkrimslakisiPoster

♦ Bókafréttir: Litla skrímslið auglýsir eftir kettlingnum sínum. Það er ekki langt síðan það eignaðist kisa og nú keppast þau við að leita, litla skrímslið og stóra skrímslið. Þeir sem hafa séð Skrímslakisa mega auðvitað gjarnan láta vita hér.

♦ Book releaseLittle Monster’s kitten has gone missing. (I’m just passing the message …) Little Monster and Big Monster are searching everywhere and making lost-pet posters. If you have seen Skrímslakisi (The Monster Cat) you can send us a line here.

MonsterKittyPoster      M8-Skrimslakisi-PosterPic

Sjón að sjá | Take a look!

Eldgos-AslaugJons-web

♦ Myndlýsing: Skrímslum þykja eldgos falleg. Enda fellur skrímslum ýmislegt hrikalegt og ógurlegt vel í geð.

Ég var að ljúka við að myndlýsa Skrímsli á toppnum þegar Eyjafjallajökull lét sem verst árið 2010. Ég breytti lokamyndinni í bókinni í samræmi við það. Ég hafði fengið að finna fyrir tregum flugsamgöngum vegna öskunnar og var allt þetta magnaða brölt jarðskorpunnar í fersku minni.

Nú er Ísland eins og að rifna í tvennt út frá Bárðarbungu í Vatnajökli og ekki séð fyrir endann á því öllu saman … Magnað og ískyggilegt!

♦ Illustration: The Monsters think volcanos are pretty awesome! This illustration is from the book Skrímsli á toppnum: Monster at the Top. I was just finishing the illustrations in 2010 when Eyjafjallajökull erupted. So a peaceful mountain was turned into a live volcano.

Now there are big eruptions just north of Bárðarbunga in Vatnajökull, the largest glacier in Iceland. To read news about the eruptions at Holuhraun go to this site at RÚV. See also live webcams at Míla.

UKLA-verðlaunin 2014 | The Story of the Blue Planet wins UKLA Book Award

CoverTheStory-Pushkin-web

♦ Verðlaun: Bresku UKLA-barnabókaverðlaunin 2014 voru veitt 4. júlí síðastliðinn. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, í þýðingu Julian Meldon D’Arcy hlaut þessi virtu verðlaun í flokki bóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Bókin var í vor tilnefnd á fimm bóka úrtökulista, en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Sagan af bláa hnettinum er fyrsta þýdda bókin sem hlýtur verðlaunin. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Sagan af bláa hnettinum er frumlegt ævintýri sem mun höfða til aðdáenda Maurice Sendak, Dr. Seuss og Hans Christian Andersen.“  Í frétt á vef Forlagsins má lesa fleiri umsagnir.

NowIsTheTimeThisIsNotVerðlaunin voru veitt á fimmtugasta þingi UKLA-samtakanna, í Háskólanum í Sussex í Brighton. Þangað mættum við Andri Snær ásamt þýðandanum Julian Meldon D’Arcy og fleiri tilnefndum texta- og myndhöfundum. Verðlaun í flokki bóka fyrir yngstu lesendurna hlaut kanadíski teiknarinn og rithöfundurinn Jon Klassen, fyrir margverðlaunaða bók sína This is not my hat. Verðlaun í flokki bóka fyrir lesendur á aldrinum 12-16+ hlaut Michael Williams, rithöfundur og óperustjóri Cape Town Opera, með meiru, fyrir bókina Now is the Time for Running.

♦ Book award:The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, translated by Julian Meldon D’Arcy, received UKLA Book Award 2014 at a reception in The University of Sussex in Brighton on the 4th of July. Earlier this year The Story of the Blue Planet was shortlisted for the age 7-11, the first book in translation to be nominated and to win the award. Alayne Öztürk, President of UKLA said “UKLA is committed to the importance of a diverse range of literature for children and young people. We know that literature broadens the reader’s experience of the world and sense of the possible and thus should have a central place in classrooms and educational contexts. The exceptional quality of the shortlists this year and the truly outstanding winners shows that there are many gems to be found amongst the smaller presses and we are proud to be celebrating international authors and illustrators at our 50th International Conference”. Read more about the all on Andri Snær Magnason’s homepage!

I put the list of the shortlisted books below – I for one am looking forward to read a stack of them!

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Looking for more information? See Forlagið publishing Children’s book catalog. And author Andri Snær Magnason’s homepage. Publishers homepage: Pushkin Press, London. UKLA Book Award shortlists 2014More about The Story of the Blue Planet on www.aslaugjonsdottir.com

Tilnefndar bækur 7-11 | The shortlist 7 – 11:

  • The Story of the Blue Planet by Andri Snӕr Magnason, illustrated by Áslaug Jónsdóttir; translation by Julian Meldon D’Arcy.
  • The Terrible Thing That Happened to Barnaby Brocket by John Boyne, illustrated by Oliver Jeffers.
  • The Naming of Tishkin Silk by Glenda Millard, illustrated by Caroline Magerl.
  • Rooftoppers by Katherine Rundell.
  • Liar and Spy by Rebecca Stead.
  • The Last Wild by Piers Torday.

BookAwardsShortlist2014

 

Hnötturinn á flugi | Illustration

UsSaganAfBlaa

♦ BókadómurÞað er alltaf eitthvað skemmtilegt að frétta af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér er umfjöllun eftir Gemma D. Alexander og þar segir m.a. um myndlýsingarnar:

“Educational kids’ books and allegories for any age group are so often tedious, but the playful illustrations by Áslaug Jónsdóttir and the sweet characterizations in Blue Planet make this story of environmental devastation and first world privilege go down easy.” – Gemma D. Alexander [link to blog]

♦ Book reviewThis quote above, about the illustrations in The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, is from a very nice review by Gemma D. Alexander. Read the full post and book report here.

♦ LeikhúsNæsta vetur hefjast sýningar á samnefndu leikriti Andra Snæs í Aalborg Theater. Hér má lesa meira um sýninguna. Í kynningarefni var valið að nota myndlýsingar úr bókinni, samsett í nýja mynd.

♦ TheaterNext winter Aalborg Theater in Denmark will run Magnason’s play by same name. If you read Danish there is more about it all here. Illustrations from the book are used for posters and PR material in a new and imaginative combination.

den-blaa-planet-presse-Aalborg-web

© Aalborg Teater | Illustrations by Áslaug Jónsdóttir | Design by Højland Art Direction | link to press photos

 

 

Að smala köttum? | Herding cats?

MKis©AslaugJ

♦ MyndlýsingarNú er ég búin að brjóta um nýju skrímslabókina og það er verið að lesa prófarkir í þremur löndum: á Íslandi, í Færeyjum og í Svíþjóð. Það gengur allt glimrandi vel, – nei, minnir fráleitt á kattasmölun!

♦ IllustrationI have finished doing the layout for the next book in the monster series, all sent for proofreading in three languages: Icelandic, Faroese and Swedish. It is a bit of juggling, but herding cats? No, not at all.

Listrænt lítið skrímsli | Little Monster likes to draw

LitlaSTeiknarAslaugJ

♦ MyndlýsingarLitla skrímslið er listrænt með afbrigðum. Eða hvað? Það kemur í ljós í bókinni Skrímslakisi sem kemur út haust.
♦ Illustration: Just a little sneak peek: Little Monster draws a cat. Illustration for the next book about Little Monster and Big Monster: “The Monster Cat”.

Föstudagur á teikniborðinu | Friday party on my desk

SkrPar23052014Aslaug

♦ Föstudagsklipp: Ekkert flipp, bara óreiðan á teikniborðinu. Litla skrímslið hefur eðlilega miklar áhyggjur af þessu óstandi.
♦ Friday collageYes, I am still working on a new book about Little Monster and Big Monster and it has been somewhat chaotic. This of course worries Little Monster.
More about The monster series here and here.

Kan2305214Aslaug

Skr23052014Aslaug

LM23052014Aslaug

 

Föstudagurinn langi | Good Friday

FermingINRI♦ Myndlýsing: „Fermingarbarn, til fylgdar þig Hann kveður …“  Þessi mynd birtist í Degi heitnum og fylgdi pistli sem var skrifaður árið 1998 í tilefni af hinni árlegu fermingarvertíð. Dæmigerð íslensk ferming getur sannarlega verið vígsla inn í heim fullorðinna, en hefur, rétt eins og mammonskt jólahaldið, fátt sameiginlegt með hugmyndinni um lítillátan Jésú. Myndin rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá í dag raffíneraða mynd eftir Banksy: Jesus with Shopping Bags (2005).

♦ IllustrationThis is an old illustration (1998) I made for the long gone newspaper Dagur. For a short while I wrote a column in the paper and this collage accompanied an article about the Lutheran confirmation – the Icelandic style. The confirmand is usually showered with money and expensive presents at a big family gathering. For an 14-year-old it is almost impossible to turn down such a good deal, whether a religious youngster or not. The collage was made from the typical sesonal and associated advertisments.
Anyway, I saw Banksy’s elegant Jesus with Shopping Bags (from 2005) on the internet today so I remembered my own crucifix of the similar kind. And it is Good Friday.

Á teikniborðinu | On my desktop

A-teiknibordinu-AslaugJ

♦ Myndlýsingar. Það er kominn föstudagur og pappírssneplarnir flögra um borð og bekki. (Á ég að taka til eða stinga af?) Njótið helgarinnar!

♦ Illustration. Just a little sneak peek at my desk. Amazingly tidy, all considered. So I am off. Have a nice weekend!

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna | International Women’s Day

forstjorarnirAslaugJ

♦ Dagatalið: 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Já, já, það er enn þörf fyrir hann. Efast einhver? Teikningin hér fyrir ofan er meira en 20 ára gömul. Sumir gætu sagt að hún lýsti lúxusvandamáli miðað við það sem konur þurfa að kljást við víða um heim. Um leið og ég ímynda mér að eitthvað hafi breyst – þ.e. að konur í forystu geti átt fjölskyldu OG sinnt krefjandi starfi, þá heyri ég óminn af röddum sem hrósa körlum þessara sömu kvenna alveg sérstaklega: Þeir eru alveg einstakir, já, það er hreinlega merki um fyrirmyndar manngæsku ef þeir taka að sér að sjá um heimilið, um börnin, styðja sína konu… Þegar þessar raddir (ekki síður kvenna) gufa upp, hefur jafnréttinu verið náð – á því sviði. En launaseðlana vantar auðvitað á myndina …

Óska konum og körlum baráttugleði í dag!

♦ The Calendar: Today is International Women’s Day, March 8. The struggle for women’s rights is the fight for equality – for all, whatever the anti-feminists are gibbering. It is the fight  for everyone’s right to enjoy and develop both their feminine and masculine sides, if you like.
The illustration above is more than 20 years old. Perhaps something has changed, yes, maybe … still, not enough.

Have an enlightened International Women’s Day.

Öll þessi hjörtu … | All these hearts …

MartaogMarius-AslaugJweb

♦ Dagatalið: Það er allt löðrandi í hjörtum hvert sem litið er í dag, enda er víða haldið upp á dag elskenda, dag vináttunnar: Valentínusardag. Myndlýsingin hér fyrir ofan úr sögunni Marta og Maríus, sem var gefin út árið 1998 í bókinni Sex ævintýri (– ég var hörð á þessum bókartitli, man ég, þrátt fyrir asnalegar athugasemdir sumra hjá útgáfunni). Sagan hefur ekkert með Valentínusardag að gera, en hjartnæmi vissulega! Ég ætlaði annars bara að minna á V-daginn og vona að súkkulaðið fari ekki öfugt ofan í neinn sem horfir á myndbandið hér fyrir neðan. Í dag var dansað gegn kynbundnu ofbeldi – enn mikilvægara að halda því áfram í kvöld og öll hin kvöldin …

♦ The Calendar: Valentine’s day. No, I don’t celebrate Valentine’s day. I chose to stick to the traditional Icelandic days: Konudagur (Woman’s/Wife’s Day), Bóndadagur, (Man’s/Husband’s Day) and Sumardagurinn fyrsti (First Day of Summer) to celebrate love and friendship. Still, I thought I’d wave some hearts, with this illustration from my book Six Fairy Tales, but foremost remind you to stand up and dance on V-day, and demand and end to violence against women and girls. Strike! Dance! Rise! Happy V-day!

One Billion Rising (Short Film) from V-Day Until the Violence Stops on Vimeo.

Tímamótabækur í afmælisriti | Book design and printing

Oddi70-Blai1999

♦ Grafísk hönnun. Mér áskotnaðist eintak af afmælisriti Odda sem gefið var út á síðasta ári í tilefni af 70 ára afmæli prentsmiðjunnar. Saga fyrirtæksins er rakin með því að velja og kynna eitt bókverk frá hverju ári, en auk þess eru í bókinni kaflar um grafíska hönnun, framfarir í prentun, starfrænu byltinguna o.fl. Árið 1999 er það Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem markar tímamótin. Þar segir m.a. frá því þegar drifið var í endurprentun í Odda í desember, en fyrst upplagið var prentað erlendis. Í textanum segir svo: „Áslaug Jónsdóttir teiknaði myndirnar í ævintýri Andra Snæs og á sinn þátt í velgengni verksins. Kápumynd hennar af hnettinum bláa og sólinni sem brosir við börnunum er einkar vel heppnuð.“ (Sótt fram í 70 ár Oddi 1943-2013, bls. 85).
Oddi70coverÞað er skemmtilegt að glugga í ritið, lesa 70 ára hönnunarsögu af bókakápum og rifja upp áhugaverða kafla í sögu grafískrar hönnunar á Íslandi í greinum eftir Guðmund Odd Magnússon og fleiri. Bókin er hönnuð af Halldóri Þorsteinssyni.

♦ Graphic design. Iceland’s largest printing company, Oddi, celebrated 70 years in business last year. An anniversary book was published, focusing on graphic design and book printing. For every year a successful book is represented as a milestone in the history of the company. The Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason was chosen for the year 1999. The very first edition was printed abroad but Oddi did the reprinting already in December because of good sales and the nomination to the Icelandic Literary Prize, which Andri Snær Magnason later received for the book.
A review of the illustrations and the cover goes as follows: “Áslaug Jónsdóttir illustrated Magnason’s fable and contributed to the success of the book. The cover with the blue planet and the sun smiling towards the children is excellently carried out.”

This anniversary book of Oddi Printing gives an interesting overview of graphic design and book design in Iceland for 70 years. Texts by Goddur, Guðmundur Oddur Magnússon et al. Book design by Halldór Þorsteinsson.

Oddi70-58-59Oddi70-62-63Oddi70endpapers

Böðvar Guðmundsson 75 ára | Birthday and finger counting

Ef-Krakkakvaedi-BG-AslaugJweb

♦ Afmæli! Böðvar Guðmundsson rithöfundur er 75 ára í dag. Böðvar er fjölhæfur höfundur og ég hef haft dálæti á mörgum verka hans, skáldsögum og ljóðum, en af þeim stafar gjarnan ljúf hlýja og lunkinn húmor. Ég skemmti mér því vel við að myndlýsa ljóðin hans í bókinni Krakkakvæði sem kom út árið 2002 og er sennilega löngu uppseld. Bókin var útnefnd á Heiðurslista IBBY árið 2004 fyrir myndlýsingar. Myndin hér að ofan er við kvæðið „Ef“ eftir Böðvar Guðmundsson, og ekki úr vegi að rifja það upp fyrst við erum að telja árin hans Böðvars:

Ef asl_krakkakv

Ef tærnar á mér væru 29
og tungurnar 7,
ef eyrun á mér væru 80
og augun 32
og fingurnir væru 22
þá teldi ég bæði fljótar og meir. 

En ósköp væri þá
erfitt að prjóna
og enginn leikur
að komast í skóna
og ferleg gleraugu
þyrfti ég þá
og þvílíkan hlustarverk
mundi ég fá,
og ekki mundi það
öllum hlíta
sig í tungurnar
7 að bíta. 

♦ Birthday! Author and poet, dramatist and translator Böðvar Guðmundsson is 75 today! Congratulations Böðvar! I enjoyed doing the artwork for his book of poems for children: Krakkakvæði, published in 2002 by Mál og menning, imprint of Forlagið. The illustration above was made for his imaginative rhymed verse: “If”. The book was selected for the IBBY Honour List 2004 for its illustrations. For more about Böðvar and his works see this link. Some of his works are available in Danish, English, French and German.

Thingv2002AslaugJweb

Böðvar Guðmundsson og rithöfundarnir Guðrún Hannesdóttir
og Kristín Steinsdóttir á Þingvöllum árið 2006

Evrópski tungumáladagurinn | The European Day of Languages

EuroMonsters2013Web

♦ Tungumál. Til hamingju með daginn! Evrópski tungumáladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá 2001 og er meðal annars ætlað „að fagna fjölbreytileika tungumála í Evrópu og til að hvetja til tungumálanáms“. Opinber tungumál í Evrópu eru aðeins nokkrir tugir en áætlað er að í álfunni séu töluð um 225 „upprunaleg“ tungumál. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu og ekki síst hverfa þessar raddir algjörlega í netheimum.

Skrímslin tvö standa sig sæmilega í því að fanga fjölbreytileika tungumála í Evrópu því þau tala íslensku, sænsku, færeysku, finnsku, dönsku, norskt bókmál, nýnorsku, spænsku og frönsku. Að auki eru þau orðin reiprennandi á kínversku!

♦ Languages. Today is The European Day of Languages. In Europe alone, about 225 indigenous languages could be celebrated. Sadly many of them are heading towards extinction at a fast rate.

Little Monster and  Big Monster are trying their best in “linguistic diversity” as they now speak several European languages: Icelandic, Swedish, Faroese, Finnish, Danish, Norwegian Bokmål, Neo-Norwegian, Spanish and French. In addition they are doing pretty well in Chinese!

EuroLanguageDay

Fréttir af bláa hnettinum | The Story of the Blue Planet

Blái hnötturinn USA ISL UK

♦ Þýðingar. Það eru ekkert nema góðar fréttir af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andri Snær Magnason. Útgefandinn í New York, Seven Stories Press, tilkynnti að vefsíðan GirlieGirl Army hefði mælt með The Story of the Blue Planet. Frétt á vef 7SP má lesa hér.

Útgefandinn í Bretlandi, Pushkin Presshefur gefið út áhugavert ítarefni og verkefnalista fyrir skólakrakka sem vel má mæla með. Efnið má finna hér í pdf-skrá: Ideas and activities for exploring The Story of the Blue Planet.

♦ Translations. All seems fine with the English editions of Sagan af bláa hnettinum by Andri Snær Magnason. The publisher in New York, Seven Stories Press, announced the other day that GirlieGirl Army had picked The Story of the Blue Planet for their kids. For the post on 7SP website: click here.

The publisher in the UK, Pushkin Press, has published a very nice study pack on their website, worth recommending. Click here for a pdf-doc: Ideas and activities for exploring The Story of the Blue Planet.

Hatturinn | The hat

KukaanEiOleSaari1WebAslaugJons ♦ Myndlýsingar. Einhvern tíma í vor gerði ég myndir við texta í smáriti um Ísland, Islanti on yllättävä – Ísland kemur á óvart, ætluðum finnskum og skandinavískum lesendum. Eintak af finnsku útgáfunni hefur verið að þvælast á borðinu hjá mér. Flestar eru greinarnar dæmigerður fróðleikur um land og þjóð: landnám norrænna manna, Snorra Sturluson, jarðsöguna, eldfjöll og hveri, tungumál með eði og þorni, bókaþjóðina, o.s.frv. Í greininni um bókmenntasöguna eru nefndir nokkrir núlifandi höfundar og bækur sem hafa verið þýddar á finnska tungu; og sem eru kannski enn fáanlegar í bókabúðum þarlendum? Ekki var þar rými fyrir nýlegar barnabækur eins og: Ei! sanoi pieni hirviö eða Tarina sinisestä planeetasta. Bókmenntasagan er nefnilega oftast skrifuð fyrir barnlaust fólk. En barnabækur eru skrifaðar fyrir börn og fullorðna, af fullvaxta rithöfundum. Það er staðreynd sem kemur kannski á óvart. Og þó við njótum þess að sjá börnin vaxa úr grasi, þá þýðir ekkert að bíða eftir því að barnabókahöfundar „vaxi upp úr“ því að skrifa barnabókmenntir. En illa gengur þeim að „vaxa“ inn í bókmenntasöguna. Þar er oft svo lítið pláss.

KukaanEiOleSaari3WebAslaugJonsEn aftur að myndlýsingum: Sumar greinarnar voru þannig tilreiddar að það var erfitt að sneiða hjá klisjum eða lýsa staðreyndum um tungumálið eða jarðskorpuna á nýjan hátt. Áhugaverðast var að fást við grein eftir Eirík Örn Norðdahl, sem í bókmenntunum virkar reyndar dálítið eins og element úr jarðfræðinni: kraftmikið og duttlungafullt náttúruafl. (En þetta hljómar auðvitað líka eins og landkynningarklisja, Eiríkur Örn er sjálfsagt allra handa höfundur).

Greinin fjallar um sjálfsmynd og þjóðerni, er persónuleg og glúrin, reifar þversagnir og goðsagnir um eyþjóð úti í Ballarhafi. Og þar sem höfundurinn er einatt nálægur í textanum, sá ég stöðugt fyrir mér skáldið með hattinn, skáldið sem fjallar um sjálfsmyndir. Ef höfuðfat eins og hattur snýst ekki um sjálfsmynd, þá veit ég ekki hvað. Það er sama hvort um er að ræða vísun í gömul stöðutákn eða val á fati sem veitir hárlitlu höfði skjól: hatturinn er tákn. Það er táknrænt að setja upp hatt, rétt eins og það val að nota ekki hatt! Hattatískunni hrakaði víst mjög þegar stéttskiptingin riðlaðist og þeir sem á annað borð vildu halda höfðinu tóku ofan til að hverfa inn í húfuklæddan fjöldann. Hatturinn er enn auðvitað hluti af einkennisbúningum margskonar. En bæði myndrænt og táknrænt er hatturinn heillandi. Sá sem ber hatt í hattlausu samfélagi er tæplega venjulegur, hann er í það minnsta góður fyrir sinn hatt. Hatturinn fór þannig að dúkka upp í myndunum hér og hvar, ekki bara við grein Eiríks.

KukaanEiOleSaari2WebAslaugJonsMyndin efst á síðunni er reyndar alls ekki með í heftinu. Hún var þó gerð við grein Eiríks Arnar, sem heitir „Enginn er eyland“, (Kukaan ei ole saari) sem aftur fékk mig í mótþróakasti til að minnast þess að „maðurinn er alltaf einn“. Sjálfskipuð einangrun eða ásköpuð er mögulega harla einmanaleg og köld. Kannski óumflýjanleg. (Eða ó-af-flýjanleg, eins og af eyju, þó það megi hlaupa rófulaus hring eftir hring í eigin heimi, kringum kollinn, á hattbarðinu).

Hinar tvær myndirnar, sem birtust með greininni, er annars vegar einhvers konar portrett af Eiríki – sem ég þó vil helst ekki gefa mig út fyrir að gera. Ég legg mig í það minnsta ekkert fram um að teikna manninn eins og hann er útlits, heldur frekar eins og ég les hann út úr textanum, eða bara sirka eins og mér sýnist, þó myndin kunni að minna á hann. Á hinni myndinni eru það svo fjöllin sem skáldið sýnir syni sínum og er í mun um að hann geti nafngreint. Í stærra samhengi: faðir sýnir syninum veröldina, sem þó markast af hans eigin persónulegu (jafnvel takmörkuðu) sýn undan hattbarðinu. Barn af blönduðu þjóðerni getur þó kannski valið sér hatt, mögulega fleiri en einn og fleiri en tvo …

Það er að minnsta kosti ekki hægt að setja alla undir sama hatt.
Og kannski fæ ég skömm í hattinn fyrir þetta allt.

EyjafjallajokullWebAslaugJons

♦ Illustrations. I made these illustrations for a booklet about Iceland. It was published in Finland, earlier this year. It’s called Islanti on yllättävä – Ísland kemur á óvart. (Iceland surprises). The articles in the brochure are mostly basic information about the country: the history of the Norse settlers, the geology of Iceland, the language, the Sagas, the literature, etc. I found it a bit hard to avoid clichés when illustrating these subjects, I just hope I didn’t do too poorly.

Illustrating an article by writer Eiríkur Örn Norðdahl, was interesting though, as I found his writings more open to all sorts of interpretations. The article is called No man is an island, where he describes the dilemma of being an Icelander. It is personal and witty. I only know Eiríkur Örn from photos, where he is usually wearing a hat. The symbolic hat started to make it’s way in to the illustrations, also for the articles on geology (like Eyjafjallajökull on the right) and on literature (below).

The uppermost three illustrations here in this post were made for Eiríkur Örn’s article, although the first one was left out. The second is a sort of a portrait, illustrating the writer himself as more or less merged into the landscape, born from it or torn from it … The rivers are gushing cool water, the poet his words. The third illustration is connected to the writer’s thoughts on national identity and learning his bilingual son the names of the mountains closest to home.

Anyway, I enjoyed pondering about identity and hats, as the hat symbolically has so many meanings, referring to interesting idioms. The hat can be extremely simple in graphic form, even looking like something else (an elephant inside a snake?) but it can also be as mysterious as a magician’s hat. Finally, home is where you lay your hat, right?

Artwork by © Áslaug Jónsdóttir
Collages; monoprints and colored paper, oil base pencil.

LiteratureHatWebAslaugJons

Skrímslin kvöddu Kabloggen | Farewell to Kabloggen

StenMonsterWeb©AslaugJ

♦ Steinhissa skrímsli!  Oh no! Little Monster and Big Monster have turned into stone!!!

♦ Skrímslablogg. Pistlarnir um skrímslin á Kabloggen verða ekki fleiri að sinni, síðustu póstar birtust 31. júlí þegar skrímslabókahöfundarnir þökkuðu pent fyrir sig á sænsku og dönsku. Þeir sem lesa þau tungumál gætu haft gaman af því að glugga í skrifin, en nýjustu færslurnar má lesa hér: Kablogg-póstar skrímslahöfundanna í júlí 2013.

♦ Monster blog. Through July, we the three authors of the Monster series, Áslaug, Kalle and Rakel, had our month of fame at Kabloggen, an authors blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker. We did twenty-something blog-posts with a lot of photos and drawings! Text in Danish and Swedish only, sorry! But check out the images! Kabloggen: Monster time in July 2013!

Bankað á dyr | Knock-knock!

BankDyrWebAslaugJ♦ Skrímslablogg. Í júlí skrifum við skrímslahöfundarnir til skiptis pistla á Kabloggen – höfundabloggi Kabusa-forlagsins. Færslurnar eru auðvitað allar á einn eða annan hátt tengdar skrímslabókunum.

Rakel Helmsdal skrifaði röð af færslum um það hvernig við sækjum hugmyndir til atburða í bernsku en líka til nýlegra atvika. Pistlarnir eru á dönsku og má lesa hér og hér og hér!

Kalle Güettler skrifaði um vinnuna sem tók við eftir stutt hugarflug á námskeiði, en þrjú ár liðu frá því að við hittumst fyrst og þar til fyrsta bókin kom út. Pistillinn er á sænsku og má lesa hér.

Í gær skrifaði ég út frá þessum pistlum þeirra Kalle og Rakel: eða um samruna hugmynda, vinnuferli og auk þess um aðalumfjöllunarefni skrímslabókanna: tilfinningar! Pistilinn: Når idéen banker på (och lite om känslor) má lesa hér. Þar birti ég m.a. mynd af smábók sem ég gerði í hádegishléi á margumræddu námskeiði á Biskops-Arnö árið 2001, en á námskeiðinu áttum við að skrifa út frá setningunni: „Það er bankað á dyrnar“. Smábókin er örsaga án orða, en þessi litla æfing nýttist sennilega bæði í fyrstu skrímslabókina: Nei! sagði litla skrímslið og í bókina Gott kvöld sem kom út nokkrum árum síðar. Meira um Gott kvöld hér. Bókaruppkastið, sem er ein A4-örk brotin og skorin, má sjá hér til hliðar.

♦ Monster blog. The three monster-authors: Kalle Güettler, Rakel Helmsdal and I are still writing at Kabloggen, an author’s blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker.

Rakel Helmsdal wrote a series of posts about how we get ideas from our childhood but also from meeting grown-up monsters as adults!
Read her posts (in Danish) here and here and here!

Kalle Güettler wrote about the work that came as a result of our first meeting at the workshop for Nordic authors and illustrators on the island Biskop-Arnö. It took us three years to finish the first book: No! said Little Monster.
Read his blog (in Swedish) here.

Yesterday I wrote a blog post, a bit as a response to their posts: on the importance of sharing ideas, how ideas merge together; and about the major subject in our books: mainly feelings! Monstrous feelings of all sorts! I also wrote about a little sketch I made in a lunch break at the workshop in 2001, where we three met. One of the assignments was to write something inspired from the sentence: “There was knocking on the door”. I did a mini-book without words, a draft, a sketch of my idea. (See the picture on the right). I think that some elements and features from the sketch appear in our first book: No! said Little Monster, but also in a another book of mine: Gott kvöld. For more about the picture book Gott kvöld, click here.
My full post (in Danish): Når idéen banker på (och lite om känslor).