Ljósmynd tekin | Photo date: 26.12.2017
Fullveldisdagur: Ég óska landsmönnum öllum til hamingju með daginn og vona að Ísland megi sem lengst standa undir nafni sem frjáls og fullvalda ríki. Vonandi má líka fagna því að ný ríkisstjórn tók til starfa í gær eftir langa mæðu. Það hefur sannarlega gustað hressilega í kringum stjórnmálin og reyndar ólíklegt að það verði einhver lognmolla yfir starfi nýrrar stjórnar. En vonandi ná mikilvæg mál góðum byr.
This Friday – a day of celebration: On 1 December 1918 Iceland gained independence from Denmark with the signing of the Act of Union with Denmark. The Act recognized Iceland as an independent state under the Danish crown and independence is celebrated this day every year. Also today: a new government signed a coalition agreement yesterday, after a long period of political imbalance. A certain thing to celebrate is a young and bright female prime minister: Katrín Jakobsdóttir – and two other Left-Green ministers governing Ministry of Health and Ministry of Environment: Svandís Svavarsdóttir and Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Strong winds have blown around the new government but hopefully will all good matters of importance get favorable winds. I wish them well!
Myndband tekið | Video date: 17.08.2017
Bleiki dagurinn: Þrettándi október er tileinkaður bleiku slaufunni og baráttu gegn krabbameini hjá konum. Á mínum einnar-konu-vinnustað gleymdist þetta með bleika búninginn í dag, en ég hugsa sannarlega til kvenna sem háð hafa baráttu við krabbamein, þær þekki ég margar.
Nýliðinn er líka alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, sem er 11. október. Báðir þessir dagar vekja margvíslegar tilfinningar sem bera að sama brunni: vonandi getum við bætt líf komandi kynslóða, vonandi verður baráttugleði kvenna óþrjótandi, það veitir ekki af.
Unnur, stelpan sem veit hvað hún vill, er fulltrúi minn með bleiku slaufuna – sem má kaupa hér. Við bindum vonir við stúlkurnar okkar og höldum áfram baráttunni fyrir bjartari framtíð þeim til handa.
Breast Cancer Awareness Day: Today people everywhere are dressed in pink to raise awareness for breast cancer. Well, my one-woman’s-workplace somehow missed to send out the reminder … yes, my brownish outfit today is not the right thing for the occasion. But Jen here knows what she wants, and she wants the pink ribbon!
Alþjóðadagur læsis er í dag, 8. september, en dagurinn er tileinkaður „læsi í stafrænum heimi“. Um það tilefni má lesa nánar á heimasíðu Unesco: International Literacy Day. Mikilvægi læsis verður vart ofmetið, það að skilja og greina texta, hvar sem hann birtist. Það sama gildir líka myndir og tákn, myndlæsi vegur ekki síður þungt í stafrænum heimi. Rétt eins og tungumál, þróast táknmál myndanna og litast af margvíslegri menningu og síkvikum heimi. Fátt þjálfar skilning betur en lestur bókmennta og því ekki hægt að gefa sér að litlu máli skipti hvað og hvernig lesið sé. Njótið því góðra bóka, mynda og texta! Gleðilegan dag læsis!
Reading: Today, September 8., is the International Literacy Day, celebrated under the theme: “Literacy in a digital world”. The importance of reading can not be overestimated, – to be able to understand and explore text – in what ever form. The same goes for images, pictures and symbols: visual literacy is also highly important in a digital world. But the matter matters, as well as „deep reading“ of both images and text. And we should read literature! So I wish you all the delights of literature and language, illustration and art! Happy Literacy Day!
Skrímslin í Færeyjum: Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim opnaði 1. apríl í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Þá hófst einnig barnamenningarhátíð Norðurlandahússins, Barnafestivalurin 2017, sem stóð til 9. apríl með metnaðarfullri dagskrá og viðburðum: tónleikum, list- og leiksýningum.
Sýningin um skrímslin tvö er farandsýning og var upphaflega sköpuð fyrir Gerðuberg menningarhús. Við hönnuðir sýningarinnar fylgdum henni til Þórshafnar og unnum að uppsetningunni ásamt starfsfólki Norðurlandahússins. Þar var sannarlega tekið vel á móti okkur og skrímslaheimurinn sómdi sér vel í bjartri og opinni Forhøll og hlýlegri Dansistovu.
Myndirnar sem hér fylgja eru frá opnunardeginum í Norðurlandahúsinu, en börn og fullorðnir virtust una sér afar vel í skrímslaheiminum og nutu samvista við lestur og leik. Það gladdi að sjá því meginmarkmiði sýningarinnar náð.
Sýningin verður opin gestum frá 1. apríl til 4. maí. Nánari upplýsingar og myndir frá fyrstu uppsetningu sýningarinnar í Gerðubergi menningarhúsi má sjá á síðunni hér. Um skrímslabækurnar má fræðast hér og um höfunda bókanna og samstarfið má lesa hér.
Travelling Exhibition: On April 1st the interactive exhibition for children: a Visit to the Monsters, opened in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands, as one of the events at the annual Children’s Festival, Barnafestivalurin 2017.
The exhibition is based on the books about Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal. It was originally designed and on display in Gerðuberg Culture House in 2015-2016. Art direction and exhibition design was executed by Áslaug Jónsdóttir and Högni Sigurþórsson – and we two, Högni and I, travelled to Tórshavn to work on this version for the Faroese friends of the monster series. Our good hosts and co-workers truly made us and the two monsters feel at home in The Nordic House in Tórshavn and we certainly enjoyed working in the beautiful elements of the Nordic House.
The following photos are mostly from the opening earlier this month. I was delighted to see that both children and grown-ups found pleasure in what the exhibition is all about: reading and playing together.
The exhibition is open until May 4th. Further information in Faroese here. See also photos from the first version in Gerðuberg Culture House and read more about the exhibition on the page here. Click on the links to read more about the monster series or the three authors and their collaboration.






Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Við Högni þökkum fyrir okkur! | Happy exhibition designers give thanks for a delightful stay in Tórshavn!
Rósir í Róm: Gleðilegt sumar! Eins og vera ber hefur sumardagurinn fyrsti minnt bæði á vetur og sumarvon, með vorhret á glugga og bjartar sólarglennur til skiptis. Nýkomin heim úr ferðalagi til Rómarborgar fletti ég myndum og staldra við rósir í Farnesi-görðunum á Palatinohæð. Og græna litinn sem er hollur fyrir augun, eins og allir vita. Takk fyrir veturinn!
Roses in Rome: Happy First Day of Summer! The first Thursday after the 18th of April is the first day of summer in Iceland, according to the Old Norse Calendar, dividing the year into two seasons, summer and winter. As so often before on this day, the weather has been cold and it even snowed a bit. But then again the sun came out, bright and warming … I’m just back from a trip to Rome and as I was flipping through my photos I found these roses in the Farnese Gardens on the Palatine Hill a nice pick. Farewell Winter!
Ljósmynd tekin | Photo date: 13.04.2017
Skrímslafundur: Gleðilegur dagur barnabókarinnar er að kveldi komin. Það var vel við hæfi að ég eyddi deginum á ströngum vinnufundi með góðum vinum og samstarfsfólki: Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Við hittumst í þetta sinni í Þórshöfn í Færeyjum og fórum yfir nýjar sögur og handrit að bókum um litla og stóra skrímslið.
Við gátum líka fagnað opnun upplifunarsýningarinnar um skrímslin tvö, Skrímslin bjóða heim, sem opnaði 1. apríl í Norðurlandahúsinu í Færeyjum, en ég birti án efa bráðlega myndir frá opnuninni og vinnunni við sýninguna.
Monster meeting! April 2nd 2017: I hope you all had a happy International Children’s Book Day! I spent the day accordingly, working on new stories and manuscripts for the series about Little Monster and Big Monster, collaborating with my friends and colleagues Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. This time we met in Tórshavn in the Faroe Islands where the interactive exhibition: a Visit to the Monsters opened in the Nordic House in Tórshavn on April 1st 2017. I will most definitely post information and photos from the opening very soon!
Skrímsli á ferð: Brátt líður að því að litla skrímslið og stóra skrímslið bjóði færeyskum börnum heim og hreinlega inn á gafl til sín. Upplifunarsýningin um skrímslin tvö verður sett upp í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum á barnmenningarhátíðinni Barnafestivalurinn 2017 og verður opin gestum frá 1. apríl til 4. maí. Nánar er sagt frá sýningunni og hátíðinni hér á heimasíðu Norðurlandahússins, en margar myndir og fleira um farandsýninguna „Skrímslin bjóða heim“ má kynna sér á síðunni hér.
Einn þriggja höfunda skrímslabókanna er færeyska skáldkonan Rakel Helmsdal. Hún rekur líka eigið sitt brúðuleikhús: Karavella Marionett-Teatur og hefur sett upp brúðuleik um skrímslin tvö. Rakel undirbýr nú líka pappírsbrúðuleik þar sem hún nýtir myndlýsingarnar mínar úr skrímslabókunum sem efnivið og sprettibókarformið (pop-up) sem leiksviðið. Fyrstu drög má sjá á ljósmyndunum hér fyrir neðan.
Travelling Exhibition: The interactive exhibition Visit to the Monsters is soon to be opened in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands, as on of the events on the annual Children’s Festival. The exhibition will open on April 1st 2017 and is open until May 4th. Further information in Faroese here. The exhibition was originally on display in Gerðuberg Culture House in 2015-2016. See photos and read more about the exhibition on the page here.
One of the three authors of the Monster series is the Faroese writer Rakel Helmsdal. She also runs her one-woman puppet-theater: the Karavella Marionett-Teatur and has played a puppet show with Little Monster and Big Monster. She is now preparing a show with paper puppets, basing her images and figures on my illustrations from the books, using the pop-up book art form as stage. The photos below show her first drafts. So, our Faroese friends of the two monsters may look forward to some exciting shows in Tórshavn in the coming months! See you in Tórshavn!
Myndskreytingar: HönnunarMars, hin árlega hátíð hönnunar og lista í Reykjavík, verður haldin dagana 23. – 26. mars með fjölbreyttri dagskrá og viðburðum. Ég tek þátt í sýningu á myndlýsingum pólskra og íslenskra bókateiknara, á sýningunni „Gjugg í borg“ í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sýningin opnar 21. mars og stendur til 3. apríl.
Þátttakendur á sýningunni eru: Marta Ignerska, Monika Hanulak, Małgorzata Gurowska, Agata Dudek, Paweł Pawlak, Iwona Chmielewska, Marianna Oklejak, Piotr Socha, Katarzyna Bogucka, Ola Płocińska, Dawid Ryski, Robert Czajka, Edgar Bąk, Aleksandra and Daniel Mizielińscy, Emilia Dziubak, Marianna Sztyma, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Halldór Baldursson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Áslaug Jónsdóttir. Sýningarstjóri er Ewa Solarz.
Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér á heimasíðu Hönnunarmars og viðburðasíðu á Facebook.
Illustration: The annual design festival DesignMarch in Reykjavík will be held from March 23. to 26. I will take a small part as one of the exhibitors of children’s books illustrations in the exhibition “Peekaboo” at the Culture House in Reykjavik.
The exhibition will tell the story of Polish and Icelandic illustrated children’s books by presenting the best works of illustrators from both countries. 16 Polish and 6 Icelandic authors will be featured. The event will be divided into two parts: an exhibition of illustrations and books, and a programme of workshops for children and illustrators.
The last decade has seen a revival of books for children in Poland. New publishing houses are constantly popping up and taking the risk of publishing contemporary and innovative books. And the world has taken note. Polish books regularly receive the Bologna Ragazzi Award – the most important international children’s book award. A similar development can be observed in Iceland’s children’s literature, where illustrated children’s books play a very important part. Iceland is fortunate to have committed, young illustrators, who are succeeding at recreating Icelandic children’s literature, which is the foundation of Icelandic literature as a whole. The Peekaboo Exhibition at the Culture House in Reykjavik showcases the most interesting children’s’ books illustrated by 16 Polish and 6 Icelandic artists. The books show the artists’ diversity and wit – the exhibition’s design allows children to explore the books’ characters. The exhibition will be accompanied by a lecture about contemporary Polish illustration, a meeting with some of the illustrators and a workshop programme for both Polish children living in Iceland and Icelandic children.
Participating artists: Marta Ignerska, Monika Hanulak, Małgorzata Gurowska, Agata Dudek, Paweł Pawlak, Iwona Chmielewska, Marianna Oklejak, Piotr Socha, Katarzyna Bogucka, Ola Płocińska, Dawid Ryski, Robert Czajka, Edgar Bąk, Aleksandra and Daniel Mizielińscy, Emilia Dziubak, Marianna Sztyma, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Halldór Baldursson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir and Áslaug Jónsdóttir.
Ewa Solarz is the curating the exhibition. The exhibition will run until 2nd of April.
– http://honnunarmars.is/work/peekaboo/
Links:
Peek-a-boo / DesignMarch
Facebook event
article in Polish: Iceland News.
♦ Áramót: Gleðilegt ár vinir á vefnum! Bestu þakkir fyrir innlit og heimsóknir á heimasíðuna, sem ég lít öðru fremur á sem upplýsinga- og minnistöflu: stundum er efnið fyrir sjálfa mig, stundum kann það að gagnast það öðrum.
Er ekki eitthvað dásamlega frelsandi við það að skrifa nýtt ártal? Ég sé ekki eftir árinu 2016, svo mikið er víst, og vonandi verður nýja árið farsælt.
Ég eyði áramótum í sveitinni og veit ekkert betra eftir ofát og hátíðahöld en að vafra út og horfa. Helst út í bláinn, en oft í gegnum ljósmyndalinsuna. Um áramót má svo horfa fram á veginn, um öxl og þar fram eftir götum. Ég sæki sem fyrr í fjöruna og þó allt sé þar gamalkunnugt, þá finnst mér einatt að ég sjái þar eitthvað nýtt. Svona er náttúran undursamlega blekkjandi.
♦ Happy New Year – to you all! May the new year 2017 bring us peace and happy moments in life. I can’t say I miss 2016 despite the many good memories.
To the readers of my blog: Thank you for visiting and checking out my digital memo board of miscellaneous stuff 🙂 I hope it may be an inspiration to some and of interest and information to others.
I shot these photos yesterday, the last day of the year 2016, at the family farm. (Except the one at the top). Winter sky, cold sea, frosty earth… I may have posted similar shots many times before, but somehow I feel I always see something new on my beach walks. This is the wonderful illusion of nature.
Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.12.2016 / 01.01.2017
♦ Skólaheimsókn: Það er alltaf gaman að heimsækja Akurskóla í Reykjanesbæ, en þar var ég í tilefni af degi íslenskrar tungu. Þá hittast nemendur í fyrsta bekk og elstu börnin í leikskólanum Akri og leikskólanum Holti og fagna deginum með söng. Krakkarnir eru fyrirmyndaráheyrendur og góður andi í skólanum. Með í för voru auðvitað litla skrímslið og stóra skrímslið. Við hittum líka Blæ vináttubangsa, sem er sérlegur sendifulltrúi Barnaheilla í forvarnarverkefni gegn einelti og var í fylgd með krökkunum frá Holti.
Fleiri myndir má sjá hér á vef Akurskóla.
♦ School visit: Last week I was the lucky guest of first graders in Akurskóli in Reykjanesbær, as well as preschool classes from kindergartens Holt and Akur, when they all got together and celebrated the Icelandic Language Day. As always the young students were an exemplary good audience. I visited the school along with Little Monster and Big Monster who also met teddybear Blær, a special ambassador for friendship and mascot of Barnaheill – Save the Children in Iceland’s project against bullying.
More photos here at Akurskóli webpage.
Ljósmyndir teknar | Photo date: 18.11.2016
♦ Alþjóðadagur læsis – er í dag 8. september og á Íslandi er Bókasafnsdeginum einnig fagnað. Fimmtíu ár eru liðin síðan Sameinuðu þjóðirnar UNESCO gerðu daginn að alþjóðlegum degi læsis og það er full ástæða til að taka þátt í gleðinni með lestri góðra bóka og heimsókn á næsta bókasafn.
Að loknu heimsþingi IBBY samtakanna í ágúst s.l. var birt myndband til kynningar á heiðurslista IBBY árið 2016 og sem sjá má hér fyrir ofan. Í október á síðasta ári tilkynnti IBBY á Íslandi að við Skrímslakisi værum útnefnd á heiðurslistann fyrir myndlýsingar. (Sjá frétt hér). Valið er á heiðurslistann annað hvert ár, en bækurnar fá umtalsverða alþjóðlega kynningu. Þær eru kynntar á heimsþingi IBBY og fara um heiminn á farandsýningu á hin ýmsu bókaþing í tvö ár eftir það. Bækur sem tilnefndar hafa verið á heiðurslistann má svo finna á nokkrum völdum bókasöfnum víðsvegar um heiminn. Þetta er í þriðja sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY: árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.
Á heiðurslista IBBY 2016 er einnig samstarfkona mín Rakel Helmsdal fyrir bókina „Hon, sum róði eftir ælaboganum“. Frá Danmörku er tilnefndur einn textahöfundur fyrir hvert höfuðtungumálanna í danska ríkissambandinu: dönsku, færeysku og grænlensku. Kápu þeirrar bókar gerði ég útgáfuárið 2014. Rakel Helmsdal er sem kunnugt ein þriggja höfunda bókanna um skrímslin, ásamt okkur Kalle Güettler. Þau gleðitíðindi bárust svo í lok ágúst að Rakel hefði hlotið Vestnorrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókina. Til hamingju Rakel!
♦ International Literacy Day: Today, September 8th, is the International Literacy Day and UNESCO celebrates its the 50th anniversary. In Iceland we also rejoice “Bókasafnsdagurinn” – The Library Day.
IBBY International has just released the video above, a presentation of all books nominated to the biennial IBBY Honour List 2016. On the list is Skrímslakisi (Monster Kitty) by the Nordic trio: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal – selected for the 2016 IBBY Honour List for illustration. Read the news in Icelandic here and all about IBBY Honour List here. The criteria goes as follows:
“The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”
The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the third time on the list; previously in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.
On the IBBY Honour List 2016! is also my Faroese co-author Rakel Helmsdal, honoured for her book: „Hon, sum róði eftir ælaboganum“ (The girl who rowed after the rainbow). I did the cover design for her book, the year of publishing, in 2014. Only couple of weeks ago Rakel received the West Nordic Council’s Children and Youth Literature Prize for the book. Congratulations Rakel! Visit Rakel Helmsdal’s blog for more information in Faroese.
The Honour List catalogue and the selected books will be presented at the IBBY Congresses in Auckland, New Zealand in 2016. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs. Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept at the International Youth Library in Munich, the Swiss Institute for Child and Youth Media in Zurich, Bibiana Research Collection in Bratislava, IBBY in Tokyo and Northwestern University Library at Evanston, Illinois.
Celebrate the day: Read good books! Visit your library!
Below: two spreads from Skrímslakisi (Monster Kitty).
♦ Forsetaframboð – Röddin á Bessastöðum: Á morgun velja Íslendingar nýjan forseta og er það löngu tímabært. Undanfarnar vikur hafa ýmsir góðir frambjóðendur háð skemmtilega og áhugaverða kosningabaráttu og þar hefur fáa skugga borið á, ef undan er skilinn lokadans fráfarandi forseta. Útspil hans var hneisa sem lengi verður minnst, ekki síst furðuleg tilraun til að útnefna ólíklegan erfðakóng og þar með forsmá lýðræðið. Vítin eru til varnaðar og það er kominn tími til kveðja gamla pólitíska klækjarefi og velja forseta framtíðar: nýja rödd á Bessastaði.
Það gladdi mig innilega þegar Andri Snær Magnason tók stökkið og bauð sig fram til forseta. Ég heyrði á sumum að þeir efuðust um þessa rödd: já, var hann ekki hálf óskýrmæltur, þessi rithöfundur? Enn aðrir sögðust ekki botna í skáldinu. Fáir hafa þó talað skýrar en Andri Snær Magnason. Hér er rödd sem talar fyrir menningu og vísindum, mannúð, sjálfbærni og náttúruvernd.
Ekki hafa allir snúið daufum eyrum við málflutningi Andra Snæs í gegnum tíðina en á hinn bóginn eru þeir til sem líta á viðleitni fólks til þess að vernda náttúruna sem hinn versta löst. Er það raunin, eru virkilega til hreinræktaðir andstæðingar náttúruverndar á Íslandi? Hvaðan kemur þessi ótti? Er það þetta óttaslegna fólk sem við viljum að ráði för og ákvarði næstu skref okkar inn í framtíðina?
Ég kynntist Andra Snæ fyrir um átján árum, ungu ljóðskáldi sem var að skrifa sína fyrstu barnabók. Við áttum gott og gjöfult samstarf um bókverkið Söguna af bláa hnettinum. Ég þekki líka hans góðu og greindu spúsu, Margréti Sjöfn Torp, en bæði hafa þau hjónin haft fingurinn á púlsi þjóðarinnar, hjúkrunarfræðingurinn Margrét í bókstaflegri merkingu, en Andri Snær hefur greint þjóðarsálina og samtíma okkar af meiri skarpsýni en flestir.
Ég veit ekki til þess að Andri hafi neina dulræna hæfileika eða sæki leiðarljós sín til æðri máttarvalda, en hann er engu að síður einn af þessum sjaldgæfu mönnum sem sjá inn í framtíðina, um leið og hann hefur sterkar taugar til fortíðar, sögu okkar og menningar. Hann er í eðli sínu brauðryðjandi hugmynda og skapandi vísindamaður, með víðtæka reynslu af samskiptum við fólk úr öllum heimshornum og fjölbreyttum kimum samfélagsins. Og það sem mest er um vert: fáa þekki ég sem eru fúsari til þess að hlusta og meðtaka ólíkar skoðanir með opnum huga, greina og fanga nýjar hugmyndir og fersk sjónarhorn.
Margir stuðningsmenn Andra Snæs hafa valið slagorðið „að kjósa með hjartanu“. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á sumum sem telja aðra frambjóðendur vænni kost. Með þessu er þó ekki verið að saka aðra kjósendur um kaldlyndi. Undir slagorðinu hafa viðkomandi einfaldlega hafnað því vali að kjósa af kænsku eða láta útreikninga líkinda ráða atkvæði sínu. Valkostir eru vissulega allmargir og atkvæði kunna að dreifast, en það er að minnsta kosti óhæft að kjósa með „merarhjartanu“, af ótta við gamla forpokaða drauga. Þess háttar ráðstöfun yrði að kallast heldur dapurleg þátttaka í lýðræðinu.
Á ögurstundu í Sögunni af bláa hnettinum býðst söguhetjunni að bjarga börnunum hinum megin á hnettinum en þarf þess í stað að velja á milli stálhjarta eða steinhjarta. Það fer þó ekki svo, söguhetjan nær sínu fram og heldur hjartanu. Á morgun þurfum við heldur ekki að velja stál eða stein, sem oftar eru það heilindin og kraftur hugmyndanna sem skipta sköpum.
Ég skora á Íslendinga að sýna kjark og kjósa af sannfæringu hugsjónamanninn, náttúruverndarsinnann og mannvininn Andra Snæ Magnason.
á Jónsmessu 2016,
Áslaug Jónsdóttir
♦ President election in Iceland: Above written is my statement of support for a fellow writer and a friend: Andri Snær Magnason, who is running for President of Iceland. I think Andri Snær would be a great president, a new fresh voice in that office, a voice that not only Iceland needs but the world community as well. Iceland may not be a powerful country but we sure can have a strong voice, a passionate and a spirited one. Andri Snær Magnason has such a voice.
♦ Barnamenningarhátíð 2016: Í dag er síðast vetrardagur og í gær hófst Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Á Facebook hafa margir tekið þátt í því að kynna hátíðina með því því birta af sér bernskumyndir og því birti ég þessa mynd hér fyrir ofan. Ég er ljóshærða barnið til vinstri á myndinni, alsæl í ilmandi skógarkjarri, áningarstað á einhverjum sunnudagsbíltúr fjölskyldunnar. Ég er þarna líklega rúmlega fjögurra ára, með yngstu systur minni, Védísi (2 ára), og móður minni Kristjönu. Aldurinn 2-6 ára er einfaldlega dásamlegur. Lífið er tími stóruppgötvana, einn samfelldur magnaður könnunarleiðangur og kúgun skipulagðrar skólagöngu hefur enn ekki dunið yfir. Og svo klæddist maður svona fínu prjónadressi, jogging-galla þess tíma, einkar þægilegum fatnaði, en mun fágaðri.
Ég held að það hljóti að vera gaman að vera barn á Barnamenningarhátíð í Reykjavík og fyrir fullorðna er upplífgandi að ganga í barndóm á listviðburðum á hátíðarinnar. Á heimasíðu hátíðarinnar segir: „Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 19.- 24. apríl 2016. Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn. Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar. Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu.“ Dagskrána í heild má finna hér og fésbókarsíðu hátíðarinnar hér. Viðburðirnir eru ótalmargir.
Skrímslin láta sig ekki vanta á Barnamenningarhátíð og koma víða við sögu:
22. apríl – Skrímslaleikrit: Á föstudag kl. 10.30-11.30 í Gerðubergi – Menningarhúsi, munu 13 börn úr 1. bekk Hólabrekkuskóla sýna leikrit unnið upp úr skrímslabókunum undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur. Sjá meira um viðburðinn hér.
23. apríl – Upplestur í Hannesarholti: Á laugardag ætla ég að lesa fyrir börn í Hannesarholti, kl. 14-14:30 og kl. 16-16:30. Ekki ólíklegt að bækurnar um skrímslin verði með í för.
24. apríl – Kveðjuhóf skrímslanna í Gerðubergi: Á sunnudag er lokadagur upplifunarsýningarinnar Skrímslin bjóða heim í menningarhúsinu Gerðubergi. Dagskráin þar hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00. Sjá nánar hér.
♦ Children’s Culture Festival 2016: Today is the last day of winter, and yesterday Children’s Culture Festival in Reykjavík started. On Facebook many Icelanders have promoted and supported the festival by changing their profile photo or posting a photo from their childhood. My take on this trend is the photo above. I am the blond girl on the right, in the middle is my youngest sister, Védís, and then my mother, Kristjana. I am about four years old, thoroughly happy with a picnic stop in a birch „wood“ clearing on a Sunday drive. In my mind this is the most wonderful age of childhood: 2-6 years old. Life is an exciting journey of exploration and enormous discoveries, still free from oppressive schooling of any kind. And you dress up really stylish: in a comfy two piece knitted tracksuit. Made by my mother, of course.
Children and anyone young at heart should be able to have a great time in Reykjavík during the festival. The introduction says: „The festival was launched in 2010 and is already a huge success. Dedicated exclusively to children and young people in Reykjavik up to the age of sixteen, this annual festival strives to introduce youth to a wide range of arts disciplines through the medium of workshops and performances. The unique aspect of this festival, and that which sets it apart, is that it places emphasis on participation, focusing particularly on the child as an artist. During the festival there will be a variety of activities for children, including theatre workshops, circus, visual arts, storytelling, music, film, puppetry and dance activities, with many nursery schools, primary schools, music and art schools, libraries, museums, theatres, and other cultural institutions taking part.“ See complete program here and Facebook for the festival here.
I will take a small part in the festival, as will the two monsters, Little Monster and Big Monster.
April 22. A Monster Play: On Friday at 10.30-11.30 in Gerðuberg – Culturehouse, 13 children, 1st graders from Hólabrekkuskóli will show a play inspired by the monsterbooks. It’s a play they have made during an acting course led by Ólöf Sverrisdóttir. More here.
April 23. Reading for children in Hannesarholt: On Saturday I will be reading for children in Hannesarholt, Grundarstígur10, 2-2:30 pm and 4-4:30 pm. Monsterbooks and more!
April 24. Farewell to the Monsters: Sunday is the last day the exhibition of A visit to the Monsters. The program starts at 1 pm – ends at 4 pm. More here.
Happy festival!

♦ Tungumálahátíð! Alþjóðadagur móðurmálsins var haldinn hátíðlegur í Gerðubergi menningarhúsi s.l. sunnudag, 21. febrúar 2016. Litla skrímslið og stóra skrímslið fögnuðu deginum á marga lund og nú bar svo vel í veiði að Rakel Helmsdal, færeyski höfundurinn í höfundaþríeykinu, var stödd í Reykjavík. Rakel hafði meðferðis tvo góða leikara úr brúðuleikhúsinu Karavella Marionett Teatur, sem hún rekur við góðan orðstír í Tórshavn. Litla og stóra skrímslinu var vel tekið af áhorfendum þó skrímslin tjáðu sig fyrst og fremst á færeysku. Á vegum Café Lingua var svo fjölbreytt dagskrá tengd móðurmálsdeginum með þátttöku fjöltyngdra Íslendinga og fólks af ýmsum þjóðernum. Meðal annars var bókin Nei! sagði litla skrímslið lesin upp á mörgum tungumálum. Þar hljómaði m.a. arabíska, japanska, spænska, ítalska, kóreska, pólska, quechua, katalónska, baskneska, tékkneska, lettneska, franska, rússneska og norska.
♦ Celebration of the Languages! International Mother Language Day was celebrated in Gerðuberg Culture House on Sunday February 21st 2016. Little Monster and Big Monster had a good reason to party along, the book series already translated to many languages. Multilingual children read No! Said Little Monster in Arabic, Japanese, Spanish, Italian, Korean, Polish, Quechua, Catalonian, Basque, Czech, Latvian, French, Russian and Norwegian. My co-author and multi-talented artist Rakel Helmsdal, the Faroese part in our co-authorship of the Monster series, was in Reykjavík and had brought along two actors from Karavella Puppet Theater she runs in Tórshavn. What a delight! This was the first time I met the two monster puppets, and it was a true pleasure. The puppets could speak in Faroese, Danish and French but had a little help to answer questions from the audience in Icelandic. Café Lingua, a multicultural project run by Reykjavik City Library | Culture house, had a big program for the day with multilingual participants and people from all over the world. See more photos from the event here on Facebook.
Photos: © Áslaug Jónsdóttir / © Borgarbókasafn – menningarhús: Ásta Þöll / Kristín R.
♦ Áramót 2015-2016! Kæru vinir nær og fjær; bestu þakkir fyrir skemmtileg samskipti og samvinnu á árinu sem er að líða. Kærar þakkir fyrir allar heimsóknir á vefinn! Með myndum frá Melaleiti óska ég ykkur gleðilegs árs, friðar og farsældar á nýju ári. Finnst ykkur kannski vanta púður í þessar myndir? Hér er himinninn laus við litaglaða skotelda. Manneskjan er lítil gagnvart náttúrunni og víst að við eigum þar við ofuröfl að etja. Jafnvel venjuleg vetrarveður á norðurslóðum minna okkur á það. Hvað þá þegar öfgar verða að venju og þekktar stærðir og staðreyndir gamlar minningar. Aðeins með því að stunda auðmýkt í umgengni okkar við náttúru og jörð getum við lifað af í breyttum heimi og sýnt raunverulega snilli og gáfur. Það væri óskandi að við gætum haft örlítið meira vit fyrir okkur á komandi ári. Megi jarðarbúum öllum búnast vel á nýja árinu.
♦ At New Year 2015-2016! Dear friends, near and far, thank you for all the joyful gatherings and meetings, inspiring collaborations and friendship, – and thank you for the many visits to this website in the year 2015. I am truly grateful for your interest. With these photos from the family farm at Melaleiti I wish you a very happy New Year 2016. These images do not picture the blissful excitements of the fireworks on New Year’s Eve, but are pretty descriptive for the mood at the countryside, where I plan to spend the evening. We are so small against Nature’s tremendous powers. Only by practicing humility and humbleness towards Nature’s forces we show true intelligence and mastery. I wish you all peace, wisdom and happiness!
Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.12.2015

♦ Skrímslin bjóða heim: Sýningin Skrímslin bjóða heim í Gerðubergi – menningarhúsi var vel sótt s.l. helgi en þá var skreytt hjá skrímslunum fyrir jólin. Þar var föndrað af kappi og í lokin var sungið og gengið í kringum ljósum prýdd skrímslajólatré. Skrímslin þakka öllum þátttakendum hjartanlega fyrir komuna. Skrímslakisi er alsæll svo nú mega jólin koma!
♦ A Visit to the Monsters: Last Saturday was a festive day for Little Monster and Big Monster when they got their homes in Gerðuberg Culture House decorated. This was of course only possible because of great help from exhibition guests of all ages. Now the merry monsters enjoy the Yuletide just as the rest of us. Monster Kitty is as happy as a cat can be. Thank you all!
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.
♦ Sýningin Skrímslin bjóða heim er ætluð yngri börnum í fylgd með fullorðnum og stendur allt til 24. apríl 2016. Aðgangur er ókeypis.
♦ The exhibition A Visit to the Monsters, based on the Monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is on display in Gerðuberg Culture House in Reykjavík. It will run through April 24th 2016. Free admission.
♦ Viðburður: Á morgun, laugardaginn 12. desember, verður skreytt heima hjá skrímslunum í Gerðubergi menningarhúsi. Þar verður hægt að spreyta sig á alls konar jólaföndri að hætti litla skrímslisins. Stóra skrímslið gat ekki beðið og er búið að hengja upp jólaseríurnar (án þess að flækja þær saman!). En auðvitað þurfa skrímslin hjálp við að punta svona mörg hús og tré. Við skrímslavinir hlökkum því til að sjá sem flesta á morgun, kl 13:30-15:30. Nánari upplýsingar: Gerðuberg menningarhús og hér er viðburðurinn á FB. Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim stendur yfir í Gerðubergi.
♦ Event: Little Monster and Big Monster are preparing for the holidays and will be decorating their homes at Gerðuberg Culture House tomorrow, 12. Dec., from 1:30 pm to 3:30 pm. Big Monster could not wait and has already put up some fairy lights and Little Monster has been busy with the scissors. But they will sure need some help decorating all the trees and all the houses, windows and doors. We welcome all monster-friends to this event! Further information: Gerðuberg Culture House and a FB-event. The exhibition A Visit to the Monsters, based on the Monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is on display in Gerðuberg Culture House.
♦ Tvítyngi og upplestur: Móðurmál, félag um tvítyngi stóð fyrir upplestrum á Nei! sagði litla skrímslið, í Menningarhúsinu Gerðubergi 28. nóvember s.l. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir upplestrum á bókinni á ýmsum tungumálum. Í þetta sinn var lesið á íslensku, lettnesku, tékknesku, litháísku, portúgölsku, slóvakísku, basknesku, kastillísku, ítölsku, norsku, katalónsku, pólsku og filippseysku. Bókin hefur ekki verið útgefin á öllum þessum tungumálum en margir lögðu hönd á plóg við að þýða textann á sitt móðurmál. Upplesarar voru til fyrirmyndar og lásu með tilþrifum. Kærar þakkir félagar í Móðurmáli!
♦ Bilingualism and book reading: I took these photos last Saturday at an event where No! Said Little Monster was read in numerous languages.This is the second time Móðurmál – Mother Tongue, Association on Bilingualism, arranges an event like this, now in Gerðuberg Culture House where “No! Said Little Monster” was read in: Icelandic, Latvian, Czech, Lithuanian, Portuguese, Slovak, Basque, Castilian, Italian, Norwegian, Catalan, Polish and Filipino. The readers were all wonderful and the children read with great expression! Thank you all participants!
♦ Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim opnaði laugardaginn 24. október 2015 í Gerðubergi menningarhúsi við afbragðsgóðar viðtökur og mikla aðsókn. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá opnunardeginum og enn fleiri myndir má sjá á Fb-síðu Gerðubergs. Sýningin byggir á sagnaheimi bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sýningarstjórar og hönnuðir eru Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson.
Vinnan við sýninguna var mikið ævintýri og á sér langan aðdraganda. Þar dró vagninn Guðrún Dís Jónatansdóttir viðburðastjóri og svo verkefnastjórarnir Ásta Þöll Gylfadóttir og Stella Soffía Jóhannesdóttir hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Starfsfólk Gerðubergs Menningarhúss lét heldur ekki sitt eftir liggja og ber nú hitann og þungan af móttöku gesta. Helsta samstarfsmanni mínum, listasmið og hönnuði, Högna Sigurþórssyni, vil ég þakka ómetanlegt framlag og skapandi og skemmtilegt samstarf. Sýningin stendur allt til 24. apríl 2016, en er hönnuð sem farandsýning og mun án efa halda í langferðir þegar fram líða stundir.
♦ Exhibition for children: So at last the exhibition “Skrímslin bjóða heim” , Visit to the Monsters, was opened in Gerðuberg Culture House on October the 24th 2015. What a day! The house was bursting with monster friends who all wanted to enjoy playing and reading in the world of monsters.
Designing and working on the exhibition has been a long and exciting adventure. I would like to thank the enthusiastic staff at Reykjavík City Library and Gerðuberg Culture House – and not least my co-exhibition designer for this project: designer and artist Högni Sigurþórsson, who made this journey even more monstrously creative and amusing.
This interactive exhibition for children, based on the eight books about Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal will run through April 24th 2016 in Reykjavík. It has been designed for travelling and will hopefully travel abroad when time comes. More on that later. Enjoy the photos from the opening day and see even more images here on Gerðuberg Culture House Fb-page.
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.
Móttaka skrímslanna og lestrarrými; sjósundstaðurinn | The Monster reception and reading area; The Sea:
Skrímslaparísinn og fiskitjörnin | The Monster Hopscotch and The Fishing Pond:
Lestrarrými, NEI-veggurinn og gæludýrabúðin. | Reading area; The Wall of No’s, The Pet Shop:
Skrímslaskógurinn | The Monster Woods:
Skrímslaþorpið og skúmaskotin | The Monster Village and all The Monsters in the Dark:
Heima hjá stóra skrímslinu | At Big Monster’s House:
Heima hjá litla skrímslinu | At Little Monster’s house:
Skrifaði í skýin, skrímsla-segulmyndir, teiknitrönur litla skrímslisins, og vinatréð | Creative areas: Monster Magnet Portraits, Little Monster’s easels, The Black-mood Clouds and The Tree of Friends:
Hönnuðir, sýningar- og verkefnastjórar | Happy designers and project managers:
♦ Ljósmynd: Sumarnótt við Kaldalón. Í dag er haldið upp á Dag íslenskrar náttúru í fimmta sinn. Njótum. Stöndum vörð. Til hamingju með daginn.
♦ Photo: Kaldalón, Westfjords, Iceland, at midnight in July. Today we celebrate the Day of Icelandic Nature. Yes, let’s!
Ljósmynd tekin | Photo date: 25.07.2015 23:53 – at midnight
♦ Föstudagsmyndir: Danshópurinn BANDALOOP framdi opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík 2015. Í kalsaveðri svifu dansarar fram og aftur og upp og niður veggi gömlu Morgunblaðshallarinnar í Aðalstræti.
♦ Photo Friday: Reykjavík Arts Festival 2015 started last week. The opening performance was a “perspective-bending“ dance act by BANDALOOP, who despite the cold swayed and swung most elegantly up and down the walls of Aðalstræti 6.
♦ Bókamessa: Ég er nýkomin frá Abu Dhabi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem ég tók þátt í alþjóðlegri bókamessu: Abu Dhabi International Book Fair. Bókamessan var haldin dagana 7. -13. maí 2015, en Ísland var heiðursgestur hátíðarinnar í ár. Útgefendur og höfundar frá Íslandi nutu mikillar gestrisni á meðan hátíðinni stóð og áhugasamir viðmælendur og áheyrendur tóku íslenskum bókmenntum vel. Flestir þátttakendur á kaupstefnunni voru frá hinum arabískumælandi heimi og áhugavert að sjá bækur frá þessum menningarheimi.
Fjórtán íslenskir höfundar, fræðimenn og fagfólk héldu erindi og tóku þátt í umræðum og bókaspalli. Á hátíðinni las ég fyrir hóp skólabarna úr enskum þýðingum á m.a. bókunum um litla skrímslið og stóra skrímslið og hélt erindi og spjall um bækur, innblástur og vinnuaðferðir. Í franska básnum skipulagði Alliance Français kynningu og áritanir á frönskum útgáfum skrímslabókanna. Skipuleggjendur messunnar kynntu gesti sína afar vel, bæði í bæklingum og í dagblaði: The ShowDaily, en þar birtist viðtal við mig á þriðja degi kaupstefnunnar.
♦ Book Fair: I am just back from a book fair in a far away country: The Abu Dhabi International Book Fair, held from 7.-13. May 2015 in the capital of The United Arab Emirates. Iceland was the guest of honor at the fair and our delegation of authors and scholars enjoyed great hospitality from our hosts. Truly a marvelous experience.
I did a reading, a talk, book signing and interviews. At the French stand Alliance Français had prepared an introduction and book signing of the French editions of the Monster series. A big merci beaucoup to Alliance Français and Renata Sader and her staff. I would also especially like to mention one of the organizers, the efficient Marianne Catalan Kennedy and her colleagues, with my warmest thanks for a wonderful time.
Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Reading for schoolchildren at Abu Dhabi International Book Fair 2015. Photo: Valgerður Benediktsdóttir
♦ Barnamenningarhátíð: Við skrímslin ætlum að taka þátt í Barnamenningarhátíð á laugardag, 25. apríl 2015, kl 15-16 í Borgarbókasafninu, Grófarhúsi. Þar verður upplestur á bókinni Nei, sagði litla skrímslið á mörgum tungumálum. Ég les á íslensku, en börn og unglingar frá móðurmálshópum samtakanna Móðurmál lesa á sínum móðurmálum. Íslenskur texti og myndir úr bókinni eru á skjánum svo viðstaddir geta fylgst með. Fjölmargir móðurmálshópar taka þátt. Litla skrímslið ætlar að hrópa NEI! á íslensku, tékknesku, twi, ítölsku, litháísku, lettnesku, portúgölsku, slóvakísku, tyrknesku – og kannski á fleiri tungumálum! Hér má kynna sér dagskrá Barnamenningarhátíðar.
Hér fyrir ofan má sjá bókina á þeim tungumálum sem til eru á prenti: færeysku, íslensku, sænsku, katalónsku, kastilísku, galisísku, basknesku, litháísku, kínversku, frönsku, spænsku, dönsku, finnsku og norsku (bokmål og nynorsk).
♦ Reykjavík Childrens’s Culture Festival: I will be participating in Reykjavík Children’s Culture Festival 2015, on Saturday, when doing a reading of the book No! Said Little Monster. I will read from the book in Icelandic and children from Móðurmál, mother-tongue teaching program, read in their own language. Icelandic text and pictures are on a screen for guest to watch. So Little Monster will shout out in: Icelandic, Czech, Twi, Italian, Lithuanian, Latvian, Portuguese, Slovakian, Turkish and perhaps more! The event is arranged by Móðurmál / Mother Tongue, Association on Bilingualism and will take place in Borgarbókasafnið, City Library – Culture House Grófin, Tryggvagata 15, on Saturday April 25th at 3 pm – 4 pm. See also Reykjavík Children’s Culture Festival program for more events!
The first book in the Monster series, No! Said Little Monster is available in Faroese, Icelandic, Swedish, Catalan, Castilian, Galician, Basque, Lithuanian, Chinese, French, Spanish, Danish, Finnish and Norwegian (Bokmål and Neo-Norwegian).
♦ Sýning: Á morgun opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi hin árvissa sýning „Þetta vilja börnin sjá!“. Þar má sjá myndlýsingar úr fjölda barnabóka, sem komu út á Íslandi á árinu 2014, – þar á meðal Skrímslakisa. Tuttugu og átta teiknarar sýna fjölbreytt og skemmtileg verk úr bókum fyrir börn og listunnendur á öllum aldri. Sýningin opnar kl 14 á morgun, sunnudag 25. janúar, og stendur til 15. mars 2015.
♦ Exhibition: The annual exhibition of children’s books illustrations opens tomorrow, Sunday January 25th, at Gerðuberg Culture Center, at 2 pm. Twenty-eight illustrators exhibit their works from books published in Iceland in 2014. This is a feast for admirers of illustrated books. Be sure not to miss it!
Among the exhibited works are a couple of spreads from Skrímslakisi, The Monster Cat, published by Forlagið in 2014.