Viðtal í Pirion | Interview in Norwegian magazine Pirion

AslaugJonsdottirWeb2013♦ Umfjöllun. „Skapar på tvers av grenser“  er fyrirsögnin á viðtali sem Toyni Tobekk tók við mig fyrir tímaritið Pirion. Það birtist m.a. í vefútgáfu blaðsins og má lesa hér: Pirion.no: Bokprat. Pirion er tímarit um norska tungu, bókmenntir og menningu fyrir börn.

„Når tre forfattarar frå tre ulike land skapar barnelitteratur saman, kan magiske ting skje. Vi har snakka med Áslaug Jónsdóttir, den eine frå trekløveret som lagar dei populære monster-bøkene.“

♦ Interview. I was interviewed by Toyni Tobekk for the magazine Pirion in Norway. If you read Neo Norwegian the article is available here online: Pirion.no: Skapar på tvers av grenser.

Stórkostlega skemmtileg | Fabulously funny

SkrimslerjurMyndweb♦ Bókadómur. „Nefið á þér er eins og mygluð pylsa! – Hafið þið nokkurn tíma heyrt betri móðgun en þessa?“ spyrja gagnrýnendur BOKUNGE, sem er sænskur vefur um barnabækur fyrir yngstu lesendurna. Þar fá Skrímslaerjur góða umsögn: „Stórkostlega skemmtileg bók um ósætti og hve illa getur farið þegar reiðin tekur völdin og hvernig samviskubitið getur nagað bæði í höfði og maga.“
Hér er dómurinn á netinu: „Din näsa är en möglig korv!“

Monsterbråk (Skrímslaerjur) hefur fengið fína dóma í sænskum dagblöðum að undanförnu, sjá fyrri fréttir:
Beint í hjartastað – Bókadómur í Norrtelje Tidning.
Fleiri bækur! – Bókadómur í Borås Tidningen.

Upplýsingar um skrímslabækurnar og höfunda þeirra má ennfremur finna hér á sérstakri síðu um skrímslabækurnar.

♦ Book review. A Swedish reviewer at BOKUNGE, a blog on children’s books for the youngest, has nice remarks for Monster Squabbles: “A fabulously funny book about dispute and how wrong things go when rage gets out of control, and then how bad guilt can hit, in the stomach and the head.”
The review in Swedish available here online: „Din näsa är en möglig korv!“

Monster Squabbles in Swedish: Monsterbråk has been receiving good reviews lately. See previous news:
Straight to the heart – Review in Norrtelje Tidning.
Reviewer: More books! – Review in Borås Tidningen.

Find more information on the Monster-books and their authors by clicking here: The Monster series.

Fleiri bækur! | Reviewer: More books!

SkrimslaerjurRifrildi-web

♦ Bókadómur. „Skemmtileg deilugjörn skrímsli“  hljómar fyrirsögnin á bókadómi Peter Grönborg í Borås Tidningen í Svíþjóð, en þar fjallar hann um sænsku útgáfuna af Skrímslaerjum: Monsterbråk. Í dóminum segir m.a.: „Funandi tilfinningasveiflunum er lýst með hlýjum húmor. Sáttasenurnar eru óborganlegar.“  Þó þetta sé sjöunda bókin um skrímslin finnur Peter engin þreytumerki á höfundarverkinu og sendir okkur því skýlausa hvatningu: Fleiri bækur!
Smellið á tengillinn fyrir neðan til að lesa dóminn á sænsku.

 Book review. “Humorous quarellsome monsters” is the headline for the review on Monster Squabbles in Borås Tidningen Newspaper in Sweden. Peter Grönborg says there: “The explosive mood swings are illustrated with warm sense of humor. The scenes of reconciliation are priceless.” And although this is the seventh book about the monsters, the reviewer finds that they are still going strong and he therefore exhorts: More books!
For further reading in Swedish, click the link below.

Monsterbråk – Borås Tidningen 04.05.2013

Beint í hjartastað | Straight to the heart

MonsterbraakSvCoverWeb♦ Bókadómur. Skrímslaerjur á sænsku, Monsterbråk, fengu fínan dóm í dagblaðinu Norrtelje Tidning í morgun. Sænska útgáfan kom út á dögunum hjá Kabusa Böcker í Gautaborg. Í bókadóminum segir Margaretha Levin Blekastad m.a. eitthvað á þessa lund: „Bækurnar um litla og stóra skrímslið eru aðlaðandi á svalan hátt, með stórbrotnum myndum og djörfum sjónarhornum. … Það er eitthvað við sauðþráa kergjuna og hárbeittar tennur litla skrímslisins sem hittir beint í hjartastað.“
Dóminn í heild sinni má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

 Book review. Monster Squabbles in Swedish received a good review in Norrtelje Tidning Newspaper today. Our publisher in Sweden, Kabusa Böcker, release the book about four weeks ago. The reviewer in NT says: “The books about Little Monster and Big Monster have a cool appeal, with impressive illustrations and bold points of view. … There is something about Little Monster’s resilient stubbornness and razor-sharp teeth that goes straight to the heart”.
For the whole review in Swedish, click the link below.

Monsterbråk – Norrtelje Tidning 14.05.2013

Skrifandi teiknari | The writing illustrator

Neiweb Myndlýsingar. Í Fréttatímanum í dag (bls 58) fjallar Gunnar Smári Egilsson um það framúrskarandi góða starf sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur unnið með vönduðum tónleikum og efni fyrir börn. Verður það starf seint oflofað. Í greininni er bent á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar á færeyska tónlistarævintýrinu „Veiða vind“ sem er tónverk eftir Kára Bæk, ævintýri skrifað af Rakel Helmsdal og myndlýst af Janusi á Húsagarði. Ævintýrið kom nýverið út hjá Forlaginu í þýðingu Þórarins Eldjárns og auðvitað fylgir tónlistardiskur með. Ég get heilshugar mælt með frábærri tónsmíð, sögu og myndum.

Rakel Helmsdal er ásamt okkur Kalle Güettler í þríeykinu sem semur bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið. Og loks kem ég mér að efninu: Eftir sjö bækur um skrímslin tvö, leikrit um þau í Þjóðleikhúsinu, umfjöllun í blöðum og tímaritum er ég enn afskrifuð sem höfundur textans. Ég get nefnilega teiknað. Og þá er stundum eins og það sé óhugsandi að ég geti jafnframt ritað texta. Eða öfugt. Gunnar Smári er ekki einn um þessa villu, ég var fyrir skemmstu að lesa sambærilegan misskilning í sænsku riti. Gott og vel, öllum getur yfirsést að lesa kreditsíðurnar, en hugsanavillan liggur þó fyrst og fremst og langoftast í þeirri meinloku að myndirnar séu fylgifiskar sem allt eins megi sleppa, en textinn aðalmálið. Jafnvel í hreinræktuðum myndabókum þar sem ég er ein höfundur texta og mynda hefur mér verið hrósað í lok umfjöllunar fyrir að teikna myndirnar sjálf! Sko til! Eins og ég hafi ákveðið á síðustu metrunum að smella nokkrum myndum með. Í myndabókum liggur sagan, frásögnin, höfundarverkið, jafnt eða meira í myndunum. Þær eru ekki skreyti við texta, þær eru sjálft lesmálið.

Ég veit að það dugar ekki að segja þetta einu sinni, ekki tvisvar, ekki þrisvar. Ég mun því tyggja þetta enn og aftur, jafnt oft og nauðsyn krefur:
1) Myndabækurnar um skrímslin eru höfundarverk þriggja höfunda. 
2) Við þrjú: Áslaug, Rakel og Kalle skrifum texta skrímslabókanna í sameiningu á þremur tungumálum. (Og já, það er hægt.) 
3) Ég, Áslaug, er myndhöfundurinn, ég sé líka um myndrænu frásögnina, myndlýsi eða myndskreyti – og hanna auk þess útlit bókanna, brýt um textann. 

Ég ætla fljótlega að segja nánar frá skrímslabókunum hér á þessum síðum, sem og kynna betur það sem meðhöfundar mínir eru að bralla. Þangað til má lesa sitthvað undir flipanum BÆKUR og með því að smella HÉR til að lesa síðustu fréttir af skrímslabókunum. Loks eru hér fyrir neðan tenglar á nokkrar viðtalsgreinar, vilji fólk glöggva sig enn frekar á starfsháttum okkar. Meira síðar.

Viðtal í Morgunblaðinu 19. nóv. 2007  |||  Viðtal í Fréttablaðinu 11. des. 2004   |||  Grein í Nordisk Blad 2005
Miðstöð íslenskra bókmennta – viðtal.

 Illustrations. An article in Fréttatíminn today made me wonder, once again, why illustrations in picture books are still considered a mere addition to a story, rather than the story itself. The whole concept of a picture book is the visual narrative – first and foremost, although it’s usually combined with text. Since the article in Fréttatíminn, as so many others, failed to count me in as a text-author of the Monsterseries (and as every illustrator can tell you: the text author is THE author, never mind the concept or the pictures) I will repeat this as long as necessary:
1) The picturebooks about the Little Monster and the Big Monster are created by three authors.
2) We are the three authors of the text: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal.
3) There is one illustrator (author of pictures) and graphic designer: Áslaug Jónsdóttir. 

I intend to add a page on the Monsterseries very soon, until then you can find information here on the BOOKS-page and also by scrolling through latest news on the monsterbooks here. For still further information I add two articles with interviews from Icelandic newspapers; one article in Danish with English summary and then one online interview on IsLit.is. I’ll be back soon …

Interview in Morgunblaðið19. Nov. 2007   |||   Interview in Fréttablaðið 11. Dec. 2004   |||  Article í Nordisk Blad 2005
The Icelandic Litterature Center – interview.

Upplestur í Iðnó | Readings

skrimsli-lesweb Upplestur. Ég verð með litla skrímslinu, stóra skrímslinu, Þórarni Eldjárn og sjálfum Sleipni á háloftinu í Iðnó, Vonarstræti 3á morgun 27. Apríl kl. 11:00. Allir krakkar velkomnir á flug með Sleipni á Barnamenningarhátíð.

 Readings. I will be reading from the Monsterseries tomorrow, 27. April, in the attic of Iðnó, Vonarstræti 3, at 11 am. All kids and monster fans are welcome to join us and Sleipnir at Reykjavík Children’s Culture Festival.

Skrímslaerjur á sænsku | Monster Squabbles in Swedish

MonsterbraakSvCoverWeb

 BókaútgáfaSkrímslaerjur á sænsku, Monsterbråk, koma út í dag með braki og brestum. Forlagið Kabusa böcker gefur bókina út í Svíþjóð og tilkynnir að efnið sé: „färgstarkt, känslosamt, explosivt“ eins og lesa má hér á heimasíðu Kabusa og í fréttatilkynningu hér.

 Book release. The seventh book in the Monsterseries (Skrímslaerjur) is out in Swedish today. Monsterbråk is published by Kabusa Böcker in Göteborg and is introduced as „colorful, impassioned and explosive“. Press release in Swedish here.

Skólaspjall | Visiting school via Skype

SkypeArskoli1

 Skólaheimsókn. Ég fór í skemmtilega skólaheimsókn á miðvikudaginn. Án þess að fara úr sæti mínu við tölvuna var ég komin inn í skólastofu á Sauðárkróki! Ég spjallaði þar við fjöruga krakka í 3. bekk IHÓ í Árskóla. Þau höfðu undirbúið spurningar og voru greinilega búin að kynna sér vel sögurnar um skrímslin. Mörg þeirra voru með tillögur að nýjum bókatitlum og vildu vita hvort ég gæti skrifað bækur sem fjölluðu um ákveðið þema. Miðað við allar þær frjóu hugmyndir sem þar komu fram er ljóst að ímyndunarafl skortir ekki hjá krökkunum í 3. IHÓ! Duglegir krakkar, takk fyrir mig!

SkypeArskoli2

 School visit. I did my first online school visit via Skype last Wednesday. Third graders in Árskóli in Sauðárkrókur in northwest Iceland had prepared questions so we had a session of Q&A. The class was lively and had clearly studied the Monsterseries well. They had a lot of questions about possible new titles with a preferred theme. Many great ideas! And who knows, maybe we’ll see some of these themes in future monster-books?

 Uppfært 5. apríl 2013: Ég fékk skemmtilegan póst í gær, alvöru bréfapóst með myndskreyttum þakkarskeytum frá 3. bekk IHÓ í Árskóla. Takk fyrir skeytin! Bekkjarkennarinn, Ingvi Hrannar Ómarsson, sagði að krakkarnir hefðu nýtt nestistímann sinn til að skrifa kveðjurnar. Á bekkjarblogginu þeirra voru svo myndir frá þeirra sjónarhorni og ég fékk leyfi til að birta nokkrar þeirra hér.

bref3IHOArskola Updated April 5. 2013: I received a big envelope with real letters yesterday! It was a bunch of illustrated thank notes from the kids in Árskóli. Their teacher said they had used the lunchtime to write the letters. I also got permission to use some photos from their class-blog, see below.

Skypespjall3IHOArskoli

Skrímslaerjur á kínversku | Monster Squabbles sold to China

Skrímslaerjur

♦ Útgáfuréttur – Kína. Sjöunda bókin um skrímslin tvö: Skrímslaerjur (2012) hefur nú verið seld til Kína, en fyrri bækurnar sex komu út hjá Maitian Culture í Tianjin síðasta haust, eins og lesa má um hér. Skrímslaerjur eru því bráðum fáanlegar á fjórum tungumálum: íslensku, færeysku, sænsku og kínversku.

♦ Rights sold – China. The seventh book in the Monsterseries, Monster Squabbles, has now been sold to Maitian Culture in China, who published the first six books in September 2012, as reported here. Monster Squabbles will therefore soon be available in four languages: Icelandic, Faroese, Swedish and Chinese.

Klandursskrímsl | Monster Squabbles in Faroese

klandursskrímsl

Bókaútgáfa. Skrímslaerjur komu út á færeysku í vikunni en útgáfutími bókarinnar er misjafn eftir löndum. Von er á sænsku útgáfunni, Monsterbråk, í apríl. Klandursskrímsl stökkva nú af stað til færeysku barnanna og eins og segir í kynningu frá Bókadeild Föroya Lærarafelags: „Nýggj skrímslabók, sum stór og smá bæði í Føroyum og kring heimin dámar væl.“

Book release. Monster Squabbles in Faroese: Klandursskrímsl, has just been released. The Swedish edition, Monsterbråk, is due in april.

Skrímsli í uppáhaldi | Favorited monsters

MonstersIceCoversWeb
 Ummæli: Bryndís Loftsdóttir vörustjóri hjá Eymundsson tilgreindi uppáhaldssögupersónur sínar í helgarblaði Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag. Hún telur eingöngu upp hetjur úr barnabókum, þar á meðal litla skrímslið og stóra skrímslið: „Uppáhaldssöguhetjur mínar úr samtímabarnabókum eru svo stóra og litla skrímslið úr Skrímslabókum Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Það er einhver galdur í þessum sögum sem maður fær bara ekki leiða á.“ (Mbl. 13.01.2013)

Forlagsvefurinn segir frá þessu og hinum eftirlætisbókum Bryndísar.

 Book mention: In Morgunblaðið newspaper last Sunday, the monsters got a nice remark from Bryndís Loftsdóttir bookseller at Eymundsson bookstores, as she announces them for her favorite book characters. And about the series she said: „There is some magic in these stories you just don’t get tired off.“

Read on Forlagid News web and in Morgunblaðið 13. January 2013.

Litla skrímslið og stóra skrímslið í sjónvarpinu | Little Monster and Big Monster on TV

MonsterTheater1web

♦ Leikhús. Litla skrímslið og stóra skrímslið birtast á sjónvarpsskjánum á morgun, nýársdag, þegar sýnd verður upptaka RÚV frá sýningu Þjóðleikhússins á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu, sem gekk á fjölum Kúlunnar, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins, síðast liðið vor. Útsending RÚV hefst á nýársdag kl. 17:58 stundvíslega!

Smellið hér til að lesa meira um Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu. Sjá einnig: Leikrit | Plays.

 TSjónvarpsskrímsliheater. The Icelandic National Broadcasting Service: RUV will be broadcasting a recording of The Little Monster and the Big Monster in the Theater, which was performed in Kúlan, children’s stage in The National Theater of Iceland.

Links to more information: My page on The Little Monster and the Big Monster in the Theater ; the play at The National Theater ; the program. See also my webpage: Leikrit | Plays.

Skrímslastund í sjónvarpinu á nýársdag! | Monster time on television tomorrow!

Bókmenntaverðlaun bóksala | The Booksellers Prize

boksalaverdl2012

 Bókaverðlaun. Tilkynnt var um Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana árið 2012 í sjónvarpsþættinum Kiljunni í gær. Skrímslaerjur komust þar á lista sem ein af bestu barnabókum ársins, í þriðja sæti. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2000. Nei! sagði litla skrímslið hreppti fyrsta sæti í flokki barnabóka árið 2004 og Gott kvöld árið 2005.

Nánar: frétt á Bókmenntir.isF-bókarsíða verðlaunanna og upplýsingar á wikipediu.

 Book Prize. Booksellers in Iceland announced their list of The best books of the year last night, in Kiljan television programme. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) was on the list of the best children’s books in 2012, in third place. The prize was first awarded in 2000. Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster) was the best children’s book in 2004 and Gott kvöld (Good Evening) in 2005.

More (in Icelandic): News on Literature.is, Facebook page of the prize and information on WikipediaBoksalaverdlaun2012skjaskot

Skrímslaerjur í Mogga | Book review in Morgunblaðið

 Bókadómur. Skrímslaerjur fengu ljómandi umfjöllun í Morgunblaðinu í gær, 29. nóvember 2012:
„… eins og fyrri bækur mjög vel gerð, snertir við lesandanum og skemmtir honum.“ segir Ingveldur Geirsdóttir.

 Book Review. Nice review in Morgunblaðið yesterday. Four stars for Skrímslaerjur (Monster Squabbles).

Skrimslaerjur-Mbl-29novWeb

Skrímslin sem unnu | And the winners are …

 Skrímslakeppni. Forlagið var að tilkynna sigurvegara í skrímslamyndakeppninni sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur á Bókamessu í bókmenntaborg um síðustu helgi. Þar fæddust mörg stórkostleg skrímsli! En það mátti bara velja þrjá verðlaunahafa, því miður. Jochum, Sara Elísabet og Úlfur Kjalar fá Skrímslaerjur að launum fyrir myndirnar sínar. Hér má lesa fréttina á vef Forlagsins, en samsett myndin er þaðan.

 Monster competition. My publisher, Forlagið, has just announced the three winners of the drawing competition held in the City Hall on Reykjavík Book Fair  last weekend. So many great monsters appeared on the drawing paper but we had to pick out only three winners. Jochum, Sara Elísabet og Úlfur Kjalar get Skrímslaerjur (Monster Squabbles) as a prize for their handsome monsters. News and picture from Forlagið website.

Skrímslagóð lesning! | Monstrously good!

 Bókadómur. Fínasti dómur um Skrímslapest birtist í Litteraturavisen Bokstaver um helgina. Monsterpest fær sexu á teningnum hjá Siri Pedersen sem segir m.a.:

teningur6„Trioen Kalle Güettler, Rakel Helmsdal og Áslaug Jónsdóttir har skapt morsomme figurer og satt dem inn i en gjenkjennelig ramme. Hvem blir vel ikke ekstra syk av å være syk, i alle fall når man blir tilgodesett med en dose omsorg? Hvem føler seg vel ikke syk selv, når man pleier syke?

Teksten sitter bra, illustrasjonene sitter enda bedre. Alt i alt blir Monsterpest monstrøst god lesing, både for liten og stor.“

Tengill á dóminn um Monsterpest á Bokstaver.no.

teningur5Siri Pedersen hefur áður skrifað um skrímslin og ritrýndi Stór skrímsli gráta ekki á síðasta ári. Store monstre gråter ikke fékk fimmu og m.a. eftirfarandi umsögn:

„Ved aktiv bruk av typografi gjøres en temmelig enkel språkform mer interessant. Men det som virkelig løfter boken er de geniale illustrasjonene til Aslaug Jonsdottir. “Enkle”, men likevel intrikate.“ 

Tengill á dóminn um Store monstre gråter ikke á Bokstaver.no.

 Book review. Good review on the Norwegian version of Skrímslapest (Monster Flu) in the online book magazine Bokstaver. Monsterpest gets six on the dice and very nice evaluation by Siri Pedersen. Last year the second book about the monsters, Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry), received just as favorable reviews in the magazine.

Read here about Monsterpest on Bokstaver.no (in Norwegian).
Read here about Store monstre gråter ikke on Bokstaver.no (in Norwegian).

Upplestur í Eymundsson | Reading in Eymundsson

 Upplestur. Ég les um erjur skrímslanna í Eymundsson Smáralind í dag kl. 15:00. Eymundsson á 140 ára afmæli og styrkir Barnaheill með ágóða af seldum barnabókum í dag.

 Readings. I will be reading in Eymundsson Bookstore in Smáralind today at 3 pm. Good cause: On Eymundsson’s 140th birthday, profit of today’s sold children’s books goes to Save the Children – Iceland.

Áhugasamir lesendur | Enthusiastic readers

 Bókamessa í Bókmenntborg 2012. Góður dagur í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Áhugasamir lesendur á öllum aldri streymdu inn úr kuldanum og kynntu sér nýútkomnar bækur. Margir krakkar tóku þátt í skrímslamynda-samkeppninni og teiknuðu kostuleg skrímsli! Dómnefndin mun eiga erfitt með að velja aðeins þrjá lukkuteiknara. Þakkir til allra sem tóku þátt!

 Book Fair in Reykjavík 2012. A busy day at the book fair yesterday. Readers of all ages filled the City Hall to find more about all the new books of the year – most of them published last two or three months. Many kids participated in the drawing competition and drew absolutely fantastic monsters! The judges will have big trouble choosing just three lucky winners. We thank all of you who took part!

Bókamessa í Ráðhúsinu | Reykjavík Book Fair

 Bókamessa. Bókmenntaborgin og Félag bókaútgefenda standa fyrir bókamessu um helgina. Á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar má lesa um hátíðina: „Helgina 17. – 18. nóvember standa Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fyrir bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Útgefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá og þarna gefst því einstakt tækifæri til að kynna sér litskrúðuga bókaflóru ársins. Lesendum gefst einnig færi á að spjalla við höfunda því fjölmargir þeirra verða á svæðinu og munu sumir bjóða upp á áritanir.“

Ég tek ásamt fleiri barnabókahöfundum þátt í Bókahátíð barnanna í Ráðhúsi Reykjavíkur, í matsalnum á 1. hæð, sunnudaginn 18. nóvember kl.14:00 – 16:00. Dagskrá má kynna sér hér. Meðal annars verður efnt til skrímslamyndakeppni og þrír heppnir krakkar fá nýju skrímslabókina: Skrímslaerjur í verðlaun fyrir skemmtilega teikningu af skrímsli.

 Book Fair. Reykjavík UNESCO City of Literature and Icelandic Publishers Association organize a book fair in Reykjavík City Hall next weekend, 17.-18. of November. Read all about the event and the busy program here.

I will be joining in on the Sunday at “The Children’s Book Fair” on the 1st floor with the new monster-book:  Skrímslaerjur. Young artists can participate in a drawing competition by draw an exciting and interesting monster. Three lucky artists win an autographed copy of Skrímslaerjur!

Um skrímslin á nýnorsku | Neo Norwegian monsters

  

 Bókaumfjöllun. Á vef Nynorsksenteret er fjallað um Skrímsli í myrkrinu og Skrímslapest sem komu út á nýnorsku hjá forlaginu Skald í september. Jákvæða umsögn Gudrun Kløve Juuhl má lesa hér, á www.nynorskbok.no. 

„Bøkene har ganske lite tekst og veldig mykje livlege illustrasjonar, som får tydeleg fram både korleis dei to monstera har det: om dei er glade, redde, sinte, triste eller sjuke med raude prikkar, og kva dei held på med. Det gjer at det er mykje å snakka om på kvart oppslag.“ – Gudrun Kløve Juuhl

Áður hefur verið skrifað á vefinn um Nei! sa Veslemonster og Store monster græt ikkje, en þær komu út árið 2011. Umfjöllun Petra J. Helgesen má lesa hér.

„Dette er stramt komponerte bøker, med gjentaket som viktigaste verkemiddel, men teksten er likevel underhaldande og lettbeint. Illustrasjonane er leikne og uttrykksfulle, og dei støttar opp om og utfyller teksten. Slik er dette bøker som eignar seg fantastisk godt til lesetrening, samtidig som dei er gode samtalebøker.“ – Petra J. Helgesen

 Reviews. The Center for Neo Norwegian, Nynorsksenteret, has a website dedicated to books. Read a nice review (in Neo Norwegian, of course) of Monster i mørket and Monsterpest at the site: www.nynorskbok.no. The first two Norwegian books in the monsterseries were released in 2011, also reviewed at same site. Read here about Nei! sa Veslemonster and Store monster græt ikkje.

  

Fleiri skrímslabækur á norsku | More monster-books in Norwegian

      

 Bókaútgáfa: Noregur. Norska forlagið Skald gefur út tvær bækur um skrímslin nú í september: Monster i mørket og Monsterpest. Fyrstu tvær bækurnar, Nei! sa Veslemonster og Store monster græt ikkje, komu út árið 2011. Sjá tilkynningu um útgáfuna á vef Skald.

 Book release: Norway. Skald publishing house in Norway has just released two new books from the monster series: Monster i mørket and Monsterpest. The first two books from the series, Nei! sa Veslemonster og Store monster græt ikkje were published in 2011. See press release on Skald‘s website.

Skrímslin í Peking | The monsters in Beijing

Skrímslin á kínversku: með Peter, útgefendanum hjá Maitian Culture.

 Bókamessan í Peking. Litla skrímslið og stóra skrímslið leiddu mig til Kína í lok ágúst, en nú eru sex titlar úr bókröðinni komnir út á kínversku hjá Maitian Culture Ltd., eins og kynnt var á BIBF, bókamessunni í Peking. Þar tók ég einnig þátt í norrænni málstofu sem kallaðist: „From fairytales to apps, e-books and e-learning“  ásamt Åshild Kanstad Johnsen, Alexandra Borg, Karsten Pers og Paul Chen. Allar móttökur í Peking voru einstaklega vinsamlegar, bæði af hálfu heimamanna og starfsmanna sendiráðs Íslands sem skipulögðu þátttökuna á BIBF.

Í fréttatilkynningu frá sendiráði Íslands í Peking, sem lesa má hér segir svo:

Alexandra Borg, Áslaug, Åshild Kanstad Johnsen

„Sex bækur úr bækur úr skrímslaseríu Áslaugar Jónsdóttur og félaga komu út í Kína í gær. Sama dag tók Áslaug þátt í samnorrænni málstofu á Bókamessunni í Peking sem er sú stærsta sinnar tegundar í Kína. Útgáfufélagið Maitian Press í Tianjin gefur bækurnar út.
Bókamessan er haldin í nítjánda skipti í ár. Í fyrra tóku 1800 fyrirtæki og stofnanir þátt í sýningunni og skrifað var undir 2,953 útgáfusamninga. Í ár má gera ráð fyrir álíka mörgum eða fleiri þátttakendum. Bókamessan stendur yfir dagana 29. ágúst til 2. september. Opnunarhátíðin fór fram í Alþýðuhöllinni, þar sem þing Alþýðulýðveldisins kemur saman, og var Áslaug viðstödd opnunina.

Paul Chen (í rauðri treyju), öðru nafni Mighty Eagle, á veiðum fyrir Angry Birds.

Yfirskrift málstofunnar var „From fairytales to apps, e-books and e-learning“ og var henni ætlað að fjalla um aukið vægi stafrænna og gagnvirkra lausna fyrir börn í kennslu og leik. Enn fremur var ætlunin að varpa ljósi á viðbrögð norrænna höfunda, útgáfufélaga og menntastofnana við þessari þróun. Sem dæmi má nefna að finnska útgáfufélagið Rovio, sem gefur út hin frægu „Angry Birds“ leikföng og smáforrit, styrkti málstofuna og sendi fulltrúa sinn til að kynna reiðu fuglana. Það var menningarstofnun Dana í Peking sem skipulagði málstofuna í samvinnu við Bókamessuna og með aðstoð norrænu sendiráðanna. Skipuleggjendur Bókamessunnar buðu um hundrað fulltrúum frá kínverskum bókaútgefendum til málstofunnar.

Karsten Pers, vinsæla tölvan hans og Áslaug

Áslaug Jónsdóttir er myndskreytir og barnabókahöfundur. Hún skrifaði skrímslabækurnar ásamt Kalle Güettler frá Svíþjóð og Rakel Helmsdal frá Færeyjum. Sex bækur um skrímslin hafa komið út frá árinu 2004 en þá kom út fyrsta bókin sem heitir: Nei! Sagði litla skrímslið. Nýjasta bókin í seríunni kom út árið 2010 og hún heitir: Skrímsli á toppnum. Í fyrstu verður hver bók gefin út í tólf þúsund eintökum í Kína sem gerir 72 þúsund eintök allt í allt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verk eftir Áslaugu koma út í Kína en hún myndskreytti Söguna um bláa hnöttinn sem Andri Snær Magnason skrifaði.
Aðrir sem tóku þátt í málstofunni eru norski listamaðurinn Åshild Kanstad Johnsen, sænski bókmenntafræðingurinn Alexandra Borg, danski rithöfundurinn og útgefandinn Karsten Pers og Paul Chen, framkvæmdastjóri Rovio í Kína. Maitian Culture Press er útgáfufélag sem sérhæfir sig í mynda- og barnabókum. Félagið er með höfuðstöðvar í Tianjin sem er hafnarborg Peking.“ 

Skjáskot: viðtal hjá QQ-Tencent

Okkar maður hjá Maitian hafði undirbúið komu mína vel og m.a. bókað viðtal hjá vefsjónvarpi netsíðunnar QQ hjá margmiðlunarfyrirtækinu Tencent. Og enn má vitna í fréttatilkynningu frá sendiráði Íslands í Peking:

„Einn fjölsóttasti vefmiðill Kína, QQ, hefur birt ítarlegt viðtal við Áslaugu Jónsdóttur barnabókahöfund og myndskreyti sem heimsótti Peking nýlega. Viðtalið var tekið í tilefni af útgáfu sex bóka í Skrímslaseríunni sem Áslaug er höfundur að ásamt fleiri norrænum barnabókahöfundum. Fleiri en 700 milljónir kínverskir notendur vafra reglulega um QQ sem er flaggskip kínverskra veffyrirtækisins Tencent, eins af tíu stærstu netfyrirtækjum heims. Viðtalið við Áslaugu var birt á barnasvæði QQ þjónustunnar.“

Hér er má sjá vefsjónvarpsviðtalið hjá QQ. Aðrir tenglar: Frétt á mbl.is; frétt á RÚV.

 Beijing Book Fair. Little Monster and Big Monster got me all the way to China last month. Six titles from the monster series are being published in chinese by Maitian Culture Press, as introduced at BIBF, Beijing International Book Fair. There I also participated in a Nordic seminar called: „From fairytales to apps, e-books and e-learning“ , along with Åshild Kanstad Johnsen, Norwegian illustrator and picturebook author, Alexandra Borg, Swedish scholar, Karsten Pers, Danish writer and publisher and Paul Chen, GM of Finnish Rovio.

Skrímsli í Peking: Meðal rauðra risaeðla.

I had a great time in Bejing and was everywhere met with hospitality and enthusiasm. The staff at the Icelandic embassy organized my participation at BIBF and made my trip really memorable. Here is a bit from the Embassy’s press release:

“The popular Chinese web-media, QQ Kids, has published an interview with the Icelandic children book author and illustrator Áslaug Jónsdóttir, who was in China recently to participate in a Nordic workshop at the Beijing International Book Fair, August 29 – September 2. The worksshop was jointly organised by Dansish Cultural Institute in Beijing and the Embassies of Finland, Norway, Sweden and Iceland. Six books from her Monster series were published in China during her visit.
The Monster books series is co-authored with Kalle Güettler from Sweden and Rakel Helmsdal from the Faroe Islands. It includes titles such as No, said the little monster first published in 2004 and Monster at the top published in 2010. To date, six books have been published in various languages and all six are being published in China by Maitian Culture Press in Tianjin.”

Here is a link to the interview at QQ.

Ljósmyndirnar frá BIBF tók |  Hafliði Sævarsson | took the photos at BIBF.

Litla skrímslið í Helsinki | Little Monster in Helsinki

 Bókahönnun. Litla skrímslið fer hamförum í Helsinki í september. Þá opnar sýningin „Everyday Discoveries“ og kápumynd fyrstu skrímslabókarinnar, Nei! sagði litla skrímslið, verður til sýnis í yfirstærð, ásamt margskonar hvunndagshönnun frá 23 löndum. Það má lesa um sýninguna hér. Sýningin er í Suvilahti, Helsinki, 6. -16. september 2012.

♦ Book design. Little monster will be screaming NO! in Helsinki. (Available in Finnish, it could scream: “Ei!”). I am invited to participate in a design exhibition, displaying the cover of “No! Said the Little Monster”.  Helsinki is World Design Capital 2012 and the exhibition is called “Everyday Discoveries“, in Suvilahti, Helsinki, 6. -16. September 2012. Here is what they say:

“Everyday Discoveries” is unique in its comprehensive presentation of international design. The exhibition will see more than 20 countries showcase their design, ideas and concepts as well as organise a number of different events. The exhibition’s underlying theme is day-to-day life – what is it like in the participating countries, and what kind of solutions to certain everyday situations have people come up with in the different countries?

“Everyday Discoveries” is produced by Design Forum Finland. Everyday Discoveries is a World Design Capital Signature Event.

Á bókamessu í Peking | BIBF

 Bókamessan í Peking. Á leið til Kína! Mér hefur verið boðið að taka þátt í norrænni málstofu á BIBF, alþjóðlegu bókamessunni í Peking í Kína. Málstofan nefnist: FROM FAIRYTALES TO APPS, E-BOOKS AND E-LEARNING – Seminar on Nordic Children’s Literature in the age of e-books and e-learning. Aðrir þáttakendur eru Åshild Kanstad Johnsen, teiknari og rithöfundur frá Noregi, Alexandra Borg, bókmenntafræðingur frá Svíþjóð, Karsten Pers, rithöfundur og útgefandi frá Danmörku og Paul Chen, framkvæmdastjóri Rovio í Kína. Málstofan fer fram 30. ágúst n.k. Auk þess að fjalla vítt og breitt um barnabækur og bókagerð segi ég frá samvinnunni við skrímslahöfundana Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sex bækur um skrímslin tvö hafa verið þýddar á kínversku og þær koma væntanlega út í tæka tíð fyrir bókamessuna. Útgefandinn er Maitian Culture Ltd. í Tianjin.

 Book fair in Beijing. I have been invited to participate in a Nordic seminar on August 30, at Beijing International Book Fair. Other speakers at the seminar are Åshild Kanstad Johnsen, Norwegian artist, Alexandra Borg, Swedish scholar, Karsten Pers, Danish writer and publisher and Paul Chen, GM of Finnish Rovio. My lecture is called: For better or for worse – Sharing an idea and staying friends. Mostly about the collaboration with my monster-co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal but also about my work in general. Six books from The Monster Series are being published in chinese by Maitian Culture Ltd. and should be released just in time for the book fair.

Skrímsli í strengjum | Monster marionettes

 Brúðuleikhús. Á morgun frumsýnir Karavella Marionett Teatur í Færeyjum brúðuleikinn Skrimslini. Brúðusmiður, brúðustjórnandi og handritshöfundur er færeyski meðhöfundurinn að skrímslabókunum: Rakel Helmsdal. Lesið meira um ævintýri brúðuleiksins á heimasíðu Karavella Marionett Teatur!

 Puppet theater. Tomorrow is a big day for the two monsters in Faroe Islands. The marionette play Skrimslini will be premiered by Karavella Marionett Teatur. Scriptwriter, puppeteer and puppetmaker is Rakel Helmsdal, the Faroese co-author of the monster series. See more at: Karavella Marionett Teatur.
ljósmynd | photo: © Rakel Helmsdal

Viðurkenning í Frakklandi | Les Incorruptibles

 Bókaverðlaun. Franska útgáfan af Stór skrímsli gráta ekki var tilnefnd til frönsku barnabókaverðlaunanna Le Prix des Incorruptibles sem veitt voru í 23. sinn nú í vor. Tilkynnt var um verðlaunahafana á dögunum og hlaut Un grand monstre ne pleure pas þriðju verðlaun í flokki bóka fyrir yngstu börnin. Fyrstu verðlaun hlaut Edouard Manceau fyrir Si tous les éléphants s’appelaient Bertrand.

1. Si tous les éléphants s’appelaient Bertrand – Edouard Manceau.
2. Allez, au lit, Maman! – Amy Krouse Rosenthal, Leuyen Pham.
3. Un grand monstre ne pleure pas – Kalle Güettler, Rakel Helmsdal, Áslaug Jónsdóttir.
4. Akiko la courageuse – Antoine Guillopé.
5. Lucie est partie – Sébastian Loth.
6. Les quatre saisons de Loup – Philippe Jalbert.

Listi yfir alla verðlaunahafa 2011/2012 á heimasíðu Les Incorruptibles.

 Book Prize. The French edition of Big Monsters Don’t Cry was nominated to Le Prix des Incorruptibles last year. Last month the prize was handed out for the 23rd time, were Un grand monstre ne pleure pas got the third prize in the category of books for the youngest readers: maternelle. The monster series is published by Circonflexe.

See all winners 2011/2012 on Les Incorruptibles homepage.

Skrímslin í leikhúsinu | The monsters in the theater

 Leikhús. Sýningum á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu er að ljúka. Síðustu sýningar eru á morgun, sunnudag 6. maí, en sýnt hefur verið fyrir fullu húsi í Kúlunni, barnaleiksviði Þjóðleikhússins síðan í lok desember á síðasta ári. Nánari upplýsingar um leikritið hér og í leikskrá hér.

 Monster theater. Last chance to see The Little Monster and the Big Monster in the Theater during this season. The last shows are tomorrow, on Sunday 6. of May in Kúlan, The National Theater’s childrens theater. More information about the play here and in the program here.