Meira um Babel | More babble …

AslaugJons Babel 5

 Bókverk. Hér eru fleiri myndir af Babelturninum eins og sjá má á bókverkablogginu „ARKIR“. Þar verða á næstu vikum birtar upplýsingar um íslensk verk á sýningunni: „hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik“ í listamiðstöðinni Silkeborg Bad á Jótlandi. Fyrsta færslan kynnti verkið Zoo eftir Sigurborg Stefánsdóttur. Næsta færsla fjallaði svo einmitt um Babelturninn.

 Book art. Here are more photos of my book objekt Babel. At “ARKIR Book Arts Blog“ a serie of posts is running, introducing some of the art work in the exhibition HOME: „hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik“ at Art Center Silkeborg Bad in Jutland, Denmark. The first post portraited Zoo by Sigurborg Stefánsdóttur. And the next one presented is Babel. For further reading click the link.

© ljósmyndir / photos: Áslaug Jónsdóttir, Lilja Matthíasdóttir, Giuli Larsen

Háflóð | High tide

09042012GangaMsjoweb

 Föstudagsmyndin. Stórstraumsflóð. Mynd tekin fyrir um ári síðan, rétt fyrir mánaðarmót Einmánuðar og Hörpu. Og þá er enn svalt með næturfrosti, sjórinn kaldur og blár. Við bíðum eins og gróður jarðar eftir hlýrri dögum.

 Photo Friday. Cold, cold big blue. Spring tide in April last year.

Ljósmynd tekin | Photo date: 09.04.2012

Fimm stjörnu bókverkasýning | Home: Good reviews in Denmark

 Bókverk. Sýningin „hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik“ í listamiðstöðinni Silkeborg Bad á Jótlandi fær góðan dóm hjá Stig Winding í Midtjyllands Avis. Stig gefur sýningunni fimm stjörnur af sex, en kvartar þó undan mikilli mergð verka á sýningunni: áhrif frá svo mörgum ólíkum verkum verði allt að því yfirþyrmandi. Hann telur að áhugasömustu gestirnir munu geta dvalið á sýningunni tímunum saman og týnt sér í töfrandi og ævintýralegum heimi bókverkanna.

Ljósmyndir frá sýningunni má sjá hér og hér. Meira um íslensku verkin á ARKIR – Bókverkabloggi.

 Book art. Reviewer Stig Winding, Midtjyllands Avis, is overwhelmed by the numerous works at the exhibition HOME or „hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik“ in Silkeborg Bad Art Center in Jutland, Denmark. Jet he values the exhibition worth 5 stars out of six, judged by the many glimpses he saw from the “magical and wondrous miniature world” of the art works.

Photos from the exhibition here and here. See also more about the Icelandic works at ARKIR Book Arts Blog.

HJEM-MidtjyllandsAvisWeb

Babelturninn | The Tower of Babel

AslaugJonsBABELweb

 Bókverk. Í dag, 6. apríl, opnaði sýning með því þjála nafni: „hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik“ í listamiðstöðinni Silkeborg Bad á Jótlandi. Þrjátíu og þrír norrænir listamenn sýna þar bókverk undir þemanu: heima, heimili eða heimkynni. Íslenski bókverkahópurinn ARKIR á fjölda nýrra verka á sýningunni, sem er skipulögð af forkólfum CON-TEXT listahópsins í Danmörku. Fylgjast má með framvindu sýningarinnar á heimasíðu CON-TEXT hópsins, sem og opinni FBsíðu hópsins. Sýningin heldur í ferðalag um Norðurlönd og er væntanleg til Íslands í byrjun næsta árs.

Í Silkeborg sýni ég m.a. verkið hér fyrir ofan, nokkurs konar bókrollu sem ber heitið Babel. Samkvæmt Biblíunni var Babelturninn samkomuhús alls mannkyns um hríð eða þar til Guði þótti nóg komið af þessu metnaðarfulla sambýli og sundraði mannskapnum. Sem hefur ekki talað saman af fullu viti síðan.

Heimili er auðvitað ekki aðeins hús heldur samverustaður þeirrar einingar sem telur fjölskyldu. Heimkynni eru ekki aðeins landsvæði heldur líka menning og samfélag. Það sem tengir fólkið saman er tungan. Tungumálið býr í okkur og við í tungumálinu. Þar erum við heima. Í bókverkinu fossar biblíutextinn um Babelturninn á fjölda tungumála en hann er sundraður í óskiljanlega flækju. 

Allir jarðarbúar töluðu sömu tungu og notuðu sömu orð. Svo bar við er þeir fluttust að austan að þeir fundu lágsléttu í Sínearlandi og settust þar að. Þá sögðu þeir hver við annan: „Komum nú og búum til tígulsteina og brennum þá í eldi.“ Þeir notuðu tígulsteina í stað grjóts og bik í stað steinlíms. Og þeir sögðu: „Komum nú, byggjum okkur borg og turn sem nái til himins. Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina.“  Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn sem mennirnir höfðu byggt. Og Drottinn sagði: „Nú eru þeir ein þjóð og tala sömu tungu. Þetta er aðeins upphaf þess sem þeir munu taka sér fyrir hendur. Hér eftir mun ekkert verða þeim um megn sem þeir ætla sér. Stígum nú niður og ruglum tungumál þeirra svo að enginn skilji annars mál.“  Og Drottinn tvístraði þeim þaðan um alla jörðina og þeir hættu við að byggja borgina. Af þeim sökum heitir hún Babel að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina. – – –  Fyrsta Mósebók 11. 1-9.

 Book art. Today, April 6., the exhibition: “hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik” was opened in Silkeborg Bad in Jutland, Denmark. Thirty-three Nordic artists exhibit artist’s books with the theme: HOME. Nine members of ARKIR book arts group participate in the exhibition which is organized by the Danish members of the Nordic artist group CON-TEXT. News, events and remarks on the exhibition will be found at the CONTEXT homepage, as well as the group’s Facebook Page. The exhibition will travel around the Nordic countries and hopefully turn up in Iceland in January 2013. See also more new works at ARKIR Book Arts Blog.

I am exhibiting this book object in Silkeborg, a book scroll or a paper sculpture called Babel. According to the Bible, The Tower of Babel was what one could call a home and rendezvous of all mankind, until God Almighty decided that this ambitious commune was no good and wrecked the party: scattered the people all over the earth and confused their language. What a deed!

Home is such a wide concept. It’s not just a building, but a place of union, an assembly of those who call themselves family. Home is not just a tract of land, but also a community, home of culture. The language connects us together. We belong to the language and the language belongs to us. It markes and makes our home. In this piece I quote the biblical text in many languages, and it flows out of the tower. But it’s all messed up in a confusing babble. Alas.

Now the whole earth had one language and the same words. And as they migrated from the east, they came upon a plain in the land of Shinar and settled there. And they said to one another, “Come, let us make bricks, and burn them thoroughly.” And they had brick for stone, and bitumen for mortar. Then they said, “Come, let us build ourselves a city, and a tower with its top in the heavens, and let us make a name for ourselves; otherwise we shall be scattered abroad upon the face of the whole earth.”  The Lord came down to see the city and the tower, which mortals had built. And the Lordsaid, “Look, they are one people, and they have all one language; and this is only the beginning of what they will do; nothing that they propose to do will now be impossible for them. Come, let us go down, and confuse their language there, so that they will not understand one another’s speech.”  So the Lord scattered them abroad from there over the face of all the earth, and they left off building the city. Therefore it was called Babel, because there the Lord confused the language of all the earth; and from there the Lord scattered them abroad over the face of all the earth.  – – –  Genesis 11. 1-9.

17.04.2013:  Uppfærsla: Fleiri ljósmyndir hér. Babel á Arkarblogginu hér.
17.04.2013:  Update: More photos in this post here. Babel presented at ARKIR Book Arts Blog here.

Snæfellsjökull | At the gate to the centre of the earth!

Snaefellsjokull30032013-1

♦ Föstudagsmyndin – frá laugardegi! Eins og svo margir hef ég dáðst að Snæfellsjökli úr fjarlægð frá því ég man eftir mér. Mig hefur lengi dreymt um að horfa þaðan yfir Faxaflóann, í stað þess að horfa þangað. Í gær var veðrið og tækifærið til þess að njóta útsýnisins úr u.þ.b. 1440 metrum. Og fá sér salibunu niður Miðþúfu! Líklega er hver að verða síðastur á jökulinn sem hefur sífellt minnkað undanfarin ár vegna hlýnandi loftslags.

Snaefellsjokull30032013-2“Descend, bold traveller, into the crater of the jokul of Sneffels,
which the shadow of Scartaris touches before the kalends of July,
and you will attain the centre of the earth; which I have done …”
– Jules Verne: Journey into the Interior of the Earth

♦ Photo Friday – delayed! I have admired Snæfellsjökull from a distance across the Faxaflói Bay since childhood. Not because of Jules Verne’s fiction or the glaciers alleged magical powers, but simply because of its beauty and picturesque grandeur. Yesterday I got the chance to enjoy the spectacular view from the top of the glacier – and to take a ride down the highest peak of the icy summit!

Hopefully I can get up there again before too long. Snæfellsjökull is shrinking and melting fast as the global temperature gets higher. Every summer I look across the bay and see more of the lava mountain and less of the white glacier. Still an active volcano, Snæfellsjökull has its powers and is, in that sense, an entry to the boiling centre of the earth …

More photos from 30. March 2013:

Horft þangað … | View from Melaleiti to Snæfellsjökull:

Snaefellsjokull1

Snaefellsjokull3

Skólaspjall | Visiting school via Skype

SkypeArskoli1

 Skólaheimsókn. Ég fór í skemmtilega skólaheimsókn á miðvikudaginn. Án þess að fara úr sæti mínu við tölvuna var ég komin inn í skólastofu á Sauðárkróki! Ég spjallaði þar við fjöruga krakka í 3. bekk IHÓ í Árskóla. Þau höfðu undirbúið spurningar og voru greinilega búin að kynna sér vel sögurnar um skrímslin. Mörg þeirra voru með tillögur að nýjum bókatitlum og vildu vita hvort ég gæti skrifað bækur sem fjölluðu um ákveðið þema. Miðað við allar þær frjóu hugmyndir sem þar komu fram er ljóst að ímyndunarafl skortir ekki hjá krökkunum í 3. IHÓ! Duglegir krakkar, takk fyrir mig!

SkypeArskoli2

 School visit. I did my first online school visit via Skype last Wednesday. Third graders in Árskóli in Sauðárkrókur in northwest Iceland had prepared questions so we had a session of Q&A. The class was lively and had clearly studied the Monsterseries well. They had a lot of questions about possible new titles with a preferred theme. Many great ideas! And who knows, maybe we’ll see some of these themes in future monster-books?

 Uppfært 5. apríl 2013: Ég fékk skemmtilegan póst í gær, alvöru bréfapóst með myndskreyttum þakkarskeytum frá 3. bekk IHÓ í Árskóla. Takk fyrir skeytin! Bekkjarkennarinn, Ingvi Hrannar Ómarsson, sagði að krakkarnir hefðu nýtt nestistímann sinn til að skrifa kveðjurnar. Á bekkjarblogginu þeirra voru svo myndir frá þeirra sjónarhorni og ég fékk leyfi til að birta nokkrar þeirra hér.

bref3IHOArskola Updated April 5. 2013: I received a big envelope with real letters yesterday! It was a bunch of illustrated thank notes from the kids in Árskóli. Their teacher said they had used the lunchtime to write the letters. I also got permission to use some photos from their class-blog, see below.

Skypespjall3IHOArskoli

Þrjár kápur | Three covers

Blái hnötturinn USA ISL UK

BókaútgáfaSagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason heldur áfram að gera víðreist. Nú er hvað úr hverju von á bresku útgáfunni hjá Pushkin Press í London. Ég fékk eintakið mitt með póstinum í síðustu viku (til hægri). Bandaríska útgáfan (til vinstri) kom út í lok síðasta árs hjá  Seven Stories Press og hefur fengið fína dóma og viðurkenningar. Báðar þessar útgáfur eru í öðru broti en íslenska frumútgáfan og dökki geimurinn á kápunni fékk að fjúka. Kápu- og bókarhönnun var í höndum erlendu útgefendanna.

 Bókadómur. School Library Journal birti á dögunum bókadóm um Söguna af bláa hnettinum og hann má lesa hér fyrir neðan. Þar segir m.a.: „Well-paced, with some wonderful, story-enhancing color illustrations.“

Book release. The UK-version of The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason is soon to be released by Pushkin Press in London. I got my copy in the mail last week. The US-version (left) was published several months ago by Seven Stories Press and has received excellent reviews and honors. The two English versions have the original illustrations, but differ quite a bit from the original edition in layout. Cover and book design was made by the publishing houses.

♦ Book review. School Library Journal has published a review on The Story of the Blue Planet, stating: “Well-paced, with some wonderful, story-enhancing color illustrations.”

“Those who enjoyed Adam Gidwitz’s A Tale Dark and Grimm (Dutton, 2010) may find Magnason’s cautionary ecological tale a perfect compliment. Like Gidwitz, Magnason does not shy away from graphic descriptions of danger and death. That being said, as in all good fables, he begins with once upon a time and readers learn of an innocuous-looking blue planet floating in space. It is inhabited solely by children, who live an idyllic, although somewhat savage life (they hunt for food, even clubbing seals). They are happy and this is most fully realized once a year when the butterflies of the Blue Mountains follow the sun across the sky, a beautiful and breathtaking sight. But as in all good tales and life itself, things are never static. Enter the villain, Mr. Goodday, who lands on the planet and is discovered by the protagonists, Brimir and Hulda. Mr. Goodday, over the course of a very short time, corrupts the children by giving them the power to fly and by introducing them to, among other things, the concept of sefishness. In the process the planet is corrupted as well, affecting the entire ecosystem. After a number of harrowing events, Mr. Goodday is outsmarted by Hulda, who offers to fulfill his greatest wish in return for restoring the children and planet to their former states. Well-paced, with some wonderful, story-enhancing color illustrations.” — Mary Beth Rassulo, Ridgefield Library, CT

Sindri silfurfiskur á Akureyri | Shimmer the Silverfish on stage again

SindriSilfurfiskur6

 Leiksýning. Brúðuleikritið Sindri silfurfiskur, í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar, verður sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar næstu tvær helgar. Sýningar verða laugardaginn 16. mars kl.14:00, sunnudaginn 17. mars kl. 14:00, laugardaginn 23. mars kl. 14:00 og sunnudaginn 24. mars kl. 14:00.

 Theater. The puppetry Shimmer the Silverfish, directed by Þórhallur Sigurðsson, will be performed at Akureyri Theater next two weekends.

Fleiri ljósmyndir og upplýsingar um verkið hér: Sindri silfurfiskur.
Photos and information about the play and production here: Shimmer the Silverfish.

Leikfélag Akureyrar sýnir hið hugljúfa brúðuleikrit Sindri Silfurfiskur næstu tvær helgar. Þessi sýning hefur fengið margróma lof hvarvetna enda sérstaklega töfrandi og falleg. Í sýningunni er sérstök ljósatækni notuð til þess að skapa undurfallegan neðansjávarheim. Töfrandi kynjadýr hafsins svífa um og hrífa áhorfendur á öllum aldri. Sýningartími er um 40 mínútur.
Ef maður leggur kuðung upp að eyranu heyrist í hafinu. Þannig segir kuðungurinn frá því hver hann var og hvar hann bjó. En það var eins og Sindri silfurfiskur vildi gleyma hver hann í raun og veru var. Hafdís í skrautfiskabúðinni Fjörfiskar er löngu hætt að selja fallegu fiskana sína. Þeir eru vinir hennar og hún vill miklu heldur segja af þeim sögur, eins og til dæmis söguna af Sindra silfurfiski og ævintýrum hans.

Þorvaldur Þorsteinsson 1960 – 2013

 Listamaður kvaddur. Sá góði drengur og fjölhæfi listamaður Þorvaldur Þorsteinsson var jarðsunginn í dag. Hann var afkastamikill á svo undramörgum sviðum listanna og ógleymanleg persóna.
Haustið 2001 héldu bókateiknarar sýningu á myndlýsingum í tengslum við fyrstu Mýrarhátíðina: Köttur úti í mýri. Við báðum Þorvald um að skrifa inngang í sýningarskrá sem hann taldi ekki eftir sér. Pistillinn var í senn upplífgandi hvatning og brýn gagnrýni, eins og vænta mátti frá Þorvaldi. Greinin er enn í dag holl lesning sem á erindi til teiknara, rithöfunda og bókaútgefenda:

„Í upphafi var … 

Hér á árum áður, þegar ég vildi láta taka mig alvarlega í fínni lummuboðum, viðraði ég gjarnan áhyggjur mínar af minnkandi bóklestri meðal þjóðarinnar. Nefndi til sögunnar aukið flæði myndefnis á kostnað texta og varaði við þeirri óheillaþróun sem birtist í forheimskandi, gagnrýnislausri myndmötun í stað hins þroskandi samneytis við Orðið. Þessi einstrengingslega afstaða átti sér upptök í pólitískum rétttrúnaði áttunda áratugarins, sem varaði við öllu sem litríkt gat talist og bannaði Strumpana. Allt sem hróflaði við hinni helgu bók, gerði hana aðgengilegri eða ummyndaði á einhvern hátt, var til þess fallið að gera okkur og börnin okkar að þrælum afþreyingariðnaðar og peningaplokks. Það sannaðist hins vegar nokkrum árum síðar á undirrituðum að „þetta, sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann …“ En það er önnur saga.

Við höfum fengið að lifa merkilegar breytingar hin síðari ár. Við vitum núna að eitt þarf ekki að útiloka annað. Við vitum að það er hægt að glæða áhuga á því stóra með því smáa. Að með einföldum lyklum getum við uppgötvað dýrmæta sjóði. Að læsi okkar á einu sviði lífsins getur hjálpað okkur á öðru, hvort sem það felst í þekkingu á teiknimyndasögum eða viðurkenndum bókmenntaverkum. Þannig er okkur smám saman að lærast að njóta þess ríka myndmáls sem heimur okkar býr yfir fremur en líta á það sem ógn við önnur form. Gott ef það hefur ekki jafnframt rifjast upp hvernig myndmálið var í árdaga forsenda frásagnarinnar og ritmálsins. Hvorki meira né minna.

Teikning í bók getur opnað leið inn í textann og út úr honum aftur. Hún getur vakið grun, strítt og truflað, kveikt hugmyndir og kenndir sem enginn texti þekkir og á góðum degi jafnvel orðið textinn sjálfur. Hún getur sagt minna en ekkert og meira en orð fá lýst. Allt þetta hafa íslenskir teiknarar á valdi sínu, sem betur fer, því hlutverk þeirra í íslenskum bókmenntum hefur aldrei verið öflugra en núna.

Hafi nefndur skilningur á mikilvægi myndmálsins skilað sér í raðir íslenskra útgefenda hljóta þeir að hvetja til nánari samvinnu teiknara og höfunda á komandi árum. Við hljótum öll að vilja sjá ný verk þar sem sköpunarkraftur teiknarans nýtist bókverki í frjóu samspili frá fyrsta degi. Ekki eingöngu eftir að handriti er skilað. þetta er nefnilega svo einfalt: Um leið og við hættum að hugsa um framlag teiknarans sem misgóða „skreytingu“ við fyrirfram gefinn texta „höfundarins“, eins og gert var til skamms tíma, þá rifjast upp jafn augljós sannindi og þau að teikningin getur ekki aðeins sótt forsendur sínar í textann, hún getur líka orðið til jafnhliða textanum í innra samspili tveggja höfunda og síðast en ekki síst getur hún verið sjálfur útgangspunkturinn. Uppspretta frásagnarinnar. Rétt eins og var í upphafi.“

Þorvaldur Þorsteinsson

Artist Þorvaldur Þorsteinsson was buried today. He will be greatly missed.

Teikning í sandi | Drawing in the sand

fjarateikn

 Föstudagsmyndin. Í byrjun mars finnst mér skammdegið loks hafa vikið, þó skuggarnir geti enn verið langir. Sól rís um klukkan hálf níu að morgni og sest skömmu fyrir sjö að kvöldi. Það hefur rignt gríðarlega síðustu daga og vatnið rist landið. Svo snjóar aftur og frystir …

 Photo Friday. Drawing in the sand. In early March daylight is finally back though the shadows can still be long. Sunrise is at 8:30 AM, so we have about 10 hrs of daylight. This really matters a lot. I picked this picture because of the heavy rain last days and weeks. The water is shaping the land everywhere: the mountains, riverbeds, beaches – for not to mention the gravel roads around the country. And pretty soon we’ll have snow again …

Ljósmynd tekin | Photo date: 04.03.2006

Skrímslaerjur á kínversku | Monster Squabbles sold to China

Skrímslaerjur

♦ Útgáfuréttur – Kína. Sjöunda bókin um skrímslin tvö: Skrímslaerjur (2012) hefur nú verið seld til Kína, en fyrri bækurnar sex komu út hjá Maitian Culture í Tianjin síðasta haust, eins og lesa má um hér. Skrímslaerjur eru því bráðum fáanlegar á fjórum tungumálum: íslensku, færeysku, sænsku og kínversku.

♦ Rights sold – China. The seventh book in the Monsterseries, Monster Squabbles, has now been sold to Maitian Culture in China, who published the first six books in September 2012, as reported here. Monster Squabbles will therefore soon be available in four languages: Icelandic, Faroese, Swedish and Chinese.

Bókadómar í Bandaríkjum | Book reviews in USA

UsSaganAfBlaa Bókadómar. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason fær fína dóma vestan hafs. Lesa má meira um það hjá forlaginu Seven Stories Press í New York og heimasíðu Andra Snæs. Að vanda er teiknarans ekki alltaf getið, en hér plokkaði ég út hrósið svo því sé haldið til haga.

 Book ReviewThe Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason (illustrated by Áslaug Jónsdóttir), published by Seven Stories Press, New York, has received excellent reviews in the States. Read more about it here: at Seven Stories Press or on Andri Snær Magnason’s homepage. As usual the illustrator is not always mentioned but I still managed to pick out some praise.

Typographical Era:
“Magnason’s beautifully illustrated and expertly translated book is charming, eccentric, moving, and humbling – often reminiscent of Roald Dahl or William Steig.” – Karli Cude
Typographical Era:
“Of course any review of this particular tale would be incomplete with a mention about the artwork, some of which is sampled here. While it certainly won’t be to everyone’s liking, it does possess a uniqueness about it that binds the reader to the story, propelling them ever deeper into the world that Magnason has gleefully created. It’s both playful and innocent in a way that matches his young subjects.” – Aaron Westerman
Truthout:
“It’s a delightful and pointed tale. Indeed, The Story of the Blue Planet, aided by Aslaug Jonsdottir’s fanciful and evocative illustrations, raises important issues about greed, collaboration, friendship and trust that will kick-start discussions among children and their caretakers.” – Eleanor J Bader
Books for Kids:
“The illustrations are lovely and offer a visual stimulus for the story.  This is one of those books that I think every child should read.” – Dena / Books for Kids

The New York Times – Stealing the Sunlight by Amanda Little
Publishers Weekly – 
Kirkus
The Complete Review

Sagan af bláa hnettinum hlýtur viðurkenningu | Green Earth Book Awards

NatGen-book-seal2 Bókaverðlaun. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason hlaut á dögunum viðurkenningu í Bandaríkjunum þegar tilkynnt var að bókin hefði hlotið The Green Earth Honor Awards 2013. Verðlaunað er í fimm flokkum en sjö bækur hljóta að auki heiðursverðlaun og var Sagan af bláa hnettinum, í þýðingu Julian Meldon D’Arcy, ein þeirra. Það er The Nature Generation sem veitir verðlaunin, en þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2005. Sagan af bláa hnettinum er gefin út hjá Seven Stories Press í New York og er með upprunalegum myndskreytingum en í broti ólíku frumútgáfunni.

UsSaganAfBlaa

 Book Prize. The Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason (illustrated by yours truly: Áslaug Jónsdóttir) has been announced a winner of the Green Earth Honor Awards 2013, awarded by The Nature Generation, first handed out in 2005. The Story of the Blue Planet  is translated by Julian Meldon D’Arcy and published by Seven Stories Press, New York. It has the original illustrations, though the format and layout differs from the original. Follow the links above to read more!

♦ Uppfært 6. apríl 2013: Stoltur handhafi The Green Earth Honor Awards 2013Andri Snær Magnason, sendi í dag skeyti með myndinni hér fyrir neðan, en verðlaunin voru afhent í gær, 5. apríl, í tengslum við Salisbury University Read Green Festival í Maryland. Til hamingju Andri Snær!

photoASMweb♦ Updated April 6. 2013: I just received a mail with this photo from a proud winner of the Green Earth Honor Awards 2013Andri Snær Magnason, who accepted the prize yesterday, April 5., at Salisbury University Read Green Festival in Maryland. Congratulations Andri Snær!

 

Litríkur listamaður | Colorful origami artist

AssiaBrill

 Föstudagsmyndin. Hendur eru eina værkfæri origami-listamannsins Assia Brill. Ég sat námskeið hjá Dave og Assia Brill í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi fyrir skömmu. Nánar um það hér. Assia var í kjól sem minnti á litríkan origamipappír.

 Photo Friday. Origami artist Assia Brill says she never uses any tools to make her art, just her hands, even when she folds the tiniest miniatures. I was her student for a weekend on a course in Gerðuberg Cultural Center where she gave origami lessons along with her husband Dave Brill. More about that here. She wore a dress that looked like she had folded it from origami paper.

Ljósmynd tekin | Photo date: 26.01.2013

Klandursskrímsl | Monster Squabbles in Faroese

klandursskrímsl

Bókaútgáfa. Skrímslaerjur komu út á færeysku í vikunni en útgáfutími bókarinnar er misjafn eftir löndum. Von er á sænsku útgáfunni, Monsterbråk, í apríl. Klandursskrímsl stökkva nú af stað til færeysku barnanna og eins og segir í kynningu frá Bókadeild Föroya Lærarafelags: „Nýggj skrímslabók, sum stór og smá bæði í Føroyum og kring heimin dámar væl.“

Book release. Monster Squabbles in Faroese: Klandursskrímsl, has just been released. The Swedish edition, Monsterbråk, is due in april.

Þetta vilja börnin sjá! | Exhibition of children’s book illustration

skrimslaerjurWeb6-7

Sýning. Menningarmiðstöðin Gerðuberg stendur fyrir árlegri sýningu á myndskreytingum úr nýjum barnabókum undir heitinu: „Þetta vilja börnin sjá!“. Sunnudaginn 27. janúar opnaði sýning á myndum úr barnabókum ársins 2012. Þar má m.a. sjá myndir úr Skrímslaerjum. Sýningin í Gerðubergi stendur til 24. mars, en þá heldur hún í ferðalag og verður sett upp víða um land. Við opnunina voru DIMMALIMM – Íslensku myndskreytiverðlaunin veitt og það var Birgitta Sif sem hlaut verðlaunin í ár fyrir frábærar myndlýsingar í fyrstu bók sinni Ólíver, sem kom út hjá Forlaginu. Gerðuberg hefur sinnt kynningu á íslenskum myndabókum betur en nokkur annar með þessum árlega viðburði og verðlaunum. Menningarverðlaun barnanna til Gerðubergs!

 Exhibition. An annual event in Gerðuberg Cultural Center, “Þetta vilja börnin sjá!”, an exhibition of children’s books illustrations, was opened Sunday January 27, with illustrations from Icelandic children’s books published in 2012, among them illustrations from Monster Squabbles. The exhibition in Gerðuberg ends March 24., from where it travels around Iceland to several cultural centers. At the opening The Icelandic Illustration Award: Dimmalimm were handed out to this years winner: Birgitta Sif for her wonderful illustrations in Oliver, published by Walker Books in the UK and Forlagið in Iceland.

Hrím | Rime ice

01012007hrim

 Föstudagsmyndin. Stilla og vægt frost í dag, hrím yfir öllu á Ægisíðunni, stormur í vændum. Sölnuð hvönnin er frá öðrum stað fyrir sex árum.

 Photo Friday. Calm weather and frost this Friday, everything covered with rime frost. Hence this old photo from a bed of withered angelica. The small photo is from Ægisíða in Reykjavík today. We are expecting storm.

25012013Aegissida

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 01.01.2007 / 25.01.2013

Skrímsli í uppáhaldi | Favorited monsters

MonstersIceCoversWeb
 Ummæli: Bryndís Loftsdóttir vörustjóri hjá Eymundsson tilgreindi uppáhaldssögupersónur sínar í helgarblaði Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag. Hún telur eingöngu upp hetjur úr barnabókum, þar á meðal litla skrímslið og stóra skrímslið: „Uppáhaldssöguhetjur mínar úr samtímabarnabókum eru svo stóra og litla skrímslið úr Skrímslabókum Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Það er einhver galdur í þessum sögum sem maður fær bara ekki leiða á.“ (Mbl. 13.01.2013)

Forlagsvefurinn segir frá þessu og hinum eftirlætisbókum Bryndísar.

 Book mention: In Morgunblaðið newspaper last Sunday, the monsters got a nice remark from Bryndís Loftsdóttir bookseller at Eymundsson bookstores, as she announces them for her favorite book characters. And about the series she said: „There is some magic in these stories you just don’t get tired off.“

Read on Forlagid News web and in Morgunblaðið 13. January 2013.

Blokkin í Babel | The lost home

bókverk í smíðum - Áslaug

 Föstudagsmyndin. Bókverk í smíðum, einskonar bókrolla. Verk sem fer væntanlega á norrænu farandsýninguna HEIM. Einu sinni áttum við víst öll heima í sömu blokkinni!
Fylgjast má með sýningarundirbúningi á Bókabloggi Arkanna og hjá ConText-hópnum.

 Photo Friday. I am working on a new book object, a book scroll or a paper sculpture, which when finished will hopefully go on a tour with other works in the exhibition HOME. According to the Bible we once all had the same home address …
Soon more to be seen on ARKIR Book Arts blog!

Litla skrímslið og stóra skrímslið í sjónvarpinu | Little Monster and Big Monster on TV

MonsterTheater1web

♦ Leikhús. Litla skrímslið og stóra skrímslið birtast á sjónvarpsskjánum á morgun, nýársdag, þegar sýnd verður upptaka RÚV frá sýningu Þjóðleikhússins á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu, sem gekk á fjölum Kúlunnar, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins, síðast liðið vor. Útsending RÚV hefst á nýársdag kl. 17:58 stundvíslega!

Smellið hér til að lesa meira um Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu. Sjá einnig: Leikrit | Plays.

 TSjónvarpsskrímsliheater. The Icelandic National Broadcasting Service: RUV will be broadcasting a recording of The Little Monster and the Big Monster in the Theater, which was performed in Kúlan, children’s stage in The National Theater of Iceland.

Links to more information: My page on The Little Monster and the Big Monster in the Theater ; the play at The National Theater ; the program. See also my webpage: Leikrit | Plays.

Skrímslastund í sjónvarpinu á nýársdag! | Monster time on television tomorrow!

Á síðasta degi ársins | The last day of the year

Síðasta dagur ársins 2012

♦ Ljósmyndir frá Gamlársdegi. Sólarlag við Melabakka um nón. Gekk með sjó á síðasta degi ársins. Brim og óveður undanfarna daga höfðu þvegið fjöruna. Þar var fátt að finna. Utan eina bláa skjaldböku…

♦ Photographs from the last day of the year. Sunset at 3 pm. As I took a walk on the beach I found a small blue tortoise. I take that as a good sign.

Ljósmynd tekin | Photo date: 31.12.2012

Bókmenntaverðlaun bóksala | The Booksellers Prize

boksalaverdl2012

 Bókaverðlaun. Tilkynnt var um Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana árið 2012 í sjónvarpsþættinum Kiljunni í gær. Skrímslaerjur komust þar á lista sem ein af bestu barnabókum ársins, í þriðja sæti. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2000. Nei! sagði litla skrímslið hreppti fyrsta sæti í flokki barnabóka árið 2004 og Gott kvöld árið 2005.

Nánar: frétt á Bókmenntir.isF-bókarsíða verðlaunanna og upplýsingar á wikipediu.

 Book Prize. Booksellers in Iceland announced their list of The best books of the year last night, in Kiljan television programme. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) was on the list of the best children’s books in 2012, in third place. The prize was first awarded in 2000. Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster) was the best children’s book in 2004 and Gott kvöld (Good Evening) in 2005.

More (in Icelandic): News on Literature.is, Facebook page of the prize and information on WikipediaBoksalaverdlaun2012skjaskot

Bókabrot | Book making

Origamibooks1

♦ Föstudagsmyndin. Það má alltaf brjóta blað! Bókverkafélagið ARKIR heldur reglulega fundi yfir vetrartímann. Einn slíkur var í vikunni en þá var tekin létt origami-æfing. Hér má lesa má meira um ARKIRNAR. 

♦ Photo Friday. I had a meeting with my book arts group ARKIR few days ago. We made these origami books for fun. Read more about ARKIR on this site.

Ljósmynd tekin | Photo date: 28.11.2012

Skrímslaerjur í Mogga | Book review in Morgunblaðið

 Bókadómur. Skrímslaerjur fengu ljómandi umfjöllun í Morgunblaðinu í gær, 29. nóvember 2012:
„… eins og fyrri bækur mjög vel gerð, snertir við lesandanum og skemmtir honum.“ segir Ingveldur Geirsdóttir.

 Book Review. Nice review in Morgunblaðið yesterday. Four stars for Skrímslaerjur (Monster Squabbles).

Skrimslaerjur-Mbl-29novWeb

Skrímslin sem unnu | And the winners are …

 Skrímslakeppni. Forlagið var að tilkynna sigurvegara í skrímslamyndakeppninni sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur á Bókamessu í bókmenntaborg um síðustu helgi. Þar fæddust mörg stórkostleg skrímsli! En það mátti bara velja þrjá verðlaunahafa, því miður. Jochum, Sara Elísabet og Úlfur Kjalar fá Skrímslaerjur að launum fyrir myndirnar sínar. Hér má lesa fréttina á vef Forlagsins, en samsett myndin er þaðan.

 Monster competition. My publisher, Forlagið, has just announced the three winners of the drawing competition held in the City Hall on Reykjavík Book Fair  last weekend. So many great monsters appeared on the drawing paper but we had to pick out only three winners. Jochum, Sara Elísabet og Úlfur Kjalar get Skrímslaerjur (Monster Squabbles) as a prize for their handsome monsters. News and picture from Forlagið website.

Skrímslagóð lesning! | Monstrously good!

 Bókadómur. Fínasti dómur um Skrímslapest birtist í Litteraturavisen Bokstaver um helgina. Monsterpest fær sexu á teningnum hjá Siri Pedersen sem segir m.a.:

teningur6„Trioen Kalle Güettler, Rakel Helmsdal og Áslaug Jónsdóttir har skapt morsomme figurer og satt dem inn i en gjenkjennelig ramme. Hvem blir vel ikke ekstra syk av å være syk, i alle fall når man blir tilgodesett med en dose omsorg? Hvem føler seg vel ikke syk selv, når man pleier syke?

Teksten sitter bra, illustrasjonene sitter enda bedre. Alt i alt blir Monsterpest monstrøst god lesing, både for liten og stor.“

Tengill á dóminn um Monsterpest á Bokstaver.no.

teningur5Siri Pedersen hefur áður skrifað um skrímslin og ritrýndi Stór skrímsli gráta ekki á síðasta ári. Store monstre gråter ikke fékk fimmu og m.a. eftirfarandi umsögn:

„Ved aktiv bruk av typografi gjøres en temmelig enkel språkform mer interessant. Men det som virkelig løfter boken er de geniale illustrasjonene til Aslaug Jonsdottir. “Enkle”, men likevel intrikate.“ 

Tengill á dóminn um Store monstre gråter ikke á Bokstaver.no.

 Book review. Good review on the Norwegian version of Skrímslapest (Monster Flu) in the online book magazine Bokstaver. Monsterpest gets six on the dice and very nice evaluation by Siri Pedersen. Last year the second book about the monsters, Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry), received just as favorable reviews in the magazine.

Read here about Monsterpest on Bokstaver.no (in Norwegian).
Read here about Store monstre gråter ikke on Bokstaver.no (in Norwegian).