♦ Óperuhúsið í Ósló. Hér verða hin ýmsu verðlaun Norðurlandaráðs veitt á morgun. Ekkert skuggalegt við það. Myndgæðin eru í boði Apple/ipad.
♦ The Oslo Opera. This is the best I could do with my ipad today. Beautiful weather in Oslo.
♦ Skáld í skólum. Höfundamiðstöð RSÍ hefur milligöngu um þátttöku höfunda í ýmsum bókmenntaviðburðum og skipuleggur heimsóknir í skóla og stofnanir. Höfundamiðstöðin kynnir nýjar bókmenntadagskrár fyrir grunnskóla á hverju hausti. Dagskrá haustsins 2013 má finna hér. Við Sigrún Eldjárn sláum saman í púkk heimsækjum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu.
♦ School visits. The Writers’ Center, administrated by The Writers’ Union of Iceland (RSÍ), arranges all sorts of author visits, among them programmes entitled “Storytellers in Schools”. New and varied programmes are introduced every autumn. This year I will be visiting pre-schools along with author and illustrator Sigrún Eldjárn.
Skáld á ferð með haustvindunum!
Myndlýsing | Brochure illustration by Áslaug Jónsdóttir.
♦ Tilnefning. Góðar fréttir frá Bretlandi! Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er tilnefnd til UKLA barnabókaverðlaunanna 2014 sem veitt eru í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Bókin er valin á lista úrvalsbóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Úrtökulistinn telur 24 bækur, en styttri listi verður birtur í mars 2014 og verðlaunahafar tilkynntir í júlí 2014. Önnur bók eftir íslenskan höfund, Oliver eftir Birgittu Sif, er á listanum fyrir börn 3-6 ára. Þetta hlýtur að teljast harla góð frammistaða íslenskra höfunda! The Story of the Blue Planet er gefin út af Pushkin Press í London og er eina þýdda bókin á listunum þremur.
♦ Longlisted! The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason is longlisted for the UKLA Book Award 2014! Shortlisted titles will be announced in March 2014, the winner in July 2014. Sagan af bláa hnettinum – The Story of the Blue Planet is selected on a list of books for children age 7-11. It is the only translated book on the three longlists of altogether 70 books. It’s published in the UK by Pushkin Press, London. Read more about the award and the selected books on UKLA homepage.
More about The Story of the Blue Planet on www.aslaugjonsdottir.com
♦ Tungumál. Til hamingju með daginn! Evrópski tungumáladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá 2001 og er meðal annars ætlað „að fagna fjölbreytileika tungumála í Evrópu og til að hvetja til tungumálanáms“. Opinber tungumál í Evrópu eru aðeins nokkrir tugir en áætlað er að í álfunni séu töluð um 225 „upprunaleg“ tungumál. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu og ekki síst hverfa þessar raddir algjörlega í netheimum.
Skrímslin tvö standa sig sæmilega í því að fanga fjölbreytileika tungumála í Evrópu því þau tala íslensku, sænsku, færeysku, finnsku, dönsku, norskt bókmál, nýnorsku, spænsku og frönsku. Að auki eru þau orðin reiprennandi á kínversku!
♦ Languages. Today is The European Day of Languages. In Europe alone, about 225 indigenous languages could be celebrated. Sadly many of them are heading towards extinction at a fast rate.
Little Monster and Big Monster are trying their best in “linguistic diversity” as they now speak several European languages: Icelandic, Swedish, Faroese, Finnish, Danish, Norwegian Bokmål, Neo-Norwegian, Spanish and French. In addition they are doing pretty well in Chinese!
♦ Tilnefning. Skrímslaerjur eru, eins og kunnugt er, tilnefndar til nýju norrænu barnabókaverðlaunanna eða Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin voru m.a. kynnt í Norræna húsinu á Bókmenntahátíð í Reykjavík með þátttöku tveggja tilnefndra höfunda: Nuka K. Godtfredsen og mín. Meðhöfundur okkar í Svíþjóð, Kalle Güettler, stendur svo í ströngu á bókakaupstefnunni í Gautaborg 2013 og kynnir þar sænsku útgáfuna, Monsterbråk, áritar bækur og tekur þátt í umræðum um verðlaunin.
Hér má lesa pistil frá Kalle um kynningu Norðurlandaráðs (eða skort á sama) á nýju verðlaununum í tengslum við bókmessuna í Gautaborg.
Hér má hlusta á umfjöllun Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur um verðlaunin í bókmenntaþættinum Orð um bækur á RÚV. Þar má líka hlusta á brot af rabbinu sem ég flutti um Skrímslaerjur. Umfjöllun um barnabækur hefst á 28. mín.
♦ Nomination for a brand new prize calls for introductions of various sorts. So is it with the newly established Nordic Council’s prize for children’s and young people’s literature – and our nominated book from the Monster series: Skrímslaerjur. In association with The Reykjavik International Literary Festival 2013 there was an event in the Nordic House two weeks ago, where I took part. And this weekend my co-author Kalle Güettler is busy at Göteborg Book Fair, where he is introducing the Swedish version: Monsterbråk.
If your read Swedish, here is a post at Kalle Güettler’s homepage on the subject: Sista-minuten-seminarium.
If you understand Icelandic, you can listen to the radio program “Orð um bækur” where Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir talks about the nominated books. A recording of a part of my chat about Skrímslaerjur is also there. The part about children’s books and the awards starts at 28. min.
♦ Viðburðir. Í gær var samstarfskonu minni Rakel Helmsdal veitt góð viðurkenning. Hún hlaut Barnamenningarverðlaun Þórshafnar í Færeyjum: Barnamentanarheiðursløn Tórshavnar býráðs 2013, fyrir fjölbreytta listsköpun og störf á sviði barnamenningar. Í umsögn valnefndarinnar er m.a. minnst á samstarf okkar norrænu höfundanna þriggja um skrímslabækurnar. Þar segir:
“Rakel dugir hendinga væl at samantvinna ymisku listagreinirnar, og hetta ber tónleikaævintýrið Veiða vind, ið hon skrivaði fantasifullu og fabulerandi søguna til, boð um. Verkið kom út í bók við stásiligum og litføgrum myndum hjá Janusi á Húsagarði og tónleiki hjá Kára Bæk. Verkið er eisini útsett fyri symfoniorkestur og, eins og Skrímslini, framført sum marionett-teatur. Myndabøkurnar um Skrímslini spretta úr fruktagóðum norðurlendskum samarbeiði, ið hevur vunnið viðurkenning uttanlands. Søgurnar møta børnunum í eygnahædd og viðgera viðkomandi tilveruspurningar. Søgurnar sampakka serliga væl við stóru, dramatisku myndirnar og serstøku grafisku uppsetingina.”
Til hamingju Rakel!
♦ Events. Great news from Faroe Islands: My co-author of the Monster Series, Rakel Helmsdal, received a Faroese cultural prize yesterday: Barnamentanarheiðursløn Tórshavnar býráðs 2013, given by the City Council of Tórshavn, for her artistic work for children and with children.
Congratulations Rakel!
♦ Bókakynning. Á vef Norræna hússins segir:
„Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í fyrsta sinn nú í október en tilnefningar til verðlaunanna voru gerðar opinberar í vor. Alls er um fjórtán verk að ræða frá níu norrænum löndum og málsvæðum.
Tilnefndu höfundarnir Áslaug Jónsdóttir frá Íslandi og Nuka K. Godtfredsen frá Grænlandi kynna tilnefnd verk sín og hægt er sjá sýningu Nuka sem stendur til 22. september. Sigurður Ólafsson kynnir verðlaunin við sama tækifæri en hann stýrir skrifstofu verðlaunanna. Kynningin fer fram á íslensku og dönsku.“
Norræna húsið, á morgun 11. september, kl. 14.00.
♦ Book presentation. In association with The Reykjavik International Literary Festival 2013 there will be an introduction of the newly established Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize. Held in the Nordic House, tomorrow 11. September at 2 pm. Participants: Sigurður Ólafsson and nominees: Áslaug Jónsdóttir and Nuka K. Godtfredsen.
♦ Tilnefning. Í tilefni af fréttum gærdagsins um tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ætla ég að birta mynd sem við höfundar skrímslabókanna höfum stundum notað í skólaheimsóknum og þá með texta á viðeigandi tungumáli. Börn allt niður í leikskólaaldur skilja hvernig við vinnum: semjum sögurnar saman öll þrjú, ég til dæmis teikna myndir OG sem sögur jöfnum höndum. Þetta gera þau nefnilega oft sjálf, ein eða með öðrum. Það þarf ekki að velja að gera aðeins annað tveggja. Stundum má meira að segja gera tvennt í einu. Þetta vita þeir sem geta hjólað OG sungið um leið. Byggt sandkastala, brýr og vegi OG um leið sagt söguna af drekanum sem býr í kastalanum.
Ég skrifaði um sama efni fyrir stuttu, sjá: Skrifandi teiknari. Nánar um samvinnu og verkaskiptingu okkar höfundanna hér: Skrímslabækurnar. Enn frekari upplýsingar á heimasíðum höfundanna:
Áslaug Jónsdóttir – höfundur texta, mynda og bókahönnunar
Kalle Güettler – höfundur texta
Rakel Helmsdal – höfundur texta
♦ Nomination. The nomination of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize has brought up questions about us three authors of the Monster series. “How do you work together? Who makes what – since you are three?” There tends to be some confusion about the collaborative authorship. Two authors of a short picture book text seems to be already over the top, three therefore unthinkable. Well, think again: the illustrator also writes the stories! Or, if you like: one of the authors also illustrates!
We often bring this illustrative picture along with us when we visit schools or give talks about our books. Kids have no trouble understanding that you can both draw and tell or write a story. They do it all the time.
I wrote about the same issue only few weeks ago: The writing illustrator. For more information about the collaboration and the books about the Little Monster and the Big Monster click here: The Monster series. For more information about the authors visit our websites:
Áslaug Jónsdóttir – author of text, illustrations and book design
Kalle Güettler – author of text
Rakel Helmsdal – author of text
♦ Tilnefning. Þá er búið að opinbera hvaða bækur eru tilnefndar til nýju Norrænu barnabókaverðlaunanna og Skrímslaerjur eru þar á meðal! Við skrímslin erum glöð og stolt yfir heiðrinum, hneigjum okkur og beygjum.
Skrímslaerjur er sjöunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir okkur höfundana þrjá: Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal.
Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna,
og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.
♦ Nomination. Nominations to the new Nordic children’s book award have been announced and Skrímslaerjur (Monster Squabbles) are one of the honored books! We are a truly proud and happy monster-team! Thank you!
Monster Squabbles is the seventh book about the Little Monster and the Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal.
Click here to read more about the authors and their collaboration,
and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.
Hér er listi yfir tilnefndar bækur. | Here is a list of the nominated books.
Hér er umsögn dómnefndar: tengill
„Bækurnar um litla og stóra skrímslið hafa notið mikilla vinsælda hjá lesendum bæði á Íslandi og erlendis. Með þessum „mannlegu“ skrímslum hafa höfundarnir náð að búa til sérlega skemmtilegar og áhugaverðar persónur sem börn eiga auðvelt með að samsama sig við og fullorðnir hafa haft gaman af. Innbyrðis samband skrímslanna er bæði fallegt og flókið og í þessari bók, sem er sú sjöunda í röðinni, slær í brýnu á milli þeirra og lítur út fyrir að illa fari.
Í Skrímslaerjum má sjá mörg af bestu einkennum ritraðarinnar. Mynd og texti eru fléttuð saman í eina heild – listaverk – frá byrjun til enda. Á þann hátt er lesandinn hvattur til að lesa mynd og texta sem heild – og það er einmitt samspil þessa tveggja þátta sem er sérlega vel gert og hugmyndaríkt.
Texti bókarinnar er einfaldur og verður hluti af myndverkinu með einföldum myndum og formsterkum klippimyndum ásamt persónum með greinileg skapgerðareinkenni, ýkta andlitsdrætti og ofhlaðna líkamstjáningu. Bækurnar ná til barnanna með húmor og sálfræðilegri dýpt bæði tilfinningalega og vitsmunalega.“
The jury’s review: link
“The books about the little and the big monster have found a large readership, both in Iceland and in other countries. With these “human” monsters the authors have created particularly funny and interesting characters which children can easily relate to and adults can have fun with. The monsters’ relationship with each other is both beautiful and complicated and in this book, which is the seventh in the series, there will be a split between the monsters and things are about to go wrong.
Skrímslaerjur (Monstergräl) brings out many of the series best features. Pictures and text are interwoven into a whole – a work of art – from start to finish. In this way, the reader is encouraged to read the pictures and the text as a whole – the interaction between these two factors is particularly well and creatively done.
The book’s text is simple and becomes part of the image artwork with simple pictures and strong collage design as well as with people clear characteristics, exaggerated facial expressions and sweeping body language. The books’ ingenuity and psychological depth reaches children both emotionally and intellectually.”
♦ Upplestur. Ég verð með litla skrímslinu, stóra skrímslinu, Þórarni Eldjárn og sjálfum Sleipni á háloftinu í Iðnó, Vonarstræti 3, á morgun 27. Apríl kl. 11:00. Allir krakkar velkomnir á flug með Sleipni á Barnamenningarhátíð.
♦ Readings. I will be reading from the Monsterseries tomorrow, 27. April, in the attic of Iðnó, Vonarstræti 3, at 11 am. All kids and monster fans are welcome to join us and Sleipnir at Reykjavík Children’s Culture Festival.
♦ Leikhús: Leikritið Gott kvöld verður sýnt í Félagsheimilinu á Hvammstanga núna í kvöld, föstudag 26. apríl kl. 18:00. Verkið sýnir Leikhópurinn á Hvammstanga í samstarfi við framhaldsdeild Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Önnur sýning er á sunnudag kl. 12:00. Lesa má frétt um þetta á Norðanáttinni og sjá myndir af æfingu.
Tenglar: Norðanáttin – frétt. Meira um Gott kvöld.
♦ Theater: Active and popular amateur theaters are run in almost every corner of Iceland. I am happy to inform that one of them, Hvammstangi Theater Group, is performing my play Good Evening tonight, April 26th.
Links: Norðanáttin news and photos. More about Gott kvöld | Good Evening.
♦ Dagatalið: Nokkrar gamlar myndlýsingar í tilefni dagsins! Gleðilegt sumar!
(Engin ábyrgð tekin á uppskriftinni enda ber að haga pönnukökubakstri eftir eigin höfði).
♦ Calender: Today is the First Day of Summer, a public holiday. Indisputable. No matter if it snows, summer is here. And we feast with pancakes or alike.
♦ Viðburðir. Í dag, 24. apríl, er síðasti vetrardagur eins og berlega kom í ljós með snjókomu í Reykjavík í morgun. Í gær, 23. apríl, var Dagur bókarinnar og alla vikuna eru áhugaverðir bókmenntaviðburðir vítt og breitt um borgina, eins og lesa má á vef Bókmenntaborgarinnar. Í fyrradag, 22. apríl, var Dagur Jarðar, þó allir dagar séu í raun dagar Jarðar og dagar góðra bóka. Á vefnum The Children’s Book Review var bent á að Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason væri ákjósanleg lesning á Degi Jarðar og það sama gerði útgefandinn, Seven Stories Press.
Eftir tæpa þrjá daga er kosið til Alþingis. Ég mæli með því að þeir sem vanræktu Dag Jarðar og Dag bókarinnar rifji upp til dæmis Draumalandið eða Söguna af bláa hnettinum fyrir kosningar. Ryksugandi sölumenn hafa safnað fiðrildadufti, slá ryki í augu, slá um sig og bjóðast til þess að negla sólina fasta yfir Íslandi. Ekki kjósa Gleði-Glaum.
♦ Events. Today, 24th of April, is the last day of winter in Iceland, so of course it snowed heavily this morning! Yesterday, 23rd of April, was World Book Day, which is celebrated the whole week in Reykjavik Unesco City of Literature, with many interesting book events. The day before, 22nd of April, was Earth Day. All in all a good reason to celebrate, although every day should be a day of the Earth and a day of a good book. In The Children’s Book Review, The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason was selected on a list of recommended reading on Earth Day. The publisher, Seven Stories Press, also pointed that out.
In less than three days we have parliamentary elections in Iceland. I recommend good reading before voting: two books by Andri Snær: Dreamland: A Self-Help Guide for a Frightened Nation, and The Story of the Blue Planet. I fear that too many will put their vote on Gleesome Goodday and his promises of flying in endless sunlight.
♦ Bókverk. Í dag, 6. apríl, opnaði sýning með því þjála nafni: „hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik“ í listamiðstöðinni Silkeborg Bad á Jótlandi. Þrjátíu og þrír norrænir listamenn sýna þar bókverk undir þemanu: heima, heimili eða heimkynni. Íslenski bókverkahópurinn ARKIR á fjölda nýrra verka á sýningunni, sem er skipulögð af forkólfum CON-TEXT listahópsins í Danmörku. Fylgjast má með framvindu sýningarinnar á heimasíðu CON-TEXT hópsins, sem og opinni FBsíðu hópsins. Sýningin heldur í ferðalag um Norðurlönd og er væntanleg til Íslands í byrjun næsta árs.
Í Silkeborg sýni ég m.a. verkið hér fyrir ofan, nokkurs konar bókrollu sem ber heitið Babel. Samkvæmt Biblíunni var Babelturninn samkomuhús alls mannkyns um hríð eða þar til Guði þótti nóg komið af þessu metnaðarfulla sambýli og sundraði mannskapnum. Sem hefur ekki talað saman af fullu viti síðan.
Heimili er auðvitað ekki aðeins hús heldur samverustaður þeirrar einingar sem telur fjölskyldu. Heimkynni eru ekki aðeins landsvæði heldur líka menning og samfélag. Það sem tengir fólkið saman er tungan. Tungumálið býr í okkur og við í tungumálinu. Þar erum við heima. Í bókverkinu fossar biblíutextinn um Babelturninn á fjölda tungumála en hann er sundraður í óskiljanlega flækju.
Allir jarðarbúar töluðu sömu tungu og notuðu sömu orð. Svo bar við er þeir fluttust að austan að þeir fundu lágsléttu í Sínearlandi og settust þar að. Þá sögðu þeir hver við annan: „Komum nú og búum til tígulsteina og brennum þá í eldi.“ Þeir notuðu tígulsteina í stað grjóts og bik í stað steinlíms. Og þeir sögðu: „Komum nú, byggjum okkur borg og turn sem nái til himins. Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina.“ Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn sem mennirnir höfðu byggt. Og Drottinn sagði: „Nú eru þeir ein þjóð og tala sömu tungu. Þetta er aðeins upphaf þess sem þeir munu taka sér fyrir hendur. Hér eftir mun ekkert verða þeim um megn sem þeir ætla sér. Stígum nú niður og ruglum tungumál þeirra svo að enginn skilji annars mál.“ Og Drottinn tvístraði þeim þaðan um alla jörðina og þeir hættu við að byggja borgina. Af þeim sökum heitir hún Babel að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina. – – – Fyrsta Mósebók 11. 1-9.
♦ Book art. Today, April 6., the exhibition: “hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik” was opened in Silkeborg Bad in Jutland, Denmark. Thirty-three Nordic artists exhibit artist’s books with the theme: HOME. Nine members of ARKIR book arts group participate in the exhibition which is organized by the Danish members of the Nordic artist group CON-TEXT. News, events and remarks on the exhibition will be found at the CONTEXT homepage, as well as the group’s Facebook Page. The exhibition will travel around the Nordic countries and hopefully turn up in Iceland in January 2013. See also more new works at ARKIR Book Arts Blog.
I am exhibiting this book object in Silkeborg, a book scroll or a paper sculpture called Babel. According to the Bible, The Tower of Babel was what one could call a home and rendezvous of all mankind, until God Almighty decided that this ambitious commune was no good and wrecked the party: scattered the people all over the earth and confused their language. What a deed!
Home is such a wide concept. It’s not just a building, but a place of union, an assembly of those who call themselves family. Home is not just a tract of land, but also a community, home of culture. The language connects us together. We belong to the language and the language belongs to us. It markes and makes our home. In this piece I quote the biblical text in many languages, and it flows out of the tower. But it’s all messed up in a confusing babble. Alas.
Now the whole earth had one language and the same words. And as they migrated from the east, they came upon a plain in the land of Shinar and settled there. And they said to one another, “Come, let us make bricks, and burn them thoroughly.” And they had brick for stone, and bitumen for mortar. Then they said, “Come, let us build ourselves a city, and a tower with its top in the heavens, and let us make a name for ourselves; otherwise we shall be scattered abroad upon the face of the whole earth.” The Lord came down to see the city and the tower, which mortals had built. And the Lordsaid, “Look, they are one people, and they have all one language; and this is only the beginning of what they will do; nothing that they propose to do will now be impossible for them. Come, let us go down, and confuse their language there, so that they will not understand one another’s speech.” So the Lord scattered them abroad from there over the face of all the earth, and they left off building the city. Therefore it was called Babel, because there the Lord confused the language of all the earth; and from there the Lord scattered them abroad over the face of all the earth. – – – Genesis 11. 1-9.
17.04.2013: ♦ Uppfærsla: Fleiri ljósmyndir hér. Babel á Arkarblogginu hér.
17.04.2013: ♦ Update: More photos in this post here. Babel presented at ARKIR Book Arts Blog here.
♦ Skólaheimsókn. Ég fór í skemmtilega skólaheimsókn á miðvikudaginn. Án þess að fara úr sæti mínu við tölvuna var ég komin inn í skólastofu á Sauðárkróki! Ég spjallaði þar við fjöruga krakka í 3. bekk IHÓ í Árskóla. Þau höfðu undirbúið spurningar og voru greinilega búin að kynna sér vel sögurnar um skrímslin. Mörg þeirra voru með tillögur að nýjum bókatitlum og vildu vita hvort ég gæti skrifað bækur sem fjölluðu um ákveðið þema. Miðað við allar þær frjóu hugmyndir sem þar komu fram er ljóst að ímyndunarafl skortir ekki hjá krökkunum í 3. IHÓ! Duglegir krakkar, takk fyrir mig!

♦ School visit. I did my first online school visit via Skype last Wednesday. Third graders in Árskóli in Sauðárkrókur in northwest Iceland had prepared questions so we had a session of Q&A. The class was lively and had clearly studied the Monsterseries well. They had a lot of questions about possible new titles with a preferred theme. Many great ideas! And who knows, maybe we’ll see some of these themes in future monster-books?
♦ Uppfært 5. apríl 2013: Ég fékk skemmtilegan póst í gær, alvöru bréfapóst með myndskreyttum þakkarskeytum frá 3. bekk IHÓ í Árskóla. Takk fyrir skeytin! Bekkjarkennarinn, Ingvi Hrannar Ómarsson, sagði að krakkarnir hefðu nýtt nestistímann sinn til að skrifa kveðjurnar. Á bekkjarblogginu þeirra voru svo myndir frá þeirra sjónarhorni og ég fékk leyfi til að birta nokkrar þeirra hér.
♦ Updated April 5. 2013: I received a big envelope with real letters yesterday! It was a bunch of illustrated thank notes from the kids in Árskóli. Their teacher said they had used the lunchtime to write the letters. I also got permission to use some photos from their class-blog, see below.
♦ Bókaverðlaun. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason hlaut á dögunum viðurkenningu í Bandaríkjunum þegar tilkynnt var að bókin hefði hlotið The Green Earth Honor Awards 2013. Verðlaunað er í fimm flokkum en sjö bækur hljóta að auki heiðursverðlaun og var Sagan af bláa hnettinum, í þýðingu Julian Meldon D’Arcy, ein þeirra. Það er The Nature Generation sem veitir verðlaunin, en þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2005. Sagan af bláa hnettinum er gefin út hjá Seven Stories Press í New York og er með upprunalegum myndskreytingum en í broti ólíku frumútgáfunni.

♦ Book Prize. The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason (illustrated by yours truly: Áslaug Jónsdóttir) has been announced a winner of the Green Earth Honor Awards 2013, awarded by The Nature Generation, first handed out in 2005. The Story of the Blue Planet is translated by Julian Meldon D’Arcy and published by Seven Stories Press, New York. It has the original illustrations, though the format and layout differs from the original. Follow the links above to read more!
♦ Uppfært 6. apríl 2013: Stoltur handhafi The Green Earth Honor Awards 2013, Andri Snær Magnason, sendi í dag skeyti með myndinni hér fyrir neðan, en verðlaunin voru afhent í gær, 5. apríl, í tengslum við Salisbury University Read Green Festival í Maryland. Til hamingju Andri Snær!
♦ Updated April 6. 2013: I just received a mail with this photo from a proud winner of the Green Earth Honor Awards 2013: Andri Snær Magnason, who accepted the prize yesterday, April 5., at Salisbury University Read Green Festival in Maryland. Congratulations Andri Snær!
♦ Sýning. Menningarmiðstöðin Gerðuberg stendur fyrir árlegri sýningu á myndskreytingum úr nýjum barnabókum undir heitinu: „Þetta vilja börnin sjá!“. Sunnudaginn 27. janúar opnaði sýning á myndum úr barnabókum ársins 2012. Þar má m.a. sjá myndir úr Skrímslaerjum. Sýningin í Gerðubergi stendur til 24. mars, en þá heldur hún í ferðalag og verður sett upp víða um land. Við opnunina voru DIMMALIMM – Íslensku myndskreytiverðlaunin veitt og það var Birgitta Sif sem hlaut verðlaunin í ár fyrir frábærar myndlýsingar í fyrstu bók sinni Ólíver, sem kom út hjá Forlaginu. Gerðuberg hefur sinnt kynningu á íslenskum myndabókum betur en nokkur annar með þessum árlega viðburði og verðlaunum. Menningarverðlaun barnanna til Gerðubergs!
♦ Exhibition. An annual event in Gerðuberg Cultural Center, “Þetta vilja börnin sjá!”, an exhibition of children’s books illustrations, was opened Sunday January 27, with illustrations from Icelandic children’s books published in 2012, among them illustrations from Monster Squabbles. The exhibition in Gerðuberg ends March 24., from where it travels around Iceland to several cultural centers. At the opening The Icelandic Illustration Award: Dimmalimm were handed out to this years winner: Birgitta Sif for her wonderful illustrations in Oliver, published by Walker Books in the UK and Forlagið in Iceland.
♦ Leikhús. Litla skrímslið og stóra skrímslið birtast á sjónvarpsskjánum á morgun, nýársdag, þegar sýnd verður upptaka RÚV frá sýningu Þjóðleikhússins á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu, sem gekk á fjölum Kúlunnar, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins, síðast liðið vor. Útsending RÚV hefst á nýársdag kl. 17:58 stundvíslega!
Smellið hér til að lesa meira um Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu. Sjá einnig: Leikrit | Plays.
♦ T
heater. The Icelandic National Broadcasting Service: RUV will be broadcasting a recording of The Little Monster and the Big Monster in the Theater, which was performed in Kúlan, children’s stage in The National Theater of Iceland.
Links to more information: My page on The Little Monster and the Big Monster in the Theater ; the play at The National Theater ; the program. See also my webpage: Leikrit | Plays.
Skrímslastund í sjónvarpinu á nýársdag! | Monster time on television tomorrow!

♦ Upplestur. Ég les Skrímslaerjur á Bókasafni Hafnarfjarðar á morgun kl. 17:00. Allir krakkar velkomnir!
♦ Reading. I will be reading at Hafnarfjörður Library tomorrow at 5 pm. All kids and monster fans are welcome!
♦ Upplestur. Ég les um erjur skrímslanna í Eymundsson Smáralind í dag kl. 15:00. Eymundsson á 140 ára afmæli og styrkir Barnaheill með ágóða af seldum barnabókum í dag.
♦ Readings. I will be reading in Eymundsson Bookstore in Smáralind today at 3 pm. Good cause: On Eymundsson’s 140th birthday, profit of today’s sold children’s books goes to Save the Children – Iceland.
♦ Bókamessa í Bókmenntborg 2012. Góður dagur í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Áhugasamir lesendur á öllum aldri streymdu inn úr kuldanum og kynntu sér nýútkomnar bækur. Margir krakkar tóku þátt í skrímslamynda-samkeppninni og teiknuðu kostuleg skrímsli! Dómnefndin mun eiga erfitt með að velja aðeins þrjá lukkuteiknara. Þakkir til allra sem tóku þátt!
♦ Book Fair in Reykjavík 2012. A busy day at the book fair yesterday. Readers of all ages filled the City Hall to find more about all the new books of the year – most of them published last two or three months. Many kids participated in the drawing competition and drew absolutely fantastic monsters! The judges will have big trouble choosing just three lucky winners. We thank all of you who took part!
♦ Bókamessa. Bókmenntaborgin og Félag bókaútgefenda standa fyrir bókamessu um helgina. Á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar má lesa um hátíðina: „Helgina 17. – 18. nóvember standa Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fyrir bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Útgefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá og þarna gefst því einstakt tækifæri til að kynna sér litskrúðuga bókaflóru ársins. Lesendum gefst einnig færi á að spjalla við höfunda því fjölmargir þeirra verða á svæðinu og munu sumir bjóða upp á áritanir.“
Ég tek ásamt fleiri barnabókahöfundum þátt í Bókahátíð barnanna í Ráðhúsi Reykjavíkur, í matsalnum á 1. hæð, sunnudaginn 18. nóvember kl.14:00 – 16:00. Dagskrá má kynna sér hér. Meðal annars verður efnt til skrímslamyndakeppni og þrír heppnir krakkar fá nýju skrímslabókina: Skrímslaerjur í verðlaun fyrir skemmtilega teikningu af skrímsli.
♦ Book Fair. Reykjavík UNESCO City of Literature and Icelandic Publishers Association organize a book fair in Reykjavík City Hall next weekend, 17.-18. of November. Read all about the event and the busy program here.
I will be joining in on the Sunday at “The Children’s Book Fair” on the 1st floor with the new monster-book: Skrímslaerjur. Young artists can participate in a drawing competition by draw an exciting and interesting monster. Three lucky artists win an autographed copy of Skrímslaerjur!
♦ Dagur myndlistar. Opið hús á vinnustofunni á Grensásnum á Degi myndlistar 2012. Myndlist, bókalist og hönnun eftir Sigurborgu Stefánsdóttur og Áslaugu Jónsdóttur.
♦ Day of the Art. Open house at the studio in Grensásvegur on the Day of the Art. Paintings, books, book art and design by Sigurborg Stefánsdóttir and Áslaug Jónsdóttir.
♦ Bókamessan í Gautaborg. Mér er boðið að taka þátt í bókasýningunni í Gautaborg, í málstofu um norrænar myndabækur, laugardaginn 29. september. Lesa má meira um sýninguna og íslenska þátttakendur á vef Sögueyjunnar. Vefur Göteborg Book Fair er hér. Þar er málstofan kynnt:
LÖRDAG 29. SEPTEMBER kl. 15:00
Nordiska bilderbokspar
Det finns flera bilderböcker som har kommit till som samarbeten mellan författare och illustratör från varsitt nordiskt land. Det kan väl tyckas naturligt, men hur enkelt är det i själva verket att ”översätta” ett bildspråk till ett annat? Hur olika är de nordiska bildstilarna och hur säljer man in främmande bilder till gemene bilderboksköpare? Är vi egentligen mer konservativa och traditionsbundna när det kommer till bilder än texter? Författare och illustratörer med erfarenhet pratar om sina tvärnordiska samarbeten: Gry Moursund (Norge), Ulf Stark (sverige) och Linda Bondestam (Finland), Kim Fupz Aakeson (Danmark) och Áslaug Jónsdóttir (Island). Moderator: Janina Orlov, översättare. språk: skandinaviska
♦ Göteborg Book Fair. I am invited to Göteborg Book Fair to participate in a seminar on Nordic picturebooks along with Gry Moursund, Ulf Stark, Linda Bondestam and Kim Fupz Aakeson on Saturday 29. September at 15:00. More about the fair on GBF’s website and the Icelandic guests here on Fabulous Iceland.
♦ Mýrin 2012. Það er að bresta á með listfengri og lystaukandi barnabókmenntahátíð! Mýrarhátíðin er að þessu sinni tileinkuð mat og áti af öllu tagi og ber heitið Matur úti í mýri. Rithöfundar, myndhöfundar og fræðimenn taka þátt í hátíðinni með sögustundum, vinnustofum, fyrirlestrum, málþingum og myndlistarsýningum. Allir velkomnir! Kynnið ykkur dagskrá hátíðarinnar á vef Mýrarinnar.
Ég teikna veggspjald og fleira fyrir hátíðina.
♦ Mýrin-festival 2012. The International Children’s Book Festival: In the Moorland is about to begin. This year’s theme is food and eating. Visiting authors, illustrators and scholars give lectures, readings, workshops, seminars – and exhibit their art. Read more about the Moor-festival at Mýrin homepage. A delicious festival for the hungry book devourer!
Yah, I did the poster and stuff.
♦ Mýrin 2012. Á morgun, sunnudaginn 9. september kl. 14:00, opnar í Norræna húsinu sýningin „Matarlist í íslenskum barnabókum“ með myndum eftir sautján íslenskra teiknara. Myndirnar eru úr útgefnum íslenskum barnabókum og lýsa mat, matseld, borðhaldi og áti á ýmsa lund. Allir velkomnir! Sýningin er í anddyri Norræna hússins og stendur frá 9.-19. september. Hún er liður í alþjóðlegu barnabókmenntahátíðinni Mýrinni, sem í þetta sinn ber þemaheitið Matur úti í mýri. Kynnið ykkur dagskrá hátíðarinnar á vef Mýrarinnar.
Á sýningunni verða m.a. frummyndir úr Ég vil fisk! og Skrímslapest.
♦ Mýrin-festival 2012. Exhibition opening tomorrow, at 14:00 on Sunday Sept. 9. in the Nordic House: „Matarlist í íslenskum barnabókum“. Seventeen Icelandic illustrators exhibit artwork from published children’s books; illustrating food, cooking and eating in all it’s diversity. Welcome to the opening! The exhibition is to be viewed in the Nordic House foyer from 9. to 19. of September. The exhibition is a part of the International Children’s Book Festival: In the Moorland, This year’s theme is food, eating, consuming … Read more about the Moor-festival at Mýrin homepage.
I will show original artwork from Ég vil fisk! (I Want Fish!) and Skrímslapest (Monster Flu).
♦ Bókahönnun. Litla skrímslið fer hamförum í Helsinki í september. Þá opnar sýningin „Everyday Discoveries“ og kápumynd fyrstu skrímslabókarinnar, Nei! sagði litla skrímslið, verður til sýnis í yfirstærð, ásamt margskonar hvunndagshönnun frá 23 löndum. Það má lesa um sýninguna hér. Sýningin er í Suvilahti, Helsinki, 6. -16. september 2012.
♦ Book design. Little monster will be screaming NO! in Helsinki. (Available in Finnish, it could scream: “Ei!”). I am invited to participate in a design exhibition, displaying the cover of “No! Said the Little Monster”. Helsinki is World Design Capital 2012 and the exhibition is called “Everyday Discoveries“, in Suvilahti, Helsinki, 6. -16. September 2012. Here is what they say:
“Everyday Discoveries” is unique in its comprehensive presentation of international design. The exhibition will see more than 20 countries showcase their design, ideas and concepts as well as organise a number of different events. The exhibition’s underlying theme is day-to-day life – what is it like in the participating countries, and what kind of solutions to certain everyday situations have people come up with in the different countries?
“Everyday Discoveries” is produced by Design Forum Finland. Everyday Discoveries is a World Design Capital Signature Event.
♦ Bókamessan í Peking. Á leið til Kína! Mér hefur verið boðið að taka þátt í norrænni málstofu á BIBF, alþjóðlegu bókamessunni í Peking í Kína. Málstofan nefnist: FROM FAIRYTALES TO APPS, E-BOOKS AND E-LEARNING – Seminar on Nordic Children’s Literature in the age of e-books and e-learning. Aðrir þáttakendur eru Åshild Kanstad Johnsen, teiknari og rithöfundur frá Noregi, Alexandra Borg, bókmenntafræðingur frá Svíþjóð, Karsten Pers, rithöfundur og útgefandi frá Danmörku og Paul Chen, framkvæmdastjóri Rovio í Kína. Málstofan fer fram 30. ágúst n.k. Auk þess að fjalla vítt og breitt um barnabækur og bókagerð segi ég frá samvinnunni við skrímslahöfundana Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sex bækur um skrímslin tvö hafa verið þýddar á kínversku og þær koma væntanlega út í tæka tíð fyrir bókamessuna. Útgefandinn er Maitian Culture Ltd. í Tianjin.
♦ Book fair in Beijing. I have been invited to participate in a Nordic seminar on August 30, at Beijing International Book Fair. Other speakers at the seminar are Åshild Kanstad Johnsen, Norwegian artist, Alexandra Borg, Swedish scholar, Karsten Pers, Danish writer and publisher and Paul Chen, GM of Finnish Rovio. My lecture is called: For better or for worse – Sharing an idea and staying friends. Mostly about the collaboration with my monster-co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal but also about my work in general. Six books from The Monster Series are being published in chinese by Maitian Culture Ltd. and should be released just in time for the book fair.