Upplestur í Eymundsson | Reading in Eymundsson

 Upplestur. Ég les um erjur skrímslanna í Eymundsson Smáralind í dag kl. 15:00. Eymundsson á 140 ára afmæli og styrkir Barnaheill með ágóða af seldum barnabókum í dag.

 Readings. I will be reading in Eymundsson Bookstore in Smáralind today at 3 pm. Good cause: On Eymundsson’s 140th birthday, profit of today’s sold children’s books goes to Save the Children – Iceland.

Höfundur á bókamessu | Ransom Riggs

 Föstudagsmyndin: Rithöfundurinn Ransom Riggs á Bókamessu í Bókmenntaborg í Ráðhúsi Reykjavíkur 18. nóvember 2012. Höfundur Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn spjallaði við Sjón um bókina, baðaður geislum vetrarsólar. Spennandi bók og áhugaverður höfundur.

 Photo Friday: Author Ransom Riggs speaking at Reykjavík Book Fair in the City Hall on 18. of November 2012 about his book Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children. Pretty sharp light from the winter sun at the City Hall Café. Peculiarly attractive book and interesting author.

Ljósmynd tekin | Photo date: 18.11.2012

Áhugasamir lesendur | Enthusiastic readers

 Bókamessa í Bókmenntborg 2012. Góður dagur í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Áhugasamir lesendur á öllum aldri streymdu inn úr kuldanum og kynntu sér nýútkomnar bækur. Margir krakkar tóku þátt í skrímslamynda-samkeppninni og teiknuðu kostuleg skrímsli! Dómnefndin mun eiga erfitt með að velja aðeins þrjá lukkuteiknara. Þakkir til allra sem tóku þátt!

 Book Fair in Reykjavík 2012. A busy day at the book fair yesterday. Readers of all ages filled the City Hall to find more about all the new books of the year – most of them published last two or three months. Many kids participated in the drawing competition and drew absolutely fantastic monsters! The judges will have big trouble choosing just three lucky winners. We thank all of you who took part!

Fótspor á ís | Swan Lake Tjörnin

 Föstudagsmyndin: Spor á ísilagðri Tjörninni í Reykjavík í nóvember. Þar er dansað Svanavatnið, keðjudans, fugladans …

♦ Photo Friday: The swans on Tjörnin (The Pond) in Reykjavík Center had danced their own Swan Lake in the half frozen ice that day in November when I took the picture. It’s getting colder everyday now.

Ljósmynd tekin | Photo date: 17.11.2004

Bókamessa í Ráðhúsinu | Reykjavík Book Fair

 Bókamessa. Bókmenntaborgin og Félag bókaútgefenda standa fyrir bókamessu um helgina. Á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar má lesa um hátíðina: „Helgina 17. – 18. nóvember standa Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fyrir bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Útgefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá og þarna gefst því einstakt tækifæri til að kynna sér litskrúðuga bókaflóru ársins. Lesendum gefst einnig færi á að spjalla við höfunda því fjölmargir þeirra verða á svæðinu og munu sumir bjóða upp á áritanir.“

Ég tek ásamt fleiri barnabókahöfundum þátt í Bókahátíð barnanna í Ráðhúsi Reykjavíkur, í matsalnum á 1. hæð, sunnudaginn 18. nóvember kl.14:00 – 16:00. Dagskrá má kynna sér hér. Meðal annars verður efnt til skrímslamyndakeppni og þrír heppnir krakkar fá nýju skrímslabókina: Skrímslaerjur í verðlaun fyrir skemmtilega teikningu af skrímsli.

 Book Fair. Reykjavík UNESCO City of Literature and Icelandic Publishers Association organize a book fair in Reykjavík City Hall next weekend, 17.-18. of November. Read all about the event and the busy program here.

I will be joining in on the Sunday at “The Children’s Book Fair” on the 1st floor with the new monster-book:  Skrímslaerjur. Young artists can participate in a drawing competition by draw an exciting and interesting monster. Three lucky artists win an autographed copy of Skrímslaerjur!

Selur á steini | Seal on a Sunday

 Föstudagsmyndin: Forvitinn selur í fjörunni við Melaleiti. Hann fylgdist með mér, vatt sér svo upp á stein, tók léttar teygjur og stillti sér upp. Einn á ferð.

 Photo Friday: A seal came swimming and watched me with curiosity (which was mutual) when I walked the beach at Melaleiti last Sunday. Then it got itself up onto the rock and posed. A loner in the cold sea.

Ljósmynd tekin | Photo date: 04.11.2012

Börn og menning | New issue of ‘Börn og menning’ magazine

Jutta Bauer with Selma the sheep in the Nordic House in Reykjavík, in September 2012. Photo © Áslaug Jónsdóttir.

 Börn og menning. Tímaritið Börn og menning kom út á dögunum, en það er gefið út af IBBY á Íslandi. Blaðið er fullt af áhugaverðu efni, bókadómum, umfjöllun um leikhús o.fl. Helga Ferdinandsdóttir ritstjóri tók firnagott viðtal við Jutta Bauer, teiknara og myndabókahöfund, handhafa H. C. Andersen verðlaunanna 2010. Jutta var gestur á barnabókmenntahátíðinni Matur úti í mýri í september og í viðtalinu segir hún margt um stöðu mynda í barnabókum sem heimfæra má upp á íslenskar aðstæður:

„Þegar fullorðinn lesandi í Þýskalandi tekur upp myndskreytta barnabók les hann yfirleitt bara textann og hirðir ekki um myndirnar. Það er synd vegna þess að mynda er hægt að njóta á miklu beinskeyttari hátt en þegar um texta er að ræða; samt eru þær einhvern veginn síaðar frá eða hundsaðar. Það er mjög mikilvægt að stuðla að meiri vitund um myndefni, eða hvernig texti og myndir vinna saman.
Í tengslum við öll þessi verðlaun sem eru veitt víða um heim þá einblína dómnefndirnar alltof oft bara á textann, enda er dómnefndarfólkið yfirleitt alltaf úr heimi bókasafna og texta. Aðeins örfáir geta talað af einhverju viti um myndefnið.“

 Children’s culture. Börn og menning is a magazine of culture for children, published IBBY in Iceland. The editor, Helga Ferdinandsdóttir, did a very good interview with illustrator and author Jutta Bauer, who was one of the guests at Mýrin, Festival of Children’s Literature in September.

Um skrímslin á nýnorsku | Neo Norwegian monsters

  

 Bókaumfjöllun. Á vef Nynorsksenteret er fjallað um Skrímsli í myrkrinu og Skrímslapest sem komu út á nýnorsku hjá forlaginu Skald í september. Jákvæða umsögn Gudrun Kløve Juuhl má lesa hér, á www.nynorskbok.no. 

„Bøkene har ganske lite tekst og veldig mykje livlege illustrasjonar, som får tydeleg fram både korleis dei to monstera har det: om dei er glade, redde, sinte, triste eller sjuke med raude prikkar, og kva dei held på med. Det gjer at det er mykje å snakka om på kvart oppslag.“ – Gudrun Kløve Juuhl

Áður hefur verið skrifað á vefinn um Nei! sa Veslemonster og Store monster græt ikkje, en þær komu út árið 2011. Umfjöllun Petra J. Helgesen má lesa hér.

„Dette er stramt komponerte bøker, med gjentaket som viktigaste verkemiddel, men teksten er likevel underhaldande og lettbeint. Illustrasjonane er leikne og uttrykksfulle, og dei støttar opp om og utfyller teksten. Slik er dette bøker som eignar seg fantastisk godt til lesetrening, samtidig som dei er gode samtalebøker.“ – Petra J. Helgesen

 Reviews. The Center for Neo Norwegian, Nynorsksenteret, has a website dedicated to books. Read a nice review (in Neo Norwegian, of course) of Monster i mørket and Monsterpest at the site: www.nynorskbok.no. The first two Norwegian books in the monsterseries were released in 2011, also reviewed at same site. Read here about Nei! sa Veslemonster and Store monster græt ikkje.

  

Það sem augað sér | Keep an eye open

auga

 Föstudagsmyndin: Ég ætla að gera tilraun til að setja inn ljósmynd á hverjum föstudegi. Gamla eða nýja, eitthvað sem ég viðra út úr tölvuskránum. Hér er það glaseygt hross sem gaf mér auga um síðustu helgi.

 Photo Friday. I am going to try to post a photo on the news blog every Friday. We’ll see… Horses have very few blind spots, by the way. They almost see 360 degrees. This is sclera or glass eye.

Ljósmynd tekin | Photo date: 20.10.2012

Fréttir af bláa hnettinum | News of the Blue Planet

 Myndlýsingar. Sagan af bláa hnettinum  eftir Andra Snæ Magnason heldur áfram að kvisast út um heiminn. Nú fá til dæmis börnin í Brasilíu að njóta ævintýrsins. Útgáfan er að hætti hússins: með upprunalegum myndum og í umbroti frumútgáfunnar. A história do planeta azul  kemur út hjá Hedra, São Paulo.

Í september gaf norska forlagið Commentum í Sandnes út Det var engang en blå planet  og heldur sig einnig við upprunalegt útlit, með einhverjum útúrdúrum í leturmeðferðinni, eins og sjá má á kápu.

Og á dögunum kom svo út ensk útgáfa hjá bandaríska fyrirtækinu Seven Stories Press. Upprunalegar myndir fylgja The Story of the Blue Planet, en brot, kápa og annað útlit er talsvert frábrugðið frumútgáfu. Það skal tekið fram að um umbrot og hönnun sá TK / Seven Stories Press.

Ég hef enn ekki handleikið þessar útgáfur en bíð spennt eftir eintökum. Áfram Blái!

 Book illustration. The Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason is now being published in Brazil. It has the original illustrations and follows the design I made in 1999. A história do planeta azul  is published by Hedra, São Paulo.

In Norway it’s Commentum í Sandnes that publishes Det var engang en blå planet, also sticking to the original design and illustrations, though the cover typo looks somewhat different.

And then there is the English version: The Story of the Blue Planet, published by Seven Stories Press, making it available also in Canada, UK, Ireland and Australia. This English version has the original illustrations, but differs quite a lot from the original edition. Cover and book design by TK / Seven Stories Press. Though I have not yet received a copy of the book, I still think the original design is worth copying.

As in the other twenty-something countries the book has been published in, I am sure that many will enjoy this amazing book.

Bókakaffi IBBY | IBBY booktalk café

 Bókakaffi. Áhugaverðir fyrirlestrar um unglingabækur á morgun í bókakaffi IBBY á Súfistanum, bókabúð Máls og menningar á Laugavegi.

 Booktalk café. IBBY Iceland is arranging this event tomorrow at 8 pm at Súfistinn, Mál og menning bookstore at Laugavegur. The theme is books for youth and YA.

Skrímslaerjur | Monster Squabbles

 Ný bók. Skrímslaerjurnar eru komnar úr prentun! Ég fékk fyrsta eintakið í hendur í dag. Skrímslaerjur er sjöunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið sem ég skrifa í samvinnu við Kalle Güettler í Svíþjóð og Rakel Helmsdal í Færeyjum. Bókin heitir á sænsku: Monsterbråk og Klandursskrímsl á færeysku.

Svona er bókin kynnt á baksíðu kápu: „Skrímslunum leiðist. Þeim kemur ekki saman um hvað þau eigi að taka sér fyrir hendur. Hvernig gengur skrímsli í stórum skóm að hoppa í parís? Í hita leiksins falla þung orð og þá fýkur í gæfustu skrímsli.“

 New book. Fresh from the printers! Got the first copy of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) today. It’s the seventh book in the series about The Little Monster and The Big Monster, book series I write together with my co-authors Kalle Güettler in Sweden and Rakel Helmsdal in Faroe Islands.

The monsters are usually good friends despite their differences. But this time a quarrel gets out of hand …

Skrímslaerjur: Soon in the book stores!

Stórt lítið skrímsli | A big Little Monster

 Bókahönnun. Litla skrímslið tók sig ljómandi vel út á hönnunarsýningunni „Everyday Discoveries“ í Helsinki. Ég skrifaði um sýninguna í sumar en fékk þessar myndir frá Hönnunarmiðstöð fyrir skemmstu. Það má lesa meira um sýninguna hér og hér og um finnska hönnunarveldið og World Design Capital Helsinki hér.

 Book design. These are photos from the exhibition “Everyday Discoveries” in September in Helsinki. World Design Capital Helsinki is still on and worth visiting as always. I wrote about the exhibition earlier. More on Everyday Discoveries  here og here and World Design Capital Helsinki here.

Ljósmyndir | Photos: © Noora Isoeskeli – Hönnunarmiðstöð – Iceland Design Centre.

Fasti punkturinn | The fixed point

 Grafísk hönnun. Ég hannaði útlit á minningarskildi um Björnsbúð á Ísafirði í sumar. Hellan var afhjúpuð í síðasta mánuði af afkomendum Björns, stofnanda verslunarinnar. Um viðburðinn og sögu Björnsbúðar má lesa hér á visir.is og bb.is.

Ég féll fyrir hugmyndinni um „fasta punktinn“, en slagorð kaupmannanna í Björnsbúð var: „Fastur punktur í tilverunni.“ Hver vill ekki finna hann og standa þar um hríð á meðan veröldin hringsnýst? Ég stefni á fasta punktinn næst þegar leiðin liggur á Ísafjörð …

 Graphic design. You may not know, but the fixed point in life is in Ísafjörður. I had no idea until I was asked to design a memorial to Björnsbúð, a small grocery store that once existed at Silfurgata in Ísafjörður. The store was said to be “a fixed point in life” (Fastur punktur í tilverunni) and that it may have been for many in Ísafjörður in those days. The very same spot was also the street corner in the village where the night-watchman was stationed. So next time you visit Ísafjörður: go and place your self on that fixed point while the earth keeps spinning. I have to try that out myself …

Skrímsli í heimsókn í Frakklandi | Monster Visit to France

 Bókaútgáfa: Frakkland. Fimmta bókin um skrímslin tvö, Skrímsli í heimsókn, kom út á frönsku í síðasta mánuði. Útgefandinn, Circonflexe, hefur gefið út fjórar fyrri bækurnar sem allar hafa fengið fínar viðtökur í Frakklandi.

 Book release: France. The fifth book about the two monsters in French was released last month. The monster series is published by Circonflexe.

Bókasýningin í Gautaborg | Göteborg Book Fair

 Bókamessan í Gautaborg. Mér er boðið að taka þátt í bókasýningunni í Gautaborg, í málstofu um norrænar myndabækur, laugardaginn 29. september. Lesa má meira um sýninguna og íslenska þátttakendur á vef Sögueyjunnar. Vefur Göteborg Book Fair er hér. Þar er málstofan kynnt:

LÖRDAG 29. SEPTEMBER kl. 15:00
Nordiska bilderbokspar
Det finns flera bilderböcker som har kommit till som samarbeten mellan författare och illustratör från varsitt nordiskt land. Det kan väl tyckas naturligt, men hur enkelt är det i själva verket att  ”översätta” ett bildspråk till ett annat? Hur olika är de nordiska bildstilarna och hur säljer man in främmande bilder till gemene bilderboksköpare? Är vi egentligen mer konservativa och traditionsbundna när det kommer till bilder än texter? Författare och illustratörer med erfarenhet pratar om sina tvärnordiska samarbeten: Gry Moursund (Norge), Ulf Stark (sverige) och Linda Bondestam (Finland), Kim Fupz Aakeson (Danmark) och Áslaug Jónsdóttir (Island). Moderator: Janina Orlov, översättare. språk: skandinaviska

 Göteborg Book Fair. I am invited to Göteborg Book Fair to participate in a seminar on Nordic picturebooks along with Gry Moursund, Ulf Stark, Linda Bondestam and Kim Fupz Aakeson on Saturday 29. September at 15:00. More about the fair on GBF’s website and the Icelandic guests here on Fabulous Iceland.

Fleiri skrímslabækur á norsku | More monster-books in Norwegian

      

 Bókaútgáfa: Noregur. Norska forlagið Skald gefur út tvær bækur um skrímslin nú í september: Monster i mørket og Monsterpest. Fyrstu tvær bækurnar, Nei! sa Veslemonster og Store monster græt ikkje, komu út árið 2011. Sjá tilkynningu um útgáfuna á vef Skald.

 Book release: Norway. Skald publishing house in Norway has just released two new books from the monster series: Monster i mørket and Monsterpest. The first two books from the series, Nei! sa Veslemonster og Store monster græt ikkje were published in 2011. See press release on Skald‘s website.

Matur úti í mýri | Food in the Moor

 Mýrin 2012. Það er að bresta á með listfengri og lystaukandi barnabókmenntahátíð! Mýrarhátíðin er að þessu sinni tileinkuð mat og áti af öllu tagi og ber heitið Matur úti í mýri. Rithöfundar, myndhöfundar og fræðimenn taka þátt í hátíðinni með sögustundum, vinnustofum, fyrirlestrum, málþingum og myndlistarsýningum. Allir velkomnir! Kynnið ykkur dagskrá hátíðarinnar á vef Mýrarinnar.

Ég teikna veggspjald og fleira fyrir hátíðina.

 Mýrin-festival 2012. The International Children’s Book Festival: In the Moorland is about to begin. This year’s theme is food and eating. Visiting authors, illustrators and scholars give lectures, readings, workshops, seminars – and exhibit their art. Read more about the Moor-festival at Mýrin homepage. A delicious festival for the hungry book devourer!

Yah, I did the poster and stuff.

Skrímslin í Peking | The monsters in Beijing

Skrímslin á kínversku: með Peter, útgefendanum hjá Maitian Culture.

 Bókamessan í Peking. Litla skrímslið og stóra skrímslið leiddu mig til Kína í lok ágúst, en nú eru sex titlar úr bókröðinni komnir út á kínversku hjá Maitian Culture Ltd., eins og kynnt var á BIBF, bókamessunni í Peking. Þar tók ég einnig þátt í norrænni málstofu sem kallaðist: „From fairytales to apps, e-books and e-learning“  ásamt Åshild Kanstad Johnsen, Alexandra Borg, Karsten Pers og Paul Chen. Allar móttökur í Peking voru einstaklega vinsamlegar, bæði af hálfu heimamanna og starfsmanna sendiráðs Íslands sem skipulögðu þátttökuna á BIBF.

Í fréttatilkynningu frá sendiráði Íslands í Peking, sem lesa má hér segir svo:

Alexandra Borg, Áslaug, Åshild Kanstad Johnsen

„Sex bækur úr bækur úr skrímslaseríu Áslaugar Jónsdóttur og félaga komu út í Kína í gær. Sama dag tók Áslaug þátt í samnorrænni málstofu á Bókamessunni í Peking sem er sú stærsta sinnar tegundar í Kína. Útgáfufélagið Maitian Press í Tianjin gefur bækurnar út.
Bókamessan er haldin í nítjánda skipti í ár. Í fyrra tóku 1800 fyrirtæki og stofnanir þátt í sýningunni og skrifað var undir 2,953 útgáfusamninga. Í ár má gera ráð fyrir álíka mörgum eða fleiri þátttakendum. Bókamessan stendur yfir dagana 29. ágúst til 2. september. Opnunarhátíðin fór fram í Alþýðuhöllinni, þar sem þing Alþýðulýðveldisins kemur saman, og var Áslaug viðstödd opnunina.

Paul Chen (í rauðri treyju), öðru nafni Mighty Eagle, á veiðum fyrir Angry Birds.

Yfirskrift málstofunnar var „From fairytales to apps, e-books and e-learning“ og var henni ætlað að fjalla um aukið vægi stafrænna og gagnvirkra lausna fyrir börn í kennslu og leik. Enn fremur var ætlunin að varpa ljósi á viðbrögð norrænna höfunda, útgáfufélaga og menntastofnana við þessari þróun. Sem dæmi má nefna að finnska útgáfufélagið Rovio, sem gefur út hin frægu „Angry Birds“ leikföng og smáforrit, styrkti málstofuna og sendi fulltrúa sinn til að kynna reiðu fuglana. Það var menningarstofnun Dana í Peking sem skipulagði málstofuna í samvinnu við Bókamessuna og með aðstoð norrænu sendiráðanna. Skipuleggjendur Bókamessunnar buðu um hundrað fulltrúum frá kínverskum bókaútgefendum til málstofunnar.

Karsten Pers, vinsæla tölvan hans og Áslaug

Áslaug Jónsdóttir er myndskreytir og barnabókahöfundur. Hún skrifaði skrímslabækurnar ásamt Kalle Güettler frá Svíþjóð og Rakel Helmsdal frá Færeyjum. Sex bækur um skrímslin hafa komið út frá árinu 2004 en þá kom út fyrsta bókin sem heitir: Nei! Sagði litla skrímslið. Nýjasta bókin í seríunni kom út árið 2010 og hún heitir: Skrímsli á toppnum. Í fyrstu verður hver bók gefin út í tólf þúsund eintökum í Kína sem gerir 72 þúsund eintök allt í allt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verk eftir Áslaugu koma út í Kína en hún myndskreytti Söguna um bláa hnöttinn sem Andri Snær Magnason skrifaði.
Aðrir sem tóku þátt í málstofunni eru norski listamaðurinn Åshild Kanstad Johnsen, sænski bókmenntafræðingurinn Alexandra Borg, danski rithöfundurinn og útgefandinn Karsten Pers og Paul Chen, framkvæmdastjóri Rovio í Kína. Maitian Culture Press er útgáfufélag sem sérhæfir sig í mynda- og barnabókum. Félagið er með höfuðstöðvar í Tianjin sem er hafnarborg Peking.“ 

Skjáskot: viðtal hjá QQ-Tencent

Okkar maður hjá Maitian hafði undirbúið komu mína vel og m.a. bókað viðtal hjá vefsjónvarpi netsíðunnar QQ hjá margmiðlunarfyrirtækinu Tencent. Og enn má vitna í fréttatilkynningu frá sendiráði Íslands í Peking:

„Einn fjölsóttasti vefmiðill Kína, QQ, hefur birt ítarlegt viðtal við Áslaugu Jónsdóttur barnabókahöfund og myndskreyti sem heimsótti Peking nýlega. Viðtalið var tekið í tilefni af útgáfu sex bóka í Skrímslaseríunni sem Áslaug er höfundur að ásamt fleiri norrænum barnabókahöfundum. Fleiri en 700 milljónir kínverskir notendur vafra reglulega um QQ sem er flaggskip kínverskra veffyrirtækisins Tencent, eins af tíu stærstu netfyrirtækjum heims. Viðtalið við Áslaugu var birt á barnasvæði QQ þjónustunnar.“

Hér er má sjá vefsjónvarpsviðtalið hjá QQ. Aðrir tenglar: Frétt á mbl.is; frétt á RÚV.

 Beijing Book Fair. Little Monster and Big Monster got me all the way to China last month. Six titles from the monster series are being published in chinese by Maitian Culture Press, as introduced at BIBF, Beijing International Book Fair. There I also participated in a Nordic seminar called: „From fairytales to apps, e-books and e-learning“ , along with Åshild Kanstad Johnsen, Norwegian illustrator and picturebook author, Alexandra Borg, Swedish scholar, Karsten Pers, Danish writer and publisher and Paul Chen, GM of Finnish Rovio.

Skrímsli í Peking: Meðal rauðra risaeðla.

I had a great time in Bejing and was everywhere met with hospitality and enthusiasm. The staff at the Icelandic embassy organized my participation at BIBF and made my trip really memorable. Here is a bit from the Embassy’s press release:

“The popular Chinese web-media, QQ Kids, has published an interview with the Icelandic children book author and illustrator Áslaug Jónsdóttir, who was in China recently to participate in a Nordic workshop at the Beijing International Book Fair, August 29 – September 2. The worksshop was jointly organised by Dansish Cultural Institute in Beijing and the Embassies of Finland, Norway, Sweden and Iceland. Six books from her Monster series were published in China during her visit.
The Monster books series is co-authored with Kalle Güettler from Sweden and Rakel Helmsdal from the Faroe Islands. It includes titles such as No, said the little monster first published in 2004 and Monster at the top published in 2010. To date, six books have been published in various languages and all six are being published in China by Maitian Culture Press in Tianjin.”

Here is a link to the interview at QQ.

Ljósmyndirnar frá BIBF tók |  Hafliði Sævarsson | took the photos at BIBF.

Matarlist í íslenskum barnabókum | Food in the Moor: Exhibition of illustration

 Mýrin 2012. Á morgun, sunnudaginn 9. september kl. 14:00, opnar í Norræna húsinu sýningin „Matarlist í íslenskum barnabókum“ með myndum eftir sautján íslenskra teiknara. Myndirnar eru úr útgefnum íslenskum barnabókum og lýsa mat, matseld, borðhaldi og áti á ýmsa lund. Allir velkomnir! Sýningin er í anddyri Norræna hússins og stendur frá 9.-19. september. Hún er liður í alþjóðlegu barnabókmenntahátíðinni Mýrinni, sem í þetta sinn ber þemaheitið Matur úti í mýri. Kynnið ykkur dagskrá hátíðarinnar á vef Mýrarinnar.

Á sýningunni verða m.a. frummyndir úr Ég vil fisk! og Skrímslapest.

 Mýrin-festival 2012. Exhibition opening tomorrow, at 14:00 on Sunday Sept. 9. in the Nordic House„Matarlist í íslenskum barnabókum“. Seventeen Icelandic illustrators exhibit artwork from published children’s books; illustrating food, cooking and eating in all it’s diversity. Welcome to the opening! The exhibition is to be viewed in the Nordic House foyer from 9. to 19. of September. The exhibition is a part of the International Children’s Book Festival: In the Moorland, This year’s theme is food, eating, consuming …  Read more about the Moor-festival at Mýrin homepage.

I will show original artwork from Ég vil fisk! (I Want Fish!) and Skrímslapest (Monster Flu).

Litla skrímslið í Helsinki | Little Monster in Helsinki

 Bókahönnun. Litla skrímslið fer hamförum í Helsinki í september. Þá opnar sýningin „Everyday Discoveries“ og kápumynd fyrstu skrímslabókarinnar, Nei! sagði litla skrímslið, verður til sýnis í yfirstærð, ásamt margskonar hvunndagshönnun frá 23 löndum. Það má lesa um sýninguna hér. Sýningin er í Suvilahti, Helsinki, 6. -16. september 2012.

♦ Book design. Little monster will be screaming NO! in Helsinki. (Available in Finnish, it could scream: “Ei!”). I am invited to participate in a design exhibition, displaying the cover of “No! Said the Little Monster”.  Helsinki is World Design Capital 2012 and the exhibition is called “Everyday Discoveries“, in Suvilahti, Helsinki, 6. -16. September 2012. Here is what they say:

“Everyday Discoveries” is unique in its comprehensive presentation of international design. The exhibition will see more than 20 countries showcase their design, ideas and concepts as well as organise a number of different events. The exhibition’s underlying theme is day-to-day life – what is it like in the participating countries, and what kind of solutions to certain everyday situations have people come up with in the different countries?

“Everyday Discoveries” is produced by Design Forum Finland. Everyday Discoveries is a World Design Capital Signature Event.

Á bókamessu í Peking | BIBF

 Bókamessan í Peking. Á leið til Kína! Mér hefur verið boðið að taka þátt í norrænni málstofu á BIBF, alþjóðlegu bókamessunni í Peking í Kína. Málstofan nefnist: FROM FAIRYTALES TO APPS, E-BOOKS AND E-LEARNING – Seminar on Nordic Children’s Literature in the age of e-books and e-learning. Aðrir þáttakendur eru Åshild Kanstad Johnsen, teiknari og rithöfundur frá Noregi, Alexandra Borg, bókmenntafræðingur frá Svíþjóð, Karsten Pers, rithöfundur og útgefandi frá Danmörku og Paul Chen, framkvæmdastjóri Rovio í Kína. Málstofan fer fram 30. ágúst n.k. Auk þess að fjalla vítt og breitt um barnabækur og bókagerð segi ég frá samvinnunni við skrímslahöfundana Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sex bækur um skrímslin tvö hafa verið þýddar á kínversku og þær koma væntanlega út í tæka tíð fyrir bókamessuna. Útgefandinn er Maitian Culture Ltd. í Tianjin.

 Book fair in Beijing. I have been invited to participate in a Nordic seminar on August 30, at Beijing International Book Fair. Other speakers at the seminar are Åshild Kanstad Johnsen, Norwegian artist, Alexandra Borg, Swedish scholar, Karsten Pers, Danish writer and publisher and Paul Chen, GM of Finnish Rovio. My lecture is called: For better or for worse – Sharing an idea and staying friends. Mostly about the collaboration with my monster-co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal but also about my work in general. Six books from The Monster Series are being published in chinese by Maitian Culture Ltd. and should be released just in time for the book fair.

Skrímsli í strengjum | Monster marionettes

 Brúðuleikhús. Á morgun frumsýnir Karavella Marionett Teatur í Færeyjum brúðuleikinn Skrimslini. Brúðusmiður, brúðustjórnandi og handritshöfundur er færeyski meðhöfundurinn að skrímslabókunum: Rakel Helmsdal. Lesið meira um ævintýri brúðuleiksins á heimasíðu Karavella Marionett Teatur!

 Puppet theater. Tomorrow is a big day for the two monsters in Faroe Islands. The marionette play Skrimslini will be premiered by Karavella Marionett Teatur. Scriptwriter, puppeteer and puppetmaker is Rakel Helmsdal, the Faroese co-author of the monster series. See more at: Karavella Marionett Teatur.
ljósmynd | photo: © Rakel Helmsdal

Fyrir öll systkini heims | For all brothers and sisters in the world

 Bókadómar. Rakst á fína dóma um Non! dit Petit-Monstre og Un grand monstre ne pleure pas á bókmenntavefsíðunni www.ricochet-jeunes.org, sem er haldið úti af L’Institut suisse Jeunesse et Médias.

 Reviews. Nice reviews in French of two monster-books: Non! dit Petit-Monstre og Un grand monstre ne pleure pas at the website: www.ricochet-jeunes.org run by L’Institut suisse Jeunesse et Médias:

Un grand monstre ne pleure pas
„Petit Monstre fait tout mieux que Grand Monstre, et celui-ci se trouve complètement nul. Lorsque Petit Monstre se moque de Papa, Grand Monstre éclate en sanglots. Petit Monstre admet alors ses faiblesses.Des papiers découpés de couleurs sombres, des traits de crayons gras : une technique à la fois simple et abrupte, en concordance avec l’univers déjanté de ces deux monstres aux allures de Moumine le troll. Absolument sympathiques, ils construisent leur maison, regardent la télévision, nagent dans la mer ou lacent leurs souliers … Pour Grand Monstre le narrateur, ces activités que nous relatent les images sont autant d’épreuves à surmonter. Avec un ton expressif et de nombreux dialogues, l’album se prête bien à la lecture à voix haute. Et, plus fin qu’il n’y paraît, il est une double leçon d’humilité et de confiance en soi. A adapter à tous les frères et soeurs du monde!“  – Sophie Pilaire – www.ricochet-jeunes.org

Non! dit Petit-Monstre
„Petit Monstre et Grand Monstre, figures hirsutes.Entre eux deux des rapports de pouvoir violents puisque le grand tyrannise le petit jusqu’à ce que celui-ci se révolte. On reconnaît dans cette opposition des situations avérées, racket ou autres mais la simplification extrême des illustrations voulue pour mettre les personnages à distance, l’enchaînement simpliste des exemples donnent plus à voir une leçon de morale sur ce qui est bien ou non qu’une réflexion sur les rapports d’égalité même si ce livre pourrait servir d’appui à un débat sur un sujet délicat.“ – Danielle Bertrand – www.ricochet-jeunes.org

Viðurkenning í Frakklandi | Les Incorruptibles

 Bókaverðlaun. Franska útgáfan af Stór skrímsli gráta ekki var tilnefnd til frönsku barnabókaverðlaunanna Le Prix des Incorruptibles sem veitt voru í 23. sinn nú í vor. Tilkynnt var um verðlaunahafana á dögunum og hlaut Un grand monstre ne pleure pas þriðju verðlaun í flokki bóka fyrir yngstu börnin. Fyrstu verðlaun hlaut Edouard Manceau fyrir Si tous les éléphants s’appelaient Bertrand.

1. Si tous les éléphants s’appelaient Bertrand – Edouard Manceau.
2. Allez, au lit, Maman! – Amy Krouse Rosenthal, Leuyen Pham.
3. Un grand monstre ne pleure pas – Kalle Güettler, Rakel Helmsdal, Áslaug Jónsdóttir.
4. Akiko la courageuse – Antoine Guillopé.
5. Lucie est partie – Sébastian Loth.
6. Les quatre saisons de Loup – Philippe Jalbert.

Listi yfir alla verðlaunahafa 2011/2012 á heimasíðu Les Incorruptibles.

 Book Prize. The French edition of Big Monsters Don’t Cry was nominated to Le Prix des Incorruptibles last year. Last month the prize was handed out for the 23rd time, were Un grand monstre ne pleure pas got the third prize in the category of books for the youngest readers: maternelle. The monster series is published by Circonflexe.

See all winners 2011/2012 on Les Incorruptibles homepage.

Skrímslin í leikhúsinu | The monsters in the theater

 Leikhús. Sýningum á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu er að ljúka. Síðustu sýningar eru á morgun, sunnudag 6. maí, en sýnt hefur verið fyrir fullu húsi í Kúlunni, barnaleiksviði Þjóðleikhússins síðan í lok desember á síðasta ári. Nánari upplýsingar um leikritið hér og í leikskrá hér.

 Monster theater. Last chance to see The Little Monster and the Big Monster in the Theater during this season. The last shows are tomorrow, on Sunday 6. of May in Kúlan, The National Theater’s childrens theater. More information about the play here and in the program here.

Skrímslakæti | The merry monsters

 Skrímslaþing! Það fer ágætlega á því að hefja fréttaskrifin á því að segja frá nýafstöðnu skrímslaþingi sem haldið var í Melasveitinni nýverið. Þar hittum við litla skrímslið og stóra skrímslið, höfundarnir þrír: Áslaug, Kalle Güettler frá Svíþjóð og Rakel Helmsdal frá Færeyjum. Nokkuð er umliðið frá síðustu vinnustofu, en von er á nýrri bók um skrímslin í haust og þetta voru því fagnaðarfundir. Litla skrímslið og stóra skrímslið tóku sér hlé frá leiksýningum í Þjóðleikhúsinu og höfðu sem fyrr frá mörgu að segja. Við höfðum ekki undan að festa frásagnir og myndir á blað. Það má því búast við fleiri ævintýralegum bókum um skrímslin tvö!

 Monster-meeting! I will start this blog with good news: We have just finished a successful workshop at my farm in Iceland, the three monster-authors: Áslaug, Kalle Güettler from Sweden and Rakel Helmsdal from the Faro Islands. We met the two monsters who took few days off from acting at The National Theater. The two monsters kept us busy with writing and drawing – there are still many stories to tell. The seventh book is to be released in the autumn in Iceland and it looks like there could still be more to come.