Dagur ljósmyndarinnar | World Photo Day

Hafnarfjall©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndirTíminn líður hratt, en ágúst finnst mér líða allra mánuða hraðast. Nætur verða óðum dimmari og eitt og annað minnir á haustið. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðadagur mannúðar, en líka dagur ljósmyndarinnar. Þetta tvennt fer oft saman: ljósmyndirnar hreyfa við okkur, vekja samhygð, mildi og mannúð. Þess vegna er þessi frétt hér líka hræðileg. Það er auðvelt að fyllast lamandi depurð við fregnir af stjórnlausu ofbeldi og vanmætti alþjóðastofnana til að stöðva stríð og átök. En á meðan okkur stendur ekki algerlega á sama má kannski eygja vonarglætu. Fjölmargir ljósmyndarar hætta lífi sínu til að lýsa óréttlæti og átökum, en ég prísa mig sæla í friðsælli sveit með fjöllum, firði og fuglum.

♦ Photo FridayToday is the World Humanitarian Day but also the World Photo Day. These two themes often go together: photographs move you to become involved, to express empathy and kindness. Therefore I find these news just horrible. I admire the photographers and humanitarians who risk their lives to tell us all these stories that make us care. At least as long as we don’t just give a damn, there is hope. Meanwhile I am the lucky photographer of peaceful landscape and the free flying birds like Sterna paradisaea.

Borgarfjordur©AslaugJ

Kria©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.08. / 19.08.2016

Heyrúllur | Hay bales

Haymake1

♦ FöstudagsmyndirTún hafa verið slegin og heyjuð og hvítu rúllurnar hrannast upp eins og skýjabólstrar. Kannski minna þær þó öllu heldur á eitthvað sem hefur fallið af himnum ofan, ævinlega dálítið framandlegar í landslaginu.

♦ Photo FridayHaymaking is done at the farm. The white bales of hay are common in the fields and at the farms all around Iceland. At times I find them looking like something out of space, odd and alien in the landscape, still possessing some strange beauty.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.07. / 02.08. / 03.08.2016

Haymake4

Haymake5

Haymake3

Haymake2

Regnboginn | The rainbow

Skarðsheiði-Regnbogi-©AslaugJ

♦ Regnboginn: Síðustu daga hafa skúrir gengið á fjöllum og í gær buldu þrumur úr lofti. Fallegir regnbogar birtast svo á hverju kvöldi. En regnboganum verður örugglega flaggað í Reykjavík í dag. Njótið Gleðigöngunnar og hinsegin daga! Styðjum mannréttindabaráttuna og fögnum fjölbreytileikanum.
♦ Rainbow: Every evening the last days the rainbow has appeared after heavy rain showers in the mountains. I know the rainbow will be all over Reykjavík today and wish us all a merry Reykjavík Pride! Support and celebrate!

Akrafjallregnbogi©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04 + 05.08.2016

Hingað … og þangið | Seaweed

Fjaran0516AslaugJ1

♦ Föstudagsmyndir – FjaranÉg fæ aldrei nóg af fjörulalli. Aldrei. Allan ársins hring er ævinlega eitthvað nýtt að sjá. Himinn og haf, land og strönd: allt síkvikt og síbreytilegt, takmarkalaust nærandi umhverfi fyrir skilningarvitin.

♦ Photo Friday – Beach walking: I get endless inspiration from walking along the beach, and I never stop admiring all things small and beautiful. So I recommend: Go to a peaceful beach. Take a walk and use your senses. And have a wonderful weekend!

Fjaran0516AslaugJ2

Fjaran0516AslaugJ3

Fjaran0516AslaugJ4

Fjaran0516AslaugJ5

Fjaran0516AslaugJ6

Til hamingju Ísland | Day of Icelandic Nature 2015

Kaldalon©AslaugJ

♦ Ljósmynd: Sumarnótt við Kaldalón. Í dag er haldið upp á Dag íslenskrar náttúru í fimmta sinn. Njótum. Stöndum vörð. Til hamingju með daginn.
♦ PhotoKaldalón, Westfjords, Iceland, at midnight in July. Today we celebrate the Day of Icelandic Nature. Yes, let’s!

Ljósmynd tekin | Photo date: 25.07.2015 23:53 – at midnight

Síðsumar | Leontodon autumnale and other signs of late summer

Skarifífill©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Það eru komin sumarlok og haust í nánd. Síðustu vikur hafa verið annasamar og heimsfréttirnar óbærilegar. Ég er höll undir heimspeki litla skrímslisins: til hressingar getur verið gott að horfa á eitthvað fallegt. (En nauðsynlegt að öskra NEI! af krafti þess á milli). Hér fyrir ofan kúra skarifíflar undir gömlum húsvegg. Á latnesku bera þeir heitið: Leontodon autumnale eða haustfífill, eða „haust-ljóns-tönn“. Fyrir neðan eru haustlitir í laufi af blóðkolli eða blóðdrekk (Sanguisorba officinalis) og ein stök mýrasóley (Parnassia palustris) innan um smjörlauf (grasvíðir: Salix herbacea) o.fl. Neðst er svo mynd sem gleður mitt hagamúsarhjarta: uppskera úr matjurtagarði á leið í eldhúsið.

♦ Photo FridayThis has been a busy week, and the world news have been horrifying. I feel angry and powerless. When things get to overwhelming I tend to go and stare at something I can adore without any obligations (true or not) –that is: nature. Then after a while I feel ready to go at it again. So I bring you plants and fruits of earth! At the top: the Fall dandelion (Leontodon autumnale) under the walls of our old farmhouse; below: colors of autumn in a leaf of a Great burnet (Sanguisorba officinalis) and a sole Bog star (Parnassia palustris) amongst Dwarf willow (Salix herbacea) and more. At the bottom: veggies from our gardens, on the way into the kitchen. I feel very lucky and privileged.

Haust31aug2015AslaugJ

Uppskera©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.08. / 21.08. / 17.08.2015

Ég var að hugsa … | I’ve been thinking …

Hummogpu©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Ég hef verið að hugsa um hve hratt tíminn líður. Og að ég hafi ekki gefið mér nógu mikinn tíma til þess að liggja í grasinu og horfa á skýin. Eða bara góna út í bláinn … Hvað um að pæla í Kepler 452b, til dæmis?
♦ Photo FridayI’ve been thinking about time. It sure flies. And I think I have not spent enough time just layin’ in the grass and watching the clouds go by. Or just spacing out …yes, how about giving Kepler 452b a little thought? Is anybody out there?

Ljósmynd | Photo: Vilhjálmur Svansson. Tekin | Date: 22.07.2015

Kvöld | Evening

Horft-til-himins10juli2015

♦ Föstudagsmyndin: Dagur að kveldi kominn. Horft til himins og hugsað til frænda.
♦ Photo FridayI have been busy with all sorts of projects and I have neglected my blog. But I will try to make amends soon!
I took this photo this evening, when I had been staring out of the window too long. Today I had to say goodbye to a young man in my family. A sad day.

Krúnk, krúnk | Corvus corax

Krummi6marsAslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Þessi krummi tók á móti mér þegar ég kom heim í dag, en reyndi hvað hann gat til að hrella fastagestina á Melhaganum: starra og skógarþresti. Aðeins einn aumkunarverður starri reyndi að verja heiður götunnar og sat sem fastast á sínum pósti.

KrummiKAslaugJÉg hef verið að kenna nemendum í teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík sitthvað um letur og mynd og þess vegna settist krumminn á „K“ þegar ég fór að fikta við það sem festist á filmuna.

♦ Photo FridayI met this raven when I came home today. It was terrorising the regular guests in our street: starlings (Sturnus vulgaris) and redwings (Turdus iliacus) with loud croaking and various odd sounds. Only one not-so-brave-looking starling stayed behind to defend the territory. Ravens (Corvus corax) are getting more and more common in Reykjavík, I guess some people like to feed them.

It has been a busy week where I also was teaching students in the department of illustration in The Reykjavík School of Visual Arts a bit about typography, images and letters. So therefore my raven – hrafn or krummi sat himself on the letter K.

StarriBlackWhiteweb

Ljósmyndir teknar | Photo date: 06.03.2015

Þorri – Bóndadagur | The fourth winter month

ÞingvellirJan2009-2-©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndinGleðilegan Bóndadag! Það er frost á Fróni og Þorri genginn í garð. Hó hó hó.
Myndirnar voru teknar á Þorra 2009.
♦ Photo FridayHappy Farmer’s Day! May the month of Þorri be kind to us all.

ÞingvellirJan2009-1-©AslaugJ

ÞingvellirJan2009-3-©AslaugJ

Þingvellir, Öxará. Ljósmynd tekin | Photo date: 30.01.2009

Nýtt og svalt ár | Colors of the new year

SvartHvitt

♦ Föstudagsmyndir! Kaldir og klárir litir á nýju ári: hvítt, svart, blátt og grátt í ótal tónum. Það er smekklegt, þetta nýja ár.
♦ Photo Friday! Snowy days at the farm, crisp and refreshing. The color palette may seem simple, with the black beach and the white mountains, but the shades are endless in the scarce daylight.
SnúrustaurarAramot

Skarðsheiðin2jan2015

Melabakkar2jan2015

NyttArMelabakkar2015

Árið í fjörunni: 2015 – in all natural “crayons” from the beach!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 01/02.01.2015

Gægjugat | Through the peephole

myrin2014-©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Á morgun opnar í Norræna húsinu sýningin Páfugl úti í mýri – Orðaævintýri. Sýningin er hluti af Mýrinni, alþjóðlegu barnabókmenntahátíðinni sem haldin er á tveggja ára fresti í Norræna húsinu, – og Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2014. Sýningarstjórar eru þau Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Davíð Stefánsson. Ég kíkti í Norræna húsið um daginn, þegar undirbúningur stóð sem hæst, stóð hreinlega á gægjum! Fleiri myndir má sjá hér. Ég mæli eindregið með skemmtilegri sýningu fyrir alla fjölskylduna!

Mýrin Festival Program

Dagskrá – Mýrin Festival Program

♦ Photo Friday: Tomorrow there will be an opening of an exhibition in the Nordic house in Reykjavík, called: A Peacock in the Moor – A Fairy-tale of Words. The exhibition is inspired by a selection of new Nordic children’s books and is dedicated to the joy of reading and playing with words. It is a part of the International Children’s Literature Festival Mýrin, a biennial hold in the Nordic House in Reykjavík, – and Reykjavík Reads Festival 2014. The exhibition is designed by graphic artist Kristín Ragna Gunnarsdóttir and author Davíð Stefánsson. I went to the Nordic house last week and and took a peek through a magic hole in the wall! More photos here. Check out the links in this post if you want to know more!

Hjarta bergrisans | Heart of stone

Bergrisi©AslaugJons

♦ Föstudagsmyndin: Ég gekk fram á þennan ófrýnilegan bergrisa í sumar. Hann svaf og gætti ekki að: steinhjartað lá bert í opnu brjóstinu. Það má ekki vekja bergrisana …
♦ Photo Friday: I walked past a mountain-giant this summer. He was sleeping and a bit careless, leaving his heart of stone just laying there bare. I guess I could have stolen his heart but I didn’t. Giants are not to be awakened…

Steinhjarta©AslaugJons

Graðhestar | Horsing around

Gregoríus-5-270814

♦ FöstudagsmyndinÞessir graðhestar í Húnavatnssýslu tóku sig vel út í fallegu veðri í síðustu viku. Myndirnar voru teknar fyrir vefsíðuna Viljahestar sem spúsi minn heldur úti.

♦ Photo FridayStallions at play! I do some photographing for the website Viljahestar, a site for the horsebreeding at the family farm, run by my husband. Interested in the Icelandic horse? Go take a look!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27.08.2014 Gregoríus-7-270814

 

 

Þokan og ljósið | Fog and sun

Melaleiti-28082014

♦ FöstudagsmyndinDalalæðan fór víða í gærkvöldi og haustið er svo greinilega í nánd. Fyrr um daginn var ég á Hofsósi og naut blíðunnar í Skagafirði.

♦ Photo Friday: Above: foggy evening at the farm yesterday. Below: Earlier in the day I was in Hofsós, Skagafjörður, enjoying beautiful weather: calm, warm and sunny.
Hofsos-28082014

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.08.2014

Jónsmessunótt | Midsummer night

SnurustMelaleiti240614AslaugJ

♦ DagataliðJónsmessunóttin 2014, 24. júní kl 1:05. Ég missti reyndar af hinu rómaða daggar-baði, því döggin vék fyrir vindi og skýin hrönnuðust upp með tilheyrandi svala. Ég hefði betur drifið í því nóttina áður, því þá sat döggin á hverju strái. En í tilefni dagsins tíndi ég til myndir af sjö af mínum uppáhalds blómplöntum. Gleðilega Jónsmessu!

♦ The CalendarPhotos from June 24. at 1:05 am. It’s Midsummer – Jónsmessa – and last night was the magical Midsummer night. I didn’t get the chance to bathe in the early-morning dew, which is supposed to be a very healthy thing to do on that night. I should have picked the night before …  just see the photo below. But since herbs and flowers also have an extra magical healing power this night, I picked out seven of my favorite wild flowers and I hope they bring forth my wishes for a happy midsummer everywhere!

Borgarfjordur240614AslaugJ

♦ Fyrir neðan23. júní kl. 5:27. Sólin í norðaustri, hátt yfir Skarðsheiði.
♦Below: Early morning June 23. at 5:27 am. The morning sun above Skarðsheiði, Mt. Ölver.

Skardsheidi230614AslaugJ

 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 23.-24.06.2014 +undated flower photography

Rauðir fætur | Red legs

tjaldur1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Rauðir fætur og reiðir fuglar! Einhversstaðar kúrðu ungar í grasinu og tjaldurinn varði þá með miklum látum. Stelkurinn var öllu ljúfari en hávaðasamur líka og ég fékk húðskammir fyrir átroðninginn. Loftið ómar af fuglasöng nætur og daga, en hvell hættumerki frá stelk og tjaldi eru reyndar ekkert eyrnakonfekt.
♦ Photo FridayAngry birds! The oystercatcher (Haematopus ostralegus) and the redshank (Tringa totanus) both had young chicks hidden in the grass and gave me a thorough scolding for intruding.

(Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge).

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 10.-11.06.2014

17. júní 2014 | The National Day of Iceland

17juni2014©AslaugJ

♦ Dagatalið: Í tilefni dagsins: Ég flaggaði auðvitað þótt ég kæmist ekki á Austurvöll til að fylgjast með forseta og forsætisráðherra … hipp húrra! Í fánastöng við hæfi! Annars eyddi ég megninu af deginum niðurrignd í rófugarðinum. Það var afar þjóðlegt. Og það ku hafa rignt ámóta fyrir 70 árum.
♦ The CalendarToday was the National Day of Iceland, with celebrations of the 70th Independence Day. Of course I had to fly the flag! The weather was typical for the day: with pouring rain, and I spent most of it fighting dandelions in the vegetable garden. Very appropriate.

Ljósmynd tekin | Photo date: 17.06.2014

Folöld | Foals

FolJun1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Það er erfitt að standast svona augnaráð! Þegar saman fer bjartasti tími ársins og nýfætt ungviði, eru það tröll ein, sem ekki kætast.
♦ Photo FridayIt’s hard to resist the charm and beauty of the newborn foals at the family farm in Melaleiti. Bright nights and all is well … it has to bring out a smile!
(Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge).

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 10.-11.06.2014

Fuglar á páskum | Easter birds

Hrafn2

♦ LjósmyndirÞrátt fyrir páskahretið syngur í mó. Farfuglarnir komu með sunnanáttinni og ég stóðst ekki mátið, skaut á þá með linsunni og taldi tegundir. Veit reyndar aldrei hvort ég greini ýmsar mávategundir rétt. Einn hefur fuglinn auðvitað verið hér í allan vetur: krummi svarti. Skógarþröstur, hrossagaukur og þúfutittlingur vildu ekki sitja fyrir á mynd, en létu í sér heyra.

♦ PhotosA solo raven is often the only bird you see in the winter near our farm. But now the migratory birds are enlivening the era with song and busy flights, even though the weather this Easter was extremely bad. Happy to see all the newcomers I went out with my camera and caught a few.

Fýll2

This slideshow requires JavaScript.

Brim

Brimið við Kotatanga

Ljósmyndir teknar | Photo date: 19.-21.04.2014

 

 

Luktar dyr | The doors of Old Tallinn

♦ FöstudagsmyndirDyrnar í gömlu Tallinn eru víða áberandi fallegar og nostursamlega málaðar í mismunandi litum. Hér er bara lítið sýnishorn. Fleiri myndir frá Tallinn hér í fyrri pósti.

♦ Photo FridayI guess the colorful and fine-looking doors of old Tallinn have been photographed as often as an Icelandic geysir … But for me this is a memento of the nice walks I had around the city in early April.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03-05.04.2014

Takk Tallinn! | Beautiful Tallinn

Tallinn ♦ FöstudagsmyndirÉg er enn að melta kynni mín af Tallinn eftir ferðina þangað í byrjun apríl. Falleg borg og skemmtileg og ekki að undra þó gamli miðbærinn sé á Heimsminjaskrá Unesco. Eins og gengur er ferðamannaiðnaðurinn áberandi en þarlendir lausir við að abbast upp á gesti með ágengri sölumennsku. Ég kunni vel við það. Bílaumferð er mjög takmörkuð um elsta borgarhlutann og gönguferðir þar því einstaklega ánægjulegar.

♦ Photo FridayI am still pondering about Tallinn and Estonia, since my visit last week. Tallinn is such a picturesque city with its medieval old tower walls and grand buildings. No wonder the old city center is one of Unesco World Heritage Sites. This almost car-free part of the city makes it clean and peaceful. I would love to come back in the summertime when wandering about would be even more pleasant. Spring was just around the corner …

 

TallinnGraffiti

Graffiti in Tallinn – Through times, the inhabitants of Tallinn must have had their share of fear. For one thing, there was a reason for the enormous fortifications that now make the city so attractive. Lets hope times of fear are over.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03-05.04.2014

 

Töskurnar í Tallinn | The old suitcases

ToskurTallinn

♦ Á ferð: Í Hernámssafninu í Tallinn eru langar raðir af þessum gömlu ferðatöskum sem minna á þær þúsundir karla, kvenna og barna sem flutt voru nauðug til Síberíu á Sovét-tímanum, um og upp úr seinni heimstyrjöld.
Tallinn er fögur og full af sögu sem er ekki alltaf fögur. Fleiri myndir síðar!
♦ Travels: In the Museum of Occupations in Tallinn, Estonia, these many suitcases are strong symbols for the mass deportations made by the Soviet occupiers in the WWII and long after.
I will post more photos from Tallinn later, such a beautiful city.

Ljósmynd tekin | Photo date: 04.04.2014

Það sem af er mars | Mid-March and monkey business

Slabb-i-mars-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Jæja þá. Það er kominn miður mars. Ég var að gramsa í myndasafninu. Skoðaði myndir sem ég hef tekið í marsmánuði. Í mars eru öll veður. Oft er snjór og slabb, en stundum kemur vorið of snemma eða sýnir sig í stutta stund: þá gala gaukar og þá spretta laukar – svo frýs allt saman í harðan klakaköggul.

Mér fannst myndin hér fyrir ofan nokkuð dæmigerð fyrir mars. Það eru allir fleygiferð í slabbinu.

Svo fann ég enn betri táknmynd fyrir stemninguna á Íslandi undanfarnar vikur. Ég bið samt apann afsökunar á samlíkingunni sem er mjög ósanngjörn í hans garð.

♦ Photo Friday: I was going through files of photos dating from the month of March. The photo above is pretty typical for the weather and the atmosphere in March in Reykjavík: wet snow, melting snow, gray days, sunny days, sometimes very promising and much-too-early days of spring; then snow and frost again …

But the sight of this screaming creature on the photo below made immediate associations to the political state of my country or at least the atmosphere in March for the past weeks. Oh, my! All that monkey business, all the growling and yelling! (I feel I must apologize to the monkey for this reference: sorry, sorry!). Where will this anger and the sense of being trapped-in lead to?

Ape-In-March-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.03.2004 og 31.03.2004

Hrist og hreyfð | Out of focus

OffFokusBirds-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Tjaldar á Seltjarnarnesi leysast upp … Ég veit: ekki í fókus, hreyfð og yfirlýst. Þetta var þannig dagur. Stundum nær maður hreint ekki að fókusera á viðfangsefnin, þrátt fyrir yfirlýsingar …
♦ Photo Friday: Out of focus, blurred and shaken at Seltjarnarnes – I still liked it.

Ljósmynd tekin | Photo date: 28.02.2014