Á ferð við vatn | Tourism and water

TuristLonWebAslaugJ

Smile! Lending a helping hand: Three Italian tourists posing at Jökulsárlón at 8:30 pm in September.

♦ FöstudagsmyndinHvað haldið þið? Í dag er Dagur ferðalanganna eða World Tourism Day. Í þokkabót er þemað:Tourism and Water: Protecting our Common Future eða Ferðamál og vatn: Verndum sameiginlega framtíð. Já, mætti ekki spá aðeins í það?

Jæja, ég var ferðalangur á Íslandi í september og fátt heillar meira en vatn sem fær að renna eins og náttúran býður því. Hér eru fyrir neðan þrjár myndir til vitnis: Jökulsárlón, Lónsfjörður og Goðafoss í september 2013.

♦ Photo Friday. Guess what! Today is the World Tourism Day. And the theme for this year, 2013: Tourism and Water: Protecting our Common Future. I wonder what our government in Iceland is doing about that …

Here is my bid on the water theme from my last trip as a tourist in Iceland. Jökulsárlón, Lónsfjörður og Goðafoss in September 2013.

JokulsarlonWebAslaugJ SvanurWebAslaugJ GodafossWebAslaugJ

Evrópski tungumáladagurinn | The European Day of Languages

EuroMonsters2013Web

♦ Tungumál. Til hamingju með daginn! Evrópski tungumáladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá 2001 og er meðal annars ætlað „að fagna fjölbreytileika tungumála í Evrópu og til að hvetja til tungumálanáms“. Opinber tungumál í Evrópu eru aðeins nokkrir tugir en áætlað er að í álfunni séu töluð um 225 „upprunaleg“ tungumál. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu og ekki síst hverfa þessar raddir algjörlega í netheimum.

Skrímslin tvö standa sig sæmilega í því að fanga fjölbreytileika tungumála í Evrópu því þau tala íslensku, sænsku, færeysku, finnsku, dönsku, norskt bókmál, nýnorsku, spænsku og frönsku. Að auki eru þau orðin reiprennandi á kínversku!

♦ Languages. Today is The European Day of Languages. In Europe alone, about 225 indigenous languages could be celebrated. Sadly many of them are heading towards extinction at a fast rate.

Little Monster and  Big Monster are trying their best in “linguistic diversity” as they now speak several European languages: Icelandic, Swedish, Faroese, Finnish, Danish, Norwegian Bokmål, Neo-Norwegian, Spanish and French. In addition they are doing pretty well in Chinese!

EuroLanguageDay

Dyrfjöll | Sunset in Borgarfjörður eystri

DyrfjollwebAslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Á Borgarfirði eystri í september: sólin var sest bak við Dyrfjöllin en skein svo í gegnum Dyrnar. Það er ekki að undra þó Kjarval hafi málað ljósárur og geislaflóð í bland við kletta og klungur.

♦ Photo Friday. Two photos from Borgarfjörður eystri in September. Sunset on Mt. Dyrfjöll (Door Mountain), East Iceland. Magical place! 

Dyrfjoll2webAslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 06.09.2013

Dagur íslenskrar náttúru | Day of Icelandic Nature

KrossanesfjallHvalnes

♦ Ljósmyndir. Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru 16. september! Ærin ástæða til fagna, alltaf gott að staldra við og hugleiða, – súta sumt. Aldrei láta sér standa á sama.

Krossanesfjall, Hvalnesskriður, Þvottárskriður, krækiber og skyr 5. september.

♦ Photos. Today is the annual Day of Icelandic Nature. It’s hard to pick one place to illustrate the occasion. But this was the view and my lunch on Sept. 5th.

Berjaskyr@AslaugJweb

Ljósmyndir teknar | Photos date: 05.09.2013

Við Sænautasel | Home alone

KisiSsel1w©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Kettlingurinn með hvítu loppurnar var einn heima við Sænautasel á Jökuldalsheiði þegar okkur bar þar að garði í síðustu viku. Ég var fegin að vera ekki hagamús á heiði.

♦ Photo Friday. The kitten was home alone when we visited Sænautasel, a remote old farm in the highlands of Jökuldalsheiði. (I know my hair is mousy, but really, why give me that look?)

Sænautaselw©AslaugJ

KisiSsel2w©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 07.09.2013

Sjónarhorn | The other angle

Melabakkar©RuneJohansen

Melabakkar cliffs, Melaleiti farm, Belgsholtsvík cove, Mt. Hafnarfjall, Mt. Ölver. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk

♦ Föstudagsmyndin. Mér ber að nefna það strax: Þessar ljósmyndir eru ekki mínar – nema þessi af flugmönnunum. Þegar ég auglýsti í færslunni s.l. föstudag eftir upplýsingum um ljósmyndara á flugi yfir Melasveit 12. ágúst (sjá myndir hér), þá datt mér ekki í hug ég kæmist á sporið svo fljótt. En það var eiginkona flugmannsins í bláu vélinni, sem starfs síns vegna átti erindi inn á síðuna mína og rak þá strax augu í spúsa sinn – og hafði samband. Þarna var sumsé á ferð hópur ljósmyndara á námskeiði hjá Mary Ellen Mark á Íslandi. Flugmaðurinn gaf mér upp nafn ljósmyndarans sem hann flaug með: Rune Johansen.
RunePhoto©AslaugJRune er fjölhæfur danskur ljósmyndari og sendi mér af miklu örlæti fjölmargar myndir af Melaleiti úr lofti, m.a. þessar þrjár. Þarna er því komið sjónarhornið sem ég auglýsti eftir! Kíkið endilega á heimasíðuna hans: Photographer Rune Johansen:  www.runejohansen.dk. Þessa dagana birtir hann líka glæsilegar myndir frá Íslandsferðinni á FBsíðu sinni.

♦ Photo Friday. Remember my post last Friday? I wondered who were the flying photographers on the 12th of August, obviously pointing their lenses towards me! Well, the family farm, anyway. So I shot back! I found out about the photographers so soon due to pure coincidence: In connection with her work, the wife of one of the pilots visited my website and what she surprisingly saw was her husband! The flying bunch turned out to be a group of photographers attending a workshop with Mary Ellen Mark in Iceland. The pilot gave me his passenger’s name: Rune Johansen. (And yes, I was there on the ground. See?)

fotoWhen I contacted Rune he generously sent me a number of fantastic photos of our farm from that occasion. So I got to see what he had caught with his lens! Thank you Rune! For more of his photos, check out his versatile work on his website: Photographer Rune Johansen:  www.runejohansen.dk. If you look him up on FB, you can also view great shots from his trip to Iceland.

OK. Now I wonder if the other photographers saw exactly the same … – or is it a different point of view every time?

Melaleiti©RuneJohansen

Melaleiti farm 12. Aug. 2013. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk

Melaleiti, Skarðsheiði, Botnssúlur

Melaleiti farm, left: Skarðsheiði Mt.range, Mt. Botnssúlur in the far. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk

2. ágúst | Busy birthday boy

JKM Aug2013

♦ Föstudagsmyndin. Heyskapur! Myndin var tekin í gær, 1. ágúst, en veðrið í dag, 2. ágúst er einmitt svipað. Ekta íslenskt sumarveður: norðanstrekkingur, sólríkt og svalt. Myndefnið er meðal annars: aldraður snúrustaur af klassískri gerð (hann og bróðir hans stefna að heimsfrægð), Massey Ferguson (árg. 1974), 39 ára á árinu og við stýrið: faðir minn (Jón Kr. Magnússon árg. 1932), áttatíu og eins árs í dag!

♦ Photo Friday. Making hay yesterday! In front the very, very popular and photogenic clothesline pole, and then two good ones: old Massey Ferguson (1974), only 39 years old, and the driver: my dad (1932), only 81 years old today, 2nd August. Both still going strong!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 01.08.2013

Loksins sumar | Summer at last

sumarII23juliWeb©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Loksins kom sumarið! Sextán til tuttugu gráður og sól. Stúlkan á bænum fór í sumarkjól og við óðum grynningar á stórstraumsfjöru. Þetta er eina rétta umhverfið fyrir alvöru leir- og þang-fótabað. Kolaseiðin sáu svo um „Fish-Spa“-fílinginn!

♦ Photo Friday. Summer came with sunshine and a gentle breeze of 16-20 degrees °C. We couldn’t resist to at least wade in the sea and get a super mud and seaweed foot-spa! The small fry of flatfish had to count for the notion that you were also getting a luxurious fish-spa!

sumar23juliWeb©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 23.07.2013

Góði dagurinn | One fine day

ThvotturAslaugJweb

♦ Föstudagsmyndin. Ég ætla ekki að tala um rigninguna í júlí. Ég ætla ekki að tala um rigninguna í júlí. Ég ætla ekki að tala um rigninguna í júlí. Ég ætla ekki að tala um rigninguna í júlí. Ég ætla ekki að tala um rigninguna í júlí. Ég ætla ekki að tala um rigninguna í júlí …

♦ Photo Friday. A rare moment this summer: drying laundry on the clothesline. I’m counting the days when it hasn’t rained. One

Ljósmynd tekin | Photo date: 16.07.2013

Tjaldur | Haematopus ostralegus

TjaldurWebAslaugJons ♦ Föstudagsmyndin. Fugl dagsins! Það er stormur í vændum og jafnvel tjaldurinn í fjörunni þagði í morgun. Veðurspáin hljóðar upp á slagveður og mikinn vindstyrk. Hugið vel að tjöldunum!
Myndin fyrir neðan: Ölverinn blár, þangið rautt.

♦ Photo Friday. We are expecting a storm so I went early this morning for a walk at the shore. The birds were unusually quiet and even the oystercatchers were silent. Below: Mt Ölver this morning, seeweed on the beach.

OlverWebAslaugJons

Ljósmyndir teknar | Photos date: 05.07.2013

Sumarsólstöður og rigningardagar | Summer solstice and rainy days

BorgarfjordurWeb©AslaugJons

♦ Föstudagsmyndin: Sumarsólstöður við Borgarfjörð, 21. júní 2013 kl. 23:32. Eftir dumbung og rigningu skein sólin, rétt áður en hún settist. Ég kenni erfðafræðinni um þetta væmna myndefni, örvæntingin seitlar um æðarnar: Ekki fara, ekki skilja okkur eftir í myrkrinu! Einkum í erfðum hins norræna manns lifir ólæknandi sólardýrkandi (og deyr, þegar hann fer flatt á ofneyslunni).
Fyrir neðan: Snæfellsjökull 22. júní. Fleiri myndir af jöklinum hér.

♦ Photo Friday: Summer solstice by Borgarfjörður and Faxaflói Bay, June 21. at 11:32 pm. The weather in June has otherwise been cold, rainy, windy, dull. I know, I know … I am such a sucker for this particular spot on earth and the view from the family farm. And I can’t help taking these sentimental photos of the sunset. It must be in the genes, to long so terribly for the sun and brighter days: Please, don’t leave us in the dark …
Below: Snæfellsjökull, June 22. More photos from and of the glacier here.

Ljósmynd tekin | Photo date: 21.06.2013
SnaefellsjokullWeb©AslaugJons
Ljósmynd tekin | Photo date: 22.06.2013

Ofjarl | Two days old

Ofjarl2013web

♦ Föstudagsmyndin. Fyrirsætuna á föstudagsmyndinni hitti ég áðan, á svölu vorkvöldi. Hann er tveggja daga gamall og heitir Ofjarl og er með alvöru mjólkurskegg.

 Photo Friday. I just met my Friday model for the first time this evening: A chestnut colt, only two days old. So it’s a real milk mustache!

Þrír dagar | Three days

Viðburðir. Í dag, 24. apríl, er síðasti vetrardagur eins og berlega kom í ljós með snjókomu í Reykjavík í morgun. Í gær, 23. apríl, var Dagur bókarinnar og alla vikuna eru áhugaverðir bókmenntaviðburðir vítt og breitt um borgina, eins og lesa má á vef Bókmenntaborgarinnar. Í fyrradag, 22. apríl, var Dagur Jarðar, þó allir dagar séu í raun dagar Jarðar og dagar góðra bóka. Á vefnum The Children’s Book Review var bent á að Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason væri ákjósanleg lesning á Degi Jarðar og það sama gerði útgefandinn, Seven Stories Press.

Eftir tæpa þrjá daga er kosið til Alþingis. Ég mæli með því að þeir sem vanræktu Dag Jarðar og Dag bókarinnar rifji upp til dæmis Draumalandið eða Söguna af bláa hnettinum fyrir kosningar. Ryksugandi sölumenn hafa safnað fiðrildadufti, slá ryki í augu, slá um sig og bjóðast til þess að negla sólina fasta yfir Íslandi. Ekki kjósa Gleði-Glaum.

solglaumurwww

Events. Today, 24th of April, is the last day of winter in Iceland, so of course it snowed heavily this morning! Yesterday, 23rd of April, was World Book Day, which is celebrated the whole week in Reykjavik Unesco City of Literature, with many interesting book events. The day before, 22nd of April, was Earth Day. All in all a good reason to celebrate, although every day should be a day of the Earth and a day of a good book. In The Children’s Book Review, The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason was selected on a list of recommended reading on Earth Day. The publisher, Seven Stories Press, also pointed that out.

In less than three days we have parliamentary elections in Iceland. I recommend good reading before voting: two books by Andri Snær: Dreamland: A Self-Help Guide for a Frightened Nation, and The Story of the Blue Planet. I fear that too many will put their vote on Gleesome Goodday and his promises of flying in endless sunlight.

Snæfellsjökull | At the gate to the centre of the earth!

Snaefellsjokull30032013-1

♦ Föstudagsmyndin – frá laugardegi! Eins og svo margir hef ég dáðst að Snæfellsjökli úr fjarlægð frá því ég man eftir mér. Mig hefur lengi dreymt um að horfa þaðan yfir Faxaflóann, í stað þess að horfa þangað. Í gær var veðrið og tækifærið til þess að njóta útsýnisins úr u.þ.b. 1440 metrum. Og fá sér salibunu niður Miðþúfu! Líklega er hver að verða síðastur á jökulinn sem hefur sífellt minnkað undanfarin ár vegna hlýnandi loftslags.

Snaefellsjokull30032013-2“Descend, bold traveller, into the crater of the jokul of Sneffels,
which the shadow of Scartaris touches before the kalends of July,
and you will attain the centre of the earth; which I have done …”
– Jules Verne: Journey into the Interior of the Earth

♦ Photo Friday – delayed! I have admired Snæfellsjökull from a distance across the Faxaflói Bay since childhood. Not because of Jules Verne’s fiction or the glaciers alleged magical powers, but simply because of its beauty and picturesque grandeur. Yesterday I got the chance to enjoy the spectacular view from the top of the glacier – and to take a ride down the highest peak of the icy summit!

Hopefully I can get up there again before too long. Snæfellsjökull is shrinking and melting fast as the global temperature gets higher. Every summer I look across the bay and see more of the lava mountain and less of the white glacier. Still an active volcano, Snæfellsjökull has its powers and is, in that sense, an entry to the boiling centre of the earth …

More photos from 30. March 2013:

Horft þangað … | View from Melaleiti to Snæfellsjökull:

Snaefellsjokull1

Snaefellsjokull3

Teikning í sandi | Drawing in the sand

fjarateikn

 Föstudagsmyndin. Í byrjun mars finnst mér skammdegið loks hafa vikið, þó skuggarnir geti enn verið langir. Sól rís um klukkan hálf níu að morgni og sest skömmu fyrir sjö að kvöldi. Það hefur rignt gríðarlega síðustu daga og vatnið rist landið. Svo snjóar aftur og frystir …

 Photo Friday. Drawing in the sand. In early March daylight is finally back though the shadows can still be long. Sunrise is at 8:30 AM, so we have about 10 hrs of daylight. This really matters a lot. I picked this picture because of the heavy rain last days and weeks. The water is shaping the land everywhere: the mountains, riverbeds, beaches – for not to mention the gravel roads around the country. And pretty soon we’ll have snow again …

Ljósmynd tekin | Photo date: 04.03.2006