Alþjóðadagur læsis | International Literacy Day 2016

♦ Alþjóðadagur læsis – er í dag 8. september og á Íslandi er Bókasafnsdeginum einnig fagnað. Fimmtíu ár eru liðin síðan Sameinuðu þjóðirnar UNESCO gerðu daginn að alþjóðlegum degi læsis og það er full ástæða til að taka þátt í gleðinni með lestri góðra bóka og heimsókn á næsta bókasafn.

Skrimslakisi Áslaug 2015

Að loknu heimsþingi IBBY samtakanna í ágúst s.l. var birt myndband til kynningar á heiðurslista IBBY árið 2016 og sem sjá má hér fyrir ofan. Í október á síðasta ári tilkynnti IBBY á Íslandi að við Skrímslakisi værum útnefnd á heiðurslistann fyrir myndlýsingar. (Sjá frétt hér). Valið er á heiðurslistann annað hvert ár, en bækurnar fá umtalsverða alþjóðlega kynningu. Þær eru kynntar á heimsþingi IBBY og fara um heiminn á farandsýningu á hin ýmsu bókaþing í tvö ár eftir það. Bækur sem tilnefndar hafa verið á heiðurslistann má svo finna á nokkrum völdum bókasöfnum víðsvegar um heiminn. Þetta er í þriðja sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY: árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.

Á heiðurslista IBBY 2016 er einnig samstarfkona mín Rakel Helmsdal fyrir bókina „Hon, sum róði eftir ælaboganum“. Frá Danmörku er tilnefndur einn textahöfundur fyrir hvert höfuðtungumálanna í danska ríkissambandinu: dönsku, færeysku og grænlensku. Kápu þeirrar bókar gerði ég útgáfuárið 2014. Rakel Helmsdal er sem kunnugt ein þriggja höfunda bókanna um skrímslin, ásamt okkur Kalle Güettler. Þau gleðitíðindi bárust svo í lok ágúst að Rakel hefði hlotið Vestnorrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókina. Til hamingju Rakel!

♦ International Literacy DayToday, September 8th, is the International Literacy Day and UNESCO celebrates its the 50th anniversary. In Iceland we also rejoice “Bókasafnsdagurinn” – The Library Day.

IBBY International has just released the video above, a presentation of all books nominated to the biennial IBBY Honour List 2016. On the list is Skrímslakisi (Monster Kitty) by the Nordic trio: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal – selected for the 2016 IBBY Honour List for illustration. Read the news in Icelandic here and all about IBBY Honour List here. The criteria goes as follows:

“The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”

The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the third time on the list; previously in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.

On the IBBY Honour List 2016! is also my Faroese co-author Rakel Helmsdal, honoured for her book: „Hon, sum róði eftir ælaboganum“ (The girl who rowed after the rainbow). I did the cover design for her book, the year of publishing, in 2014. Only couple of weeks ago Rakel received the West Nordic Council’s Children and Youth Literature Prize for the book. Congratulations Rakel! Visit Rakel Helmsdal’s blog for more information in Faroese.

The Honour List catalogue and the selected books will be presented at the IBBY Congresses in Auckland, New Zealand in 2016. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs. Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept at the International Youth Library in Munich, the Swiss Institute for Child and Youth Media in Zurich, Bibiana Research Collection in Bratislava, IBBY in Tokyo and Northwestern University Library at Evanston, Illinois.

Celebrate the day: Read good books! Visit your library!

Below: two spreads from Skrímslakisi (Monster Kitty).

 

Fljótt, fljótt! | Quick sketch for a quick bird

þúfutittlingurSkissa©AslaugJ

♦ MánudagsrissSmáfugl rissaður í fljótheitum. Stálpaðir ungar æfa flugfimi og fluguveiðar allt í kringum húsið þessar mundir. Sumir eru forvitnari og kjarkaðri en aðrir.
♦ Monday sketch: Very, very, very quick sketch on a Monday. If it looks like something it should be a young meadow pipit.

Skissa dags. | Sketch date: 08.08.2016

Sykurertur í sólinni | Snow peas in the sun

Baunir©AslaugJ

♦ MánudagsrissMánudagsskissan kemur á þriðjudegi því ég náði ekki að setja riss á blað í gær, á frídegi verslunarmanna. Ekki þurfti ég þó að fara í búð eftir viðfangsefninu: sykurerturnar komu beint af grasinu og enda örugglega á diskinum mínum.
♦ Monday sketch: No, I am sorry, this is a Tuesday drawing! 😉 Doodled some sweet snow peas I picked this morning.

Skissa dags. | Sketch date: 02.08.2016

Sagan af bláa hnettinum á tyrknesku | The Story of the Blue Planet in Turkish

Sagan af bláa Tyrkneska

♦ ÚtgáfufréttirÉg má ekki gleyma því að tíunda fregnir af sporbraut bláa hnattarins: Sögunnar um bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason – með myndum og útliti eftir ofanritaða. Bókin kom út á tyrknesku í byrjun apríl hjá Pegasus forlaginu í Istanbul. Brot bókarinnar er það sama og á bresku og bandarísku útgáfunni. Titillinn er Mavi Gezegenin Hikâyesi og má kaupa víða í netverslunum þegar leitað er eftir.

Tyrkneska forlagið notar í auglýsinguna hér fyrir ofan myndina af börnunum að kjósa: naglann úr sólinni eða áfram flug og stuð. Og það er nú eins og Gleði-Glaumur sagði: „Ykkar er valið, börnin mín“. Senn líður að forsetakosningum. Frambærilegir valkostir eru nokkrir, en gott ef það glittir ekki orðræðu Gleði-Glaums hjá öðrum. Í aðdraganda kosninga hjá börnunum á bláa hnettinum reitti Gleði-Glaumur af sér ósmekklega aulabrandara, var með hræðsluáróður um að allt yrði fúlt og leiðinlegt ef hann yrði ekki fyrir valinu og gaf auðvitað loforð um „meira stuð“. Hulda og Brimir áttu ekki miklu fylgi að fagna – en þau höfðu sannarlega siðferðilega yfirburði og fengu sitt fram að lokum. Gleði-Glaumur fékk vissulega að kalla sig kóng – því Hulda og Brimir voru glögg að greina valdasýkina og græðgina sem þau svo héldu frá raunverulegum yfirráðum.

Það þarf engan kóng á Bessastaði en þjóðinni getur gagnast forseti sem hugar að framtíðinni og mennskunni og minnir okkur á mikilvæg gildi. Andri Snær Magnason er ekki bara frjór og skemmtilegur hugsuður og snilldargóður rithöfundur heldur ákjósanlegur forseti fyrir þjóð sem er dálítið hart leikin af því að fljúga hátt, eins og börnin á bláa hnettinum. Andra Snæ er lagið að benda á fersk sjónarhorn og að beina athygli okkar að málum sem skipta sköpum fyrir þjóðina og stöðu okkar í veröldinni. Ég styð Andra Snæ til embættis forseta Íslands og treysti honum til þess að nýta embættið til góðra verka í anda Huldu og Brimis, villibörnunum á hnettinum bláa.

♦ Translation – book releaseI try not to forget to point out new translations of The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason with illustrations by yours truly. So: this Turkish edition was out in April, published by Pegasus Publishing house in Istanbul. The title is Mavi Gezegenin Hikâyesi, available in many online stores.

Author Andri Snær Magnason is now running for the position as president of Iceland. I wholeheartedly support his candidacy! Vote for Andri Snær!

Skrímslin á tékknesku | The Monster series in Czech

NeTekk StrasidlaciTekk

♦ ÚtgáfufréttirSkrímslin tvö halda áfram ferð sinni um heiminn. Tvær fyrstu bækurnar í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið er nú komnar út á tékknesku hjá forlaginu Argo í Prag, í þýðingu Mörtu Bartošková. Lesa má nánar um tékknesku útgáfuna hjá Argo hér: Ne! Řeklo strašidýlko (Nei! sagði litla skrímslið) og Strašidláci nebrečí (Stór skrímsli gráta ekki). Bækurnar fást m.a. í netverslun hér og hér – og lesa má brot úr bókunum hér og hér.

♦ New releasesThe two monster friends continue to travel the world! The first two books in the series about Little Monster and Big Monster have just been released in the Czech language, published by Argo Publishing house in Prague, translated by Marta Bartošková. Read more about the publications here: Ne! Řeklo strašidýlko, and here: Strašidláci nebrečí. The books can be bought online here and here. To read a sample, click here and here.

Skrímsli-á-tékknesku

 

 

Arabísku skrímslin | The Monster series in Arabic

ArabicMonsterBooksweb

♦ Lesið á arabískuMikið væri gaman að kunna arabísku! Ég gat ekki annað hugsað þegar ég fékk í hendur nýju útgáfurnar af skrímslabókunum á þessu fallega og heillandi tungumáli. Það rifjaðist líka upp þessi gagntakandi tilfinning að stara ólæs í bók sem barn og langa til að þekkja galdurinn. Ég er hrædd um að það myndi nú ekki ganga eins greitt að læra að lesa arabískuna, ég kæmist ugglaust hvorki aftur á bak eða áfram! En hafi nú einhver hug á að næla sér í arabískar skrímslabækur þá er um að gera að hafa samband við útgefandann: Al Hudhud Publishing í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fimm titlar eru komnir út. Þýðandi er sýrlendingurinn Lama Ammar, þýðandi og fréttakona. Sjá fleiri fréttir um skrímslin á arabísku: hér og hér.

♦ Monsters in ArabicIt was such a delight to receive my copies of the five titles from the Monster series in Arabic. I so wished I could read that beautiful language! Browsing through the books felt as way back then when I didn’t know how to read but really wanted to get hold of that magic key. I don’t think it would happen as fast now, alas! But for those of you who can read Arabic and would like to get hold of copies of the books, do contact the publisher: Al Hudhud Publishing, based in Dubai in the United Arab Emirates. The Arabic translation is by Lama Ammar, translator and reporter.
Older news on the Arabic translations see here and here.

Page from زغبور وكعبور في الظلام - Monster In the Dark

Bjargvættur | Vættir – Poster exhibition

Bjargvaettur©AslaugJons2016

♦ VeggspjaldÞrjátíu og fimm teiknarar sýna veggspjöld á HönnunarMars 2016 í Sjávarklasanum Grandagarði 16. Myndefnið er „Vættir“ sem hver teiknari túlkar á sinn hátt. Ég ákvað að skoða hug minn til bjargvætta, fremur en þjóðsagna eða yfirnáttúrulegra fyrirbrigða. Hér fyrir ofan: Bjargvættur 2016, gjörið svo vel.

Í húsi Sjávarklasans á Granda eru fleiri grafískar sýningar teiknara og hönnuða sem vert er að sjá. Borgin öll er svo kraumandi af áhugaverðum viðburðum og sýningum hönnuða fram á sunnudag.

♦ PosterThirty-five illustrators exhibit posters on the theme “Vættir” / Wights – or Supernatural Spirits on DesignMarch 2016. Place: Sjávarklasinn, Ocean Cluster House, Grandagarður 16. Rather than working on monsters and creatures from folklore and mythology I decided to take a closer look at the spirit of helpfulness: “bjargvættur” – meaning rescuer or savior, as I see it in the year 2016.

If in Reykjavík don’t to miss the many interesting events on DesignMarch 2016 – ends on Sunday!

Opnunartími í Sjávarklasanum á HönnunarMars | Opening hours in the Ocean Cluster House for the weekend:
11.03. Föstudagur | Friday 12-18
12.03. Laugardagur | Saturday 12-17
13.03 Sunnudagur | Sunday 13-17
Meira um sýninguna: Vættir á Fb. See also more from the exhibition Vættir on Fb.

Ég vil fisk! tilnefnd til verðlauna | Nominations for Gourmand World Cookbook Awards

EgVilFisk-IslCover-2015

♦ Tilnefning! Stundum berst upphefðin að úr óvæntum áttum. Ég vil fisk! var endurútgefin á árinu og er nú tilnefnd til Gourmand World Cookbook Awards í eftirtöldum þremur flokkum:
Best Scandinavian Cuisine Book
Best Children Food Books
Best Fish Book
Bókin er ennfremur vinningshafi í þessum þremur flokkum á Íslandi. Listi yfir vinningshafa í 209 löndum verður birtur á heimasíðu verðlaunanna í febrúar, en vinningshafar á heimsvísu kynntir með viðhöfn þann 28. maí 2016 í Yantzi í Kína.

Þó að Ég vil fisk! sé ekki matreiðslubók, þá kemur matur, áhugi á mat og matarmenning vissulega við sögu og þessi óvænta og skemmtilega viðurkenning sannar að það er hægt að lesa barnabækur á mörgum plönum. Ég vil fisk! fjallar um sterkan vilja og mislukkaðan velvilja, tungumál og skilning – og auðvitað matinn sem sameinar okkur og seður. Á þessari síðu má sjá myndir úr bókinni, lesa greinar og umfjöllun og brot úr bókadómum. Bókin hefur komið út á fimm tungumálum og er til í þýðingu á fleiri tungumálum.

Gourmandlogo2♦ Nomination! Have I got a surprise for you! My little picturebook I Want Fish! – Ég vil fisk! just got nominated for the Gourmand World Cookbook Awards, – although it’s not a cookbook! I Want Fish! – Ég vil fisk! has been selected the winner in Iceland, and nominated for the next “Gourmand Best in the World”, in three categories:
Best Scandinavian Cuisine Book 
Best Children Food Books 
Best Fish Book
The results for all 209 countries will be posted on the Gourmand World Cookbook Award’s website in February. World wide winners will be announced on Saturday May 28, 2016 at the annual awards event that takes place in Yantai, China.

These nominations must be a proof for the fact that good children’s books can be read in surprisingly many levels! I Want Fish! – Ég vil fisk! is a picturebook for the youngest readers. It’s a book about a strong will and a failing goodwill, language and understanding – taken in with several spoonfuls of some very nice and varied dishes! It has been published in five languages and translations are available in English, Spanish and French. See illustrations from the book, read reviews and articles (mostly in Scandinavian languages) on this page.

Skrímslaföndur | Monster crafts

kramarhus6web©AslaugJ

♦ Föndurdund: Föndur er alls ekki allra, einkum ef það er eftir ákveðinni forskrift. Allt um það finnst flestum gaman að gera eitthvað í höndum, klippa, líma, smíða, sauma, prjóna … Ég hvet alla til þess að dunda við handíðir af hjartans lyst – og list. Það er hollt fyrir huga og hönd. Skrímslakramarhúsin voru hönnuð í tengslum við sýninguna í Gerðubergi – menningarhúsi: Skrímslin bjóða heim. Arkir með kramarhúsunum eru fáanlegar í safnbúð Borgarbókasafnsins í Gerðubergi á meðan birgðir endast. En skrímslavinir sem kíkja hingað á vefsíðuna geta hlaðið niður örk með útlínuteikningum fyrir klippimyndirnar hér fyrir neðan. Stóra skrímslið, litla skrímslið og skrímslakisi óska gleðilegra jóla! Njótið vel!

Jolafondur-kramarhus♦ Monster craftsThese paper cones and paper cuts were designed in connection with the exhibition A Visit to the Monsters in Gerðuberg Culture House in Reykjavík. Templates for the cones are available for a short term in the library shop in Gerðuberg, but all monster friends who visit this site can download a template for the paper cuts with a click on the link below. Enjoy! Little Monster, Big Monster and Monster Kitty wish you all happy holidays!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Skrimslaklipp | Monster Paper Cut 2015 – Smellið á tengilinn til að hlaða niður skjalinu. | Click on the link to download the pdf.

 

Skrímsli í myrkrinu! | Monster in the Dark!

Litla-skrimsli-Endurskin-1

♦ Hönnun: Litla skrímslið lætur skammdegið ekki buga sig og berst gegn þeim ógnum sem felast í myrkrinu. Það er reiðubúið að slást í för með öllum sem hætta sér út í náttmyrkrið. Það kann líka skínandi vel við sig á jólatrénu, finnst bara skemmtilegt að hanga svona …

Endurskinsmerkið er hannað í samvinnu við Safnbúðir Reykjavíkur og Funshine og á rætur að rekja í bókaröðina um litla skrímslið og stóra skrímslið.  Fæst í safnbúðunum í lista- og menningarsöfnum Reykjavíkurborgar.

♦ DesignAngry Little Monster says “No!” to murky shadows and is ready to fight the darkness with its sparky attitude. Little Monster would really like to hang out with anyone who dares seek adventures and go for a walk in the dark. It also likes to just hang around and practically shines if it’s allowed to decorate the Christmas tree.

This Monster-reflector was designed in collaboration with Reykjavík Museum Shops and Funshine, inspired by the Monster series. Available in Reykjavík library-shops, art and culture museums.

Litla-skrimsli-Endurskin-2

 

Skapað með skrímslum | Monster merchandise

SkrimslaVorur1

♦ HönnunÍ tengslum við sýninguna Skrímslin bjóða heim og í samstarfi við Safnbúðir Reykjavíkur hannaði ég litla vörulínu með gjafakortum, skissubókum o.fl. með myndum sem tengjst bókaröðinni um litla skrímslið og stóra skrímslið. Þessar vörur fást nú í safnbúðum lista- og menningarsafna Reykjavíkurborgar. Á Fb-síðu safnbúðanna er að finna myndir og upplýsingar um verð. Fleiri vörur eru væntanlegar síðar!

♦ DesignIn collaboration with Reykjavík Museum Shops I have designed a small line of products inspired by The Monster Series. Cards, wrapping paper that can also serve as posters, box of colors, sketchbooks and more – all available in Reykjavík library-shops, art and culture museums. Prices and more photos and information here on Reykjavík Museum Shops’ FB-page. More monster-merchandise to be introduced later!

Trélitir, skissubækur og blokkir. Með þessum trélitum er hægt að lita ENDAlaust – frá báðum endum. Og nei, þetta eru ekki litabækur og þess vegna má lita útfyrir, skrifa texta, minnislista, sögur, ljóð, hugmyndir; og teikna myndir, krassa og krota. Allskonar! Skapaðu með skrímslunum!

SkrimslaTeiknibok

 

Skrímslakisi á Heiðurslista IBBY | Selected for IBBY Honour List 2016

Skrimslakisi-Og-Aslaug2015

Skrímslakisi fer um öll skúmaskot Gerðubergs þessa dagana, en þó náðist af okkur þessi mynd. | Monster Kitty likes IBBY…

♦ Viðurkenning: Við Skrímslakisi kætumst! Samtökin IBBY á Íslandi völdu á dögunum Skrímslakisa sem eina þriggja bóka á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna 2016. Hér má lesa frétt IBBY á Íslandi.

Hver landsdeild IBBY nefnir til einn rithöfund, einn myndhöfund og einn þýðanda á heiðurslistann sem birtur er annað hvert ár. Frá Íslandi er Ármann Jakobsson er tilnefndur fyrir Síðasta galdrameistarann; Áslaug Jónsdóttir er tilnefnd fyrir Skrímslakisa og Magnea J. Matthíasdóttir er tilnefnd fyrir þýðinguna á Afbrigði eftir Veronicu Roth.

Bækurnar á heiðurslista IBBY fá umtalsverða alþjóðlega kynningu. Þær eru kynntar á heimsþingi IBBY sem næst verður haldið í ágúst 2016 á Nýja-Sjálandi og þær fara um heiminn á farandsýningu á hin ýmsu bókaþing í tvö ár eftir það. Bækur sem tilnefndar hafa verið á heiðurslistann má svo finna á nokkrum völdum bókasöfnum víðsvegar um heiminn.

Þetta er í þriðja sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY: árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.

asl_krakkakv♦ HonourSkrímslakisi (Monster Kitty) by the Nordic trio: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal has been selected for the 2016 IBBY Honour List for illustration. Read the news in Icelandic here and all about IBBY Honour List here. Nominated from Iceland are: author Ármann Jakobsson for Síðasti galdrameistarinn; illustrator Áslaug Jónsdóttir for Skrímslakisi and translator Magnea J. Matthíasdóttir for Afbrigði by Veronicu Roth.

The criteria goes as follows: “The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”  The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the third time on the list; previously in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.

Blái hnötturinn USA ISL UKThe Honour List catalogue and the selected books will be presented at the IBBY Congresses in Auckland, New Zealand in 2016. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs. Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept at the International Youth Library in Munich, the Swiss Institute for Child and Youth Media in Zurich, Bibiana Research Collection in Bratislava, IBBY in Tokyo and Northwestern University Library at Evanston, Illinois.

Below: two spreads from Skrímslakisi (Monster Kitty).

M8-Skrímslakisi-4-5-©AslaugJweb

M8-Skrímslakisi-10-11-©AslaugJweb

 

Skrímslafréttir | Monster news!

123-Monster-SvCover-2015-lwrFRONTweb♦ Bókaútgáfur og upplifunarsýningAf litla skrímslinu og stóra skrímslinu er allt gott að frétta og þau eru sannarlega í fullu fjöri. Hér eru helstu tíðindi af skrímslunum, heima og heiman.
♦ Books releases and upcoming exhibition: Little Monster and Big Monster are doing just fine. Here are the latest news!

Endurútgáfur í Svíþjóð. Það er alltaf gaman að senda bækur af stað í prentun – og það á hreint ekki síður við um endurútgáfur, enda sérdeilis gleðilegt þegar útgefendur treysta bókunum til að lifa lengur en sína fyrstu útgáfu. Útgefendur okkar skrímslanna í Svíþjóð, Kabusa Böcker, ákváðu að endurútgefa fyrstu bækurnar: Nej! sa lilla monster, Stora monster gråter inte og Monster i mörkret. Þessar bækur komu út hjá Bonnier Carlsen árin 2004, 2006 og 2007 og hafa verið ófáanlegar um langa hríð, en koma nú aftur í bóksölur í lok sumars.
♦ Reprints in Sweden: The Swedish version of the first three books about Little Monster and Big monster were originally published by Bonnier Carlsen in 2004, 2006 and 2007. Five more titles have been published by Kabusa Böcker, who are now republishing the first three books who have been out of print for many years now. Book release for these three books in Sweden will be later this summer.

EftertankenOpslag

Opna úr „Eftertankens Följetong“ eftir Ingmar Lemhagen | Spread from “Eftertankens Följetong” by Ingmar Lemhagen.

Í bók um Biskops Arnö. Tilurð bókanna um skrímslin tvö fær sérstaka umfjöllun í nýútkomnu riti Ingmar Lemhagen um norrænu rithöfundanámskeiðin á Biskops Arnö, sem þar hafa verið haldin allt frá árinu 1960. Bókin nefnist Eftertankens Följetong. Kalle Güettler segir frá þessum tíðindum hér. Við skrímslahöfundar lögðum til myndir og efni tengt samvinnu okkar höfundanna þriggja, sem hefur staðið yfir frá því að við hittumst á námskeiði á Biskops Arnö árið 2001.
♦ All about the beginning! Little Monster and Big monster are thoroughly represented in a new book about the Nordic seminars for writers and illustrators, held at Biskops Arnö in Sweden. The book is in Swedish: Eftertankens Följetong by Ingmar Lemhagen. My co-author of the Monsterseries, Kalle Güettler, tells us more about all this here in his blog – in Swedish.

8-MCovers-lowres

Skrímslin á ensku. Það voru fleiri skrímslabækur en sænskar endurútgáfur í umbroti hjá mér. Nýjar þýðingar á ensku eru nú tilbúnar hjá Forlaginu fyrir áhugsama útgefendur! Snilldarhöfundurinn Salka Guðmundsdóttir sá um þýðinguna.
♦ English translations: This is an important announcement to publishers! The books about Little Monster and Big Monster are now available in a provisional English translation, all set up for enjoyable reading with the illustrations and text as in the original design. Translator is the excellent author and translator Salka Guðmundsdóttir. For more information contact: Forlagid Rights Agency.

Upplifunarsýning í Gerðubergi. Sannast sagna hafa skrímslin átt hug minn allan undanfarið. Í undirbúningi er farandsýning þar sem gengið verður inn í heim bókanna um skrímslin tvö. Áformað er að opna sýninguna í Gerðubergi Menningarhúsi í október, en síðar heldur sýningin til Svíþjóðar og Færeyja. Ég er ábyrg fyrir hönnun sýningarinnar ásamt Högna Sigurþórssyni. Hér fyrir neðan má gægjast inn í módelið sem ég hef notað í hugmyndavinnunni.
♦ Books releases and exhibition: I could say that my mind has been occupied with monsters for quite some time. An interactive exhibition for children, based on the eight books about the two monsters will open in October in Gerðuberg Culture House. It will later to travel abroad: hopefully to the other monster-homelands: Sweden and the Faroe Islands. My co-exhibition designer on this project is the experienced and skilled designer and sculpturer Högni Sigurþórsson. Below is a little sneak-peak in to the model where I have tested various ideas for the exhibition.

Krúnk, krúnk | Corvus corax

Krummi6marsAslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Þessi krummi tók á móti mér þegar ég kom heim í dag, en reyndi hvað hann gat til að hrella fastagestina á Melhaganum: starra og skógarþresti. Aðeins einn aumkunarverður starri reyndi að verja heiður götunnar og sat sem fastast á sínum pósti.

KrummiKAslaugJÉg hef verið að kenna nemendum í teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík sitthvað um letur og mynd og þess vegna settist krumminn á „K“ þegar ég fór að fikta við það sem festist á filmuna.

♦ Photo FridayI met this raven when I came home today. It was terrorising the regular guests in our street: starlings (Sturnus vulgaris) and redwings (Turdus iliacus) with loud croaking and various odd sounds. Only one not-so-brave-looking starling stayed behind to defend the territory. Ravens (Corvus corax) are getting more and more common in Reykjavík, I guess some people like to feed them.

It has been a busy week where I also was teaching students in the department of illustration in The Reykjavík School of Visual Arts a bit about typography, images and letters. So therefore my raven – hrafn or krummi sat himself on the letter K.

StarriBlackWhiteweb

Ljósmyndir teknar | Photo date: 06.03.2015

Skrímslakettir | All sorts of Monster Cats

SkrimslakisiTeikni
♦ Teiknisamkeppni! Fyrir skemmstu var send út eftirfarandi auglýsing á Fésbókinni:

TEIKNAÐU SKRÍMSLAKISA! Litla skrímslið leitar enn að skrímslakisa en er að verða dálítið dasað. Það þiggur því hjálp frá duglegum krökkum. Sendið okkur myndir af kisa – alls konar skrímslakisum – og merkið myndina með nafni og símanúmeri eða netfangi. Þrír heppnir krakkar fá nýju bókina, Skrímslakisa, í verðlaun. Litla skrímslið áritar bókina, en Nói Forlagsfress velur úr innsendum myndum þann 3. nóvember n.k.
Sendið myndina á Forlagið í umslagi merkt: 
          „SKRÍMSLAKISI“
          Forlagið
          Bræðraborgarstíg 7
          101 Reykjavík

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og líklega mun Nói eiga erfitt með að velja úr glæsilegum kattarmyndum. Allir vita að Nói er háttsettur hjá Forlaginu og tekur skyldur sínar og ábyrgð alvarlega. Hér fyrir neðan má sjá einmitt sjá Nóa Forlagsfress glugga í bókina um skrímslakisa.

Nói og skrímslakisi   Nói les skrímslakisa

♦ Cats and contests: There is a little drawing-contest going on for young fans of the monster book series. Kids have been invited to send in a picture of a monster cat of any kind. Three lucky artists will win a signed book. The judge is a high-rank staff member of Forlagið publishing, a specialist in the field: namely Nói the cat. Here he was caught reading Skrímslakisi (The Monster Cat), the new book in the series.

Ljósmyndir: | Photo: Valgerður Benediktsdóttir 2014

Fimm stjörnu Skrímslakisi | Five star review!

Frettabladid-8okt2014-46

♦ BókadómurSkrímslakisi fékk þennan fína dóm í Fréttablaðinu í morgun. „Afar vönduð og lifandi barnabók á mörgum plönum sem býður upp á að vera lesin margsinnis og alltaf hægt að finna eitthvað nýtt að tala um.“ segir Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Tengill á dóminn á visir.is.

♦ Book reviewThe new book in the monster series: Skrímslakisi (The Monster Cat) received a very nice review in Fréttablaðið newspaper this morning:
“The text is humorous, the characters are colorful and the images are very dynamic … A high quality and vivacious children’s book, in multiple layers, that can be read many times over and where there will always be something new to discuss.” – Halla Þórlaug Óskarsdóttir.

Skrímslin eiga afmæli! | Celebrating 10 years anniversary!

Skrimslin10araVeislaweb

♦ Útgáfuafmæli! Skrímslin halda upp á afmælið sitt um þessar mundir því að í haust eru tíu ár liðin frá því að fyrsta bókin um skrímslin kom út: Nei! sagði litla skrímslið, árið 2004. Síðan þá höfum við norræna tríóið: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal skapað fleiri ævintýri um skrímslin, alls átta bækur. Skrímslin tvö eiga vini um víða veröld því bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Skrímslin hafa líka stigið á svið, bæði stór og smá. Hér má lesa meira um það allt og samstarf okkar skrímslanna, sem reyndar nær allt til ársins 2001! Húrra, hvað það hefur verið gaman!

Afmælið gefur sannarlega tilefni til þess að þakka góðu samstarfsfólki frjótt og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Þar má nefna: Sigþrúði, Úu og Völu og alla hina á Forlaginu; fyrstu útgefendur okkar í Svíþjóð hjá Bonnier Carlsen; núverandi útgefendur okkar í Svíþjóð: Kerstin Aronsson og fólkið hennar á Kabusa; Niels Jákup og Marna hjá BFL; og ég má raunar til með að minnast á skrímslin í leikhúsinuÞórhall Kúlu-leikhússtjóra, Friðrik og Baldur Trausta og allt listafólkið hjá Þjóðleikhúsinu. En umfram allt þakka ég meðhöfundum mínum þeim Kalle og Rakel og síðast en ekki síst: litla og stóra skrímslinu, sem eiga í okkur hvert bein – eins og við í þeim.

Í tilefni af afmælinu endurútgefur Forlagið þriðju bókina, Skrímsli í myrkrinu, en fyrstu tvær bækurnar: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki voru endurútgefnar árið 2011. Nýja bókin Skrímslakisi er einnig nýkomin út.

M3-Skrimsliimyrkrinu-CoverWeb♦ Book Birthday! Little Monster and Big Monster celebrate 10 years anniversary this fall. In 2004 the first book, No! Said Little Monster, was published in Icelandic by Forlagið, in Swedish by Bonnier Carlsen and in Faroese by Bókadeildin. We, the author-team of three: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal, have since then created many more stories about the two monsters, we have even done monster-plays and puppet-theater! In all eight books about Little Monster and Big Monster, that are now being translated and published in still more languages. You can read more about our books and our collaboration here and see samples from the other books here.

I am grateful for the wonderful and inspiring time I have had working on the monsterbooks – and all the good people helping us along the way. Thank you Sigþrúður, Úa and Vala and all the others at Forlagið; thank you Bonnier Carlsen, our first Swedish publisher; thank you Kerstin Aronsson and all the staff at Kabusa; thank you Niels Jákup and Marna at BFL! Foremost I have enjoyed the collaboration with friends and authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal and last but not least: I am happy to have met Little Monster and Big Monster. These two are still teaching me a lot about myself!

To celebrate the anniversary our publisher in Iceland, Forlagið, is reprinting the title Monsters in the Dark. (Skrímsli í myrkrinu). And the new book The Monster Cat (Skrímslakisi) has also just been released. It’s a monster-feast!

Skrímslakisi er sloppinn út! | The Monster Cat is out!

M8-Skrímslakisi-Isl-CoverWeb

♦ BókaútgáfaSkrímslakisi er kominn út! Hann leikur lausum hala í öllum betri bókaverslunum.

Kynningartexti Folagsins:
„Litla skrímslið hefur eignast kettling. Hann kisi er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann. Dag einn hverfur skrímslakisi og finnst hvergi. Litla skrímslið er miður sín. En af hverju er stóra skrímslið svona þögult?

Skrímslakisi er áttunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar. Sjöunda bókin, Skrímslaerjur, var tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir.“

♦ Book releaseSkrímslaerjurThe Monster Cat – is out now! It was already released in Sweden a week ago. The Swedish title Monsterkatten is published by Kabusa Böcker and the Faroese version will soon be available.

This is the eighth book about Little Monster and Big Monster. Read more about the authors and our collaboration here and see samples from the other seven books here.

 Forlagið – vefverslun – online shop.

 

 

Viðtal í vefriti | Interview in a Spanish webzine

Unperiodista♦ Myndlýsingar: Spænska vefritið Un Periodista en el Bolsillo er tileinkað myndlýsingum og þar birtist á dögunum viðtalsgrein um myndirnar í bókunum um litla og stóra skrímslið. Greinina má finna með því að smella á tengilinn hér – eða á myndina til hliðar. Í vefritinu er fjöldi greina um myndlýsingar, bókateiknara og verk þeirra – á spænsku.

Tvær fyrstu bækurnar um skrímslin: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki komu út í vor á fjórum tungumálum spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Útgefandinn er Sushi Books. Það má lesa nokkrar síður úr þessum útgáfum með því að smella á bókakápurnar hér fyrir neðan.

♦ Illustration: A Spanish online magazine dedicated to illustration:Un Periodista en el Bolsillo, did an interview about the Monster series and my illustration work. You can find the article by clicking this link – or the picture on the right. The webzine is a fine source of interviews and articles on illustrators of all sorts – all in Spanish.

Earlier this year Sushi Books in Spain launched the first two books in the Monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.

Click on the book covers below to read a few pages from the books!

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

 

Hefur þú séð skrímslakisa? | Have you seen The Monster Cat?

SkrimslakisiPoster

♦ Bókafréttir: Litla skrímslið auglýsir eftir kettlingnum sínum. Það er ekki langt síðan það eignaðist kisa og nú keppast þau við að leita, litla skrímslið og stóra skrímslið. Þeir sem hafa séð Skrímslakisa mega auðvitað gjarnan láta vita hér.

♦ Book releaseLittle Monster’s kitten has gone missing. (I’m just passing the message …) Little Monster and Big Monster are searching everywhere and making lost-pet posters. If you have seen Skrímslakisi (The Monster Cat) you can send us a line here.

MonsterKittyPoster      M8-Skrimslakisi-PosterPic

Skrímsli í Litháen | Monsters in Lithuania

NE!-Lit  Dideli-pab-Lit

♦ BókaútgáfaLitla skrímslið og stóra skrímslið hafa nú lært enn eitt tungumálið og tjá sig fullum fetum á litháísku. Það er forlagið Burokėlis (Rauðrófan) sem gefur út fyrstu tvær bækurnar í bókaflokknum í Litháen. Þessa helgi er mikið um dýrðir í Vilníus og Burokėlis kynnir nýju bækurnar sínar á menningarhátíðinni Sostinės dienos. Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á Fb-síðu Burokėlis, heimasíðu og á bókmenntasíðunni Naujosknygos.

Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út á móðurmálum höfundanna: íslensku, færeysku og sænsku, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku – og nú litháísku.

♦ Book release: Little Monster and Big Monster are now speaking in Lithuanian! Our publisher in Lithuania, Burokėlis, is releasing the first two books in the series this weekend and participating in The Buzzing Avenue at Vilnius City Fiesta. For more information see Burokėlis Facebook pagehomepage and at the Lithuanian book site Naujosknygos.

All the books in the series about the two monsters are published in the authors respective languages: Icelandic, Swedish and Faroese, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese – and now Lithuanian.

burokelis

Lukkulegur útgefandi í Vilníus, Jurga Liaubaite. | Happy publisher in Lithuania: Director Jurga Liaubaite at Vilnius City Festival. Ljósmynd | Photo: @ Burokėlis: https://www.facebook.com/editions.burokelis

Sjón að sjá | Take a look!

Eldgos-AslaugJons-web

♦ Myndlýsing: Skrímslum þykja eldgos falleg. Enda fellur skrímslum ýmislegt hrikalegt og ógurlegt vel í geð.

Ég var að ljúka við að myndlýsa Skrímsli á toppnum þegar Eyjafjallajökull lét sem verst árið 2010. Ég breytti lokamyndinni í bókinni í samræmi við það. Ég hafði fengið að finna fyrir tregum flugsamgöngum vegna öskunnar og var allt þetta magnaða brölt jarðskorpunnar í fersku minni.

Nú er Ísland eins og að rifna í tvennt út frá Bárðarbungu í Vatnajökli og ekki séð fyrir endann á því öllu saman … Magnað og ískyggilegt!

♦ Illustration: The Monsters think volcanos are pretty awesome! This illustration is from the book Skrímsli á toppnum: Monster at the Top. I was just finishing the illustrations in 2010 when Eyjafjallajökull erupted. So a peaceful mountain was turned into a live volcano.

Now there are big eruptions just north of Bárðarbunga in Vatnajökull, the largest glacier in Iceland. To read news about the eruptions at Holuhraun go to this site at RÚV. See also live webcams at Míla.

UKLA-verðlaunin 2014 | The Story of the Blue Planet wins UKLA Book Award

CoverTheStory-Pushkin-web

♦ Verðlaun: Bresku UKLA-barnabókaverðlaunin 2014 voru veitt 4. júlí síðastliðinn. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, í þýðingu Julian Meldon D’Arcy hlaut þessi virtu verðlaun í flokki bóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Bókin var í vor tilnefnd á fimm bóka úrtökulista, en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Sagan af bláa hnettinum er fyrsta þýdda bókin sem hlýtur verðlaunin. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Sagan af bláa hnettinum er frumlegt ævintýri sem mun höfða til aðdáenda Maurice Sendak, Dr. Seuss og Hans Christian Andersen.“  Í frétt á vef Forlagsins má lesa fleiri umsagnir.

NowIsTheTimeThisIsNotVerðlaunin voru veitt á fimmtugasta þingi UKLA-samtakanna, í Háskólanum í Sussex í Brighton. Þangað mættum við Andri Snær ásamt þýðandanum Julian Meldon D’Arcy og fleiri tilnefndum texta- og myndhöfundum. Verðlaun í flokki bóka fyrir yngstu lesendurna hlaut kanadíski teiknarinn og rithöfundurinn Jon Klassen, fyrir margverðlaunaða bók sína This is not my hat. Verðlaun í flokki bóka fyrir lesendur á aldrinum 12-16+ hlaut Michael Williams, rithöfundur og óperustjóri Cape Town Opera, með meiru, fyrir bókina Now is the Time for Running.

♦ Book award:The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, translated by Julian Meldon D’Arcy, received UKLA Book Award 2014 at a reception in The University of Sussex in Brighton on the 4th of July. Earlier this year The Story of the Blue Planet was shortlisted for the age 7-11, the first book in translation to be nominated and to win the award. Alayne Öztürk, President of UKLA said “UKLA is committed to the importance of a diverse range of literature for children and young people. We know that literature broadens the reader’s experience of the world and sense of the possible and thus should have a central place in classrooms and educational contexts. The exceptional quality of the shortlists this year and the truly outstanding winners shows that there are many gems to be found amongst the smaller presses and we are proud to be celebrating international authors and illustrators at our 50th International Conference”. Read more about the all on Andri Snær Magnason’s homepage!

I put the list of the shortlisted books below – I for one am looking forward to read a stack of them!

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Looking for more information? See Forlagið publishing Children’s book catalog. And author Andri Snær Magnason’s homepage. Publishers homepage: Pushkin Press, London. UKLA Book Award shortlists 2014More about The Story of the Blue Planet on www.aslaugjonsdottir.com

Tilnefndar bækur 7-11 | The shortlist 7 – 11:

  • The Story of the Blue Planet by Andri Snӕr Magnason, illustrated by Áslaug Jónsdóttir; translation by Julian Meldon D’Arcy.
  • The Terrible Thing That Happened to Barnaby Brocket by John Boyne, illustrated by Oliver Jeffers.
  • The Naming of Tishkin Silk by Glenda Millard, illustrated by Caroline Magerl.
  • Rooftoppers by Katherine Rundell.
  • Liar and Spy by Rebecca Stead.
  • The Last Wild by Piers Torday.

BookAwardsShortlist2014

 

Hnötturinn á flugi | Illustration

UsSaganAfBlaa

♦ BókadómurÞað er alltaf eitthvað skemmtilegt að frétta af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér er umfjöllun eftir Gemma D. Alexander og þar segir m.a. um myndlýsingarnar:

“Educational kids’ books and allegories for any age group are so often tedious, but the playful illustrations by Áslaug Jónsdóttir and the sweet characterizations in Blue Planet make this story of environmental devastation and first world privilege go down easy.” – Gemma D. Alexander [link to blog]

♦ Book reviewThis quote above, about the illustrations in The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, is from a very nice review by Gemma D. Alexander. Read the full post and book report here.

♦ LeikhúsNæsta vetur hefjast sýningar á samnefndu leikriti Andra Snæs í Aalborg Theater. Hér má lesa meira um sýninguna. Í kynningarefni var valið að nota myndlýsingar úr bókinni, samsett í nýja mynd.

♦ TheaterNext winter Aalborg Theater in Denmark will run Magnason’s play by same name. If you read Danish there is more about it all here. Illustrations from the book are used for posters and PR material in a new and imaginative combination.

den-blaa-planet-presse-Aalborg-web

© Aalborg Teater | Illustrations by Áslaug Jónsdóttir | Design by Højland Art Direction | link to press photos

 

 

Að smala köttum? | Herding cats?

MKis©AslaugJ

♦ MyndlýsingarNú er ég búin að brjóta um nýju skrímslabókina og það er verið að lesa prófarkir í þremur löndum: á Íslandi, í Færeyjum og í Svíþjóð. Það gengur allt glimrandi vel, – nei, minnir fráleitt á kattasmölun!

♦ IllustrationI have finished doing the layout for the next book in the monster series, all sent for proofreading in three languages: Icelandic, Faroese and Swedish. It is a bit of juggling, but herding cats? No, not at all.

Listrænt lítið skrímsli | Little Monster likes to draw

LitlaSTeiknarAslaugJ

♦ MyndlýsingarLitla skrímslið er listrænt með afbrigðum. Eða hvað? Það kemur í ljós í bókinni Skrímslakisi sem kemur út haust.
♦ Illustration: Just a little sneak peek: Little Monster draws a cat. Illustration for the next book about Little Monster and Big Monster: “The Monster Cat”.

Föstudagur á teikniborðinu | Friday party on my desk

SkrPar23052014Aslaug

♦ Föstudagsklipp: Ekkert flipp, bara óreiðan á teikniborðinu. Litla skrímslið hefur eðlilega miklar áhyggjur af þessu óstandi.
♦ Friday collageYes, I am still working on a new book about Little Monster and Big Monster and it has been somewhat chaotic. This of course worries Little Monster.
More about The monster series here and here.

Kan2305214Aslaug

Skr23052014Aslaug

LM23052014Aslaug

 

Bókaumfjöllun á Spáni | Reviews in Spain

SushibooksMonstruo

♦ BókaumfjöllunFyrstu tvær skrímslabækurnar komu út á fjórum tungumálum hjá Sushi Books á Spáni á dögunum. Bækurnar hljóta prýðilegar viðtökur ef marka má dóma á vefsíðum og aðra umfjöllun. Sjá tengla hér fyrir neðan. (UPPFÆRT 22. maí)

♦ Book reviews: Only few weeks ago, Sushi Books in Spain launched the first two books in the monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Click the links to read reviews and more:  (UPDATED – May 22.)

Kastilíska | Castilian:
 La buena letra: Los monstruos grandes no lloran, de Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal y Kalle Güettler. 
♦ Ladrándolle á Lúa: LIBROS DENDE O FRÍO
♦ La estantería de Núria: Monstruo Pequeño dice ¡NO! y Los monstruos grandes no lloran, de Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal y Kalle Güettler
♦ Boolino: Los monstruos grandes no lloran
♦ Boolino: Monstruo Pequeño dice ¡NO!

Katalónska | Catalan:
 Directe!: [Ressenya] EL MONSTRE PETIT DIU NO!

Galisíska | Galisian:
♦ Brabádegos: Xa sabemos dicir NON!
♦ Caderno da crítica: Monstros (grandes e pequenos), en Sushi Books
♦ 
Bouvard e Pécuchet: Queridos monstros! Por Manuel Rodríguez Alonso

Baskneska | Basque:
♦ Hirinet: ‘Munstro handiek ez dute negarrik egiten’ eta ‘EZ! Dio Munstro Txikik’
♦ Berria.info – Haur eta gazte literaturaIstorio bat, bi liburu (I)
♦ Berria.info – Haur eta gazte literatura: Istorio bat, bi liburu (eta II)
 Zintzilik irratia – Oreretako irrati librea: Ez dio munstro txikik Literatura txokoan (audio)
♦ 
Deia: Sentimenduak erakutsi eta ulertzeaz ⇓
♦ Berria – Mantangorri: “Gureak munstro maitagarriak dira, baina argi ibili! Haserretuz gero…”  ⇓

Mantangorri-BERRIA-Basque

Deia-Literatura-Basque