Gleðilegt sumar! | What?
Tag Archives: skrímslabækurnar
Dagur bókarinnar | World Book Day
♦ Bókafréttir: Dagur Jarðar var í gær og þá gat ég sagt fréttir af Bláa hnettinum. Alþjóðlegur dagur bókarinnar er svo í dag. Þann dag er einmitt tilkynnt um Bókmenntaverðlaun barnanna í Svíþjóð: Bokjuryn. Þar hafa bækurnar um skrímslin jafnan komist á lista. Í dag kom líka í ljós að Skrímslaerjur (Monsterbråk) var að mati barna í Svíþjóð valin ein af 10 bestu myndabókum ársins 2013, kom þar í fjórða sæti. Sjá frétt um alla vinningshafa hér á heimasíðu Bokjuryn.
♦Book News: Happy World Book Day! Here is my advice for the day: If you don’t have the time to read a big novel today, try a good picturebook. It’s like reading a solid poem, you get the whole universe of a book, a whole story, in a short text. Combined with the visual art it stimulates so many parts of your brain. And if you dare, you might even connect with that inner child of yours.
Also: Good news from Sweden this morning! Monster Squabbles or Monster Row (Skrímslaerjur) is one of 10 best picturebooks in 2013, according to Swedish children or “The Children’s Book Jury“. Se more about the winners of Bokjuryn here.
Allar klær úti | A monster and a cat
♦ Myndlýsingar: Ég er að vinna að næstu skrímslabók sem kemur út í haust. Forlagið sagði frá því í smá frétt hér. Kattavinir geta farið að hlakka til. Ég skemmti mér að minnsta kosti vel með skrímslakisa.
♦ Illustration: I am working on the next book about Little Monster and Big Monster. Our publisher in Iceland, Forlagid, has already posted this illustration with news on their website. I am very much enjoying my meetings with the monster cat.
Skrímslin á útopnu | Book release in Spain
♦ Bókaútgáfa: Forlagið Sushi Books á Spáni hefur nú gefið út fyrstu tvo titlana af bókunum um litla og stóra skrímslið. Litla skrímslið dregur ekki af sér á forsíðu vefsins hjá Sushi Books, sem er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte og gefur bækurnar út á spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Með því að smella á bókakápurnar hér fyrir neðan má lesa nokkrar síður úr bókunum.
♦ Book release: Shout it out! Sushi Books in Spain are launching the first two books in the monsterseries in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.
Click on the book covers below to read a few pages from the books.
Á teikniborðinu | On my desktop
Skrímslaerjur í bókasafnsviku | The Nordic Library Week 2014
♦ Bókatíðindi: Myndabókin Skrímslaerjur hefur verið valin til upplestrar í Norrænu bókasafnsvikunni 2014, en tilkynnt var um bókavalið á heimasíðu verkefnisins fyrir skemmstu. Þema ársins er hið norræna tröllakyn og bækurnar sem urðu fyrir valinu eru:
- Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
- Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Jansson
- Tröll eftir Stefan Spjut
Norræna bókasafnsvikan hefst með upplestri úr þessum bókum þann 10. nóvember 2014. Þá viku geta öll bókasöfn á Norðurlöndum og Baltnesku löndunum nálgast efni úr bókunum til lestrar á allt að 14 tungumálum. Árið 2013 tóku yfir 1500 bókasöfn og skólar þátt í verkefninu. Þess má geta að árið 2010 var Sagan af bláa hnettinum ein af bókum ársins, undir þemanu: „Töfraheimar Norðursins“.
♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row has been selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014. A selection of three books has just been announced on the project’s homepage. The theme is trolls and similar creatures. The selected books are:
- Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
- Moominpappa at Sea by Tove Jansson
- Troll by Stefan Spjut
This celebration of Nordic books, libraries and reading starts on November 10. 2014, when illustrations and texts from these books will be available in up to 14 languages. Last year this event took place with the participation of more than 1500 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland.
Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE.
Skrímslin á Spáni | Little Monster and Big Monster in Spain
♦ Þýðingar. Fyrstu bækurnar um skrímslin komu út á spænsku fyrir nokkrum árum hjá spænska Random House undir merkinu Beascoa. Útgefandi okkar þar yfirgaf forlagið skömmu síðar og í framhaldinu voru bækurnar í hálfgerðu munaðarleysi á Spáni og S-Ameríku, sem samningurinn tók einnig yfir. Nú hefur nýtt forlag, Sushi Books keypt útgáfuréttinn. Sushi Books er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte og gefur út bækur á fjórum helstu tungumálum spánverja. Fyrstu tvær sögurnar um skrímslin verða því brátt fáanlegar á spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Skemmtilegt! Samkvæmt Fb-síðu Sushi Books mega lesendur eiga von á að kynnast litla skrímslinu strax í vor.
♦ Translations. Great monster-news! The first two books about the Little Monster and the Big Monster will soon be published in Spain in four languages: the Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. The publisher, Sushi Books, is an imprint of the publisher Rinoceronte. Book release will be this spring.
Left: from Sushi Books’ Fb page: Coming soon …
Read more about the monsterseries here: the collaborative authorship of Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler; and the seven books already published.
Skrímslajólakveðja | The Monster Yule Greeting
Vika til jóla! | Still looking for Christmas presents?
♦ Jól 2013: Miðbær Reykjavíkur er hátíðlegur þessa dagana: hvítur snjór og ljósadýrð um strætin öll. Það er upplagt að gera sér ferð í bæinn, kíkja á jólamarkaðinn á Ingólfstorgi og koma svo við í Aðalstræti 10 og líta á sýninguna „Jólapakkinn minn …“ á Skörinni, sýningarrými Handverks og hönnunar. Ég skrifað um þátttökuna og hugmyndina á bak við jólapakkana mína hér.
♦ Christmas 2013: Reykjavík downtown is is just the right set for Christmas these days: with white snow falling and colorful lights in every street. Here’s my tip to get you in the right mood: Take a stroll down Laugavegur and Austurstræti, go visit the Christmas market at Ingólfstorg, and then, just by, in Aðalstræti 10 (Kraum) – see the exhibition „Jólapakkinn minn …“ (My Christmas Parcel) at Craft and Design. I’m participating with two parcels and you can read more about it all here.
♦ Jólagjafir: Hvað sem um jólabókaflóðið má segja, þá er vönduð bók ævinlega góð jólagjöf. Það er með ólíkindum hvað rúmast í einum litlum ferköntuðum pakka: Heill heimur opnast! Ég bendi öllum, sem annt er um andlega heilsu og vitsmunalegt ástand sinna nánustu, að gefa góða bók í jólagjöf. Þar er eitthvað fyrir alla: Bókatíðindin má lesa hér. Svo bendi ég á að skrímslabækurnar eru til á nokkrum tungumálum, þær má kaupa víðsvegar á netinu og senda til erlendra vina og ættingja. Sjá lista yfir nokkra bókavefi hér fyrir neðan. Njótið bóka um jólin!
♦ Christmas gifts: “The Book Flood before Christmas” in Iceland has its pros and cons, but I still can think of no better present than a book. In a good book you can find all the other things you want for Christmas: Peace, love, happiness, good health … In fact, reading is important for your mental health! So go book shopping!
And then my totally egocentric tip: What about picturebooks for your youngest friends and family members? You can shop the books in the Monster series online, in several different languages (and more coming soon!) See the list below!
Íslenska / Icelandic: | Forlagid.is | Eymundsson.is | Boksala.is |
Danska / Danish: | ArnoldBusck.dk | Willamdam.dk |
Færeyska / Faroese: | Bokhandil.fo |
Franska / French: | Amazon.fr | Circonflexe.fr |
Sænska / Swedish: | Cdon.se | Adlibris.com | Bokus.com | Bokia.se |
Norska / Norvegian (nn, bm): | Tanum.no | Bokkilden.no | Haugenbok.no |
Spænska / Spanish: | Amazon.com |
Kínverska / Chinese: | Amazon.cn |
Finnska / Finnish: | Pienikarhu.fi |
Note also, in Danish / Faroese / Swedish / Greenlandic – in same stores: Ég vil fisk!
Jólapakkar | Christmas gift wrapping
♦ Sýning. Á sunnudag, 1. desember, opnar sýningin „Jólapakkinn minn …“ á Skörinni, sýningarrými Handverks og hönnunar í Aðalstræti 10. Tuttugu hönnuðir og listamenn sýna jólapakka af öllum stærðum og gerðum, frá 1. desember 2013 til 7. janúar 2014. Og ég tek þátt í sýningunni með dyggri aðstoð litla og stóra skrímslisins!
Ég hafði tvennt í huga þegar ég útbjó pakkana fyrir sýninguna: annars vegar bækur og hins vegar endurvinnslu. Ég gef oftast bækur í jólagjöf og stundum eru það reyndar mínar eigin bækur. (Þetta hafa ættingjar og vinir þurft að þola). Skrímslabækurnar eru auðþekkjanlegar í laginu og þegar innhald gjafarinnar er svo augljóst hef ég kannski bara brugðið slaufu utan um bókina. En nú reyndi ég að vanda mig aðeins meira …
Eins og mörgum óar mér gjafapappírsflóðið um jólin. Það er eitthvað alveg galið við að rífa fallegan pappír í tætlur og henda í ruslið. Ég átti dágott safn af gömlum, notuðum jólapappír og ákvað að endurvinna hann. Umbúðirnar eru því einskonar pappírsdúkur sem er ofinn úr notuðum jólapappír. Slaufur á pökkunum eru líka úr endurunnum gjafapappír. Sumstaðar er pappírinn svolítið snjáður eða krumpaður, en hvað gerir það til? Litla skrímslið og stóra skrímslið eru hæstánægð með gjafirnar og koma færandi hendi. Þau vita að bók er best!
♦ Exhibition. I am participating in the exhibition „Jólapakkinn minn …“ (My Christmas Parcel) at CRAFT AND DESIGN in Aðalstræti 10, Reykjavík. Twenty designers and artists show creative Christmas packaging and wrapping design. My theme is recycling and books, since there is no Christmas without books under the tree! The gifts are wrapped up in recycled, woven Christmas wrapping paper, with paper bows from recycled paper. The books are represented by the characters from the Monster series, who had a hand in whole process …
The exhibition opens Sunday, 1. Dec and is open until 7. January 2014. Go take a look!
Skrímslaerjur í NRK og RÚV | Reviews and news

skjáskot | screen shot: http://www.nrk.no/kultur/litteratur/vennskap-og-dod-1.11277742
♦ Bókadómur. Í ýmsum vefmiðlum og útvarpi hefur verið fjallað hefur verið um bækurnar sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Á vef NRK, norska ríkisútvarpsins má finna umfjöllun um allar bækurnar. Greinina má lesa hér en um Skrímslaerjur segir Anne Cathrine Straume m.a. þetta:
„Monstrene skildres i viltre tegninger, sterkt dramatisert, slik teksten også iblant roper til oss med fete typer. Fargene har stor betydning; de to monstrene er begge sorte og hårete, det store har grønn nese, det lille rød. Og se om ikke de to viser hengivelse på bokens siste side, der de spiser epler, Store Monster et rødt eple og Lille Monster et grønt …
Kraftfull, morsom og godt gjennomført; det er lett å skjønne at barn kan bli glad i disse to fyrene.“
Á RÚV hafa stjórnendur þáttarins Orð um bækur ekki látið sitt eftir liggja. Nú síðast var farið vítt og breitt yfir allar bækur sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, spáð og spekúlerað í verðlaunin í þætti með yfirskriftina: Á miðvikudag, 30. október, vitum við hver? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir gáfu þar Skrímslaerjum svo góðar umsagnir að það hálfa væri nóg. Hér má hlusta á þáttinn – og hér er fyrri umfjöllun þáttarins um Skrímslaerjur.
♦ Book review. On the Norwegian Broadcasting Corporation’s website (NRK) there’s a very fine article by Anne Cathrine Straume about all the nominated books to The Nordic Council’s Children’s and Young People’s Literature Prize 2013.
Links: Review of Skrímslaerjur (Monster Row / Monster Squabbles) along with reviews of the other 13 books in Norwegian on NRK’s site: here.
The nominations and the prize has been discussed in RÚV (The Icelandic National Broadcasting Service), in the radio program “Words about books” Orð um bækur. In Icelandic, read about: Á miðvikudag, 30. október, vitum við hver? – the program from last Sunday by Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir, who both give Skrímslaerjur good recommendations.
Links: You can listen to the program HERE and earlier program about Skrímslaerjur HERE.
Skrímslin í Bookbird | Reviews in Bookbird
♦ Bókadómar. Í síðustu tveimur tölublöðum af Bookbird: a Journal of International Children’s Literature er að finna dóma um spænsku þýðingarnar af bókunum Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Í tímaritinu hefur áður birst bókadómur um skrímslin tvö og var þá Skrímsli á toppnum til umfjöllunar. Dómarnir um skrímslabækurnar þrjár eru á ensku og má lesa hér neðar á síðunni.
Bookbird er gefið út af IBBY, International Board on Books for Young People og Johns Hopkins University Press. Hér má finna eldri árganga tímaritsins, allt frá árinu 1963.
♦ Book reviews. In the last two issues of Bookbird: a Journal of International Children’s Literature there are nice reviews of the Spanish editions of the first two books in the Monster series: ¡No!, dijo el pequeño monstruo and Los monstruos grandes no lloran. A review of Monster at the Top has been published earlier. Bookbird is an academic journal that publishes articles on children’s literature with an international perspective. It is published jointly by the Johns Hopkins University Press on behalf of the International Board on Books for Young People. Other links: Online archive. Online access.
– – –
“No!” said the Little Monster
Text: Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal, Kalle Güettler. Illustrations: Áslaug Jónsdóttir.“With vivid and emotionally evocative illustrations, “No!”, said the Little Monster brings to life the struggle between staying silent when a friend does something wrong, or speaking up and risking the friendship. When the big monster comes over to play, the little monster runs through a list of all the times in the past when his friend has caused damage or hurt others’ feelings and the little monster hadn’t dared to say anything. The litany of past frustrations gives him the courage to say “No!” this time, prompting an unexpected reaction from his friend. The importance of speaking up is portrayed with just the right mix of humor and seriousness, in a way that both children and adults can enjoy. As a part of a larger series, including a companion book called Big Monsters Don’t Cry, it also shows the different perspectives inside a friendship and how one situation can be perceived very differently. This book can be a starting place for a conversation about why friends might do things that feel hurtful and how important it is to speak up for core values, reinforcing that conflict can even strengthen friendships.”
– Deena Hinshaw. Bookbird: A Journal of International Children’s Literature Volume 51, Number 4, October 2013
“Los monstruos grandes no lloran goes to the heart of childhood insecurities in competition with friends. The pressure felt by the character of the big monster, who feels inadequate whenever he plays with his friend the little monster, is the dual burden of being unable to measure up to his friend’s abilities coupled with the conviction that he must not reveal his feelings of inadequacy. When he is brought to the breaking point by the little monster’s laughter at the actions of his father, he finds out that his tears are an opening to discussing his real feelings with his friend. Not only does this prompt a deepening of the friendship, but also an opportunity for the little monster to share some of the things he admires about the big monster, and a chance for the big monster to teach skills he possesses. The bold illustrations convey the emotions behind the story and bring the words to life. As a part of larger series, including a companion book called “No! Said the Little Monster”, it also shows the different perspectives inside a friendship and the way that the same situation can be perceived very differently by the individuals involved. This book is an entertaining way to raise topics of conversation with children related to self-judgment and expressing emotions of vulnerability.”
– Deena Hinshaw. Bookbird: A Journal of International Children’s Literature Volume 51, Number 2, April 2013
Monster at the Top
Text: Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal, Kalle Güettler. Illustrations: Áslaug Jónsdóttir.“When Big Monster climbs to the top of a tall tree, he imagines he is on an adventurous journey to Monster Peak. As his tales get taller and taller, Little Monster feels left behind. What must a little monster do to get to the top? Fans of the award-winning Monster series will be delighted with this latest installment. The series highlights the friendship between two monsters who don’t always get along. Big Monster learns that he is not always right; Little Monster learns that although he is small, he can still hurt Big Monster’s feelings. Both discover a genuine sympathy for the other inspite of their differences and learn how to work together to overcome obstacles. The books, written collaboratively in Faroese, Swedish, and Icelandic, have been published internationally in ten countries. Jónsdóttir’s striking colors and broad strokes create an intense atmosphere, while the expressive faces of the monsters will thoroughly captivate and charm readers of all ages.”
– Tanja Nathanael. Bookbird: A Journal of International Children’s Literature Volume 49, Number 3, July 2011
Bókadómur í norsku vefriti | Book review in Barnebokkritikk.no
♦ Bókadómur. Skrímslaerjur fá ljómandi góða umsögn í norska vefritinu Barnebokkritikk.no, en þar hafa að undanförnu verið birtir bókadómar um bækur sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hér má lesa allan dóminn. Í dómi sínum fjallar Olga Holownia ítarlega um myndirnar og bókarhönnunina og segir til dæmis þetta:
„Med sine renskårne karakterer, dristige bruk av svart-hvitt, og dermed desto mer effektiv fargebruk, utgjør Skrímslaerjur en svært forfriskende tilnærming til billedboksjangeren – blottet for søtladen, rosa ynde.“
♦ Book review. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) received excellent review in the Norwegian webzine Barnebokkritikk.no. To read the review, (in Norwegian) click here. Skrímslaerjur is nominated to The Nordic Council’s Children’s and Young People’s Literature Prize 2013.
20 bóka listinn | Books from Iceland
♦ Bókasýningin í Frankfurt 2013 hefst í dag og stendur til 12. október. Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið saman sérstakan lista sem telur 20 bækur frá árinu 2012. Bókalistinn verður kynntur á bókasýningunnni, en þar á blaði má m.a. finna Skrímslaerjur. Á heimasíðu Miðstöðvarinnar er listinn kynntur svo: „Ætlunin er að taka saman slíkan lista á hverju ári sem síðan verður kynntur á bókasýningum erlendis. Systurstofnanir miðstöðvarinnar, m.a. í Noregi, Finnlandi og Hollandi, hafa um árabil útbúið sambærilega lista með góðum árangri.“
Það er líka helst í fréttum að aldrei hafa fleiri íslenskar bækur verið þýddar á erlendar tungur. Um það má lesa hér. Vonandi dregur tuttugu-bóka-listinn athyglina að enn fleiri íslenskum bókum í Frankfurt.
♦ The Frankfurt Book Fair 2013 starts today. The Icelandic Literature Center has made a special list of 20 books that were published in 2012. The list is to be presented at the Frankfurt Book Fair this week. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) is on the list, so hopefully our hairy heroes make some friends in Germany!
Tenglar | Links:
BOOKS FROM ICELAND – Icelandic Literature Center
Um skrímslabækurnar og höfundana | About The Monster series and the authors
Um skrímslabækurnar: myndir og umsagnir | About The Monster series: illustrations and reviews
Evrópski tungumáladagurinn | The European Day of Languages
♦ Tungumál. Til hamingju með daginn! Evrópski tungumáladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá 2001 og er meðal annars ætlað „að fagna fjölbreytileika tungumála í Evrópu og til að hvetja til tungumálanáms“. Opinber tungumál í Evrópu eru aðeins nokkrir tugir en áætlað er að í álfunni séu töluð um 225 „upprunaleg“ tungumál. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu og ekki síst hverfa þessar raddir algjörlega í netheimum.
Skrímslin tvö standa sig sæmilega í því að fanga fjölbreytileika tungumála í Evrópu því þau tala íslensku, sænsku, færeysku, finnsku, dönsku, norskt bókmál, nýnorsku, spænsku og frönsku. Að auki eru þau orðin reiprennandi á kínversku!
♦ Languages. Today is The European Day of Languages. In Europe alone, about 225 indigenous languages could be celebrated. Sadly many of them are heading towards extinction at a fast rate.
Little Monster and Big Monster are trying their best in “linguistic diversity” as they now speak several European languages: Icelandic, Swedish, Faroese, Finnish, Danish, Norwegian Bokmål, Neo-Norwegian, Spanish and French. In addition they are doing pretty well in Chinese!
Kynning á verðlaunum | The Nordic Council’s prize for children’s literature
♦ Tilnefning. Skrímslaerjur eru, eins og kunnugt er, tilnefndar til nýju norrænu barnabókaverðlaunanna eða Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin voru m.a. kynnt í Norræna húsinu á Bókmenntahátíð í Reykjavík með þátttöku tveggja tilnefndra höfunda: Nuka K. Godtfredsen og mín. Meðhöfundur okkar í Svíþjóð, Kalle Güettler, stendur svo í ströngu á bókakaupstefnunni í Gautaborg 2013 og kynnir þar sænsku útgáfuna, Monsterbråk, áritar bækur og tekur þátt í umræðum um verðlaunin.
Hér má lesa pistil frá Kalle um kynningu Norðurlandaráðs (eða skort á sama) á nýju verðlaununum í tengslum við bókmessuna í Gautaborg.
Hér má hlusta á umfjöllun Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur um verðlaunin í bókmenntaþættinum Orð um bækur á RÚV. Þar má líka hlusta á brot af rabbinu sem ég flutti um Skrímslaerjur. Umfjöllun um barnabækur hefst á 28. mín.
♦ Nomination for a brand new prize calls for introductions of various sorts. So is it with the newly established Nordic Council’s prize for children’s and young people’s literature – and our nominated book from the Monster series: Skrímslaerjur. In association with The Reykjavik International Literary Festival 2013 there was an event in the Nordic House two weeks ago, where I took part. And this weekend my co-author Kalle Güettler is busy at Göteborg Book Fair, where he is introducing the Swedish version: Monsterbråk.
If your read Swedish, here is a post at Kalle Güettler’s homepage on the subject: Sista-minuten-seminarium.
If you understand Icelandic, you can listen to the radio program “Orð um bækur” where Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir talks about the nominated books. A recording of a part of my chat about Skrímslaerjur is also there. The part about children’s books and the awards starts at 28. min.
Til hamingju Rakel! | Congratulations Rakel!
♦ Viðburðir. Í gær var samstarfskonu minni Rakel Helmsdal veitt góð viðurkenning. Hún hlaut Barnamenningarverðlaun Þórshafnar í Færeyjum: Barnamentanarheiðursløn Tórshavnar býráðs 2013, fyrir fjölbreytta listsköpun og störf á sviði barnamenningar. Í umsögn valnefndarinnar er m.a. minnst á samstarf okkar norrænu höfundanna þriggja um skrímslabækurnar. Þar segir:
“Rakel dugir hendinga væl at samantvinna ymisku listagreinirnar, og hetta ber tónleikaævintýrið Veiða vind, ið hon skrivaði fantasifullu og fabulerandi søguna til, boð um. Verkið kom út í bók við stásiligum og litføgrum myndum hjá Janusi á Húsagarði og tónleiki hjá Kára Bæk. Verkið er eisini útsett fyri symfoniorkestur og, eins og Skrímslini, framført sum marionett-teatur. Myndabøkurnar um Skrímslini spretta úr fruktagóðum norðurlendskum samarbeiði, ið hevur vunnið viðurkenning uttanlands. Søgurnar møta børnunum í eygnahædd og viðgera viðkomandi tilveruspurningar. Søgurnar sampakka serliga væl við stóru, dramatisku myndirnar og serstøku grafisku uppsetingina.”
Til hamingju Rakel!
♦ Events. Great news from Faroe Islands: My co-author of the Monster Series, Rakel Helmsdal, received a Faroese cultural prize yesterday: Barnamentanarheiðursløn Tórshavnar býráðs 2013, given by the City Council of Tórshavn, for her artistic work for children and with children.
Congratulations Rakel!
Skrímslaerjur í Norræna húsinu | Book presentation in The Nordic House
♦ Bókakynning. Á vef Norræna hússins segir:
„Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í fyrsta sinn nú í október en tilnefningar til verðlaunanna voru gerðar opinberar í vor. Alls er um fjórtán verk að ræða frá níu norrænum löndum og málsvæðum.
Tilnefndu höfundarnir Áslaug Jónsdóttir frá Íslandi og Nuka K. Godtfredsen frá Grænlandi kynna tilnefnd verk sín og hægt er sjá sýningu Nuka sem stendur til 22. september. Sigurður Ólafsson kynnir verðlaunin við sama tækifæri en hann stýrir skrifstofu verðlaunanna. Kynningin fer fram á íslensku og dönsku.“
Norræna húsið, á morgun 11. september, kl. 14.00.
♦ Book presentation. In association with The Reykjavik International Literary Festival 2013 there will be an introduction of the newly established Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize. Held in the Nordic House, tomorrow 11. September at 2 pm. Participants: Sigurður Ólafsson and nominees: Áslaug Jónsdóttir and Nuka K. Godtfredsen.
Kalle í Norrtelje Tidning | In Swedish media
♦ Tilnefning. Skrímslahöfundar fá umfjöllun í Norrtelje Tidning í dag, en þar er viðtal við Kalle Güettler vegna tilnefningarinnar til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Skrímslaerjur. Útgefandi okkar í Svíþjóð, Kabusa Böcker, sendi líka frá sér fréttatilkynningu um tilnefninguna nú á dögunum, en Kalle mun árita bækur og vera til viðtals á bókamessunni í Gautaborg, sem haldin verður í lok mánaðarins.
Tenglar: Fyrri frétt um tilnefninguna. | Þrír höfundar. | Kalle og Rakel | Meira um skrímslabækurnar. | Bókakaupstefnan í Gautaborg | Fréttatilkynning Kabusa Böcker.
♦ Nomination. My co-author of the monster series, Swedish author Kalle Güettler, was interviewed in Norrtelje Tidning today, on account of our nomination to the new Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize for Skrímslaerjur (Monster Squabbles). Our publisher in Sweden, Kabusa Böcker, has also recently published a press release about the nomination as Kalle will be available for interviews and book signing at Göteborg Book Fair on Sept. 27th.
Links: Previous post about the nomination. | Three authors. | My co-authors. | More about the monster series. | Göteborg Book Fair. | Kabusa Böcker: Press release.
Skrímslin kvöddu Kabloggen | Farewell to Kabloggen
♦ Steinhissa skrímsli! ♦ Oh no! Little Monster and Big Monster have turned into stone!!!
♦ Skrímslablogg. Pistlarnir um skrímslin á Kabloggen verða ekki fleiri að sinni, síðustu póstar birtust 31. júlí þegar skrímslabókahöfundarnir þökkuðu pent fyrir sig á sænsku og dönsku. Þeir sem lesa þau tungumál gætu haft gaman af því að glugga í skrifin, en nýjustu færslurnar má lesa hér: Kablogg-póstar skrímslahöfundanna í júlí 2013.
♦ Monster blog. Through July, we the three authors of the Monster series, Áslaug, Kalle and Rakel, had our month of fame at Kabloggen, an authors blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker. We did twenty-something blog-posts with a lot of photos and drawings! Text in Danish and Swedish only, sorry! But check out the images! Kabloggen: Monster time in July 2013!
Fimm snuð og fleira gott! | Reviews of Skrímslaerjur
♦ Bókadómar. Hér koma tveir örstuttir dómar um Skrímslaerjur í sænskum tímaritum: Fjórar rósettur (eða eru það blöðrur?) og fimm snuð! „Lítill gullmoli“ segir Moa Samuelsson í VI FÖRÄLDRAR og Anna Matzinger skrifar í MAMA að bókin fjalli með „húmor og hlýju um sammannlegar tilfinningar“.
♦ Book Review. For the record: two super short but nice four and five “star” reviews of Skrímslaerjur / Monsterbråk (Monster Squabbles) in Swedish magazines about parenting.
„A little gem“ ★★★★ – VI FÖRÄLDRAR
“Deals with universal emotions with humor and warmth.” ★★★★★ – MAMA
Prófarkalestur | Lost in translation
♦ Þýðingar. Skrímslaerjur koma bráðum út á kínversku, eins og fyrri bækurnar um skrímslin. Og auðvitað þarf að lesa próförk. Maður fer nú létt með það … 怪物吵架了…
♦ Translations. Proofreading the chinese version of Skrímslaerjur (Monster Squabbles or Monster Row). The first six books are already available in Chinese, published by Maitian Culture Communication. Reading Chinese, easy peasy … 怪物吵架了…
Bankað á dyr | Knock-knock!
♦ Skrímslablogg. Í júlí skrifum við skrímslahöfundarnir til skiptis pistla á Kabloggen – höfundabloggi Kabusa-forlagsins. Færslurnar eru auðvitað allar á einn eða annan hátt tengdar skrímslabókunum.
Rakel Helmsdal skrifaði röð af færslum um það hvernig við sækjum hugmyndir til atburða í bernsku en líka til nýlegra atvika. Pistlarnir eru á dönsku og má lesa hér og hér og hér!
Kalle Güettler skrifaði um vinnuna sem tók við eftir stutt hugarflug á námskeiði, en þrjú ár liðu frá því að við hittumst fyrst og þar til fyrsta bókin kom út. Pistillinn er á sænsku og má lesa hér.
Í gær skrifaði ég út frá þessum pistlum þeirra Kalle og Rakel: eða um samruna hugmynda, vinnuferli og auk þess um aðalumfjöllunarefni skrímslabókanna: tilfinningar! Pistilinn: Når idéen banker på (och lite om känslor) má lesa hér. Þar birti ég m.a. mynd af smábók sem ég gerði í hádegishléi á margumræddu námskeiði á Biskops-Arnö árið 2001, en á námskeiðinu áttum við að skrifa út frá setningunni: „Það er bankað á dyrnar“. Smábókin er örsaga án orða, en þessi litla æfing nýttist sennilega bæði í fyrstu skrímslabókina: Nei! sagði litla skrímslið og í bókina Gott kvöld sem kom út nokkrum árum síðar. Meira um Gott kvöld hér. Bókaruppkastið, sem er ein A4-örk brotin og skorin, má sjá hér til hliðar.
♦ Monster blog. The three monster-authors: Kalle Güettler, Rakel Helmsdal and I are still writing at Kabloggen, an author’s blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker.
Rakel Helmsdal wrote a series of posts about how we get ideas from our childhood but also from meeting grown-up monsters as adults!
Read her posts (in Danish) here and here and here!
Kalle Güettler wrote about the work that came as a result of our first meeting at the workshop for Nordic authors and illustrators on the island Biskop-Arnö. It took us three years to finish the first book: No! said Little Monster.
Read his blog (in Swedish) here.
Yesterday I wrote a blog post, a bit as a response to their posts: on the importance of sharing ideas, how ideas merge together; and about the major subject in our books: mainly feelings! Monstrous feelings of all sorts! I also wrote about a little sketch I made in a lunch break at the workshop in 2001, where we three met. One of the assignments was to write something inspired from the sentence: “There was knocking on the door”. I did a mini-book without words, a draft, a sketch of my idea. (See the picture on the right). I think that some elements and features from the sketch appear in our first book: No! said Little Monster, but also in a another book of mine: Gott kvöld. For more about the picture book Gott kvöld, click here.
My full post (in Danish): Når idéen banker på (och lite om känslor).
Líffræði skrímsla | Monster marionettes

Litla skrímslið slakar á milli æfinga í brúðuleikhúsinu í Tórshavn.
Little Monster relaxing in between rehearsals at Karavella Marionett-Teatur.
Puppets by Rakel. Silhouettes/illustrations by Áslaug. Photo © Karavella Marionett-Teatur
♦ Skrímslablogg. Rakel skrifar á Kabloggen um strengjabrúðurnar sem hún gerði fyrir brúðuleiksýninguna Skrímslini, en hún rekur einnar-konu strengjabrúðuleikhús: Karavella Marionett-Teatur. Sjá fleiri myndir og texta hér: Et monsters anatomi.
♦ Monster blog. My monster-co-author in the Faroe Islands, Rakel Helmsdal, runs a wonderful little puppet theater: Karavella Marionett-Teatur. On our Swedish publishers website, Kabloggen, she writes about the making of the monster puppets for the show Skrímslini. She writes in Danish but there are also a number of nice photos of her work for everyone to enjoy, like the one here above: where Little Monster is on stage and in the background silhouettes made from illustrations in the books. See more here: Et monsters anatomi.
Skýjafar hjá skrímslum | Monsters, clouds and colors
♦ Skrímslablogg: Vildi bara láta vita af sænsk-dönskum bloggpósti á Kabloggen! Skyernes farver ~ Molnens färger. Um skin og skúri hjá litla og stóra skrímslinu í Skrímslaerjum, skýjafar og liti himins hér og hvar í heiminum!
♦ Monster blog: This is an illustration from Skrímslaerjur (Monster Row / Monster Squabbles) – not the original text though. If you read Danish (or something of the kind) check out Kabloggen: Skyernes farver ~ Molnens färger. Thoughts on the symbolic use of clouds and rain in Skrímslaerjur, etc. Illustrations and photos …
Bloggað á svönsku| Swedish Monster blog in July
♦ Skrímslin blogga! Sænsku útgefendur okkar skrímslanna, Kabusa böcker, halda úti vefdagbók, KABLOGGEN, þar sem höfundar blogga um bækurnar sínar og fleira. Þaðan ætlum við Kalle og Rakel að senda fréttaskeyti af skrímslum og almennum sumarönnum í júlí. Við Rakel ræddum nokkuð möguleika okkar á að setja met í sænskum ambögum en ekki er útséð með þá tign. Í gegnum tólf ára samstarf höfum við þrjú þróað skandinavískt samskiptamál sem við notum mikið okkar á milli, þ.e. svönsku. Þó ritmálið sé ekki fullþróað er ekki ólíklegt að við notum það á blogginu … En Kalle Güttler hóf skrifin í dag á púra sænsku og færslu hans um upphafið að skrímslaævintýrinu má lesa hér: Nordiska monster i full fart!
♦ Blogging monsters! Our Swedish publisher, Kabusa böcker asked us three authors of the books about the little monster and the big monster to blog at their author’s website, KABLOGGEN in July. So for fresh news and monster chat in Swedish and Danish (or perhaps Swanish, our native monster language) check out KABLOGGEN this month. Kalle Güttler is already out this morning with a post about how it all started: Nordiska monster i full fart! (in Swedish).
Skrímslapest | Translation by Larissa Kyzer
♦ Þýðingar. Hér er skemmtilegt myndband með enskri þýðingu á Skrímslapest eftir nema í íslensku fyrir erlenda nemendur við Háskóla Íslands. Larissa Kyzer er bókasafnsfræðingur og hlaut styrk frá Fulbrightstofnuninni til að læra íslensku. Hún hefur skrifað greinar og bókadóma í Reykjavík Grapevine og er stofnandi minnsta bókasafnsins á Íslandi, The Little Free Library Reykjavík, sem er staðsett í Hljómskálagarðinum undir vökulu auga Bertel Thorvaldsen. Larissa skrifaði líka bloggfærslu um þýðinguna í vefdagbók sem hún kallar Eth & Thorn og er um íslenskunámið.
♦ Translations. If you would like to read one of the books about the Little Monster and the Big Monster in English here is a translation by a student in Icelandic language: Larissa Kyzer, a freelance writer and librarian. She is a Fulbright grantee studying Icelandic as a second language at the University of Iceland. She has already made her mark on our little City of Literature by founding the first free library in Iceland: Little Free Library Reykjavík. Larissa also writes a blog about her studies in Iceland: Eth & Thorn, where she posted her thoughts about the translation. Enjoy her version of Skrímslapest: Monster Pox!
Kalle og Rakel | My co-authors
♦ Skrímslahöfundar. Fyrir áhugasama um skrímslabækurnar sjö um skrímslin tvö má benda á að meðhöfundar mínir Kalle Güettler í Svíþjóð og Rakel Helmsdal í Færeyjum sitja ekki auðum höndum á milli þess sem þau skapa með mér skrímslasögur. Kíkið endilega á heimasíðurnar þeirra!
Kalle er nýbúinn að gefa út myndaskáldsögu fyrir unglinga sem heitir Hämnd (myndir: Viktor Engholm, útgefandi Argasso förlag) sem hefur fengið glimrandi dóma eins og lesa má hér og hér. Kalle skrifar svo hér á sænsku um samstarf okkar höfundanna: En trehövdad författare med fötterna i varsitt land.
Meira um Kalle: Kalle Güettler hemsida | Författarcentrum | Wikipedia | Barnens Bibliotek – (á sænsku)
Rakel er á kafi í brúðuleikhúsinu sínu: Karavella Marionett Teatur og undirbýr töfrasýningu með strengjabrúðum út frá færeyska tónlistarævintýrinu Veiða vind sem flutt var í Hörpu í vor við frábærar undirtektir og kom út á bók hjá Forlaginu. Rakel birtir myndir af vinnuferlinu við brúðurnar sem er mjög gaman að fylgjast með. Rakel er líka með bók í smíðum sem væntanlega kemur út á árinu.
Meira um Rakel: Rakel Helmsdal Listakvinna | Rakel Helmsdal | Karavella Marionett Teatur | Wikipedia (Faroese, English)
♦ Monster authors! My co-authors of the monsterseries are busy in their homelands: Kalle Güettler in Sweden and Rakel Helmdal in Faroe Islands. Check out what they are up to!
Kalle‘s graphic novel Hämnd (Revenge – publisher Argasso förlag, illustrations: Viktor Engholm) has just been released and has already received very fine reviews. (In Swedish here and here.) Kalle also wrote a fine piece about our collaboration. In Swedish here: En trehövdad författare med fötterna i varsitt land.
More about Kalle Güettler:
Kalle Güettler hemsida | Författarcentrum | Wikipedia | Barnens Bibliotek – (Swedish)
Rakel is preparing a new play at her puppet theater: Karavella Marionett Teatur. The play is based on her own story for a piece of music by Kári Bæk, the fairytale:Veiða vind (Hunting Wind). It was played at Harpa by the Iceland Symphony Orchestra, earlier this spring, and the Icelandic translation of the book with illustrations by Janus á Húsagarði was also published by Forlagið Publishing. Rakel has a lot of great photos from her working process on her website. She is also working on a new book, hopefully soon to be published.
More about Rakel Helmsdal:
Rakel Helmsdal Listakvinna | Rakel Helmsdal | Karavella Marionett Teatur | Wikipedia (Faroese, English)
Þrír höfundar | Three authors
♦ Tilnefning. Í tilefni af fréttum gærdagsins um tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ætla ég að birta mynd sem við höfundar skrímslabókanna höfum stundum notað í skólaheimsóknum og þá með texta á viðeigandi tungumáli. Börn allt niður í leikskólaaldur skilja hvernig við vinnum: semjum sögurnar saman öll þrjú, ég til dæmis teikna myndir OG sem sögur jöfnum höndum. Þetta gera þau nefnilega oft sjálf, ein eða með öðrum. Það þarf ekki að velja að gera aðeins annað tveggja. Stundum má meira að segja gera tvennt í einu. Þetta vita þeir sem geta hjólað OG sungið um leið. Byggt sandkastala, brýr og vegi OG um leið sagt söguna af drekanum sem býr í kastalanum.
Ég skrifaði um sama efni fyrir stuttu, sjá: Skrifandi teiknari. Nánar um samvinnu og verkaskiptingu okkar höfundanna hér: Skrímslabækurnar. Enn frekari upplýsingar á heimasíðum höfundanna:
Áslaug Jónsdóttir – höfundur texta, mynda og bókahönnunar
Kalle Güettler – höfundur texta
Rakel Helmsdal – höfundur texta
♦ Nomination. The nomination of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize has brought up questions about us three authors of the Monster series. “How do you work together? Who makes what – since you are three?” There tends to be some confusion about the collaborative authorship. Two authors of a short picture book text seems to be already over the top, three therefore unthinkable. Well, think again: the illustrator also writes the stories! Or, if you like: one of the authors also illustrates!
We often bring this illustrative picture along with us when we visit schools or give talks about our books. Kids have no trouble understanding that you can both draw and tell or write a story. They do it all the time.
I wrote about the same issue only few weeks ago: The writing illustrator. For more information about the collaboration and the books about the Little Monster and the Big Monster click here: The Monster series. For more information about the authors visit our websites:
Áslaug Jónsdóttir – author of text, illustrations and book design
Kalle Güettler – author of text
Rakel Helmsdal – author of text
Tilnefning til nýju norrænu barnabókaverðlaunanna! | Nomination to the new Nordic Children’s Book Award
♦ Tilnefning. Þá er búið að opinbera hvaða bækur eru tilnefndar til nýju Norrænu barnabókaverðlaunanna og Skrímslaerjur eru þar á meðal! Við skrímslin erum glöð og stolt yfir heiðrinum, hneigjum okkur og beygjum.
Skrímslaerjur er sjöunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir okkur höfundana þrjá: Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal.
Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna,
og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.
♦ Nomination. Nominations to the new Nordic children’s book award have been announced and Skrímslaerjur (Monster Squabbles) are one of the honored books! We are a truly proud and happy monster-team! Thank you!
Monster Squabbles is the seventh book about the Little Monster and the Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal.
Click here to read more about the authors and their collaboration,
and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.
Hér er listi yfir tilnefndar bækur. | Here is a list of the nominated books.
Hér er umsögn dómnefndar: tengill
„Bækurnar um litla og stóra skrímslið hafa notið mikilla vinsælda hjá lesendum bæði á Íslandi og erlendis. Með þessum „mannlegu“ skrímslum hafa höfundarnir náð að búa til sérlega skemmtilegar og áhugaverðar persónur sem börn eiga auðvelt með að samsama sig við og fullorðnir hafa haft gaman af. Innbyrðis samband skrímslanna er bæði fallegt og flókið og í þessari bók, sem er sú sjöunda í röðinni, slær í brýnu á milli þeirra og lítur út fyrir að illa fari.
Í Skrímslaerjum má sjá mörg af bestu einkennum ritraðarinnar. Mynd og texti eru fléttuð saman í eina heild – listaverk – frá byrjun til enda. Á þann hátt er lesandinn hvattur til að lesa mynd og texta sem heild – og það er einmitt samspil þessa tveggja þátta sem er sérlega vel gert og hugmyndaríkt.
Texti bókarinnar er einfaldur og verður hluti af myndverkinu með einföldum myndum og formsterkum klippimyndum ásamt persónum með greinileg skapgerðareinkenni, ýkta andlitsdrætti og ofhlaðna líkamstjáningu. Bækurnar ná til barnanna með húmor og sálfræðilegri dýpt bæði tilfinningalega og vitsmunalega.“
The jury’s review: link
“The books about the little and the big monster have found a large readership, both in Iceland and in other countries. With these “human” monsters the authors have created particularly funny and interesting characters which children can easily relate to and adults can have fun with. The monsters’ relationship with each other is both beautiful and complicated and in this book, which is the seventh in the series, there will be a split between the monsters and things are about to go wrong.
Skrímslaerjur (Monstergräl) brings out many of the series best features. Pictures and text are interwoven into a whole – a work of art – from start to finish. In this way, the reader is encouraged to read the pictures and the text as a whole – the interaction between these two factors is particularly well and creatively done.
The book’s text is simple and becomes part of the image artwork with simple pictures and strong collage design as well as with people clear characteristics, exaggerated facial expressions and sweeping body language. The books’ ingenuity and psychological depth reaches children both emotionally and intellectually.”






































