Skrímslaerjur í NRK og RÚV | Reviews and news

♦ Bókadómur. Í ýmsum vefmiðlum og útvarpi hefur verið fjallað hefur verið um bækurnar sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Á vef NRK, norska ríkisútvarpsins má finna umfjöllun um allar bækurnar. Greinina má lesa hér en um Skrímslaerjur segir Anne Cathrine Straume m.a. þetta:

„Monstrene skildres i viltre tegninger, sterkt dramatisert, slik teksten også iblant roper til oss med fete typer. Fargene har stor betydning; de to monstrene er begge sorte og hårete, det store har grønn nese, det lille rød. Og se om ikke de to viser hengivelse på bokens siste side, der de spiser epler, Store Monster et rødt eple og Lille Monster et grønt …
Kraftfull, morsom og godt gjennomført; det er lett å skjønne at barn kan bli glad i disse to fyrene.“

Á RÚV hafa stjórnendur þáttarins Orð um bækur ekki látið sitt eftir liggja. Nú síðast var farið vítt og breitt yfir allar bækur sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, spáð og spekúlerað í verðlaunin í þætti með yfirskriftina: Á miðvikudag, 30. október, vitum við hver? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir gáfu þar Skrímslaerjum svo góðar umsagnir að það hálfa væri nóg. Hér má hlusta á þáttinn – og hér er fyrri umfjöllun þáttarins um Skrímslaerjur.

♦ Book review. On the Norwegian Broadcasting Corporation’s website (NRK) there’s a very fine article by Anne Cathrine Straume about all the nominated books to The Nordic Council’s Children’s and Young People’s Literature Prize 2013.
Links: Review of Skrímslaerjur (Monster Row / Monster Squabbles) along with reviews of the other 13 books in Norwegian on NRK’s site: here.

The nominations and the prize has been discussed in RÚV (The Icelandic National Broadcasting Service), in the radio program “Words about books” Orð um bækur. In Icelandic, read about: Á miðvikudag, 30. október, vitum við hver? – the program from last Sunday by Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir, who both give Skrímslaerjur good recommendations.
Links: You can listen to the program HERE and earlier program about Skrímslaerjur HERE.

Tiltekt | Tidying up

CatTiltekt©AslaugJ

What do you want Sandy? Sandpaper, pair of “cat eyes” painted on wooden buttons

♦ Föstudagsmyndin. Ég er að reyna að taka til á vinnuborðinu. Þar kennir ýmissa grasa, því eins og svo margir sem vinna í sjónlistum á ég erfitt með að henda hlutum sem kunna að nýtast eða eru einfaldlega kveikjur að hugmyndum og stuðla heilaleikfimi. En þessi söfnun fer illa saman við draum um naumhyggju eða bara skynsamlega vinnuaðstöðu … tiltektin gengur hægt. 

♦ Photo Friday. I admit: like so many visual artists I collect odd stuff. I hold on to things “I might” use one day or I just keep them for inspiration. My two personalities : the Collector and the Organizer are having quite some disagreements. My desk is a mess, so I am tidying up, but not doing a very good job …

DollTiltekt©AslaugJ

Undergoing an experiment? Folded paper, doll (named Hesta-Jakob, age ca 45 yrs), metal wire and a plastic box from Apple’s Mighty Mouse

ticketTiltekt©AslaugJ

Entangled experience: Paperbag, sheet of roots from a houseplant, ticket I found in the bathroom sink, after a stormy night where I had kept the window open (upplifun = experience)

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.10.2013

Ég heiti Grímar – á Færeysku | My Name is Grímar

grimarFO♦ Þýðing og útgáfa. Ég heiti Grímar er komin út í færeyskri þýðingu (Eg eiti Grímar) hjá Bókadeild Føroya Lærarafelags. Bókadeildin er einnig útgefandi bókaflokksins um litla skrímslið og stóra skrímslið á færeysku.

Ég heiti Grímar kom út hjá Námsgagnastofnun árið 2008 sem auðlesin sögubók fyrir miðstig og unglingastig. Hægt er að hlusta á hljóðbókina á vef Námsgagnastofnunar. Lesari er Friðrik Friðriksson leikari.

♦ Book release. My book “Ég heiti Grímar” (My Name is Grímar) is a ghost-story, an easy-to-read book for older children. A Faroese translation  (Eg eiti Grímar) was newly released by Bókadeildin, also the publisher of the Monster series.

Ég heiti Grímar was published by Námsgagnastofnun (The National Centre for Educational Materials) in 2008. It’s available in Icelandic for free as an audio book, at NCEM’s website, read by actor Friðrik Friðriksson.

Grimargluggiweb

Úr færeysku kynningarefni hjá BFL:
„Grímar er eingin vanligur drongur. Hann hevur eina fortíð, sum hevur vald á honum og fyllir hann við óhugnaligum ætlanum. Áslaug Jónsdóttir hevur skrivað og myndprýtt, og Hjørdis Heindriksdóttir hevur týtt.“
“Eg hvøkki við, tá ið eg gangi fram við einum stórum spegli. Eri eg hasin svarti drongurin við logandi eygum? Eg stari í speglið. Ein kaldur gjóstur fer um alt húsið. Tað er, eins og svørt skýggj troka seg inn í kamarið. Hvítt rím legst á glasið.”

– – –

Myndlýsingar úr Ég heiti Grímar.
Illustrations from My Name is Grímar.

Grimarkonahundurweb

Skrímslin í Bookbird | Reviews in Bookbird

NoDijoElPequenoCover

♦ Bókadómar. Í síðustu tveimur tölublöðum af Bookbird: a Journal of International Children’s Literature er að finna dóma um spænsku þýðingarnar af bókunum Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Í tímaritinu hefur áður birst bókadómur um skrímslin tvö og var þá Skrímsli á toppnum til umfjöllunar. Dómarnir um skrímslabækurnar þrjár eru á ensku og má lesa hér neðar á síðunni.

Bookbird er gefið út af IBBY, International Board on Books for Young People og Johns Hopkins University PressHér má finna eldri árganga tímaritsins, allt frá árinu 1963.

♦ Book reviews. In the last two issues of Bookbird: a Journal of International Children’s Literature there are nice reviews of the Spanish editions of the first two books in the Monster series: ¡No!, dijo el pequeño monstruo and Los monstruos grandes no lloran. A review of Monster at the Top has been published earlier. Bookbird is an academic journal that publishes articles on children’s literature with an international perspective. It is published jointly by the Johns Hopkins University Press on behalf of the International Board on Books for Young People. Other links: Online archive. Online access.

– – –

“No!” said the Little Monster
Text: Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal, Kalle Güettler. Illustrations: Áslaug Jónsdóttir.

“With vivid and emotionally evocative illustrations, “No!”, said the Little Monster brings to life the struggle between staying silent when a friend does something wrong, or speaking up and risking the friendship. When the big monster comes over to play, the little monster runs through a list of all the times in the past when his friend has caused damage or hurt others’ feelings and the little monster hadn’t dared to say anything. The litany of past frustrations gives him the courage to say “No!” this time, prompting an unexpected reaction from his friend. The importance of speaking up is portrayed with just the right mix of humor and seriousness, in a way that both children and adults can enjoy. As a part of a larger series, including a companion book called Big Monsters Don’t Cry, it also shows the different perspectives inside a friendship and how one situation can be perceived very differently. This book can be a starting place for a conversation about why friends might do things that feel hurtful and how important it is to speak up for core values, reinforcing that conflict can even strengthen friendships.”
– Deena Hinshaw. Bookbird: A Journal of International Children’s Literature Volume 51, Number 4, October 2013

MonstruosGrandesNoLloranCover

Big Monsters Don’t Cry 
Text: Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal, Kalle Güettler. Illustrations: Áslaug Jónsdóttir.

Los monstruos grandes no lloran goes to the heart of childhood insecurities in competition with friends. The pressure felt by the character of the big monster, who feels inadequate whenever he plays with his friend the little monster, is the dual burden of being unable to measure up to his friend’s abilities coupled with the conviction that he must not reveal his feelings of inadequacy. When he is brought to the breaking point by the little monster’s laughter at the actions of his father, he finds out that his tears are an opening to discussing his real feelings with his friend. Not only does this prompt a deepening of the friendship, but also an opportunity for the little monster to share some of the things he admires about the big monster, and a chance for the big monster to teach skills he possesses. The bold illustrations convey the emotions behind the story and bring the words to life. As a part of larger series, including a companion book called “No! Said the Little Monster”, it also shows the different perspectives inside a friendship and the way that the same situation can be perceived very differently by the individuals involved. This book is an entertaining way to raise topics of conversation with children related to self-judgment and expressing emotions of vulnerability.”
– Deena Hinshaw. Bookbird: A Journal of International Children’s Literature Volume 51, Number 2, April 2013

MonsterAtTheTopENCover

Monster at the Top
Text: Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal, Kalle Güettler. Illustrations: Áslaug Jónsdóttir.

“When Big Monster climbs to the top of a tall tree, he imagines he is on an adventurous journey to Monster Peak. As his tales get taller and taller, Little Monster feels left behind. What must a little monster do to get to the top? Fans of the award-winning Monster series will be delighted with this latest installment. The series highlights the friendship between two monsters who don’t always get along. Big Monster learns that he is not always right; Little Monster learns that although he is small, he can still hurt Big Monster’s feelings. Both discover a genuine sympathy for the other inspite of their differences and learn how to work together to overcome obstacles. The books, written collaboratively in Faroese, Swedish, and Icelandic, have been published internationally in ten countries. Jónsdóttir’s striking colors and broad strokes create an intense atmosphere, while the expressive faces of the monsters will thoroughly captivate and charm readers of all ages.”
– Tanja Nathanael. Bookbird: A Journal of International Children’s Literature Volume 49, Number 3, July 2011

BkB2013-2 BkB2013-4 BkB2011-3

Skáld í skólum 2013 | School visits

Skáld í skólum : illustration by Áslaug Jónsdóttir

♦ Skáld í skólum. Höfundamiðstöð RSÍ hefur milligöngu um þátttöku höfunda í ýmsum bókmenntaviðburðum og skipuleggur heimsóknir í skóla og stofnanir. Höfundamiðstöðin kynnir nýjar bókmenntadagskrár fyrir grunnskóla á hverju hausti. Dagskrá haustsins 2013 má finna hér. Við Sigrún Eldjárn sláum saman í púkk heimsækjum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu.

♦ School visits. The Writers’ Center, administrated by The Writers’ Union of Iceland (RSÍ), arranges all sorts of author visits, among them programmes entitled “Storytellers in Schools”. New and varied programmes are introduced every autumn. This year I will be visiting pre-schools along with author and illustrator Sigrún Eldjárn.

Skáld á ferð með haustvindunum!
Myndlýsing | Brochure illustration by Áslaug Jónsdóttir.

SigrunOgAslaugweb

Bókadómur í norsku vefriti | Book review in Barnebokkritikk.no

SkrimslaerjurRifrildi-web

♦ Bókadómur. Skrímslaerjur fá ljómandi góða umsögn í norska vefritinu Barnebokkritikk.no, en þar hafa að undanförnu verið birtir bókadómar um bækur sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hér má lesa allan dóminn. Í dómi sínum fjallar Olga Holownia ítarlega um myndirnar og bókarhönnunina og segir til dæmis þetta:

„Med sine renskårne karakterer, dristige bruk av svart-hvitt, og dermed desto mer effektiv fargebruk, utgjør Skrímslaerjur en svært forfriskende tilnærming til billedboksjangeren – blottet for søtladen, rosa ynde.“

♦ Book review. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) received excellent review in the Norwegian webzine Barnebokkritikk.noTo read the review, (in Norwegian) click here. Skrímslaerjur is nominated to The Nordic Council’s Children’s and Young People’s Literature Prize 2013.

20 bóka listinn | Books from Iceland

Skrímslaerjur♦ Bókasýningin í Frankfurt 2013 hefst í dag og stendur til 12. október. Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið saman sérstakan lista sem telur 20 bækur frá árinu 2012. Bókalistinn verður kynntur á bókasýningunnni, en þar á blaði má m.a. finna Skrímslaerjur. Á heimasíðu Miðstöðvarinnar er listinn kynntur svo: „Ætlunin er að taka saman slíkan lista á hverju ári sem síðan verður kynntur á bókasýningum erlendis. Systurstofnanir miðstöðvarinnar, m.a. í Noregi, Finnlandi og Hollandi, hafa um árabil útbúið sambærilega lista með góðum árangri.“
Það er líka helst í fréttum að aldrei hafa fleiri íslenskar bækur verið þýddar á erlendar tungur. Um það má lesa hér. Vonandi dregur tuttugu-bóka-listinn athyglina að enn fleiri íslenskum bókum í Frankfurt.

The Frankfurt Book Fair 2013 starts today. The Icelandic Literature Center has made a special list of 20 books that were published in 2012. The list is to be presented at the Frankfurt Book Fair this week. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) is on the list, so hopefully our hairy heroes make some friends in Germany!

Tenglar | Links:
BOOKS FROM ICELAND – Icelandic Literature Center
Um skrímslabækurnar og höfundana | About The Monster series and the authors
Um skrímslabækurnar: myndir og umsagnir | About The Monster series: illustrations and reviews

Yrðlingur á Fjöllum | Fox at Möðrudalur

IceFoxAslaugJweb

♦ Föstudagsmyndin. Í dag, fjórða október, er Dagur dýranna. Hér kemur því dýr dagsins: yrðlingur við Möðrudal á Fjöllum. Hann var greinilega heimalningur þar á bæ. Við trufluðum síðdegislúrinn og hann var mátulega hress með það. Kannski þreyttur á ferðamönnum. Bælið var í röri sem lá undir veginn, ekki langt frá bænum. Hvað sem fólki kann að finnast um refinn þá er hann Dýrið í allri sinni dýrð …

♦ Photo Friday. October forth is the World Animal Day. I guess the arctic fox is somewhat the “wildest” animal in Iceland. I came across this fox cub when I visited Möðrudal á Fjöllum recently. As we drove away from farm, we noticed him dosing in the sun just beside the road. We soon found out that it was a half-tamed one, and we gathered that he must have had his share of nosy tourists this summer, disturbing his siesta.

Ljósmynd tekin | Photo date: 07.09.2013

Á ferð við vatn | Tourism and water

TuristLonWebAslaugJ

Smile! Lending a helping hand: Three Italian tourists posing at Jökulsárlón at 8:30 pm in September.

♦ FöstudagsmyndinHvað haldið þið? Í dag er Dagur ferðalanganna eða World Tourism Day. Í þokkabót er þemað:Tourism and Water: Protecting our Common Future eða Ferðamál og vatn: Verndum sameiginlega framtíð. Já, mætti ekki spá aðeins í það?

Jæja, ég var ferðalangur á Íslandi í september og fátt heillar meira en vatn sem fær að renna eins og náttúran býður því. Hér eru fyrir neðan þrjár myndir til vitnis: Jökulsárlón, Lónsfjörður og Goðafoss í september 2013.

♦ Photo Friday. Guess what! Today is the World Tourism Day. And the theme for this year, 2013: Tourism and Water: Protecting our Common Future. I wonder what our government in Iceland is doing about that …

Here is my bid on the water theme from my last trip as a tourist in Iceland. Jökulsárlón, Lónsfjörður og Goðafoss in September 2013.

JokulsarlonWebAslaugJ SvanurWebAslaugJ GodafossWebAslaugJ

Sagan af bláa hnettinum | Longlisted for UKLA Book Award 2014

CoverTheStory-Pushkin-web♦ Tilnefning. Góðar fréttir frá Bretlandi! Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er tilnefnd til UKLA barnabókaverðlaunanna 2014 sem veitt eru í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Bókin er valin á lista úrvalsbóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Úrtökulistinn telur 24 bækur, en styttri listi verður birtur í mars 2014 og verðlaunahafar tilkynntir í júlí 2014. Önnur bók eftir íslenskan höfund, Oliver eftir Birgittu Sif, er á listanum fyrir börn 3-6 ára. Þetta hlýtur að teljast harla góð frammistaða íslenskra höfunda! The Story of the Blue Planet er gefin út af Pushkin Press í London og er eina þýdda bókin á listunum þremur.

♦ Longlisted! The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason is longlisted for the UKLA Book Award 2014! Shortlisted titles will be announced in March 2014, the winner in July 2014. Sagan af bláa hnettinum – The Story of the Blue Planet is selected on a list of books for children age 7-11. It is the only translated book on the three longlists of altogether 70 books. It’s published in the UK by Pushkin Press, London. Read more about the award and the selected books on UKLA homepage.

More about The Story of the Blue Planet on www.aslaugjonsdottir.com

Evrópski tungumáladagurinn | The European Day of Languages

EuroMonsters2013Web

♦ Tungumál. Til hamingju með daginn! Evrópski tungumáladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá 2001 og er meðal annars ætlað „að fagna fjölbreytileika tungumála í Evrópu og til að hvetja til tungumálanáms“. Opinber tungumál í Evrópu eru aðeins nokkrir tugir en áætlað er að í álfunni séu töluð um 225 „upprunaleg“ tungumál. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu og ekki síst hverfa þessar raddir algjörlega í netheimum.

Skrímslin tvö standa sig sæmilega í því að fanga fjölbreytileika tungumála í Evrópu því þau tala íslensku, sænsku, færeysku, finnsku, dönsku, norskt bókmál, nýnorsku, spænsku og frönsku. Að auki eru þau orðin reiprennandi á kínversku!

♦ Languages. Today is The European Day of Languages. In Europe alone, about 225 indigenous languages could be celebrated. Sadly many of them are heading towards extinction at a fast rate.

Little Monster and  Big Monster are trying their best in “linguistic diversity” as they now speak several European languages: Icelandic, Swedish, Faroese, Finnish, Danish, Norwegian Bokmål, Neo-Norwegian, Spanish and French. In addition they are doing pretty well in Chinese!

EuroLanguageDay

Kynning á verðlaunum | The Nordic Council’s prize for children’s literature

♦ Tilnefning. Skrímslaerjur eru, eins og kunnugt er, tilnefndar til nýju norrænu barnabókaverðlaunanna eða Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin voru m.a. kynnt í Norræna húsinu á Bókmenntahátíð í Reykjavík með þátttöku tveggja tilnefndra höfunda: Nuka K. Godtfredsen og mín. Meðhöfundur okkar í Svíþjóð, Kalle Güettler, stendur svo í ströngu á bókakaupstefnunni í Gautaborg 2013 og kynnir þar sænsku útgáfuna, Monsterbråk, áritar bækur og tekur þátt í umræðum um verðlaunin.

Hér má lesa pistil frá Kalle um kynningu Norðurlandaráðs (eða skort á sama) á nýju verðlaununum í tengslum við bókmessuna í Gautaborg.

Hér má hlusta á umfjöllun Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur um verðlaunin í bókmenntaþættinum Orð um bækur á RÚV. Þar má líka hlusta á brot af rabbinu sem ég flutti um Skrímslaerjur. Umfjöllun um barnabækur hefst á 28. mín.

SkrimslerjurMyndweb♦ Nomination for a brand new prize calls for introductions of various sorts. So is it with the newly established Nordic Council’s prize for children’s and young people’s literature – and our nominated book from the Monster series: Skrímslaerjur. In association with The Reykjavik International Literary Festival 2013 there was an event in the Nordic House two weeks ago, where I took part. And this weekend my co-author Kalle Güettler is busy at Göteborg Book Fair, where he is introducing the Swedish version: Monsterbråk.

If your read Swedish, here is a post at Kalle Güettler’s homepage on the subject: Sista-minuten-seminarium.

If you understand Icelandic, you can listen to the radio program “Orð um bækur” where Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir talks about the nominated books. A recording of a part of my chat about Skrímslaerjur is also there. The part about children’s books and the awards starts at 28. min.

Dyrfjöll | Sunset in Borgarfjörður eystri

DyrfjollwebAslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Á Borgarfirði eystri í september: sólin var sest bak við Dyrfjöllin en skein svo í gegnum Dyrnar. Það er ekki að undra þó Kjarval hafi málað ljósárur og geislaflóð í bland við kletta og klungur.

♦ Photo Friday. Two photos from Borgarfjörður eystri in September. Sunset on Mt. Dyrfjöll (Door Mountain), East Iceland. Magical place! 

Dyrfjoll2webAslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 06.09.2013

Til hamingju Rakel! | Congratulations Rakel!

Rakel2011

♦ Viðburðir. Í gær var samstarfskonu minni Rakel Helmsdal veitt góð viðurkenning. Hún hlaut Barnamenningarverðlaun Þórshafnar í Færeyjum: Barnamentanarheiðursløn Tórshavnar býráðs 2013, fyrir fjölbreytta listsköpun og störf á sviði barnamenningar. Í umsögn valnefndarinnar er m.a. minnst á samstarf okkar norrænu höfundanna þriggja um skrímslabækurnar. Þar segir:

“Rakel dugir hendinga væl at samantvinna ymisku listagreinirnar, og hetta ber tónleikaævintýrið Veiða vind, ið hon skrivaði fantasifullu og fabulerandi søguna til, boð um. Verkið kom út í bók við stásiligum og litføgrum myndum hjá Janusi á Húsagarði og tónleiki hjá Kára Bæk. Verkið er eisini útsett fyri symfoniorkestur og, eins og Skrímslini, framført sum marionett-teatur. Myndabøkurnar um Skrímslini spretta úr fruktagóðum norðurlendskum samarbeiði, ið hevur vunnið viðurkenning uttanlands. Søgurnar møta børnunum í eygnahædd og viðgera viðkomandi tilveruspurningar. Søgurnar sampakka serliga væl við stóru, dramatisku myndirnar og serstøku grafisku uppsetingina.”

Til hamingju Rakel!

♦ Events. Great news from Faroe Islands: My co-author of the Monster Series, Rakel Helmsdal, received a Faroese cultural prize yesterday: Barnamentanarheiðursløn Tórshavnar býráðs 2013, given by the City Council of Tórshavn, for her artistic work for children and with children.

Congratulations Rakel!

Dagur íslenskrar náttúru | Day of Icelandic Nature

KrossanesfjallHvalnes

♦ Ljósmyndir. Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru 16. september! Ærin ástæða til fagna, alltaf gott að staldra við og hugleiða, – súta sumt. Aldrei láta sér standa á sama.

Krossanesfjall, Hvalnesskriður, Þvottárskriður, krækiber og skyr 5. september.

♦ Photos. Today is the annual Day of Icelandic Nature. It’s hard to pick one place to illustrate the occasion. But this was the view and my lunch on Sept. 5th.

Berjaskyr@AslaugJweb

Ljósmyndir teknar | Photos date: 05.09.2013

Við Sænautasel | Home alone

KisiSsel1w©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Kettlingurinn með hvítu loppurnar var einn heima við Sænautasel á Jökuldalsheiði þegar okkur bar þar að garði í síðustu viku. Ég var fegin að vera ekki hagamús á heiði.

♦ Photo Friday. The kitten was home alone when we visited Sænautasel, a remote old farm in the highlands of Jökuldalsheiði. (I know my hair is mousy, but really, why give me that look?)

Sænautaselw©AslaugJ

KisiSsel2w©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 07.09.2013

Fréttir af bláa hnettinum | The Story of the Blue Planet

Blái hnötturinn USA ISL UK

♦ Þýðingar. Það eru ekkert nema góðar fréttir af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andri Snær Magnason. Útgefandinn í New York, Seven Stories Press, tilkynnti að vefsíðan GirlieGirl Army hefði mælt með The Story of the Blue Planet. Frétt á vef 7SP má lesa hér.

Útgefandinn í Bretlandi, Pushkin Presshefur gefið út áhugavert ítarefni og verkefnalista fyrir skólakrakka sem vel má mæla með. Efnið má finna hér í pdf-skrá: Ideas and activities for exploring The Story of the Blue Planet.

♦ Translations. All seems fine with the English editions of Sagan af bláa hnettinum by Andri Snær Magnason. The publisher in New York, Seven Stories Press, announced the other day that GirlieGirl Army had picked The Story of the Blue Planet for their kids. For the post on 7SP website: click here.

The publisher in the UK, Pushkin Press, has published a very nice study pack on their website, worth recommending. Click here for a pdf-doc: Ideas and activities for exploring The Story of the Blue Planet.

Skrímslaerjur í Norræna húsinu | Book presentation in The Nordic House

Skrímslaerjur♦ Bókakynning. Á vef Norræna hússins segir:
„Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í fyrsta sinn nú í október en tilnefningar til verðlaunanna voru gerðar opinberar í vor. Alls er um fjórtán verk að ræða frá níu norrænum löndum og málsvæðum.
Tilnefndu höfundarnir Áslaug Jónsdóttir frá Íslandi og Nuka K. Godtfredsen frá Grænlandi kynna tilnefnd verk sín og hægt er sjá sýningu Nuka sem stendur til 22. september. Sigurður Ólafsson kynnir verðlaunin við sama tækifæri en hann stýrir skrifstofu verðlaunanna. Kynningin fer fram á íslensku og dönsku.“
Norræna húsið, á morgun 11. september, kl. 14.00.

♦ Book presentation. In association with The Reykjavik International Literary Festival 2013 there will be an introduction of the newly established Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize. Held in the Nordic House, tomorrow 11. September at 2 pm. Participants: Sigurður Ólafsson and nominees: Áslaug Jónsdóttir and Nuka K. Godtfredsen.

Kalle í Norrtelje Tidning | In Swedish media

♦ Tilnefning. Skrímslahöfundar fá umfjöllun í Norrtelje Tidning í dag, en þar er viðtal við Kalle Güettler vegna tilnefningarinnar til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Skrímslaerjur. Útgefandi okkar í Svíþjóð, Kabusa Böcker, sendi líka frá sér fréttatilkynningu um tilnefninguna nú á dögunum, en Kalle mun árita bækur og vera til viðtals á bókamessunni í Gautaborg, sem haldin verður í lok mánaðarins. 

Tenglar: Fyrri frétt um tilnefninguna. | Þrír höfundar. | Kalle og Rakel | Meira um skrímslabækurnar. |  Bókakaupstefnan í GautaborgFréttatilkynning Kabusa Böcker.

♦ Nomination. My co-author of the monster series, Swedish author Kalle Güettler, was interviewed in Norrtelje Tidning today, on account of our nomination to the new Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize for Skrímslaerjur (Monster Squabbles). Our publisher in Sweden, Kabusa Böcker, has also recently published a press release about the nomination as Kalle will be available for interviews and book signing at Göteborg Book Fair on Sept. 27th.

Links: Previous post about the nomination. | Three authors. | My co-authors. | More about the monster series. |  Göteborg Book Fair. | Kabusa Böcker: Press release.

NT-Kalle-3sept2013web

25. ágúst 1943 | Bill Holm

♦ Skáldið Bill Holm dúkkaði ítrekað upp í hugann í vikunni, en einkum í dag, svo ég ákvað að fletta upp fæðingardeginum. 25. ágúst 1943. Hann hefði sem sagt orðið 70 ára í dag. Bill Holm var ógleymanlegur maður í alla staði, en leiðir okkar lágu saman í því magnaða plássi Hofsósi og ég teiknaði kort fyrir síðustu bók hans, Windows of Brimnes: An American in Iceland, sem kom út árið 2007. Bill Holm lést árið 2009.

♦ Poet Bill Holm, whom I met several times in the magical village of Hofsós, would have turned seventy today – if I’m right. His singing voice kept coming to my mind last week, but particularly today, so I looked up his birthday: August 25th 1943. An unforgettable man. I played a very small part in his last book when I drew maps for Windows of Brimnes: An American in Iceland (2007). Sadly, Bill Holm died in 2009.

Here is one of his poems, a short one, with a long title:

Some countries, by virtue of harsh geography and the absence of trees, are deprived of their company

In Iceland
No boxelder bugs

Hungry birds
Lonesome houses

No frogs
Either

Silent water
All night

– Bill Holm (1943 – 2009)

And here is a nice video: Bill Holm – Through The Windows Of Brimnes by Wayne Gudmundson:

Sjónarhorn | The other angle

Melabakkar©RuneJohansen

Melabakkar cliffs, Melaleiti farm, Belgsholtsvík cove, Mt. Hafnarfjall, Mt. Ölver. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk

♦ Föstudagsmyndin. Mér ber að nefna það strax: Þessar ljósmyndir eru ekki mínar – nema þessi af flugmönnunum. Þegar ég auglýsti í færslunni s.l. föstudag eftir upplýsingum um ljósmyndara á flugi yfir Melasveit 12. ágúst (sjá myndir hér), þá datt mér ekki í hug ég kæmist á sporið svo fljótt. En það var eiginkona flugmannsins í bláu vélinni, sem starfs síns vegna átti erindi inn á síðuna mína og rak þá strax augu í spúsa sinn – og hafði samband. Þarna var sumsé á ferð hópur ljósmyndara á námskeiði hjá Mary Ellen Mark á Íslandi. Flugmaðurinn gaf mér upp nafn ljósmyndarans sem hann flaug með: Rune Johansen.
RunePhoto©AslaugJRune er fjölhæfur danskur ljósmyndari og sendi mér af miklu örlæti fjölmargar myndir af Melaleiti úr lofti, m.a. þessar þrjár. Þarna er því komið sjónarhornið sem ég auglýsti eftir! Kíkið endilega á heimasíðuna hans: Photographer Rune Johansen:  www.runejohansen.dk. Þessa dagana birtir hann líka glæsilegar myndir frá Íslandsferðinni á FBsíðu sinni.

♦ Photo Friday. Remember my post last Friday? I wondered who were the flying photographers on the 12th of August, obviously pointing their lenses towards me! Well, the family farm, anyway. So I shot back! I found out about the photographers so soon due to pure coincidence: In connection with her work, the wife of one of the pilots visited my website and what she surprisingly saw was her husband! The flying bunch turned out to be a group of photographers attending a workshop with Mary Ellen Mark in Iceland. The pilot gave me his passenger’s name: Rune Johansen. (And yes, I was there on the ground. See?)

fotoWhen I contacted Rune he generously sent me a number of fantastic photos of our farm from that occasion. So I got to see what he had caught with his lens! Thank you Rune! For more of his photos, check out his versatile work on his website: Photographer Rune Johansen:  www.runejohansen.dk. If you look him up on FB, you can also view great shots from his trip to Iceland.

OK. Now I wonder if the other photographers saw exactly the same … – or is it a different point of view every time?

Melaleiti©RuneJohansen

Melaleiti farm 12. Aug. 2013. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk

Melaleiti, Skarðsheiði, Botnssúlur

Melaleiti farm, left: Skarðsheiði Mt.range, Mt. Botnssúlur in the far. Photo: Rune Johansen http://www.runejohansen.dk

Loftárás | Air raid

Flug1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Þessar rellur flugu lágt yfir Melasveitina í síðustu viku: þrjár smávélar og reyndar líka tvær fisvélar sem ég náði ekki myndum af. Farþegarnir voru greinilega með linsurnar á lofti. Það væri gaman að skiptast á myndum! Þekkir einhver ljósmyndarana sem voru á sveimi þarna 12. ágúst? (Sendið mér línu á: bokverk[hjá]gmail.com)

♦ Photo Friday. Cheeeeeese! OK, you guys! You did a lot of shooting that fine day. Who took my photo? Here are yours!
I got these visitors at the farm in Melasveit last week. Now I would like to see what they saw! Anyone know who these photographers are, flying NW from Reykjavík on 12. August? Send me a note: bokverk[at]gmail.com

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.08.2013

♦ Uppfært: ♦ Update: Sjá | See: Sjónarhorn | The other angle. 23.08.2013

Flug©AslaugJ

Flug4©AslaugJ

Flug3©AslaugJ

Hatturinn | The hat

KukaanEiOleSaari1WebAslaugJons ♦ Myndlýsingar. Einhvern tíma í vor gerði ég myndir við texta í smáriti um Ísland, Islanti on yllättävä – Ísland kemur á óvart, ætluðum finnskum og skandinavískum lesendum. Eintak af finnsku útgáfunni hefur verið að þvælast á borðinu hjá mér. Flestar eru greinarnar dæmigerður fróðleikur um land og þjóð: landnám norrænna manna, Snorra Sturluson, jarðsöguna, eldfjöll og hveri, tungumál með eði og þorni, bókaþjóðina, o.s.frv. Í greininni um bókmenntasöguna eru nefndir nokkrir núlifandi höfundar og bækur sem hafa verið þýddar á finnska tungu; og sem eru kannski enn fáanlegar í bókabúðum þarlendum? Ekki var þar rými fyrir nýlegar barnabækur eins og: Ei! sanoi pieni hirviö eða Tarina sinisestä planeetasta. Bókmenntasagan er nefnilega oftast skrifuð fyrir barnlaust fólk. En barnabækur eru skrifaðar fyrir börn og fullorðna, af fullvaxta rithöfundum. Það er staðreynd sem kemur kannski á óvart. Og þó við njótum þess að sjá börnin vaxa úr grasi, þá þýðir ekkert að bíða eftir því að barnabókahöfundar „vaxi upp úr“ því að skrifa barnabókmenntir. En illa gengur þeim að „vaxa“ inn í bókmenntasöguna. Þar er oft svo lítið pláss.

KukaanEiOleSaari3WebAslaugJonsEn aftur að myndlýsingum: Sumar greinarnar voru þannig tilreiddar að það var erfitt að sneiða hjá klisjum eða lýsa staðreyndum um tungumálið eða jarðskorpuna á nýjan hátt. Áhugaverðast var að fást við grein eftir Eirík Örn Norðdahl, sem í bókmenntunum virkar reyndar dálítið eins og element úr jarðfræðinni: kraftmikið og duttlungafullt náttúruafl. (En þetta hljómar auðvitað líka eins og landkynningarklisja, Eiríkur Örn er sjálfsagt allra handa höfundur).

Greinin fjallar um sjálfsmynd og þjóðerni, er persónuleg og glúrin, reifar þversagnir og goðsagnir um eyþjóð úti í Ballarhafi. Og þar sem höfundurinn er einatt nálægur í textanum, sá ég stöðugt fyrir mér skáldið með hattinn, skáldið sem fjallar um sjálfsmyndir. Ef höfuðfat eins og hattur snýst ekki um sjálfsmynd, þá veit ég ekki hvað. Það er sama hvort um er að ræða vísun í gömul stöðutákn eða val á fati sem veitir hárlitlu höfði skjól: hatturinn er tákn. Það er táknrænt að setja upp hatt, rétt eins og það val að nota ekki hatt! Hattatískunni hrakaði víst mjög þegar stéttskiptingin riðlaðist og þeir sem á annað borð vildu halda höfðinu tóku ofan til að hverfa inn í húfuklæddan fjöldann. Hatturinn er enn auðvitað hluti af einkennisbúningum margskonar. En bæði myndrænt og táknrænt er hatturinn heillandi. Sá sem ber hatt í hattlausu samfélagi er tæplega venjulegur, hann er í það minnsta góður fyrir sinn hatt. Hatturinn fór þannig að dúkka upp í myndunum hér og hvar, ekki bara við grein Eiríks.

KukaanEiOleSaari2WebAslaugJonsMyndin efst á síðunni er reyndar alls ekki með í heftinu. Hún var þó gerð við grein Eiríks Arnar, sem heitir „Enginn er eyland“, (Kukaan ei ole saari) sem aftur fékk mig í mótþróakasti til að minnast þess að „maðurinn er alltaf einn“. Sjálfskipuð einangrun eða ásköpuð er mögulega harla einmanaleg og köld. Kannski óumflýjanleg. (Eða ó-af-flýjanleg, eins og af eyju, þó það megi hlaupa rófulaus hring eftir hring í eigin heimi, kringum kollinn, á hattbarðinu).

Hinar tvær myndirnar, sem birtust með greininni, er annars vegar einhvers konar portrett af Eiríki – sem ég þó vil helst ekki gefa mig út fyrir að gera. Ég legg mig í það minnsta ekkert fram um að teikna manninn eins og hann er útlits, heldur frekar eins og ég les hann út úr textanum, eða bara sirka eins og mér sýnist, þó myndin kunni að minna á hann. Á hinni myndinni eru það svo fjöllin sem skáldið sýnir syni sínum og er í mun um að hann geti nafngreint. Í stærra samhengi: faðir sýnir syninum veröldina, sem þó markast af hans eigin persónulegu (jafnvel takmörkuðu) sýn undan hattbarðinu. Barn af blönduðu þjóðerni getur þó kannski valið sér hatt, mögulega fleiri en einn og fleiri en tvo …

Það er að minnsta kosti ekki hægt að setja alla undir sama hatt.
Og kannski fæ ég skömm í hattinn fyrir þetta allt.

EyjafjallajokullWebAslaugJons

♦ Illustrations. I made these illustrations for a booklet about Iceland. It was published in Finland, earlier this year. It’s called Islanti on yllättävä – Ísland kemur á óvart. (Iceland surprises). The articles in the brochure are mostly basic information about the country: the history of the Norse settlers, the geology of Iceland, the language, the Sagas, the literature, etc. I found it a bit hard to avoid clichés when illustrating these subjects, I just hope I didn’t do too poorly.

Illustrating an article by writer Eiríkur Örn Norðdahl, was interesting though, as I found his writings more open to all sorts of interpretations. The article is called No man is an island, where he describes the dilemma of being an Icelander. It is personal and witty. I only know Eiríkur Örn from photos, where he is usually wearing a hat. The symbolic hat started to make it’s way in to the illustrations, also for the articles on geology (like Eyjafjallajökull on the right) and on literature (below).

The uppermost three illustrations here in this post were made for Eiríkur Örn’s article, although the first one was left out. The second is a sort of a portrait, illustrating the writer himself as more or less merged into the landscape, born from it or torn from it … The rivers are gushing cool water, the poet his words. The third illustration is connected to the writer’s thoughts on national identity and learning his bilingual son the names of the mountains closest to home.

Anyway, I enjoyed pondering about identity and hats, as the hat symbolically has so many meanings, referring to interesting idioms. The hat can be extremely simple in graphic form, even looking like something else (an elephant inside a snake?) but it can also be as mysterious as a magician’s hat. Finally, home is where you lay your hat, right?

Artwork by © Áslaug Jónsdóttir
Collages; monoprints and colored paper, oil base pencil.

LiteratureHatWebAslaugJons

2. ágúst | Busy birthday boy

JKM Aug2013

♦ Föstudagsmyndin. Heyskapur! Myndin var tekin í gær, 1. ágúst, en veðrið í dag, 2. ágúst er einmitt svipað. Ekta íslenskt sumarveður: norðanstrekkingur, sólríkt og svalt. Myndefnið er meðal annars: aldraður snúrustaur af klassískri gerð (hann og bróðir hans stefna að heimsfrægð), Massey Ferguson (árg. 1974), 39 ára á árinu og við stýrið: faðir minn (Jón Kr. Magnússon árg. 1932), áttatíu og eins árs í dag!

♦ Photo Friday. Making hay yesterday! In front the very, very popular and photogenic clothesline pole, and then two good ones: old Massey Ferguson (1974), only 39 years old, and the driver: my dad (1932), only 81 years old today, 2nd August. Both still going strong!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 01.08.2013

Skrímslin kvöddu Kabloggen | Farewell to Kabloggen

StenMonsterWeb©AslaugJ

♦ Steinhissa skrímsli!  Oh no! Little Monster and Big Monster have turned into stone!!!

♦ Skrímslablogg. Pistlarnir um skrímslin á Kabloggen verða ekki fleiri að sinni, síðustu póstar birtust 31. júlí þegar skrímslabókahöfundarnir þökkuðu pent fyrir sig á sænsku og dönsku. Þeir sem lesa þau tungumál gætu haft gaman af því að glugga í skrifin, en nýjustu færslurnar má lesa hér: Kablogg-póstar skrímslahöfundanna í júlí 2013.

♦ Monster blog. Through July, we the three authors of the Monster series, Áslaug, Kalle and Rakel, had our month of fame at Kabloggen, an authors blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker. We did twenty-something blog-posts with a lot of photos and drawings! Text in Danish and Swedish only, sorry! But check out the images! Kabloggen: Monster time in July 2013!

Loksins sumar | Summer at last

sumarII23juliWeb©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Loksins kom sumarið! Sextán til tuttugu gráður og sól. Stúlkan á bænum fór í sumarkjól og við óðum grynningar á stórstraumsfjöru. Þetta er eina rétta umhverfið fyrir alvöru leir- og þang-fótabað. Kolaseiðin sáu svo um „Fish-Spa“-fílinginn!

♦ Photo Friday. Summer came with sunshine and a gentle breeze of 16-20 degrees °C. We couldn’t resist to at least wade in the sea and get a super mud and seaweed foot-spa! The small fry of flatfish had to count for the notion that you were also getting a luxurious fish-spa!

sumar23juliWeb©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 23.07.2013

Fimm snuð og fleira gott! | Reviews of Skrímslaerjur

♦ Bókadómar. Hér koma tveir örstuttir dómar um Skrímslaerjur í sænskum tímaritum: Fjórar rósettur (eða eru það blöðrur?) og fimm snuð! „Lítill gullmoli“ segir Moa Samuelsson í VI FÖRÄLDRAR og Anna Matzinger skrifar í MAMA að bókin fjalli með „húmor og hlýju um sammannlegar tilfinningar“.

♦ Book Review. For the record: two super short but nice four and five “star” reviews of Skrímslaerjur / Monsterbråk (Monster Squabblesin Swedish magazines about parenting.
„A little gem“ ★★★★  – VI FÖRÄLDRAR
“Deals with universal emotions with humor and warmth.” ★★★★ – MAMA

MonsterbrakMamaWeb

MonsterbrakViForaldrarWeb

Prófarkalestur | Lost in translation

ProofMonsterAslaugJweb

♦ Þýðingar. Skrímslaerjur koma bráðum út á kínversku, eins og fyrri bækurnar um skrímslin. Og auðvitað þarf að lesa próförk. Maður fer nú létt með það … 怪物吵架了…

♦ Translations. Proofreading the chinese version of Skrímslaerjur (Monster Squabbles or Monster Row). The first six books are already available in Chinese, published by Maitian Culture Communication. Reading Chinese, easy peasy … 怪物吵架了…

Góði dagurinn | One fine day

ThvotturAslaugJweb

♦ Föstudagsmyndin. Ég ætla ekki að tala um rigninguna í júlí. Ég ætla ekki að tala um rigninguna í júlí. Ég ætla ekki að tala um rigninguna í júlí. Ég ætla ekki að tala um rigninguna í júlí. Ég ætla ekki að tala um rigninguna í júlí. Ég ætla ekki að tala um rigninguna í júlí …

♦ Photo Friday. A rare moment this summer: drying laundry on the clothesline. I’m counting the days when it hasn’t rained. One

Ljósmynd tekin | Photo date: 16.07.2013

Bankað á dyr | Knock-knock!

BankDyrWebAslaugJ♦ Skrímslablogg. Í júlí skrifum við skrímslahöfundarnir til skiptis pistla á Kabloggen – höfundabloggi Kabusa-forlagsins. Færslurnar eru auðvitað allar á einn eða annan hátt tengdar skrímslabókunum.

Rakel Helmsdal skrifaði röð af færslum um það hvernig við sækjum hugmyndir til atburða í bernsku en líka til nýlegra atvika. Pistlarnir eru á dönsku og má lesa hér og hér og hér!

Kalle Güettler skrifaði um vinnuna sem tók við eftir stutt hugarflug á námskeiði, en þrjú ár liðu frá því að við hittumst fyrst og þar til fyrsta bókin kom út. Pistillinn er á sænsku og má lesa hér.

Í gær skrifaði ég út frá þessum pistlum þeirra Kalle og Rakel: eða um samruna hugmynda, vinnuferli og auk þess um aðalumfjöllunarefni skrímslabókanna: tilfinningar! Pistilinn: Når idéen banker på (och lite om känslor) má lesa hér. Þar birti ég m.a. mynd af smábók sem ég gerði í hádegishléi á margumræddu námskeiði á Biskops-Arnö árið 2001, en á námskeiðinu áttum við að skrifa út frá setningunni: „Það er bankað á dyrnar“. Smábókin er örsaga án orða, en þessi litla æfing nýttist sennilega bæði í fyrstu skrímslabókina: Nei! sagði litla skrímslið og í bókina Gott kvöld sem kom út nokkrum árum síðar. Meira um Gott kvöld hér. Bókaruppkastið, sem er ein A4-örk brotin og skorin, má sjá hér til hliðar.

♦ Monster blog. The three monster-authors: Kalle Güettler, Rakel Helmsdal and I are still writing at Kabloggen, an author’s blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker.

Rakel Helmsdal wrote a series of posts about how we get ideas from our childhood but also from meeting grown-up monsters as adults!
Read her posts (in Danish) here and here and here!

Kalle Güettler wrote about the work that came as a result of our first meeting at the workshop for Nordic authors and illustrators on the island Biskop-Arnö. It took us three years to finish the first book: No! said Little Monster.
Read his blog (in Swedish) here.

Yesterday I wrote a blog post, a bit as a response to their posts: on the importance of sharing ideas, how ideas merge together; and about the major subject in our books: mainly feelings! Monstrous feelings of all sorts! I also wrote about a little sketch I made in a lunch break at the workshop in 2001, where we three met. One of the assignments was to write something inspired from the sentence: “There was knocking on the door”. I did a mini-book without words, a draft, a sketch of my idea. (See the picture on the right). I think that some elements and features from the sketch appear in our first book: No! said Little Monster, but also in a another book of mine: Gott kvöld. For more about the picture book Gott kvöld, click here.
My full post (in Danish): Når idéen banker på (och lite om känslor).