Skrímslin í sviðsljósinu | Monsters in the limelight

MonsterTeaterIslandAslaug

Fyrstu drög að leikmynd | First model of the stage design

♦ Skrímslablogg. Við í skrímsla-teyminu bloggum hvað mest við megum á Kabloggen – höfundabloggi Kabusa-forlagsins. Í dag skrifa ég um Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu, um sviðsmyndir og sviðskrekk, lokkandi leikhús og sveitt skrímsli. Værsgo’, her på dansk: Monster i teateret ~ Monstruös barnteater.

♦ Monster blog. We three authors of the Monster series are blogging in July at Kabloggen, an authors blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker. Today I write about my play, The Little Monster and the Big Monster in the Theater, based on the first three books about the two monsters. I write about designing the scenes, about my stage fright, soft set og sweaty monsters. Here in Danish: Monster i teateret ~ Monstruös barnteater.

MonsterThjofarAslaugJ

Stilla úr hreyfimynd | A still from an animation used in the play

♦ Meira skrímslablogg: Og á sunnudaginn skrifaði Kalle Güettler um margbrotin handritaskrif á fjórum tungumálum og umræðum á skandinavísku. Hér á sænsku: En trehövdad författare med fötterna i Norden.

♦ More monster blog: And last Sunday Kalle Güettler wrote about our complicated manuscripts in four different languages, and how it enriches our writing. Here in Swedish: En trehövdad författare med fötterna i Norden.

Kalle-fjällfika-låguppl.1-150x150

Kalle í kaffipásu
Kalle Güettler

Tjaldur | Haematopus ostralegus

TjaldurWebAslaugJons ♦ Föstudagsmyndin. Fugl dagsins! Það er stormur í vændum og jafnvel tjaldurinn í fjörunni þagði í morgun. Veðurspáin hljóðar upp á slagveður og mikinn vindstyrk. Hugið vel að tjöldunum!
Myndin fyrir neðan: Ölverinn blár, þangið rautt.

♦ Photo Friday. We are expecting a storm so I went early this morning for a walk at the shore. The birds were unusually quiet and even the oystercatchers were silent. Below: Mt Ölver this morning, seeweed on the beach.

OlverWebAslaugJons

Ljósmyndir teknar | Photos date: 05.07.2013

Líffræði skrímsla | Monster marionettes

SkrimsliniRakel

Litla skrímslið slakar á milli æfinga í brúðuleikhúsinu í Tórshavn.
Little Monster relaxing in between rehearsals at Karavella Marionett-Teatur.
Puppets by Rakel. Silhouettes/illustrations by Áslaug. Photo © Karavella Marionett-Teatur

♦ Skrímslablogg. Rakel skrifar á Kabloggen um strengjabrúðurnar sem hún gerði fyrir brúðuleiksýninguna Skrímslini, en hún rekur einnar-konu strengjabrúðuleikhús: Karavella Marionett-Teatur. Sjá fleiri myndir og texta hér: Et monsters anatomi.

♦ Monster blog. My monster-co-author in the Faroe Islands, Rakel Helmsdal, runs a wonderful little puppet theater: Karavella Marionett-Teatur. On our Swedish publishers website, Kabloggen, she writes about the making of the monster puppets for the show Skrímslini. She writes in Danish but there are also a number of nice photos of her work for everyone to enjoy, like the one here above: where Little Monster is on stage and in the background silhouettes made from illustrations in the books. See more here: Et monsters anatomi

Skýjafar hjá skrímslum | Monsters, clouds and colors

Monsterbraak-blog

♦ Skrímslablogg: Vildi bara láta vita af sænsk-dönskum bloggpósti á Kabloggen! Skyernes farver ~ Molnens färger. Um skin og skúri hjá litla og stóra skrímslinu í Skrímslaerjum, skýjafar og liti himins hér og hvar í heiminum!

♦ Monster blog: This is an illustration from Skrímslaerjur (Monster Row / Monster Squabbles) – not the original text though. If you read Danish (or something of the kind) check out Kabloggen: Skyernes farver ~ Molnens färgerThoughts on the symbolic use of clouds and rain in Skrímslaerjur, etc. Illustrations and photos …

Bloggað á svönsku| Swedish Monster blog in July

KabloggenRAK

♦ Skrímslin blogga! Sænsku útgefendur okkar skrímslanna, Kabusa böcker, halda úti vefdagbók, KABLOGGEN, þar sem höfundar blogga um bækurnar sínar og fleira. Þaðan ætlum við Kalle og Rakel að senda fréttaskeyti af skrímslum og almennum sumarönnum í júlí. Við Rakel ræddum nokkuð möguleika okkar á að setja met í sænskum ambögum en ekki er útséð með þá tign. Í gegnum tólf ára samstarf höfum við þrjú þróað skandinavískt samskiptamál sem við notum mikið okkar á milli, þ.e. svönsku. Þó ritmálið sé ekki fullþróað er ekki ólíklegt að við notum það á blogginu … En Kalle Güttler hóf skrifin í dag á púra sænsku og færslu hans um upphafið að skrímslaævintýrinu má lesa hér: Nordiska monster i full fart!

Monsterbraak-Kabusa ♦ Blogging monsters! Our Swedish publisher, Kabusa böcker asked us three authors of the books about the little monster and the big monster to blog at their author’s website, KABLOGGEN in July. So for fresh news and monster chat in Swedish and Danish (or perhaps Swanish, our native monster language) check out KABLOGGEN this month. Kalle Güttler is already out this morning with a post about how it all started: Nordiska monster i full fart! (in Swedish).

Sumarsólstöður og rigningardagar | Summer solstice and rainy days

BorgarfjordurWeb©AslaugJons

♦ Föstudagsmyndin: Sumarsólstöður við Borgarfjörð, 21. júní 2013 kl. 23:32. Eftir dumbung og rigningu skein sólin, rétt áður en hún settist. Ég kenni erfðafræðinni um þetta væmna myndefni, örvæntingin seitlar um æðarnar: Ekki fara, ekki skilja okkur eftir í myrkrinu! Einkum í erfðum hins norræna manns lifir ólæknandi sólardýrkandi (og deyr, þegar hann fer flatt á ofneyslunni).
Fyrir neðan: Snæfellsjökull 22. júní. Fleiri myndir af jöklinum hér.

♦ Photo Friday: Summer solstice by Borgarfjörður and Faxaflói Bay, June 21. at 11:32 pm. The weather in June has otherwise been cold, rainy, windy, dull. I know, I know … I am such a sucker for this particular spot on earth and the view from the family farm. And I can’t help taking these sentimental photos of the sunset. It must be in the genes, to long so terribly for the sun and brighter days: Please, don’t leave us in the dark …
Below: Snæfellsjökull, June 22. More photos from and of the glacier here.

Ljósmynd tekin | Photo date: 21.06.2013
SnaefellsjokullWeb©AslaugJons
Ljósmynd tekin | Photo date: 22.06.2013

Skrímslapest | Translation by Larissa Kyzer

MonsterPox

♦ Þýðingar. Hér er skemmtilegt myndband með enskri þýðingu á Skrímslapest eftir nema í íslensku fyrir erlenda nemendur við Háskóla Íslands. Larissa Kyzer er bókasafnsfræðingur og hlaut styrk frá Fulbrightstofnuninni til að læra íslensku. Hún hefur skrifað greinar og bókadóma í Reykjavík Grapevine og er stofnandi minnsta bókasafnsins á Íslandi, The Little Free Library Reykjavík, sem er staðsett í Hljómskálagarðinum undir vökulu auga Bertel Thorvaldsen. Larissa skrifaði líka bloggfærslu um þýðinguna í vefdagbók sem hún kallar Eth & Thorn og er um íslenskunámið.

♦ Translations. If you would like to read one of the books about the Little Monster and the Big Monster in English here is a translation by a student in Icelandic language: Larissa Kyzer, a freelance writer and librarian. She is a Fulbright grantee studying Icelandic as a second language at the University of Iceland. She has already made her mark on our little City of Literature by founding the first free library in Iceland: Little Free Library ReykjavíkLarissa also writes a blog about her studies in Iceland: Eth & Thorn, where she posted her thoughts about the translation. Enjoy her version of Skrímslapest: Monster Pox!

Fýll á föstudegi | Fulmarus glacialis

FyllFulmarAslaugJweb

♦ Föstudagsmyndin. Fugl dagsins! Múkki undir móhelluklöpp í Melaleiti. Hvað eru mörg emm í því?

♦ Photo Friday. I have been watching this couple lately. Fýll, the Northern Fulmar or Arctic Fulmar (Fulmarus glacialis), nesting under a cliff close to the family farm Melaleiti. Fantastic glider.

FyllFulmarisAslaugJ2web

Ljósmyndir teknar| Photo date: 25.05.2013

Fiðrildaflug í London | A Blue Planet and butterflies in London

TalesOnMoonlaneUKweb

♦ Myndskreytingar. Ég fékk þessa skemmtilegu mynd á Twitter í morgun! Bókabúðin Tales On Moon Lane fékk leyfi til að nota myndir úr Sögunni af bláa hnettinum til gluggaskreytinga. Bókabúðin er í Herne Hill í London og hlaut m.a. viðurkenningu árið 2011: The Walker Independent Children’s Bookshop of the Year 2011. Sagan af bláa hnettinum kemur út hjá Pushkin Press í London. Sjá einnig fyrri frétt um bókadóm.

♦ Illustrations. This image was on my screen via Twitter this morning: A lovely decoration in the bookstore Tales On Moon Lane in East London. Looks very inviting! This ambitious bookstore was chosen The Walker Independent Children’s Bookshop of the Year 2011.
The Story of the Blue Planet is published by Pushkin Press, London. Reviews and more here.

Kalle og Rakel | My co-authors

FiveMonsters2web

♦ Skrímslahöfundar. Fyrir áhugasama um skrímslabækurnar sjö um skrímslin tvö má benda á að meðhöfundar mínir Kalle Güettler í Svíþjóð og Rakel Helmsdal í Færeyjum sitja ekki auðum höndum á milli þess sem þau skapa með mér skrímslasögur. Kíkið endilega á heimasíðurnar þeirra!

Kalle er nýbúinn að gefa út myndaskáldsögu fyrir unglinga sem heitir Hämnd (myndir: Viktor Engholm, útgefandi Argasso förlag) sem hefur fengið glimrandi dóma eins og lesa má hér og hér. Kalle skrifar svo hér á sænsku um samstarf okkar höfundanna: En trehövdad författare med fötterna i varsitt land.

Meira um Kalle: Kalle Güettler hemsida  |  Författarcentrum  |  Wikipedia  |  Barnens Bibliotek –  (á sænsku)

Rakel er á kafi í brúðuleikhúsinu sínu: Karavella Marionett Teatur og undirbýr töfrasýningu með strengjabrúðum út frá færeyska tónlistarævintýrinu Veiða vind sem flutt var í Hörpu í vor við frábærar undirtektir og kom út á bók hjá Forlaginu. Rakel birtir myndir af vinnuferlinu við brúðurnar sem er mjög gaman að fylgjast með. Rakel er líka með bók í smíðum sem væntanlega kemur út á árinu.

Meira um Rakel: Rakel Helmsdal Listakvinna  |  Rakel Helmsdal  |  Karavella Marionett Teatur |  Wikipedia (Faroese, English)

♦ Monster authors! My co-authors of the monsterseries are busy in their homelands: Kalle Güettler in Sweden and Rakel Helmdal in Faroe Islands. Check out what they are up to!

Kalle‘s graphic novel Hämnd (Revenge – publisher Argasso förlag, illustrations: Viktor Engholm) has just been released and has already received very fine reviews. (In Swedish here and here.) Kalle also wrote a fine piece about our collaboration. In Swedish here:  En trehövdad författare med fötterna i varsitt land.

More about Kalle Güettler:
Kalle Güettler hemsida  |  Författarcentrum  |  Wikipedia  |  Barnens Bibliotek –  (Swedish)

Rakel is preparing a new play at her puppet theater: Karavella Marionett Teatur. The play is based on her own story for a piece of music by Kári Bæk, the fairytale:Veiða vind (Hunting Wind). It was played at Harpa by the Iceland Symphony Orchestra, earlier this spring, and the Icelandic translation of the book with illustrations by Janus á Húsagarði was also published by Forlagið Publishing. Rakel has a lot of great photos from her working process on her website. She is also working on a new book, hopefully soon to be published.

More about Rakel Helmsdal:
Rakel Helmsdal Listakvinna  |  Rakel Helmsdal  |  Karavella Marionett Teatur |  Wikipedia (Faroese, English)

Bókadómur: Sagan af bláa hnettinum í Bretlandi | The Story of the Blue Planet: reviewed in Books for Keeps

CoverTheStory-Pushkin-web

♦ Bókadómar. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason var að fá góðan dóm í Bretlandi í tímaritinu Books for Keeps undir greinartitlinum „Editor’s Choice“. Hér má lesa dóminn og hér: Books for Keeps. Útgefandi bókarinnar í Bretlandi er Pushkin Press.

♦ Book Review. The Story of the Blue Planet by  Andri Snær Magnason is the Editor’s Choice in this month’s Books for Keeps, an online children’s book magazine in the UK. The Story of the Blue Planet published by Pushkin Press.

“With attractive illustrations by Áslaug Jónsdóttir, which have gained her international recognition, The Story of the Blue Planet has already been made into a play and translated into sixteen languages from the original Icelandic, before finding a publisher here in Pushkin Press, a company newly established with the express purpose of “sharing the very best stories from around the world.” This is an excellent choice to kick off their list. Ambitious and intriguing, it creates a fable whose contemporary relevance will be easily grasped by its intended readers. In its mix of social satire and religious overtones, it reminds me of Wilde’s fairy tales. … there is nothing that I can think of in contemporary English language writing for children that has this kind of ambition.” –  Clive Barnes

Tenglar: Fyrri frétt um dóma í Bandaríkjunum.
Heimasíða Andra Snæs.
Links: Post on reviews in the USA.
Andri Snær Magnason’s homepage.

The-Story-of-the-Blue-Planet-PushkinPress-2

Þrír höfundar | Three authors

TheMonsterTeamWeb

♦ Tilnefning. Í tilefni af fréttum gærdagsins um tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ætla ég að birta mynd sem við höfundar skrímslabókanna höfum stundum notað í skólaheimsóknum og þá með texta á viðeigandi tungumáli. Börn allt niður í leikskólaaldur skilja hvernig við vinnum: semjum sögurnar saman öll þrjú, ég til dæmis teikna myndir OG sem sögur jöfnum höndum. Þetta gera þau nefnilega oft sjálf, ein eða með öðrum. Það þarf ekki að velja að gera aðeins annað tveggja. Stundum má meira að segja gera tvennt í einu. Þetta vita þeir sem geta hjólað OG sungið um leið. Byggt sandkastala, brýr og vegi OG um leið sagt söguna af drekanum sem býr í kastalanum.

Ég skrifaði um sama efni fyrir stuttu, sjá: Skrifandi teiknari. Nánar um samvinnu og verkaskiptingu okkar höfundanna hér: Skrímslabækurnar. Enn frekari upplýsingar á heimasíðum höfundanna:
Áslaug Jónsdóttir – höfundur texta, mynda og bókahönnunar
Kalle Güettler – höfundur texta
Rakel Helmsdal – höfundur texta

♦ Nomination. The nomination of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize has brought up questions about us three authors of the Monster series. “How do you work together? Who makes what – since you are three?” There tends to be some confusion about the collaborative authorship. Two authors of a short picture book text seems to be already over the top, three therefore unthinkable. Well, think again: the illustrator also writes the stories! Or, if you like: one of the authors also illustrates!
We often bring this illustrative picture along with us when we visit schools or give talks about our books. Kids have no trouble understanding that you can both draw and tell or write a story. They do it all the time.

I wrote about the same issue only few weeks ago: The writing illustrator. For more information about the collaboration and the books about the Little Monster and the Big Monster click here: The Monster series. For more information about the authors visit our websites:
Áslaug Jónsdóttir – author of text, illustrations and book design
Kalle Güettler – author of text
Rakel Helmsdal – author of text

Tilnefning til nýju norrænu barnabókaverðlaunanna! | Nomination to the new Nordic Children’s Book Award

Skrímslaerjur

♦ Tilnefning. Þá er búið að opinbera hvaða bækur eru tilnefndar til nýju Norrænu barnabókaverðlaunanna og Skrímslaerjur eru þar á meðal! Við skrímslin erum glöð og stolt yfir heiðrinum, hneigjum okkur og beygjum.

Skrímslaerjur er sjöunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir okkur höfundana þrjá: Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal.

Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna,
og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.

♦ Nomination. Nominations to the new Nordic children’s book award have been announced and Skrímslaerjur (Monster Squabbles) are one of the honored books! We are a truly proud and happy monster-team! Thank you!

Monster Squabbles is the seventh book about the Little Monster and the Big Monster by Áslaug JónsdóttirKalle Güettler og Rakel Helmsdal.

Click here to read more about the authors and their collaboration,
and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

Hér er listi yfir tilnefndar bækur. | Here is a list of the nominated books.

Hér er umsögn dómnefndar: tengill
„Bækurnar um litla og stóra skrímslið hafa notið mikilla vinsælda hjá lesendum bæði á Íslandi og erlendis. Með þessum „mannlegu“ skrímslum hafa höfundarnir náð að búa til sérlega skemmtilegar og áhugaverðar persónur sem börn eiga auðvelt með að samsama sig við og fullorðnir hafa haft gaman af. Innbyrðis samband skrímslanna er bæði fallegt og flókið og í þessari bók, sem er sú sjöunda í röðinni, slær í brýnu á milli þeirra og lítur út fyrir að illa fari.
Í Skrímslaerjum má sjá mörg af bestu einkennum ritraðarinnar. Mynd og texti eru fléttuð saman í eina heild – listaverk – frá byrjun til enda. Á þann hátt er lesandinn hvattur til að lesa mynd og texta sem heild – og það er einmitt samspil þessa tveggja þátta sem er sérlega vel gert og hugmyndaríkt.
Texti bókarinnar er einfaldur og verður hluti af myndverkinu með einföldum myndum og formsterkum klippimyndum ásamt persónum með greinileg skapgerðareinkenni, ýkta andlitsdrætti og ofhlaðna líkamstjáningu. Bækurnar ná til barnanna með húmor og sálfræðilegri dýpt bæði tilfinningalega og vitsmunalega.“

The jury’s review:  link
“The books about the little and the big monster have found a large readership, both in Iceland and in other countries. With these “human” monsters the authors have created particularly funny and interesting characters which children can easily relate to and adults can have fun with. The monsters’ relationship with each other is both beautiful and complicated and in this book, which is the seventh in the series, there will be a split between the monsters and things are about to go wrong.
Skrímslaerjur (Monstergräl) brings out many of the series best features. Pictures and text are interwoven into a whole – a work of art – from start to finish. In this way, the reader is encouraged to read the pictures and the text as a whole – the interaction between these two factors is particularly well and creatively done.
The book’s text is simple and becomes part of the image artwork with simple pictures and strong collage design as well as with people clear characteristics, exaggerated facial expressions and sweeping body language. The books’ ingenuity and psychological depth reaches children both emotionally and intellectually.”

10MonsteriIsland2012

Viðtal í Pirion | Interview in Norwegian magazine Pirion

AslaugJonsdottirWeb2013♦ Umfjöllun. „Skapar på tvers av grenser“  er fyrirsögnin á viðtali sem Toyni Tobekk tók við mig fyrir tímaritið Pirion. Það birtist m.a. í vefútgáfu blaðsins og má lesa hér: Pirion.no: Bokprat. Pirion er tímarit um norska tungu, bókmenntir og menningu fyrir börn.

„Når tre forfattarar frå tre ulike land skapar barnelitteratur saman, kan magiske ting skje. Vi har snakka med Áslaug Jónsdóttir, den eine frå trekløveret som lagar dei populære monster-bøkene.“

♦ Interview. I was interviewed by Toyni Tobekk for the magazine Pirion in Norway. If you read Neo Norwegian the article is available here online: Pirion.no: Skapar på tvers av grenser.

Skrímslin og Kúlan | The Monsters and Kúlan Children’s Theater

SkrimslinSkjaklipp

♦ Leikhús. Í lok ársins 2011 hélt ég mig drjúgum stundum í svartmáluðum kjallaranum á Lindargötu 7, í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins. Þar fylgdist ég með æfingum á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu og vann að leikmyndinni. Við útsendingu RÚV s.l. laugardag rifjaðist upp fyrir mér hvað þessir dimmu mánuðir, nóvember og desember, voru óvanalega bjartir og fljótir að líða. Ég þakka það leikurum Friðriki Friðrikssyni og Baldri Trausta Hreinssyni sem skemmtu okkur Þórhalli Sigurðssyni leikstjóra með ógleymanlegum skrímslasenunum á æfingatímanum.

StoraSkrimslidSkjaklippKúlan hlaut á dögunum heiðursviðurkenningu IBBY á Íslandi: Vorvinda-viðurkenninguna ásamt fleira góðu fólki sem hefur skarað fram úr við störf að barnamenningu. Þórhallur Sigurðsson hefur verið listrænn stjórnandi Kúlunnar frá upphafi, eða frá árinu 2006. Lesið meira um viðurkenninguna hér á vef Þjóðleikhússins og hér á vef IBBY á Íslandi. Til hamingju Þórhallur og barnaleikhúsið Kúlan!

♦ Theater. The RÚV-broadcasting of my play Little Monster and Big Monster in the Theater last Saturday made me think back to rehearsal time at the end of the year 2011. The dark and gloomy months of winter went by fast, thanks to these two guys in the hairy costumes: Friðrik Friðriksson og Baldur Trausti Hreinsson. Their monstrously funny tryouts and variations of the play made me and director Þórhallur Sigurðsson roll in our seats. Thank you again!

LitlaSkrimslidSkjaklipp1Kúlan, The National Theater’s Children’s Stage, received an award of honor from IBBY Iceland this month: Vorvinda (Spring Winds) for a contribution to children’s culture in Iceland. Actor and director Þórhallur Sigurðsson has been the art director of Kúlan since the opening in 2006. Congratulations to Þórhallur and Kúlan Children’s Theater!
More about the award: in Icelandic at The National Theater – website and IBBY Iceland – website.

Meðfylgjandi myndir eru skjáskot frá útsendingu RÚV.
Photos: screenshots from RÚV broadcasting.

LitlaSkrimslidSkjaklipp2

Skrímslin í sjónvarpinu | Monsters on TV

MonsterTheater3web

♦ Leikhús. Á morgun verður endursýnd upptaka RÚV á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu, leikritinu um skrímslin tvö sem sett var upp í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins. Útsending RÚV hefst á morgun, laugardag 25. maí kl. 10:12.

Smellið hér til að lesa meira um Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu. Sjá einnig: Leikrit | Plays.

♦ TheaterThe Icelandic National Broadcasting Service RUV is rebroadcasting a recording of The Little Monster and the Big Monster in the Theater, which was performed in Kúlan, children’s stage in The National Theater of Iceland. The program starts at 10:20 tomorrow, Saturday May 25th.

Links to more information:
The Little Monster and the Big Monster in the Theater See also my webpage: Leikrit | Plays.
The play at The National Theater.
The program.

Stórkostlega skemmtileg | Fabulously funny

SkrimslerjurMyndweb♦ Bókadómur. „Nefið á þér er eins og mygluð pylsa! – Hafið þið nokkurn tíma heyrt betri móðgun en þessa?“ spyrja gagnrýnendur BOKUNGE, sem er sænskur vefur um barnabækur fyrir yngstu lesendurna. Þar fá Skrímslaerjur góða umsögn: „Stórkostlega skemmtileg bók um ósætti og hve illa getur farið þegar reiðin tekur völdin og hvernig samviskubitið getur nagað bæði í höfði og maga.“
Hér er dómurinn á netinu: „Din näsa är en möglig korv!“

Monsterbråk (Skrímslaerjur) hefur fengið fína dóma í sænskum dagblöðum að undanförnu, sjá fyrri fréttir:
Beint í hjartastað – Bókadómur í Norrtelje Tidning.
Fleiri bækur! – Bókadómur í Borås Tidningen.

Upplýsingar um skrímslabækurnar og höfunda þeirra má ennfremur finna hér á sérstakri síðu um skrímslabækurnar.

♦ Book review. A Swedish reviewer at BOKUNGE, a blog on children’s books for the youngest, has nice remarks for Monster Squabbles: “A fabulously funny book about dispute and how wrong things go when rage gets out of control, and then how bad guilt can hit, in the stomach and the head.”
The review in Swedish available here online: „Din näsa är en möglig korv!“

Monster Squabbles in Swedish: Monsterbråk has been receiving good reviews lately. See previous news:
Straight to the heart – Review in Norrtelje Tidning.
Reviewer: More books! – Review in Borås Tidningen.

Find more information on the Monster-books and their authors by clicking here: The Monster series.

Ofjarl | Two days old

Ofjarl2013web

♦ Föstudagsmyndin. Fyrirsætuna á föstudagsmyndinni hitti ég áðan, á svölu vorkvöldi. Hann er tveggja daga gamall og heitir Ofjarl og er með alvöru mjólkurskegg.

 Photo Friday. I just met my Friday model for the first time this evening: A chestnut colt, only two days old. So it’s a real milk mustache!

Fleiri bækur! | Reviewer: More books!

SkrimslaerjurRifrildi-web

♦ Bókadómur. „Skemmtileg deilugjörn skrímsli“  hljómar fyrirsögnin á bókadómi Peter Grönborg í Borås Tidningen í Svíþjóð, en þar fjallar hann um sænsku útgáfuna af Skrímslaerjum: Monsterbråk. Í dóminum segir m.a.: „Funandi tilfinningasveiflunum er lýst með hlýjum húmor. Sáttasenurnar eru óborganlegar.“  Þó þetta sé sjöunda bókin um skrímslin finnur Peter engin þreytumerki á höfundarverkinu og sendir okkur því skýlausa hvatningu: Fleiri bækur!
Smellið á tengillinn fyrir neðan til að lesa dóminn á sænsku.

 Book review. “Humorous quarellsome monsters” is the headline for the review on Monster Squabbles in Borås Tidningen Newspaper in Sweden. Peter Grönborg says there: “The explosive mood swings are illustrated with warm sense of humor. The scenes of reconciliation are priceless.” And although this is the seventh book about the monsters, the reviewer finds that they are still going strong and he therefore exhorts: More books!
For further reading in Swedish, click the link below.

Monsterbråk – Borås Tidningen 04.05.2013

Beint í hjartastað | Straight to the heart

MonsterbraakSvCoverWeb♦ Bókadómur. Skrímslaerjur á sænsku, Monsterbråk, fengu fínan dóm í dagblaðinu Norrtelje Tidning í morgun. Sænska útgáfan kom út á dögunum hjá Kabusa Böcker í Gautaborg. Í bókadóminum segir Margaretha Levin Blekastad m.a. eitthvað á þessa lund: „Bækurnar um litla og stóra skrímslið eru aðlaðandi á svalan hátt, með stórbrotnum myndum og djörfum sjónarhornum. … Það er eitthvað við sauðþráa kergjuna og hárbeittar tennur litla skrímslisins sem hittir beint í hjartastað.“
Dóminn í heild sinni má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

 Book review. Monster Squabbles in Swedish received a good review in Norrtelje Tidning Newspaper today. Our publisher in Sweden, Kabusa Böcker, release the book about four weeks ago. The reviewer in NT says: “The books about Little Monster and Big Monster have a cool appeal, with impressive illustrations and bold points of view. … There is something about Little Monster’s resilient stubbornness and razor-sharp teeth that goes straight to the heart”.
For the whole review in Swedish, click the link below.

Monsterbråk – Norrtelje Tidning 14.05.2013

Skrifandi teiknari | The writing illustrator

Neiweb Myndlýsingar. Í Fréttatímanum í dag (bls 58) fjallar Gunnar Smári Egilsson um það framúrskarandi góða starf sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur unnið með vönduðum tónleikum og efni fyrir börn. Verður það starf seint oflofað. Í greininni er bent á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar á færeyska tónlistarævintýrinu „Veiða vind“ sem er tónverk eftir Kára Bæk, ævintýri skrifað af Rakel Helmsdal og myndlýst af Janusi á Húsagarði. Ævintýrið kom nýverið út hjá Forlaginu í þýðingu Þórarins Eldjárns og auðvitað fylgir tónlistardiskur með. Ég get heilshugar mælt með frábærri tónsmíð, sögu og myndum.

Rakel Helmsdal er ásamt okkur Kalle Güettler í þríeykinu sem semur bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið. Og loks kem ég mér að efninu: Eftir sjö bækur um skrímslin tvö, leikrit um þau í Þjóðleikhúsinu, umfjöllun í blöðum og tímaritum er ég enn afskrifuð sem höfundur textans. Ég get nefnilega teiknað. Og þá er stundum eins og það sé óhugsandi að ég geti jafnframt ritað texta. Eða öfugt. Gunnar Smári er ekki einn um þessa villu, ég var fyrir skemmstu að lesa sambærilegan misskilning í sænsku riti. Gott og vel, öllum getur yfirsést að lesa kreditsíðurnar, en hugsanavillan liggur þó fyrst og fremst og langoftast í þeirri meinloku að myndirnar séu fylgifiskar sem allt eins megi sleppa, en textinn aðalmálið. Jafnvel í hreinræktuðum myndabókum þar sem ég er ein höfundur texta og mynda hefur mér verið hrósað í lok umfjöllunar fyrir að teikna myndirnar sjálf! Sko til! Eins og ég hafi ákveðið á síðustu metrunum að smella nokkrum myndum með. Í myndabókum liggur sagan, frásögnin, höfundarverkið, jafnt eða meira í myndunum. Þær eru ekki skreyti við texta, þær eru sjálft lesmálið.

Ég veit að það dugar ekki að segja þetta einu sinni, ekki tvisvar, ekki þrisvar. Ég mun því tyggja þetta enn og aftur, jafnt oft og nauðsyn krefur:
1) Myndabækurnar um skrímslin eru höfundarverk þriggja höfunda. 
2) Við þrjú: Áslaug, Rakel og Kalle skrifum texta skrímslabókanna í sameiningu á þremur tungumálum. (Og já, það er hægt.) 
3) Ég, Áslaug, er myndhöfundurinn, ég sé líka um myndrænu frásögnina, myndlýsi eða myndskreyti – og hanna auk þess útlit bókanna, brýt um textann. 

Ég ætla fljótlega að segja nánar frá skrímslabókunum hér á þessum síðum, sem og kynna betur það sem meðhöfundar mínir eru að bralla. Þangað til má lesa sitthvað undir flipanum BÆKUR og með því að smella HÉR til að lesa síðustu fréttir af skrímslabókunum. Loks eru hér fyrir neðan tenglar á nokkrar viðtalsgreinar, vilji fólk glöggva sig enn frekar á starfsháttum okkar. Meira síðar.

Viðtal í Morgunblaðinu 19. nóv. 2007  |||  Viðtal í Fréttablaðinu 11. des. 2004   |||  Grein í Nordisk Blad 2005
Miðstöð íslenskra bókmennta – viðtal.

 Illustrations. An article in Fréttatíminn today made me wonder, once again, why illustrations in picture books are still considered a mere addition to a story, rather than the story itself. The whole concept of a picture book is the visual narrative – first and foremost, although it’s usually combined with text. Since the article in Fréttatíminn, as so many others, failed to count me in as a text-author of the Monsterseries (and as every illustrator can tell you: the text author is THE author, never mind the concept or the pictures) I will repeat this as long as necessary:
1) The picturebooks about the Little Monster and the Big Monster are created by three authors.
2) We are the three authors of the text: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal.
3) There is one illustrator (author of pictures) and graphic designer: Áslaug Jónsdóttir. 

I intend to add a page on the Monsterseries very soon, until then you can find information here on the BOOKS-page and also by scrolling through latest news on the monsterbooks here. For still further information I add two articles with interviews from Icelandic newspapers; one article in Danish with English summary and then one online interview on IsLit.is. I’ll be back soon …

Interview in Morgunblaðið19. Nov. 2007   |||   Interview in Fréttablaðið 11. Dec. 2004   |||  Article í Nordisk Blad 2005
The Icelandic Litterature Center – interview.

Upplestur í Iðnó | Readings

skrimsli-lesweb Upplestur. Ég verð með litla skrímslinu, stóra skrímslinu, Þórarni Eldjárn og sjálfum Sleipni á háloftinu í Iðnó, Vonarstræti 3á morgun 27. Apríl kl. 11:00. Allir krakkar velkomnir á flug með Sleipni á Barnamenningarhátíð.

 Readings. I will be reading from the Monsterseries tomorrow, 27. April, in the attic of Iðnó, Vonarstræti 3, at 11 am. All kids and monster fans are welcome to join us and Sleipnir at Reykjavík Children’s Culture Festival.

Gott kvöld í kvöld | Good Evening

Gottkvoldweb

 Leikhús: Leikritið Gott kvöld verður sýnt í Félagsheimilinu á Hvammstanga núna í kvöld, föstudag 26. apríl kl. 18:00. Verkið sýnir Leikhópurinn á Hvammstanga í samstarfi við framhaldsdeild Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Önnur sýning er á sunnudag kl. 12:00. Lesa má frétt um þetta á Norðanáttinni og sjá myndir af æfingu.

Tenglar: Norðanáttin – frétt. Meira um Gott kvöld.

 Theater: Active and popular amateur theaters are run in almost every corner of Iceland. I am happy to inform that one of them, Hvammstangi Theater Group, is performing my play Good Evening tonight, April 26th.

Links: Norðanáttin news and photos. More about Gott kvöld | Good Evening.

Gleðilegt sumar! First Day of Summer

 Dagatalið: Nokkrar gamlar myndlýsingar í tilefni dagsins! Gleðilegt sumar!
(Engin ábyrgð tekin á uppskriftinni enda ber að haga pönnukökubakstri eftir eigin höfði).

pönnsurVef

 Calender: Today is the First Day of Summer, a public holiday. Indisputable. No matter if it snows, summer is here. And we feast with pancakes or alike.

Þrír dagar | Three days

Viðburðir. Í dag, 24. apríl, er síðasti vetrardagur eins og berlega kom í ljós með snjókomu í Reykjavík í morgun. Í gær, 23. apríl, var Dagur bókarinnar og alla vikuna eru áhugaverðir bókmenntaviðburðir vítt og breitt um borgina, eins og lesa má á vef Bókmenntaborgarinnar. Í fyrradag, 22. apríl, var Dagur Jarðar, þó allir dagar séu í raun dagar Jarðar og dagar góðra bóka. Á vefnum The Children’s Book Review var bent á að Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason væri ákjósanleg lesning á Degi Jarðar og það sama gerði útgefandinn, Seven Stories Press.

Eftir tæpa þrjá daga er kosið til Alþingis. Ég mæli með því að þeir sem vanræktu Dag Jarðar og Dag bókarinnar rifji upp til dæmis Draumalandið eða Söguna af bláa hnettinum fyrir kosningar. Ryksugandi sölumenn hafa safnað fiðrildadufti, slá ryki í augu, slá um sig og bjóðast til þess að negla sólina fasta yfir Íslandi. Ekki kjósa Gleði-Glaum.

solglaumurwww

Events. Today, 24th of April, is the last day of winter in Iceland, so of course it snowed heavily this morning! Yesterday, 23rd of April, was World Book Day, which is celebrated the whole week in Reykjavik Unesco City of Literature, with many interesting book events. The day before, 22nd of April, was Earth Day. All in all a good reason to celebrate, although every day should be a day of the Earth and a day of a good book. In The Children’s Book Review, The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason was selected on a list of recommended reading on Earth Day. The publisher, Seven Stories Press, also pointed that out.

In less than three days we have parliamentary elections in Iceland. I recommend good reading before voting: two books by Andri Snær: Dreamland: A Self-Help Guide for a Frightened Nation, and The Story of the Blue Planet. I fear that too many will put their vote on Gleesome Goodday and his promises of flying in endless sunlight.

Lóa, lóa | Pluvialis apricaria

loan

 Föstudagsmyndin. Hún er komin, lóan. Tíðindin berast héðan og þaðan af suðurlandinu. Ég þóttist meira að segja heyra í henni í dag, þrátt fyrir slyddu og næðing. Ég fann ljósmynd af þessum fríða fugli, en mundi ekki hvort ég hafði nokkurn tíma myndlýst lóukvæði. Það rifjaðist þó upp: „Sá ég spóa, suð’r í flóa, syngur lóa úti’ móa …“  í Året i Norden frá árinu 1997.

 Photo Friday. When the first Golden Plover, Lóa, arrives to the island in the spring, it hits the news. And there have been several reports this week. I even thought I heard its mournful singing in Reykjavík today, despite the freezing rain. I knew I had a photo somewhere and even dug up an old illustration (1997) for a well-known rhyme about the coming of spring and singing of birds.

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.06.2008

loa

Skrímslaerjur á sænsku | Monster Squabbles in Swedish

MonsterbraakSvCoverWeb

 BókaútgáfaSkrímslaerjur á sænsku, Monsterbråk, koma út í dag með braki og brestum. Forlagið Kabusa böcker gefur bókina út í Svíþjóð og tilkynnir að efnið sé: „färgstarkt, känslosamt, explosivt“ eins og lesa má hér á heimasíðu Kabusa og í fréttatilkynningu hér.

 Book release. The seventh book in the Monsterseries (Skrímslaerjur) is out in Swedish today. Monsterbråk is published by Kabusa Böcker in Göteborg and is introduced as „colorful, impassioned and explosive“. Press release in Swedish here.